Birna Lind Pálmadóttir & Sóley Sigurðardóttir
Kynning
Anders Behring Breivik fæddist árið 1979 og átti erfið æskuár. Við fjögurra ára aldur var tvisvar sinnum búið að tilkynna áhyggjr á andlegri heilsu hans. Móðir hans beitti hann andlegu-, líkamlegu- og kynferðisofbeldi. Barnaverndarnefnd í Noregi börðust lengi fyrir því að hann væri settur í fóstur og fór málið tvisvar sinnum fyrir rétt, en það fór ekki í gegn. Árið 2002, þegar Breivik var 23 ára, byrjaði hann að skipuleggja árásirnar sem hann framdi árið 2011. Hann framdi hryðjuverkaárás í Osló og Úteyju sem varð alls 77 manns að bana. Ástæðan fyrir fjöldamorðinu var sú að hann taldi norska kynstofninum ógnað af vinstri sinnuðum pólitíkusum sem voru að hleypa of mörgu fólki af erlendum uppruna inn í landið. Hópurinn sem varð fyrir árásinni á Úteyju var ungmennahópur vinstri sinnaðra unglinga og ungmenna sem voru í sumarbúðum. Breivik var sjálfur öfga hægri sinnaður sem taldi múslima vera að eyðileggja evrópska menningu.
Glæpurinn
Þann 22. júlí 2011 átti sér stað hræðileg hryðjuverkaárás sem framin var af Anders Breivik. Þann dag, klukkan 15:26, sprakk sprengja fyrir utan ráðhúsið í Osló í Noregi. Í þessari sprengjuárás létu átta manns lífið, en Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, lést ekki. Á meðan fjöldi lögreglumanna voru kallaðir á staðinn, tók Breivik ferju yfir til Úteyju, sem er eyja í um það 45-mínútna siglingu frá Osló. Breivik var klæddur í lögreglubúning og blekkti þar af leiðandi fólkið sem var þar á staðnum til þess að treysta sér. Stuttu seinna byrjaði Breivik að skjóta úr byssu sinni á unglinga sem voru í sumarbúðum á eyjunni. Hann var það sannfærandi, að eitt fórnarlambanna sagðist hafa athugað skilríki hjá honum og í kjölfarið hleypt honum inn á eyjuna. Hann flakkaði um eyjuna, skimaði hana vel og skaut alla sem reyndu að forða sér. Hann skaut 69 manns til bana í Úteyju. Seinnipart dags, klukkan 18:27 var sérsveit lögreglunnar mætt og handtók Breivik. Honum tókst að drepa 77 manns þennan hræðilega, örlagaríka dag, 22. júlí.
Persónan
Réttarsálfræðingar tilkynntu að Breivik var í geðrofi (e. psychotic) á meðan á hryðjuverkunum stóð. Þegar þeir rannsökuðu hann nánar, voru engin skýr merki að hann væri þunglyndur, í oflæti, með ofskynjanir eða ranghugmyndir. Þeir komust að niðurstöðu og greindu hann með Aðsóknargeðklofa (e. paranoid schizophrenia), sem er þó ekki hluti af DSM-IV lengur.
Nokkrum mánuðum seinna, fóru aðrir réttargeðlæknar að yfirheyra og rannsaka hann. Þá kom í ljós að Breivik væri með Sjálfhverfa persónuleikaröskun (e. narcissistic personality disorder), þar sem hann sýndi mjög öfgafulla hegðun af mikilmennskubrjálæði, hann var upptekinn af völdum og vildi útrýma útlendingum og eftir að hafa fylgst með réttarhöldunum, sá maður mjög augljóslega að hann skorti samúð (e. empathy). Undir lokin, komust réttargeðlæknar að niðurstöðu og upplýstu fyrir almenning að Breivik, var hvorki í geðrofi á meðan rannsókn, né á meðan hryðjuverkunum stóð, þannig hann var fundinn sakhæfur.
Samkvæmt DSM-IV er geðrof ekki geðröskun, en Breivik hefur ekki greinst með neina aðra geðröskun en Sjálfhverfa persónuleikaröskun, allar hinar sem voru í rannsókn voru felldar niður, svo þessi spurning á illa við um hann.
Endirinn
Þegar lögreglan kom loks til Úteyju gafst Breivik strax upp og enn þann dag í dag situr hann í fangelsi. Þegar kom að réttarhöldum töldu réttargeðlæknar hann vera í geðrofi þegar hann framdi hryðjuverkið. Í kjölfarið töldu þeir hann vera ósakhæfan. Það var mikil umræða um það í Noregi hvort hann væri sakhæfur eða ósakhæfur en að lokum var hann dæmdur sakhæfur. Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi, sem er hámarksdómur í Noregi. Dómurinn gerir norskum dómstólnum kleift að halda Breivik í fangelsi í óákveðinn tíma, fimm ár í senn, svo lengi sem ákæruvaldið telur það nauðsynlegt til að vernda samfélagið.
Í janúar 2022, sótti Breivik um að fá að losna og vera á skilorði. Hann hafði þá setið í fangelsi í 10 ár. Réttargeðlæknar standa enn fast á sínu, að Breivik sýni enn þá enga iðrun fyrir glæpinn og trúir enn að þessi árás hafi verið það besta fyrir norska samfélagið. Hér er vídeóklippa af málinu og viðtal við eitt fórnarlamb sem lifði árásina af, með því að liggja kyrr og þykjast vera dáinn. Virkilega átakanlegt.
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=n8B8dnbdvr8
Mælikvarðar
Mælikvarði 9: Hare 22/20 listinn
Anders Breivik skorar 13 stig af 20 mögulegum í Hare siðblindu listanum:
01 Glibness/Superficial charm – Breivik hefur heillandi og sannfærandi persónuleika sem hann notfærir sér til að styðjast við öfgakenndu hugsanir sínar og reynir að réttlæta glæp sinn.
02 Grandiose sense of self worth – Breivik trúði að hann væri “frelsari” Noregs og þurfti að framkvæma þessi hryðjuverk til að ná fram markmiðum sínum.
04 Pathological lying – Breivik hefur verið þekktur fyrir að ljúga um afrek sín, menntun og starf til að fá athygli og stuðning frá almenningi.
05 Conning/Manipulative – Breivik bjó til myndband og nýja stjórnarskrá sem útskýrði löngun hans til að fremja hryðjuverkaárásirnar og til að reyna réttlæta þær. Hann notaði samfélagsmiðla til að dreifa efninu til breiðari hóps.
06 Lack of remorse or guilt – Breivik hefur sýnt litla iðrun vegna gjörða sinna og hefur reynt að réttlæta hryðjuverkaárásirnar sínar sem nauðsynlegar.
07 Shallow affect – Breivik sýndi litlar sem engar tilfinningar á meðan réttarhöldunum stóð.
08 Callous/Lack of empathy – Breivik sýndi litla sem enga samkennd eða iðrun fyrir verk sín eða samkennd til fórnarlamba.
10 Poor behavioral controls – Hryðjuverkaárásin hans leiddi til dauða margra manna, sem bendir til skorts á hvatvísi og lélegri ákvarðanatöku.
12 Early behavioral problems – Breivik átti erfiða æsku þar sem hann var að flakka á milli fósturfjölskyldna og mikið hjá barnavernd. Hann var talinn erfitt barn og sýndi mjög árásargjarna hegðun.
14 Impulsivity – Breivik var hvatvís, hryðjuverkaárásin var kærulaus athöfn og hann hugsaði ekkert um afleiðingar gjörða sinna. Auk þess átti hann við vímuefnaneyslu að stríða.
15 Irresponsibility – Breivik tók enga persónulega ábyrgð á gjörðum sínum. Hann var fullur af ranghugmyndum og “þurfti” að gera þessa árás.
16 Failure to accept responsibility for own actions – Breivik hefur ekki sýnt merki um eftirsjá eða íhugun á gjörðum sínum og hefur reynt að réttlæta þær alveg síðan þær áttu sér stað, fyrir 12 árum.
18 Juvenile delinquency – Breivik var handtekinn nokkrum sinnum sem unglingur fyrir skemmdarverk, þjófnað og aðra smáglæpi. Þegar hann var 18 ára þá var hann ákærður fyrir veggjakrot og fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Hann var einnig þátttakandi í ný-nasistahópi og tók þátt í ýmsum mótmælum tengt því.
Mælikvarði 19: Babiak & Hare flokkunin
Samkvæmt Babiak & Hare flokkast Breivik undir klassíska siðblindu, sem er efsti flokkurinn. Þeir sem flokkast undir klassíska siðblindu sýna nánast öll einkenni siðblindu, og þar er Breivik meðal. Hann sýnir grunntilfinningar, skort á samkennd, skort á sektarkennd eða iðrun og tilhneigingu til hvatvísi og andfélagslega hegðun. Þeir sem flokkast undir klassíska, framkvæma oft glæpi án þess að sýna iðrun.
Mælikvarði 12: Stone 22 listinn
Við teljum Breivik passa við þátt E. Spree or multiple murders; psychopathy is apparent og í flokk 15; Psychopathic, cold-blooded, spree or multiple murderers = Kaldrifjaðir andfélagslegir persónuleikar, sem drepa annað hvort hópa eða endurtekið.
Mælikvarði 17: Norris 7 fasar
Mælikvarði Norris passar ekki fullkomlega við Breivik, þar sem hann var ekki raðmorðingi heldur æðismorðingi. Það er þó margt í mælikvarðanum sem getur átt við hann. Mælikvarði Norris inniheldur sjö fasa og við teljum Breivik passa í fimm fyrstu fasana.
Hugrofs-fasi – Breivik upplifði evrópska menningu vera ógnað af múslimum. Þar með færist morðinginn nær því að framkvæma “fantasíuna” sína, sem er í hans tilviki að hreinsa Evrópu af múslimum.
Veiði-fasi – Breivik undirbjó sig vel fyrir morðin sín. Hann var í níu ár að undirbúa sig fyrir morðin og gerði það með því að útvega sér skotvopn, lögreglubúning og áburði sem hann notaði í sprengjurnar. Þar að auki var þetta þrælhugsað hjá honum að sprengja fyrst sprengju í Osló þannig að allt tiltækt lögreglulið væri þar á meðan hann færi til Úteyju. Hann valdi sér góðan “veiðistað” þar sem eyjan gerði fórnarlömbunum erfitt fyrir að flýja.
Biðils-fasi – Breivik gerði þetta til dæmis með því að klæðast lögreglubúning og þar með fá ungmennin á Úteyju til þess að treysta sér. Með því að gera þetta biðlaði (e. wooing) hann á árangursríkan hátt til ungmennanna.
Handtöku-fasi – Breivik gerði þetta með því að velja sér eyju sem gerði fórnarlömbunum erfitt fyrir að koma sér í burtu. Ungmennin voru því lokuð af á afmörkuðu svæði sem er eitt af einkennum handtöku-fasans.
Morð-fasi – Hjá mörgum raðmorðingjum er undirbúningurinn eða veiðin sjálf hápunktur ferilsins en við teljum líklegt að hjá Breivik hafi morðin sjálf verið hápunkturinn. Við teljum hann hafa fengið mikla útrás við þessi morð þar sem hann taldi sig vera að gera rétta hlutinn.
Minjagrips-fasi – Við teljum þennan fasa ekki eiga við um Breivik þar sem hann tók enga minjagripi með sér og hafði í raun ekki möguleika til þess þar sem hann var handtekinn á staðnum.
Þunglyndis-fasi – Við teljum afar ólíklegt að Breivik hafi farið í gegnum þennan fasa þar sem hann upplifði mikið stolt yfir morðunum.
Mælikvarði 7: Dauðasyndirnar 7
Við teljum Anders Breivik falla undir Stolt í dauðasyndunum sjö. Illskan sem hann sýndi 22. júlí, 2011, var drifin af því að var stoltur af norska kynstofninum og sýndi sjálfselsku og vanvirðingu gagnvart þeim sem voru af erlendum uppruna í landinu. Það sem er sérstakt er þó að hann drap ekki múslimana sem hann vildi losna við heldur drap hann vinstri sinnað norskt fólk þar sem hann taldi þau ekki vera með nægilega stíf útlendingalög í sinni stefnu. Ást hans á sér og norska kynstofninum dreif hann til þess að myrða 77 manns.
Mælikvarði 13: Holmes & DeBurger flokkunin
Anders Breivik fellur klárlega undir Hugsjóna tegundina í mælikvarða frá Holmes og DeBurger. Hugsjóna tegundin lýsir sér þannig að einstaklingur drepur vegna þess að hann telur sig vera að hreinsa ákveðna tegund af fólki út úr heiminum.
Ástæða Breiviks fyrir hryðjuverkaárásinni var sú að hann taldi evrópska menningu vera stefnt í hættu með því að hleypa fjölda erlends fólks inn í evrópsk lönd. Hann var sannfærður um að hann hefði verið valinn til að bjarga sínu fólki og lýsti sér sem: “fullkomnasta riddara Evrópu frá því í seinni heimsstyrjöldinni.” Hópurinn sem varð fyrir valinu var vinstri sinnaður jafnaðarmannaflokkur Noregs þar sem hann taldi þau ekki vera með nægilega strangar reglur um það hver mætti fara inn í landið. Hatur hann einblýndist sérstaklega á múslima.
Það er oft óljóst hvort þeir einstaklingar sem falla undir hugsjóna tegundina séu sakhæfir eða ósakhæfir. Eins og farið hefur verið inn á var Breivik metinn ósakhæfur í fyrsta mati frá geðlæknum þar sem talið var að hann hefði verið í geðrofi þegar á verknaði stóð. Mikið var þó deilt um sakhæfi hans og hann að lokum dæmdur sakhæfur.
Heimildir
CNN Editorial Research. (2013). Norway terror attacks fast facts. CNN. https://edition.cnn.com/2013/09/26/world/europe/norway-terror-attacks/index.html
Juan Ignacio Blanco. (n.d.). Anders Breivik | timeline | murderpedia, the encyclopedia of murderers. Murderpedia.org. https://murderpedia.org/male.B/b/breivik-anders-timeline.htm
Laura Smith-Spark. (2021). A far-right extremist killed 77 people in Norway. A decade on, “the hatred is still out there” but attacker’s influence is seen as low. CNN. https://edition.cnn.com/2021/07/22/europe/anders-breivik-july-22-attacks-norway-anniversary-cmd-intl/index.html
Melle, I. (2013). The Breivik case and what psychiatrists can learn from it. World Psychiatry, 12(1), 16–21. https://doi.org/10.1002/wps.20002
Wikipedia Contributors. (2019). Anders Behring Breivik. Wikipedia; Wikimedia Foundation. https://en.wikipedia.org/wiki/Anders_Behring_Breivik