Son of Sam

David Berkowitz - Son of Sam

Díana Sif Ingadóttir & Thelma Rut Rúnarsdóttir

Kynning

David Berkowitz fæddist árið 1953 og var gefinn til ættleiðingar þegar hann var 10 daga gamall. Hann átti erfiða æsku og samdi ekki vel við uppeldis foreldra sína. Honum var sagt að líffræðilega móðir hans hafi látist við fæðingu. Uppeldis móðir hans var stjórnsöm í garð David og var uppeldis faðir hans lítið heima. David sýndi ofbeldisfulla hegðun frá ungum aldri þar sem hann lagði aðra í einelti og kveikti ítrekað elda til gamans. Þegar uppeldis móðir hans lést versnaði samband hans við uppeldis föður sinn. Þegar David var 18 ára gekk hann í herinn. Hann kom til baka þremur árum seinna og fékk þá fréttir um að líffræðilega móðir hans var enn á líf. Uppeldis foreldrar hans höfðu því logið að honum alla ævi. Hann varð þá mjög reiður og ofbeldisfullur í garð kvenna, þar með hófst glæpastarfsemi hans. David byrjaði að kveikja elda um götur New York og fór síðan að fremja morð. Fórnarlömbin voru konur og ung pör, David myrti sex manns og særði sjö. Hann sendi reglulega bréf til lögreglu og annarra stofnanna þar sem hann lýsti djöflinum Sam sem væri að fremja þessi morð. Hann undirritaði bréfin “Son of Sam,” en hann er einnig þekktur undir því nafni í dag. Þegar David var handtekinn játaði hann strax fyrir glæpina sem hann hafði framið. Hann greindi frá því að djöfullinn Sam sem var hundur nágranna hans stjórnaði hugsunum hans og gjörðum. David var dæmdur í lífstíðarfangelsi eða 365 ár.

David Berkowitz ungur og eldri og uppeldisforeldar í miðjunni.

Glæpurinn

David Berkowitz, einnig þekktur sem the Son of Sam, framdi röð skotárása sem ógnaði New York borg um miðjan áttunda áratuginn. David miðaði árásum sínum að ungum pörum og ungum stelpum. Hann drap alls sex manns og særði sjö aðra í röð árása, fórnarlömb hans voru á aldrinum 15-23 ára. David hóf morðárás sína 29. júlí 1976, þegar hann skaut 18 ára stelpu til bana og særði 19 ára vinkonu hennar, þar sem þær sátu í kyrrstæðum bíl í Bronx. Nokkrum mánuðum seinna fór David til Queens. Þar skaut hann ungt par sem lifðu það bæði af. Mánuði seinna skaut hann tvær ungar stelpur, 16 og 18 ára, þær lifðu það báðar af en önnur þeirra lamaðist eftir skotárásina. Tveimur mánuðum seinna skaut hann tvær ungar stelpur sem sátu í bíl, önnur þeirra lést en hin lifði af. Í mars árið 1977 var David farinn aftur til Bronx og skaut þar unga stelpu til bana og skaut síðan ungt par til bana mánuði seinna.

Stöðumælasektin alræmda.

David komst undan handtöku í nokkra mánuði og skildi eftir bréf og minnismiða á vettvangi glæpa sinna sem hæddi lögreglu og almenning. Í bréfunum sem hann senti sagðist hann að sér væri stjórnað af djöfullegum aðila að nafni Sam og undirritaði hann bréfin “Son of Sam.” Hann sagði Sam vera ofbeldisfullan, sérstaklega gagnvart ungum fallegum konum. Mikil fjölmiðlaumfjöllun var í kringum glæpi Davids og höfðu þau veruleg áhrif á alla New York borgá þeim tíma. Málið var eitt alræmdasta raðmorðingja mál í sögu Bandaríkjanna.

Sumir raðmorðingjar senda lögreglu og dagblöðum bréf, þekktustu dæmin eru Zodiac og Berkowitz, sem og Jack the Ripper.

Persónan

Elizabeth Broder giftist manni að nafni Tony Falco sem fór frá henni fyrir aðra konu. Nokkrum árum seinna var hún í ástarsambandi með giftum manni að nafni Joseph Klineman. Árið 1953 eignaðist hún barn með Joseph. Þar sem hann var giftur maður skýrði hún barnið í höfuðið á fyrrverandi eiginmanni sínum, barnið fékk því nafnið Richard David Falco. Joseph vildi ekkert hafa með barnið og hótaði að fara frá henni ef hún gæfi ekki barnið til ættleiðingar. Hann var því ættleiddur af fjölskyldunni Berkowitz þegar hann var 10 daga gamall og var gefið nafnið David Richard Berkowitz. Þegar David var barn var honum sagt að líffræðilega móðir hans hafi látist við fæðingu. Talið er að David hafi verið fullur af samviskubiti vegna þessa. David átti í erfiðu sambandi við þau sem ættleiddu hann. Móðir hans var ofverndandi og réði öllu sem David gerði og var faðir hans sjaldan heima vegna vinnu. David fannst hann ekki vera að fá ást og umhyggju frá foreldrum sínum. Hann sýndi erfiða hegðun sem barn, lagði aðra í einelti og lék sér að því að kveikja elda. Þegar David var 14 ára lést uppeldis móðir hans. Eftir það versnaði sambandið milli hans og föður hans. Árið 1971 fór David í herinn og var þar í 3 ár. Eftir að hann kom úr hernum frétti hann að líffræðilega móðir hans væri enn á lífi sem olli honum miklu uppnámi. Hann reyndi að leita að líffræðilegri móður sinni en ekkert gekk og þá byrjuðu glæpirnir. Hann byrjaði að kveikja elda í New York og er talið að hann hafi kveikt um 1,500 elda um miðjan áttunda áratuginn, í kjölfarið fór hann að fremja morð.

David sýndi ofbeldisfulla hegðun frá ungum aldri. Hann lagði aðra í einelti og lék sér að því að kveikja elda um hverfið sitt. Hann sýndi því einkenni um Hegðunarröskun (15.3.1). Hann sýndi síendurtekna hegðun sem fól í sér brot á réttindum annarra. Sú röskun getur þróast í Andfélagslega persónuleikaröskun (18.2.1.) á fullorðinsárum sem David var síðar með.

David sýndi nokkur einkenni Andfélagslegrar persónuleikaröskunar (18.2.1), þar á meðal mynstur um tillitsleysi fyrir réttindum og tilfinningum annarra. Þetta kom greinilega fram í vali hans á fórnarlömbum sínum, þar sem hann réðst á ung pör seint um kvöld. Hegðun Davids var hvatvís og kærulaus, með litlar áhyggjur af því að hann væri að valda öðrum skaða. Hann sýndi einnig skort á samúð og iðrun vegna gjörða sinna. Í viðtölum sem tekin voru eftir handtöku hans sýndi hann litlar sem engar tilfinningar eða iðrun vegna sársauka og þjáningar sem hann hafði valdið fórnarlömbum sínum og fjölskyldum þeirra. Að auki sýndi hann tilhneigingu til svika, laug að lögreglu og jafnvel eigin fjölskyldumeðlimum til að hylma yfir glæpi sína.

Einni sýndi David einkenni Geðklofa (2.1.5) eða nánar tiltekið ofsóknargeðklofa, þar á meðal ranghugmyndir og ofskynjanir. Hann hélt því fram að hann hafi fengið skipanir um að fremja morð frá djöfli sem réð yfir hundi nágranna síns og að hundurinn væri einn af mörgum sem tóku þátt í satanískum sértrúarsöfnuði sem stjórnaði gjörðum hans. Ranghugmyndir hans komu einnig fram í bréfum hans til lögreglu og fjölmiðla, þar sem hann vísaði til sjálfs sín sem “sonar Sams” og sagðist koma fram fyrir hönd satanísks sértrúarsafnaðar. Hann taldi einnig að bæði lögreglan og meðlimir sértrúar safnaðarins fylgdust með honum, sem leiddi til þess að hann hegðaði sér á ofsóknaræði og leynilegan hátt. Til viðbótar við ranghugmyndirnar sýndi David einnig óskipulagt tal og hegðun, annað einkenni geðklofa. Hann talaði oft samhengislaust og átti erfitt með að skipuleggja hugsanir sínar og tjá sig skýrt. Hann sýndi einnig undarlega hegðun, eins og að kveikja eld í íbúð sinni og henda eigum sínum út um gluggann.

Endirinn

Þann 10. ágúst 1977, var David handtekinn aðeins 10 dögum eftir að hann framdi síðasta morðið, þökk sé duglegu lögreglustarfi sem fólst í því að sigta í gegnum fjölmargar tilkynningar um grunnsamlega einstaklinga. Að lokum fannst rannsakendum David eini sem kom til greina og var kenning þeirra staðfest þegar bíll hans fékk bílastæðasekt nálægt þeim stað þar sem hann framdi síðasta morðið. Þegar hann var handtekinn var hann aðspurður hver hann væri, hann svaraði: I am Sam. David játaði öll morðin og sagðist hafa gert það vegna djöfuls að nafni Sam sem lifði inni í hausnum á honum. Sam var svartur Labrador sem nágrannarnir hans áttu. Mánuði síðar var hann dæmdur í 365 ára fangelsi eða sex samfellda lífstíðardóma og á hann ekki rétt á skilorði. Ári eftir að hann var dæmdur sagði hann að Sam hafi ekki verið að stjórna honum, heldur framdi hann glæpina vegna þess að hann var reiður út í heiminn og hvernig allir hefðu hafnað honum. Ári seinna varð hann fyrir árás inni í fangelsinu og lét næstum lífið. Hann sagðist eiga það skilið og vildi ekki gefa upp nafnið á árásarmanninum. Árið 1987 varð David kristnitrúar og kallaði sig: The Son of Hope. Einnig hélt hann því fram að hann væri partur af Satanic Cult, þar sem leiðtoginn væri hundurinn Sam. Hann sagði að tveir menn í Cultinu hefðu framið einhverja af glæpunum en ekki væri hægt að ná til þeirra þar sem annar þeirra framdi sjálfsmorð og hinn lést í bílslysi. David hefur komið með allskonar fullyrðingar varðandi ástæðuna fyrir því að hann framdi glæpina. Hann afplánar nú dóm sinn í Shawangunk-fangelsinu í Wallkill, New York og mun hann fagna 70 ára afmælinu sínu þar þann 1. júní.

Heimild: https://youtu.be/Hgviv21DayM

Mælikvarðar

Mælikvarði 8: cleckley 16 atriði

David passar við einkenni beggja mælikvarða, 8 og 9. Þó lýsir mælikvarði 8 honum betur. Hann skorti eftirsjá og innsæi fyrir hegðun sína og skammaðist sín ekki fyrir gjörðir sínar. Hann átti aldrei í ástarsambandi og skorti félagsleg tengsl. Hann var sjálfsmiðaður þar sem hann tók líf ungra kvenna vegna þess að hann var reiður út í uppeldis móður sína. Þó sýndi David merki um geðrof þar sem hann heyrði raddir og taldi Sam vera stjórna gjörðum hans.

Mælikvarði 19: babiak & Hare flokkunin

David skorti samkennd og sektarkennd. Hægt er að staðsetja hann sem 3. Macho í kenningunni sem Hare og Babiak lagði fram. Hann var andfélagslegur og átti lítil sem engin félagsleg samskipti. Hann var árásargjarn og lagði aðra í einelti. David var ekki stjórnsamur í garð annarra og lét gjörðir sínar tala fyrir sig.

Mælikvarði 12: Stone 22 listinn

David var óánægður og hefningjargjarn andfélagslegur persónuleiki. Hann var fullur af hatri og reiði gagnvart heiminum og framdi hann mörg morð. Því passar David undir flokk 13: Inadequate, revengeful psychopaths; some committing multiple murders á Stone 22 listanum.

Mælikvarði 18: emerick hringkenningin

Hringkenningin lýsir David á góðan hátt. Hann átti erfitt uppeldi, var gefinn upp til ættleiðingar og samdi ekki vel við uppeldis fjölskyldu sína. David hélt alla sína barnæsku að líffræðilega móðir hans hafi látist við fæðingu og því hafi hann verið ættleiddur. Þegar hann frétti að hún væri enn á lífi og fór hann í mikið uppnám og var sár yfir því að uppeldis fjölskylda hans laug að honum. Þar með leit hann á sig sem fórnarlamb þar sem hann fann fyrir höfnun frá foreldrum sínum, bæði líffræðilegu og uppeldis foreldrunum sem hafði mikil áhrif á neikvæða sjálfsmynd hans. Fyrst byrjaði hann að brjóta lögin þar sem hann kveikti elda um götur New York og síðan fór hann að fremja morð. Hann sýndi þó enga eftirsjá líkt og hringskýringin gerir ráð fyrir. Hann réttlætti þó glæpina sem hann framdi þar sem hundurinn Sam væri að stjórna gjörðum hans.

Mælikvarði 14: mindhunter kenningin

Upphafskenning Mindhunter lýsir David vel, vegna þess að hann hafði mikið hatur á konum og fjarverandi föðurs. Hann var hvítur einhleypur karlmaður og gekk illa í skóla en var þó ekki yfir meðalgreind. Fjölskylduaðstæður hans voru sérkennilegar þar sem honum var hafnað af líffræðilegu foreldrum hans og átti síðan erfitt samband við uppeldis foreldra sína. Báðir feður hans höfnuðu honum frá ungum aldri og var uppeldis móður hans mikið ein heima. David átti við geðræn vandamál að stríða, til dæmis var hann sendur til sálfræðings þegar hann var barn vegna erfiðleika í skóla. Móðir David beitti hann andlegu ofbeldi þar sem hún stjórnaði og hafði mikil áhrif á það sem David gerði í frítíma sínum sem honum líkaði ekki. David var með mikið hatur gagnvart konum og átti fjarverandi föður sem tók lítinn þátt í uppeldi hans. David lenti ekki í útistöðum við kerfið þó var hann með krefjandi hegðun sem barn og var einangraður og fullur af hatri út í samfélagið. Hann sýndi ekki viðvarandi áhuga á kynfrávikum né ofbeldis fengnu klámi sem kenning Mindhunter gerir ráð fyrir.

Mælikvarði 13: holmes & Deburger flokkunin

David felst undir 1. Ofsjónar tegundin (e. visionary). Hann framdi morð vegna þess að hann heyrði raddir sem sögðu honum að drepa. Hann sagði þessar raddir stjórna gjörðum sínum og að hann væri bara að fylgja fyrirmælum. Þó var hann dæmdur sakhæfur sem á ekki við um þennan lið í kenningunni frá Holmes og De Burger. Hann ætti því að falla undir sjálfselsku tegundina en einkenni þeirra tegundar eiga ekki við um hegðun David. Því flokkast hann frekar undir ofsjónar tegundina.

Heimildaskrá

  1. Encyclopedia Britannica. (24. febrúar, 2022). David Berkowitz. In Encyclopedia Britannica. https://www.britannica.com/biography/David-Berkowitz

  2. American Psychiatric Association. (2013). Diagnostic and statistical manual of mental disorders (5th ed.). https://doi.org/10.1176/appi.books.9780890425596

  3. Biography.com Editors. (15. apríl, 2021). David Berkowitz biography. Biography. https://www.biography.com/crime-figure/david-berkowitz

  4. History.com Editors. (9. október, 2019). Son of Sam. HISTORY. https://www.history.com/topics/crime/son-of-sam

  5. New York State Department of Corrections and Community Supervision. (e.d.). David Berkowitz. New York State Department of Corrections and Community Supervision. https://doccs.ny.gov/david-berkowitz