Kanada

Luka Magnotta

Camilla Rós Þrastardóttir & Inga Birna Sigursteinsdóttir


Kynning

Málið hlaut heimsathygli eftir að Netflix gaf út þættina Don't F**k with Cats: Hunting an Internet Killer. Þættirnir eru byggðir á raunvörulegri leit netverja á manni sem myrti kettlinga og setti myndbönd af því á netið. Netverjarnir voru orðnir hræddir um að maðurinn myndi fljótlega fara að myrða fólk. Þau komast að því að maðurinn sem um ræðir er Luka Magnotta og býr í Toronto í Kanada. Stuttu eftir að þau láta lögreglu vita af manninum er það orðið of seint. Hann hafði drepið ungan mann og aflimað hann. Hann sendi svo líkamsparta mannsins á opinberar stofnanir svo sem skóla og þingflokka í Kanada.

Luka Magnotta með snák.

Glæpurinn

Þann 21. desember 2010 birtist myndband á netinu þar sem mátti sjá Luka drepa kettlinga á hrottalegan máta. Myndbandið vakti mikla reiði netverja. Fljótlega birtust fleiri sambærileg myndbönd þar sem mátti sjá Luka pynta og myrða fleiri kettlinga og önnur dýr. Þann 24. maí 2012 myrti og pyntaði Luka kínverska skiptinemann Jun Lin á hrottalegan máta. Hann byrlaði Jun Lin og stakk hann ítrekað með ísstjaka (e. ice pick). Þegar Jun var látinn þá aflimaði Luka hann og sendi líkamsparta á opinberar stofnanir í Kanada. Morðið var allt tekið upp á myndtökutæki og tveimur dögum seinna var það birt á netið undir nafninu: 1 Lunatic 1 Ice Pick. Vert er að minnast á það að Luka var búinn að auglýsa myndbandið á netinu áður en hann hafði framið glæpinn, sem segir okkur að hann var búinn að skipuleggja allan glæpinn áður en hann var búinn að finna sér fórnarlamb.

Persónan

Luka Rocco Magnotta fæddist árið 1982 sem Eric Clinton Newman. Hann ólst upp í Scarborough í Toronto. Uppeldisárin hans voru erfið samkvæmt honum sjálfum en móðir hans var afar sýklafælin og hélt börnum sínum mikið heima. Hann fór ekki í skóla fyrr en um 12  ára aldur og kláraði ekki grunnskólamenntun. Hann glímdi við miklar skuldir og árið 2001 kynntist hann 21 árs gamalli þroskahamlaðri stelpu sem hann sveik pening frá. Sama ár var hann greindur með Ofsóknargeðklofa (e. paranoid schizophrenia). Árið 2006 breytti hann löglega um nafn og hét nú Luka Rocco Magnotta. Fyrsta og eina kærasta hans lýsir honum svona: He was very into himself og sagði að draumur hans væri að verða frægur. Hann var samkynhneigður og vann sem klámstjarna og sagðist hann einnig hafa unnið við vændi og sem: high end escort. Hann fór í áhorfendaprufur fyrir Plastic makes perfect og Cover guy en honum var hafnað en stutt viðtal við hann var birt í Naked news. Hann var heltekinn af raðmorðingjum og sérstaklega á Körlu Homolka. Hann gekk svo langt að gera myndband sem átti að sýna að þau hafi átt í rómantísku sambandi og heyrði svo sjálfur í fjölmiðlum til að loka á þessa slúðursögu. Hann fékk þó litla athygli út á þetta. Þá tók hann upp fyrsta myndband sitt aflífa kettlinga. Þá fékk hann loksins það sem hann þráði: athygli. Reiðir netverjar um allan heim hópuðu sig saman til að reyna að góma hann. Netverjar uppgötvuðu þá hundraði falsaða prófíla og blogg um hann, sem hann hafði gert sjálfur.
 

2.1.5. Geðklofi. Luka Magnotta var greindur með paranoid schizophrenia (ICD-10 F20.0). Það hefur verið greint frá því að Luka var mikið inn á spítala vegna geðklofans, hann upplifði að fólk væri að fylgjast með honum og að aðrir væru afbrýðisamir út í hann vegna þess að hann myndi verða frægur. Hann var með takmarkaða félagslega færni og átti enga vini.

6.2. Útlitsröskun. Luka Magnotta var alltaf að skoða sig í spegli og var mjög upptekinn af útliti sínu og því að líta vel út. Hann fór í nokkrar lýtaaðgerðir til þess að “laga” útlit sitt, til að mynda breytti hann nefi sínu, fór í nokkrar bótox meðferðir og hár ígræðslu.

18.2.4. Sjálfhverf persónuleikaröskun. Luka Magnotta var með ofvaxið sjálfstraust, hann trúði því að hann væri sérstakur. Hann var upptekin af því að verða frægur og trúði því að aðrir öfunduðu hann fyrir frægðina. Hann þurfti og þráði sífella athygli og gerði allt í sínu valdi til þess að öðlast frægð, það skipti hann ekki máli hvort að frægðin eða athyglin væru jákvæð eða neikvæð. Þar að auki var honum alveg sama um tilfinningar annara og notaði aðra til að koma sjálfum sér á framfæri.

Endirinn

Eftir að Luka myrti og pyntaði Jun Lin, þá sendi hann líkamsparta hans  á opinberar stofnanir í Kanada, þar að auki setti hann búk Lins í ferðatösku og skildi hana eftir fyrir utan ruslagám hjá blokkinni. Hann hreinsaði síðan íbúðina sína og hann hafði skrifað á vegg íbúðarinnar: If you don't like the reflection. Don’t look in the mirror. I don't care. Luka flúði upphaflega til Frakklands og þaðan til Þýskalands á fölsuðu vegabréfi. Um það bil tveimur vikum eftir morðið á Lin eða þann 4. júní 2012 var Luka handtekinn í kaffihúsi í Berlín. Hann hafði verið í felum en kom upp um sjálfan sig vegna forvitninnar og gat ekki sleppt athyglinni. Luka var dæmdur í lífstíðardóm sem í Kanada eru 25 ár, samhliða var hann dæmdur til að afplána 19 ár fyrir aðra glæpi.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=ltE_n__dM1k

 

Mælikvarðar

Mælikvarði 9: Hare 22/20 listinn

Okkur finnst Luka Magnetto passa mjög inn í Hare 20 mælikvarðann.

01. Glibness/Superficial charm. Luka var heillandi útlitslega og bar sig vel sérstaklega á netinu en þegar fólk hitti hann í raunveruleikanum var ekki alveg sömu sögu að segja.

02. Grandiose sense of self worth. Hann leit á sjálfan sig sem flottastan og hélt því fram að hann yrði heimsfrægur.

03. Need for stimulation/Proneness to boredom. Hann örvaðist mikið í gegnum eigin spegilmynd og þurfti alla þá athygli sem hann gat fengið.

04. Pathological lying. Hann laug mikið um eigin persónu, þar sem hann skrifaði mikið um sjálfan sig á netinu í gegnum falsaða aðganga á samfélagsmiðlum. Hann þráði athygli og laug eins og hann gat til þess að öðlast þessa athygli og frægð.

05. Conning/Manipulative. Hann sveik pening frá meðal annars þroskaskertri stúlku og fleirum.

06. Lack of remorse or guilt. Luka sýndi enga iðrun á gjörðum sínum, jafnvel eftir að hafa verið handtekinn. Til að mynda fann hann fyrir engri sektarkennd þegar fólk kom upp um hann á netinu fyrir morðin á kettlingunum og var stoltur af gjörðum sínum.

07. Shallow affect. Luka var mjög tilfinningalaus í þeim fáu ástarsamböndum sem hann átti.

08. Callous/Lack of empathy. Hann sýndi enga samkennd hvorki í garð dýranna né mannsins sem hann myrti.

09. Parasitic lifestyle. Hann treysti á aðra til að borga skuldir sínar og bar enga ábyrgð á því að hann hafi verið gjaldþrota.

10. Poor behavioral controls. Okkur finnst að þetta eigi ekki við Luka, hann virðist vera frekar stabíll í skapi.

11. Promiscuous sexual behavior. Luka var lítið sem ekkert kynferðislega örvaður, þar sem hann stundaði lítið sem ekkert kynlíf fyrir utan þegar hann lék í örfáum klámmyndum.

12. Early behavioral problems. Luka glímdi við mikla félagsleg einangrun sem barn og var til að mynda inn á geðdeild sem unglingur og var greindur með geðklofa á tvítugsaldri.

13. Lack of realistic, long-term plans. Luka hafi eitt langtímamarkmið sem var að verða frægur en það var ekki raunhæft.

14. Impulsivity. Átti ekki við um hann. Hann var frekar skipulagður í glæpum sínum.

15. Irresponsibility. Luka tók ekki ábyrgð á gjörðum sínum og kenndi manni sem hann sagðist heyra um allt.

16. Failure to accept responsibility for own actions. Hann tók ábyrgð á sig að vissu leyti (líklega til að fá athygli) en síðan sagði hann að röddin í hausnum á honum sagði honum að framkvæma glæpinn.

17. Many short-term marital relationships. Hann átti í raun í engum samböndum, bara vitað til þess að hann átti eina kærustu á einhverju augnabliki en það varði í mjög stutta stund.

18. Juvenile delinquency. Hann braut ekki af sér fyrr en um 19 ára aldur.

19. Revocation of conditional release. Hann átti að vera ákærður fyrir svik og kynferðisbrot þegar hann var 19 ára, en kynferðisbrotið var fellt niður og var hann einungis dæmdur fyrir svikin.

20. Criminal versatility. Hann framdi fjölbreytt brot, þar með talið svik, kynferðisbrot, dýramorð og að lokum morð á manni.

Mælikvarði 19: babiak & Hare flokkunin

Luka fellur undir Stjórnandi siðblindingja (e. manipulative psychopath) í mælikvarða 19. Hann blekkti fólk og falsaði sjarmandi lífsstíl til að koma sér á framfæri. Það fór lítið fyrir honum í samfélaginu, hann var bara heima við tölvuskjá að reyna að sannfæra aðra um hversu æðislegur hann væri.

Mælikvarði 12: ccm flokkunin

Flokkur 20 - Pyntinga-morðingjar, nema hvað að þeir eru með greinileg einkenni geðrofs (svo sem eins og í geðklofa).
Vitað er til þess að Luka Magnotta pynti dýr á hrottalegan máta, bæði með því að drekkja þeim í baðkari, kæfa  þau í plastpoka og lét slöngu slátra þeim. Einnig pynti hann fórnarlamb sitt, stakk hann ítrekað með ísstjaka og þegar hann var búinn að myrða hann að þá bútaði hann líkið niður í marga bita. Þar að auki er hann með sögu um geðklofa og er með augljós einkenni geðrofs.

Mælikvarði 18: emerick hringkenningin

Mælikvarði 18 á við að einhverju leyti en ekki nóg til þess að falla undir kenninguna.

1. Foreldrar hans skildu þegar hann var barn og fann hann því fyrir höfnun frá föður sínum, þá leitaði hann til ömmu sinnar og afa og á þeim tíma skildu þau líka. Hann var mjög einangraður frá umheiminum og átti ekki í nánum félagslegum tengslum við jafnaldra sína. Því fann hann fyrir mikilli höfnun í lífinu.

2. Hann var mikið einangraður frá umheiminum og var hræddur við höfnun eftir æsku sína, hann fór í margar áheyrnarprufur þar sem honum var líka hafnað og var hann því fórnarlamb heimsins þar sem höfnunin var mikil.

3. Neikvæð sjálfsmynd á ekki við um Luka. Hann dáði sjálfan sig og fór í fegrunaraðgerðir til að bæta útlit sitt til þess að verða flottari.

4. Luka var háður internetinu og að skrifa um sjálfan sig.

5. Hann fékk ekki athyglina sem hann þráði fyrr en að hann fór að gera ógeðslega hluti á netinu.

6. Hann æfði sig með því að drepa dýr.

7. Hann drap mann.

8. Hann var ekki með neina eftirsjá og hringurinn byrjaði ekki upp á nýtt.

 

Mælikvarði 7 - dauðasyndirnar 7

Okkur finnst að dauðasynd nr. 3: Græðgi eigi við um Luka. Hann þráði frægð og athygli. Hann fékk loks þá athygli sem hann þráði frá netverjum þegar hann byrjaði að myrða kettlinga, hann varð gráðugur í meiri athygli sem leiddi til þess að hann myrti mann. Að okkar mati er langsótt að önnur synd passi við hann.

Mælikvarði 13: holmes & Deburger flokkunin

3.c. Sjálfselska, Þægindi (e. comfort).

Við teljum hann falla undir þennan flokk vegna þess að hann myrti og póstaði myndböndum af morðunum til þess að öðlast frægð. Það sem hann vildi meira en allt í lífinu var frægð og var honum sama hvort að athyglin sem hann fengi væri jákvæð eða neikvæð, hann bara þráði frægðina svo mikið.

3.e. Sjálfselska, Félagskapar tegundin.

Við teljum að Luka falli einnig að vissu leyti undir þennan flokk þar sem að hann fékk mikil viðbrögð frá netverjum sem sendu honum skilaboð. Með því var hann loksins að tala við einhvern annan en sjálfan sig.

Heimildir

  1. CBC News. (2014, 23. desember). Hunting Luka Magnotta - the fifth estate [myndskeið].             YouTube. https://www.youtube.com/watch?v=Vyb4fOBMWds

  2. Banerjee, S. (2014, 10. október). Magnotta’s victim had sleeping medication in his system,           trial told. https://www.thestar.com/news/canada/2014/10/09/german_witness_grilled_in_magnotta_murder_trial.html

  3. Mark, L. (handritshöfundur og leikstjóri). (2019). Don't F**k with Cats: Hunting an Internet Killer. Netflix.

Bernardo og Homolka - Barbie Killers

Karítas Rún Grétudóttir & Kristín Birna Júlíudóttir

Kynning

Ken og Barbie morðingjarnir voru betur þekkt sem Paul Bernardo og konan hans. Paul var fæddur árið 1964 og Karla Homolka var fædd árið 1970. Þau voru virkilega myndarlegt par og minntu helst á Ken og Barbie dúkkurnar. Þau voru frá Ontario, úthverfi Toronto í Kanada og frömdu þau glæpi sína þar. Þau kynntust árið 1987. Karla var falleg og gáfuð stúlka sem að hafði mikinn áhuga á dýrum og vann sem dýralæknir. Paul var ánægður og ljúfur drengur sem byrjaði síðan að fá mjög mjög truflaðar hugsanir sem leiddu hann út í það að nauðga og pynta stelpur. Parið kynntist árið 1987 og byrjuðu fljótlega eftir það að stunda saman glæpi eftir að þau föttuðu að þau væru bæði með truflaðar hugsanir og óeðlilegar fantasíur.

Talað verður aðallega um Paul þar sem að hann byrjaði glæpaferill sinn töluvert áður en að hann kynntist Körlu, hann átti einnig frumkvæðið að flestum eða jafnvel öllum þeim glæpum sem að þau stunduðu saman. Karla var smá auka hlutur í glæpastarfsemi þeirra hjóna og Paul beitti Körlu miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Barbie og Ken?

Glæpurinn

Paul byrjaði glæpaferil sinn þegar hann vann sem sölumaður. Þá stundaði hann það að lokka stelpur inn í bílinn sinn, hann hafði eytt miklum tíma í það að æfa “pickup” línur og hvernig best væri að tæla stelpur til sín. Paul nauðgaði fjölda stelpna í hverfinu Scarborough í Ontario. Enginn vissi hver var að verki en íbúar gerðu sér grein fyrir að raðnauðgari væri á ferli og var hann þekktur sem: The Scarborugh rapist. Karla studdi þessar hvatir Pauls og eftir að parið hafði verið saman í 3 ár leyfði Karla honum að stunda kynlíf með litlu systir hennar, Tammy Homolka. Paul hafði verið hrifinn af Tammy frá því að parið byrjaði saman, svo árið 1990 gaf Karla honum það í jólagjöf að taka meydóm litlu systur sinnar. Þau byrluðu Tammy eitur og nauðguðu henni meðvitundarlausri meðan þau tóku það upp á myndband.

Þau gáfu henni of stóran skammt af lyfjum sem varð til þessi að Tammy kafnaði í sinni eigin ælu. Parið faldi öll sönnunargögn, hringdu síðan á sjúkrabíl og létu þetta líta út eins og Tammy hefði sjálf tekið of stóran skammt og náðu þannig að sleppa frá þessu á þeim tíma.

Árið 1991, eftir morðið á Tammy nauðguðu þau saman stelpu sem Karla var að vinna með. Karla bauð henni út í stelpukvöld og byrlaði hún henni þar eitur. Karla fór svo með hana sem “brúðkaupsgjöf” fyrir Paul þar sem þau voru nýgift en sambandið var ekki gott svo hún vildi gleðja hann. Þau nauðguðu henni meðvitundarlausri. Stelpan mundi ekki eftir atburðinum og hélt áfram að vera vinkona þeirra. Seinna voru þau 3 að hanga saman og ákváðu Paul og Karla þá að byrla henni aftur eitur, nauðguðu og tóku upp á myndband.

Stelpan byrjaði svo að kafna líkt og gerðist við Tammy og hringdu þau á sjúkrabíl. Þau náðu að bjarga henni og afpöntuðu því sjúkrabílinn. Á sama ári myrtu þau stúlkuna Leslie Mahaffy. Paul sá hana eina úti á götu og tældi hana upp í bíl með að bjóða henni sígarettu sem hann sagði að væri aftur í bílnum. Hann fór með hana heim, þar sem parið byrlaði henni eitur og nauðguðu í 24 klukkutíma. Leslie lést með sama hætti og Tammy systir Körlu.

Parið stoppaði ekki eftir morðið á Leslie. Árið 1992 fór parið á rúntinn til að leita af fórnarlambi og sáu hina 15 ára gömlu Kristen French. Þau fóru út úr bílnum með landakort og þóttust þurfa á aðstoð við að rata. Þau þvinguðu hana svo inn í bíl með hníf, beittu hana ofbeldi, byrluðu og nauðguðu henni yfir heila helgi og tóku það upp. Neyddu hana til að drekka alkóhól. Paul kyrkti hana svo með þeim afleiðingum að hún lést.

Fórnarlömbin. Systirin er lengst til vinstri.

Persónan

Paul ólst upp við hræðilegt heimilisofbeldi þar sem að foreldrar hans beittu hann andlegu ofbeldi. Þegar að Paul var aðeins 9 ára gamall var faðir hans dæmdur í fangelsi fyrir það að nauðga börnum. Þegar að Paul var 16 ára tilkynnti móðir hans honum það að faðir hans væri ekki blóðfaðir hans, heldur hafi hún haldið framhjá honum og að framhjáhaldið væri blóðfaðir Pauls. Þetta hafði gríðarleg áhrif á Paul og breyttist hann mikið, hann varð reiður við allt og alla og byrjaði að sýna ofbeldisfulla hegðun í garð móður sinnar og síðar annarra. Þegar Paul hóf háskólanám byrjaði hann að sýna ofbeldisfulla hegðun í garð stúlkna. Hann stundaði það að fara á bari til að tæla að sér stúlkur sem að hann síðan nauðgaði og pyntaði. Þegar Paul var 23 ára kynntist hann Körlu, 17 ára. Karla studdi Paul í einu og öllu og leyfði honum að halda áfram að nauðga og pynta stúlkur. Paul beitti Körlu einnig miklu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Síðar byrjaði Karla að aðstoða Paul við verkin sem endaði með því að þau myrtu a.m.k. þrjár stúlkur.

Paul Bernardo.

2 DSM geðraskanir

  1. Kynfráviksröskun: Sadismi. Paul var með endurtekna og sterka kynóra eða kynhvatir um að

nauðga og beita stelpum ofbeldi. Hann lét eftir fantasíum og kynhvötum sínum með því að nauðga,

pynta og stundum myrða tugi stelpna. Kvalir fórnarlamba hans veittu honum ánægju og uppfylltu

kynhvatir hans.

  1. Persónuleikaröskun: Andfélagsleg persónuleikaröskun. Paul var með langvarandi hegðunar-

mynstur um að brjóta á réttindum stelpna, með því að tæla þær til sín og beita þær miklu líkamlegu

og andlegu ofbeldi. Hann hafði enga eftirsjá yfir gjörðum sínum og endurtók glæpi sína trekk í

trekk.

Endirinn

Glæpaferill Ken og Barbie morðingjanna endaði þegar Körlu var nóg boðið og hún leitaði til lögreglunnar. Karla sagði þar frá glæpum þeirra Paul og greindi frá því að Paul hefði neytt Körlu til þess að taka þátt í glæpunum. Karla gerði samning við lögregluna um friðhelgi gegn því að gefa vitnisburð í málinu gegn Paul. Eftir frekari rannsókn á málinu fann lögreglan ýmis sönnunargögn sem leiddu í ljós að Karla var ekki jafn mikið fórnarlamb Pauls og hún hafði greint frá. Það fundust m.a. myndbönd af Körlu og Paul nauðga og pynta stúlkur. Karla var dæmd í 12 ára fangelsi fyrir 2 morð og Paul fékk lífstíðardóm fyrir 3 morð og 13 nauðganir.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=A0PCeivaEkM

Mælikvarðar

Mælikvarði 8: Cleckley 16 atriði

Paul skorar hátt á Cleckley listanum sem metur siðblindu þar sem mörg af þeim einkennum passa

við hann:

  1. Yfirborðssjarmi: Þetta á við. Hann var sjarmerandi, með gott útlit og átti auðvelt með að fá það sem hann vildi.

  2. Engin merki um geðrof: Þetta á við. Hann virðist ekki hafa sýnt merki um geðrof, þar sem að gjörðir hans voru útpældar og skipulagðar yfir langan tíma, sem gefur til kynna að hann hafi vitað nákvæmlegan hvað hann var að gera.

  3. Ekkert stress né taugaveiklun: Þetta á við. Hann virðist ekki hafa sýnt merki um stress eða taugaveiklun, hann framkvæmdi brotin vel skipulögð og með nákvæmni sem bendir til þess að hann hafi gert það með ró og náð að stjórna öllu ferlinu.

  4. Óáreiðanleiki: Þetta á við. Hann var óáreiðanlegur, hann laug í réttarhöldum, ráðskaðist með sönnunargögn, reyndi að hylma yfir glæpum sínum og að koma sökinni yfir á aðra.

  5. Ósannsögli og óheiðarleiki: Þetta á við. Hann var t.d. óheiðarlegur í réttahöldunum.

  6. Skortur á eftirsjá eða skömm: Þetta á við. Hann virtist ekki sjá eftir þessu þar sem hann gerði þetta til að láta sér líða betur. Hann sýndi einnig enga samúð gagnvart fórnarlömbum sínum og fjölskyldum þeirra.

  7. Ástæðulítil andfélagsleg hegðun: Þetta á við þar sem hann virðist ekki hafa haft neina skýra ástæðu á bak við andfélagslegu hegðun sína. Í hans tilviki virðast glæpir hans ekki hafa verið gerðir af ákveðnu ástæðum, eða þær eru allavega ekki skýrar.

  8. Fátækleg tilfinningaleg viðbrögð: Þetta á við. Hann skorti samúð og djúpar tilfinningar. Hann virtist vera kaldur náungi.

  9. Sjúklega sjálfsmiðaður og ástleysi: Þetta á við. Hann var mjög sjálfhverfur, hugsaði bara og sig og sínar hvatir, en hunsaði tilfinningar annarra.

  10. Léleg dómgreind / lærir ekki af reynslunni: Þetta á við. Hann virtist vera með lélega dómgreind og birtist það í hvatvísi og áhættuhegðun. Hann virtist einnig ekki læra af reynslunni þar sem hann framdi endurtekið glæpi.

  11. Skortur á innsæi: Þetta á við þar sem hann sagðist vera saklaus og sýndi lítinn skilning á afleiðingum glæpa sinna.

  12. Lítil félagsleg svörun: Þetta á við. Hann hafði lítinn áhuga og litla umhyggju fyrir tilfinningum, þörfum og upplifunum annarra.

  13. Fjarstæðukennd og umbeðin hegðun: Þetta á við. Hann stjórnaði fórnarlömbum sínum, nauðgaði og byrlaði fullt af stelpum eitur, allt gegn þeirra vilja.

  14. Sjálfsmorð sjaldan framkvæmt: Á við þar sem að engin saga er um að Paul hafi verið í sjálfsmorðshættu á einhverjum tímapunkti í lífinu.

  15. Lítið og ópersónulegt kynlíf: Á ekki við þar sem að Paul var með kynfrávík, gríðarlega miklar kynferðislegar fantasíur og nauðgaði og pyntaði stelpum trekk í trekk til að uppfylla þarfir sínar.

  16. Fylgja ekki neinni lífsáætlun: Á að hluta til við, honum gekk vel í skóla en átti erfitt með að halda vinnu, hann fann “ástina” og giftist Körlu en hann kom mjög illa fram við hana, þau keyptu sér hús saman árið 1990 en eignuðust engin börn saman.

Mælikvarði 19: BABIAK & HARE FLOKKUNIN

Skv. Babiak & Hare eru þrjú afbrigði siðblindu.

  1. Classic psychopathy: High: Interpersonal + affective + lifestyle + antisocial. - Helstu einkenni siðblindu.

  2. Manipulative psychopathy: High: Interpersonal + affective og Low: Lifestyle + antisocial. - Stjórnandi, svikulir og sjarmerandi, óhvatvísir og ekki andfélagslegir.

  3. Macho psychopathy: High: Affective + lifestyle + antisocial og Low: Interpersonal. Árásargjarnir, eineltisseggir, abrasive, minna sjarmerandi og stjórnandi.

Okkur finnst afbrigði 1: Classic psychopathy passa best við Paul Bernardo þar sem að hann er hár í interpersonal, affective, lifestyle og antisocial. Hann var sjarmerandi, skorti samkennd, hafði grunnar tilfinningar og var ofbeldisfullur svo eitthvað sé nefnt.

 

Mælikvarði 15: ccm flokkunin

Flokkur 134: Hefur sadískar kynferðislegar hvatir, upplifir ánægju við að pynta og nauðga fórnarlömbum sínum. Paul Bernardo nauðgaði og pyntaði stúlkum ásamt því að myrða a.m.k. þrjár eftir að hafa nauðgað og pyntað þær til lengri tíma.

 

Mælikvarði 17: norris 7 fasar

Norris setti fram kenningu um hvernig raðmorðingjar og aðrir glæpamenn bera sig af. Kenningin inniheldur 7 fasa - Hugrof, veiði, biðils, handtöku, morð, minjagrips og þunglyndis fasi. Þetta passar vel við Paul Bernardo en hann byrjaði að fá ofbeldisfullar hugmyndir og sína kynferðisleg frávik sem unglingur ásamt því að hafa kynferðislegar fantasíur um nauðganir og morð (Hugrof). Paul byrjaði að æfa sig að tæla stelpur til sín, hann hugsaði mikið um það hvaða aðferð væri árangursríkust og svo byrjaði hann að tæla stelpur inn í bíl sinn (Veiði). Hann notaði sjarma sinn til að vinna traust fórnarlamba sinna, einnig notaði hann byrlunarlyf og áfengi til að ná betri stjórn á fórnarlömbunum eða gera þau meðvitundarlaus (Biðils). Eftir að hafa tælt stelpurnar til sín, fór Paul með þær heim til sín eða á annann stað þar sem hann braut á þeim (Handtöku). Hann drap a.m.k. þrjár stelpur þær Tammy, Leslie og Kristen, morðin voru öll framin af sadískum hætti þar sem að fórnarlömbunum var nauðgað og pynt í fleiri klukkustundir áður en þær voru myrtar (Morð). Paul var vanur að taka minjagripi frá fórnarlömbum sínum, þá helst skartgripi eða föt, einnig tók hann myndir af þeim og hélt vel utan um þær (Minjagrips). Eftir aðPaul var handtekinn hefur hann verið frekar óvirkur og ólíkur sjálfum sér (Þunglyndi).

 

Mælikvarði 14: Mindhunter keningin

Mindhunter kenningin samanstendur af 10 atriðum um eðli og orsök raðmorða.

  1. Flestir þeirra eru einhleypir hvítir karlmenn - Paul var hvítur karlmaður og hann var einhleypur þegar að hann byrjaði að stunda glæpi, en svo kynntist hann Körlu og þá fóru þau að stunda glæpi saman.

  2. Þeir eru dæmigert yfir meðalgreind, þó sjaldan ofurgreindir - Paul var yfir meðalgreind, hann útskrifaðist sem honor-student úr framhaldsskóla og fór svo í háskóla að læra viðskiptafræði. Hann notaði líka greind sína mikið í glæpum sínum t.d. til að tæla stelpur til sín.

  3. Þrátt fyrir góða greind gengur þeim illa í skóla, hafa gloppóttan atvinnuferil og enda í láglaunastörfum - Þetta á ekki alveg við um Paul, honum gekk vel í skóla en honum ekki vel í vinnu og var oft rekinn fyrir óviðeigandi hegðun og slaka vinnusemi.

  4. Þeir koma frá miklum vandamála fjölskyldum. Dæmigert er að þeim er hafnað af föður frá unga aldri og þeir alast upp hjá brotnum heimilum einstæðra mæðra - Fjölskylda Paul var vandamála fjölskylda, móðir hans var stjórnsöm og það eru vísbendingar um að samband þeirra mæðgina hafi verið erfitt. Móðir hans hafði líka leynt því frá honum að faðir hans væri í raun ekki blóðfaðir hans heldur hefði Paul verið getinn eftir framhjáhald, þessu komst Paul að þegar að hann var 16 ára og það setti stórt strik í reikninginn og Paul hataði móður sína eftir þetta leiðinlega atvik. En uppeldisfaðir Pauls sinnti honum mjög lítið og samband þeirra var ekki gott.

  5. Löng saga geðrænna vandamála, glæpa og alkóhólisma í fjölskyldum þeirra - Uppeldisfaðir Paul var mikill alkóhólisti og hafði sögu og glæpsamlega hegðun, þar sem að hann var kærður fyrir að nauðga ungri stelpu. Eftir að uppeldisfaðir Pauls var kærður fyrir nauðgun varð móðir Pauls alveg rugluð, hætti að sinna fjölskyldunni og flutti í kjallara húsins. Systir Pauls var með fíkniefnavanda og hafði sögu um geðræn vandamál. Ásamt því var Paul sjálfur með geðræn vandamál.

  6. Í barnæsku eru þeir misnotaðir – andlega, stundum líkamlega, oft kynferðislega. Slík gróf misnotkun hefur sterk mótandi áhrif á þá, bæði í formi niðurlægingar og hjálparleysis - Það er ekki nákvæmlega vitað hvort að Paul hafi verið misnotaður í æsku og vísbendingar eru um að uppeldisfaðir hann hafi verið ofbeldisfullur í garð konu sinnar og barna, hann hafði nauðgað stelpu og mögulega dóttir sinni. Og eins og móðir Pauls er lýst þá er líklegt að hún hafi beitt börnin sín andlegu ofbeldi.

  7. Vegna neikvæðra tilfinninga þeirra til fjarlægra og oft fjarverandi feðra (sem misnota þá), eiga þeir í útistöðum við karlkyns yfirmenn sína. Og vegna þess að móðir þeirra er svo yfirþyrmandi þá ala þeir með sér mikið hatur á konum - Ekki er vitað hvort hann hafi átt í útistöðum við karlkyns yfirmenn en hann átti svo sannarlega erfitt með að halda vinnu og var oft rekinn vegna óviðeigandi hegðunar. Paul hataði móður sína og síðar færðist það hatur yfir á flestar konur.

  8. Þeir eiga við geðræn vandamál sem börn og lenda snemma í útistöðum við kerfið – eru oft snemma inni á stofnunum (munaðarleysingja-, unglingaheimilum, fangelsum ...) - Paul var með hegðunarvandamál sem barn og persónuleikatruflanir en hann lenti ekki inni á neinum stofnunum.

  9. Vegna mikillar einangrunar þeirra og haturs út í samfélagið (á einstaklingum og sjálfum sér) eru þeir oft í sjálfsmorðshættu á unglingsárum - Ekki er vitað til þess að Paul hafi verið í sjálfsmorðahættu sem unglingur en hann vissulega stundaði hættulega hegðun og hafði óviðeigandi fantasíur um kynlíf og ofbeldi.

  10. Þeir sýna mikinn og viðvarandi áhuga á kynfrávikum með sérstaklegan áhuga á blætisdýrkun (e. fetishism), sýnihneigð (e. voyeurism) og ofbeldisfengnu klámi (sjá kafla 19: Kynfrávik í DSM-5) - Paul var með mikil kynfrávik hann hafði mikinn áhuga á ofbeldisfullu kynlífi og hafði fantasíur um nauðganir og ofbeldi gagnvart stelpum.

mælikvarði 13: holmes & deburger flokkunin

Kenning Holmes og DeBurger gengur út á það að flokka útskýra ástæðu morða, ástæðurnar eru: ofjónir, hugsjónir og sjálfselska (girnd/sterkar hvatir, spenna, þægindi, stjórnun/vald, félagsskapur). Okkur finnst Sjálfselska passa best við Paul þar sem að hann drap vegna þess að hann fékk eitthvað út úr því, nánar tiltekið Girnd/sterkar hvatir þar sem að hann æstist upp kynferðislega, hafði ógeðfeldar kynferðislega fantasíur og hann var aðallega að naugða og pynta stelpur á hrottalegan hátt.

 

Heimildir

  1. Gina Dimuro. (2010, 10.desemder). Meet The Ken And Barbie Killers: Paul Bernardo And Karla Homolka. All that’s interesting. https://allthatsinteresting.com/paul-bernardo-ken-and-barbie-killers

  2. Murderpedia. (E.d.). Paul Bernardo. https://murderpedia.org/male.B/b/bernardo-paul.htm

  3. Wikipedia. (E.d.) Paul Bernardo.https://en.wikipedia.org/wiki/Paul_Bernardo

  4. Wikipedia. (E.d.). Karla Homolka. https://en.wikipedia.org/wiki/Karla_Homolka