Chapman

Mark Chapman - morðingi John Lennon

Katrín Ása Karlsdóttir

Kynning

Mark David Chapman er morðingi frá Texas í Bandaríkjunum. Hann er þekktur fyrir að hafa myrt John Lennon, einn af fjórum meðlimum Bítlanna. Mark skaut John Lennon fyrir utan heimili hans í New York árið 1980. Mark var mikill aðdáandi Bítlanna og var sérstaklega öfundsjúkur út í lífsstíl John Lennon. Hann sagði að ástæðan fyrir því að hann drap Lennon var vegna þess að hann vildi verða frægur sjálfur.

Mark Chapman og fórnarlambið, bítillinn John Lennon.

Glæpurinn

Mark Chapman byrjaði að plana morðið á John Lennon þremur mánuðum áður en morðið átti sér stað. En fyrir þann tíma hafði hann íhugað að myrða aðra fræga einstaklinga, svo sem Paul McCartney, Elizabeth Taylor, Ronald Regan og David Bowie. En á endanum varð Lennon fyrir valinu.

Áður en Chapman flaug til New York, þar sem John Lennon átti heima þá fór hann til Atlanta til þess að ná í skotvopn hjá vini sínum, eftir það flaug hann til New York en fékk þá bakþanka og hætti við að myrða Lennon. Þá flaug hann heim til sín til Hawaii og sagði konu sinni að hann væri heltekinn af því að drepa Lennon og sýndi henni byssuna sem hann ætlaði að nota. Kona hans lét lögregluna ekki vita af þessu. Mark bókaði tíma hjá klínískum sálfræðingi en mætti ekki í þann tíma og flaug til New York þann 6. desember 1980. Þegar hann var mættur þangað, þá íhugaði hann að taka sitt eigið líf með því að hoppa fram af frelsisstyttunni en hætti við það. Um kl. 5 eftir hádegi þann 8. desember 1980 beið Mark fyrir utan heimili Lennon. Þegar hann og kona hans Yoko Ono komu út úr byggingunni var Mark með eintak af plötu Lennons og bað hann um eiginhandaráritun á plötuna. Lennon gerði það og keyrði síðan í burtu. Síðar um kvöldið eða klukkan 10:50 komu Lennon og Ono aftur heim til sín, Chapman var þá tilbúinn með byssuna fyrir utan heimili þeirra og skaut Lennon fjórum sinnum með þeim afleiðingum að hann lést. Chapman fór ekki í burtu af vettvangi heldur sat hann og las bók þegar lögreglan kom og handtók hann.

Þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi Bítlana til fjölda ára, þá var Chapman mjög reiður yfir ýmsu sem Lennon stóð fyrir. Hann rýndi einnig mikið í lög Bítlanna og var sérstaklega reiður yfir texta í laginu Imagine, en í því lagi syngur Lennon um að ímynda sér engar eigur (e. imagine no possessions) en Chapman var reiður yfir þessu þar sem hann vissi að Lennon sjálfur átti miljónir dollara, snekkjur og húsnæði. Sjálfur vildi hann verða frægur og ríkur og var það ástæðan fyrir morðinu.

Morðvopnið og lögreglumynd af Chapman.

Persónan

Mark Chapman fæddist árið 1955 í Fort Worth Texas. Faðir hans var liðsforingi í bandaríska flughernum og móðir hans var hjúkrunarfræðingur. Sem barn var Chapman hræddur við föður sinn en hann fann ekki væntumhyggju frá honum og hann beitti einnig móður hans líkamlegu ofbeldi. Chapman var lagður í einelti í skólanum frá 14 ára aldri, hann byrjaði að taka inn eiturlyf og hætti að mæta í skólann. Hann flúði einnig að heiman í eitt skipti og bjó á götunni í tvær vikur. Chapman var með sjálfsvígshugsanir og reyndi nokkrum sinnum að taka eigið líf. Chapman flutti til Hawaii þegar hann var rúmlega tvítugur, nokkrum árum seinna kynntist hann núverandi eiginkonu sinni Gloriu Abe og giftist henni árið 1979.

Eftir að Chapman framdi morðið á Lennon, var hann greindur með Verulega þunglyndisröskun (4.2 í DSM-5) og Geðklofa (2.1.5 í DSM-5). Hann er einnig með Sjálfhverfa persónuleikaröskun (18.2.4 í DSM-5) þar sem hann var með mikla þörf fyrir aðdáun, t.d. vildi hann myrða Lennon til þess að verða sjálfur frægur og hann öfundaði einnig annað fólk og skorti hluttekningu.

Endirinn

Chapman var handtekinn á vettvangi og síðar kærður fyrir annars stigs morð. Hann var dæmdur í fangelsi í 20 ár til lífstíðar. Chapman hefur tólf sinnum reynt að fá reynslulausn úr fangelsi en í öll skiptin hefur honum verið neitað. Í dag er hann 67 ára gamall og situr í Green Haven Correctional Facility fangelsinu í New York. Í febrúar árið 2024 gefst honum tækifæri til að sækja um reynslulausn í þrettánda skiptið.

Myndband: https://www.youtube.com/watch?v=X0wwPl7N7OY&ab_channel=InsideEdition

Mælikvarðar

Mælikvarði 8: Cleckley 16 atriði

Ég tel að mælikvarði 8 passi ágætlega við Chapman þó svo að öll atriði listans eiga ekki við um hann. Mér finnst 8 atriði eiga vel við hann en þau eru: númer 3: Ekkert stress né taugaveiklun, 4: Óáreiðanleiki, 7: Ástæðulítil andfélagsleg hegðun, 8: Fátækleg tilfinningaviðbrögð, 9: Sjúklega sjálfsmiðaður, 11: Skortur á innsæi, 12: Lítil félagsleg svörun og 13: Fjarstæðukennd og óumbeðin hegðun.

Atriði númer 1: Yfirborðsstjarmi, 2: Engin merki um geðrof, 5: Ósannsögli og óheiðarleiki, 6: Skortur á eftirsjá eða skömm, 10: Léleg dómsgreind, 14: Sjálfsmorð sjaldan framkvæmt, 15: Lítið og ópersónulegt kynlíf og 16: Fylgja ekki neinni lífsáætlun eiga ekki við um Chapman þar sem hann var ekki með neinn sérstakan yfirborðssjarma, hann var með merki um geðrof, hann sagði satt um atburðinn, hann sýndi eftirsjá gagnvart morðinu, hann reyndi sjálfsmorð oftar en einu sinni, það er ekkert talað um kynlíf hans og hann virtist vera með ákveðnar hugmyndir um lífsáætlun.

Mælikvarði 11: Hare kenningin

Chapman passar í Factor 1: Affect í mælikvarða 11 og undirflokkinn facet 1: Interpersonal, aðallega þar sem Chapman leit stórt á sjálfan sig og fannst það þess virði að myrða einstakling til þess að hann gæti fengið frægð út úr því.

Mælikvarði 15: CCM flokkunin

Atriði númer 126: Nonspecific-motive murder í mælikvarða 15 passar vel við Chapman þar sem hann var með sínar ástæður fyrir morðinu sem hann hélt fyrir sjálfan sig fyrst um sinn. Hann var einnig greindur með geðklofa og voru gjörðir hans að öllum líkindum undir áhrifum frá einkennum geðklofa, hann var meðal annars með ákveðnar ranghugmyndir um að hann myndi verða frægur ef hann myndi myrða Lennon og hann var einnig undir trúarlegum áhrifum og passar því flokkur 126.1: Nonspecific religion-inspired homicide einnig við hann.

Mælikvarði 18: Emerick hringkenningin

Hringkenningin passar ágætlega við Chapman:

1. Raðmorðingi væntir höfnunar: Chapman var tiltölulega félagslega vanhæfur og var einnig lagður í einelti þegar hann var yngri sem gæti vel haft áhrif á að hann væri hræddur við höfnun annarra.

2. Særðar tilfinningar: Chapman upplifði skort á væntumhyggju frá föður sínum og leit einnig á sjálfan sig sem fórnarlamb þar sem hann var afbrýðissamur út í fræga aðila og fannst eins og hann sjálfur ætti að vera frægur á kostnað annarra.

3. Neikvæð sjálfsmynd: Það er ekkert sérstaklega minnst á þetta atriði í umfjöllun um Chapman en það er líklegt að hann hafi verið með neikvæða sjálfsmynd þar sem honum fannst líf sitt ekki nógu gott miðað við líf annarra aðila.

4. Óheilbrigð aðlögun: Chapman neytti eiturlyfja, reyndi sjálfsvíg og var með sjálfsvígshugsanir meðal annars stuttu fyrir morðið á Lennon. Hann hélt þessu leyndu fyrir öðrum.

5. Frávikskenndar fantasíur: Chapman var með ákveðnar fantasíur um að verða frægur. Hann var í ákveðinni leit að athygli sem hann hafði aldrei fengið áður.

6. Þjálfunarferlið: Chapman skipulagði morðið vel, gerði sér ferð til annars fylkis til þess að útvega sér skotvopn og valdi nákvæman stað og tíma þar sem hann myndi fremja morðið.

7. Glæpurinn sjálfur: Chapman hafði áður ákveðið tímasetningu sem hann ætlaði að fremja morðið en hætti við og beið í nokkra mánuði, síðan framdi hann morðið sem var afleiðing af því sem á undan var komið.

8. Tímabundin eftirsjá: Chapman talaði um það eftir á að hann finndi fyrir eftirsjá.

9. Réttlæting: Chapman vildi á einum tímapunkti meina að hann hafi framkvæmt morðið vegna geðrænna vandamála sinna.

Mælikvarði 7: Dauðasyndirnar 7

Dauðasynd númer 6: Öfund í mælikvarða 7 á mjög vel við Chapman þar sem hann var virkilega öfundsjúkur út í lífið sem Lennon lifði og vildi sjálfur upplifa slíka frægð sem hann bjó við.

Mælikvarði 13: Holmes & Deburger flokkunin

Ástæða númer 2: Hugsjónir passar vel við Chapman þar sem markmið hans var að myrða frægan einstakling til þess að hann sjálfur gæti orðið frægur. Í tilfelli Chapman var geðröskun fyrir hendi.

Heimildir

  1. John Lennon | Biography, Songs, Albums, Death, & Facts | Britannica. (e.d.). Sótt af: https://www.britannica.com/biography/John-Lennon

  2. Mark David Chapman. (2023). Wikipedia. https://en.wikipedia.org/wiki/Mark_David_Chapman

  3. Mark David Chapman. (e.d.). Criminal Minds Wiki. Sótt af: https://criminalminds.fandom.com/wiki/Mark_David_Chapman

  4. Shutler, A. (2022). Mark Chapman said he killed John Lennon because he “wanted to be somebody”. NME. https://www.nme.com/news/music/mark-chapman-said-he-killed-john-lennon-because-he-wanted-to-be-somebody-3344947