GACY, John Wayne - Killer Clown

John Wayne Gacy.

John Wayne Gacy.

Jóhann Kristinn Indriðason, Kristín Margrét Norðfjörð, Kristín Hrefna Ragnheiðardóttir og  Kristófer Birkir Baldursson

John wayne gacy sem Viðskiptamaður – Trúður – Morðingiþ

John wayne gacy sem Viðskiptamaður – Trúður – Morðingiþ

Heimild: https://www.chicagotribune.com/resizer/XsbxNPtDFxRxWE9oJS44N0BM-7Y=/1200x0/top/www.trbimg.com/img-5d0d1027/turbine/ct-john-wayne-gacy-timeline?fbclid=IwAR3SKs9AQCyjSMy3Vnyu_X3r_YIT2xMvKUZ323Ppbh9FFe0DYuvTTm0gyKI .

 

 A. KYNNING EFNIS

Mál sem kennt hefur verið við John Wayne Gacy er eitt óhugnalegasta morðmál sem upp hefur komið. Í upphafi 8. áratugar síðustu aldar fóru ungir karlmenn að hverfa af götum Chicago borgar, aðallega voru þetta menn sem voru utangátta í samfélaginu, sem varð til þess að markviss leit að þeim fór aldrei af stað. Gacy var vel liðinn í samfélaginu, var í stjórn félagasamtaka og var virkur í stjórnmálahreyfingum, ásamt því að bregða sér reglulega í gervi trúðsins Pogo. Sem Pogo kom hann fram í afmælum barna í hverfinu sem og á fleiri viðburðum og vann sér þannig inn traust í hverfinu, en það var einmitt í þessu sama gervi sem hann framdi sum morða sinna.

Gacy var fæddur 17. mars 1942 og ólst hann upp á milli tveggja systra á er virðist venjulegu millistéttarheimili. John, faðir hans, var virkur alkóhólisti sem stjórnaði heimilinu þeirra eins og líkum sæmir - með ofbeldi og ofstjórn. Þessi hegðun föður hans hefur klárlega haft vond mótandi áhrif á Gacy, en hann minnist þess m.a. að hafa verið kallaður aumingi og stelpustrákur af honum þegar hann lék sér með dúkkur og annað stelpudót sem barn. Þessi skilaboð gerðu óhörnuðum Gacy ekki gott og settu hann á milli steins og sleggju. Eins og vill verða með börn alkóhólista þá verða þau oft mjög meðvirk og gera allt til að fá hlýju og viðurkenningu frá veiku foreldri. Þessi þrá eftir viðurkenningu er eflaust upphafið að feluleik sem stóð yfir frá barnæsku, en Gacy upplifði sig ekki sem gagnkynhneigðan en reyndi samt að lifa sem slíkur.

Gacy var vinnusamur og rak þrjá KFC veitingastaði ásamt því að stunda verktakastarfsemi. Hann notaði vinnustaði sína sem tálbeitu og lokkaði oft til sín fórnarlömb með loforð um vinnu. Á báðum þessum stöðum var mikil starfsmannavelta og upp til hópa ungt fólk sem gekk í störfin. En hluti af þessari starfsmannaveltu var heimasmíðað vandamál, það var hann sjálfur sem tók hluta þeirra úr umferð - lokkaði þau heim til sín og annaðhvort (eða allt af eftirtöldu) nauðgaði, pyntaði eða drap þau. Flest fórnarlömbin gróf hann undir húsi sínu.

 

B. GLÆPURINN SJÁLFUR

Gacy var að endingu sakfelldur fyrir 33 morð á ungum karlmönnum og væri verið að æra óstöðugan með því að kafa ofan í hvert og eitt þeirra hér, en líkindin eru mikil á milli mála. Klassískur “vinnudagur” hjá honum var sýna hvernig á að losna úr handjárnum með töfrum og fá svo viðkomandi til að leika það eftir. Hér á eftir fylgir lýsing á síðast morði Gacy.

Það var eftirmiðdag 11. desember 1978 sem Gacy gerir sér ferð í apótek, en tilgangur ferðarinnar var að ræða við eigandann um mögulegar endurbætur á húsnæðinu. Þar hitti hann einnig fyrir Robert Piest sem var 15 ára hlutastarfsmaður sem þénaði 2-3$ á tímann. Gacy sagðist hafa not fyrir svona duglegan dreng og lofaði honum 5$ í byrjendalaun og hann gæti í raun bara komið með honum heim núna - strax til að skrifa undir samning. Piest var að vonum spenntur, hringdi í mömmu sína (sem átti afmæli þennan dag) og sagðist verða aðeins of seinn í mat - hann væri kominn með aðra vinnu og þyrfti að skrifa undir samning, en Gacy hafði boðist til þess að skutla honum beint til hennar þegar því væri lokið.

Þegar þeir komu svo heim til Gacy sýndi hann Piest töfrabragð, setti á sig handjárn og tókst að opna þau með yfirnáttúrulegum hætti - að því er Piest hélt (hann var í raun með lykil). Að þessu loknu bauð hann Piest að prófa sjálfur, honum langaði að kenna honum hvernig þetta væri gert. Hér hefst svo viðbjóður sem stóð yfir í um 30 mínútur. Þegar Piest hafði reynt að komast úr járnunum í nokkra stund og í raun gefist upp bað hann Gacy um að losa sig. Viðbrögð Gacy voru glott ásamt því að segja “ég mun nauðga þér og þú getur ekkert gert í því.” Því næst setti hann þrengingaról um háls hans, svo hann byrjaði að kafna, Gacy minnist þess að hafa fengið símtal, og á meðan á því stóð hafi hann heyrt drenginn kafna á svefnherbergis gólfinu. Að símtalinu loknu nauðgaði Gacy drengnum.

Þetta morð er lýsandi fyrir Gacy, hann lokkaði oft unga menn til sín með loforð um vinnu en það sem hann hafði í huga var að misnota þá bæði kynferðislega og líkamlega og að lokum myrða þá. Aðferðirnar sem hann notaði til að aflífa tengdust flestallar köfnum eða drukknun. Sumir köfnuðu með því að nærbuxum þeirra var troðið það langt ofan í kok að öndunarvegur lokaðist, aðrir fengu þá meðferð að vera drekkt inn á baðherbergi - hann lék sér samt fyrst með þá. Hann drekkti þeim aftur og aftur, nógu stutt til að þeir næðu að komast til meðvitundar á milli en endaði þó með dauða. Einnig kyrkti hann mörg fórnarlömb sín með reipi. Fórnarlömbin gróf hann svo undir húsinu sínu á meðan pláss leyfði, hinir fengu að fljóta ofan af brúm.

Þess ber að geta að Piest yfirgaf apótekið um 21:00 og er talið að hann hafi verið látinn um 22:00.

Af vettvangi þar sem lík drengjanna voru grafin upp undan húsinu.

Af vettvangi þar sem lík drengjanna voru grafin upp undan húsinu.

Heimild: https://graphics.chicagotribune.com/john-wayne-gacy-timeline/img/gacy_april101979.jpg?fbclid=IwAR3Cbgqz9rIBxCC7wehw7YFlHONTrKsiHVSft6UN0EeMX3YzD6xbYLqXiMQ .

 

C. PERSÓNAN SJÁLF

 John Wayne Gacy fæddist þann 17. mars 1942 í borginni Chicago í Bandaríkjunum. Hann ólst upp á milli tveggja systra að því er virðist á frekar venjulegu millistéttarheimili. John, faðir Gacy, var virkur alkóhólisti sem án nokkurs vafa hefur haft skaðleg áhrif á hans uppeldi. Móðir Gacy, Marion, var hinsvegar staðalímynd meðvirkrar húsmóður þess tíma sem reyndi hvað hún gat til að milda áhrif hegðunar John á börnin. Þrátt fyrir að Gacy, og aðrir í fjölskyldunni hafi þurft að þola andlegt ofbeldi og barsmíðar af hálfu föður síns, allavega frá fjögurra ára aldri, þótti honum ávallt vænt um föður sinn og leit á hann sem fyrirmynd í mörgu og gerði allt sem hann gat til þess að gera hann stoltan. Saga misnotkunar á Gacy hefst við 5 ára aldur þegar 15 ára barnfóstra á að hafa þuklað á honum. Það var svo 3 árum síðar sem góður vinur föður hans bauð honum í bíltúr og braut kynferðislega á honum. Þessi maður var viðskiptafélagi föður hans sem hafði margoft boðið honum út áður, kom vel fyrir og hafði því traust allra á heimilinu. Gacy hafði það ekki í sér að segja neinum frá því sem gerðist mögulega vegna þess að faðir hans kallaði hann m.a. stelpustrák (e. sissy) og aumingja, en Gacy strögglaði við kynvitund / kynhneigð sína frá ungum aldri.

Táningsár Gacy voru mikið lituð af óútskýrðum sjúkdómi, löngum spítalavistum og fjarveru frá námi. Seinna kom svo í ljós að það var blóðtappi í heila sem orsakaði þetta. Þegar Gacy hafði fengið bílpróf gaf John honum bíl en tók af honum lyklana ef það var eitthvað sem honum mislíkaði í hegðun hans. Gekk það svo langt að Gacy sá við honum og lét smíða annað sett, sem svo komst upp og fékk þá gírstöngin að hvíla undir kodda föður hans. Það var svo ekki fyrr en um 18 ára aldur sem Gacy hafði kjark til að flytja að heiman í skjóli nætur og fara til Las Vegas. Þar fékk hann m.a. vinnu í líkhúsi og til að gera langa sögu stutta endaði hann síðustu vaktina sína þar með því að hjúfra sig upp við lík drengs sem hann átti að ganga frá. Morguninn eftir hringdi hann heim til Chicago og grátbað um að fá að koma aftur.

Þrátt fyrir að hafa ekki lokið neinu námi komst hann inn í viðskiptafræði við Northwestern Buissness Collage, útskrifaðist þaðan og fékk í framhaldi vinnu í Springfield þar sem hann kynntist sinni fyrri eiginkonu, Marlynn. Á þessum árum virtist lífið blasa við honum, hann var með góða vinnu, átti fallega konu og eignaðist með henni tvö börn ásamt því að vera virkur í allskyns félagslífi. Það virtist ekkert geta stoppað hann að lifa ameríska drauminn, en hann var með kynferðislegar hugsanir í garð drengja sem sem höfðu fylgt honum eins og skugginn eins lengi og hann mundi. Í kjölfar giftingar þeirra fluttust þau til Waterloo þar sem þau fengu að gjöf frá foreldrum Marlynn hús ásamt rekstri þriggja KFC veitingastaða. Ætla má að öll þessi velgengni í lífinu hafi hreyft við okkar manni. Þrátt fyrir að vera frekar feitlaginn og að flestra mati lítið fyrir augað naut hann virðingar í nærsamfélaginu. Hann var virkur í sjálfboðastarfi og hinn besti yfirmaður. Í gegnum félagsstarfið hafði hann haldið framhjá konu sinni í langan tíma en þarna færði hann það upp á næsta stig. Hann útbjó sína eigin félagsaðstöðu í kjallara heimilis þeirra þar sem hann tók ekki aðeins með sér konur úr samtökunum heldur bauð hann drengjum, aðallega starfsmönnum KFC, að koma þangað. Bauð hann þeim þangað í þeim tilgangi að drekka og dópa yfir hressilegum klámmyndum, hann svo notfærði sér ástand þeirra og misnotaði. Adam var ekki lengi í paradís því fíknin rak hann alltaf lengra og lengra áfram, uns allt féll. Sonur vinar Gacy kjaftaði frá sem varð þess valdandi að hann var handtekinn. Eðlilega var okkar maður lítt þakklátur þessum dreng og fékk því 18 ára strák sem vann undir honum á KFC til að tuska viðkomandi til, nóg svo hann myndi ekki bera vitni fyrir dómi. Það gekk ekki betur en svo að sá stutti snéri hrottann niður og bar vitni, Gacy fékk sín 10 ár í kjölfarið. Á þessu tímabili minnist Gacy þess í fyrsta sinn að faðir hans hafi verið stoltur, en það var hans stóra markmið í lífinu. Faðir hans lést þó á meðan á fangelsisdvölinni stóð og hafði það veruleg áhrif á Gacy, hann trúði því að faðir hans hafi dáið úr skömm vegna sín. Innan veggja fangelsis var Gacy vel liðinn þó hann hafi stundum verið ofbeldisfullur við samfanga sína. Hann tók yfir eldhúsið og eldaði besta mat sem nokkur hafði fengið þar ásamt því að stunda háskólanám sem og sinna félagsstörfum. Hann losnaði úr fangelsi árið 1971, eftir aðeins 2 ár inni, og hafði þá konan skilið við hann í millitíðinni. Varð hann henni svo reiður að hún og börnin voru samasem dauð fyrir honum, hann sá þau svo aldrei eftir þetta. Upp frá þessu varð fjandinn laus!

 

D. ENDIR MÁLSINS

Sem fyrr segir var hann sakfelldur fyrir 33 morð en talið er að hann hafi þó fleiri en þau á samviskunni. Í aðdraganda réttarhalda varði hann yfir 300 klukkustundum með fagaðilum og lagði vörnin mikið á sig til að fá hann dæmdan ósakhæfan. Var mikið púður lagt í að tengja uppeldi sem hann fékk við hegðun hans og vildi hann (og margir aðrir) meina að þessi sjúklega hegðun hefði verið framin í geðveiki og hann því ekki sakhæfur. M.a. hélt vörnin því á lofti að hann væri með fjóra persónuleika og sá sem framdi morðin, og játaði, væri aðeins einn þeirra. Í krufningarskýrslum sem gerðar voru á þeim sem fundust undir húsi hans kemur fram að einn hafi látist vegna stungusára (fyrsta fórnarlambið), 13 köfnuðu (nærbuxum troðið ofan í kok), 6 voru kyrktir og svo 10 sem ekki var hægt að leggja mat á. Samtals voru því 30 lík á lóð hans. Ákæruvaldið vildi meina að ósakhæfi gæti ekki átt við m.a. vegna þess hversu skipulagður hann hefði verið í gjörðum sínum og eins af þeirri ástæðu að hann faldi slóð sína vel.

Gacy var að lokum dæmdur til dauða, ekki aðeins einu sinni heldur 33 sinnum (sic), auga fyrir auga - tönn fyrir tönn! Þegar líða tók að aftöku áfríaði hann málinu, vildi að það yrði tekið upp aftur. Samhliða því veitti hann fjölmörg viðtöl og í einu þeirra segir hann blákalt: “það var foreldrum þessara barna að kenna hvernig fór, hefðu þau haft betra eftirlit með þeim hefði aldrei neitt komið fyrir.” Eins dró hann játningar sínar til baka. Allt kom fyrir ekkert og var hann líflátinn 10. maí 1994. Hann kvaddi hann þennan heim og viðstadda með orðunum “KISS MY ASS.”

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=8Oe7K32HwOM&fbclid=IwAR1e_qu7q1yaIm5w84y7kXQFKm80meR8i_Bg7Xf9nRWwAZf9opt5LfHue7M .

MÆLIKVarðar

 

Mælikvarði 1: Öfund

Hægt er að tengja glæpi Gacy við dauðasyndina öfund (e. envy) með þeirri nálgun að hann öfundaði fórnarlömb sín og aðra í kringum sig. Gacy var allt sitt líf að leita að viðurkenningar og nánast aðeins hjá þeim eina sem svo sannarlega veitti honum hana ekki, föður sínum. Sama hvað hann lagði á sig, sama hversu meðvirkur hann var honum, kom aldrei klappið á bakið sem hann beið eftir né faðmlagið sem öll börn þrá. Við teljum að þó faðir hans hafi dregið örlítið í land undir það síðasta og viðurkennt að hafa haft rangt fyrir sér (þegar Gacy hafði tekið við rekstri KFC og efnast) og hann væri stoltur af honum var það of seint. Gacy hafði upplifað þá tilfinningu of lengi að hann væri rusl og hafði horft upp á börn í kringum sig fá það sem hann þráði á sama tíma. Í viðtölum seinna, rétt fyrir aftöku, talar hann um að foreldrar hefðu átt að passa börn sín betur – það væri í raun þeirra sök að þau hefðu endað undir húsinu hans!

Mælikvarði 2: Stone 22

Árið 2009 gaf Michael H. Stone út bókina The Anatomy of Evil sem inniheldur Stone 22 mælikvarðann. Þessi mælikvarði á að segja til um illsku, þ.e. hversu illur / andstyggilegur (e. evil) viðkomandi glæpur / glæpamaður er. Listinn nær allt frá „réttlætanlegu morði“ (1) upp í þá mestu viðurstyggð sem hægt er að hugsa sér “Andfélagslegir pyntinga morðingjar, þar sem pyntingarnar eru aðalatriðið. Hvötin þarf ekki endilega að vera kynferðisleg.” (22). Andfélagslegur var hann Gacy svo sannarlega. Reglur samfélagsins áttu með engu við um hann, hvað þá lög og réttur. Hvernig hann nálgaðist fórnarlömb sín, bæði áður en hann lét slag standa og eins í dauðateygjunum, ber þess svo sannarlega vitni að pyntingar og kynferðisleg hvöt voru hans aðalatriði. Þessi efnaði, viðkunnanlegi og þekkti, farsæli náungi naut þess í botn að sýna þessum drengjum hversu auðvelt væri að sleppa úr handjárnum, manaði þá svo til að leika það eftir. Sénslaust var fyrir þá að sleppa þarna, Gacy hafði lykilinn og naut hann þess að horfa á bros þeirra breytast úr gleði í pirring og þaðan í sjúklegan ótta. Ferlið sem svo fylgdi í kjölfarið var virkilega hrottalegt. Hann nauðgaði þeim, hélt þeim lifandi eins lengi og hann gat, samhliða því að drekkja þeim - nógu lengi til þess að þeir drukknuðu en samt nógu stutt til þess að þeir lifðu það af. Þetta var svo endurtekið þangað til þeir gáfust upp létust. Að þessu sögðu setjum við John Wayne Gacy í sæti 22 hjá Stone.

Mælikvarði 3: Hare

Árið 1990 gaf sálfræðingurinn Robert D. Hare út uppfærðan lista sem á að gagnast við að greina hvort einhver sé síkópati (e. psychopath) sem hann svo fylgdi eftir 3 árum seinna með bókunum Without Conscience: The Disturbing World of the Psychopaths Among Us og Snakes in Suits: When Psychopaths Go to Work. Það sem virðist sameina fólk sem fær þessa greiningu er gríðarlegur sjarmur, endalaust sjálfsöryggi, algjört virðingarleysi fyrir öðrum ásamt mörgu öðru – listinn í heild er hér að neðan. Þegar við mátuðum Gacy við þennan lista má ætla að listinn hafi verið skrifaður um hann sjálfan, slík er samsvörunin. Hann hafði gríðarlega mikla persónu töfra (útlitið er ekki alltaf allt!), hann leit mjög stórt á sjálfan sig – þótti hann sjálfur ekki þurfa að sitja undir því sama og aðrir. Hann var oftast með mörg járn í eldinum og passaði upp á að hafa nóg að gera ásamt því að vera með meirapróf í hraðlygum. Honum var ómunað að sýna samúð með neinum hætti á sama tíma og hann var gríðarlega stjórnsamur og hafði sterka skoðun á því hvað og hvernig hlutir áttu að vera gerðir. Það má færa fyrir því að hann hafi lifað sníkju-lífsstíl, annarsvegar fékk hann góðan heimanmund ásamt því að nýta persónutöfra sína til að koma sér framarlega í stjórnmálum. Það bendir margt til þess að honum hafi gengið illa að stjórna hegðun sinni samanber klám-myndakvöldin og næturnar í bílskúrnum, einnig bera öll hans framhjáhöld þess eins merki að hann hafi verið lausgirtur. Eins má líta til þjófnaðarmála í æsku ásamt kynferðislegri áreitni sem benda ótvírætt til hegðunarvanda. Það er ekki að sjá að Gacy hafi haft eitthvað langtímamarkmið í lífi sínu, nema kannski það að fá faðmlag frá föður sínum. Hann virðist hafa rekið svolítið með vindinum og farið þangað sem athygli og völd lágu. Hvatvísi hans var svo algjör, sem sést vel m.a. á síðasta morðinu hans, sem og algjört ábyrgðarleysi við öllu og engu. Það var að endingu hans tilfinning að það voru foreldrar þeirra sem hann drap sem báru ábyrgð á því að börn þeirra drógu ekki andann lengur – þau hefðu átt að passa betur upp á börnin sín. Þó Gacy eigi ekki sögu um mörg skammtímahjónabönd þá stundaði hann kynlíf með mörgum, að því er virðist án innihalds. Samkvæmt Hare metum við John Wayne Gacy Síkópata – með stóru S-i.

Mælikvarði 4: Holmes og Deburger

Útfrá þessari kenningu flokkast Gacy sem sjálfselska tegundin en það eru þeir sem drepa vegna þess að þeir fá persónulega eitthvað út úr því og finnst annað fólk ekki skipta máli. Þessari tegund er skipt niður í fimm liði: girnd / sterkar hvatir (lust), spenna (thrill), þægindi (comfort), stjórnun / vald (control) og félagsskapur (company). Nánar tiltekið má sjá að girnd / sterkar hvatir eiga hvað best við Gacy en þau voðaverk sem hann framdi voru af mjög kynferðislegum toga. Hann strögglaði við kynhneigð sína og var líklega í afneitun, þar sem hann var aldrei í sambandi með karlmanni, var tvígiftur konum og átti börn með annari þeirra. Öll fórnarlömb hans voru drengir eða ungir menn og hann átti langa sögu um að hafa lokkað þá til sín með loforðum um vinnu, vímuefni og annað slíkt, ásamt því að sýna nokkrum drengjanna klám og leiddi það nær alltaf til nauðgunar. Fyrstu ákærurnar sem hann fékk á sig voru einmitt fyrir nauðgun en hann færði sig svo upp á skaftið, svo að ásamt því að nauðga þá endaði hann á því að pynta nær öll fórnarlömb sín (fékk kynferðislega örvun út úr því) og að lokum myrti hann þau.

 

Mælikvarði 5: DSM-5

Andfélagsleg persónuleikaröskun (e. antisocial personality disorder). Þessari röskun er lýst sem mynstri af brotum gegn öðru fólki sem komið hefur fram frá 15 ára aldri. Einstaklingur skilur ekki hegðun sem er viðurkennd í samfélaginu og er því oft að lenda í kasti við lögin. Þessir einstaklingar eru góðir í að ljúga og koma sér upp dulargervi til þess að ná sínu fram. Þeir líta á aðra sem veika fyrir og til notkunar. Þeir ná oft ekki að halda vinnu og sjá ekki eftir neinu. John Wayne Gacy var greinilega með andfélagslega persónuleikaröskun ef saga hans er skoðuð. Hann notaði allskyns brögð og brellur til þess að lokka til sín unga menn sem hann misnotaði, pyntaði og myrti. Hann kom sér upp góðu samfélagslegu áliti til þess að engan myndi gruna neitt. Hann leit ekki svo á að hann ætti aðal sök í því sem hann gerði - hann sagði að foreldrar drengjanna hefðu bara átt að passa betur upp á þá, hann leit svo á að fyrst hann gat náð þeim þá væru þeir til notkunar.

Mælikvarði 6: CCM: Crime Classification Manual

131: Sexual homicide, organized - Samkvæmt þessum kvarða felur skipulagt kynferðislegt morð í sér kynferðislegan þátt (virkni) sem grunn í röð athafna sem leiða svo til dauða. Kynferðisleg hvöt er knúin áfram af kynferðislegum þörfum/löngunum brotamannsins. Gacy lokkaði til sín fórnarlömb til þess að misnota þau, hann valdi aðeins karlkyns fórnarlömb sem allir voru ungir að aldri. Hann valdi fórnarlömbin sín vel og mat áhættuna í hvert skipti en fórnarlömb hans voru flest allt drengir sem stóðu utangarðs í samfélaginu og náði hann oft til þeirra með loforð um vinnu. Gacy lokkaði drengina til sín með því markmiði að misþyrma og drepa þá. Einnig framdi hann glæpi sína innandyra til þess að minnka áhættuna enn meira. Hvatir Gacy komu líklega til vegna þess að hann var samkynhneigður og bældur að því leiti að hann hann lifði lífinu sem gagnkynhneigður maður, ásamt því að eiga alls kyns áföll að baki tengd uppeldi sínu. Gacy gróf líkin undir húsi sínu á meðan pláss leyfði en hin líkin fengu að fljóta fram af brúm en algengast er að morðingjar sem fremja slíka glæpi og þessa losi sig við líkin á mismunandi stöðum. Morðin voru því plönuð og úthugsuð og framkvæmd með því markmiði að nauðga og myrða.

 

Heimildir:

  1. https://www.britannica.com/biography/John-Wayne-Gacy .

  2. https://www.biography.com/crime-figure/john-wayne-gacy .

  3. Illverk Podcast þáttur 32: https://podcasts.apple.com/is/podcast/illverk/id1454293697?i=1000449902453&fbclid=IwAR2n5VW2hinjXXMBqIsg6GeBr6tWyKPSim7Slw2q_ySsUGii8yXfZ0Aa9y4 .

  4. CCM bókin: http://www.murders.ru/Classific.pdf .

  5. https://en.wikipedia.org/wiki/John_Wayne_Gacy.