MAGNOTTA, Luka

Aníta Sólveig Jóhannsdóttir, Christine Maxine G. Goldstein, Dagbjört Edda Sverrisdóttir og Sigríður Sara Birgisdóttir

Luka Magnotta.

Luka Magnotta.

Eric Newman Clinton var fæddur 24. júlí árið 1982 og var alinn upp í Ontario fylki í Kanada. Æska hans og uppeldi var óstöðugt en erfitt var fyrir foreldra hans að borga húsaleigu sem olli því að  þau fluttu allnokkrum sinnum yfir æviskeið Erics.

Faðir Luka lýsir honum sem einfara og að hann hafi ekki átt marga vini, það gæti hafa haft áhrif að móðir hans kenndi honum og systur hans heima svo þau fóru ekki í skóla fyrr en í sjöunda eða sjötta bekk en þá var hann lagður í einelti í skóla. Hann segir einnig að móðir Luka lét hann ganga með bleyju til 6 ára aldurs og virðist hafa verið vanræskla á heimilinu. Foreldrar Luka skildu þegar hann var 10 ára og að sögn faðir hans var ein af stóru ástæðum skilnaðarins vanræksla og meðferð barnanna.

Skýrslur frá árunum 2001-2014 sýna þróun einmanna unglings í Ontario og var Luka inn og út af sjúkrahúsum og fósturheimilum, hann kvartaði oft yfir ofskynjunum, rugli og ofsóknaræði. Árið 2001 var hann greindur með geðklofa og ekki leið langt frá greiningu sem hann kom inn á sjúkrahús vegna ofneyslu á róandi lyfinu: “Clonazepam.” Það er áhugavert að sjá á hve mörgum fóstur /áfangaheimilum hann bjó á en þau eru á bilinu 5-7 talsins. Einnig má nefna að faðir hans er greindur með ofsóknargeðklofa og móðir hans átti við áfengisfíkn að stríða.

Picture 1.png

Þegar Luka varð 18 ára þá bjó hann ýmist hjá móður, föður og ömmu sinni til skiptis. Luka ferðaðist ýmist á milli staða en var mest í Kanada. Eric breytti nafni sínu í Luka Rocco Magnotta árið 2005 vegna slæmra minninga um nafnið og sagðist hann  vilja  “endurfinna” sjálfan sig. Hann fór í margar lýtaaðgerðir og varð nánast óþekkjanlegur.

Árið 2003 fór Luka að vinna sem klámstjarna en vildi frekar kalla það “fullorðinskvikmyndir” en hann lék þá mest í samkynhneigðum klámmyndum, samhliða “kvikmyndastjörnu” lífinu hóf hann einnig fyrirsætustörf og vann líka sem fylgdarsveinn (e. escort). Á þessum tíma er Luka farinn að heyra raddir og leitaði til geðlæknis vegna þess. Vegna streitu og þessara ofskynjana á röddum lætur hann leggja sig inná geðdeild til að fá viðeigandi meðhöndlun. Hann var settur í margvíslegar rannsóknir, meðal annars tölvusneiðmyndatöku sem sýnir ákveðna virkni í heila en allar niðurstöður komu eðlilega út. Þrátt fyrir þessar ofskynjanir sem hann upplifði samhliða þunglyndi sat Luka fyrir í tímariti kallað Fab Boy, en hann heldur því fram að fólk sér ítrekað að elta sig, taka myndir af honum og reyna eyðileggja feril hans. Fjölskyldulæknir Luka segir í vitnisburði sínum að geðlæknir Luka hafi greint hann með þunglyndi og geðklofa.

Picture 1.png

Ekki er vitað hvenær  Luka hafði byrjað að sýna einkenni siðleysingja, fyrr en hann birti myndband af sér myrða tvo kettlinga árið 2010. Það áhugaverða við þetta mál er að það voru ekki lögregluyfirvöld sem fundu út hver aðilinn á bakvið myndböndum voru. Þar sem Luka sýndi aldrei andlitið beint í mynd þá var mun erfiðara að finna hann og gæti hann verið staðsettur hvar sem er í heiminum. Hópur fólks á internetinu sameinuðust í að reyna finna út hver þetta væri en Luka þráði athyglina sem hann fékk og hélt því áfram að birta myndbönd þar sem hann er að drepa saklausa kettlinga. Ekki leið á löngu þar til hann færði sig úr því að drepa dýr, í að drepa manneskju.

Picture 1.png

 Í maí 2012 myrti Luka ungan strák, Jun Lin. Luka var mikið fyrir að horfa á morðmyndir en þegar hann myrti Jun Lin hermdi hann eftir uppáhalds kvikmyndinni sinni: Basic Instinct, þar sem hann batt Jun Lin og stakk hann svo ítrekað. Hann tók myndband af sér rétt eins og áður fyrr þegar hann var að drepa kettlingana. Mögulega vegna þess að hann ímyndi sér að hann sé að leika í kvikmynd.  Luka aflimaði Jun Lin, skar fætur, hendur og höfuðið af honum og stundaði svo samfarir með líkinu. Luka birti myndbandið af morðinu á internetið og kallaði hann það “1 Lunatic, 1 Icepick.” 

Unnin var heimildarmynd Don’t F**k Wtih Cats sem sýnd er á Netflix. Hún fjallar um hvernig Luka náðist, en í byrjun var haldið að Luka væri “aðeins” hræðilegur dýraníðingur. Í júní 2012 var Luka loks handtekinn og situr nú í fangelsi fyrir fyrsta stigs morð.


MÆLIKVARÐAR

Mælikvarði I

Samkvæmt mælikvarðanum ,,Hinn guðdómlegi gleðileikur: Dauðasyndirnar 7” er mikilvægt að greina mótíf einstaklingsins sem rætt er um. Það má segja með fullvissu að Luca sé siðlaus sadisti með horbjóðslegt kynferðislegt blæti. Það má tengja við það fyrsta á listanum yfir dauðasyndirnar og það er losti (e. lust). Eins og skrifað er í mælikvarðanum, er það illska vegna frávika í kynferðis- og persónulegum samskiptum, m.a. Sadisma.

Mælikvarði II

Hringkenningin (e. offender cycle) er annar mælikvarði sem gott er að notast við í sambandi við Luka. Þar virðast öll þrep kenningunnar passa við Luka og hans líf á einhvern hátt. Fyrsta þrep, vænting höfnunnar, er hægt að tengja við æskuár Luka. Hann var félagslega vanhæfur sem barn og átti mögulega aldrei gott og innihaldsríkt samband með foreldrum eða jafnöldrum sínum. Hann hefur því ekki lært að treysta og kunni mögulega ekki að búa til sambönd við fólk. Þrep tvö, særðar tilfinningar er afleiðing af fyrri hræðslu og einangrun. Luka virtist aldrei hafa haft gott sjálfsálit. Hann breytti nafni sínu og útliti, talaði einnig mikið um hvað hann hafði þráð að vera elskaður sem barn. Hann leit á sig sem fórnarlamb. Einnig passar þar inn í þrep þrjú, sem er neikvæð sjálfsmynd. Hann virtist vera að reyna að búa til nýtt sjálf, einhvern sem honum líkaði betur við. Þrep fjögur er óheilbrigð aðlögun, þar sem einstaklingur vill ekki sýna neina veikleika. Luka virðist vita muninn á réttu og röngu en ákvað ekki að tala um eða leita sér hjálpar vegna hugsana sinna. Þar kemur í kjölfarið þrep fimm, frávikskenndar fantasíur, sem keyrir einstaklinginn áfram. Ástæður Luka fyrir glæpum sínum geta verið margar, en eitt er víst er að hann þráði þessa athygli. Hann þráði að vera vondi kallinn. Þrep sex, þjálfurnarferlið myndi passa vel við þegar Luka kom fyrst upp á internetinu. Kattarmyndböndin hans voru aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrep sjö er glæpurinn sjálfur. Luka hafði framið marga litla glæpi í gegnum tíðina en þau verstu voru auðvitað morðið á kettlingunum og Jun Lin. Hann var aðeins að undirbúa sig með kattar myndböndunum. Þrep átta er tímabundin eftirsjá. Luka virtist nú aldrei hafa neina sérstaka eftirsjá. Hann þráði það að fá alla athyglina fyrir myndbandið af morðinu og má sjá á myndbandi þar sem hann stígur út úr flugvél og lendir í Kanada að hann glottir þegar hann sér alla fréttamennina að taka hann upp. Loks er það síðasta þrepið, númer níu og er réttlæting. Luka var opinn um æsku sína og uppeldi eftir að hann var handtekinn og sat fyrir dómi. Hann hefur væntanlega reynt að réttlæta þetta fyrir sjálfum sér, að hann hafi verið svo illa alinn upp.

Mælikvarði III

Samkvæmt DSM-5 bókinni myndum við segja að Luka uppfyllir ákveðinn skilyrði á andfélagslegum persónuleikaröskun. Samkvæmt DSM-5 skilgreiningu á andfélagslegum persónuleika, eru einkennin langvarandi hegðunarmynstur og brot á réttindum annarra og Luka uppfyllir þau skilyrði. Einstaklingar með andfélagslega persónuleikaröskun skortir eftirsjá, eru hvatvísir og óstöðugir. Þeir einstaklingar eiga erfitt með að mynda jákvæð sambönd við aðra og eru oft kærulausir um öryggi annarra. Luka virtist alltaf vilja vera í sviðsljósi fyrir neikvæða hegðun. Eftir morðið á Jun virtist hann ekki hafa mikla eftirsjá, þar sem hann gat niðurhalið myndbandinu á netið. Einnig klæddi hann sig í fötin hans eftir morðið og sést það á öryggismyndavélum, þar má sjá hann í bolnum hans Jun og með derhúfuna hans, meðan líkið er í töskunni.

 

Mælikvarði IV

Holmes og Deburger komu fram með kenningu þar sem skoðað er ástæðu morðana. Helst er einbeitt á raðmorðingja en hefði Luka ekki verið stoppaður af hefði svo geta farið að hann hefði drepið fleiri. Við teljum að Luka passi vel við sjálfselsku tegundina eða Hedonistic type. Það sem hann drap kettlingana og Jun Lin. Þessu er skipt niður í fimm liði, Girnd / sterkar hvatir: Þar sem Luka fékk mjög líklega einhverja kynferðislegan losta út úr því að drepa lifandi ketti og manneskju. Sjálfselsku spenna: Hann hafði gaman af því að pynta það sem hann drap. Luka gerði það með sadískum máta: hnífstungur, aflimun, naugðun og að koma köttum fyrir í poka og loka svo ekkert súrefni flæði um. Sjálfselsku þægindin koma líka inn hjá Luka en hann fékk svo mikla athygli út á myndböndin sín að hann hélt bara áfram. Svo er það stjórnunar valdið en hann fékk mikið út úr því að stjórna öðrum, drepur kettlingana því þeir geta með engumóti varið sig. Svo með Jung Lin þá var hann bundinn og berskjaldaður og gerði það sem Luka bað hann um.  Svo hann myndi teljast sakhæfur samkvæmt þessum mælikvarða.

Mælikvarði V

Mindhunter kenningin er góð en þar er helst talað um einkenni raðmorðingja, þar sem Luka myrti einungis einn einstakling þá er kannski ekki hægt að segja að hann sé raðmorðingi en margt í þessari kenningu gæti gefið tilkynna að svo hefði getað þróast. Talað er um að einstaklingar fremji að lágmarki 3 morð til að teljast raðmorðingi en það er ekki gert í einum atburði. Þegar skoðað er bakrunn Luka þá byrjar hann hægt og rólega með því að drepa kettlingana, en hann tekur alltaf „cooling off period.“ Eftir morðið á Jung Lin þá tókst honum að komast til Evrópu og ekki er ólíklegt að hann hefði haldið áfram hefði ekki komist upp um hann. Luka var einhleypur hvítur maður, dæmigert væri ef hann væri yfir meðalgreind en við teljum reyndar að Luka sé svo ekki. Luka gekk illa í skóla og var ekki á þessum „týpiska“ vinnumarkaði. Mikið vandamál var í fjölskyldu hans og dæmigert er að vera hafnað af föður en vegna þess að hann flutti út voru þeir ekki í eins miklu sambandi og aðrir feðgar ættu að vera. Einnig er löng saga geðrænna vandamála en þar spilar inn að faðir Luka er með geðklofa, en ekki er ólíklegt að móðir hans þjáðist einnig af einhversskonar geðröskunum. Mótandi áhrif geta einnig verið að mikil vanræksla var á heimilinu, ekki er vitað til að Luka hafi verið misnotaður, andlega eða líkamlega en vanræksla af hálfu móður getur haft svipaðar afleiðingar. Ekki er vitað nógu vel hvort Luka upplifði sem barn geðræn vandamál en ekki er ólíklegt að svo hafi verið. Hann var mikið inn og út úr unglingsheimilum. Í síðasta dæmi Mindhunters kenningunni er talað um viðvarandi áhugi á kynfrávikum, með sérstakan áhuga á blætisdýrkun, sýnihneigð og ofbeldisfullu klámi. Klám iðnaðurinn er oft talinn ofbeldisfengur og því ekki ólíkegt að Luka hafi lent í slæmum athöfnun tengdu því. Ekki má gleyma vinnunni sem fylgdarsveinn en það er mjög vinsælt þar sem oftast er talað um að einstaklingar stundi ekki kynlíf með kúnanum en til að fá aukalega borgað er það oft gert.

 

Mælikvarði VI

Luka Magnotta fellur inn í flokk 7 í Stone 22 mælikvarðana. Flokkur 7 lýsir sér svoleiðis að einstaklingar eru mjög sjálfhverfir, með nokkur einkenni geðrænna vandkvæða, sem drepa ástvini, ekki í stundarbræði og eru sálfræðilega óstöðugir.Þar sem hann er sjálfhverfur, hefur enga samkennd eða samúð. Einnig var hann með geðræn vandamál að stríða. Hann myrti ástvin sinn hann Jun Lin þar sem hann Luka segist hafa verið með honum í sambandi í 1 og hálft ár. Útaf æsku Luka er hægt að sjá að hann var sálfræðilega óstöðugur, hann átti ekki stöðugt heimili og átti í raun bara brotið heimili og fjölskyldulíf. Hann drap ekki Jun Lin í stundarbrjálæði heldur var hann að pynta hann og liggur við að leika sér að líkinu.

Mikið af þessum mælikvörðum skoðar svipaðar ástæður, það sem þær eiga sameiginlegt er að skoða tildæmis félagslegar aðstæður einstaklings og uppeldi er oft lykillinn að þessum kenningum. Þegar við tökum sama æsku Luka sjáum við að hann sem barn einangraðist strax af vegna heimakennslu móður, eignaðist enga vini beint og átti erfitt með samskipti við aðra. Það er erfitt að segja til nákvæmlega gerðist í barnæsku hans en mikilvægt er að hafa hugan opinn varðandi þann möguleika að hann hafi orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi á heimilinu eða á unglingsheimilunum sem hann fór inn og út af. Það skiptir svo miklu máli hvernig aðstæður eru sem barn elst upp í, það hefur áhrif á framtíð einstaklings og mótun hans.  Mikið er talað um erfðir og umhverfi í öllu því sem við gerum. Að sjálfsögðu erum við mikill partur erfða foreldra og forfeðra okkar. En ef við hugsum með okkur umhverfisþætti Luka, hefði Luka alist upp við „venjulegar“ heimilisaðstæður eins og við köllum það, þar sem barn fær ást og umhyggju, gengur í leik-og grunnskóla þar sem mikið er lagt upp úr að félagsleg samskipti eru góð. Þá hefði mögulega verið hægt að koma í „veg“ fyrir að svona atvik eigi sér stað, en ekki með fullri vissu. Þó að faðir hans hafi greinst með geðklofa þá eru það ekki endilega hættulegir einstaklingar ef þeir fá rétta meðferð. Frá ungum aldri er „límt“ inn í hausinn á okkar að fólk með geðræn vandamál séu hættuleg. Það er alls ekki svoleiðis, þó eru undantekningar en það er þá oftast vegna þess að einstaklingar eru ekki að fá viðeigandi meðferð við sínum sjúkdóm. Það verður að tala meira um afleiðingar umhverfis líka en ekki einungis erfðir. Teljum við í þessu tilfelli með Luka að margt hefði geta komið í veg fyrir að hann hafi drepið kettlingana og Jung Lin hefði hann alist upp við almennilegt umhverfi.

Þegar dregið er saman þessar upplýsingar um Luka má segja með fullvissu að hegðun hans sé vegna samblands af erfðum og umhverfi. Faðir hans var greindur með geðklofa og einnig var móðir hans að díla við geðkvilla. Umhverfið sem Luka ólst upp í var ekki gott, það var mikil óvissa vegna flutninga, hann var mikið einn og myndaði aldrei náin tengsl. Ekki er vitað hvort að Luka hafi verið með hegðunarvandamál sem barn en það er mjög líklegt. Samkvæmt þessu má til þess geta að uppeldi og umhverfi hafi mikið að gera með siðferði einstaklinga og þeirra hegðun á fullorðinsárum.

Við mælum eindregið með að fólk horfi á heimildarmyndina um Luka Magnotta sem er á Netflix.