BIGGEST CULT MURDER IN HISTORY
Alexía Ýr Í. Christensen, Daníela Sara Sævarsdóttir, Tara Ósk Ólafsdóttir
Heimild: https://www.google.com/search?q=Jim+jones&sxsrf=ALeKk00a2c9zzFOvoWZ4OX
_SnT3D01thfQ:1604492967603&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ved=2ahUKEwj9 poOL8ujsAhUPT8AKHRnvCRYQ_AUoAXoECCgQAw&biw=828&bih=693#imgrc =NMhCowB6B-Fw8M .
KYNNING
Þetta mál er með þeim stærstu í Suður Ameríku. Þann 18. nóvember árið 1978 átti sér stað eitt stærsta fjöldamorð sem hafði heyrst af. Morðið átti sér stað í Jonestown. Jonestown var lítill bær í Guyana í Mexíkó sem var staðsettur inn í skógi, langt frá næstu byggð og var stjórnað af Jim Jones sjálfum. Fólkið byggði Jonestown frá grunni og skýrði Jim bæinn í höfuðið á sjálfum sér. Flest allir sem komu til Jonestown voru frá San Francisco. Fyrst um sinn var þetta draumastaður og fólkið var ánægt en með tímanum breyttist bærinn í helvíti á jörðu. Matur varð af skornum skammti, fólkið var látið vinna meira og óánægja myndaðist í bænum en enginn þorði að gera neitt í því þar sem þau vissu að þau yrðu drepin ef þau reyndu að flýja eða segja frá. Jim skipuagði nætur sem kölluðust: white nights þar sem hann var að láta reyna á tryggð bæjarbúa til að tryggja að hann væri með völdin. Á þessum nóttum lét hann til dæmis fólk drekka drykk sem hann sagði að væri eitur, eftir að fólkið drakk drykkinn þá sagði hann að þetta væri ekki eitrað. Þarna var hann að prófa hvort að fólkið myndi treysta honum og hlýða. Í fjöldamorðinu dóu samtals 918 manns, fólk var bæði skotið, látið drekka eitur og sumir voru sprautaðir með eitri. Margir vilja meina að fólk hafi framið sjálfsmorð þar sem þau drukku eitur af sínum eigin vilja en þó var fólk heilaþvegið til lengri tíma og einnig stjórnað og því er litið á þetta sem fjöldamorð en ekki fjöldasjálfsmorð.
Viðtal við eftirlifanda sem segir sína hlið af JonesTown. Heimild: Return to Jonestown | Survivors revisit site 40 years after the tragedy | Sunday Nightyoutube.com.
Heimild: https://www.google.com/search?q=leo+go+to+visit+jonestown&tbm=isch&ictx=1&tbs =rimg:CdFO5wlQJADZIgjRTucJUCQA2SoSCdFO5wlQJADZEcTQKVQWS-
3Y&client=safari&hl=en&sa=X&ved=2ahUKEwiNlMK1sevsAhUF0hQKHRJLD1AQiRx6 BAgAEAQ&biw=1440&bih=690#imgrc=5F9AGXL6AvHVTM .
GLÆPURINN
Til lengri tíma var mikið af fólkinu heilaþvegið og aðrir sem að vildu flýja en gátu það ekki þar sem þau vissu að þau yrðu þá drepin. Jim Jones var búinn að ráða menn til þess að vera á verði, ef fólk myndi reyna að flýja þá ættu þeir að drepa það með annaðhvort byssu eða krossboga. Áður vildi fólk meina að þetta hafi verið fjöldasjálfsmorð en í dag er litið á þetta sem fjöldamorð og eitt það stærsta sem hefur átt sér stað í sögu Bandaríkjanna.
Eftir að sögur fóru að berast til Bandaríkjanna að fólkið frá Jonestown væri haldið þar gegn sínum vilja fór stjórnmálamaðurinn Leo Rayan frá Kaliforníu með upptökuliði sínu til að kanna aðstæðurnar. Fyrst um sinn leit allt út fyrir að vera í lagi og fólkið virtist ánægt en svo komu leynileg bréf frá heimamönnum sem læddu þeim í buxnavasa hjá blaðamönnunum. Í bréfunum báðu þau um hjálp við að flýja Jonestown. Þegar Leo spurði Jim um þetta þá sagði hann að allir væru frjálsir að fara og engin væri haldinn gegn vilja sínum. Leo og menn hans tóku nokkra einstaklinga með sem vildu komast frá Jonestown. Farið var í tveimur hópum, fyrri hópurinn komst í burtu með flugvél en þegar þeir voru að leggja af stað með seinni flugvélinni þá var skotið á þá frá mönnum Jonestown sem skipað var af Jim. Allir létust nema einn. Þegar fréttirnar bárust svo til Jim Jones þá sagði hann tilefni til að fagna og hélt veislu. Veislan sem Jim Jones var að halda endaði í fjöldamorðinu mikla. Í þessari veislu var borin fram Kool-Aid safi sem var blandaður við eitur. Jones sagði að nú ætla allir að drekka þennan safa því þau ætluðu að fara á betri stað. Hann hélt því fram að þetta eitur væri sársaukalaust en það olli miklum sársauka, það olli köfnun, krömpum og blóðugum uppköstum þar til fólkið lést af völdum heilabilunar. 30% af þeim sem létust voru börn. Hann lét mæðurnar fyrst gefa ungbörnunum sínum eitrið með því að sprauta því uppí þau. Svo sagði hann fólkinu að fara í röð til að drekka safann og þeir sem hlýddu því ekki voru neyddir til þess eða sprautaðir með því. Jim Jones fannst svo látinn með þeim í hásæti sínu með skotsár í höfðinu. Líklegast skaut hann sig sjálfur eða einhver annar skaut hann en það er ekki vitað.
Heimild: https://www.creighton.edu/creightonmagazine/2018smrfeaturehewantedtogothere/?fb clid=IwAR1V_vzEMYhVWcsR9L2pTzDRN2LYqp6f1VPnCWxDNbUHXv9euYcZ 5nmJuFI .
PERSÓNAN SJÁLF
Jim Jones ólst upp við fátækar aðstæður, með foreldrum sínum í litlum kofa í Indíana í Bandaríkjunum. Hann las bækur um Stalin, Mao Zedong og Gandhi, sem allir eiga það sameiginlegt að vera frægir leiðtogar. Það má segja að hann hafi verið heltekin aaf trúarbrögðum og dauða. Jim átti ekki marga vini á yngri árum og þótti erfitt að eignast vini. Eitt sinn stakk hann köttinn sinn með hníf þar til hann dó. Faðir Jim Jones var meðlimur í Ku Klux Klan og var mikill ágreiningur á milli þeirra þar sem Jim Jones var ekki hlynntur samtökunum. Feðgarnir töluðu ekki saman lengi útaf ágreiningi, en Jim flutti með móður sinni eftir að foreldrar hans skildu. Jim Jones kynntist konu sinni Marceline Baldwin sem starfaði sem hjúkrunarkona og eignuðust þau eitt barn saman sem þau skýrðu Stephan Gandhi, einnig áttu þau fleiri börn sem voru ættleidd og voru þau fyrsta parið sem ættleiddu dökkleitt barn í Indiana fylkinu þar sem þau bjuggu. Jim Jones hafði sérstaka náðargáfu í fari sínu sem hreif marga sem hjálpaði verulega þegar hann stofnaði sértrúaðarsöfnuðinn við þrítugsaldur sem seinna leiddi til stærsta sértrúarsafnaðar morði sögunnar. Sértrúaðarsöfnuðurinn hafði útópíska sósíalista stefnu sem lofaði umbun á himni eftir andlát einstaklinga. Jim Jones myndaði söfnuðinn með þeirri stefnu að fólk með dökka húð gæti einnig sótt til kirkju og safnaðarins án þess að þurfa að mæta í sér kirkju. Meðlimir máttu ekki eiga neitt og áttu allir að búa saman og eiga allt saman, Jones predikaði um að gefa mat og fatnað fyrir þá sem þurftu og einnig hjálpa öðrum óháð kynþætti þeirra. Áfengis- og eiturlyfjaendurhæfing Jones bjargaði mörgum úr neyslu, einnig útvegaði Jones vinnu fyrir þá sem voru atvinnulausir og veitti skólastyrki fyrir þá nemendur sem þurftu á því að halda.
ENDIR MÁLSINS
Alls dóu 918 manns þann 18. nóvember 1978. Jonestown reyndist ekki vera fyrirmyndar leiðtogi eins og hann lofaði og bærinn var svo sannarlega ekki það sem fólkið hélt að hann myndi vera. Ekki er vitað hvort að Jim Jones hafi dáið fyrir eigin hendi eða hvort að hann hafi verið skotið en við viljum meina að hann hafi dáið fyrir eigin hendi þar sem hann leit stórt á sig og er erfitt að hugsa sér að hann hefði viljað enda líf sitt með því að flýja og gefast upp og þess vegna var ekki hægt að sakhæfa Jim Jones. Hann var 47 ára þegar hann lést. Jim er einn mest illski leiðtogi allra tíma, hann lét fólkið dá og elska sig skilyrðislaust en skipaði þeim svo að deyja fyrir sig sem er heilaþvottur í sinni verstu mynd. Eftir að þetta fjöldamorð átti sér stað þá var litið allt öðruvísi á “Költ” / sértrúasöfnuði en áður og var litið neikvæðum augum á söfnuði. Hægt er að segja að Jonestown hafi ekki verið paradísin sem lofað var. Meðlimir hópsins unnu sem þrælar við að byggja Jonestown, vinnudagar vörðu um 14-18 tíma á hverjum degi og refsingar gefnar ef ekki var fylgt eftir. Vegabréf meðlima var tekið af þeim ásamt öllum bréfum sem bárust til þeirra. Skyldugt var að mæta á langa fundi sem voru haldnir seint á kvöldin af Jones. En Jonestown byrjaði fyrst að dvína eftir að Jim Jones var kominn í neyslu.
Samkvæmt American Psychological Association á Jonestown að sýna fordæmi gagnvart leiðtogum sem misnota vald sitt eins og Jim Jones, sem hafði áður lært hugarstjórnun að hætti Orwell. En það eru meðal annars hlutir eins og sjálfsmorðs æfingar (e. suicide drills), notaði sektarkennd gegn fólki (e. self-incrimination) s.s fékk fólk til að skrifa niður mistök og hræðslu til að nota það gegn þeim þegar hann þurfti, einnig notaði hann “Big brother is watching you” meðferð til að auka tryggð meðlima og fékk einstaklinga til að fylgjast með hvort öðru án þess að hinn aðilinn vissi af því, rödd Jones var stanslaust spilandi líklegast af upptöku svo að meðlimir heyrðu í honum þegar þau sváfu, borðuðu og unnu. En þetta eru allt dæmi um aðferðir Orwells sem Jim Jones rannsakaði. Sértrúarhópum hefur farið fjölgandi og valdameiri undanfarin ár og er það vegna aukinnar þekkingar og misnotkun á félagssálfræði sem leiðtogar kynna sér. Það er því mikilvægt að varpa ljósi á öfga sértrúarhópa svo hægt sé að koma í veg fyrir næsta skandal.
Heimild: https://www.rollingstone.com/culture/culture-features/jonestown-jim-jones-bodies- memorial-756320/ .
MÆLIKVARÐAR
MÆLIKVARÐI 1: DSM 5 – PERSÓNULEIKARASKANIR
DSM stendur fyrir Diagnostic and Statistical Manual of mental disorders. Sjálfhverf persónuleikaröskun einkennist af mikilmennsku og að einstaklingur upplifir sig vera æðri öðrum. Það er margt sem bendir til þess að Jim Jones hafi verið sjálfhverfur. Hann hélt hann væri Elvis Presley sem er dæmi um mikilmennsku og vildi stjórna fólkinu eftir eigin höfði og setti sínar eigin reglur hvað varðar JonesTown og fólkið sjálft. Hann átti til að ljúga mikið þegar spurt var um fólkið í bænum og tilveru þeirra þar. Einnig sýndi hann enga samkennd með fólkinu og vildi hafa hlutina eftir sínu eigin höfði, hann framdi fjöldamorð eftir að vera búin að heilaþvo fólk og sannfæra það um að hann væri “Guð.” Það er því hægt að segja að Jim Jones fylli öll box sjálfhverfunnar.
MÆLIKVARÐI 2: HOLMES & DEBURGER - STJÓRNUN/VALD 3.d.
Á Holmes & DeBurger mælikvarðanum þá er Jim Jones staðsettur í 3d: stjórnunar / vald tegundin. Mælikvarðinn snýst um að útskýra ástæðu morða og hefur hann 3 flokka sem eru: ofsjónir, sjálfselska og hugsjónir. Við staðsetjum Jim í 3d sem er einn af undirflokkum sjálfselsku. Þeir einstaklingar sem eru staðsettir í 3d drepa vegna þeir hafa unun af því að sýna vald sitt og algjöra stjórn á annarri manneskju. Það eru þeir sem ákveða hver, hvar, hvernig og hvort einstaklingur verður drepinn. Þeir eru guð. Jim Jones leit á sig sem guð í þessum trúarhópi og stjórnaði öllu því sem gerist innan hópsins og þeir sem hlýddu honum ekki voru drepnir. Hann hélt algjöru valdi yfir öllum. Hann var sá sem ákvað hvenær fjöldamorðið myndi eiga sér stað og hvernig það myndi gerast. Hann naut þess einnig að plata fólkið og láta það halda að það hann væri að eitra fyrir þeim en hann var einungis að athuga tryggð þeirra til sín.
MÆLIKVARÐI 3: STONE 22 – FLOKKUR 22
Jim Jones er efstur á Stone listanum, flokki 22. Listinn er á bilinu 1 upp í 22 og er gefinn út af Michael H. Stone, sem er menntaður læknir. Listinn kom fram í bókinni hans sem gefin var út árið 2009. Morðingjar á flokki 22 er alverstir, þeir eru andfélagslegir pyntinga morðingjar, þar sem pyntingarnar eru aðalatriðið en Stone 22 greinir glæpamenn út frá glæpi þeirra og flokkar þá niður eftir illsku. Hvatinn þarf ekki endilega að vera kynferðislegur. Jim skalar heldur betur efst á listann eins og kom fram áður þá stóð hann að baki einu stærsta hópmorði sem áður hafði heyrst af með því að pynta fólkið til dauða með eitri, þetta var virkilega sársaukafullur dauði þar sem fólkið kvaldist á langan tíma áður en þau dóu.
MÆLIKVARÐI 4: EMERICK GRAY & GRAY
Emerick hringskýringin bendir á mjög slæmt uppeldi morðingjans og segir frá því hvernig hann er tilfinningalega særður og hefur neikvæða ímynd af sjálfum sér. Morðingin vorkennir sjálfum sér og finnst hann vera fórnalamb, þá verður honum sama um eigið líf og fer að taka miklar óþarfa áhætttur. Hann þróar með sér óheilbrigða aðlögun og fer að leika eftir fantasíum, sýnir enga veikleika og fer oft í mikla neyslu, núna sér morðingin sjálfan sig ekki á neikvæðan hátt eins og áður, oft er heldur hann að hann sé æðri eins og frelsari, dreki eða guð. Eftir það stig fara einkennin að vera sýnileg öðrum og fer að æfa sig á fórnalömbum. Síðan er sjálfur glæpurinn framkvæmdur og er hann oft gerður í nokkrum skrefum, oft hefur morðingin æft sig á dýrum áður en glæpurinn er framin. Morðingin hefur tilfinningar en þær rista ekki djúpt. Jim Jones passar vel inn í þennan mælikvarða. Jim átti erfiða æsku sem leiddi til brotinnar framtíðar hans. Sem barn drap hann dýr og hegðaði sér illa. Seinna meir byrjaði hann að fela neikvæðu ímynd sína með valdi og þróaði með sér óheilbrigða aðlögun, hafði miklar fantasíur um það að vera við völd og lét rætast úr því. Hann laðaði að sér berskjaldaða einstaklinga sem voru tilbúnir að láta stjórna sér og féllu auðveldlega fyrir honum. Á meðan valdi stóð framdi hann marga glæpi og var sífellt undir áhrifum Amfetamíns. En áður en kom að stóra fjöldamorðinu hafði hann drepið þó nokkra einstaklinga sem reyndu að flýja trúarsöfnuðinn. Hins vegar eru ekki til heimildir sem styðja það að hann hafi séð eftir þessu stóra atviki, en hann fannst með byssuskot í höfðinu sem ekki var hægt að staðfesta hvort kom frá honum sjálfum eða öðrum.
MÆLIKVARÐI 5: CCM 127.03
John E. Douglas, Robert Ressler og Burgess hjónin gáfu út mælikvarðann CCM. Þeim fannst DSM kerfið ekki nógu marktækt til að flokka niður morðingja og glæpamenn. Einstaklings öfgamorð (e. individual extremist homicide), eru morð sem eiga sér stað vegna öfgakenndra hugmyndafræði og eru byggð á stjórnmálalegu, efnahagslegu, trúarlegu eða félagslegu kerfi. Hvatning til að fremja morð til að efla markmið og hugmyndir ákveðins hóps eins og átti sér stað í Jonestown. Það eru þrír undirþættir og Jim Jones fellur undir félags- og hagfræðilegt öfgamorð (e. socioeconomic extremist homicide), þriðja og seinasta undirþáttinn þar sem hann framdi fjöldamorð sem er gjaldtaka á hópi undir ákveðnum kringumstæðum sem getur verið siðferðislegur, félagslegur eða trúarlegur hópur.
MÆLIKVARÐI 6: MINDHUNTER - HÓPMORÐ
Ressler og Douglas settu fram mælikvarðann Mindhunter og hann samanstendur af tíu atriðum sem einkenna raðmorðinga. Hópmorð (e. mass murder) þar sem fjöldi fórnalamba eru fleiri en fjórir og morðin gerast innan ákveðins tímabils, um er að ræða einn atburð sem er staðsettur á sama stað. Þar sem Jim Jones drap um 918 manns allt á sama kvöldi inní Jonestown þá flokkast það sem hópmorð.
HEIMILDIR
https://en.wikipedia.org/wiki/Jonestown https://www.britannica.com/biography/Jim-Jones .
https://www.sfgate.com/sfhistory/article/jim-jones-peoples-temple-sf-oakland- 13385679.php .
https://crimereads.com/jim-jones-charismatic-micromanager-gifted-preacher-lunatic/ .
https://www.history.com/this-day-in-history/mass-suicide-at-jonestown .