RADER, Dennis - BTK Killer

Alexander Ágúst Mar Sigurðsson, Andri Einarsson, Eyþór Daði Hauksson og Snæþór Bjarki Jónsson

btk-killer-dennis-rader-index-1567104395.jpg


Kynning Efnis

Nafnið Dennis Rader er kannski ekki þekktasta nafnið í heiminum en Dennis Rader er oftast kallaður BTK Killer sem gefur upp ákveðna mynd af hverju Dennis Rader er þekktur. Dennis Rader, eða BTK Killer, er þekktastur fyrir að hafa drepið 10 einstaklinga, aðallega konur. Í heildina drap hann átta konur og tvo karla. Fórnalömbin voru á aldrinum níu ára og alveg upp í sjötugt. Hann fæddist árið 1945, í Bandaríkjunum, uppalinn í Pittsburgh, Kansas. Dennis var elstur af fjórum bræðrum. Rader hætti fljótlega í framhaldsskóla og fór í flugherinn. Æsku hans er lýst sem frekar venjulegri. Dennis byrjaði þó snemma að sýna einkennilega hegðun sem kemur fram seinna í umfjöllun okkar. Dennis giftist konunni Paula Dietz og eiga þau saman tvö börn. Konan hans skyldi við hann árið 2005, en það var nákvæmlega á því tímabili þar sem hann var handtekinn. Fyrrverandi nágranni Dennis Rader lýsti honum sem ströngum manni sem þætti gaman að leggja í einelti og áreita konur, þá aðallega einhleypar konur. Dennis var þó ágætlega liðinn í samfélaginu og var til að mynda valinn forseti kirkjuþings og var einnig leiðtogi í skátafélagi.

Dennis Rader var 29 ára þegar hann framdi fyrsta morð sitt. Hann réðst inn á heimili fjölskyldu. Plan hans fór þá úrskeiðis þar sem hann bjóst ekki við því að allir væru heima. Dennis endaði á því að drepa alla fjölskylduna. Alls voru það fjórir einstaklingar, foreldrar og tvö börn á aldrinum níu og ellefu ára. Eins og kom fram hér að ofan þá drap Dennis 10 manns og voru aðferðir hans aðallega kyrking. Hann notaði til dæmis belti, reipi og nylon sokka til að kyrkja fórnalömbin til dauða.

Aðferðir hans við að drepa fórnalömb sín voru ekki tilviljunarkenndar. Svo virðist sem Dennis hafi fengið kynferðislega örvun við það að kyrkja og drepa fólk og sjálfur hafi hann stundað það að binda á sér hendurnar og hálsinn og stunda sjálfsfróun á meðan. Einnig stundaði hann það að klæðast fötum af fórnalömbum sínum, aðallega undirföt kvennanna og setja á sig grímu sem líkist kvennmanni og taka myndir af sér, svipað og hann gerði við fórnablömb sín. Þessi gjörningur var aðallega gerður í millitíð hvers glæps, til að viðhalda þessari kynferðislegri unun hans.


Glæpurinn sjálfur

Eins og kom fram í kynningu efnis þá voru fórnalömb hans tíu talsins. Í þessari greinagerð verður farið yfir þessa glæpi.

 

Otero family

Fyrstu fórnablömb sem urðu á vegi BTK killer var Otero fjölskyldan. Dennis hafði fylgst með fjölskyldunni í einhvern tíma. Þegar Dennis gerði atlögu inn í hús fjölskyldunnar þá voru alls fjórir heima; Joseph Otero (39), Julia Maria Otero (33), Rope Joseph Otero, Jr (9) og Josephine Otero (11). Dennis hafði þá misreiknað sig og vissi ekki að Joseph væri heima. Dennis batt þau öll og kæfði Joseph og son hans Joseph Jr. Hann notaði plastpoka og setti yfir haus þeirra beggja. Hann notaði síðan reipi og kyrkir dóttur þeirra hjóna. Að lokum notaði Dennis reipi og hengdi Julia Maria með reipi í kjallara hússins. Þegar Julia var dáinn gerði Dennis kynferðislega hluti við líkið.

 

Kathryn Doreen Bright

Næsta fórnalamb BTK killer var konan Kathryn Doreen Bright. Þegar réttað var yfir Dennis vegna þessara glæpa sem hann hafði framið þá var hann spurður af dómara, af hverju hann valdi Kathryn sem næsta fórnarlamb sitt. Dennis segir að hann hafi verið með einhverskonar verkefni í gangi þar sem hann fylgdist með einstaklingum og að hann hafi séð Kathryn og valið hana sem næsta fórnarlamb. Í þessu máli var Dennis betur undirbúinn en í fyrra skipti. Dennis braust inn til Kathryn og beið eftir að hún kom heim. Dennis lendir þó í því að Kathryn kemur heim ásamt manni að nafni Kevin. Dennis bjóst ekki við því að Kevin myndi koma með henni. Dennis notaði reipi til að binda þau föst. Kevin nær þó að leysa sig sem endar með því að Dennis skýtur hann í höfuðið.  Í réttarsalnum er hann spurður af dómara hvort hann hafi komið með sín eigin tól, til að binda þau með. Dennis segist ekki muna hvort hann hafi verið með meðferðis reipi en segir að líklega hafi það ekki verið svo, því annars væri Kevin líklega ekki á lífi. Kevin var þó ekki dáinn og lentu þeir aftur saman og Dennis nær öðru skoti á hann og drepur Kathryn með hníf. Seinna byssuskotið var þó ekki nóg til að enda líf Kevin. Þetta endar með því að Kevin nær að flýja og Dennis flýr einnig af vettvangi.

 

Shirley Ruth Vian Relford, Nancy Jo Fox og Marine Wallace Hedge

Shirley Ruth var sjötta fórnalamb BTK killer. Dennis lýsir því að Shirley hafi ekki verið sú sem hann hafi ætlað að drepa, heldur lenti hann í því að ná ekki tilvonandi fórnarlambi sínu og endar á því að finna konu að nafni Shirley sem verður hans sjötta fórnarlamb. Í húsinu þar sem Dennis finnur Shirley þá voru einnig krakkar heima. Dennis útskýrir fyrir Shirley að hann eigi við vandamál að stríða sem tengist kynferðislegum fantasíum og að hann myndi binda hana niður og hún myndi hjálpa honum. Þetta mál endar með því að Dennis bindur Shirley niður í rúmi, setur plastpoka yfir hausinn á henni og kyrkir hana til dauða.

Sjöunda fórnarlamb BTK killer var Nancy Jo Fox. Dennis notaðist við svipaða aðferð og í fyrra skipti. Dennis brýst inn í íbúð Nancy og bíður eftir að hún kemur heim. Þegar Nancy kemur heim þá útskýrir Dennis að hann eigi við vandamáli að stríða tengt kynlífi og að hann þurfi að binda hana fasta og hafa mök við hana. Dennis notaði handjárn til að binda Nancy niður í rúmið og var hún þar liggjandi nakin. Dennis var einnig nakinn, fer ofan á Nancy og kyrkir hana með belti sem leiðir til þess að Nancy deyr. Eftir að Nancy er dáinn þá stundar Dennis sjálfsfróun.

Áttunda fórnalamb BTK killer var Marine Wallace Hedge. Hún bjó nálægt honum og var frekar auðvelt fyrir Dennis að fylgjast með henni. Kvöldið sem Dennis misþyrmdi Marine þá hafði hann undirbúið sig frekar vel og fór heim til hennar og faldi sig þangað til um nóttina. Þá gerði hann atlögu að henni og kyrkti hana með berum höndum. Eftir að Marine var dáin þá tekur Dennis hana úr öllum fötunum og færir hana úr rúminu sínu í skottið á bílnum sínum og keyrir að kirkju sem var í bænum. Þar tekur hann myndir af henni í allskonar stellingum. Þegar því var lokið fer hann með líkið og felur það í skógi.

 

Vicki Lynn Wegerle og Dolores Earline Johnson Davis

Níunda fórnalamb BTK killer var Vicki Lynn Wegerle. Dennis undirbýr sig áður en hann gerir atlögu og klæðir sig upp sem viðgerðarmann og bankar uppá hjá Vicki sem hleypir honum inn. Dennis bindur hana við rúmið, Vicki nær að losa sig sem endar með slagsmálum og nær Dennis á endanum að kyrkja hana með Nylon sokkum og tekur síðan myndir af henni.

Seinasta fórnarlamb BTK killer var konan Dolores Earline Johnson Davis. Dennis notaði múrstein til að brjótast inn á heimili Dolores. Dennis endar á því að kyrkja Dolores til dauða með nylon sokkabuxum. Eftir að Dolores var dáinn þá tekur Dennis líkið og hendir því undir brú.

Öll fórnarlömbin 10.

Öll fórnarlömbin 10.

Heimild: https://www.google.com/search?q=Dolores+Earline+Johnson+Davis&tbm=isch&ved=2ahUKEwif0o2GwefsAhX_wAIHHRLGB30Q2-cCegQIABAA&oq=Dolores+Earline+Johnson+Davis&gs_lcp=CgNpbWcQAzICCABQhsYBWIbGAWCHxwFoAHAAeACAAViIAViSAQExmAEAoAEBqgELZ3dzLXdpei1pbWfAAQE&sclient=img&ei=BOWhX5_ADP-Bi-gPkoyf6Ac&bih=624&biw=1280#imgrc=ss-Rr0GreCsb4M .

Persónan sjálf

Dennis Rader fæddist 9. mars 1945 í Pittsburgh í Kansas fylki Bandaríkjanna en ólst svo upp í borginni Wichita í sama fylki. Foreldrar hans, Dorothea Mae Rader og William Elvin Rader unnu mikið og veittu sonum sínum fjórum ekki mikla athygli. Dennis var elstur bræðranna. Hann fann fyrir gremju í garð móður sinnar og fannst hún hafa hundsað sig í æsku, meira en faðir hans gerði. 

Æska Dennis einkenndist af mikilli afbrigðilegri og sadískri hegðun sem honum tókst að fela vel og því virtist öðrum að. Hann hafði fantasíur um að pynta varnarlausar konur, pyntaði og myrti lítil flækingsdýr og sýndi ýmis kynferðisleg blæti, m.a. klæðskiptiþörf og gægjuþörf. Hann hætti í háskóla og gekk í flugherinn árið 1966. Hann hætti í honum árið 1970 og giftist konunni sinni, Paula Dietz ári seinna. Þau eignuðust saman tvö börn: soninn Brian árið 1975 og dótturina Kerri 1978.

Fyrsta morðið var framið árið 1974, þegar hann myrti Otero fjölskylduna. Hann myrti aðra konu sama ár, næst tvær konur árið 1977. Eftir pásu frá morðum myrti hann eina konu árið 1985 og aðra 1986. Á sama tíma og hann framdi öll þessi morð vann hann að hluta til við að setja upp öryggiskerfi í húsum fólks, oft hjá fólki sem var hrætt við þessi nýlegu morð. Árið 1991 framdi hann síðasta morð sitt. Sama ár hóf hann störf sem hundafangari í smábæ í Kansas. Bæjarbúar þar höfðu kvartað undan framferði hans í því starfi og sögðu hann áreita konur og leggja þær í einelti. Hann var einnig ásakaður um hafa myrt hund einnar konunnar af ástæðulausu.

Rader skrifaði mörg bréf um glæpina sem hann framdi, oftar en ekki til þess að stríða rannsóknarfólki lögreglunnar og blaðamönnum. Nokkrum mánuðum eftir morðið á Otero fjölskyldunni skrifaði hann bréf þar sem hann lýsti morðunum nákvæmlega og faldi í bók í bókasafni. Lögreglunni var bent á bréfið eftir að það fannst á bókasafninu. Í því stakk hann upp á nafni fyrir sjálfan sig, BTK, vegna þess að hann naut þess að binda, pynta og drepa (e. Bind, Torture and Kill). 

Eftir næstu þrjú morð sendi hann annað bréf á útvarpsstöð í nágrenninu þar sem hann tók ábyrgð á morðunum, sem voru nú samtals sjö. Hann byrjaði bréfið á því að spyrja hversu oft hann þyrfti nú að drepa til þess að fá athygli frá fjölmiðlum og lét fylgja með ljóð sem hann skrifaði um morðið á Nancy Fox. Í bréfinu sagðist hann einnig vera hvattur til þess að drepa af einhverjum yfirnáttúrulegum “þætti X,” samkvæmt honum þeim sama og hvatti Son of Sam, Jack the Ripper og Hillside Strangler til þess að drepa. Eftir að Fager fjölskyldan var myrt árið 1988 skrifaði Rader bréf til móðurinnar, sem var ekki heima þegar morðið var framið og sagðist ekki hafa framið morðið en hrósaði morðingjanum fyrir að hafa staðið sig vel.

Þrátt fyrir þessi bréf og enn fleiri möguleg sönnunargögn náði lögreglan ekki að finna morðingjann. Eitt bréf hafði verið skilið eftir hjá mögulegu fórnarlambi sem Rader gafst upp á að bíða eftir. Lögreglan hafði einnig komist yfir raddupptöku af honum þar sem hann hafði sjálfur tilkynnt morðið á Nancy Fox til lögreglu. Lögreglan hafði í vörslu sinni DNA sýni frá morðinu á Vicki Wegerle en fann enga samsvörun, ásamt því að ekki var víst hvort BTK morðinginn hafði myrt hana. Hann sendi samtals 19 bréf til lögreglu, 10 þeirra innan árs frá því að hann var handtekinn. Að lokum urðu þessi bréfaskrif hans og þörf hans á athygli honum að falli.

Eftir síðasta morðið hætti hann að senda bréf og byrjaði ekki aftur fyrr en 2004, þegar 30 ár voru liðin frá morðinu á Otero fjölskyldunni. Þá var málið enn óleyst og engin ný sönnunargögn höfðu fundist lengi. Á tímanum frá síðasta morði hafði Rader lifað eðlilegu lífi. Hann sinnti hjónabandinu af umhyggju, tók góðan þátt í uppeldi barna sinna, var virkur innan kirkjunnar sinnar, “Christ Lutheran Church” þar sem hann var í sóknarnefnd og var skátaforingi.

Fjölskylda Rader vissi ekki af morðunum fyrr en hann var handtekinn árið 2005. Eftir handtökuna fékk eiginkona hans að notast við neyðarúrræði til skilnaðar og fékk að sleppa við hefðbundinn biðtíma. Dóttir hans, Kerri, kom fram árið 2019 og sagði að hann hafi alltaf verið ástríkur faðir og að hún telji hann ekki siðblindan. Hún hefur fyrirgefið honum fyrir það sem hann gerði. 

Fjöldi bóka hafa verið skrifaðar um Rader og hann hefur sjálfur hjálpað til við skrif sumra þeirra. Hans innlegg inn í þær bækur hafa verið þess eðlis að þær upphefji hann og hans gjörðir en dóttir hans segir það vera vegna þess að hann er stoltur af morðunum. Við yfirheyrslu kvartaði Rader yfir því að lögreglan hafi logið að honum við rannsókn málsins, nánar tiltekið um að geta ekki rakið til hans diskling, sem hún var fullfær um að gera. Þetta sýnir hversu veruleikafirrtur hann er, rannsókn lögreglu var bara eltingaleikur fyrir honum.

Unknown.jpg

Heimild: https://s.abcnews.com/images/US/ht_RawsonDec81_le_190121_hpEmbed_1x1_992.jpg .

 

Endir málsins

Árið 2004 sendi Rader fjölda nafnlausra bréfa, ljósmyndamynda og pakka til fjölmiðla og lögreglu þar sem hann tók ábyrgð á morðum sem hafði ekki áður verið víst að væru framin af BTK killer, meira að segja sumum sem hann framdi raunverulega ekki. Í bréfi til lögreglu spurði hann hvort hún gæti rakið diskling til hans ef hann myndi senda þeim, sem hún svaraði neitandi. Rader sendi lögreglunni einn slíkan með ljósriti af forsíðu bókar um raðmorðingja en vissi ekki að hann innihélt enn lýsigögn um Word-skjal sem Rader var búinn að eyða. Út frá þeim sá lögreglan að skjalinu hafði verið breytt af einhverjum Dennis og að það tengdist Christ Lutheran Church, kirkjunni sem Rader tilheyrði. Lögreglan komst fljótt að því að Dennis nokkur Rader væri formaður sóknarnefndar þeirrar kirkju.

Þegar lögreglan keyrði framhjá húsi Rader sá hún bíl líkan þeim sem hafði sést á stöðum þar sem nokkrir af pökkunum hans höfðu verið skildir eftir. Þetta voru nægar vísbendingar fyrir lögregluna til að fá heimild til að fá legstrokusýni sem tekið hafði verið úr dóttur Rader. Um hádegi 25. febrúar 2005 var Rader handtekinn á heimili sínu og ákærður í tíu liðum um morð af ásettu ráði. Hann játaði þau öll á sig við lögreglu innan við viku seinna en hann er ekki talinn hafa framið fleiri morð en þessi tíu. Í yfirheyrsluferlinu kom í ljós að hann hafi verið að skipuleggja annað morð þegar hann var handtekinn.

27. júní sama ár lýsti Rader yfir sekt frammi fyrir dómi. Þar lýsti hann morðunum í smáatriðum en viðstaddir sögðu hann ekki hafa sýnt fram á neina eftirsjá eða aðrar tilfinningar þegar hann lýsti þeim. Þann 18. ágúst var kveðinn upp dómur yfir honum þar sem hann hlaut tíu lífstíðardóma með 175 ára lágmarksafplánun. Hann afplánar dóminn í El Dorado Correctional Facility fangelsinu í Kansas í einangrunarklefa til þess að tryggja öryggi hans. Í dag er hann 75 ára gamall.

Málið hefur lifað áfram í dægurmenningu, þar sem það hefur komið fram beint eða óbeint. Bækur hafa verið skrifaðar um það frá ýmsum sjónarhornum, bóka- og bíómyndapersónur hafa verið byggðar á Rader og þættir hafa vitnað í málið. Eitt helsta dæmið um það nýlega er úr þáttunum Mindhunter, þar sem leikarinn Sonny Valicenti leikur Rader á árunum þegar hann vann við að setja upp öryggiskerfi.

btk-killer-dennis-rader-15671041041-1.jpg

Hemild: https://youtube.com/watch?v=BvWOje46Xp8&feature=share .

 

MÆLIKVARÐAR

Mælikvarði 1 - DSM-5 

Hér tengjum við BTK killer við kynfráviksraskanir, sadisma og klæðskiptihneigðar flokkana. Rader fær kynferðislega örvun frá fantasíum og fær þá útrás með þessum morðum og pyntingum sem flokkast því undir sadisma. Tengist BDSM vegna bindinganna og pyntingana en auðvitað á verulega ýktan máta, einnig þar sem þetta endar í morði. Klæðskiptihneigðin kom svo síðar þar sem hann þóttist vera fórnarlömbin sín. Eins og kom fram í kynningunni þá klæddi hann sig upp sem kona sem hann hafði drepið, fór í einskonar hlutverkaleik með sjálfum sér, batt sig niður og kyrkti sjálfan sig á meðan hann stundaði sjálfsfróun fyrir kynferðislegu örvunina.

OPNIÐ ÞESSA FRÉTT MEÐ ÞVÍ AÐ SETJA BENDILINN Á HANA:

https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.popbuzz.com%2Ftv-film%2Fnews%2Fmindhunter-true-story-btk-killer-dennis-rader%2F&psig=AOvVaw2Qqg_cBJQaTz9Z6sE7jO_n&ust=1604531243591000&source=images&cd=vfe&ved=0CAIQjRxqFwoTCOjs5u--5-wCFQAAAAAdAAAAABAK

 

Mælikvarði 2 - Stone 22 

 Eins og hefur komið fram áður þá stendur BTK fyrir bind, torture og kill. Það sem tengir það við Stone 22 mælikvarðann eru nokkur atriði. Dennis Rader fann fórnarlömb sín, batt þau niður, pyntaði og drap siðan. Einnig fannst sæði við hlið eða á líkunum í flestum tilvikum, þó aldrei inni í líkunum svo hann mögulega nauðgaði þeim ekki heldur fróaði sér einungis á staðnum. Þá er vitað að hann tók minjagripi frá morðstaðnum og stundaði sjálfsfróun við það að ímynda sér og endur upplifa morðin og það ferli, það er kynferðislega tengingin. Hann hafði miklar kynferðislegar fantasíur og hvatir sem hann reyndi að bæla niður en fann síðan of mikla þörf fyrir að drepa svo hann lét verða að því. Hann segir meira segja að hann hefði drepið mun fleiri hefði hann ekki fundið leið til að svala kynferðis þörfinni sinni á milli morðanna, þá líklegast með að taka minjagripina og stunda sjálfsfróun við það. Hann er því rosalega kynferðislega hneigður. Í Stone 22 listanum, í flokki 17, er talað um kynferðislega siðspillta raðmorðingja sem myrða til að fela sönnunargögnin en þó ekki merki um pyntingar. Þetta passar fullkomlega við nema hvað hann pyntaði einnig fórnarlömbin. Flokkur 18 talar um sér pyntinga-morðingja en þó ekki talað um kynferðislegu hvötina hér. Því er BTK killer settur í einskonar blöndu af flokki 17 og 18 í Stone 22 mælikvarðanum.

 

Mælikvarði 3 - Hringkenning

Hringkenninginar mælikvarðinn sérhæfir sig í kynferðisglæpahneigð, sem er einmitt viðeigandi við BTK. Kenningin er í níu skrefum og verður athugað hvort þau eiga öll við hann. Fyrsta skrefið fjallar um höfnun. Eins og hefur komið áður fram var ungur Dennis Rader var mikið hunsaður að foreldrum sínum, þá sérstaklega af móður sinni. Hann hataði hana sem fullorðinn vegna þess svo þessi höfnun í æsku leiddi til afleiðinga seinna í lífi hans. Annað skrefið erum særðar tilfinningar, þetta gæti eflaust tengst við það að vera særður af höfnuninni af hálfu foreldra sinna í æsku. Þó var hann meira hvattur áfram að kynferðislegu hvötunum sínum og fannst hann þurfa drepa til að svala þeim þorsta. Mögulega fannst honum hann sjálfur þá vera fórnarlambið að líða illa yfir því og talaði um að fólk ætti að þakka honum fyrir að hafa ekki drepið fleiri. Það tengist þá einnig sjálfsvorkun sem er einmitt þriðja skrefið sem passar einnig við Rader. Fjórða skrefið passar lítið við þetta mál svo það verður skautað yfir það. Fimmta skrefið á gríðarlega vel við Rader en þar er talað um fantasíur og áhrif þeirra. Eins og kom fram þá er Rader verulega kynferðislega drifinn, hann verður að svala þessum fantasíu þorsta sínum sem keyrir hann áfram í það að fremja glæpina sem hann gerði. Samkvæmt heimildum átti Rader það til að binda, pynta og hengja dýr áður fyrr og tengist það þá við sjötta skrefið sem er þjálfunarstigið. Hann hafði því sennilega verið að æfa sig á dýrum fyrst, æft sig að gera fasta hnúta og meira slíkt. Í fyrsta morðinu hans var hann svolítið óundirbúinn og var það því ekki fagmannslega gert, hann lærði þó af því og varð betri með hverju morði. Þetta á einnig við um skref sjö, glæpinn sjálfan. Tímabundin eftirsjá er áttunda skrefið, hann segir að hann hafi fundið til með fjölskyldunum seinna meir og sagði að þetta væri aðeins myrka hliðin á honum. Síðast en ekki síst er níunda skrefið sem fjallar um réttlætingu glæpsins, mögulega koma þetta hjá honum alltaf eftir nokkurn tíma milli morða. Það liðu oftast nokkur ár milli morða hjá Rader og gæti það verið að hann hafi enn verið að reyna réttlæta sig og vorkenna sjálfum sér á þeim tíma.

Mælikvarði 4 - Holmes & De burger

Í þessum mælikvarða og þriðju útgáfu bókarinnar „Serial Murder“ flokka höfundarnir Ronald M. Holmes, James E. DeBurger og Stephen T. Holmes morð. Kenning þeirra gengur út á að útskýra ástæðu morða sem eiga sér stað. Dennis Rader myndi án efa flokkast í flokk þrjú sem er sjálfelsku eða hedónískt tegund. Rader drepur til að fá persónulega eitthvað út úr því. Tegundin skiptist svo niður í fimm undirflokka og Rader fellur undir tvo þeirra. Hann flokkast undir 3.a sem tengist girnd og sterkum hvötum og vægt undir 3.b sem tengist því að morðingjarnir hafa gaman að því að sjá fórnarlömb sín þjást. Rader var mikið í því að uppfylla sínu skrýtnu þarfir og þeir sem flokkast hingað æsast kynferðislega upp af sínum uppátækjum. Öll morð Raders innihéldu mikið af pyntingum eins og bindingum og kyrkingjum. Seinna meir setti hann sig í sömu fótspor og fórnarlömb sín til þess að geta upplifað spennuna og sársaukan sem þau urðu fyrir, án þess að fremja sjálfsmorð hinsvegar. Fyrstu morðin hans voru á fjögurra manna fjölskyldu og þá er hægt að sjá dæmi um pyntingar auk þess hvað honum fannst gaman að horfa á faðirinn kafna með plastpoka á hausnum. Í þessu hópmorði þá var síðasta verkið að hengja dótturina í kjallaranum og eftir það fóru kynferðislegar fantasíur Raders af stað sem mögulega enduðu með sjálfsfróun. Rader var mestmegnis að uppfylla sínar kynferðis hvatir með þeim aðferðum sem hann framdi morðin. Hann fékk ánægju út úr því að fremja þau en aðallega eftir á fyrir sínar eigin fantasíur. Hann pyntaði vissulega á sadískan máta en ekki eins ógeðslegt og það gerist stundum hjá þessum raðmorðingjum. Niðurstaðan á Rader er að í réttarsal er hann sakhæfur vegna þess að glæpir hans eru framdir af illsku. Brot hans eru að hluta til skipulögð þrátt fyrir mikið af óvæntum uppákomum. Meðvitund hans á gjörðum sínum er hinsvegar alltaf augljós.

 

Mælikvarði 5 - Mindhunter kenningin

Hér er Ressler, Douglas og Ann Burgess að álykta um tíu helstu einkenni dæmda raðmorðingja. Þetta er svokölluð Mindhunter-kenning þar sem teymið rannsakaði eðli og orsök morðingja til að fremja glæpi sína. Áhugavert er að Dennis Rader kemur fyrir í hverjum einasta þætti í stutta stund í byrjun þáttanna. Rader flokkast eins og flís við rass sem raðmorðingi við flokkun. Eftir viðtöl við 36 dæmda raðmorðingja ákváðu Ressler og Douglas 10 atriði sem einkenna raðmorðingja. Fyrsta er að flestir þeirra eru einhleypir hvítir karlmenn. Dennis flokkast ekki undir þetta einkenni þar sem hann var giftur fjölskyldumaður á meðan á öllum morðunum stóð. Atriði tvö er að þeir eru yfirleitt yfir meðalgreind en þó sjaldnast ofurgreindir. Rader sýnir einnig fram á það að hann tilheyrir allavega ekki ofurgreindum eftir því hversu illa undirbúinn hann var í sumum af morðum hans og einnig hvernig lögreglan náði að góma hann með því að leiða hann í gildru en ekki er vitað hver greindarvísitala hans var. Atriði þrjú er að þrátt fyrir góða greind gengur þeim illa í skóla og vinna láglaunastörf. Rader var mjög mikill C-meðalnemandi í skóla og þegar það kom að háskóla þá féll hann en kláraði síðan seinna meir eftir að hafa verið í flughernum inn á milli. Fjórða atriðið er að þeir koma frá vandamálafjölskyldum. Áhugavert er að Rader átti eðlilega æsku en foreldrar hans voru mikið í burtu og er sagt að hann þoldi þá ekki, sérstaklega mömmu sína. En ekkert benti til þess að fjölskyldan hafi átt í einhverjum vandamálum að stríða. Atriði fimm segir að það sé löng saga geðrænna vandamála, glæpa og alkóhólisma í fjölskyldum þeirra. Hjá Rader er ekkert að finna um þetta. Atriði sex fjallar um að í barnæsku væru þeir misnotaðir. Enginn merki gefa það til kynna að Rader hafi verið misnotaður hvorki andlega, líkamlega né kynferðislega. Atriði sjö segir að vegna neikvæðra tilfinninga þeirra til fjarverandi feðra, eiga þeir í útistöðum við karlkyns yfirmenn sína. Þeir hafa átt móður sem er svo yfirþyrmandi við að ala þá upp að þeir mynda sér djúpt hatur á konum. Þetta atriði á hvað best við Rader af öllum. Faðir hans var vissulega mikið fjarverandi vegna vinnu en ekki eru neinar upplýsingar um það hvort hann hafi lent á kant við neinn yfirmann. Hann gjörsamlega hataði móður sína og tengist það líklegast að einhverju leyti ástæðunni af hverju hann drap konur. Atriði átta snýst um geðræn vandamál sem barn sem lendir oftar en ekki við útistöðum við kerfið. Rader er í raun andstæðan við þetta þar sem hann var mjög kurteis og eðlilegur sem strákur sem gerði ekkert ólöglegt af sér, eða allavega ekkert sem aðrir fengu að vita af. Atriði níu segir að vegna mikillar einangrunar þeirra og hatur við samfélagið eru þeir í sjálfsmorðshættu á unglingsárum. Rader gaf enginn merki um að taka sitt eigið líf. Síðasta atriðið segir að þeir sýna áhuga á kynfrávikum með sérstaklegan áhuga á blætisdýrkun, sýnihneigð og grófu klámi. Rader var pervert með sérstök blæti. Hann var með ákveðin kennimerki og ungur að aldri var hann farinn að fá kynferðislegar fantasíur sem innihéldu pyntingar með þjáningu og einnig var hann farinn að drepa dýr eins og smáfugla með því að hengja þá. Þegar Rader hefur verið paraður við hvert einasta atriði í Mindhunter-kenningunni má segja að hann passar ekki vel við hana og er okkar ályktun að erfitt sé að búa til kenningu þar sem raðmorðingjar eru allt of fjölbreyttir. 

  

Mælikvarði 6 - Crime Classification Manual

Douglas og Ressler mindhunter bræður ásamt Burgess parinu gáfu út CCM (Crime Classification Manual). Þeim fannst DSM kerfið ekki ná nógu góðu taki yfir morðingja og þróuðu því þetta verkefni þar sem áherslan er lögð á glæpinn sjálfan og er CCM nú fáanleg í þriðju útgáfu. Glæpur Raders myndi flokkast undir kafla 6 í flokk 134 sem sadískt kynferðislegt morð. Morðið er þá framið af sadista sem hefur myndað sér viðvarandi mynstur í að fá kynferðislega örvun við ákveðnar fantasíur. Þessar fantasíur breytast seinna meir í afleiðingar og þá fær morðinginn kynferðislega örvun við pyntingar á fórnarlömbum og endar ofbeldið með morði. Ungur að aldri var Rader byrjaður að fá kynferðislegar fantasíur um konur og einnig byrjaður að meiða dýr en hann hélt þessu bara fyrir sjálfan sig. Rader er sadisti og sést það á framkvæmdum morðanna. Hann fær kynferðislega örvun á því að kirkja og binda fórnarlömb sín sem endar yfirleitt með dauða. Það merkilegasta er við Rader er að hann notar morðatburðarásir sínar til að upplifa þær seinna meir sjálfur. Í fyrsta þætti í annarri seríu Mindhunter þáttanna má sjá atriði þar sem Rader er klæddur upp sem kona með grímu með búinn að binda sig um hálsinn með bundið reipi við hurðarhúninn til að upplifa sína eigin fantasíu.

HeimildaskrÁ

  1. https://www.refinery29.com/en-us/2019/08/240767/mindhunter-ending-btk-killer-rope-episode-13-recap-what-happened .

  2. https://www.refinery29.com/en-us/2019/08/240815/who-was-btk-killer-wife-mindhunter-netflix .

  3. https://www.kansas.com/news/special-reports/btk/article225087595.html .

  4. https://www.nytimes.com/2005/07/08/us/wichita-serial-killer-speaks-of-remorse.html .