David Brandt Berg - The Children of God

Helga Margrét Rúnarsdóttir, Karítas Rún Grétudóttir & Katrín Ása Karlsdóttir.

Heiti Kult hóps

  1. Teens for Christ (upprunalega).

  2. The children of God (1968-1977).

  3. The family of love (1978-2981).

  4. The family (1982-2003).

  5. The family international (2004-).

 1. Myndun hópsins

Fyrrverandi sóknarpresturinn David Brandt Berg, betur þekktur sem King David, Mo, Moses David, Father David, pabbi eða afi, stofnaði kult hópinn The children of God árið 1968. Hópurinn var stofnaður aðallega fyrir hippa sem höfðu strokið/flúið að heiman. Berg predikaði yfir hippum til að fá þá í för með sér að dreifa boðskap um ást á Guði. Síðar vildi Berg stækka sértrúar hópinn og til þess notaði hann konur innan hópsins sem vændiskonur til að laða að fleiri karlmenn, þetta kallaði hann: “Flirty Fishing.”

2. Glæpur hópsins

Innan hópsins var andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi ríkjandi. Meðlimum hópsins var talin trú um að til að sýna ást sína á Guði væri það gert með kynferðislegum hætti, eins og Berg orðaði það: With open arms and open legs. Fórnarlömb sértrúarhópsins voru fullorðnir sem og börn frá unga aldri. Það er sorglegt að lesa frásagnir fórnarlamba sem greina frá því að hafa orðið fyrir grófu kynferðislegu ofbeldi allt frá leikskólaaldri og upp úr.

Þar sem andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi var ríkjandi er ekki til bein mynd af glæpnum en hér fyrir neðan má sjá mynd af skipulagi sem réði því hver myndi sofa hjá hvaða konu og stelpu, frekar ógeðslegt.

3. Mælikvarði 5: CCM

Þar sem Children of God hópurinn framdi engin morð verður fjallað um þennan mælikvarða út frá glæpum.

Sértrúarglæpur: ​​Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa ýkta trú á ákveðnum hugmyndum eins og að stunda kynferðislegar athafnir til að sýna ást á Guði, hvort sem það er með fullorðnum eða börnum. Markmiðið var því að dreifa áfram boðskap um Guð ásamt því að sýna stöðuga ást í hans garð.
 

4. Mælikvarði 3: Heilaþvottur

Niðurbrotsþrepið

Fórnarlömbin urðu fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu harðræði. Meðlimum var ítrekað refsað fyrir minniháttar atvik, til dæmis með því að láta þau eyða klukkutímum saman inni í skáp og þau neydd til þess að leggja þar biblíuvers á minnið. Það var einnig sett límband yfir munn barna til þess að þagga niður í þeim ásamt því að barsmíðum var beitt. Meðlimir voru ítrekað beittir kynferðislegu ofbeldi, bæði fullorðnu fólki og börnum. Auk þess var hvatt til kynferðislegra samskipta við börn innan hópsins. Meðlimum voru einnig sýndar myndir af krossfestum konum, með skilti sem á stóð: Hookers for Jesus. Meðlimum var talin trú að Guð væri ást og ást væri kynlíf og þess vegna væru engar takmarkanir, án tillits til aldurs eða skyldleika.

Breytingaþrepið

Meðlimum var haldið frá umheiminum og þeim sagt að meðlimir sem sleppa úr sértrúarhópnum væru illir og myndu rotna í helvíti. Meðlimum var einnig talin trú um að þær athafnir sem að eiga sér stað innan hópsins séu eðlilegar og réttar, t.d. kynferðislegar athafnir og barsmíðar.

Uppbyggingarþrepið

Það er erfitt að segja til um þetta þrep þar sem lítil sem engin umfjöllun er til staðar um hvort meðlimum hafi verið umbunað. Við teljum þó að það hljóti að vera að ef meðlimir stóðu sig vel og tileinkuðu sér þá vitneskju sem þeim var innrætt að þá hafi þau fengið umbun að einhverju leyti, t.d. er líklegt að ofbeldið gagnvart þeim hafi minnkað og líkamlegar aðstæður þeirra þá batnað til muna.

5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

Á heildina litið passa 25 Norris atriði illa við Children of God, en hér á eftir verður hvert og eitt atriði greint sérstaklega:

01. Sjarmerandi andfélagslegur leiðtogi - Passar mjög vel þar sem leiðtoginn var með skýr markmið sem voru ekki í takt við það sem fólk almennt trúir. Hann hélt meðlimum frá restinni af heiminum og taldi þeim trú um að markmið hans væri það eina rétta.

02. Þörf fyrir dramatíska og eldfima útrás Passar nokkuð til illa þar sem kynferðislegar athafnir voru ekki byggðar á fantasíum heldur trú. Ef einhver innan hópsins var til að mynda með hugmyndir af afbrigðilegu kynlífi þá var það líklegast réttlætt innan hópsins þar sem trúin var að með því að stunda kynferðislegar athafnir sýnir þú ást á Guði.

03. Vaxandi reiði Passar illa þar sem það var engin sérstök einstaklingsbundin reiði til staðar hjá meðlimum. Það sem meðlimir gerðu innan hópsins var vegna áhrifa frá leiðtoganum. Þau gerðu það sem þeim var sagt að gera og það var ekki beint að neinum sameiginlegum óvin.

04. Andfélagslegur persónuleiki sem skapaður er vegna einhvers konar höfnunar frá einhverjum sem stendur manni nærri Passar nokkuð þar sem höfnun eða ofbeldi foreldris hefur haft áhrif á mótun sumra meðlima innan sértrúarhópsins en ekki allra.

05. Afstaða fjölskyldu til ósveigjanlegrar, óeftirgefanlegrar bókstafstrúar Passar illa þar sem gjörðir þeirra snérust ekki um andlega krafta.

06. Þörf einstaklings til að ná völdum í óvinveittum heimi Passar illa þar sem meðlimir hópsins eru ekki að reyna ná neinum völdum heldur helga sig Guði.

07. Þörf fyrir öruggt umhverfi til að prófa lyf saman og að nota þau á einstaklingsgrundvelli - Passar illa þar sem meðlimir notuðu ekki dóp eða önnur lyf eða fíkniefni.

08. Þörf fyrir dópsölu Passar illa þar sem kult hópurinn seldi ekki dóp né önnur lyf eða fíkniefni.

09. Þörf að stunda ódæmigerða, andfélagslega hegðun og kynfrávik - Passar vel við þar sem fullorðnir voru að stunda kynferðislegar athafnir með börnum auk þess að börn stunduðu kynferðislegar athafnir með öðrum börnum. Allt voru þetta athafnir sem Berg hvatti þau til að gera ásamt því að hann svaf hjá dóttur sinni og barnabarni sem gefur til kynna að hann hafi verið með barnahneigð.

10. Þörf fyrir útrás neikvæðra skapandi hvata - Passar illa þar sem gjörðir þeirra voru ekki listræn tjáning né sköpun. Margir meðlimir voru þvingaðir til þess að gera hluti sem þeir vildu ekki gera.

11. Skortur á framtíðartrú - Passar nokkuð þar sem leiðtoginn sannfærði meðlimi sértrúarhópsins um að heimsendir væri í vændum og því væri mikilvægt að dreifa boðskap um Guð og sýna ást í hans garð með kynferðislegum athöfnum.

12. Þörf á að eiga við innri djöfla Passar illa þar sem ekkert hefur komið fram um það að meðlimir upplifðu ofskynjanir, ólæknandi ranghugmyndir eða áráttukenndar fantasíur.

13. Áráttukenndir helgisiðir Passar illa þar sem meðlimir höfðu upphaflega ekki einstaklingsbundna hugaróra til að þróast að helgisiðum. Meðlimir gengu í sértrúarhópinn í þeirri trú um að þeir væru að dreifa boðskap á kristni trú en eftir heilaþvott frá leiðtoga urðu hugarórar hans að helgisiðum hópsins.

14. Þörfin á að losna undan sektarkennd - Passar nokkuð þar sem meðlimir voru flestir á slæmum stað áður en þeir gerðust meðlimir hópsins. Margir hverjir voru hippar sem höfðu flúið heimili sín og fundu fyrir eins konar sambandsleysi við samfélagið. Með því að gerast meðlimir hópsins fannst þeim þeir tilheyra ákveðnu samfélagi og hafa tilgang.

15. Þörf til að æfa töfrahugsun - Passar illa þar sem meðlimir höfðu ekki töfrahugsun.

16. Þörf fyrir mikla samkennd með öðrum hópmeðlimum Passar vel þar sem mörg börn voru sameiginleg fórnarlömb kynferðis- og líkamlegs ofbeldis. Þau börn sem sáu eitthvað athugavert við aðstæðurnar gátu staðið saman. Einnig voru gerendur innan kultsins með sameiginlega ósiði og áttu kynferðislegt samband við aðra meðlimi með sömu þarfir.

17. Dramatísk breyting á persónuleika eða geðlagi Passar vel þar sem meðlimir voru heilaþvegnir til að draga sig í hlé frá umheiminum og fylgja eftir reglum hópsins. Með því að helga sig hópnum varð breyting á persónuleika og geðlagi.

18. Uppteknir af dauða Passar illa þar sem markmið hópsins var ekki að einblína á dauðann.

19. Tapa frelsi viljans Passar mjög vel þar sem meðlimir höfðu ekki frjálsan vilja eftir að þeir gengu í kultið, þau áttu að fylgja boðum og bönnum kultsins. Meðlimir máttu ekki tjá sig um annað en það sem hópurinn sagði til um né hafa aðrar skoðanir, annars var þeim refsað.

20. Stöðug hlustun á þungarokk, speed metal, dauðarokk eða iðnaðartónlist Passar illa þar sem meðlimir máttu hvorki horfa á sjónvarp né hlusta á tónlist.

21. Mikill áhugi á nýaldar lesefni eða á yfirnáttúrulega sviðinu Passar illa þar sem eina lesefnið sem meðlimir fengu aðgang að voru um 3000 bréf sem leiðtoginn hafði skrifað.

22. Stöðugur áhugi á hlutverkaleikjum, hópmeðlimir taka á sig hlutverk í leiknum og gera að sínum Passar illa þar sem meðlimir hópsins voru ekki í hlutverkaleik. Allar þær athafnir sem áttu sér stað innan hópsins voru til komnar vegna trúar.

23. Ýkt samsömun við hugmyndir um yfirburði ákveðinna kynþátta - Passar illa þar sem það var engin samsömun við slíkar hugmyndir.

24. Dramatísk breyting á fjárhagsstöðu Passar illa þar sem meðlimir máttu ekki vera í vinnu utan kultsins. Til að afla tekna voru þau með götusýningar og betluðu pening. Meðlimir fengu aðeins að eiga 10% af því sem var þénað.

25. Hatur á kristinni trú Passar illa þar sem meðlimir töldu sig vera að dreifa boðskap um kristna trú auk þess að veita Guði ást sína með því að stunda óhefðbundnar kynferðislegar athafnir.

06. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

  1. Undanlát (e. compliance)

Erfitt er að segja til um hvort að undanlát hafi átt sér stað eða ekki. Meðlimum sértrúarhópsins var hvorki umbunað né hótað en þegar að þau fóru á svig við reglur og gildi hópsins var þeim refsað með t.d. barsmíðum eða einangrun. Meðlimir lærðu því fljótt að best væri að fylgja eftir reglum og gildum hópsins.

2. Innhverfing (e. internalization)

Eftir heilaþvott urðu miklar breytingar í viðhorfi hjá meðlimum hópsins og flestir farnir að trúa þeim hugmyndum sem voru ríkjandi. Mörg þeirra barna sem fæddust inn í hópinn höfðu til dæmis ekki vit fyrir öðru en að kynlíf með fullorðnum og jafnvel eigin foreldrum væri annað en eðlilegt.

3. Samsömun (e. identification)

Þegar meðlimir gengu til liðs við hópinn urðu breytingar á trú, viðhorfum og atferli þeirra í þeim tilgangi að líkja eftir hópnum sem þeir báru virðingu fyrir. Meðlimir höfðu því samsamað sér hópnum og sáu heiminn með öðrum augum en áður. Hins vegar hafa viðtöl við þá sem hafa skilið við hópinn bent til þess að líklegast hefur ekki verið svo mikið um innhverfingu að ræða heldur frekar samsömun þar sem að á tíma þeirra í hópnum “trúðu’’ þau hugmyndafræðinni sem þar var ríkjandi en höfðu ekki fellt hana að sínu eigin gildiskerfi síðar þegar þau sáu lífið eins og það var í raun og veru.

7-8. Mælikvarði 1: DSM-5

  1. Kynfráviksröskun: barnahneigð

Vegna þess að Berg hafði endurtekna og sterka kynóra og kynhvatir gagnvart börnum. Hann stundaði meðal annars kynlíf með dóttur sinni og barnabarni. Auk þess hvatti hann til kynferðislegra athafna meðal barna og fullorðinna innan kultsins. Sonur hans, Ricky Rodriguez, var einnig valinn til að vera eins konar kynlífstilraunardýr.

2. Upplausnar, hvata-stjórnar og hegðunarröskun: hegðunarröskun

Vegna þess að hann braut síendurtekið á réttindum annarra. Hann var ofbeldisfullur, olli öðrum líkamlegum sársauka og þvingaði til kynlífsathafna.

3. Geðklofarófsröskun: hugvilluröskun

Vegna þess að Berg var með ákveðna ímyndunarveiki þar sem hann trúði vafasömum fullyrðingum skilyrðislaust og var einnig með ákveðið mikilmennskuæði þar sem hann var leiðtogi kultsins og krafðist þess að meðlimir hlýddu í einu og öllu því sem hann sagði þeim að gera.

9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

  1. Andfélagsleg persónuleikaröskun

Berg fann sér veik fórnarlömb, stroku-hippa og misnotaði þau sér til ánægju. Hann var eini stjórnandi hópsins. Hann sýndi langvarandi hegðunarmynstur vanvirðingar og brota á réttindum annarra þar sem hann beitti sjálfur ofbeldi og hvatti aðra til þess að beita ofbeldi. Hann var einnig með skort á eftirsjá þar sem hann sýndi engin samúðar viðbrögð við misnotkun, heldur fannst honum það ánægjulegt.

2. Sjálfhverf persónuleikaröskun

Berg sýndi langvarandi hegðunarmynstur mikilmennsku, var með ofvaxið sjálfsálit og var með mikla þörf fyrir aðdáun. Hann notfærði sér einnig persónuleg sambönd annarra til þess að ná sínum eigin markmiðum. Hann skorti samúð gagnvart öðrum og tók ekki mark á tilfinningum annarra.

Hreint ótrúleg mynd af Berg.

AUM SHINRIKYO

Unnur Sóley Lindudóttir.

1. Myndun hópsins

Shoko Asahara byrjaði þennan hóp árið 1987 og þá byrjaði þetta sem yoga og hugleiðslu hópur. Seinna varð hópurinn að trúarhóp sem blandaði saman hindú- og búddisma og á endanum hafði Shoko blandað heimsenda kristninnar inn í trúnna og lýsti því yfir að hann væri Kristur og svo sá fyrsti upplýsti síðan Búdda.

Útisamkoma sértrúarhópsins.

2. Glæpur hópsins

Aðal glæpur hópsins var að eitra fyrir fólki í neðanjarðarlestum í Tokyo með sarín. Sarín er eiturefni sem sem truflar starfsemi tauga og þarf aðeins 1-5 milligrömm til að það leiði fullorðna manneskju til dauða. Þann 20. mars 1995 fóru 5 menn í neðanjarðalestakerfi á háannatíma í Tokyo með sarín vökva sem búið var að setja inn í dagblöð auk regnhlífa með beittum oddi. Þeir fóru inn í  mismunandi lestir og stungu dagblöðin með regnhlífunum sem gerði það að verkum að sarínið varð að gasi. Sarín gasið var baneitrað og tók aðeins nokkrar sekúndur fyrir það að hafa áhrif. 13 manns létust í þessari árás, 50 slösuðust alvarlega og yfir 5000 manns slösuðust minna.

Afleiðingar sarín eitrunarinnar í Tokyo.

3. Mælikvarði 1: CCM

141: Sértrúarmorð

Hópurinn var með ýkta trú á ákveðnum hugmyndum sem var talin óhefðbundin trú. Peningar voru stórt markmið hópsins og lægra settir meðlimir vissu það ekki.

4. Mælikvarði 3: Heilaþvottur

1. Niðurbrotsþrepið: Fólk í hópnum hugleiddi tímunum saman, einnig var fólk læst í klefa sem þar sem var takmarkað súrefni. Fólk átti að gefa Aum allar eigur sínar og skilja við fjölskylduna. Allavega einn maður var læstur inn í pínulitlum klefa með sjónvarpi sem spilaði ræður Asahara.

2. Breytingarþrepið: Fólk er einangrað frá fjölskyldu og vinum og er bara í samskiptum við annað Aum fólk og fær þannig sífelldar upplýsingar um öðruvísi líf.

3. Uppbyggingarþrepið: Raunveruleg kennsla átti sér stað, fólk fékk upplýsingar um hvernig og hvað það átti að gera til að losa sig við djöfla og hvernig það gæti lifað af heimsendi.

 

5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

0-10 = Passar illa.

1, 5, 8, 11, 15, 16, 17 og 24: 0-10 = Passar illa.

1: Það var sjarmerandi leiðtogi sem fólk leit upp til.

 5: Hópmeðlimir trúðu á andlegan kraft hans og athafna Asahara og gerðu allt sem hann sagði meðal annars að baða sig í mjög heitu vatni sem olli því að einn meðlimur dó.

6. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

Mér finnst undanlát ekki eiga við þennan hóp. Innhverfing átti sér stað, þegar að fólk sótti í að komast inn í hópinn urðu breytingar á viðhorfum, trú og hegðun. Samsömum á við líka, fólk breytti trú sinni og viðhorfum til að líkja eftir Shoko Asahara sem þau dýrkuðu.

 

7-8. Mælikvarði 1: DSM-5

15: Upplausnar, hvata-stjórnar og hegðunarraskanir: 15.3. Hegðunarröskun

Mér fannst þessi röskun eiga við vegna þess að Shoko Asahara hræddi fólk, hann stal frá því með því að segja þeim að þau ættu að gefa honum eignir sínar og hann laug að fólki til að ná sínu á framfarir.

2. Geðklofarófsraskanir: 2.1. Geðklofarófsraskanir: 2.1.2 Hugvilluröskun

Mér fannst þessi röskun eiga við vegna þess að hann taldi sig vera Kristur og sá fyrsti upplýsti síðan Buddha.

16: Efnatngdar-og ávana raskanir: 16.6.1 Ofskynjunar víma

Hann og hópurinn stundaði bæði sölu og inntöku á LSD, ég fann ekki hversu mikið af því eða hversu oft.

9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

 18: Persónuleikaraskanir: 18.2.4: Sjálfhverf persónuleikaröskun

Aum sagist geta sigrað þyngdaraflið.

Hann var með ofvaxið sjálfsálit og ætlaðist til að vera viðurkenndur yfirburðamaður. Hann var upptekinn af því að vera við völd og trúði því að hann væri sérstakur. Hann þarfnaðist ýktar aðdáunar og notaði sér persónuleg sambönd til ná eigin markmiðum.

18: Persónuleikaraskanir: 18.2.3: Geðhrifa persónuleikaröskun

Hann vildi vera miðpunktur athyglinnar og leið illa þegar hann var það ekki. Hann var oft með ögrandi hegðun og notaði ytra útlit til að draga að sér athygli. Hann sýndi leikræna tilburði og ýkta tilfinningatjáningu og var áhrifagjarn á fólk og aðstæður.

Viðbætur

  1. Annað skemmtilegt: Lög eftir Shoko Asahara: https://www.youtube.com/watch?v=seVVA5AN5m4

  2. Texti úr lagi sem Shoko Asahara samdi: Það kom frá þriðja ríkinu, lítið hættulegt efnavopn, sarín, sarín. Ef þú andar að þér dularfullri gufunni, dettur þú um koll og gubbar blóði, sarín, sarín,  hugrakka sarín. Í kyrrlátri nóttunni í Matsumoto getum við myrt með eigin höndum, það er allt fullt af líkum, þarna, andaðu að þér, sarín sarín. Búum til sarín, sarín, allt fyllist af eiturgasi, úðum, úðum, sarín, sarín,  hugrakka sarín.

  3. List yfir glæpi hópsins: https://www.nonproliferation.org/wp-content/uploads/2016/06/aum_chrn.pdf

Heimildir

  1. Okumura T, Takasu N, Ishimatsu S, Miyanoki S, Mitsuhashi A, Kumada K, Tanaka K, Hinohara S. (1996). Report on 640 victims of the Tokyo subway sarin attack. ScienceDirect. Sótt af https://www.resuscitationjournal.com/article/S0300-9572%2805%2900253-4/fulltext

  2. Vera Illugadóttir. (Rúv). ( Nóvember 2022). Í ljósi sögunnar [hlaðvarp]. Sótt af https://open.spotify.com/

BREIVIK, Anders Behring

Anders Breivik í réttarsalnum.

Anders Breivik í réttarsalnum.

Anders Behring Breivik og hryðjuverkin 22. júlí 2011

 

Kynning efnis

Hryðjuverkaárásir eru atburðir sem hafa verið að eiga sér stað í fjölda ára og er fátt meira ógnvekjandi en þegar þær eiga sér stað úti í heimi. Árásirnar á tvíburaturnana 2001 og árásirnar í París 2015 eru atburðir sem sitja fastir í minni flestra manna og höfðu þeir gríðarleg áhrif á allan heiminn. Það sem átti sér stað í Noregi 2011 þegar maður að nafni Anders Breivik hóf skotárás á ungmenni í sumarbúðum í Útey gaf hinum atburðunum þó ekkert eftir. Til dagsins í dag er skotárásin ein sú skæðasta sem framin hefur verið af einum skotárásarmanni í heiminum. Anders Breivik hafði verið að vinna í áætlun fyrir árásir sínar í níu ár, setti áætlunina í framkvæmd og tókst að myrða 77 manns. Átta manns fórust í sprengingunni í Osló en 69 ungmenni létust í Útey, þar af 33 undir 18 ára aldri. Brotavilji Breiviks var einbeittur, hann vildi senda skilaboð og það gerði hann. Anders Breivik er nasisti með mannskepnuna Adolf Hitler sem sína helstu fyrirmynd. Hann var á móti innflytjendum og fjölmenningu og vildi breiða út boðskap sinn. Hann vildi láta taka eftir sér og gerði það með því að koma sprengju fyrir í Osló og skjóta svo krakka og unglinga í sumarbúðum í Útey. Þetta hrikalega voðaverk vakti ótta hjá íbúum Noregs og einstaklinga víða um heim og hafði gríðarleg áhrif.

Glæpurinn sem Breivik framdi var hrottalegur og má velta því fyrir sér hvernig maður eins og hann verður til og hvernig í ósköpunum slíkar hugsjónir sem hann hafði mótuðust í huga hans. Hér verður farið yfir atburðinn sem átti sér stað þann 22. júlí 2011 hjá nágrönnum okkar í Noregi og þá atburði í lífi Breivik sem leiddu til þess að hann framdi þennan hræðilega glæp. Eins verður farið yfir mælikvarða þar sem við leitumst við að greina manninn og leita skýringa á hegðun hans.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=oql83SSwpY8.

Glæpurinn sjálfur

Þann 22. júlí 2011 voru gerðar tvær árásir í Noregi. Fyrri árásin átti sér stað í miðbæ Osló þar sem bílasprengju var komið fyrir nálægt höfuðstöðvum norsku ríkisstjórnarinnar og var sprengjunni varpað klukkan 15:26. Nærliggjandi götur voru fylltar gleri og rusli í kjölfar sprengingarinnar og yfir bæinn mátti sjá risastórt ský af hvítum reyk. Sprengingin heyrðist í að minnsta kosti sjö kílómetra fjarlægð. Í kjölfar sprengingarinnar hreinsaði lögreglan svæðið og leitaði að frekari sprengibúnaði. Átta manns létust í árásinni, að minnsta kosti 15 særðust og af þeim slösuðust 11 alvarlega. Allar götur að miðbæ Oslóar voru lokaðar og bað lögreglan fólk að yfirgefa miðbæ Osló. Fólk var einnig beðið um að takmarka símanotkun þar sem hætta var á öðru hryðjuverki. Almenningssamgöngur inn og út úr miðbænum voru stöðvaðar og lögreglan skoðaði alla bíla sem áttu leið á flugvöllinn.

Seinni árásin átti sér stað um það bil 90 mínútum seinna. Hún fór fram í Útey þar sem haldnar voru sumarbúðir sem skipulagðar voru af verkalýðsfélagi sem kallast Norweigan labour party (AP). Árásarmaður fór með ferju yfir á eyjuna klæddur í lögreglubúning og þegar hann mætti á staðinn hóf hann skotárás og drap 69 ungmenni og börn. Eins og áður var nefnt þá var árásarmaðurinn klæddur sem lögreglumaður og sagðist hann vera mættur á eyjuna í eftirlitsskyni eftir sprenginguna í Osló. Hann bað alla um að koma í kringum hann áður en hann hóf skotárásina. Til að byrja með skaut hann alla sem hann sá á eyjunni en svo skaut hann einnig á þá sem voru að reyna að flýja eyjuna með því að synda yfir í land. Margir földu sig í klettum og aðrir lágu við hliðina á líkum vina sinna og þóttust látnir. Skotárásin entist í 90 mínútur og var þá Anders Behring Breivik handtekinn af lögreglunni.

Í heildina létust 77 einstaklingar þennan áhrifaríka dag, margir tugir slösuðust og höfðu árásirnar mikil áhrif á alla þjóðina. Þessar árásir voru niðurstaða af níu ára plani Breivik til að fjármagna árásirnar. Hann stofnaði búskapar fyrirtæki árið 2009 sem hann notaði til að fjárfesta í miklu magni af áburði og öðrum efnum til að búa til sprengju. Bóndi í Noregi seldi Breivik sex tonn af áburði í maí sama ár og árásirnar áttu sér stað. Einnig keypti hann lítið magn í einu af sprengiefni frá Póllandi yfir langt tímabil. Nafn hans var eitt af fjölmörgum sem komst inn á borð lögreglu eftir þetta en því miður varð ekki nein rannsókn úr því. Árið 2010 ferðaðist Breivik til Prag þar sem hann gerði tilraunir til að kaupa ólögleg vopn og flytja þau til Noregs en það gekk ekki og því ákvað hann að reyna nálgast þau í Noregi. Hann fékk sér veiðileyfi og þannig gat hann keypt sér byssu. Hann æfði sig að skjóta úr byssu með því að spila óhóflegt magn af tölvuleikjum og þá sérstaklega leikinn „Call of duty.” Breivik bjó hjá móður sinni mest megnið af þessum níu árum á meðan hann safnaði sér pening sem gekk misvel, en árið 2011 flutti hann á dreifbýlt svæði sunnanlega í Noregi í bæ sem heitir Åmot. Nágrannar hans í nýja bænum töldu ekkert óeðlilegt við hann eða hegðun hans, jafnvel fyrrum svo kallaður “profiler” sem starfaði við að lesa í líkamstjáningu fólks sagði ekkert athugavert við hegðun hans.

Ástæður hans fyrir árásunum voru að taka aftur stjórn á Noregi. Breivik taldi börnin sem hann myrti vera svikara, börn ríka fólksins (e. the elite), leiðtogar framtíðarinnar. Ástæðan fyrir því að hann framdi fjöldamorðin á börnunum en ekki ríka fólkinu sjálfu er að hann vildi skjóta þangað sem það særði mest, hann vildi særa ríka fólkið eins mikið og hægt var. Hann vildi útrýma innflytjendum og að Noregur myndi samanstanda einungis af hvítu bláeygðu fólki. Breivik var mikill þjóðernissinni og skrifaði hann 1518 blaðsíðna stefnuskrá sem hann skýrði „2083: A European Declaration of Independence” eða sjálfstæðisyfirlýsing Evrópu. Þar fjallar hann um Evrópu eins og hann vildi hafa hana, lausa við innflytjendur, þá sem voru Islam trúar. Þar lýsir hann líka nákvæmlega hvernig hann undirbjó sig og árásirnar. Með þessu skjali vildi hann gera sjálfan sig að hetju og frægum manni. Hann vildi vera á allra vörum og að fólk hefði aðdáun á honum og því sem hann hafði gert. Hann sendi svo skjalið með stefnuskránni á yfir þúsund manns 90 mínútum fyrir sprenginguna í Osló. Sprengingin var í raun til þess að afvegaleiða lögregluna svo hún myndi senda alla sína menn þangað á meðan hann fór til Úteyjar og framdi fjöldamorðin.

Hann sagði við lögfræðing sinn að hann hafi viljað fá hann til að verja sig vegna þess að hann hafi séð hann árið 2002 vinna mál nýnasista og hann hafi vitað þá að hann myndi vanta lögfræðing einn daginn. Þarna sést vel hversu löngu áður Breivik hafði planað þetta. Í rökræðum Breivik og lögfræðingsins um af hverju hann ætti að taka máli Breiviks segir hann „að verja mig fyrir dómi mun vera það merkilegasta sem þú munt nokkurn tímann gera.“

Persónan sjálf

Anders Behring Breivik fæddist þann 13. febrúar árið 1979 í Osló, höfuðborg Noregs. Breivik fæddist inn í erfiðar heimilisaðstæður. Móðir hans vann við hjúkrun og faðir hans hafði meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem diplómat. Báðir foreldrar hans áttu börn frá fyrra hjónabandi. Þegar Breivik var 18 mánaða skildu foreldrar hans eftir stutt og stormasamt hjónaband. Eftir skilnaðinn bjó Breivik hjá móður sinni og hálfsystur í Noregi og sá hann föður sinn afar sjaldan þar sem hann bjó í London vegna vinnu sinnar. 

8142869.jpg

Heimild: https://www.cdn.tv2.no/images/8142869.jpg imageId=8142869&panow=100&panoh=62.420382165605&panox=0&panoy=28.025477707006&heightw=34.857142857143&heighth=100&heightx=31.714285714286&heighty=0&width=1200&height=630.

Þegar Breivik var tveggja ára gamall, leitaði móðir hans hjálpar og bað hún um svokallað „helgarheimili’’ fyrir son sinn þar sem hún sagðist vera útkeyrð bæði líkamlega og andlega vegna þess að hann væri svo krefjandi barn. Mæðginin eru sögð hafa átt erfitt samband sem einkenndist af ofbeldisfullum átökum. Móðir Breiviks var mjög óstöðug í afstöðu sinni gagnvart honum, eitt augnablikið var hún bálreið út í hann þar sem hún meðhöndlaði hann eins og hann væri einhvers konar framlenging eða viðbót á föður sínum sem hún hataði af öllu sínu hjarta en á hinu augnablikinu var hún afskaplega umhyggjusöm.

Móðir Breiviks leitaði enn einu sinni aðstoðar þegar Breivik var fjögurra ára gamall og var henni þá vísað til barnageðdeildar þar sem fjölskyldan var lögð inn til athugunar í um það bil þrjár vikur. Á geðdeildinni var átta manna teymi, þar á meðal sálfræðingur og yfirgeðlæknir sem fylgdust með fjölskyldunni og lögðu mat á bæði Breivik, móður hans og einnig samband þeirra beggja. Samkvæmt gögnum málsins þá hafði móðir Breiviks óskað eftir fóstureyðingu þegar hún var ólétt af honum en hafði þó verið eitthvað óákveðin. Strax á meðgöngunni upplifði hún barnið sem erfitt og sagði hún að frá því að hún fann hann sparka vissi hún að strákurinn hennar var “vondur.” Í sjúkragögnum kom einnig fram að samskiptamynstur mæðginanna einkenndist af  “tvöföldum samskiptum.” Samband móðurinnar við son sinn var lýst sem „kynferðislegt’’ og sem varpandi árásargjörnum og kynferðislegum ímyndunum, allt sem henni fannst hættulegt og árásargjarnt hjá körlum (málsgögn, vitnað í Borchgrevink, 2012, bls. 341). Eftir skilnaðinn svaf Breivik í rúmi móður sinnar á nóttunni en móðir hans hafði gert fáeinar tilraunir til þess að brjóta þennan vana en óljós mörk á milli móður og sonar voru eftir. Samkvæmt yfirheyrslum lögreglunnar gaf Breivik móðir sinni titrara í gríni þegar að hún hætti með þáverandi kærasta sínum árið 2004. Samband þeirra var því afar athyglisvert. Varðandi geðrænt mat, þá var metið sem svo að móðir Breivik hafði slæma hugargetu, allt var öðrum að kenna og var hún greind með jaðarpersónuleikaröskun.

Sálfræðingurinn sem mat Breivik þegar hann var fjögurra ára gamall sagði Breivik vera nokkuð kvíðið, óvirkt barn sem að bægir frá snertingu. Að hans mati sýndi Breivik manísk varnarviðbrögð með eirðarlausri virkni og afstýrðu brosi (Málaskrá, vitnað í Borchgre- vink, 2012, bls 43). Breivik hafði ekki getuna í að leika sér eins og önnur börn og einkenndist sem þröngsýnn og ákaflega skipulagður. Þrátt fyrir mikla tungumálakunnáttu skorti hann getuna til þess að tjá sig tilfinningalega. Það var einnig algjör skortur á sjálfsprotinni hegðun og engin merki um gleði og ánægju.

Í skýrslu geðdeildarinnar var komist að þeirri niðurstöðu að setja ætti Breivik á fósturheimili. Eftir að hafa lesið skýrsluna fór faðir Breiviks fram á forræði yfir drengnum. Þegar móðir hans neitaði því var málið sent fyrir dómstóla sem ákvað móðurinni í hag. Eftir þennan dóm heimsótti Breivik föður sinn og nýju konuna hans stöku sinnum en þá bjuggu þau í Frakklandi. Frá 15 ára aldri hafði þó Breivik ekkert samband við föður sinn.

Fyrrum skólafélagi Breivik lýsti honum sem greindum, líkamlega sterkum einstaklingi sem oft tók upp hanskann fyrir þá sem urðu fyrir einelti. Á táningsárunum var hann mikið fyrir veggjakrot og var hluti af hóp sem stundaði veggjakrot og hlustaði á hip hop tónlist. Hann tók veggjakrotið hins vegar mun alvarlegar en restin af hópnum og var handtekinn af lögreglunni nokkrum sinnum vegna veggjakrotsins. Barnaverndaryfirvöldum var gert viðvart og var hann sektaður fyrir athæfið. Móðir hans taldi þetta vera ástæða þess að faðir Breiviks hætti að hafa samband við hann en faðir hans hefur sagt að það hafi verið Breivik sjálfur sem sleit sambandi við föður sinn og hann hafi verið velkominn þrátt fyrir að hafa komist í kast við lögin fyrir veggjakrotið. Á svipuðum tíma sleit hann einnig sambandi við áðurnefnda hópinn sem og besta vin sinn.

Þegar hann varð eldri var honum hinsvegar lýst sem uppreisnargjörnum einstaklingi. Hann hóf að lyfta lóðum af miklum krafti og taka inn stera. Útlit hans skipti hann miklu máli og hann vildi virðast stór og sterkur. Hann hóf einnig að gagnrýna foreldra sína fyrir að styðja norska verkamannaflokkinn og móður sína fyrir að vera femínisti.

Breivik brosandi.

Breivik brosandi.

Heimild: https://secure.i.telegraph.co.uk/multimedia/archive/02195/anders-smile_2195610b.jpg.

Endir málsins

Réttarhöldin yfir Breivik hófust þann 16. apríl árið 2012 í dómhúsinu í Osló. Saksóknarar voru Inga Bejer Engh og Svein Holden en Geir Lippestad var verjandi Breivik. Lokaræður saksóknara og verjanda voru fluttar 22. júní. Þann 24. júní 2012 var Breivik úrskurðaður sakhæfur og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann var dæmdur til gæslu sem er sérstök tegund fangavistar þar sem hægt er að framlengja hana óendanlega, með 10 ára lágmarks framlengingu en hámark 21 ár en þetta er hámarksrefsing í Noregi. Breivik áfrýjaði ekki og þann 8. september var tilkynnt að þessi dómsniðurstaða væri endanleg. Rétturinn sagði að margir aðhylltust samsæriskenningar Breiviks, en bætti þó við að mjög fáir séu sammála hugmyndum Breiviks um að Íslömskum áhrifum eigi að mæta með hryðjuverkum.

Lögfræðingur Breivik taldi bestu leiðina í þessu máli vera að segja að Breivik væri geðveikur og hann yrði dæmdur til vistar á geðdeild. Breivik samþykkti það en þegar hann fékk að lesa blöðin og það sem fólk sagði um hann þá snérist honum hugur og hann heimtaði að lögfræðingurinn myndi taka það til baka. Þá heimtaði hann einnig að fá að tjá sig í réttarsal. Þegar Breivik stóð upp til að tjá sig fyrir dómi lyfti hann upp hendinni og gerði merki Hitlers í átt að fólki í salnum. Hann sagði að hann hafi framið fullkomnasta og stærsta glæp síðan í seinni heimsstyrjöldinni og krafðist þess að vera sýknaður vegna þess að hann hafi verið að gera Noregi greiða. Hann var að sögn of rólegur í gegnum öll réttarhöldin og átti það til að brosa, eins og hann væri spenntur eða hefði gaman af þessu öllu. Réttarhöldin voru til umræðu í öllum fjölmiðlum og var einnig þéttsetið í dómsal, sem er akkúrat það sem Breivik vildi. Þegar hann var spurður hvort hann fyndi fyrir samkennd með fjölskyldum þeirra látnu þá svaraði hann: “Viljið þið að ég geri þetta auðveldara fyrir ykkur öll? Ég mun ekki áfrýja málinu og spara öllum fjölskyldunum sársaukann ef saksóknari dæmir mig sakhæfan.”

Picture 1.png

Heimild: https://www.washingtonpost.com/world/2019/03/15/new-zealand-suspect-allegedly-claimed-brief-contact-with-norwegian-mass-murderer-anders-breivik/.

Í fangelsi er Breivik einangraður frá öðrum föngum og fær einungis að hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn og fangaverði. Frá 2016 hefur hann haft aðgang að rafmagnsritvél en í upphaflega dómnum átti hann ekki að hafa neinn aðgang að slíkum búnaði. Árið 2015 hóf hann nám í stjórnmálafræði við háskólann í Osló. Sama ár hélt hann því fram í bréfi að ströng skilyrði í fangelsinu hafi valdið því að hann neyddist til að hætta námi. Árið 2016 sagði lögfræðingur hans frá því að Breivik hefði í fangelsinu orðið nasisti. Breivik hefur sagt að hann vilji skrifa þrjár bækur, hin fyrsta á að vera hans lýsing á atburðunum 22. júlí. Bók tvö á að útskýra hugmyndafræði hans og þriðja bókin á að vera framtíðarsýn hans. Stjórnmálamenn í Noregi hafa mótmælt athöfnum Breiviks í fangelsinu sem þeir sjá sem framhald á því að breiða út hugmyndafræði sína og hugsanlega hvetja aðra til sambærilegra glæpsamlegra athafna. Breivik hefur þó sjálfur skrifað 27 blaðsíðna bréf þar sem hann mótmælti aðbúnaði sínum í fangelsi og þeim takmörkununum sem hann hefur og hélt því fram að fangelsisstjóri vildi persónulega refsa honum. Meðal kvartana hans var að fangelsisklefi hans væri ekki nægilega hlýr og hann þyrfti að vera í þremur lögum af fatnaði til að halda á sér hita. Fangaverðirnir trufluðu jafnframt hans nákvæmlega skipulögðu dagskrá, fangaklefinn hans var illa búinn húsgögnum og hann hafði ekkert útsýni. Lesljósið hans var ófullnægjandi og fangaverðirnir stóðu yfir honum meðan hann tannburstaði og rakaði sig. Yfirvöld breyttu einungis einum hlut gagnvart Breivik en það var að gúmmí penninn sem hann hafði var skipt út fyrir venjulegan penna.

Breivik áfrýjaði dómnum og sagði að einangrun hans í fangelsi væri gegn mannréttindum hans. Þann 10. janúar 2017 hófust seinni réttarhöldin og Breivik mætti til réttarins án handjárna og hlýddi á dóminn. Dómurinn var kveðinn upp 1. mars 2017,  þar kom fram að einangrun hans í fangelsi væri ekki gegn réttindum hans og fangavist hans skyldi vera óbreytt. Þann 23. mars dó móðir Breivik úr krabbameini og hann óskaði eftir því að fá að vera viðstaddur útför móður sinnar. Þeirri beiðni var hafnað.

MÆLIKVARÐARNIR

MÆLIKVARÐI 1: Sjálfhverf persónuleikaröskun (e. Narcissistic personality disorder)

Í prófi sem ætlað er að mæla sjálfhverfa persónuleikaröskun og finna má í bókinni The Science of Evil: On empathy and the origins of cruelty eftir Simon Baron-Cohen eru nefndar 9 fullyrðingar sem eru í raun endurorðun á skilgreininu sjálfhverfrar persónuleikaröskunar í DSM-5 kerfinu. Í bókinni kemur fram að ef einstaklingur sýnir fimm eða fleiri einkenni af þessum 9 þjáist hann af sjálfhverfri persónuleikaröskun.

Eftirfarandi eru dæmi um fullyrðingar sem hægt væri að tengja við Anders Breivik. Óraunhæfar hugmyndir um eigin stórfengleika. Skortur á samkennd. Þörf á óhóflegri aðdáun. Sannfærður um að aðrir öfundi hann. Trúir því að hann sé einstakur. Upptekinn af eigin árangri, velgengni og fegurð.

Samkvæmt þessu myndi Anders Breivik teljast sem einstaklingur sem þjáist af sjálfhverfri persónuleikaröskun þar sem tengja má hann við 5 atriði listans. Eins og áður hefur verið nefnt þá hefur Breivik rosalegan áhuga á sjálfum sér og má segja að hann sjái nánast ekki sólina fyrir sjálfum sér. Hann lítur á sig sem einhvers konar guð sem er jú afar óraunhæf hugsun. Miðað við gjörðir hans má segja að hann finni ekki fyrir neinni samúð með öðru fólki og eins og áður var nefnt var honum alveg sama þó svo að aðstandendur fórnalamba sinna og þjóðin öll væri í sárum eftir hryðjuverkin sem hann framkvæmdi.

MÆLIKVARÐI 2: Stone-22 listinn

Stone listinn var settur fram af Michael H. Stone. Í upphafi var listinn einungis sex stig en seinna á ferlinum tókst Stone að skipta honum niður í 22 liði. Þessir sex stig voru, A - réttlætanlegt manndráp, alls ekki illska. B - morð vegna afbrýðissemi og önnur hvatvís morð. C - morð til að losna við einhvern, ekki planað. D - morð til að losna við einhvern, með illsku áður. E - raðmorð, endurteknar grimmar athafnir, en án pyntinga. F - raðmorð, með pyntingum sem aðalmarkmiði. Eftir mikla lesningu breytti Stone listanum úr 6 stigum í 22 liði. Þessi listi heitir “Stigbreytingar hins illa” og skiptist í 6 sambærileg stig og fyrsta útgáfan af listanum, en með 16 undirliðum.

Að okkar mati gæti Breivik fallið undir nokkra liði af þessum 22 sem Stone greinir frá. Sá fyrsti er númer 11 en í þeim lið er talað um það hvernig einstaklingar sem mjög líklega þjást af andfélagslegum persónuleika drepa einstaklinga sem þeim finnst vera á einhvern hátt fyrir þeim. Með því að skjóta þessa 77 einstaklinga sem á vegi hans urðu var hann að losa sig við þá sem ekki pössuðu inn í hans hugmyndafræði. Annar liður sem Breivik gæti flokkast undir er númer 15 en þar greint frá því hvernig kaldrifjaðir morðingjar sem þjást af andfélagslegri persónuleikaröskun drepa annað hvort hópa eða endurtekið. Margar rannsóknir benda til þess að Breivik þjáist af andfélagslegri persónuleikaröskun. Jafnframt drap hann stóran hóp fólk þennan örlagaríka dag. Okkur hefði fundist liður 19 passa við Breivik þar sem þar er minnst á hryðjuverk, en þó er talað um að þeir sem falla undir þann lið fremji ekki morð sem er vissulega það sem Breivik gerði.

Í algórithmanum fyrir stigbreytingar hins illa er spurningalisti sem greinir á hvaða stigi hinn illi er. Þar eru spurningar sem spurja út í siðblindu, hvatningu, sjálfsvörn, afbrýðissemi, reiði, brottnám, fjöldamorð /grimm athæfi, pyntingar og annað. Þessar spurningar eru ætlaðar til að greina einstaklinginn.

MÆLIKVARÐI 3: Mindhunter kenningin

Mindhunter kenningin felur í sér ályktanir John E. Douglas, Robert Ressler og Ann Burgess um eðli og orsakir morða og morðingja. Teymið setti fram tíu atriði sem einkenna morðingja sem mörg eiga við Breivik. Breivik er einhleypur hvítur karlmaður og þar með uppfyllir hann skilyrði fyrir fyrsta einkennið. Annað einkenni morðingja er að þeir séu yfir meðalgreind. Ekki er vitað nákvæmlega hver greindarvísitala Breivik er en það má álykta að hann sé vel greindur þar sem hann hafði áætlað glæp sinn nákvæmlega og tókst að framkvæma hann. Það að hann hafi komið fyrir sprengju í Osló til þess að afvegaleiða lögreglu frá skotárásinni sýnir að Breivik hafi hugsað atburðinn til enda sem gefur til kynna að hann sé greindur. Þriðja atriði kenningarinnar snýr að því að morðingjum gangi illa í skóla og eigi gloppóttan atvinnuferil þrátt fyrir góða greind en Breivik var vísað úr hernum þar sem hann þótti ekki hæfur fyrir starfið. Þá hóf hann störf í þjónustuveri fyrirtækis þar sem honum var lýst sem góðum vinnufélaga en einnig sagður vera með of stórt egó. Ekki er vitað til þess að honum hafi gengið illa í skóla en það má segja að þetta atriði kenningarinnar eigi af einhverju leyti við Breivik en ekki að öllu leyti.

Fjórða atriðið felur í sér að morðingjar komi frá vandamála fjölskyldum. Móðir Breivik beitti son sinn andlegu ofbeldi og átti í einhvers konar furðulegu kynferðislegu sambandi við hann. Jafnframt skildi faðir hans við móðurina og yfirgaf fjölskylduna á unga aldri og ólst Breivik því upp hjá ofbeldisfullri einstæðri móður. Þar með uppfyllir Breivik atriði fjögur og sex einkennandi fyrir morðingja samkvæmt kenningunni. Fjölskylda Breivik átti sögu geðrænna vandamála en móðir hans var mjög veik á geði sem átti líklega þátt í því hvernig hún kom fram við son sinn. Þar með á fimmta atriði kenningarinnar við um Breivik. Sjöunda atriði kenningarinnar vísar til þess að morðingjar hafi djúpt hatur á konum en ekki er víst að það eigi endilega við hann. Atriði átta snýr að kerfinu en Breivik lenti snemma í útistöðum við kerfið þegar reynt var að fjarlægja hann frá ofbeldisfullri móður sinni en það endaði þó þannig að Breivik var í áframhaldandi umsjá hennar. Níunda einkennið felur í sér sjálfsmorðshættu á unglingsárum en á unglingsárunum byrjaði Breivik í líkamlegri þjálfun og hugaði mikið að eigin útliti og ekki eru vísbendingar um að hann hafi verið í sjálfsmorðshættu. Síðasta einkennið felur í sér að morðingjar sýna áhuga á kynfrávikum en ekki er vitað til þess í tilfelli Breivik.

Anders Breivik er einhleypur hvítur karlmaður, vel greindur en átti erfiða æsku. Móðir hans átti við geðræn vandamál að stríða, misnotaði hann og beitti andlegu ofbeldi. Kerfið reyndi að fjarlægja Breivik frá ofbeldisfullri móður sinni en því miður gekk það ekki eftir. Ennfremur yfirgaf faðir Breivik fjölskylduna þegar Breivik var ungur sem hrjáði hann til langs tíma. Allt eru þetta atriði sem leiða einstakling eins og Breivik að þeirri ákvörðun að fremja morð sem hann gerði, nánar tiltekið á 77 einstaklingum.

MÆLIKVARÐI 4: Cleckley listinn

Hervey M. Cleckley skrifaði bókina The Mask of Sanity: An Attempt to Clarify Some Issues About the So-called Psycopathy Personality sem kom fyrst út árið 1941 en síðar hafa komið margar útgáfur eftir það. Bókin er talin áhrifamesta klíníska lýsingin á geðsjúkdómum á tuttugustu öldinni. Titillinn vísar til venjulegrar grímu sem leynir geðröskun geðveika mannsins í hugmyndafræði Cleckley. Cleckley dregur efnið saman og setur fram klínískan prófíl þar sem hann lýsir í 16 hegðunareinkennum geðsjúklinga (sem er fækkað úr 21 einkennum frá fyrstu útgáfunni). Sum viðmiðin hafa augljósar sálfræðilegar afleiðingar, svo sem skortur á iðrun, léleg dómgreind, mistök til að læra af reynslunni, sjúkleg sjálfhverfa, skortur á getu til að elska, almennur skortur á meiri háttar tilfinningalegum viðbrögðum og skortur á innsýn í eigið ástand.

1. Yfirborðslegur sjarmi og góð greind. 2. Engin merki um geðrof. 3. Ekkert stress né taugaveiklun. 4. Óáreiðanleiki. 5. Ósannsögli og óheiðarleiki. 6. Skortur á eftirsjá eða skömm. 7. Ástæðulítil andfélagsleg hegðun. 8. Fátækleg tilfinningaviðbrögð. 9. Sjúklega sjálfsmiðaður og ástleysi. 10. Léleg dómgreind, lærir ekki af reynslunni. 11. Skortur á innsæi. 12. Lítil félagsleg svörun. 13. Fjarstæðukennd og óumbeðin hegðun. 14. Sjálfsmorð sjaldan framkvæmt. 15. Lítið og ópersónulegt kynlíf. 16. Fylgja ekki neinni lífsáætlun.

Að okkar mati eru nokkrir liðir sem eiga við Breivik, en hann fellur meðal annars undir lið 6, eða skort á eftirsjá og skömm. Eins og áður hefur komið fram þá hegðaði Breivik sér ansi undarlega í gegnum öll réttarhöldin, of rólegur á stundum og nánast spenntur aðrar stundir. Einnig fellur hann undir lið 9, en hann eyddi óra miklum tíma í undirbúning á árásunum örlagamiklu og virtist ekki bera ást til neinna í lífi sínu nema kannski móður sinnar, en þeirra samband var afar einkennilegt. Annar liður sem hann gæti fallið undir er liður 11, en hann hafði lítið innsæi og miklar ranghugmyndir og samsæriskenningar gagnvart innflytjendum. Breivik gæti einnig fallið undir lið 15, en svo vitað sé til átti hann aldrei í neinu ástarsambandi nema þá kannski skyndikynni en það eru auðvitað engar nákvæmar upplýsingar um slíkt.

MÆLIKVARÐI 5: Holmes de Burger

Í bók frá árinu 1988 settu Ronald M. Holmes og James E. DeBurger fram flokkun á morðum þar sem þeir reyndu að útskýra ástæðu morða (e. motive). Ástæðum fyrir morðum var skipt í þrjá flokka: 1) ofsjónir, 2) hugsjónir og 3) sjálfselska. Sjálfselsku flokknum var svo skipt upp í fimm liði: a) sterkar hvatir, b) spennu, c) þægindi, d) stjórnun / vald og e) félagsskap. Breivik myndi flokkast undir hugsjónir (e. mission) sem forsendu glæpa sinna. Þeir sem falla undir þennan flokk fremja morð vegna tiltekinna hugsjóna, eins og að losa heiminn við ákveðna tegund af fólki. Breivik var á móti innflytjendum og aðhylltist nasisma. Hann trúði því að það stafaði ógn af Íslam og vaxandi samfélögum múslima í Noregi. Hann vildi losa sig við þá sem trúðu á fjölmenningu (e. multiculturalists) eða þá sem hann kallaði “cultural Marxists”. Hann sagði sig vera að fremja stærsta glæp í sögu heimsins síðan Hitler framdi sín voðaverk í seinni heimsstyrjöldinni. Breivik trúði því að hann væri að gera rétt í þágu ákveðins hóps, í hans tilfelli hvítra bláeygðra manna.

MÆLIKVARÐI 6: levinson prófið

Levenson sjálf-siðblinduprófið inniheldur 26 fullyrðingar sem gætu átt við þátttakandann. Þátttakandinn gefur einkunn frá 1 upp í 5 fyrir það hversu mikið hann er sammála hverri fullyrðingu. Einkunnirnar eru (1) mjög ósammála, (2) ósammála, (3) hvorki sammála né ósammála, (4) sammála og (5) sammála. Prófið inniheldur tvo mælikvarða en þeir eru fyrsta stigs siðblinda (siðblind tilfinningaleg áhrif) og annars stigs siðblinda (siðblindur lífstíll).

 Hér verða nefndar nokkrar fullyrðingar sem talið er að Anders Behring Breivik væri sammála um sjálfan sig; “Að passa upp á sjálfan mig er mitt forgangsverkefni,” “Ást er ofmetin,” “Ég nýt þess að ráðskast með tilfinningar annarra,’’ “Nú til dags finnst mér réttlætanlegt að gera allt sem ég kemst upp með til þess að ná árangri,” “Árangur byggist á að þeir hæfustu lifa; Ég hef ekki áhyggjur af þeim sem tapa.”

Eftirfarandi eru dæmi um fullyrðingar sem talið er að Breivik væri ekki sammála; “Ég legg áherslu á að reyna ekki að særa aðra í leit að markmiðum mínum,” “Mér líður illa ef orð mín eða gjörðir valda því að einhver annar finnur fyrir tilfinningalegum sársauka,” “Svindl er ekki réttlætanlegt vegna þess að það er ósanngjarnt gagnvart öðrum,” “Ég myndi vera í uppnámi ef árangur minn yrði á kostnað einhvers annars.”

Samkvæmt þessu eru afar miklar líkur á að Anders Behring Breivik yrði greindur með siðblinda persónuleikaröskun en þessi mælikvarði er þó ekki notaður til greiningar. Breivik virðist vera alveg sama um flest alla í kringum sig og hugsar einungis um sjálfan sig og hagsmuni sína. Breivik sýnir því litla sem enga samkennd og virðist vera svo að honum sé alveg sama þó að hann eyðileggi fyrir öðrum svo lengi sem hann fær það sem hann vill. Talið er að hann eigi erfitt með að mynda tengsl við annað fólk og getur samband hans við foreldra sína í æsku verið ein af ástæðunum fyrir því.

Heimildir:

  1. Siri Erika Gullestad (2017). Anders Behring Breivik, master of life and death: Psychodynamics and political ideology in an act of terrorism, International Forum of Psychoanalysis, 26:4, 207-216, DOI: 10.1080/0803706X.2017.1333138.

RAY, David Parker - Tox Boy Killer

David Parker Ray.

David Parker Ray.

Edda Gerður Garðarsdóttir, Eva Björg Nåbye, Gintare Butkute og Halla Margrét Sigurðardóttir

Kynning efnis

David Parker Ray er raðmorðingi sem myrti yfir 60 konur. Hann kallaði sig toy-box killer því hann var með hjólhýsi sem hann kallaði toy-box þar sem hann fór með konurnar og pynti þær hrottalega. Hann myrti og píndi yfir 60 konur. Enn þann dag í dag hafa ekki verið sönnuð nein morð á hann þar sem hann setti líkin í Elephant stöðuvatninu og þar er eins og leir neðst á botninum við „gleypir“ allt. Pabbi hans var mjög langt genginn alkóhólisti, hann beitti konu sinni hryllilegu andlegu og líkamlegu ofbeldi og hélst ekki í neinni vinnu. Hann taldi son sinn þurfa góða karl-ímynd svo hann myndi alast upp sem alvöru karlmaður. Sambandið þeirra varð ógeðslegt og skrítið. Hann sýndi syni sínum gróft klám í fyrsta skiptið þar sem bindingar og sársauki var í aðalhlutverki, sagði hversu skemmtilegt svona kynlíf væri og hversu glatað það væri að mamma hans tæki ekki lengur þátt í þessu með honum. Þarna fannst honum hann vera að tengjast syni sínum, en David var ekki orðinn 10 ára. David fór að dreyma um að framkvæma svona gjörning einn daginn, það var enginn að kenna honum á lífið á réttan hátt eða bara kenna honum á lífið yfir höfuð. David var  misnotaður og píndur af frænku sinni í mörg ár til að stunda kynlíf fyrir hennar eigin unað. Í rauninni var þetta sem skemmdi hans hugmynd um kynlíf að eilífu og frá og með þessu tengdi hann sársauka og unað alltaf saman. Það eina sem vitað er um hvern hann drap er að hann hélt úti dagbók þar sem hann skrifaði allt ítarlega hvað hann gerði við konurnar, hvar, hvernig og nákvæma tímasetningu. Það eina sem hann gerði ekki var að skrifa nöfnin á fórnarlömbunum þar sem honum fannst það ekki skipta máli en vildi líta aftur í dagbókina til upplifa aftur spennuna og lostann. Á unglingsárum var hann með fantasíur um að nauðga, pynta og drepa konur. Svo þegar hann var komin á fullorðinsárin þá var hann búin að gifta sig og skilja fjórum sinnum. Eitt sinn var David og Cindy konan hans með fórnarlamb sem náði að sleppa út og sagði frá öllu sem hafi komið upp á. David fékk 224 ára fangelsisdóm fyrir allt sem hann hefði gert en var aldrei dæmdur fyrir morð, því það voru engar sannanir fyrir því. Á fyrsta formlega deginum sínum í fangelsi fær hann hjartaáfall og deyr (Inga Krisjánsdóttir, 2019).

Glæpurinn

 Talið er að David hafi verið að pynta og drepa fórnalömbin sín frá árinu 1950 til mars 1999. Hann pyntaði fórnalömbin sín með því að slá þær með svipum og keðjum. Einnig notaði hann klemmur, skurðblöð og sagir. David átti einhverskonar hjólhýsi sem hann var búin að sér útbúa og hljóðeinangra. Í hjólhýsinu var hann búinn að búa til aðstöðu til þess að pynta fórnalömbin sín. Í þessu hjólhýsi voru allskonar tæki og tól ætluð til pyntingar. Í loftinu var stór spegill vegna þess að David vildi að fórnalömbin hans gætu horft á sjálfa sig meðan hann var að pynta þær og nauðga þeim. Hann rændi konunum og byrlaði þeim lyf svo þær mundu ekki eftir þessum atvikum og sleppti þeim síðan eða drap þær. Konurnar vissu oft ekki hvað hefði gerst síðastliðnu daga (David, S., Wing, W. og Stanley, 2019).

Mynd úr hjólhýsinu hans David. Heimild: https://i.imgur.com/GMeDyC6.png.

Mynd úr hjólhýsinu hans David. Heimild: https://i.imgur.com/GMeDyC6.png.

David var ekki einn í þessu og höfðu félagar hans, kærustur og einnig dóttir hans Jesse Ray hjálpað honum og tekið þátt í þessum athöfnum. David átti nokkra samverkamenn sem tóku þátt í þessum athöfnum með honum. David kunni að lesa fólk og var góður í því að sannfæra einstaklinga til þess að gera það sem hann vildi. Með þessum hæfileika fékk hann fólk auðveldlega með sér í lið til þess að taka þátt í þessu öllu (Montaldo, C., Crime, I. F. I. og Montaldo, 2019).

David kynntist Cindy Hindy árið 1997. Cindy var 37 ára gömul, 20 árum yngri en David. Cindy átti einnig erfiða æsku. Hún var misnotuð af kærasta mömmu sinnar og var hent út og bjó á götunni frá því hún var tólf ára. Hún var fíkill og seldi einnig eiturlyf. Hún hafði einnig áhuga á sadisma og eftir að hafa kynnst David byrjaði hún smám saman að taka þátt í þessu öllu með honum. Það byrjaði með því að að hún hjálpaði honum að finna næstu fórnarlömb. Oft voru það einhverjar konur sem hún þekkti eða jafnvel vinkonur hennar. Seinna meir fór hún að taka þátt í því að ræna, pynta og nauðga konunum með honum en þó gerði David alltaf mestu vinnuna og hún horfði oft bara á atburðina (Margaritoff, M, 2020).

Árið 1999 kom David að konu sem hét Cynthia Vigil á bílastæði og þóttist vera lögreglumaður og sagði við hana að hún væri handtekin fyrir að vera selja sig. Hann setti hana í aftursætið í bílnum sínum og fór með hana í hjólhýsið sitt. Þar batt David hana niður á borð og næstu þrjá daga pyntaði hann Cynthiu og nauðgaði henni. Hann og Cindy pyntuðu fórnalambið með allskyns tólum og tækjum. Einnig spiluðu þau hljóð upptökur fyrir hana sem lýstu því nákvæmlega hvað þau ætluðu sér að gera við hana. Á þriðja degi tókst Cynthiu loks að flýja úr þessum aðstæðum. Cynthia hljóp niður veginn og leitaði sér að hjálp þar til einhver tók hana inn til sín og hringdi á lögregluna. David og Cindy voru handtekin, þau héldu því fram að Cynthia væri heróín fíkill sem þau væru að reyna að hjálpa afeitra. En lögreglan sá í gegnum þá lygi eftir að hafa skoðað heimili og hjólhýsið hans David. Þegar málið komst í fréttir komu fleiri fórnalömb fram sem höfðu verið rændar af David. Heimili David var rannsakað og ekki fundust neinar vísbendingar um manndráp eða neinar líkamsleifar en margar vídeómynda upptökur fundust af pyntingunum sem David framdi. Ekki var hægt að bera kennsl á neinar konur úr upptökunum. Talið er að hann seldi félögum sínum og öðrum mönnum þessar upptökur. Einnig hélt David dagbók, þar sem hann sagði ítarlega frá því sem hann gerði við konurnar. Hann fór út í nákvæmar lýsingar á hvernig hann drap þær en nefndi aldrei hvað hann hefði gert við líkin. David Parker Ray fékk 224 ára dóm fyrir mannrán, nauðganir og pyntingar. Kærasta hans Cindy vitnaði gegn David og sagði kviðdómnum frá 14 morðum sem David hafði framið og hvar hann hafði hent líkunum, hún fékk 36 ára dóm og slapp út í júlí 2019 og gengur núna laus. Einnig fékk dóttir hans Jesse Ray tveggja og hálfs ára dóm fyrir að hafa hjálpað í þessum athöfnum pabba síns (TheFamousPeople, 2020).

Persónan Sjálf

Foreldrar Davids voru þau Cecil og Nettie Ray en þau voru mjög fátæk svo þau bjuggu á litlum búgarði hjá foreldrum móður hans. Þar ólst David upp ásamt systur sinni Peggie. Faðir hans var alkóhólisti og var mjög ofbeldisfullur. Hann beitti konu sína bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann átti erfitt með að halda sér í vinnu en hvarf stundum af heimili þeirra dögum og vikum saman ef hann náði að verða sér út um svarta vinnu. Hann reyndi að mynda tengsl við börnin sín og ein leið hans til að mynda tengsl við David var að reyna að vera góð karlímynd fyrir hann svo hann yrði alvöru karlmaður. Samband David við föður sinn varð mjög sérstakt þar sem faðir hans sýndi honum ofbeldisfullt klám þar sem bindingar og pyntingar var megin áherslan. Hann sagði honum að slíkt kynlíf væri skemmtilegt og að honum þætti leiðinlegt að móðir hans tæki ekki lengur þátt í slíku með honum. David var í kringum 8 ára aldurinn þegar þetta byrjaði að eiga sér stað. Með þessu taldi faðir hans að hann væri að ná tengslum við son sinn og að hann væri að kenna honum að vera alvöru karlmaður, Þetta átti eftir að hafa gífurlegar afleiðingar á hugsunarhátt Davids og mótun afbrotaferils hans. David fór að dreyma um ofbeldisfullt kynlíf þar sem hann myndi beita konur líkamlegu ofbeldi. Þessar hugsanir áttu eftir að magnast hjá honum og verða ofbeldisfyllri með tímanum. Hann dreymdi um að framkvæma drauma sína einn daginn.

Móðir hans var lítið til staðar þar sem hún var líkamlega og andlega búin á því vegna ofbeldis sem hún varð fyrir af hendi eiginmanns síns. Þegar David var um 10 ára gamall flutti móðir hans í burtu frá þeim en hún flutti til systur sinnar sem var í um klukkustundar fjarlægð við David. Móðir hans er talin hafa átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða eftir að hún flutti til systur sinnar sem var einnig í neyslu. David var því vanræktur af móðir sinni þar sem hún sinnti honum lítið sem ekkert. 

Föðursystir Davids var fengin til að passa David af og til þegar þörf var á. Hún var í kringum 16 ára aldurinn en hún misnotaði hann kynferðislega. Hún naut þess að láta pynta sig kynferðislega. Hún var sem sagt masókisti og lét David pynta sig með ýmsum tólum sem hún fann. Þessi misnotkun átti sér stað í mörg ár. Frænka hans átti mjög erfitt andlega þar sem það var lítill sem enginn peningur til á heimili hennar og hún hafði fengið svipað uppeldi og David, svo ætla má að hún hafi átt erfitt með að greina á milli hvað væri rétt og rangt. David sem ungt barn er búin að verða fyrir misnotkun af hendi frænku sinnar og einnig af hendi föður síns þar sem hann sýndi honum ofbeldisfullt klám. Hugmyndir Davids um kynlíf voru því mótaðar mjög snemma og átti þetta eftir að setja mark sitt á hann það sem eftir var ævi hans.

Þegar David var 10 ára gamall var hann sendur til að búa hjá föður ömmu sinni og afa. Þar var mikið andlegt ofbeldi og voru systkinin vanrækt þar sem þau fengu litla sem enga athygli frá þeim nema einungis til að siða þau til og skamma.

Þegar hann varð unglingur tóku kynferðislegar ofbeldisfullar hugsanir sífellt meira pláss í huga hans. Hann fór að teikna upp tæki til að pynta konur og binda þær niður. Hann dreymdi um að hafa fulla stjórn yfir konum. Hann minnist þess að fyrsta hugsun hans um slíka framkvæmd átti sér stað þegar hann var einungis 10 ára gamall. Hann horfði á skólasystur sína í frímínútum í skólanum og ímyndaði sér hvernig væri að misnota hana með brotinni glerflösku. Hann skrifaði þetta hjá sér í dagbók.

Með tímanum urðu hugsanir hans ágengari og grófari og um 15 ára aldur nægði honum ekki að teikna upp og ímynda sér þessa ofbeldisverknaði heldur fann hann hjá sér að hann yrði að gera eitthvað í þessu. Því miður var hans lausn ekki sú að leita sér aðstoðar heldur framkvæmdi hann hugmyndir sínar. Hann byrjaði að leita að fórnarlömbum og þótti honum auðveldast að nálgast og lokka til sín konur sem áttu erfitt að einhverju leyti og voru líklega svolítið brotnar.

Árið 1956 var hann 16 ára og þá framdi hann sitt fyrsta morð. Hann rændi stelpu og fór með hana upp í fjall og lék sér að henni í 2 heila daga. Hann skaðaði hana svo mikið að hún lést af völdum áverka sinna. Nokkrum mánuðum eftir fyrsta morðið voru David og systir hans send til baka til foreldra pabba hans en þar gengu þau í nýjan skóla. Skólasystkini Davids lýstu honum sem vandræðalegum, feimnum, þöglum og skrítnum strák en hann roðnaði alltaf þegar hann talaði við stelpur. Hann var lagður í grimmt einelti af bekkjarbræðrum sínum. Þeir ýttu honum, lömdu hann og skemmdu eigur hans en David svaraði aldrei fyrir sig. Bekkjarsystkini hans héldu bara að hann væri lítill í sér og feiminn en engum datt í hug hvaða hugsanir væru að fara í gegnum huga hans og hvaða glæpi hann væri fær um að fremja (Inga Krisjánsdóttir, 2019).

Endir málsins

Það komst upp um David þann 22. mars árið 1999 þegar Cynthia Vigil náði að flýja. Lögreglan handtók David og rannsakaði heimili hans. Þegar þau fundu hjólhýsið í garðinum með öllum tækjunum sem hann notaði til pyntinga fannst lögreglustjóranum Rich Libicer líklegt, miðað við ummerkin, að Cynthia hafi ekki verið eina manneskjan sem David hafði tekið.

Þegar málið var birt í fréttamiðlum steig önnur kona kona fram, hún Angelica Montana sem sagði frá því að Cindy Hendy hefði boðið henni heim til David þar sem þau nauðguðu og pyntu hana yfir fjögurra daga tímabil. Hún grátbað Cindy um að sleppa henni og að lokum náði hún til hennar með því að segja henni frá barninu hennar sem beið eftir henni heima. Þegar hún sagði frá því sem hafði gerst á sínum tíma trúði lögreglumaðurinn henni ekki, það er þangað til að það var rannsakað nánar.

Í leitinni á húsi David fundu lögreglumennirnir myndir og myndbönd sem hann geymdi þar sem önnur kona sást í pyntingarklefanum hjá David, bundin og í slæmu ásigkomulagi. Það kom í ljós að konan hafi verið Kelly Van Cleave. Í fyrstu virtist hún ekki hafa munað eftir þessu enda var henni byrlað sterkum lyfjum en hafði samt fengið martraðir sem lýstu þessu lauslega og þegar hún var yfirheyrð byrjaði atvikið að rifjast upp fyrir henni.

Seinna meir fannst einnig hljóðupptaka þar sem David sagðist hafa rænt yfir 37 konum sem sannfærði lögregluna enn frekar um að hér væri um raðmorðingja að ræða þrátt fyrir að líkin af umræddum konum hafa aldrei fundist jafnvel eftir víðáttumikla leit um Elephant Butt Lake í New Mexico þar sem David var talinn hafa losað sig við þau.

Cindy Hendy og Jesse Ray voru einnig handteknar og í fyrstu vildu þær hvorugar segja neitt um málið. Það breyttist hins vegar þegar Cindy frétti að það væri stór möguleiki á að hún myndi fá lífstíðardóm í fangelsi og snerist gegn David og uppljóstraði öllu sem hún vissi um málið. Hún sagði lögreglunni að hún vissi af 14 konum sem hann hafði myrt og hélt því fram að hann hafi neytt hana í allt sem hún gerði. Í játningunni nefnir hún líka annan mann, hann Roy Yancy sem hafi átt þátt í að drepa eina konu. Þetta voru nýjar upplýsingar fyrir lögreglunni og tóku þeir Roy í varðhald sem játaði strax hvað hann hafði gert og var lögreglan því komin með tvö ný vitni.

Ákveðið var að halda þrjú mismunandi réttarhöld fyrir hverja konu, Cynthia Vigill, Kelly Garrett og Angelica Montano en Angelica lést stuttu fyrir hennar réttarhöld. Lögreglan hélt samt sem áður að þeir hefðu náð honum með játningunum frá Cindy og Roy en 5 mánuðum áður en að fyrstu réttarhöldin voru haldin neitaði Roy að bera vitni. Hann hafði fengið ógnandi bréf, líklegast frá David og játaði á sig annars stigs morð og fékk 30 ára fangelsisdóm. Þá var ein helsta von lögreglunnar vitnisburður Cindy en David hafði frétt af því að hún fór gegn honum og skrifaði henni ástarbréf sem hún kolféll fyrir og tók hún játninguna sína til baka og fékk 36 ára fangelsisdóm fyrir mannrán og pyntingar á bæði Cynthiu og Kelly.

Fyrstu réttarhöldin voru hjá Kelly og voru haldin í júlí árið 2000. Sýnd voru myndböndin af Kelly en þau voru ekki í mjög góðri upplausn og náði lögfræðingurinn hjá David að sannfæra nokkra í kviðdómnum að þau hafi stundað kynlíf með samþykki og málinu var vísað frá dómi.

Í seinni réttarhöldunum sem áttu sér stað í september 2001 leit út fyrir að David myndi sleppa laus en Cynthia var samt sem áður áreiðanlegt vitni þar sem hún mundi betur eftir atburðunum sem áttu sér stað. Það sem enginn bjóst hins vegar við var að skyndilega vildi David dómssátt (e. plea deal) til þess að dóttir hans, Jesse, myndi sleppa við refsingu. David var því dæmdur í 224 ár í fangelsi fyrir mannrán, nauðganir og pyntingar en ekki var hægt að binda hann við nein morð. Jesse fékk tveggja og hálfs árs dóm og fimm ár í skilorð.

Í maí árið 2002 sagði David að hann ætlaði að játa allt sem hann hafði gert en rétt fyrir fundinn dó hann úr hjartaáfalli aðeins átta mánuðum eftir að hann var dæmdur sekur (Inga Kristjánsdóttir, 2019).

Mælikvarðarnir

 

Fyrsti mælikvarðinn. Stone 22

Hægt er að tengja þetta við flokk 21 í Stone 22 mælikvarðanum þar að segja andfélagslegir persónuleikar sem fremja ýktar pyntingar en ekki er vitað að til þess að þeir hafi drepið. Þetta á vel við að því leyti að við vitum að hann var að pynta fórnarlömbin sín með ýktum aðferðum, til dæmis það að hann var með sérstakt hljóðeinangrað hjólhýsi með allskyns tækjum og tólum til þess að fremja þessa glæpi sem eru frekar ýktar aðferðir. Einnig er ekki búið að sanna nein morð á hann og þó svo að hann sé talinn hafa drepið um 60 konur þá eru engin lík eða sönnunargögn fyrir því. Hann átti það líka til að sleppa fórnalömbum sínum eða jafnvel selja þær þegar hann var búinn að pynta þær. Þetta sýnir það skýrt að hans aðalmarkmið var ekki að drepa konurnar, heldur pyntaði hann þær sér til unaðar. Við teljum það líklegt að hann hafi þróað þetta viðhorf með sér út frá blöðunum sem hann fékk frá föðir sínum þegar hann var ungur strákur og einnig hafði systir David fundið einnig teikningar sem hann hefði gert sem voru mjög grófar myndir af pyntingum og nauðgunum þegar hann var unglingur. Við teljum að þetta hafi þróast út frá þessu.

Annar mælikvarðinn. CCM. Crime Classification Manual

Annar mælikvarði sem hægt er að tengja þetta við CCM mælikvarðann. Flokkur 134 sem er Sexual Homicide Sadistic passar vel við þetta mál. Flokknum er lýst sem einstaklingi sem stundar það að pynta einstaklinga og fær kynferðislega örvun út úr því. Einstaklingur notast við ýktar aðferðir og oft pynta þessir einstaklingar aðra þar til það leiðir til dauða fórnarlambsins. Brotamaðurinn fær mesta ánægju út frá viðbrögðum fórnalambsins við pyntingunum sem þær upplifa. Þetta á vel að því leyti að David pyntaði og nauðgaði konunum og vildi að fórnalömbin myndu sjá sjálfa sig og því var spegill fyrir ofan pyntingar borðið svo þær gætu auðveldlega séð allt sem hann væri að gera við þær. Einnig tók David allar pyntingarnar upp og horfði á þær aftur og aftur. Hægt er að segja að hann hafi þróað þessa hegðun með sér út frá sadísku klámblöðunum sem faðir hans gaf honum þegar hann var ungur strákur. Með því að hafa verið að skoða þannig klámblöð þróaði hann með sér óheilbrigt viðhorf gagnvart kynlífi og gat ekki fullnægt þörfum sínum án þess að pynta og nauðga konum. Hann átti það til að halda konunum í marga daga og pynta þær og að lokum sleppti hann þeim eða drap þær.

Þriðji mælikvarðinn. Dauðasyndinar 7 – losti

Talið er að allir glæpir flokkist undir eina af dauðasyndunum sjö en þær eru losti, matgræðgi, græðgi, leti, reiði, öfund og stolt. Glæpir David Parker Ray myndu flokkast undir losta (e. lust) sem er skilgreind sem illsku vegna frávika í kynferðis- og persónulegum samskiptim, s.s. í sadisma, masókisma og yfirgangssemi. David nauðgaði og pynti konur fyrir kynferðislega ánægju og viðurkenndi fyrir systur sinni þegar hann var aðeins fjórtán ára gamall að hann njóti ekki kynlífs nema með því að meiða konur. Í hljóðupptökunni sem fannst og var spiluð fyrir fórnarlömb hans segir hann að hann ætli að temja konurnar og gera þær að kynlífsþrælum. Þær skuli fylgja hans reglum því annars verða þær alvarlega meiddar og jafnvel drepnar. Hann segir að konurnar sem hann tekur séu ungar með ”fallegan” líkama því að hann nýtur þess best þegar þær eru ungar því að þær geta best uppfyllt kynferðislega löngun hans. Þegar hann er kominn með leið á ”leikföngunum” sínum drepur hann þær eða dópar þær svo mikið upp að þær muna ekki eftir því sem gerðist og finnur sér ný fórnarlömb. Dótið í “dótakassanum” hans er verðsett á rúmlega 100.000 dollara og er allt notað til að pynta og nauðga konum.

 

Fjórði mælikvarðinn. DSM-5: Geðraskanir – Sadismi

Til að einstaklingur geti greinst með sadisma þurfa eftirfarandi einkenni að vera til staðar. Í sex eða fleiri mánuði þarf einstaklingurinn að hafa fundið fyrir kynferðislegri örvun af líkamlegu eða andlegu ofbeldi annarrar manneskju. Einstaklingur hefur framkvæmt þessar fantasíur án samþykki einstaklings eða fantasíurnar hafa slæm áhrif á mikilvæga þætti í lífinu, svo sem vinnu eða sambönd.

David naut þess að pynta konur fyrir sína eigin kynferðislegu örvun. Hann notaðist við ógeðfelldar aðferðir til að veita þeim sársauka, batt þær niður, setti ólar á þær og notaði ýmis tæki. Þær áttu að kalla hann ”master” þegar þær ákölluðu hann því annars var þeim refsað verr. Speglar voru í hjólhýsinu hans svo að fórnarlömbin hans og hann sjálfur gátu horft á það sem var að gerast að hverju sinni ásamt því að taka myndbönd til að horfa á síðar. Hann hræddi þær með hljóðupptöku þar sem hann nefndi alla hluti sem hann ætlaði að gera við konurnar í miklum smáatriðum, um hvernig þær ættu að haga sér og notar jafnframt mjög niðrandi orð til að sýna fram á að þær munu verða hans eign.

David gerði þetta töluvert lengur en sex mánuði en alveg frá unglingárum hans hafði hann haft áhuga sadískum gjörðum þar sem hann átti mikið af klámblöðum sem innihéldu mjög gróft klám og teiknaði jafnan sjálfur þessar fantasíur.

Fimmti mælikvarðinn. DSM-5: Persónuleikaraskanir - Andfélagsleg persónuleikaröskun

Andfélagslega persónuleikaröskun er þannig skilgreind að gerandinn er að brjóta á réttindum annarra og á sér stað allt frá 15 ára aldri. Manneskja sem er með andfélagslega persónuleikaröskun notar endurteknar lygar og blekkir aðra til ánægju eða sér í hag. Sjá ekkert að sér, sýna engin viðbrögð við misnotkun, þjófnað eða meiðsl. Manneskjan getur líka verið með hvatvísi eða skort á áætlanagerð.

David var með andfélagslega persónuleikaröskun, hann laug stanslaust af fórnarlömbunum sínum sem hann var að ná til sín. Oft sagði hann við þær að hann væri lögregla og gæti skutlað þeim heim til dæmis, síðan fór hann með þær heim til sín. David sá ekkert að sér við það sem hann var að gera þegar hann var að misnota konurnar, hann gat aldeilis pyntað konurnar þar til það leið yfir þær eða jafnvel dóu síðan fór hann og losaði sig við líkið eins og ekkert væri eðlilegra.

Sjötti mælikvarðinn, Mindhunter kenningin

Samkvæmt Mindhunter kenningunni þarf morðinginn að hafa framið að minnsta kosti 3 morð á 3 mismunandi stöðum en David uppfyllir þær kröfur kenningarinnar fyllilega. Til að uppfylla skilgreiningu um raðmorðingja þarf hann einnig að eiga tímabil á milli morða en David átti slík tímabil.

Fyrsti þáttur kenningarinnar er að flestir raðmorðingjanna séu hvítir einhleypir karlmenn. Þar sem David var ungur að aldri er hann byrjaði að fremja morðin var hann einhleypur á þeim tíma og átti ekki marga að. Þó á fullorðins árum hafði hann gifst og skilið fjórum sinnum svo dæma má um hvort fyrsti þátturinn einkenni David þar sem hann var einhleypur þegar hann framdi fyrstu morðin sín en giftist þó á fullorðinsárum.

Hann var líklega nokkuð yfir meðalgreind þar sem hann fékk mikið af háum einkunnum en hann fékk hæstu einkunn þegar hann útskrifaðist úr flugvirkjanámi á fullorðinsárum. Var honum lýst sem klárum og yfirburðar nemanda og er það lýsandi fyrir annan liðinn í kenningunni.

Þrátt fyrir góða greind og velgengni í skóla námslega séð átti hann í erfiðleikum með samskipti og átti síðar gloppóttan atvinnuferil þar sem hann átti erfitt með að haldast í vinnu og hvarf reglulega frá heimili sínu til að sækja sér svarta vinnu sem honum bauðst til að redda sér fyrir horn. Í þriðja lið er reiknað með að morðingjarnir eigi erfitt með nám þrátt fyrir góða greind sem virðist þó ekki eiga við um David.

Fjórði liður á þó vel við hann þar sem mörg vandamál áttu sér stað innan fjölskyldu hans á uppeldisárum svo sem vanræksla, ástleysi, fíkniefnaneysla, áfengisneysla og líkamlegt ofbeldi af hendi foreldra hans og frænku.  Samskipti á milli foreldra hans voru slæm og mikið ofbeldi átti sér stað þeirra á milli. David fluttist á milli ömmu sinnar og afa í föðurætt og móðurætt og fékk á hvorugum staðnum ást umhyggju og hlýju heldur í raun andstæðu þess. David fékk litla sem enga athygli nema þegar hann var skammaður. Honum var hafnað af föður sínum nema eina tengingin sem hann fékk við hann var þegar hann sýndi honum ofbeldisfullt klám. Þó er tekið fram í kenningunni að algengt er að raðmorðingjarnir alist upp hjá einstæðum mæðrum sínum en það er ekki lýsandi fyrir David.

Fimmti liður lýsir langri sögu geðrænna vandamála í fjölskyldu, en fjölskylda Davids átti sér sögu um geðræn vandamál svo sem alkóhólisma og fíknivanda. Frænka Davids sem misnotaði hann virtist einnig hafa átt sambærilega reynslu og David á uppeldisárum sínum svo ætla má að það sem gerðist inni á heimili Davids var einnig að eiga sér stað að einhverju leyti hjá öðru skyldfólki hans. Því má gera ráð fyrir einhverskona geðrænum vandamálum þar einnig.

Í sjötta lið er vísað til þess að morðingjarnir hafi orðið fyrir misnotkun bæði andlega, líkamlega og kynferðislega en allir þessir þættir lýsa uppeldisárum Davids. Hann átti hvergi skjól í raun þar sem hann varð einnig fyrir grófu einelti í skóla. Gróf misnotkun sem David varð fyrir hafði skýr merkjanleg áhrif á hegðun hans á unglings og fullorðinsárum.

Sjöundi liður kenningarinnar er þó kannski ekki jafn skýr hjá David en þar er því lýst að vegna yfirþyrmandi móður, myndi þeir djúpt hatur í garð kvenna. Þó er ekki ljóst hvort móðir Davids hafi verið mjög yfirþyrmandi en ljóst er að hún var lítið sem ekkert til staðar fyrir hann en flest bendir til  að um vanrækslu hafi verið að ræða. Einnig er það tekið fram að neikvæðar tilfinningar geta mótast í garð fjarlægra og fjarverandi feðra og má leiða líkur að því að það hafi verið tilfellið hjá David. Eina tengingin sem hann fékk við pabba sinn var í gegnum gróft klám og er það líklega eina tengingin sem hann myndaði við nokkra manneskju almennt í æsku. Þó bendir ekkert til þess að hann hafi lent í útistöðum við yfirmenn sína nema það að hann átti erfitt með að haldast í starfi.

Áttundi liður á þó ekki við um David þar sem kerfið hefur líklega brugðist honum. Í þeim lið er tekið fram að morðingjarnir eiga við geðræn vandamál að stríða sem börn en ætla má að það hafi átt vel við David. Þó lenti hann seint í kerfinu þar sem hann var ekki settur á munaðarleysingjaheimili né unglingaheimili og var mjög seint dæmdur í fangelsi fyrir alla þá ofbeldisverknaði sem hann framdi. En í áttunda lið er reiknað með að morðingjarnir hafi snemma lent í útistöðum við kerfið.

Í níunda lið er því lýst að vegna mikillar einangrunar og haturs þeirra á samfélaginu eru þeir oft í sjálfsmorðshættu sem unglingar en slíkar upplýsingar virðast ekki vera fyrir hendi. Þó braust út mikil reiði innra með honum.

Tíundi liður lýsir David mjög vel þar sem hann sýndi mikinn og viðvarandi áhuga á ofbeldisfullri kynlífshegðun og var með sérstakan áhuga á ofbeldisfullu klámi og pyntingum sem hann  síðan framkvæmdi endurtekið.

Heimildaskrá

 

  1. Blundell, N. (2010). Serial Killers: The World’s Most Evil. Grub Street Publishers.

  2. Inga Kristjánsdóttir. (2019, 5. ágúst). Illverk. https://illverk.is/.

  3. Morbid: A True Crime Podcast, Episode 20: David Parker Ray AKA “The Toy Box Killer” Morbid: A True Crime Podcast, Episode 21: The Toy Box Killer & All His Pals Part 2.

  4. David Parker Ray: The Toy Box Killer (Full Documentary). (2019). Sótt 4. nóvember 2020 af https://www.youtube.com/watch?v=nwwhd7VzFLI&feature=youtu.be&t=2312.

  5. David Parker Ray’s Audio Tape Transcript. (2012, 10. ágúst). David Parker Ray’s Audio Tape Transcript. Sótt 4. nóvember 2020 af http://thinkingaboutphilosophy.blogspot.com/2012/10/david-parker-rays-audio-tape-transcript.html.

  6. David, S., Wing, W. og Stanley, S. (2019, 25. nóvember). Case Studies On David Parker Ray WOW Essays. Sótt 4. nóvember 2020 af https://www.wowessays.com/free-samples/case-study-on-david-parker-ray/.

  7. david-parker-ray-and-cindy-hendy.jpg (900×477). (e.d.). Sótt 4. nóvember 2020 af https://allthatsinteresting.com/wordpress/wp-content/uploads/2020/09/david-parker-ray-and-cindy-hendy.jpg.

  8. Margaritoff, M. (2020, 29. ágúst). When She Found Out Her Boyfriend Was A Serial Killer, She Helped Him Find New Victims. Sótt 4. nóvember 2020 af https://allthatsinteresting.com/cindy-hendy.

  9. Montaldo, C., Crime, I. F. I. og Montaldo,  fraud our editorial process C. (2019, 16. ágúst). David Parker Ray Kidnapped Women, Enslaved, and Raped Them. Sótt 4. nóvember 2020 af https://www.thoughtco.com/profile-of-serial-rapist-david-parker-ray-973147.

  10. Muro, M. (2020, 29. júní). How „Toy Box Killer“ David Parker Ray And Cindy Hendy Tortured Women | Crime News. Sótt 4. nóvember 2020 af https://www.oxygen.com/killer-couples/crime-news/how-toy-box-killer-david-parker-ray-and-cindy-hendy-tortured-women.

  11. TheFamousPeople.com. Who was David Parker Ray? Everything You Need to Know. (e.d.). Sótt 4. nóvember 2020 af https://www.thefamouspeople.com/profiles/david-parker-ray-36371.php.

RIDGWAY, Gary Leon - Green River Killer

Gary Ridgway.

Gary Ridgway.

Rebekka Steinarsdóttir, Katrín Hrönn Harðardóttir, Tinna Rós Sigurðardóttir, María Ýr Leifsdóttir

Kynning efnis

Gary Leon Ridgway.

Gary Leon Ridgway.

Gary í fangagallanum.

Gary í fangagallanum.

Heimild: https://www.google.com/search?q=green+river+killer+red+prison+suit&tbm=isch&hl=is&sa=X&ved=2ahUKEwiNrNGX6uvsAhUY7xoKHR3LAG8QBXoECAEQEw&biw=837&bih=684#imgrc=hl7flaHyywgyMM .

Gary Leon Ridgway er þekktur sem hinn afkastamesti raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna. Hann fékk viðurnefnið „Green River Killer“ sökum þess að fyrstu fimm líkin fundust í ánni Green River í vesturhluta Bandaríkjanna. Morðin áttu sér stað á tímabilinu 1980-1998 en grunur liggur fyrir að hann hafi verið að myrða fram að árinu 2001. Ridgway var handtekinn árið 1982 og aftur árið 1984 fyrir kaup á vændi og ofbeldi. Lögreglumennirnir sem handtóku Ridgway grunuðu hann sem morðingjann á fórnarlömbunum sem fundust í Green River. Í kjölfarið var hann beðinn um að taka lygamælapróf (e. polygraph test) sem hann stóðst.

Fórnarlömb hans voru allra helst konur í kynlífsvinnu eða ungar stelpur sem höfðu strokið að heiman (e. runaways). Árið 2001 sem var þá 20 árum frá því að fyrsta Green River morðið var uppgötvað hófst leitin af Green River Killer morðingjanum á ný þökk sé rannsóknarlögreglumönnunum Reichert og Kraske. Myndað var sérstakt teymi innan King County lögreglunnar af rannsóknarlögreglumönnum og öðrum fagaðilum. Samkvæmt Seattle Times var þetta stærsta lögregluteymi sem hefur verið síðan Ted Bundy rannsóknin átti sér stað 10 árum áður. Bundy bauð fram aðstoð sína í málinu og mætti segja að hann hafi verið einn af aðalráðgjöfunum í leitinni að Green River Killer. Árið 2001 með þróun lífsýna (e. DNA) var hægt að rekja hársýni og sáðlát af morðvettvöngum til Ridgway og hafði lögreglan því áreiðanleg sönnunargögn til þess að handtaka hann.

Þann 5. nóvember árið 2003 náði Ridgway að komast undan því að fá dauðarefsingu með því að játa á sig morðin á alls 48 konum, sem flestar voru myrtar á árunum 1982 til 1984. Ennfremur þurfti Ridgway að vinna með yfirvöldum og hjálpa þeim að staðsetja hvar líkin sem ekki höfðu verið fundin voru. Ridgway játaði þó að hafa myrt 71 ungar konur en var sakfelldur fyrir 48 morð. Grunur liggur þó á að tala fórnalamba gæti verið hátt í 90 í heildina. Ridgway var að lokum dæmdur með 48 lífstíðardóma án möguleika á skilorði. Einnig bættust við 10 ár ofan á 480 ára lífstíðardóm hans fyrir það að eiga við öll líkin. Árið 2011 fannst annað lík sem var hægt að rekja beint til hans og í kjölfar þess fékk hann annan lífstíðardóm til viðbótar við hina 48. Gary Ridgway er enn á lífi í dag og afplánar dóm sinn í Washington State fangelsi í Walla Walla, Washington. Hann er 71 ára.

1200x0.jpg
Picture 1.png

Heimild: https://www.google.com/search?q=green+river+killer+prison+photo+and+details+about+him&tbm=isch&ved=2ahUKEwi44ovM6uvsAhUF4oUKHeagCVcQ2-cCegQIABAA&oq=green+river+killer+prison+photo+and+details+about+him&gs_lcp=CgNpbWcQAzoECCMQJzoECAAQEzoICAAQBRAeEBM6CAgAEAgQHhATUKW4AViS7wFgjfEBaABwAHgAgAF8iAHXGJIBBDM0LjKYAQCgAQGqAQtnd3Mtd2l6LWltZ8ABAQ&sclient=img&ei=cymkX_jcL4XElwTmwaa4BQ&bih=684&biw=837&hl=is#imgrc=Ze5zvSZ9-JnJtM .

Gary Ridgway byrjaði að fremja glæpi fremur ungur. Þegar hann var aðeins 16 ára gamall stakk hann sex ára gamlan strák í síðuna. Hann labbaði í burtu hlæjandi og sagði „ég hef alltaf velt því fyrir mér hvernig það væri að drepa aðra manneskju.“ Ungi strákurinn lifði árásina af og var Ridgway ekki handtekinn fyrir glæpinn. Hann stundaði íkveikjur ásamt því að pynta og drepa dýr. Eins og áður var nefnt er Gary Ridgway þekktur sem einn afkastamesti raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna. Fórnarlömbin hans voru allra helst konur í kynlífsvinnu eða ungar konur sem höfðu strokið að heiman.

Aðferðin

Ridgway eyddi auðsjáanlega miklum tíma í að skipuleggja glæpi sína. Hann valdi sér fórnarlömb sem auðvelt væri að ná til og yrði ekki saknað strax. Ásamt því að hafa óbeit af konum í kynlífsvinnu gat hann auðveldlega fengið þær til að koma með sér. Það sama gilti um ungar stúlkur sem struku að heiman. Hann taldi að meiri líkur væru að þessar konur yrðu aldrei tilkynntar týndar. Hans orð voru „Ég valdi vændiskonur af því ég hélt að ég gæti drepið eins margar og ég vildi án þess að nást.“ Þessi ástæða telst þó ekki vera sú eina fyrir því að hann valdi vændiskonur sem eina tegund fórnarlamba sinna. Hann sagðist einnig hata þær og vildi ekki borga þeim fyrir kynlíf, ef hann dræpi þær þá gæti hann fengið peningana sína til baka. Það var auðvelt fyrir hann að nálgast konur í kynlífsvinnu því hann þurfti einungis að sækjast í þjónustu þeirra og þykjast vera í viðskiptum við þær. Hann þurfti þó að leggja meiri vinnu í að öðlast traust þessara og til þess var hann sem dæmi með mynd af syni sínum í veskinu sínu. Myndin var auðsjáanleg þegar hann sýndi stelpunum skilríkin sín og öðlaðist hann þannig traust þeirra sem „venjulegur“ fjölskyldumaður. Einu sinni gekk hann svo langt að fá stelpu upp í bílinn sinn þegar hann var með son sinn í för með sér en hann lét son sinn þá bíða í bílnum á meðan hann fór með stelpuna út í skóg til að nauðga henni og myrða hana að lokum.

Hann kyrkti fórnarlömb sín því honum fannst skotvopn vera sóðaleg, hávær og ekki nægilega persónuleg. Hann notaði oftast hendurnar en stundum notaði hann aðra hluti eins og reimar, sokkabuxur eða annað sem hann gat fundið til þess að kyrkja þær. Hann stundaði kynlíf með þeim og eftir nokkrar mínutúr vafði hann framhandleggnum utan um háls þeirra og notaði hina hendina til að toga eins fast aftur á bak og hann gat þar til þær hættu að anda. Hann drap flest fórnarlömb sín á heimili sínu, vörubíl sínum eða á afskekktu svæði.

Hann losaði sig oftast við líkin á stöðum þar sem aðgengi var auðvelt svo hann gæti heimsótt þau aftur til að stunda kynlíf með þeim. Ridgway hafði afbrigðilega kynferðislega löngun að hafa samfarir við líkin og segir hann sjálfur að hann hafa þurft að losa sig við þau fjær heimili sínu svo hann myndi vonandi á endanum hætta því.

Ridgway var skipulagður þegar kom að því að villa fyrir lögreglunni til dæmis með því að færa líkin á annan vettvang en morðið átti sér stað. Í sumum tilfellum kom hann sígarettustubbum fyrir á morðvettvangi eða öðrum hlutum í eigu annarra sem átti að villa fyrir lögreglunni við rannsókn málsins. Einnig skipti hann um dekkin á bifreið sinni svo ekki væri hægt að rekja dekkjaför sem mögulega gætu fundist á morðvettvangi til hans. Hann fékk konurnar til þess að nota salernið rétt áður en þau stunduðu kynlíf þar sem hann vissi að látin manneskja gæti ekki haldið í sér líkamsvessum eins og þvagi og hægðum.

Fórnarlömbin.

Fórnarlömbin.

Heimild: https://www.google.com/imgres?imgurl=https%3A%2F%2Fs.hdnux.com%2Fphotos%2F24%2F47%2F20%2F5403651%2F5%2FrawImage.jpg&imgrefurl=https%3A%2F%2Fwww.seattlepi.com%2Fseattlenews%2Farticle%2FGreen-River-Killer-Gary-Ridgway-s-victims-in-4954284.php&tbnid=pyyg_MyLILzq5M&vet=12ahUKEwit-7fwqNjsAhUWs6QKHR3xDt8QMygDegUIARCFAQ..i&docid=T3qbc_POuKyeaM&w=1720&h=960&q=the%20green%20river%20killer&ved=2ahUKEwit-7fwqNjsAhUWs6QKHR3xDt8QMygDegUIARCFAQ .

Endir málsins

Eins og áður kom fram var Gary Ridgway sakfelldur fyrir 49 morð á konum á árunum 1982 – 1998 í Washington fylki. Hann náði að forðast handöku þar til 2001 þegar rannsóknarlögreglumaðurinn Dave Reicher bað um að gömul sönnunargögn yrðu endurskoðuð með nýþróaðri lífsýna (e. DNA) tækni. Í greiningunni kom fram samsvörun milli sönnunargagna frá fórnarlömbunum og Rigdway. Hann var handekinn 30. nóvember 2001 þegar hann var að fara heim úr vinnunni. Hann var ákærður fyrir fjögur morð í desember 2001. Hræddur við að fá dauðarefsingu gerði Rigdway samning við rannsóknalögreglumenn um að sýna þeim hvar hann hefði falið lík kvennanna sem aldrei höfðu fundist ásamt því að játa á sig sök í framtíðar málum þar sem játning hans gæti verið rökstudd með sönnungargögnum. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2003 eftir að hafa framið fleri morð en nokkur annar raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna. Eiginkona hans Judith Mawson sleit öllu sambandi við hann eftir að hann játaði að hafa framið morðin. Hann reyndi ítrekað að hringja og skrifa henni bréf úr fangelsi en hún svaraði þeim aldrei og sótti um skilnað. Sonur hans hefur ekki rætt opinberlega um föður sinn síðan 2003 þá 28 ára og er ekki vitað hvort hann hélt einhverju sambandi við hann.

Hann afplánar nú dóm sinn í Washington State fangelsi þar sem hann mun vera þar til hann deyr. Hann er aðskilinn öðrum föngum vegna frægðar og eigin öryggis. Hann er í klefa sínum í 23 klukkustundir á dag og fær að fara út í eina klukkustund fimm sinnum í viku.

 

Persónan sjálf

Picture 1.png

Heimild: https://www.google.com/imgres?imgurl=https%3A%2F%2Fstatic.thegatewaypundit.com%2Fwp-content%2Fuploads%2FGary-Ridgway-Green-River-Killer.jpg&imgrefurl=http%3A%2F%2Fwww.hideoutnow.com%2F2020%2F04%2Ffamily-forced-to-relive-horror-as-far.html&tbnid=GrxZ8QWfktzVDM&vet=12ahUKEwit-7fwqNjsAhUWs6QKHR3xDt8QMyhhegQIARB5..i&docid=geFVs38OD_WlqM&w=1200&h=600&q=the%20green%20river%20killer&ved=2ahUKEwit-7fwqNjsAhUWs6QKHR3xDt8QMyhhegQIARB5 .

Gary Leon Ridgway eða „Green River Killer“ er fæddur árið 1949 í Salt Lake City, Utah í Bandaríkjunum og flutti síðan til Washington. Ridgway ólst upp með foreldrum sínum, Thomas Newton Ridgway og Mary Rita Ridgway ásamt bræðrum sínum tveimur. Faðir hans starfaði sem bílstjóri og kvartaði oft á tíðum undan konum sem störfuðu við kynlífsvinnu á götum borgarinnar og var Ridgway oft vitni af því sem faðir hans hafði að segja um þessar konur. Faðir hans vann einnig í líkhúsi og sagði hann Ridgway oft sögur frá því að samstarfsfélagar hans áttu kynferðislega við líkin. Þar af leiðandi uppgötvaði Ridgway fyrirbærið líkhneigð (e. Necrophilia) sem varð eitt af blæti Ridgway í framtíðinni. Hann sagði seinna meir að hann hafði alist upp við það að eðlilegt væri að stunda kynlíf með líki.

Ridgway varð fyrir ofbeldi af höndum föður síns ásamt móður sinni. Foreldrar Ridgway voru ekki einungis ofbeldisfullir gagnvart Ridgway og bræðrum hans heldur einkenndist samband þeirra af barsmíðum gagnvart hvort öðru sem Ridgway var oft vitni að. Móðir hans var ströng í uppeldinu og beitti Ridgway tilfinninga-, líkam- og kynferðislegu ofbeldi. Einhverra hluta vegna náði Ridgway aldrei að gera móður sinni til geðs. Á yngri árum Ridgway hafði hann tilhneigingu til að missa þvag í svefni sem móðir hans refsaði honum fyrir með því að þrífa á honum kynfærin fyrir framan aðra sem endaði oft með sáðláti gegn hans vilja. Í kjölfarið fór hann að finna fyrir blendnum tilfinningum gagnvart móður sinni. Ridgway hafði jafn mikla draumóra um að myrða móður sína og að stunda kynlíf með henni. Talið er að Ridgway hafi þróað með sér Ödipusarduld. Ridgway hataði veikleika föður síns og þráði ekkert meira en að hafa meiri stjórn yfir kvenfólki heldur en hann. Satt má segja að uppeldi Ridgway hafi ekki verið upp á marga fiska og hafi haft víðtæk áhrif á hann.

Ridgway var ekki framúrskarandi námsmaður vegna greindarvísitölu hans sem var einungis 82 ásamt því að hann var lesblindur. Eftir að hafa náð að útskrifast úr menntaskóla þá gekk hann í herinn þar sem hann fór að sækjast í konur sem stunduðu kynlífsvinnu. Út frá því fékk hann lekanda sem stoppaði hann þó ekki að sækjast í þjónustu þeirra.  Á þeim tíma var hann giftur fyrstu eiginkonu sinni en hjónaband þeirra entist aðeins í eitt ár. Í öðru hjónabandi hans eignaðist hann einn strák og var ofbeldisfullur gagnvart þáverandi eiginkonu sinni sem endaði að lokum með skilnaði. Ridgway var stranglega kristinn trúaður, las Biblíuna spjaldanna á milli og sóttist í kirkjusamkomur. Ridgway gekk í þriðja og seinasta hjónabandið sitt með Judith Mawson. Hún lýsti Ridgway sem blíðum og ábyrgum einstaklingi sem alltaf væri hægt að stóla á. Fyrrverandi makar hans sögðu hann einnig hafa óhóflega mikinn áhuga á kynlífi og þá sérstaklega á opnum vettvangi sem komst síðar í ljós að það væru þeir vattvangar sem morðin voru framin. Hann þróaði með sér kynlífsfíkn, átti stundum nokkrar kærustur í einu og stundaði einnig reglulega kynlíf við vændiskonur.

Fjölskyldan hans lýsti honum sem vingjarnlegum einstaklingi en samt sem áður skrítnum og feimnum með lítið sjálfstraust sem lét lítið fyrir sér fara. Hans helstu erfiðleikar var að sýna nánd í nánum samskiptum og að upplifa höfnun frá öðrum.

Ridgway vann í verksmiðju við að mála flutningabifreiðar í 32 ár þar til hann var handtekinn. Einnig var hann áhugasamur um starfsemi lögreglunnar og sótti um starf sem lögreglumaður án árangurs. Samstarfsmenn lýstu Ridgway sem metnaðarfullum starfskrafti og þekkti hann alla samstarfsmenn sína nógu vel til þess að heilsa þeim. Það voru þó nokkrar konur sem unnu á sama vinnustað og Ridgway sem sögðu frá því að með honum fylgdi óþægileg nærvera. Hann nálgaðist þær oft að aftanverðu til þess að nudda á þeim axlirnar og reyndu þær þá samviskusamlega að komast undan honum. Óhætt er að segja Rigdway hafði  margar hliðar hvort sem hann var vingjarnlegur og áreiðanlegur við suma og óþægilegur eða ofbeldishneigur við aðra þá gat engin sem þekkti hann órað við þeim hrottalegu gjörðum hans og hugsunum sem seinna mundu líta dagsins ljós.

mælikvarðarnir

 

Fyrsti mælikvarði - Norris 7 fasar

Í Norris mælikvarðanum eru 7 fasar, hugrofsfasi, veiðifasi, biðilsfasi, handtökufasi, morðfasi, minjagripsfasi og þunglyndisfasi. Til þess að Norris mælikvarðinn eigi við Gary Ridgway þá þurfa allir fasar að standast.

Ridgway átti í erfiðu sambandi við móður sína. Sem unglingur pissaði Ridgway oft undir og var það móðir hans sem þreif eftir hann. Þá þreif hún ekki bara rúmið heldur gekk hún svo langt að þrífa alltaf kynfærin hans líka. Í eitt skipti þegar hún var að þrífa kynfærin hans þá var hún nakin undir slopp. Sloppurinn opnaðist og Ridgway sem unglingur upplifði þá misvísandi tilfinningar gagnvart móður sinni. Hún var einnig að segja mikið frá kynferðislegum sögum og var langoftast í fötum sem sýndu mikið hold. Ridgway segir að allt þetta og meira til hafi leitt til þess að hann hafi ímyndað sér að hafa samfarir með móður sinni, næstum eins oft og hann ímyndaði sér að myrða hana. Þetta gæti fallið undir hugrofsfasann. Næst er það veiðifasinn og biðilsfasinn. Ridgway var skipulagður þegar kom að veiðitímabilinu, hann valdi sér oft fórnarlömb á þann hátt að auðvelt væri að nálgast þau og lokka inn í bílinn sinn. Sem dæmi voru fórnarlömbin hans oftast vændiskonur eða ungar stúlkur sem höfðu strokið að heiman.

„Veiðistaðirnir“ voru því sem dæmi götuhorn þar sem hægt væri að finna vændiskonur og þá lokkaði hann þær inn í bílinn sinn með því að þær héldu að hann væri í viðskiptum við þær. Hann þurfti að undirbúa sig betur fyrir ungu stúlkunum með það í huga að öðlast traust þeirra, þá hafði hann komið fyrir mynd af syni sínum í veskinu. Þær fengu innsýn inn í líf hans þegar hann sýndi þeim skilríkin sín og þá leit hann út fyrir að vera ósköp „venjulegur“ fjölskyldumaður sem hægt væri að treysta. Hann gekk jafnvel svo langt að hann tók son sinn með og lét hann bíða í bílnum á meðan hann lokkaði konurnar og stúlkurnar út í skóg. Oft eyddi hann mörgum klukkutímum í eftirför á konunum áður en hann lét til skarar skríða, þar sem hann vildi vera viss um að engin vitni væru til staðar. Glæpirnir áttu sér stað annað hvort í bílnum hans, afskekktu svæði eða inni á heimili hans. Í mörgum tilfellum þá myrti hann þær meðan hann var að nauðga þeim, þá kyrkti hann fórnarlömbin sín með berum höndum og má þessu bendla við handtökufasann. Talið er að morðin hans séu ekki einungis „lyfjafíkn“ hans heldur líka skemmtun hans.

Ridgway tók ekki með sér minjagripi enda var dagleg minning af glæpunum hans inni á heimilinu hans þar sem hann framdi marga af glæpunum. Kannski mætti tengja minjagripsfasann við það að hann heimsótti aftur líkin til þess að nauðga þeim. Hann kom líkunum þannig fyrir að þau væru falin en passaði samt að hann hefði auðveldan aðgang að þeim. Varðandi þunglyndisfasann þá má rekja til þess að í þriðja og seinasta hjónabandinu hans þá hafa einungis þrjú morð verið bendkuð við það tímabil frá því hann giftist og fram að því að hann var settur bak við lás og slá. Við veltum því fyrir okkur hvort þriðja hjónabandið hafi gefið honum einhverja hamingju og vellíðan, kannski eitthvað sem hann fékk ekki úr fyrstu tveimur hjónaböndunum og þar af leiðandi fækkuðu þunglyndistímabilunum og þörfin að nauðga og að myrða væri ekki jafn sterk.

Annar mælikvarði - DSM-5 - Andfélagsleg persónuleikaröskun

Andfélagsleg persónuleikaröskun gæti átt við Gary Ridgway. Hann byrjaði ungur að fremja glæpi eins og íkveikjur og einnig drap hann dýr. Í yfirheyrslu hjá lögreglu þá talaði Ridgway um að hann haldi að hann hafi framið morð á yngri árum. Hann sagðist ekki vera viss en minnist þess að hafa drekkt ungum dreng í stöðuvatni. Það sem er einnig áhugavert við það er að opinberar skrár frá því ári sem hann segist hafa drekkt unga drengnum, þá voru tveir ungir strákar sem drukknuðu í sama stöðuvatni. Hann man þó vel eftir því að hafa verið 16 ára og stungið 6 ára gamlan strák úti í skógi eftir skóla. Ungi strákurinn lifði af og Ridgway var aldrei handtekinn fyrir árásina.

Ridgway var hins vegar ábyrgur í vinnu og samkvæmt DSM-5 um andfélagslega persónuleikaröskun þá fellur það ekki saman, þar sem óábyrgur í vinnu er eitt af einkennunum. Samstarfsmenn lýstu honum sem duglegum starfsmanni og að hann hafi viljað standa sig vel í þeim verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur.

Það má sjá að glæpir hans voru vel úthugsaðir að mörgu leyti. Fórnarlömbin sem hann valdi sem dæmi, vændiskonurnar eða ungar stelpur og oftar en ekki höfðu þær strokið að heiman. Eftir að hafa losað sig við líkin hafði hann mikla vinnu fyrir því að blekkja lögregluna. Hann kom oft fyrir hlutum frá öðru fólki til dæmis sígarettustubbum, einhverju með skrift annarra og fleira til að villa fyrir lögreglunni. Hann skipti einnig um dekk á bílnum sínum ef hann skildi eftir sig dekkjafar á vettvangi þar sem hann losaði sig við líkin.

Ridgway sýndi kæruleysi gagnvart öryggi eða tilfinningum eiginkonu sinnar Marcia, sem var eiginkona númer tvö. Eitt kvöldið kom hann að aftan henni og kyrkti hana. Marcia öskraði og barðist á móti og þegar Ridgway sleppti loksins taki á henni þá hljóp Ridgway hratt í burtu í von um að geta sannfært að þetta hafi verið einhver annar en hann. Það var eins og hann hafi verið að æfa sig á henni þar sem hann var oft að læðast upp að henni og bregða henni, æfa sig í því að fara eins hljóðlátt aftan að manneskju og hann gæti.

Hann sýndi litla eftirsjá varðandi glæpina sem hann framdi. Fleiri lík fundust á sama svæði og Rigdway losaði sig við sín fórnarlömb. Ekki var hægt að bendla hann við þau morð. Ridgway fannst fráleitt að vera grunaður um þau og þegar hann var spurður afhverju þá var svarið hans: „Af hverju? Hvað ef morðið er ekki mitt? Þar sem ég hef stolt í því sem ég geri, ég vil ekki taka það frá einhverjum öðrum.“ Einnig talar um að „kynlífið“ við líkin hafi verið frítt og sagði „Ég þurfti ekki að borga fyrir það. Ég drap hana.“

Þriðji mælikvarði -Stone 22 listinn

Ridgway leit ekki á fórnarlömbin sín sem fólk, heldur sem leið til að uppfylla kynferðislegar afbrigðilegar áráttur sínar. Hann fór með fórnarlömbin á afskekktan stað, stundaði samfarir með þeim án þeirra samþykkis og drap þau með því halda þeim í kyrkingartaki en síðar fór hann að nota reipi, belti, sokka eða jafnvel boli þegar hann áttaði sig á því að fórnarlömbin gætu hugsanlega skilið eftir sig áberandi varnar áverka á honum. Þegar hann náði fórnarlömbum sínum var ætlunin hans alltaf að drepa þau sama hvernig hann gerði það.

Stone mælikvarðinn mælir illsku morðingja sem Michael Stone setti á laggirnar undir áhrifum Dante. Samkvæmt Stone mælikvarðanum er Ridgway flokkaður undir “Serial killers, tortures, sadists” í flokki 18 sem pyntinga-morðingi þótt að pyntingarþátturinn sé ekki sérstaklega lengdur. Morðaðferð Ridgway var ekki fljótleg og sársaukalaus heldur pyntaði hann fórnarlömbin sín sem leiddi til lífláts. Þess vegna er honum raðað upp í flokk 18 á Stone mælikvarðanum. Í viðtali var hann sjálfur spurður hvar hann myndi flokka sjálfan sig frá einum upp í fimm á hversu illur (e. scale of evil) hann væri. Hans svar var: “Á skalanum þremur; fyrst og fremst drap ég þær, ég pynti ekki, þær fóru (dóu) hratt.” Sem útskýrir hvað hann er ekki í takt við raunveruleikann því pyntingin sem hann beitti konunum varð til þess að þær misstu líf sitt. Þótt pyntingarnar hafi kannski ekki varað lengi var meginmarkmið hans alltaf að drepa fórnarlömbin til að uppfylla afbrigðilegu þarfir sínar.

Fjórði mælikvarði - Emerick Hringkenningin

Hringkenningin hefur verið yfirfærð á morðingja sem hafa einnig upplifað skaðlegt uppeldi. Kenningin er í 9 þrepum; vænting höfnunar, særðar tilfinningar, neikvæð sjálfsmynd sem sjálfsvorkunn, óheilbrigð aðlögun, frávikskenndar fantasíur, þjálfunarferlið, glæpurinn sjálfur, tímabundin eftirsjá og réttlæting. Eftir að hafa klárað þrepin níu hringsnýst hegðunin.

Vænting höfnunar
            Þegar Ridgway var yngri hafði hann tilhneigingu til að missa þvag í svefni. Móðir hans refsaði honum með því að þrífa á honum kynfærin sem leiddi til þess að hann gaf frá sér sáðlát gegn hans vilja. Móðir Ridgway niðurlægði hann einnig sífellt fyrir framan aðra fjölskyldumeðlimi. Hún gaf honum strangt uppeldi og hann náði aldrei að gera henni til geðs. Uppeldið frá móður hans einkenndist af and-, líkam- og  kynferðislegu ofbeldi. Fyrir vikið fann Ridgway fyrir miklu hatri í garð móður sinnar og talið er að Ridgway hafi þróað með sér Ödipusarduld. Vænting höfnunar er sú hræðsla við að fá höfnun frá öðrum sem hægt er að tengja við uppeldið sem Ridgway fékk frá móður sinni. Uppeldi Ridgway hafði mikil áhrif á hann sem gæti verið líklegasta útskýringin fyrir því af hverju hann átti erfitt með að fá höfnun og treysta öðrum. Samkvæmt kenningunni bælir hann þessar tilfinningar niður.

Særðar tilfinningar
            Er afleiðing af fyrri reynslu þar á meðal hræðslu við höfnun. Ridgway fer að sýna fórnarlambshegðun með því að líta á sjálfan sig sem fórnarlamb en ekki raunverulegu fórnarlömbin sem hann leitaði upp og drap.
Tilfinningarnar sem hann hefur bælt niður fara að snúast meira um að hann sé fórnarlambið. Þrátt fyrir blendnar tilfinningar gagnvart móður sinni hafði hann sterka löngun að vera með meiri stjórn yfir konum heldur en faðir hans. Ridgway beindi sinni hefnd yfir á ungar konur í kynlífsvinnu sem hann hafði leitað uppi. Í kjölfarið orðið sama um eigið líf og fór að sýna áhættuhegðun.


Neikvæð sjálfsmynd
            Neikvæð sjálfsmynd kemur í beinu framhaldi af særðum tilfinningum. Birtingarmynd neikvæðrar sjálfsmyndar er annars vegar þegar gerandinn fer í sjálfsvorkunn og hinsvegar dulin neikvæð sjálfsmynd sem snýr sjálfsvorkunninni við. Dulin neikvæð sjálfsmynd er þegar viðkomandi fer að kenna öðrum um heldur en að taka ábyrgð á sínu eigin lífi.
Andúð hans gagnvart fórnarlömbunum sem hann leitaði uppi er talið stafa af uppeldi móður Ridgway í garð hans sem barn og með morðunum hafi hann verið að styrkja eigin sjálfsmynd eftir fyrri reynslu.

Óheilbrigð aðlögun
            Hann reynir að halda veikleikum sínum í skefjum fyrir öðrum en er þó með einkennandi hegðun. Ridgway eignaðist nokkra maka í gegnum tíðina sem gerðu sér ekki grein fyrir því hvað hann væri að fela né hvernig mann hann hafði að geyma. Fyrrverandi makar hans lýstu því fyrir að hann hafi haft óhóflega mikinn áhuga á kynlífi og að hann vildi helst stunda kynlíf á opinberum vettvangi. Þessi einkennandi hegðun varð til þess að hann þróaði með sér kynlífsfíkn. Hann átti oft á tíðum nokkrar kærustur í einu en stundaði þó reglulega kynlíf við konur í kynlífsvinnu. Hann fyrirleit konur í kynlífsvinnu, undir niðri varpaði hann sínu eigin óöryggi og göllum á þær en hélt áfram að sækjast í þær. Hann þurfti óhóflegt mikið magn af kynlífi til að fá sínu framgengt, sem fór úr kynlífi yfir í ofbeldiskynlíf yfir í morð og að eiga við líkin.

Frávikskenndar fantasíur
            Frávikskenndar fantasíur koma svo í kjölfarið af óheilbrigðri aðlögun. Núna getur hann sýnt vald, stjórn sem og hefnd og jafnvel fengið athygli sem hann hefur aldrei fengið síðan úr barnæsku. Hann gleymir neikvæðu sjálfsmynd sinni og öllum þeim veikleikum sem hann hefur. Því loksins er hann æðri öðrum. Hægt er að álykta að þær tilfinningar sem hann fann eftir að hafa myrt saklausar konur varð því líklega eldsneytið sem keyrði hann áfram og viðhélt hegðun hans að vilja myrða aftur.

Þjálfunarferlið
            Þjálfunarferlið er þar sem flestir morðingjar nást því hegðunin er orðin sýnilegri fyrir öðrum. Í þjálfunarferlinu fara morðingjar að æfa sig, undirbúa sig fyrir komandi tímum og útvega sér vopn til að drepa með og fórnarlömbin leituð uppi. Ridgway byrjaði ungur í þjálfunarferlinu með því meðal annars að elta stelpur, sat um þær og einnig stundaði hann dýraníð. Þegar hann var aðeins 16 ára gamall reyndi hann tilraun til manndráps á sex ára ungum strák til þess eins að vita hvernig það væri að drepa. Blessunarlega lifði drengurinn hnífstunguna af. En á eldri árunum fór hann að æfa sig á fyrrverandi eiginkonu sinni með með því að læðast upp að henni og í kjölfarið kyrkti hann hana nánast til dauða en náði að halda aftur af sér því hann var fullviss um að hann yrði gómaður ef hann myndi fara alla leið. Aðeins einu ári seinna skildi hann við síðarnefndu fyrrverandi eiginkonu sína og fyrsta fórnarlamb hans var síðar uppgötvað. Ridgway var skipulagður en hann beindi spjótum sínum aðallega að ókunnugum sem lögreglan var ólíkleg til að tengja beint við hann. Konur í kynlífsvinnu voru þar á meðal. 

Glæpurinn sjálfur
            Er sjöunda þrepið er sem er eðlileg afleiðing af síðarnefndu þrepum. Glæpurinn er framkvæmdur í nokkrum skrefum. Til dæmis fyrst á lægri dýrategundum sem færist oftast síðan yfir á menn sem er gott dæmi um Ridgway. Eins og áður kom fram byrjaði hann á yngri árum sínum að drepa dýr sem æxlaðist yfir í að stinga sex ára gamlan strák til þess eins að vita hvernig það væri að drepa, sem gekk ekki hjá honum í þetta skiptið.
Á efri árum hans fór hann að drepa konur í kynlífsvinnu sem hann er þekktur fyrir í dag. Ridgway gat eytt klukkustundum saman í leit af fórnarlömbum sínum og varð hann ofbeldisfullur þegar hann var fullviss um að engin merki bæri um vitni. Ridgway drap fórnarlömbin sín með kyrkingartaki til að geta fundið fyrir því þegar þær dóu. Fimm fyrstu líkin setti hann í Green River ánna en myndi á endanum skilja líkin eftir á ýmsum öðrum útivistarsvæðum til þess að koma í veg fyrir að aðrir myndu finna líkin og svo hann gæti síðar misþyrmt líkunum. Til að sannfæra konurnar um að hann væri ekki “Green River” morðinginn myndi Ridgway beita fjölda aðferða til að auka traust þeirra. Til dæmis með því að gefa þeim bjór og sýna konunum myndir af syni hans. Nokkrum sinnum hafði hann son sinn með í eftirdragi til að leita af fórnarlömbum. Sonur hans myndi þá bíða í bílnum á meðan Ridgway leiddi konurnar í skóginn.

Picture 1.png

Heimild: https://www.google.com/search?q=green+river+killer+cries&tbm=isch&hl=is&sa=X&ved=2ahUKEwi8z9-o6uvsAhVMaBoKHe0HBmEQBXoECAEQEw&biw=837&bih=684#imgrc=T2aEufgvK1EZoM .

Tímabundin eftirsjá

Tímabundin eftirsjá er þegar morðingjar hlutgera fórnarlömbin sín. Ridgway leit á sjúklega verknaðinn sinn eins og færibandsvinnu svo andlit og einnig nöfn fórnarlambanna skiptu því honum engu máli. Hann vildi drepa eins margar konur í kynlífsvinnu og hann gæti. Í réttarsalnum sýndi hann einhverja eftirsjá með tárum og baðst afsökunar á gjörðum sínum en líklegt er að hann hafi einungis verið að vorkenna sjálfum sér.

Heimild: https://youtu.be/PMznDwAbGCM .

Hér má sjá Ridgway fella tár eftir að hafa heyrt faðir einnar af fórnarlömbunum tjá sig um að hann hefur fyrirgefið Ridgway fyrir gjörðir sínar. Það gæti verið að Ridgway hafi orðið snortinn vegna samúðar sem hann hefur aldrei áður fundið fyrir.

Réttlæting
Ridgway gaf það skýrt fram hvað hann hataði konur í kynlífsvinnu til að réttlæta gjörðir sínar. Með orðum Ridgway þá leit hann á vændiskonur eins og sjúkdóm sem hann taldi sig eiga lækninguna við. Svo að hann “læknaði” ungar konur frá “lágkúrulega” og “óverðskuldaða” líf þeirra. Konurnar sem hann drap voru ekki bara konur í kynlífsvinnu en í hans huga áttu þær skilið það sem þær fengu. “Ég hata flestar vændiskonur. Ég vildi ekki borga þeim fyrir kynlíf. Ég valdi líka vændiskonur því það var auðvelt að ná þeim, án þess að sjást. Ég vissi líka að þær myndu ekki vera tilkynntar týndar strax og gætu aldrei verið tilkynntar týndar”. Ridgway hélt því einnig fram að hann væri að aðstoða lögregluna með því að drepa konur sem stunduðu kynlífsvinnu vegna þess að lögreglan hafði ekki stjórn á þeim en að hann gæti það.

Afsökunarbréf frá Gary.

Afsökunarbréf frá Gary.

Heimild: https://static.wixstatic.com/media/85e5cc_37d0156717814bc9ad2f6f8fb9be4fef~mv2.png/v1/fill/w_360,h_499,al_c,q_90,usm_0.66_1.00_0.01/85e5cc_37d0156717814bc9ad2f6f8fb9be4fef~mv2.webp .

Fimmti mælikvarði - Cleckley 16

Yfirborðssjarmi / góð „greind“

Við getum nánast fullyrt að Ridgway er snjall þrátt fyrir lága greindarvísitölu. Hann hefði varla komist upp með glæpina í 20 ár ef svo væri ekki. Ridgeway var einnig með mjög einkennandi veiði-, dráps- og förgunarmynstur sem hjálpaði honum að komast hjá handsömun í allan þennan tíma. Hann vísvitandi átti við líkin og förgunarstaði þeirra til að villa fyrir lögreglunni. Hann notaði einnig ítrekað myndir af syni sínum til þess að öðlast traust fórnarlamba sinna. Hann stóð sig þó ekki vel í skóla, átti sérstaklega erfitt með að lesa og þurfti að taka sama bekkinn tvisvar þegar hann var í grunnskóla. Greindarvísitala hans var 82 og þjáðist hann einnig af lesblindu. Hann kom vel fyrir að sögn vina og eiginkvenna og líkaði flestum mjög vel við hann að frátöldum fórnarlömbum hans að sjálfsögðu.

 

Ekkert stress né taugaveiklun

Hann var talinn vera mjög rólegur maður og engin saga um taugaveiklun. Ridgeway stóðst lygamælapróf árið 1984 eftir að nafn hans kom upp í tengslum við morðin. Eftir á að hyggja sögðu rannsóknarlögreglumenn að siðblinda Ridgway hefði hjálpað honum að standast það. Prófið skynjar stress og Rigdway var ekki með neitt, hann sagði síðar: “Ég bara slakaði á og tók prófið.”

 

Ósannsögli og óheiðarleiki

Ridgway hefur alltaf átt í vandræðum með lygar og er sagður vera sjúklegur lygari alveg frá því að hann var barn. Hann var einnig góður að ljúga, eiginkonur hans grunuðu ekkert og trúðu flest öllu sem hann sagði. Hann átti auðvelt með að ljúga og kom það að góðum notum fyrir hann þegar hann var yfirheyrður af lögreglunni. Þeir segja að hann hafi verið svo rólegur og yfirvegaður að hann gæti varla verið þessi ófreskja sem þeir leituðu af.

 

Skortur á eftirsjá eða skömm

Ridgway sagði að hann reyndi lengi að hætta að drepa, hvort það var satt eða ekki getum við ekki fullyrt. Hann sýndi enga eftirsjá eða skömm eftir morðin. Hann sagði rannsóknarlögreglu mönnum að hann hugsaði aldrei um hvernig fórnarlömbum hans liði þegar hann var að drepa þau. Eftir að hann var handtekinn sýndi hann mikla eftirsjá. Grét ítrekað í réttarsal og vildi gera sem mest til þess að hjálpa lögreglumönnum og þeim sem komu að málinu. Við vitum að hann vildi ekki fá dauðarefsinguna og liggur sterkur grunur að þessar miklu tilfinningasveiflur tengdust því að komast hjá henni en ekki því sem hann gerði.

Fátækleg tilfinningarviðbrögð

Hann var með léleg tilfinningaviðbrögð og þá sérstaklega þegar kom að fórnarlömbunum sínum. Eins og nefnt var hér að ofan hugsaði hann ekkert um hvernig þeim leið þegar hann var að myrða þau. Hann leit ekki á vændiskonur og fórnarlömb sín sem manneskjur heldur sem hluti til að fullnægja sýnum afbrigðilegum kynferðislegum þörfum. Ridgway sagði að þegar þær voru látnar voru þær eignin hans. Áhugavert er þó að nefna að samkvæmt fyrrverandi eiginkonu hans Judith Mawson var hann ástmikill og sýndi henni mikla ástúð, hlýju sem og umhyggju. Frásögn fyrri eiginkonu hans Marcia Winslow var þó sú að hann var ofbeldishneigður og vondur eiginmaður. Hverjar ástæðurnar voru fyrir mikilli andstæðu í hegðun eru óljósar. Eins og nefnt var hér að ofan á Ridgway son, hann tók hann með sér í eitt skipti sem hann framdi morð eins og kom fram hér að ofan. Í viðtali við sálfræðing sagði Gary að hann hefði fundið fyrir sektarkennd að hafa tekið son sinn með sér en sagði þó síðar í viðtalinu þegar hann var spurður hvort hann hefði drepið son sinn ef hann hefði séð hann myrða hana sagði Rigdway ,, Nei örugglega ekki, ég veit það ekki“. Sálfræðingurinn spurði hvort hann hefði hugsað um það og svaraði hann því játandi. Þetta sýnir að hann var með fátækleg tilfinningarviðbrögð þegar kom að syni sínum og að hann myndi gera nánast hvað sem er til að forðast handtöku. Ridgway vissi líka sjálfur að hann skorti tilfinningarviðbrögð. Hann var spurður hvort það væri eithvað sem vantaði í hann sem væri í öðru fólki og hann svaraði „Umhyggja“.


Sjötti mælikvarði: Þekktu sjálfan þig – Soundness of mind

            Being of sound mind (soundness of mind) merkir það að hugsun sé það skýr hjá hjá einstakling, þannig að hann viti hvað hann er að gera og sé því ábyrgur fyrir gjörðum sínum. Svoleiðis einstaklingur býr yfir þeim hæfileika að geta greint á milli þess sem er raunverulegt og það sem er óraunverulegt. Slíkur einstaklingur er einnig hæfur til þess að geta greint á milli þess sem er rétt og það sem er rangt á hverjum tímapunkti.

Auðséð er að Gary fellur undir ofangreinda skilgreiningu. Hann vissi nákvæmlega hvaða glæpi hann var að fremja og að hann yrði án efa handtekinn ef það kæmist upp um hann. Hann drap það margar konur að ekkert annað kom til greina en að margfaldur lífstíðardómur mynda bíða hans, jafnvel dauðadómur. Skipulögð hugsun hans á bakvið morðin sem hann framdi sýnir vel hversu viss hann var með það sem hann gerði. Hann var ávallt tengdur raunveruleikanum og hugsaði morðin til enda og gaf sér tíma í að ákveða fyrirfram hvernig morðin skildu fara fram og setti einnig hugsun í eftirmála morðanna. Hann gerði sér grein fyrir hverjar afleiðingarnar yrðu ef hann myndi gefa sig sjálfur fram eða lögreglan myndi leggja tvo og tvo saman og koma upp um hann. Gary var einnig hæfur að greina á milli þess sem er rétt og rangt í þessu lífi og sérstaklega hvað varðar glæpi hans.

 

Heimildir

  1. https://www.parcast.com/blog/2017/9/10/the-green-river-killer-killer-profile?fbclid=IwAR06-efuHRJkayqot1S0BXJuMncN4D9RUpfdUgOg0OhtSNoWz89Gjsb62n0 .

  2. https://www.chicagotribune.com/news/ct-xpm-2004-01-09-0401090242-story.html .

  3. https://www.ukessays.com/essays/criminology/introduction-to-criminalistics-the-green-river-killer-criminology-essay.php .

  4. https://www.24en.com/p/102972.html .

  5. https://search.proquest.com/docview/2350414730?pq-origsite=gscholar&fromopenview=true .

  6. http://triggered.stanford.clockss.org/ServeContent?rft_id=info:doi/10.1093/brief-treatment/mhl021 .

  7. https://www.aetv.com/real-crime/green-river-killer-gary-ridgway-serial-killer-sexual-obsession .

  8. https://www.google.com/imgres .

  9. imgurl=https%3A%2F%2Fs.hdnux.com%2Fphotos%2F24%2F47%2F20%2F5403651%2F5%2FrawImage.jpg&imgrefurl=https%3A%2F%2Fwww.seattlepi.com%2Fseattlenews%2Farticle%2FGreen-River-Killer-Gary-Ridgway-s-victims-in-4954284.php&tbnid=pyyg_MyLILzq5M&vet=12ahUKEwit-7fwqNjsAhUWs6QKHR3xDt8QMygDegUIARCFAQ..i&docid=T3qbc_POuKyeaM&w=1720&h=960&q=the%20green%20river%20killer&ved=2ahUKEwit-7fwqNjsAhUWs6QKHR3xDt8QMygDegUIARCFAQ .

  10. http://140.190.136.236/GradProjects/NeldnerR.pdf .

  11. https://www.thenewstribune.com/news/special-reports/article25855150.html .

  12. https://www.aetv.com/real-crime/green-river-killer-gary-ridgway-serial-killer-sexual-obsession .

  13. https://www.academia.edu/9539668/From_Hunter_to_Hunted_Tracking_Serial_Killers_Using_Geoprofiling .

  14. https://www.google.com/search?q=green+river+killer+prison+photo+and+details+about+him&tbm=isch&ved=2ahUKEwi44ovM6uvsAhUF4oUKHeagCVcQ2-cCegQIABAA&oq=green+river+killer+prison+photo+and+details+about+him&gs_lcp=CgNpbWcQAzoECCMQJzoECAAQEzoICAAQBRAeEBM6CAgAEAgQHhATUKW4AViS7wFgjfEBaABwAHgAgAF8iAHXGJIBBDM0LjKYAQCgAQGqAQtnd3Mtd2l6LWltZ8ABAQ&sclient=img&ei=cymkX_jcL4XElwTmwaa4BQ&bih=684&biw=837&hl=is#imgrc=Ze5zvSZ9-JnJtM .

Jim Jones

1200px-Jim_Jones,_1977.jpg

BIGGEST CULT MURDER IN HISTORY


Alexía Ýr Í. Christensen, Daníela Sara Sævarsdóttir, Tara Ósk Ólafsdóttir

Jim Jones.

Jim Jones.

Heimild: https://www.google.com/search?q=Jim+jones&sxsrf=ALeKk00a2c9zzFOvoWZ4OX

_SnT3D01thfQ:1604492967603&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ved=2ahUKEwj9 poOL8ujsAhUPT8AKHRnvCRYQ_AUoAXoECCgQAw&biw=828&bih=693#imgrc =NMhCowB6B-Fw8M .

KYNNING

Þetta mál er með þeim stærstu í Suður Ameríku. Þann 18. nóvember árið 1978 átti sér stað eitt stærsta fjöldamorð sem hafði heyrst af. Morðið átti sér stað í Jonestown. Jonestown var lítill bær í Guyana í Mexíkó sem var staðsettur inn í skógi, langt frá næstu byggð og var stjórnað af Jim Jones sjálfum. Fólkið byggði Jonestown frá grunni og skýrði Jim bæinn í höfuðið á sjálfum sér. Flest allir sem komu til Jonestown voru frá San Francisco. Fyrst um sinn var þetta draumastaður og fólkið var ánægt en með tímanum breyttist bærinn í helvíti á jörðu. Matur varð af skornum skammti, fólkið var látið vinna meira og óánægja myndaðist í bænum en enginn þorði að gera neitt í því þar sem þau vissu að þau yrðu drepin ef þau reyndu að flýja eða segja frá. Jim skipuagði nætur sem kölluðust: white nights þar sem hann var að láta reyna á tryggð bæjarbúa til að tryggja að hann væri með völdin. Á þessum nóttum lét hann til dæmis fólk drekka drykk sem hann sagði að væri eitur, eftir að fólkið drakk drykkinn þá sagði hann að þetta væri ekki eitrað. Þarna var hann að prófa hvort að fólkið myndi treysta honum og hlýða. Í fjöldamorðinu dóu samtals 918 manns, fólk var bæði skotið, látið drekka eitur og sumir voru sprautaðir með eitri. Margir vilja meina að fólk hafi framið sjálfsmorð þar sem þau drukku eitur af sínum eigin vilja en þó var fólk heilaþvegið til lengri tíma og einnig stjórnað og því er litið á þetta sem fjöldamorð en ekki fjöldasjálfsmorð.

Viðtal við eftirlifanda sem segir sína hlið af JonesTown. Heimild: Return to Jonestown | Survivors revisit site 40 years after the tragedy | Sunday Nightyoutube.com.

Skiltið í JonesTown.

Skiltið í JonesTown.

Heimild: https://www.google.com/search?q=leo+go+to+visit+jonestown&tbm=isch&ictx=1&tbs =rimg:CdFO5wlQJADZIgjRTucJUCQA2SoSCdFO5wlQJADZEcTQKVQWS-

3Y&client=safari&hl=en&sa=X&ved=2ahUKEwiNlMK1sevsAhUF0hQKHRJLD1AQiRx6 BAgAEAQ&biw=1440&bih=690#imgrc=5F9AGXL6AvHVTM .

GLÆPURINN

Til lengri tíma var mikið af fólkinu heilaþvegið og aðrir sem að vildu flýja en gátu það ekki þar sem þau vissu að þau yrðu þá drepin. Jim Jones var búinn að ráða menn til þess að vera á verði, ef fólk myndi reyna að flýja þá ættu þeir að drepa það með annaðhvort byssu eða krossboga. Áður vildi fólk meina að þetta hafi verið fjöldasjálfsmorð en í dag er litið á þetta sem fjöldamorð og eitt það stærsta sem hefur átt sér stað í sögu Bandaríkjanna.

Eftir að sögur fóru að berast til Bandaríkjanna að fólkið frá Jonestown væri haldið þar gegn sínum vilja fór stjórnmálamaðurinn Leo Rayan frá Kaliforníu með upptökuliði sínu til að kanna aðstæðurnar. Fyrst um sinn leit allt út fyrir að vera í lagi og fólkið virtist ánægt en svo komu leynileg bréf frá heimamönnum sem læddu þeim í buxnavasa hjá blaðamönnunum. Í bréfunum báðu þau um hjálp við að flýja Jonestown. Þegar Leo spurði Jim um þetta þá sagði hann að allir væru frjálsir að fara og engin væri haldinn gegn vilja sínum. Leo og menn hans tóku nokkra einstaklinga með sem vildu komast frá Jonestown. Farið var í tveimur hópum, fyrri hópurinn komst í burtu með flugvél en þegar þeir voru að leggja af stað með seinni flugvélinni þá var skotið á þá frá mönnum Jonestown sem skipað var af Jim. Allir létust nema einn. Þegar fréttirnar bárust svo til Jim Jones þá sagði hann tilefni til að fagna og hélt veislu. Veislan sem Jim Jones var að halda endaði í fjöldamorðinu mikla. Í þessari veislu var borin fram Kool-Aid safi sem var blandaður við eitur. Jones sagði að nú ætla allir að drekka þennan safa því þau ætluðu að fara á betri stað. Hann hélt því fram að þetta eitur væri sársaukalaust en það olli miklum sársauka, það olli köfnun, krömpum og blóðugum uppköstum þar til fólkið lést af völdum heilabilunar. 30% af þeim sem létust voru börn. Hann lét mæðurnar fyrst gefa ungbörnunum sínum eitrið með því að sprauta því uppí þau. Svo sagði hann fólkinu að fara í röð til að drekka safann og þeir sem hlýddu því ekki voru neyddir til þess eða sprautaðir með því. Jim Jones fannst svo látinn með þeim í hásæti sínu með skotsár í höfðinu. Líklegast skaut hann sig sjálfur eða einhver annar skaut hann en það er ekki vitað.

Flugvélin sem að fólkið reyndi að flýja í en var skotið vegna þess.

Flugvélin sem að fólkið reyndi að flýja í en var skotið vegna þess.

Heimild: https://www.creighton.edu/creightonmagazine/2018smrfeaturehewantedtogothere/?fb clid=IwAR1V_vzEMYhVWcsR9L2pTzDRN2LYqp6f1VPnCWxDNbUHXv9euYcZ 5nmJuFI .


PERSÓNAN SJÁLF

Jim Jones ólst upp við fátækar aðstæður, með foreldrum sínum í litlum kofa í Indíana í Bandaríkjunum. Hann las bækur um Stalin, Mao Zedong og Gandhi, sem allir eiga það sameiginlegt að vera frægir leiðtogar. Það má segja að hann hafi verið heltekin aaf trúarbrögðum og dauða. Jim átti ekki marga vini á yngri árum og þótti erfitt að eignast vini. Eitt sinn stakk hann köttinn sinn með hníf þar til hann dó. Faðir Jim Jones var meðlimur í Ku Klux Klan og var mikill ágreiningur á milli þeirra þar sem Jim Jones var ekki hlynntur samtökunum. Feðgarnir töluðu ekki saman lengi útaf ágreiningi, en Jim flutti með móður sinni eftir að foreldrar hans skildu. Jim Jones kynntist konu sinni Marceline Baldwin sem starfaði sem hjúkrunarkona og eignuðust þau eitt barn saman sem þau skýrðu Stephan Gandhi, einnig áttu þau fleiri börn sem voru ættleidd og voru þau fyrsta parið sem ættleiddu dökkleitt barn í Indiana fylkinu þar sem þau bjuggu. Jim Jones hafði sérstaka náðargáfu í fari sínu sem hreif marga sem hjálpaði verulega þegar hann stofnaði sértrúaðarsöfnuðinn við þrítugsaldur sem seinna leiddi til stærsta sértrúarsafnaðar morði sögunnar. Sértrúaðarsöfnuðurinn hafði útópíska sósíalista stefnu sem lofaði umbun á himni eftir andlát einstaklinga. Jim Jones myndaði söfnuðinn með þeirri stefnu að fólk með dökka húð gæti einnig sótt til kirkju og safnaðarins án þess að þurfa að mæta í sér kirkju. Meðlimir máttu ekki eiga neitt og áttu allir að búa saman og eiga allt saman, Jones predikaði um að gefa mat og fatnað fyrir þá sem þurftu og einnig hjálpa öðrum óháð kynþætti þeirra. Áfengis- og eiturlyfjaendurhæfing Jones bjargaði mörgum úr neyslu, einnig útvegaði Jones vinnu fyrir þá sem voru atvinnulausir og veitti skólastyrki fyrir þá nemendur sem þurftu á því að halda.

ENDIR MÁLSINS

Alls dóu 918 manns þann 18. nóvember 1978. Jonestown reyndist ekki vera fyrirmyndar leiðtogi eins og hann lofaði og bærinn var svo sannarlega ekki það sem fólkið hélt að hann myndi vera. Ekki er vitað hvort að Jim Jones hafi dáið fyrir eigin hendi eða hvort að hann hafi verið skotið en við viljum meina að hann hafi dáið fyrir eigin hendi þar sem hann leit stórt á sig og er erfitt að hugsa sér að hann hefði viljað enda líf sitt með því að flýja og gefast upp og þess vegna var ekki hægt að sakhæfa Jim Jones. Hann var 47 ára þegar hann lést. Jim er einn mest illski leiðtogi allra tíma, hann lét fólkið dá og elska sig skilyrðislaust en skipaði þeim svo að deyja fyrir sig sem er heilaþvottur í sinni verstu mynd. Eftir að þetta fjöldamorð átti sér stað þá var litið allt öðruvísi á “Költ” / sértrúasöfnuði en áður og var litið neikvæðum augum á söfnuði. Hægt er að segja að Jonestown hafi ekki verið paradísin sem lofað var. Meðlimir hópsins unnu sem þrælar við að byggja Jonestown, vinnudagar vörðu um 14-18 tíma á hverjum degi og refsingar gefnar ef ekki var fylgt eftir. Vegabréf meðlima var tekið af þeim ásamt öllum bréfum sem bárust til þeirra. Skyldugt var að mæta á langa fundi sem voru haldnir seint á kvöldin af Jones. En Jonestown byrjaði fyrst að dvína eftir að Jim Jones var kominn í neyslu.

Samkvæmt American Psychological Association á Jonestown að sýna fordæmi gagnvart leiðtogum sem misnota vald sitt eins og Jim Jones, sem hafði áður lært hugarstjórnun að hætti Orwell. En það eru meðal annars hlutir eins og sjálfsmorðs æfingar (e. suicide drills), notaði sektarkennd gegn fólki (e. self-incrimination) s.s fékk fólk til að skrifa niður mistök og hræðslu til að nota það gegn þeim þegar hann þurfti, einnig notaði hann “Big brother is watching you” meðferð til að auka tryggð meðlima og fékk einstaklinga til að fylgjast með hvort öðru án þess að hinn aðilinn vissi af því, rödd Jones var stanslaust spilandi líklegast af upptöku svo að meðlimir heyrðu í honum þegar þau sváfu, borðuðu og unnu. En þetta eru allt dæmi um aðferðir Orwells sem Jim Jones rannsakaði. Sértrúarhópum hefur farið fjölgandi og valdameiri undanfarin ár og er það vegna aukinnar þekkingar og misnotkun á félagssálfræði sem leiðtogar kynna sér. Það er því mikilvægt að varpa ljósi á öfga sértrúarhópa svo hægt sé að koma í veg fyrir næsta skandal.

Stóllinn sem Jim Jones lést í ásamt heimamönnum sem urðu fyrir gjörðum hans.

Stóllinn sem Jim Jones lést í ásamt heimamönnum sem urðu fyrir gjörðum hans.

Heimild: https://www.rollingstone.com/culture/culture-features/jonestown-jim-jones-bodies- memorial-756320/ .

MÆLIKVARÐAR

MÆLIKVARÐI 1: DSM 5 – PERSÓNULEIKARASKANIR

DSM stendur fyrir Diagnostic and Statistical Manual of mental disorders. Sjálfhverf persónuleikaröskun einkennist af mikilmennsku og að einstaklingur upplifir sig vera æðri öðrum. Það er margt sem bendir til þess að Jim Jones hafi verið sjálfhverfur. Hann hélt hann væri Elvis Presley sem er dæmi um mikilmennsku og vildi stjórna fólkinu eftir eigin höfði og setti sínar eigin reglur hvað varðar JonesTown og fólkið sjálft. Hann átti til að ljúga mikið þegar spurt var um fólkið í bænum og tilveru þeirra þar. Einnig sýndi hann enga samkennd með fólkinu og vildi hafa hlutina eftir sínu eigin höfði, hann framdi fjöldamorð eftir að vera búin að heilaþvo fólk og sannfæra það um að hann væri “Guð.” Það er því hægt að segja að Jim Jones fylli öll box sjálfhverfunnar.

MÆLIKVARÐI 2: HOLMES & DEBURGER - STJÓRNUN/VALD 3.d.

Á Holmes & DeBurger mælikvarðanum þá er Jim Jones staðsettur í 3d: stjórnunar / vald tegundin. Mælikvarðinn snýst um að útskýra ástæðu morða og hefur hann 3 flokka sem eru: ofsjónir, sjálfselska og hugsjónir. Við staðsetjum Jim í 3d sem er einn af undirflokkum sjálfselsku. Þeir einstaklingar sem eru staðsettir í 3d drepa vegna þeir hafa unun af því að sýna vald sitt og algjöra stjórn á annarri manneskju. Það eru þeir sem ákveða hver, hvar, hvernig og hvort einstaklingur verður drepinn. Þeir eru guð. Jim Jones leit á sig sem guð í þessum trúarhópi og stjórnaði öllu því sem gerist innan hópsins og þeir sem hlýddu honum ekki voru drepnir. Hann hélt algjöru valdi yfir öllum. Hann var sá sem ákvað hvenær fjöldamorðið myndi eiga sér stað og hvernig það myndi gerast. Hann naut þess einnig að plata fólkið og láta það halda að það hann væri að eitra fyrir þeim en hann var einungis að athuga tryggð þeirra til sín.

MÆLIKVARÐI 3: STONE 22 – FLOKKUR 22

Jim Jones er efstur á Stone listanum, flokki 22. Listinn er á bilinu 1 upp í 22 og er gefinn út af Michael H. Stone, sem er menntaður læknir. Listinn kom fram í bókinni hans sem gefin var út árið 2009. Morðingjar á flokki 22 er alverstir, þeir eru andfélagslegir pyntinga morðingjar, þar sem pyntingarnar eru aðalatriðið en Stone 22 greinir glæpamenn út frá glæpi þeirra og flokkar þá niður eftir illsku. Hvatinn þarf ekki endilega að vera kynferðislegur. Jim skalar heldur betur efst á listann eins og kom fram áður þá stóð hann að baki einu stærsta hópmorði sem áður hafði heyrst af með því að pynta fólkið til dauða með eitri, þetta var virkilega sársaukafullur dauði þar sem fólkið kvaldist á langan tíma áður en þau dóu.

MÆLIKVARÐI 4: EMERICK GRAY & GRAY

Emerick hringskýringin bendir á mjög slæmt uppeldi morðingjans og segir frá því hvernig hann er tilfinningalega særður og hefur neikvæða ímynd af sjálfum sér. Morðingin vorkennir sjálfum sér og finnst hann vera fórnalamb, þá verður honum sama um eigið líf og fer að taka miklar óþarfa áhætttur. Hann þróar með sér óheilbrigða aðlögun og fer að leika eftir fantasíum, sýnir enga veikleika og fer oft í mikla neyslu, núna sér morðingin sjálfan sig ekki á neikvæðan hátt eins og áður, oft er heldur hann að hann sé æðri eins og frelsari, dreki eða guð. Eftir það stig fara einkennin að vera sýnileg öðrum og fer að æfa sig á fórnalömbum. Síðan er sjálfur glæpurinn framkvæmdur og er hann oft gerður í nokkrum skrefum, oft hefur morðingin æft sig á dýrum áður en glæpurinn er framin. Morðingin hefur tilfinningar en þær rista ekki djúpt. Jim Jones passar vel inn í þennan mælikvarða. Jim átti erfiða æsku sem leiddi til brotinnar framtíðar hans. Sem barn drap hann dýr og hegðaði sér illa. Seinna meir byrjaði hann að fela neikvæðu ímynd sína með valdi og þróaði með sér óheilbrigða aðlögun, hafði miklar fantasíur um það að vera við völd og lét rætast úr því. Hann laðaði að sér berskjaldaða einstaklinga sem voru tilbúnir að láta stjórna sér og féllu auðveldlega fyrir honum. Á meðan valdi stóð framdi hann marga glæpi og var sífellt undir áhrifum Amfetamíns. En áður en kom að stóra fjöldamorðinu hafði hann drepið þó nokkra einstaklinga sem reyndu að flýja trúarsöfnuðinn. Hins vegar eru ekki til heimildir sem styðja það að hann hafi séð eftir þessu stóra atviki, en hann fannst með byssuskot í höfðinu sem ekki var hægt að staðfesta hvort kom frá honum sjálfum eða öðrum.

MÆLIKVARÐI 5: CCM 127.03

John E. Douglas, Robert Ressler og Burgess hjónin gáfu út mælikvarðann CCM. Þeim fannst DSM kerfið ekki nógu marktækt til að flokka niður morðingja og glæpamenn. Einstaklings öfgamorð (e. individual extremist homicide), eru morð sem eiga sér stað vegna öfgakenndra hugmyndafræði og eru byggð á stjórnmálalegu, efnahagslegu, trúarlegu eða félagslegu kerfi. Hvatning til að fremja morð til að efla markmið og hugmyndir ákveðins hóps eins og átti sér stað í Jonestown. Það eru þrír undirþættir og Jim Jones fellur undir félags- og hagfræðilegt öfgamorð (e. socioeconomic extremist homicide), þriðja og seinasta undirþáttinn þar sem hann framdi fjöldamorð sem er gjaldtaka á hópi undir ákveðnum kringumstæðum sem getur verið siðferðislegur, félagslegur eða trúarlegur hópur.

MÆLIKVARÐI 6: MINDHUNTER - HÓPMORÐ

Ressler og Douglas settu fram mælikvarðann Mindhunter og hann samanstendur af tíu atriðum sem einkenna raðmorðinga. Hópmorð (e. mass murder) þar sem fjöldi fórnalamba eru fleiri en fjórir og morðin gerast innan ákveðins tímabils, um er að ræða einn atburð sem er staðsettur á sama stað. Þar sem Jim Jones drap um 918 manns allt á sama kvöldi inní Jonestown þá flokkast það sem hópmorð.

HEIMILDIR

  1. https://www.history.com/topics/crime/jonestown .

  2. https://en.wikipedia.org/wiki/Jonestown https://www.britannica.com/biography/Jim-Jones .

  3. https://www.sfgate.com/sfhistory/article/jim-jones-peoples-temple-sf-oakland- 13385679.php .

  4. https://crimereads.com/jim-jones-charismatic-micromanager-gifted-preacher-lunatic/ .

  5. https://www.apa.org/monitor/nov03/jonestown .

  6. https://www.history.com/this-day-in-history/mass-suicide-at-jonestown .

GACY, John Wayne - Killer Clown

John Wayne Gacy.

John Wayne Gacy.

Jóhann Kristinn Indriðason, Kristín Margrét Norðfjörð, Kristín Hrefna Ragnheiðardóttir og  Kristófer Birkir Baldursson

John wayne gacy sem Viðskiptamaður – Trúður – Morðingiþ

John wayne gacy sem Viðskiptamaður – Trúður – Morðingiþ

Heimild: https://www.chicagotribune.com/resizer/XsbxNPtDFxRxWE9oJS44N0BM-7Y=/1200x0/top/www.trbimg.com/img-5d0d1027/turbine/ct-john-wayne-gacy-timeline?fbclid=IwAR3SKs9AQCyjSMy3Vnyu_X3r_YIT2xMvKUZ323Ppbh9FFe0DYuvTTm0gyKI .

 

 A. KYNNING EFNIS

Mál sem kennt hefur verið við John Wayne Gacy er eitt óhugnalegasta morðmál sem upp hefur komið. Í upphafi 8. áratugar síðustu aldar fóru ungir karlmenn að hverfa af götum Chicago borgar, aðallega voru þetta menn sem voru utangátta í samfélaginu, sem varð til þess að markviss leit að þeim fór aldrei af stað. Gacy var vel liðinn í samfélaginu, var í stjórn félagasamtaka og var virkur í stjórnmálahreyfingum, ásamt því að bregða sér reglulega í gervi trúðsins Pogo. Sem Pogo kom hann fram í afmælum barna í hverfinu sem og á fleiri viðburðum og vann sér þannig inn traust í hverfinu, en það var einmitt í þessu sama gervi sem hann framdi sum morða sinna.

Gacy var fæddur 17. mars 1942 og ólst hann upp á milli tveggja systra á er virðist venjulegu millistéttarheimili. John, faðir hans, var virkur alkóhólisti sem stjórnaði heimilinu þeirra eins og líkum sæmir - með ofbeldi og ofstjórn. Þessi hegðun föður hans hefur klárlega haft vond mótandi áhrif á Gacy, en hann minnist þess m.a. að hafa verið kallaður aumingi og stelpustrákur af honum þegar hann lék sér með dúkkur og annað stelpudót sem barn. Þessi skilaboð gerðu óhörnuðum Gacy ekki gott og settu hann á milli steins og sleggju. Eins og vill verða með börn alkóhólista þá verða þau oft mjög meðvirk og gera allt til að fá hlýju og viðurkenningu frá veiku foreldri. Þessi þrá eftir viðurkenningu er eflaust upphafið að feluleik sem stóð yfir frá barnæsku, en Gacy upplifði sig ekki sem gagnkynhneigðan en reyndi samt að lifa sem slíkur.

Gacy var vinnusamur og rak þrjá KFC veitingastaði ásamt því að stunda verktakastarfsemi. Hann notaði vinnustaði sína sem tálbeitu og lokkaði oft til sín fórnarlömb með loforð um vinnu. Á báðum þessum stöðum var mikil starfsmannavelta og upp til hópa ungt fólk sem gekk í störfin. En hluti af þessari starfsmannaveltu var heimasmíðað vandamál, það var hann sjálfur sem tók hluta þeirra úr umferð - lokkaði þau heim til sín og annaðhvort (eða allt af eftirtöldu) nauðgaði, pyntaði eða drap þau. Flest fórnarlömbin gróf hann undir húsi sínu.

 

B. GLÆPURINN SJÁLFUR

Gacy var að endingu sakfelldur fyrir 33 morð á ungum karlmönnum og væri verið að æra óstöðugan með því að kafa ofan í hvert og eitt þeirra hér, en líkindin eru mikil á milli mála. Klassískur “vinnudagur” hjá honum var sýna hvernig á að losna úr handjárnum með töfrum og fá svo viðkomandi til að leika það eftir. Hér á eftir fylgir lýsing á síðast morði Gacy.

Það var eftirmiðdag 11. desember 1978 sem Gacy gerir sér ferð í apótek, en tilgangur ferðarinnar var að ræða við eigandann um mögulegar endurbætur á húsnæðinu. Þar hitti hann einnig fyrir Robert Piest sem var 15 ára hlutastarfsmaður sem þénaði 2-3$ á tímann. Gacy sagðist hafa not fyrir svona duglegan dreng og lofaði honum 5$ í byrjendalaun og hann gæti í raun bara komið með honum heim núna - strax til að skrifa undir samning. Piest var að vonum spenntur, hringdi í mömmu sína (sem átti afmæli þennan dag) og sagðist verða aðeins of seinn í mat - hann væri kominn með aðra vinnu og þyrfti að skrifa undir samning, en Gacy hafði boðist til þess að skutla honum beint til hennar þegar því væri lokið.

Þegar þeir komu svo heim til Gacy sýndi hann Piest töfrabragð, setti á sig handjárn og tókst að opna þau með yfirnáttúrulegum hætti - að því er Piest hélt (hann var í raun með lykil). Að þessu loknu bauð hann Piest að prófa sjálfur, honum langaði að kenna honum hvernig þetta væri gert. Hér hefst svo viðbjóður sem stóð yfir í um 30 mínútur. Þegar Piest hafði reynt að komast úr járnunum í nokkra stund og í raun gefist upp bað hann Gacy um að losa sig. Viðbrögð Gacy voru glott ásamt því að segja “ég mun nauðga þér og þú getur ekkert gert í því.” Því næst setti hann þrengingaról um háls hans, svo hann byrjaði að kafna, Gacy minnist þess að hafa fengið símtal, og á meðan á því stóð hafi hann heyrt drenginn kafna á svefnherbergis gólfinu. Að símtalinu loknu nauðgaði Gacy drengnum.

Þetta morð er lýsandi fyrir Gacy, hann lokkaði oft unga menn til sín með loforð um vinnu en það sem hann hafði í huga var að misnota þá bæði kynferðislega og líkamlega og að lokum myrða þá. Aðferðirnar sem hann notaði til að aflífa tengdust flestallar köfnum eða drukknun. Sumir köfnuðu með því að nærbuxum þeirra var troðið það langt ofan í kok að öndunarvegur lokaðist, aðrir fengu þá meðferð að vera drekkt inn á baðherbergi - hann lék sér samt fyrst með þá. Hann drekkti þeim aftur og aftur, nógu stutt til að þeir næðu að komast til meðvitundar á milli en endaði þó með dauða. Einnig kyrkti hann mörg fórnarlömb sín með reipi. Fórnarlömbin gróf hann svo undir húsinu sínu á meðan pláss leyfði, hinir fengu að fljóta ofan af brúm.

Þess ber að geta að Piest yfirgaf apótekið um 21:00 og er talið að hann hafi verið látinn um 22:00.

Af vettvangi þar sem lík drengjanna voru grafin upp undan húsinu.

Af vettvangi þar sem lík drengjanna voru grafin upp undan húsinu.

Heimild: https://graphics.chicagotribune.com/john-wayne-gacy-timeline/img/gacy_april101979.jpg?fbclid=IwAR3Cbgqz9rIBxCC7wehw7YFlHONTrKsiHVSft6UN0EeMX3YzD6xbYLqXiMQ .

 

C. PERSÓNAN SJÁLF

 John Wayne Gacy fæddist þann 17. mars 1942 í borginni Chicago í Bandaríkjunum. Hann ólst upp á milli tveggja systra að því er virðist á frekar venjulegu millistéttarheimili. John, faðir Gacy, var virkur alkóhólisti sem án nokkurs vafa hefur haft skaðleg áhrif á hans uppeldi. Móðir Gacy, Marion, var hinsvegar staðalímynd meðvirkrar húsmóður þess tíma sem reyndi hvað hún gat til að milda áhrif hegðunar John á börnin. Þrátt fyrir að Gacy, og aðrir í fjölskyldunni hafi þurft að þola andlegt ofbeldi og barsmíðar af hálfu föður síns, allavega frá fjögurra ára aldri, þótti honum ávallt vænt um föður sinn og leit á hann sem fyrirmynd í mörgu og gerði allt sem hann gat til þess að gera hann stoltan. Saga misnotkunar á Gacy hefst við 5 ára aldur þegar 15 ára barnfóstra á að hafa þuklað á honum. Það var svo 3 árum síðar sem góður vinur föður hans bauð honum í bíltúr og braut kynferðislega á honum. Þessi maður var viðskiptafélagi föður hans sem hafði margoft boðið honum út áður, kom vel fyrir og hafði því traust allra á heimilinu. Gacy hafði það ekki í sér að segja neinum frá því sem gerðist mögulega vegna þess að faðir hans kallaði hann m.a. stelpustrák (e. sissy) og aumingja, en Gacy strögglaði við kynvitund / kynhneigð sína frá ungum aldri.

Táningsár Gacy voru mikið lituð af óútskýrðum sjúkdómi, löngum spítalavistum og fjarveru frá námi. Seinna kom svo í ljós að það var blóðtappi í heila sem orsakaði þetta. Þegar Gacy hafði fengið bílpróf gaf John honum bíl en tók af honum lyklana ef það var eitthvað sem honum mislíkaði í hegðun hans. Gekk það svo langt að Gacy sá við honum og lét smíða annað sett, sem svo komst upp og fékk þá gírstöngin að hvíla undir kodda föður hans. Það var svo ekki fyrr en um 18 ára aldur sem Gacy hafði kjark til að flytja að heiman í skjóli nætur og fara til Las Vegas. Þar fékk hann m.a. vinnu í líkhúsi og til að gera langa sögu stutta endaði hann síðustu vaktina sína þar með því að hjúfra sig upp við lík drengs sem hann átti að ganga frá. Morguninn eftir hringdi hann heim til Chicago og grátbað um að fá að koma aftur.

Þrátt fyrir að hafa ekki lokið neinu námi komst hann inn í viðskiptafræði við Northwestern Buissness Collage, útskrifaðist þaðan og fékk í framhaldi vinnu í Springfield þar sem hann kynntist sinni fyrri eiginkonu, Marlynn. Á þessum árum virtist lífið blasa við honum, hann var með góða vinnu, átti fallega konu og eignaðist með henni tvö börn ásamt því að vera virkur í allskyns félagslífi. Það virtist ekkert geta stoppað hann að lifa ameríska drauminn, en hann var með kynferðislegar hugsanir í garð drengja sem sem höfðu fylgt honum eins og skugginn eins lengi og hann mundi. Í kjölfar giftingar þeirra fluttust þau til Waterloo þar sem þau fengu að gjöf frá foreldrum Marlynn hús ásamt rekstri þriggja KFC veitingastaða. Ætla má að öll þessi velgengni í lífinu hafi hreyft við okkar manni. Þrátt fyrir að vera frekar feitlaginn og að flestra mati lítið fyrir augað naut hann virðingar í nærsamfélaginu. Hann var virkur í sjálfboðastarfi og hinn besti yfirmaður. Í gegnum félagsstarfið hafði hann haldið framhjá konu sinni í langan tíma en þarna færði hann það upp á næsta stig. Hann útbjó sína eigin félagsaðstöðu í kjallara heimilis þeirra þar sem hann tók ekki aðeins með sér konur úr samtökunum heldur bauð hann drengjum, aðallega starfsmönnum KFC, að koma þangað. Bauð hann þeim þangað í þeim tilgangi að drekka og dópa yfir hressilegum klámmyndum, hann svo notfærði sér ástand þeirra og misnotaði. Adam var ekki lengi í paradís því fíknin rak hann alltaf lengra og lengra áfram, uns allt féll. Sonur vinar Gacy kjaftaði frá sem varð þess valdandi að hann var handtekinn. Eðlilega var okkar maður lítt þakklátur þessum dreng og fékk því 18 ára strák sem vann undir honum á KFC til að tuska viðkomandi til, nóg svo hann myndi ekki bera vitni fyrir dómi. Það gekk ekki betur en svo að sá stutti snéri hrottann niður og bar vitni, Gacy fékk sín 10 ár í kjölfarið. Á þessu tímabili minnist Gacy þess í fyrsta sinn að faðir hans hafi verið stoltur, en það var hans stóra markmið í lífinu. Faðir hans lést þó á meðan á fangelsisdvölinni stóð og hafði það veruleg áhrif á Gacy, hann trúði því að faðir hans hafi dáið úr skömm vegna sín. Innan veggja fangelsis var Gacy vel liðinn þó hann hafi stundum verið ofbeldisfullur við samfanga sína. Hann tók yfir eldhúsið og eldaði besta mat sem nokkur hafði fengið þar ásamt því að stunda háskólanám sem og sinna félagsstörfum. Hann losnaði úr fangelsi árið 1971, eftir aðeins 2 ár inni, og hafði þá konan skilið við hann í millitíðinni. Varð hann henni svo reiður að hún og börnin voru samasem dauð fyrir honum, hann sá þau svo aldrei eftir þetta. Upp frá þessu varð fjandinn laus!

 

D. ENDIR MÁLSINS

Sem fyrr segir var hann sakfelldur fyrir 33 morð en talið er að hann hafi þó fleiri en þau á samviskunni. Í aðdraganda réttarhalda varði hann yfir 300 klukkustundum með fagaðilum og lagði vörnin mikið á sig til að fá hann dæmdan ósakhæfan. Var mikið púður lagt í að tengja uppeldi sem hann fékk við hegðun hans og vildi hann (og margir aðrir) meina að þessi sjúklega hegðun hefði verið framin í geðveiki og hann því ekki sakhæfur. M.a. hélt vörnin því á lofti að hann væri með fjóra persónuleika og sá sem framdi morðin, og játaði, væri aðeins einn þeirra. Í krufningarskýrslum sem gerðar voru á þeim sem fundust undir húsi hans kemur fram að einn hafi látist vegna stungusára (fyrsta fórnarlambið), 13 köfnuðu (nærbuxum troðið ofan í kok), 6 voru kyrktir og svo 10 sem ekki var hægt að leggja mat á. Samtals voru því 30 lík á lóð hans. Ákæruvaldið vildi meina að ósakhæfi gæti ekki átt við m.a. vegna þess hversu skipulagður hann hefði verið í gjörðum sínum og eins af þeirri ástæðu að hann faldi slóð sína vel.

Gacy var að lokum dæmdur til dauða, ekki aðeins einu sinni heldur 33 sinnum (sic), auga fyrir auga - tönn fyrir tönn! Þegar líða tók að aftöku áfríaði hann málinu, vildi að það yrði tekið upp aftur. Samhliða því veitti hann fjölmörg viðtöl og í einu þeirra segir hann blákalt: “það var foreldrum þessara barna að kenna hvernig fór, hefðu þau haft betra eftirlit með þeim hefði aldrei neitt komið fyrir.” Eins dró hann játningar sínar til baka. Allt kom fyrir ekkert og var hann líflátinn 10. maí 1994. Hann kvaddi hann þennan heim og viðstadda með orðunum “KISS MY ASS.”

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=8Oe7K32HwOM&fbclid=IwAR1e_qu7q1yaIm5w84y7kXQFKm80meR8i_Bg7Xf9nRWwAZf9opt5LfHue7M .

MÆLIKVarðar

 

Mælikvarði 1: Öfund

Hægt er að tengja glæpi Gacy við dauðasyndina öfund (e. envy) með þeirri nálgun að hann öfundaði fórnarlömb sín og aðra í kringum sig. Gacy var allt sitt líf að leita að viðurkenningar og nánast aðeins hjá þeim eina sem svo sannarlega veitti honum hana ekki, föður sínum. Sama hvað hann lagði á sig, sama hversu meðvirkur hann var honum, kom aldrei klappið á bakið sem hann beið eftir né faðmlagið sem öll börn þrá. Við teljum að þó faðir hans hafi dregið örlítið í land undir það síðasta og viðurkennt að hafa haft rangt fyrir sér (þegar Gacy hafði tekið við rekstri KFC og efnast) og hann væri stoltur af honum var það of seint. Gacy hafði upplifað þá tilfinningu of lengi að hann væri rusl og hafði horft upp á börn í kringum sig fá það sem hann þráði á sama tíma. Í viðtölum seinna, rétt fyrir aftöku, talar hann um að foreldrar hefðu átt að passa börn sín betur – það væri í raun þeirra sök að þau hefðu endað undir húsinu hans!

Mælikvarði 2: Stone 22

Árið 2009 gaf Michael H. Stone út bókina The Anatomy of Evil sem inniheldur Stone 22 mælikvarðann. Þessi mælikvarði á að segja til um illsku, þ.e. hversu illur / andstyggilegur (e. evil) viðkomandi glæpur / glæpamaður er. Listinn nær allt frá „réttlætanlegu morði“ (1) upp í þá mestu viðurstyggð sem hægt er að hugsa sér “Andfélagslegir pyntinga morðingjar, þar sem pyntingarnar eru aðalatriðið. Hvötin þarf ekki endilega að vera kynferðisleg.” (22). Andfélagslegur var hann Gacy svo sannarlega. Reglur samfélagsins áttu með engu við um hann, hvað þá lög og réttur. Hvernig hann nálgaðist fórnarlömb sín, bæði áður en hann lét slag standa og eins í dauðateygjunum, ber þess svo sannarlega vitni að pyntingar og kynferðisleg hvöt voru hans aðalatriði. Þessi efnaði, viðkunnanlegi og þekkti, farsæli náungi naut þess í botn að sýna þessum drengjum hversu auðvelt væri að sleppa úr handjárnum, manaði þá svo til að leika það eftir. Sénslaust var fyrir þá að sleppa þarna, Gacy hafði lykilinn og naut hann þess að horfa á bros þeirra breytast úr gleði í pirring og þaðan í sjúklegan ótta. Ferlið sem svo fylgdi í kjölfarið var virkilega hrottalegt. Hann nauðgaði þeim, hélt þeim lifandi eins lengi og hann gat, samhliða því að drekkja þeim - nógu lengi til þess að þeir drukknuðu en samt nógu stutt til þess að þeir lifðu það af. Þetta var svo endurtekið þangað til þeir gáfust upp létust. Að þessu sögðu setjum við John Wayne Gacy í sæti 22 hjá Stone.

Mælikvarði 3: Hare

Árið 1990 gaf sálfræðingurinn Robert D. Hare út uppfærðan lista sem á að gagnast við að greina hvort einhver sé síkópati (e. psychopath) sem hann svo fylgdi eftir 3 árum seinna með bókunum Without Conscience: The Disturbing World of the Psychopaths Among Us og Snakes in Suits: When Psychopaths Go to Work. Það sem virðist sameina fólk sem fær þessa greiningu er gríðarlegur sjarmur, endalaust sjálfsöryggi, algjört virðingarleysi fyrir öðrum ásamt mörgu öðru – listinn í heild er hér að neðan. Þegar við mátuðum Gacy við þennan lista má ætla að listinn hafi verið skrifaður um hann sjálfan, slík er samsvörunin. Hann hafði gríðarlega mikla persónu töfra (útlitið er ekki alltaf allt!), hann leit mjög stórt á sjálfan sig – þótti hann sjálfur ekki þurfa að sitja undir því sama og aðrir. Hann var oftast með mörg járn í eldinum og passaði upp á að hafa nóg að gera ásamt því að vera með meirapróf í hraðlygum. Honum var ómunað að sýna samúð með neinum hætti á sama tíma og hann var gríðarlega stjórnsamur og hafði sterka skoðun á því hvað og hvernig hlutir áttu að vera gerðir. Það má færa fyrir því að hann hafi lifað sníkju-lífsstíl, annarsvegar fékk hann góðan heimanmund ásamt því að nýta persónutöfra sína til að koma sér framarlega í stjórnmálum. Það bendir margt til þess að honum hafi gengið illa að stjórna hegðun sinni samanber klám-myndakvöldin og næturnar í bílskúrnum, einnig bera öll hans framhjáhöld þess eins merki að hann hafi verið lausgirtur. Eins má líta til þjófnaðarmála í æsku ásamt kynferðislegri áreitni sem benda ótvírætt til hegðunarvanda. Það er ekki að sjá að Gacy hafi haft eitthvað langtímamarkmið í lífi sínu, nema kannski það að fá faðmlag frá föður sínum. Hann virðist hafa rekið svolítið með vindinum og farið þangað sem athygli og völd lágu. Hvatvísi hans var svo algjör, sem sést vel m.a. á síðasta morðinu hans, sem og algjört ábyrgðarleysi við öllu og engu. Það var að endingu hans tilfinning að það voru foreldrar þeirra sem hann drap sem báru ábyrgð á því að börn þeirra drógu ekki andann lengur – þau hefðu átt að passa betur upp á börnin sín. Þó Gacy eigi ekki sögu um mörg skammtímahjónabönd þá stundaði hann kynlíf með mörgum, að því er virðist án innihalds. Samkvæmt Hare metum við John Wayne Gacy Síkópata – með stóru S-i.

Mælikvarði 4: Holmes og Deburger

Útfrá þessari kenningu flokkast Gacy sem sjálfselska tegundin en það eru þeir sem drepa vegna þess að þeir fá persónulega eitthvað út úr því og finnst annað fólk ekki skipta máli. Þessari tegund er skipt niður í fimm liði: girnd / sterkar hvatir (lust), spenna (thrill), þægindi (comfort), stjórnun / vald (control) og félagsskapur (company). Nánar tiltekið má sjá að girnd / sterkar hvatir eiga hvað best við Gacy en þau voðaverk sem hann framdi voru af mjög kynferðislegum toga. Hann strögglaði við kynhneigð sína og var líklega í afneitun, þar sem hann var aldrei í sambandi með karlmanni, var tvígiftur konum og átti börn með annari þeirra. Öll fórnarlömb hans voru drengir eða ungir menn og hann átti langa sögu um að hafa lokkað þá til sín með loforðum um vinnu, vímuefni og annað slíkt, ásamt því að sýna nokkrum drengjanna klám og leiddi það nær alltaf til nauðgunar. Fyrstu ákærurnar sem hann fékk á sig voru einmitt fyrir nauðgun en hann færði sig svo upp á skaftið, svo að ásamt því að nauðga þá endaði hann á því að pynta nær öll fórnarlömb sín (fékk kynferðislega örvun út úr því) og að lokum myrti hann þau.

 

Mælikvarði 5: DSM-5

Andfélagsleg persónuleikaröskun (e. antisocial personality disorder). Þessari röskun er lýst sem mynstri af brotum gegn öðru fólki sem komið hefur fram frá 15 ára aldri. Einstaklingur skilur ekki hegðun sem er viðurkennd í samfélaginu og er því oft að lenda í kasti við lögin. Þessir einstaklingar eru góðir í að ljúga og koma sér upp dulargervi til þess að ná sínu fram. Þeir líta á aðra sem veika fyrir og til notkunar. Þeir ná oft ekki að halda vinnu og sjá ekki eftir neinu. John Wayne Gacy var greinilega með andfélagslega persónuleikaröskun ef saga hans er skoðuð. Hann notaði allskyns brögð og brellur til þess að lokka til sín unga menn sem hann misnotaði, pyntaði og myrti. Hann kom sér upp góðu samfélagslegu áliti til þess að engan myndi gruna neitt. Hann leit ekki svo á að hann ætti aðal sök í því sem hann gerði - hann sagði að foreldrar drengjanna hefðu bara átt að passa betur upp á þá, hann leit svo á að fyrst hann gat náð þeim þá væru þeir til notkunar.

Mælikvarði 6: CCM: Crime Classification Manual

131: Sexual homicide, organized - Samkvæmt þessum kvarða felur skipulagt kynferðislegt morð í sér kynferðislegan þátt (virkni) sem grunn í röð athafna sem leiða svo til dauða. Kynferðisleg hvöt er knúin áfram af kynferðislegum þörfum/löngunum brotamannsins. Gacy lokkaði til sín fórnarlömb til þess að misnota þau, hann valdi aðeins karlkyns fórnarlömb sem allir voru ungir að aldri. Hann valdi fórnarlömbin sín vel og mat áhættuna í hvert skipti en fórnarlömb hans voru flest allt drengir sem stóðu utangarðs í samfélaginu og náði hann oft til þeirra með loforð um vinnu. Gacy lokkaði drengina til sín með því markmiði að misþyrma og drepa þá. Einnig framdi hann glæpi sína innandyra til þess að minnka áhættuna enn meira. Hvatir Gacy komu líklega til vegna þess að hann var samkynhneigður og bældur að því leiti að hann hann lifði lífinu sem gagnkynhneigður maður, ásamt því að eiga alls kyns áföll að baki tengd uppeldi sínu. Gacy gróf líkin undir húsi sínu á meðan pláss leyfði en hin líkin fengu að fljóta fram af brúm en algengast er að morðingjar sem fremja slíka glæpi og þessa losi sig við líkin á mismunandi stöðum. Morðin voru því plönuð og úthugsuð og framkvæmd með því markmiði að nauðga og myrða.

 

Heimildir:

  1. https://www.britannica.com/biography/John-Wayne-Gacy .

  2. https://www.biography.com/crime-figure/john-wayne-gacy .

  3. Illverk Podcast þáttur 32: https://podcasts.apple.com/is/podcast/illverk/id1454293697?i=1000449902453&fbclid=IwAR2n5VW2hinjXXMBqIsg6GeBr6tWyKPSim7Slw2q_ySsUGii8yXfZ0Aa9y4 .

  4. CCM bókin: http://www.murders.ru/Classific.pdf .

  5. https://en.wikipedia.org/wiki/John_Wayne_Gacy.

RADER, Dennis - BTK Killer

Alexander Ágúst Mar Sigurðsson, Andri Einarsson, Eyþór Daði Hauksson og Snæþór Bjarki Jónsson

btk-killer-dennis-rader-index-1567104395.jpg


Kynning Efnis

Nafnið Dennis Rader er kannski ekki þekktasta nafnið í heiminum en Dennis Rader er oftast kallaður BTK Killer sem gefur upp ákveðna mynd af hverju Dennis Rader er þekktur. Dennis Rader, eða BTK Killer, er þekktastur fyrir að hafa drepið 10 einstaklinga, aðallega konur. Í heildina drap hann átta konur og tvo karla. Fórnalömbin voru á aldrinum níu ára og alveg upp í sjötugt. Hann fæddist árið 1945, í Bandaríkjunum, uppalinn í Pittsburgh, Kansas. Dennis var elstur af fjórum bræðrum. Rader hætti fljótlega í framhaldsskóla og fór í flugherinn. Æsku hans er lýst sem frekar venjulegri. Dennis byrjaði þó snemma að sýna einkennilega hegðun sem kemur fram seinna í umfjöllun okkar. Dennis giftist konunni Paula Dietz og eiga þau saman tvö börn. Konan hans skyldi við hann árið 2005, en það var nákvæmlega á því tímabili þar sem hann var handtekinn. Fyrrverandi nágranni Dennis Rader lýsti honum sem ströngum manni sem þætti gaman að leggja í einelti og áreita konur, þá aðallega einhleypar konur. Dennis var þó ágætlega liðinn í samfélaginu og var til að mynda valinn forseti kirkjuþings og var einnig leiðtogi í skátafélagi.

Dennis Rader var 29 ára þegar hann framdi fyrsta morð sitt. Hann réðst inn á heimili fjölskyldu. Plan hans fór þá úrskeiðis þar sem hann bjóst ekki við því að allir væru heima. Dennis endaði á því að drepa alla fjölskylduna. Alls voru það fjórir einstaklingar, foreldrar og tvö börn á aldrinum níu og ellefu ára. Eins og kom fram hér að ofan þá drap Dennis 10 manns og voru aðferðir hans aðallega kyrking. Hann notaði til dæmis belti, reipi og nylon sokka til að kyrkja fórnalömbin til dauða.

Aðferðir hans við að drepa fórnalömb sín voru ekki tilviljunarkenndar. Svo virðist sem Dennis hafi fengið kynferðislega örvun við það að kyrkja og drepa fólk og sjálfur hafi hann stundað það að binda á sér hendurnar og hálsinn og stunda sjálfsfróun á meðan. Einnig stundaði hann það að klæðast fötum af fórnalömbum sínum, aðallega undirföt kvennanna og setja á sig grímu sem líkist kvennmanni og taka myndir af sér, svipað og hann gerði við fórnablömb sín. Þessi gjörningur var aðallega gerður í millitíð hvers glæps, til að viðhalda þessari kynferðislegri unun hans.


Glæpurinn sjálfur

Eins og kom fram í kynningu efnis þá voru fórnalömb hans tíu talsins. Í þessari greinagerð verður farið yfir þessa glæpi.

 

Otero family

Fyrstu fórnablömb sem urðu á vegi BTK killer var Otero fjölskyldan. Dennis hafði fylgst með fjölskyldunni í einhvern tíma. Þegar Dennis gerði atlögu inn í hús fjölskyldunnar þá voru alls fjórir heima; Joseph Otero (39), Julia Maria Otero (33), Rope Joseph Otero, Jr (9) og Josephine Otero (11). Dennis hafði þá misreiknað sig og vissi ekki að Joseph væri heima. Dennis batt þau öll og kæfði Joseph og son hans Joseph Jr. Hann notaði plastpoka og setti yfir haus þeirra beggja. Hann notaði síðan reipi og kyrkir dóttur þeirra hjóna. Að lokum notaði Dennis reipi og hengdi Julia Maria með reipi í kjallara hússins. Þegar Julia var dáinn gerði Dennis kynferðislega hluti við líkið.

 

Kathryn Doreen Bright

Næsta fórnalamb BTK killer var konan Kathryn Doreen Bright. Þegar réttað var yfir Dennis vegna þessara glæpa sem hann hafði framið þá var hann spurður af dómara, af hverju hann valdi Kathryn sem næsta fórnarlamb sitt. Dennis segir að hann hafi verið með einhverskonar verkefni í gangi þar sem hann fylgdist með einstaklingum og að hann hafi séð Kathryn og valið hana sem næsta fórnarlamb. Í þessu máli var Dennis betur undirbúinn en í fyrra skipti. Dennis braust inn til Kathryn og beið eftir að hún kom heim. Dennis lendir þó í því að Kathryn kemur heim ásamt manni að nafni Kevin. Dennis bjóst ekki við því að Kevin myndi koma með henni. Dennis notaði reipi til að binda þau föst. Kevin nær þó að leysa sig sem endar með því að Dennis skýtur hann í höfuðið.  Í réttarsalnum er hann spurður af dómara hvort hann hafi komið með sín eigin tól, til að binda þau með. Dennis segist ekki muna hvort hann hafi verið með meðferðis reipi en segir að líklega hafi það ekki verið svo, því annars væri Kevin líklega ekki á lífi. Kevin var þó ekki dáinn og lentu þeir aftur saman og Dennis nær öðru skoti á hann og drepur Kathryn með hníf. Seinna byssuskotið var þó ekki nóg til að enda líf Kevin. Þetta endar með því að Kevin nær að flýja og Dennis flýr einnig af vettvangi.

 

Shirley Ruth Vian Relford, Nancy Jo Fox og Marine Wallace Hedge

Shirley Ruth var sjötta fórnalamb BTK killer. Dennis lýsir því að Shirley hafi ekki verið sú sem hann hafi ætlað að drepa, heldur lenti hann í því að ná ekki tilvonandi fórnarlambi sínu og endar á því að finna konu að nafni Shirley sem verður hans sjötta fórnarlamb. Í húsinu þar sem Dennis finnur Shirley þá voru einnig krakkar heima. Dennis útskýrir fyrir Shirley að hann eigi við vandamál að stríða sem tengist kynferðislegum fantasíum og að hann myndi binda hana niður og hún myndi hjálpa honum. Þetta mál endar með því að Dennis bindur Shirley niður í rúmi, setur plastpoka yfir hausinn á henni og kyrkir hana til dauða.

Sjöunda fórnarlamb BTK killer var Nancy Jo Fox. Dennis notaðist við svipaða aðferð og í fyrra skipti. Dennis brýst inn í íbúð Nancy og bíður eftir að hún kemur heim. Þegar Nancy kemur heim þá útskýrir Dennis að hann eigi við vandamáli að stríða tengt kynlífi og að hann þurfi að binda hana fasta og hafa mök við hana. Dennis notaði handjárn til að binda Nancy niður í rúmið og var hún þar liggjandi nakin. Dennis var einnig nakinn, fer ofan á Nancy og kyrkir hana með belti sem leiðir til þess að Nancy deyr. Eftir að Nancy er dáinn þá stundar Dennis sjálfsfróun.

Áttunda fórnalamb BTK killer var Marine Wallace Hedge. Hún bjó nálægt honum og var frekar auðvelt fyrir Dennis að fylgjast með henni. Kvöldið sem Dennis misþyrmdi Marine þá hafði hann undirbúið sig frekar vel og fór heim til hennar og faldi sig þangað til um nóttina. Þá gerði hann atlögu að henni og kyrkti hana með berum höndum. Eftir að Marine var dáin þá tekur Dennis hana úr öllum fötunum og færir hana úr rúminu sínu í skottið á bílnum sínum og keyrir að kirkju sem var í bænum. Þar tekur hann myndir af henni í allskonar stellingum. Þegar því var lokið fer hann með líkið og felur það í skógi.

 

Vicki Lynn Wegerle og Dolores Earline Johnson Davis

Níunda fórnalamb BTK killer var Vicki Lynn Wegerle. Dennis undirbýr sig áður en hann gerir atlögu og klæðir sig upp sem viðgerðarmann og bankar uppá hjá Vicki sem hleypir honum inn. Dennis bindur hana við rúmið, Vicki nær að losa sig sem endar með slagsmálum og nær Dennis á endanum að kyrkja hana með Nylon sokkum og tekur síðan myndir af henni.

Seinasta fórnarlamb BTK killer var konan Dolores Earline Johnson Davis. Dennis notaði múrstein til að brjótast inn á heimili Dolores. Dennis endar á því að kyrkja Dolores til dauða með nylon sokkabuxum. Eftir að Dolores var dáinn þá tekur Dennis líkið og hendir því undir brú.

Öll fórnarlömbin 10.

Öll fórnarlömbin 10.

Heimild: https://www.google.com/search?q=Dolores+Earline+Johnson+Davis&tbm=isch&ved=2ahUKEwif0o2GwefsAhX_wAIHHRLGB30Q2-cCegQIABAA&oq=Dolores+Earline+Johnson+Davis&gs_lcp=CgNpbWcQAzICCABQhsYBWIbGAWCHxwFoAHAAeACAAViIAViSAQExmAEAoAEBqgELZ3dzLXdpei1pbWfAAQE&sclient=img&ei=BOWhX5_ADP-Bi-gPkoyf6Ac&bih=624&biw=1280#imgrc=ss-Rr0GreCsb4M .

Persónan sjálf

Dennis Rader fæddist 9. mars 1945 í Pittsburgh í Kansas fylki Bandaríkjanna en ólst svo upp í borginni Wichita í sama fylki. Foreldrar hans, Dorothea Mae Rader og William Elvin Rader unnu mikið og veittu sonum sínum fjórum ekki mikla athygli. Dennis var elstur bræðranna. Hann fann fyrir gremju í garð móður sinnar og fannst hún hafa hundsað sig í æsku, meira en faðir hans gerði. 

Æska Dennis einkenndist af mikilli afbrigðilegri og sadískri hegðun sem honum tókst að fela vel og því virtist öðrum að. Hann hafði fantasíur um að pynta varnarlausar konur, pyntaði og myrti lítil flækingsdýr og sýndi ýmis kynferðisleg blæti, m.a. klæðskiptiþörf og gægjuþörf. Hann hætti í háskóla og gekk í flugherinn árið 1966. Hann hætti í honum árið 1970 og giftist konunni sinni, Paula Dietz ári seinna. Þau eignuðust saman tvö börn: soninn Brian árið 1975 og dótturina Kerri 1978.

Fyrsta morðið var framið árið 1974, þegar hann myrti Otero fjölskylduna. Hann myrti aðra konu sama ár, næst tvær konur árið 1977. Eftir pásu frá morðum myrti hann eina konu árið 1985 og aðra 1986. Á sama tíma og hann framdi öll þessi morð vann hann að hluta til við að setja upp öryggiskerfi í húsum fólks, oft hjá fólki sem var hrætt við þessi nýlegu morð. Árið 1991 framdi hann síðasta morð sitt. Sama ár hóf hann störf sem hundafangari í smábæ í Kansas. Bæjarbúar þar höfðu kvartað undan framferði hans í því starfi og sögðu hann áreita konur og leggja þær í einelti. Hann var einnig ásakaður um hafa myrt hund einnar konunnar af ástæðulausu.

Rader skrifaði mörg bréf um glæpina sem hann framdi, oftar en ekki til þess að stríða rannsóknarfólki lögreglunnar og blaðamönnum. Nokkrum mánuðum eftir morðið á Otero fjölskyldunni skrifaði hann bréf þar sem hann lýsti morðunum nákvæmlega og faldi í bók í bókasafni. Lögreglunni var bent á bréfið eftir að það fannst á bókasafninu. Í því stakk hann upp á nafni fyrir sjálfan sig, BTK, vegna þess að hann naut þess að binda, pynta og drepa (e. Bind, Torture and Kill). 

Eftir næstu þrjú morð sendi hann annað bréf á útvarpsstöð í nágrenninu þar sem hann tók ábyrgð á morðunum, sem voru nú samtals sjö. Hann byrjaði bréfið á því að spyrja hversu oft hann þyrfti nú að drepa til þess að fá athygli frá fjölmiðlum og lét fylgja með ljóð sem hann skrifaði um morðið á Nancy Fox. Í bréfinu sagðist hann einnig vera hvattur til þess að drepa af einhverjum yfirnáttúrulegum “þætti X,” samkvæmt honum þeim sama og hvatti Son of Sam, Jack the Ripper og Hillside Strangler til þess að drepa. Eftir að Fager fjölskyldan var myrt árið 1988 skrifaði Rader bréf til móðurinnar, sem var ekki heima þegar morðið var framið og sagðist ekki hafa framið morðið en hrósaði morðingjanum fyrir að hafa staðið sig vel.

Þrátt fyrir þessi bréf og enn fleiri möguleg sönnunargögn náði lögreglan ekki að finna morðingjann. Eitt bréf hafði verið skilið eftir hjá mögulegu fórnarlambi sem Rader gafst upp á að bíða eftir. Lögreglan hafði einnig komist yfir raddupptöku af honum þar sem hann hafði sjálfur tilkynnt morðið á Nancy Fox til lögreglu. Lögreglan hafði í vörslu sinni DNA sýni frá morðinu á Vicki Wegerle en fann enga samsvörun, ásamt því að ekki var víst hvort BTK morðinginn hafði myrt hana. Hann sendi samtals 19 bréf til lögreglu, 10 þeirra innan árs frá því að hann var handtekinn. Að lokum urðu þessi bréfaskrif hans og þörf hans á athygli honum að falli.

Eftir síðasta morðið hætti hann að senda bréf og byrjaði ekki aftur fyrr en 2004, þegar 30 ár voru liðin frá morðinu á Otero fjölskyldunni. Þá var málið enn óleyst og engin ný sönnunargögn höfðu fundist lengi. Á tímanum frá síðasta morði hafði Rader lifað eðlilegu lífi. Hann sinnti hjónabandinu af umhyggju, tók góðan þátt í uppeldi barna sinna, var virkur innan kirkjunnar sinnar, “Christ Lutheran Church” þar sem hann var í sóknarnefnd og var skátaforingi.

Fjölskylda Rader vissi ekki af morðunum fyrr en hann var handtekinn árið 2005. Eftir handtökuna fékk eiginkona hans að notast við neyðarúrræði til skilnaðar og fékk að sleppa við hefðbundinn biðtíma. Dóttir hans, Kerri, kom fram árið 2019 og sagði að hann hafi alltaf verið ástríkur faðir og að hún telji hann ekki siðblindan. Hún hefur fyrirgefið honum fyrir það sem hann gerði. 

Fjöldi bóka hafa verið skrifaðar um Rader og hann hefur sjálfur hjálpað til við skrif sumra þeirra. Hans innlegg inn í þær bækur hafa verið þess eðlis að þær upphefji hann og hans gjörðir en dóttir hans segir það vera vegna þess að hann er stoltur af morðunum. Við yfirheyrslu kvartaði Rader yfir því að lögreglan hafi logið að honum við rannsókn málsins, nánar tiltekið um að geta ekki rakið til hans diskling, sem hún var fullfær um að gera. Þetta sýnir hversu veruleikafirrtur hann er, rannsókn lögreglu var bara eltingaleikur fyrir honum.

Unknown.jpg

Heimild: https://s.abcnews.com/images/US/ht_RawsonDec81_le_190121_hpEmbed_1x1_992.jpg .

 

Endir málsins

Árið 2004 sendi Rader fjölda nafnlausra bréfa, ljósmyndamynda og pakka til fjölmiðla og lögreglu þar sem hann tók ábyrgð á morðum sem hafði ekki áður verið víst að væru framin af BTK killer, meira að segja sumum sem hann framdi raunverulega ekki. Í bréfi til lögreglu spurði hann hvort hún gæti rakið diskling til hans ef hann myndi senda þeim, sem hún svaraði neitandi. Rader sendi lögreglunni einn slíkan með ljósriti af forsíðu bókar um raðmorðingja en vissi ekki að hann innihélt enn lýsigögn um Word-skjal sem Rader var búinn að eyða. Út frá þeim sá lögreglan að skjalinu hafði verið breytt af einhverjum Dennis og að það tengdist Christ Lutheran Church, kirkjunni sem Rader tilheyrði. Lögreglan komst fljótt að því að Dennis nokkur Rader væri formaður sóknarnefndar þeirrar kirkju.

Þegar lögreglan keyrði framhjá húsi Rader sá hún bíl líkan þeim sem hafði sést á stöðum þar sem nokkrir af pökkunum hans höfðu verið skildir eftir. Þetta voru nægar vísbendingar fyrir lögregluna til að fá heimild til að fá legstrokusýni sem tekið hafði verið úr dóttur Rader. Um hádegi 25. febrúar 2005 var Rader handtekinn á heimili sínu og ákærður í tíu liðum um morð af ásettu ráði. Hann játaði þau öll á sig við lögreglu innan við viku seinna en hann er ekki talinn hafa framið fleiri morð en þessi tíu. Í yfirheyrsluferlinu kom í ljós að hann hafi verið að skipuleggja annað morð þegar hann var handtekinn.

27. júní sama ár lýsti Rader yfir sekt frammi fyrir dómi. Þar lýsti hann morðunum í smáatriðum en viðstaddir sögðu hann ekki hafa sýnt fram á neina eftirsjá eða aðrar tilfinningar þegar hann lýsti þeim. Þann 18. ágúst var kveðinn upp dómur yfir honum þar sem hann hlaut tíu lífstíðardóma með 175 ára lágmarksafplánun. Hann afplánar dóminn í El Dorado Correctional Facility fangelsinu í Kansas í einangrunarklefa til þess að tryggja öryggi hans. Í dag er hann 75 ára gamall.

Málið hefur lifað áfram í dægurmenningu, þar sem það hefur komið fram beint eða óbeint. Bækur hafa verið skrifaðar um það frá ýmsum sjónarhornum, bóka- og bíómyndapersónur hafa verið byggðar á Rader og þættir hafa vitnað í málið. Eitt helsta dæmið um það nýlega er úr þáttunum Mindhunter, þar sem leikarinn Sonny Valicenti leikur Rader á árunum þegar hann vann við að setja upp öryggiskerfi.

btk-killer-dennis-rader-15671041041-1.jpg

Hemild: https://youtube.com/watch?v=BvWOje46Xp8&feature=share .

 

MÆLIKVARÐAR

Mælikvarði 1 - DSM-5 

Hér tengjum við BTK killer við kynfráviksraskanir, sadisma og klæðskiptihneigðar flokkana. Rader fær kynferðislega örvun frá fantasíum og fær þá útrás með þessum morðum og pyntingum sem flokkast því undir sadisma. Tengist BDSM vegna bindinganna og pyntingana en auðvitað á verulega ýktan máta, einnig þar sem þetta endar í morði. Klæðskiptihneigðin kom svo síðar þar sem hann þóttist vera fórnarlömbin sín. Eins og kom fram í kynningunni þá klæddi hann sig upp sem kona sem hann hafði drepið, fór í einskonar hlutverkaleik með sjálfum sér, batt sig niður og kyrkti sjálfan sig á meðan hann stundaði sjálfsfróun fyrir kynferðislegu örvunina.

OPNIÐ ÞESSA FRÉTT MEÐ ÞVÍ AÐ SETJA BENDILINN Á HANA:

https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.popbuzz.com%2Ftv-film%2Fnews%2Fmindhunter-true-story-btk-killer-dennis-rader%2F&psig=AOvVaw2Qqg_cBJQaTz9Z6sE7jO_n&ust=1604531243591000&source=images&cd=vfe&ved=0CAIQjRxqFwoTCOjs5u--5-wCFQAAAAAdAAAAABAK

 

Mælikvarði 2 - Stone 22 

 Eins og hefur komið fram áður þá stendur BTK fyrir bind, torture og kill. Það sem tengir það við Stone 22 mælikvarðann eru nokkur atriði. Dennis Rader fann fórnarlömb sín, batt þau niður, pyntaði og drap siðan. Einnig fannst sæði við hlið eða á líkunum í flestum tilvikum, þó aldrei inni í líkunum svo hann mögulega nauðgaði þeim ekki heldur fróaði sér einungis á staðnum. Þá er vitað að hann tók minjagripi frá morðstaðnum og stundaði sjálfsfróun við það að ímynda sér og endur upplifa morðin og það ferli, það er kynferðislega tengingin. Hann hafði miklar kynferðislegar fantasíur og hvatir sem hann reyndi að bæla niður en fann síðan of mikla þörf fyrir að drepa svo hann lét verða að því. Hann segir meira segja að hann hefði drepið mun fleiri hefði hann ekki fundið leið til að svala kynferðis þörfinni sinni á milli morðanna, þá líklegast með að taka minjagripina og stunda sjálfsfróun við það. Hann er því rosalega kynferðislega hneigður. Í Stone 22 listanum, í flokki 17, er talað um kynferðislega siðspillta raðmorðingja sem myrða til að fela sönnunargögnin en þó ekki merki um pyntingar. Þetta passar fullkomlega við nema hvað hann pyntaði einnig fórnarlömbin. Flokkur 18 talar um sér pyntinga-morðingja en þó ekki talað um kynferðislegu hvötina hér. Því er BTK killer settur í einskonar blöndu af flokki 17 og 18 í Stone 22 mælikvarðanum.

 

Mælikvarði 3 - Hringkenning

Hringkenninginar mælikvarðinn sérhæfir sig í kynferðisglæpahneigð, sem er einmitt viðeigandi við BTK. Kenningin er í níu skrefum og verður athugað hvort þau eiga öll við hann. Fyrsta skrefið fjallar um höfnun. Eins og hefur komið áður fram var ungur Dennis Rader var mikið hunsaður að foreldrum sínum, þá sérstaklega af móður sinni. Hann hataði hana sem fullorðinn vegna þess svo þessi höfnun í æsku leiddi til afleiðinga seinna í lífi hans. Annað skrefið erum særðar tilfinningar, þetta gæti eflaust tengst við það að vera særður af höfnuninni af hálfu foreldra sinna í æsku. Þó var hann meira hvattur áfram að kynferðislegu hvötunum sínum og fannst hann þurfa drepa til að svala þeim þorsta. Mögulega fannst honum hann sjálfur þá vera fórnarlambið að líða illa yfir því og talaði um að fólk ætti að þakka honum fyrir að hafa ekki drepið fleiri. Það tengist þá einnig sjálfsvorkun sem er einmitt þriðja skrefið sem passar einnig við Rader. Fjórða skrefið passar lítið við þetta mál svo það verður skautað yfir það. Fimmta skrefið á gríðarlega vel við Rader en þar er talað um fantasíur og áhrif þeirra. Eins og kom fram þá er Rader verulega kynferðislega drifinn, hann verður að svala þessum fantasíu þorsta sínum sem keyrir hann áfram í það að fremja glæpina sem hann gerði. Samkvæmt heimildum átti Rader það til að binda, pynta og hengja dýr áður fyrr og tengist það þá við sjötta skrefið sem er þjálfunarstigið. Hann hafði því sennilega verið að æfa sig á dýrum fyrst, æft sig að gera fasta hnúta og meira slíkt. Í fyrsta morðinu hans var hann svolítið óundirbúinn og var það því ekki fagmannslega gert, hann lærði þó af því og varð betri með hverju morði. Þetta á einnig við um skref sjö, glæpinn sjálfan. Tímabundin eftirsjá er áttunda skrefið, hann segir að hann hafi fundið til með fjölskyldunum seinna meir og sagði að þetta væri aðeins myrka hliðin á honum. Síðast en ekki síst er níunda skrefið sem fjallar um réttlætingu glæpsins, mögulega koma þetta hjá honum alltaf eftir nokkurn tíma milli morða. Það liðu oftast nokkur ár milli morða hjá Rader og gæti það verið að hann hafi enn verið að reyna réttlæta sig og vorkenna sjálfum sér á þeim tíma.

Mælikvarði 4 - Holmes & De burger

Í þessum mælikvarða og þriðju útgáfu bókarinnar „Serial Murder“ flokka höfundarnir Ronald M. Holmes, James E. DeBurger og Stephen T. Holmes morð. Kenning þeirra gengur út á að útskýra ástæðu morða sem eiga sér stað. Dennis Rader myndi án efa flokkast í flokk þrjú sem er sjálfelsku eða hedónískt tegund. Rader drepur til að fá persónulega eitthvað út úr því. Tegundin skiptist svo niður í fimm undirflokka og Rader fellur undir tvo þeirra. Hann flokkast undir 3.a sem tengist girnd og sterkum hvötum og vægt undir 3.b sem tengist því að morðingjarnir hafa gaman að því að sjá fórnarlömb sín þjást. Rader var mikið í því að uppfylla sínu skrýtnu þarfir og þeir sem flokkast hingað æsast kynferðislega upp af sínum uppátækjum. Öll morð Raders innihéldu mikið af pyntingum eins og bindingum og kyrkingjum. Seinna meir setti hann sig í sömu fótspor og fórnarlömb sín til þess að geta upplifað spennuna og sársaukan sem þau urðu fyrir, án þess að fremja sjálfsmorð hinsvegar. Fyrstu morðin hans voru á fjögurra manna fjölskyldu og þá er hægt að sjá dæmi um pyntingar auk þess hvað honum fannst gaman að horfa á faðirinn kafna með plastpoka á hausnum. Í þessu hópmorði þá var síðasta verkið að hengja dótturina í kjallaranum og eftir það fóru kynferðislegar fantasíur Raders af stað sem mögulega enduðu með sjálfsfróun. Rader var mestmegnis að uppfylla sínar kynferðis hvatir með þeim aðferðum sem hann framdi morðin. Hann fékk ánægju út úr því að fremja þau en aðallega eftir á fyrir sínar eigin fantasíur. Hann pyntaði vissulega á sadískan máta en ekki eins ógeðslegt og það gerist stundum hjá þessum raðmorðingjum. Niðurstaðan á Rader er að í réttarsal er hann sakhæfur vegna þess að glæpir hans eru framdir af illsku. Brot hans eru að hluta til skipulögð þrátt fyrir mikið af óvæntum uppákomum. Meðvitund hans á gjörðum sínum er hinsvegar alltaf augljós.

 

Mælikvarði 5 - Mindhunter kenningin

Hér er Ressler, Douglas og Ann Burgess að álykta um tíu helstu einkenni dæmda raðmorðingja. Þetta er svokölluð Mindhunter-kenning þar sem teymið rannsakaði eðli og orsök morðingja til að fremja glæpi sína. Áhugavert er að Dennis Rader kemur fyrir í hverjum einasta þætti í stutta stund í byrjun þáttanna. Rader flokkast eins og flís við rass sem raðmorðingi við flokkun. Eftir viðtöl við 36 dæmda raðmorðingja ákváðu Ressler og Douglas 10 atriði sem einkenna raðmorðingja. Fyrsta er að flestir þeirra eru einhleypir hvítir karlmenn. Dennis flokkast ekki undir þetta einkenni þar sem hann var giftur fjölskyldumaður á meðan á öllum morðunum stóð. Atriði tvö er að þeir eru yfirleitt yfir meðalgreind en þó sjaldnast ofurgreindir. Rader sýnir einnig fram á það að hann tilheyrir allavega ekki ofurgreindum eftir því hversu illa undirbúinn hann var í sumum af morðum hans og einnig hvernig lögreglan náði að góma hann með því að leiða hann í gildru en ekki er vitað hver greindarvísitala hans var. Atriði þrjú er að þrátt fyrir góða greind gengur þeim illa í skóla og vinna láglaunastörf. Rader var mjög mikill C-meðalnemandi í skóla og þegar það kom að háskóla þá féll hann en kláraði síðan seinna meir eftir að hafa verið í flughernum inn á milli. Fjórða atriðið er að þeir koma frá vandamálafjölskyldum. Áhugavert er að Rader átti eðlilega æsku en foreldrar hans voru mikið í burtu og er sagt að hann þoldi þá ekki, sérstaklega mömmu sína. En ekkert benti til þess að fjölskyldan hafi átt í einhverjum vandamálum að stríða. Atriði fimm segir að það sé löng saga geðrænna vandamála, glæpa og alkóhólisma í fjölskyldum þeirra. Hjá Rader er ekkert að finna um þetta. Atriði sex fjallar um að í barnæsku væru þeir misnotaðir. Enginn merki gefa það til kynna að Rader hafi verið misnotaður hvorki andlega, líkamlega né kynferðislega. Atriði sjö segir að vegna neikvæðra tilfinninga þeirra til fjarverandi feðra, eiga þeir í útistöðum við karlkyns yfirmenn sína. Þeir hafa átt móður sem er svo yfirþyrmandi við að ala þá upp að þeir mynda sér djúpt hatur á konum. Þetta atriði á hvað best við Rader af öllum. Faðir hans var vissulega mikið fjarverandi vegna vinnu en ekki eru neinar upplýsingar um það hvort hann hafi lent á kant við neinn yfirmann. Hann gjörsamlega hataði móður sína og tengist það líklegast að einhverju leyti ástæðunni af hverju hann drap konur. Atriði átta snýst um geðræn vandamál sem barn sem lendir oftar en ekki við útistöðum við kerfið. Rader er í raun andstæðan við þetta þar sem hann var mjög kurteis og eðlilegur sem strákur sem gerði ekkert ólöglegt af sér, eða allavega ekkert sem aðrir fengu að vita af. Atriði níu segir að vegna mikillar einangrunar þeirra og hatur við samfélagið eru þeir í sjálfsmorðshættu á unglingsárum. Rader gaf enginn merki um að taka sitt eigið líf. Síðasta atriðið segir að þeir sýna áhuga á kynfrávikum með sérstaklegan áhuga á blætisdýrkun, sýnihneigð og grófu klámi. Rader var pervert með sérstök blæti. Hann var með ákveðin kennimerki og ungur að aldri var hann farinn að fá kynferðislegar fantasíur sem innihéldu pyntingar með þjáningu og einnig var hann farinn að drepa dýr eins og smáfugla með því að hengja þá. Þegar Rader hefur verið paraður við hvert einasta atriði í Mindhunter-kenningunni má segja að hann passar ekki vel við hana og er okkar ályktun að erfitt sé að búa til kenningu þar sem raðmorðingjar eru allt of fjölbreyttir. 

  

Mælikvarði 6 - Crime Classification Manual

Douglas og Ressler mindhunter bræður ásamt Burgess parinu gáfu út CCM (Crime Classification Manual). Þeim fannst DSM kerfið ekki ná nógu góðu taki yfir morðingja og þróuðu því þetta verkefni þar sem áherslan er lögð á glæpinn sjálfan og er CCM nú fáanleg í þriðju útgáfu. Glæpur Raders myndi flokkast undir kafla 6 í flokk 134 sem sadískt kynferðislegt morð. Morðið er þá framið af sadista sem hefur myndað sér viðvarandi mynstur í að fá kynferðislega örvun við ákveðnar fantasíur. Þessar fantasíur breytast seinna meir í afleiðingar og þá fær morðinginn kynferðislega örvun við pyntingar á fórnarlömbum og endar ofbeldið með morði. Ungur að aldri var Rader byrjaður að fá kynferðislegar fantasíur um konur og einnig byrjaður að meiða dýr en hann hélt þessu bara fyrir sjálfan sig. Rader er sadisti og sést það á framkvæmdum morðanna. Hann fær kynferðislega örvun á því að kirkja og binda fórnarlömb sín sem endar yfirleitt með dauða. Það merkilegasta er við Rader er að hann notar morðatburðarásir sínar til að upplifa þær seinna meir sjálfur. Í fyrsta þætti í annarri seríu Mindhunter þáttanna má sjá atriði þar sem Rader er klæddur upp sem kona með grímu með búinn að binda sig um hálsinn með bundið reipi við hurðarhúninn til að upplifa sína eigin fantasíu.

HeimildaskrÁ

  1. https://www.refinery29.com/en-us/2019/08/240767/mindhunter-ending-btk-killer-rope-episode-13-recap-what-happened .

  2. https://www.refinery29.com/en-us/2019/08/240815/who-was-btk-killer-wife-mindhunter-netflix .

  3. https://www.kansas.com/news/special-reports/btk/article225087595.html .

  4. https://www.nytimes.com/2005/07/08/us/wichita-serial-killer-speaks-of-remorse.html .

YATES, Andrea

Andrea Yates.

Andrea Yates.

Andrea Yates, most hated woman in the world

Helgi Tómas Helgason, Lena Lísa Árnadóttir, Steinunn Anna Svansdóttir og Þórunn Lea Sigurðardóttir

Kynning

Þetta mál er með þeim stærri sem hafa farið fram í Bandaríkjunum á þessari öld enda var Andrea Yates á allra manna vörum árið 2001 og samkvæmt sínum eigin orðum var hún kölluð: The most hated woman in the world. Andrea Yates var fædd árið 1964 og er hún frá Houston, Texas í Bandaríkjunum (Biography, 2020). Hún giftist Russel Yates og voru þau bæði mjög trúuð, öfgatrúuð má segja. Þann 20. júní 2001 hafði Andrea Yates drekkt öllum fimm börnum sínum í baðkari á heimili sínu (McLellan, 2006). Börnin voru á aldrinum sjö ára og alveg niður í sex mánaða. Hún drap þó börnin sín ekki að ástæðulausu, sagðist vera að hjálpa þeim að komast hjá því að fara til helvítis með því að taka líf þeirra á meðan þau væru enþá ung og saklaus. Í þó nokkur ár fram að morðunum hafði Andrea verið inn og út af geðspítala vegna andlegrar heilsu sinnar en aldrei fékk hún viðeigandi meðferð fyrir veikindum sínum. Líklegt er að ef hún hefði fengið almennilega þjónustu frá sálfræðingum og geðlæknum væri mögulega hægt að segja að börnin hennar væru enn á lífi í dag, 19 árum seinna. Hún var greind með alvarlegt fæðingarþunglyndi, fæðingar geðrof og geðklofa löngu áður en morðin áttu sér stað og reyndi að fremja sjálfsmorð tvisvar en fékk litla sem enga hjálp frá heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum (Fisher, 2003).  Í fyrstu var hún dæmd í lífstíðarfangelsi en seinna var mál hennar tekið aftur upp og var hún þá dæmd ósakhæf og komið fyrir á geðspítala þar sem hún situr enn í dag. Aldrei neitaði hún fyrir morðin eða reyndi að koma sökinni yfir á einhvern annan.

Andrea situr enn til dagsins í dag inná geðspítala og ekki lítur út fyrir að hún sé að fara þaðan á næstunni (ABC, 2018). Hún minnist enn barna sinna og maðurinn hennar, Russel, gerir það líka. Mál hennar hafði mikil áhrif á réttarkerfið í tengslum þess við geðheilsu glæpamanna um allan heim til hins betra. Varpað var ljósi á alvarleika fæðingarþunglyndis og fæðingar geðrofs kvenna í lögfræðilegum skilningi og geðröskunum almennt í réttarhöldum.

Í augum Andreu var hún að hjálpa börnum sínum að fara upp til himna og sá í raun ekki illskuna í því sem hún hafði gert (Fisher, 2003). Eftir að mál Andreu hafði farið víða byrjaði umræðan um andlega heilsu að stækka töluvert meðal almennings í bandaríkjunum og áhættur þess ef ekki er gripið inn í nógu fljótt eða á viðeigandi hátt. Algengi og alvarleiki fæðingarþunglyndis og fæðingar geðrofs er meira en fólk gerir sér grein fyrir og það að mæður drepa börnin sín er því miður ekki of sjaldgæft.

Viðtal við Andreu: https://www.youtube.com/watch?v=dCp-U_MkSXc .

 

Glæpurinn

Þegar börn eru fórnarlömb í svona hræðilegum morðmálum líkt og þessu er erfitt að sýna morðingjanum einhverja miskunn fyrir gjörðir sínar. En vert er að taka tillit til andlegs ástands Andreu þar sem hún þurfti á mikilli hjálp að halda. Þann 20. júní 2001 var Andrea ein og eftirlitslaus heima hjá sér með öllum fimm börnum sínum (Fisher, 2003). Russel hafði farið í vinnuna en móðir hans átti að líta eftir Andreu þar sem hún var enn á geðlyfjum og andlega óstöðug og átti hún því að fylgjast með henni en var ekki komin. Hún fyllti baðkarið og hreinlega kallaði á börnin sín eitt á fætur öðru til þess að drekkja þeim. Það gerði hún með því að halda andlitum þeirra niðri í vatninu þangað til þau flutu hreyfingarlaus í baðkarinu. Fyrst tók hún John, fimm ára, næst Paul þriggja ára og svo Luke tveggja ára, þá verandi búin að drekkja öllum miðjubörnum sínum. Því næst drap hún aðeins sex mánaða gömlu Mary og kallaði svo á Noah elsta strákinn sinn, sjö ára, til að koma. Blasti þá við honum litla systir hans fljótandi í baðkarinu látin og tók hann þá á það ráð að flýja frá móður sinni en á endanum náði hún honum og hélt verki sínu áfram. Noah barðist um líf sitt og reyndi að ná andanum en árangurslaust varð það og fór hann sömu leið og systkini sín fjögur.

Andrea hafði drepið öll börnin sín á innan við klukkustund en í hennar augum hafði hún bjargað þeim (Fisher, 2003). Hún lagði öll líkin, enn blaut, á hjónarúm þeirra Russels og búði um þau. Því næst hringir hún á lögregluna og biður um sjúkrabíl og virðist mjög róleg í símtali við lögreglu (McLellan, 2006). Einnig hringdi hún í Russel og sagði að hann þyrfti að koma heim. Þegar komið var á staðinn spurði lögreglan Andreu hvað væri í gangi og svaraði hún strax: ,,Ég drap börnin mín.” Föt Andreu voru enn blaut eftir átökin og gekk hún þannig út fyrir framan fréttamiðla. Hún var handtekin á staðnum og tekin í gæsluvarðhald.

Fyrir dómi sagði sálfræðingur hennar að hún hafi verið í fæðingar geðrofi þegar morðin áttu sér stað en þrátt fyrir það var hún dæmd sek af kviðdómi og þurfti að afplána lífstíðarfangelsis dóm, en það eru minnst 40 ár (McLellan, 2006). Mál Andreu fór víða í fréttum og umræðan um andlega heilsu óx hratt. Vandamál innan réttarkerfa víða í heiminum hefur leitt til þess að fólk sem er virkilega andlega veikt situr inni oftar en ekki allt sitt líf, en fer ekki batnandi því það er ekki að fá hjálpina sem það þarf. Árið 2006 var mál Andreu tekið upp aftur og var hún dæmd ósakhæf vegna geðveiki og lögð inná geðspítala í Texas.

Mynd af gröf Yates barnanna: https://images.app.goo.gl/xvsg2jHpCiSoiWBb6 .

Mynd af gröf Yates barnanna: https://images.app.goo.gl/xvsg2jHpCiSoiWBb6 .

911 símtal Andreu eftir morðin: https://www.youtube.com/watch?v=oXOMW5AvGCc .

Persónan sjálf: Andrea Yates

Andrea Yates fæddist árið 1964 og starfaði sem hjúkrunarkona í átta ár og var frá Houston, Texas (McLellan, 2006). Hún og maðurinn hennar, Russel Yates áttu saman fimm börn, Noah, John, Paul, Luke og Mary og voru þau frá aldrinum sex mánaða til sjö ára að aldri. Öll börnin sóttu ekki skóla heldur kenndi Andrea þeim heima og í leiðinni sá hún um heimilishaldið, hjálparlaust. Einnig hjálpaði hún við umönnun föður síns sem var með Alzheimers heilkenni. Hjónin voru nokkuð trúuð og héldu biblíufræðslur heima hjá sér þrisvar í viku. Prestur þeirra, Michael Woraniecki, hallaðist af neikvæðu viðhorfi trúarinnar og þá sérstaklega að mótmælenda trú. Hann sagði að ,,helvíti er beint fyrir utan dyrnar hjá þér, bíðandi eftir að taka þig til sín” og að foreldrar ættu frekar að fremja sjálfsmorð í stað þess að ala börn þeirra illa upp (e. stumble) og fara þá til helvítis. Í ljósi atburða má álykta að Woraniecki hafi mögulega haft einhver áhrif á hugarástand Andreu en sjálfur tók hann ekki ábyrgð og neitaði öllum ásökunum. Hann hefur verið sagður óábyrgur og að viðhorf til trúar líkt og hans máli neikvæðan misskilning á trúnni.

Allt frá því að hún átti sitt fyrsta barn hafði Andrea átt í vandræðum með andlegu heilsu sína, byrjaði að sjá ofsjónir um hnífsstungur og var með nokkuð marga geðkvilla (McLellan, 2006). Ekki skánaði það eftir að hún átti sitt fjórða barn en þá reyndi hún að fremja sjálfsvíg með róandi lyfjum. Í kjölfarið var hún lögð inn á spítala þar sem hún fékk ófullnægjandi meðferð og var útskrifuð of snemma, aðeins með uppáskrifuð þunglyndislyf sem hún neitað að taka. Ekki leið á löngu þar til hún reyndi að fremja annað sjálfsvíg en í þetta skiptið sagðist hún hafa heyrt í röddum sem sögðu henni að ná í hníf, sem hún var svo komin með upp að hálsi sínum. Enn og aftur fékk hún ekki nógu góða meðferð og aðeins gefin listi af lyfjum sem hún átti að taka. Ástæðurnar fyrir snemmbúninni útskráningu Andreu af spítölunum var sögð vera vegna tryggingana og að þær náðu ekki yfir kostnaðinn af vist hennar.

Eftir fæðingu fimmta barns þeirra hjóna fóru einkenni Andreu að versna hratt (McLellan, 2006). Hún byrjaði að rífa af sér hárin, hélt að það væru myndavélar að fylgjast með sér og að sjónvarps persónur væru að tala við sig og var þar með sett inn á stofnun sem sérhæfði sig í fíkniefnaneyslu. Sú stofnun var vissulega ekki viðeigandi fyrir ástand Andreu en það var það sem var næst heimili þeirra og hentaði Russel því best. Þrátt fyrir það fór hún í geðrofslyfja meðferð en eins og áður var hún útskrifuð of snemma og aðeins nokkrum dögum eftir heimkomu hennar fór geðlæknir hennar að minnka lyfjaskammta hennar, aftur of snemma. Russel sendi fyrirspurn á lækninn og bað hann um einhverskonar meðferð sem hún gæti fengið þar sem einkenni hennar væru byrjuð að versna aftur. Hann neitaði honum því og sagði að það væri biðlisti af fólki sem væri með alvarlega geðsjúkdóma og að hún ætti frekar að ,,hugsa jákvætt.” Þetta samtal átti sér stað tveimur dögum áður en Andrea Yates drekkti öllum fimm börnum sínum í baðkarinu heima hjá þeim.

Andrea greindist með þó nokkuð margar geðraskanir en þær helstu voru geðklofi, alvarlegt fæðingar þunglyndi og fæðingar geðrof (Meier, 2002). Ein af hverjum tíu mæðrum upplifa fæðingar þunglyndi sem einkennast af svima, vonleysi, röskuðum svefn, litlum sem engum áhuga á barninu og ótta við að meiða barnið. Fæðingar geðrof getur komið í kjölfar fæðingarþunglyndis og einkennist það af ofskynjunum sem skipa móðurinni að drepa barnið en geta hins vegar átt sér stað án ranghugmynda. Áhættan á fæðingar geðrofi eykst um 30-50% með hverri fæðingu ef móðirin hefur átt við fæðingarþunglyndi að stríða áður.

Andrea var enn í geðrofi þegar hún var handtekin beint eftir morðin og í einhvern tíma eftir það (Fisher, 2003). Þegar búið var að dæma hana og setja í fangelsi óskaði hún eftir því að raka af sér allt hárið því að á höfði hennar átti að standa ,,666,” samkvæmt henni. Sálfræðingur hennar, sem heimsækir hana vikulega, segir einnig frá því að hún segist vera Satan sjálfur og að dauði barna hennar hafi ekki verið refsing fyrir þau heldur hana sjálfa. Þrátt fyrir að hún hafi verið á sterkum geðrofs lyfjum hafi ranghugmyndir og ofskynjanir enn verið til staðar í þó nokkurn tíma eftir morðin.

Andrea neitaði aldrei sök fyrir morðin og stóð fast á ástæðum sínum fyrir þeim (McLellan, 2006). Hún sagðist hafa hugsað um að drepa þau í um tvö ár áður en hún lét verða af því. Taldi sig vera óhæfa móður og að börnin væru ekki að þroskast siðsamlega. Einnig sagði hún að Satan sjálfur hafi átt orð við hana og að eina leiðin til að þau gætu forðast helvíti væri að drepa þau.

Endir málsins

Fyrir dómi sagði sálfræðingur Andreu að hún hafi verið í fæðingar geðrofi þegar morðin áttu sér stað árið 2001 (McLellan, 2006). Þrátt fyrir það var hún dæmd sek af kviðdómi og þurfi að afplána lífstíðarfangelsis dóm, en það eru minnst 40 ár. Hún sat í fangelsi í um fimm ár en í júlí 2006 var máli hennar aftur á móti kollvarpað vegna falsks vitnisburðar og ný réttarhöld tóku við. Var þá Andrea þar með dæmd ósakhæf vegna geðveiki og lögð inn á geðspítala þar sem hún er enn í dag.

Hún var lögð inná Kerrville State Hospital í Texas, geðspítali fyrir einstaklinga sem taldir eru hættulegir almenningi vegna geðheilsu þeirra (ABC, 2018). Þar sitja inni 202 sjúklingar og eru þeir allir með mismunandi þarfir vegna geðraskana sinna. Einstaklingum sem haldið er á Kerrville þurfa á mikilli hjálp að halda, rétt eins og Andrea. Lögfræðingur hennar, George Parnham, lítur á hana eins og dóttur sína og heimsækir Andreu reglulega. Hann telur hana vera á batavegi, enda var þetta mögulega í fyrsta skipti sem hún var að fá viðeigandi meðferð við geðrænu vandamálum sínum. George segir Andreu einnig hafa það mjög gott á spítalanum, en hún talar enn um börnin sín á hverjum degi og virðist syrgja þau mjög. Mál Andreu er tekið upp nánast árlega, en aldrei hefur henni verið gefin kostur á því að ganga laus, en samkvæmt George er þetta staðurinn sem hún tilheyrir.

Þremur árum eftir morðin sótti Russel Yates um skilnað (OWN, 2015). Hann segir þetta hafa verið mjög erfiða ákvörðun og þrátt fyrir þetta hræðilega atvik þá mun Andrea ávallt vera barnsmóðir hans og minnist hann góðu tímana sem þau áttu saman. Traust hans til hennar myndi hins vegar seint koma til baka en þrátt fyrir það þykir honum ennþá vænt um Andreu. Nokkru eftir skilnaðinn kynntist hann annarri konu og átti með henni barn.

Þegar lesið er í mál Andreu Yates er bersýnilega hægt að greina frá því að kerfið brást henni (Meier, 2002). Hún leitaði að hjálp sem hún fékk ekki, henni var ýtt út af geðspítölum og einkenni hennar lítilækkuð af geðlæknum sem leiddi til að þessi hræðilegi og hrottalegi atburður átti sér stað.

Eins og áður hefur verið nefnt að þá fór mál Andreu víðsvegar um heiminn (Fisher, 2003). Það vakti mikla athygli á geðheilbrigði og þá sérstaklega hversu algengt fæðingarþunglyndi er. Eftir að hafa verið dæmd ósakhæf þá var fæðingar geðrof tekið upp sem réttarvörn gegn barnsmorðum af hálfu móður. Bandaríska réttarkerfið hefur verið hikandi með að taka geðrænum vandamálum sem varnarþáttum í réttarhöldum og það að vera ósakhæfur vegna geðveiki er mjög sjaldgæft, þá sérstaklega í Texas. Mál Andreu hefur hjálpað umræðunni á yfirborðið og í þokkabót fleirum sem sátu inni fyrir sama glæp og hún.

Þó nokkuð margar rannsóknir hafa verið gerðar á fæðingarþunglyndi, enda er það eitt og sér nokkuð harmlaust börnum og hægt að vinna úr (Fisher, 2003). Fæðingar geðrof er hins vegar ekki mikið rannsakað og getur í flestum tilfellum, ef ekki er gripið inn í, verið hættulegt bæði börnum og móður. Til að fyrirbyggja að svona atburðir tíðkist ekki yrði að halda betur utan um þær konur sem eru með sögu af geðrænum vandamálum og vera var um þá áhættuþætti sem koma að fæðingar geðrofi. Þeir þættir eru óánægja í hjónabandi, lítil félagsfærni, félagsleg einangrun, mikið álag, kvíðavaldandi lífsviðburðir og hormónabreytingar.

Umfjöllun um Andreu 15 árum eftir morðin (2016): https://www.youtube.com/watch?v=id8LTjE1wNc .

Viðtal við Russel: https://www.youtube.com/watch?v=zJXgM-mL4RM&ab_channel=OWN .

MÆLIKVARÐAR

Mælikvarði 1: Stone 22 - Flokkur 20

Einn af mælikvörðunum sem tengist máli Andreu Yates er Stone 22 listinn. Listinn var lagður fram af Michael Stone sem var menntaður læknir. Stone hafði mikinn áhuga á illsku og samdi meðal annars bók sem ber nafnið: The Anatomy of Evil. En Stone vildi skýringu á illsku, og kveiknaði því hugmyndin á mælikvarðanum. Stone byrjaði á að skrásetja mælikvarða sem var einungis 6 liðir. Mælikvarðinn var skráður í anda Dante í Hreinsunareldinum. Seinna þróaði Stone 6 liða mælikvarðann í 22 liða og varð þá til Stone 22. Stone 22 greinir glæpamenn út frá glæpum þeirra og flokkar þá niður eftir illsku frá 1 og alla leið upp í 22. Áður en einstaklingur er settur á illsku listann er bæði skoðað forsögu og ásetning viðkomandi. Flokkur 1 eru þá einstaklingar sem myrða í sjálfsvörn, hafa engar hvatir eða fyrirfram ákveðin ásetning til þess að uppfylla og eru í því ekki taldir illir. Flokkur 22 eru svo guðfeður illskunnar, þeir drepa sér til ánægju og eru raðmorðingar hvattir af pyntingum, mannáti og líkþrá (e. necrophilia). Sá flokkur sem Andrea myndi falla undir væri flokkur 20 - Pyntinga-morðingjar, með greinileg einkenni geðrofs (svo sem í geðklofa). Andrea var einmitt greind með fæðingarþunglyndi, fæðingar geðrof og geðklofa og á því þessi flokkur vel við Andreu og glæpinn hennar. Þó svo að Andrea hafi kannski ekki beinlínis pynt börnin sín til lengri tíma að þá er hægt að líta svo á að drukknun sé kvalarfullur dauði. Þar sem viðkomandi fær ekki snöggan dauða eins og með skotsári heldur tekur nokkrar mínútur fyrir börnin að drukkna og að lokum láta lífið. Það er því hægt að segja að pyntingarnar hafi verið í formi drukknunar. Það er þó að einhverju leyti skrýtið að setja Andreu svona ofarlega á listann sem illan og sjúkan glæpamann þar sem hún var veik á geði. Það var ekkert illt á bakvið gjörðir hennar.

 

Mælikvarði 2: Holmes og Deburger

Annar mælikvarði sem væri hægt að nota við greiningu á Andreu Yates er Holmes og DeBurger mælikvarðinn. Mælikvarði sem kynntur var fyrst árið 1988 af Ronald M. Holmes og James E. DeBurger og mælikvarðinn dregur því nafn sitt af þeim. Mælikvarðinn gengur út á það að finna ástæðu (e. motive) morða, og inniheldur mjög athyglisverða flokkun á ástæðu morða. Mælikvarðinn einblínir einungis á raðmorðingja. Mælikvarðanum er skipt í 3 flokka, ofsjónar, hugsjónar og sjálfselsku. Ofsjónar tegundin stafar af ranghugmyndum, þeir einstaklingar sjá og heyra einhvað sem er ekki raunverulegt, en fyrir þeim er það raunveruleikinn. Hugsjónar tegundin eru þeir einstaklingar sem myrða því þeir vilja losa heiminn við einhvern hóp af fólki, svo má segja hatursmorð. Til dæmis gæti einstaklingur einungis drepið bankastarfsmenn, því einstaklingur telur þá ógnandi og vondar manneskjur á einhvern hátt. Oftast er geðröskun þar á bakvið. Að lokum er sjálfselsku tegundin þar sem einstaklingur drepur vegna þess að hann fær eitthvað persónulega út úr því. Flokkur nr. 1, ímyndunar eða ofsjónar tegundin á því mest við um Andreu. Hann lýsir sér þannig að viðkomandi drepur vegna ranghugmynda hvort sem það eru sýnir eða raddir sem við hin sjáum eða heyrum ekki. Einstaklingurinn er ósakhæfur vegna þess að hann er með geðklofa eða glímir við einhversskonar tímabundna geðveiki. Geðveikin gæti t.d. verið til staðar vegna mikillar neyslu eða verið komið af stað af öðrum áföllum. Eins og áður hefur komið fram þá greindist Andrea bæði með geðklofa og fæðingar geðrof sem varð til þess að hún fór að upplifa ýmis ranghugmyndir. Hún sá ofsjónir um hnífstungur og sagði að Satan sjálfur hefði sagt henni að drepa börnin sín til þess að forða þeim frá helvíti. Það gefur auga leið að flokkurinn á vel við um Andreu þar sem hún uppfyllir bæði skilyrðin um raddir, ofsjónir og ranghugmyndir en er einnig greind með geðklofa.

 

Mælikvarði 3: DSM - 5 -  2.1.5 - Geðklofi

Geðklofi er alvarleg geðröskun sem er oft einfaldlega ógreind. Einkenni geðklofa eru ýmis ofskynjanir, ranghugmyndir og truflun á skapi og hegðun (Lárus Helgason, 1993). Viðkomandi verður oft einrænn og sinnulaus, lifir í eigin hugarheimi og eru ranghugmyndirnar og ofskynjanirnar tíðar og heftandi. Einkenni geðklofa skipta sér niður í jákvæð einkenni og neikvæð einkenni, Jákvæð einkenni er einhvað sem bætist við hegðun, eins og ofskynjanir, það að heyra raddir og ranghugmyndir. Neikvæð einkenni er það sem einstaklingur missir úr hegðun sinni. Fólk upplifir oft þreytu, félagsfælni og vonleysi. Í tilfelli Andreu voru einkenni hennar ofskynjanir, ranghugmyndir, sinnuleysi, lítil lífsgleði og einkennileg hegðun sem hún var búin að kvarta yfir í mörg ár, svo hún upplifði bæði dæmi um jákvæð og neikvæð einkenni geðklofa. Hún upplifði einkennin strax eftir fæðingu fyrsta barns síns og hafði verið var við þau í nokkur ár áður en morðin voru framin.  Ofskynjanir Andreu voru samskipti við Satan og sagði hún hann hafa ýtt undir morðin, með því að hóta að senda öll börn hennar til helvítis. Annað dæmi um ofskynjanir hennar eru að í eitt skipti hélt hún hníf við hálsinn á sér því það voru ókunnugar raddir sem sögðu henni að skera sig á háls. Andrea hafði þó líka ákveðnar ranghugmyndir þar sem hún taldi að persónur í sjónvarpi væru að tala við sig sem og að myndavélar væru að fylgjast með henni. Hún var sinnulaus þar sem hún hafði í raun engan áhuga á að sinna börnunum sínum, sýndi einkennilega hegðun og hafði litla sem enga lífsgleði enda var hún mjög þunglynd. Andrea Yates var formlega greind með geðklofa árið 2006 og auðvelt er því að segja að hún falli undir kafla 2.1.5 í DSM sem er geðklofi.

 

Mælikvarði 4: CCM: Crime Classification Manual

John E. Douglas, Robert Ressler og Burgess hjónin gáfu út mælikvarðann CCM: Crime Classification Manual árið 1992 því þau töldu DSM kerfið ekki vera nægilegt til að flokka niður og einfaldlega skilja morðingja og aðra glæpamenn. Árið 2006 var mælikvarðinn gefinn aftur út, þar sem bætt var við 155 blaðsíðum með nýjum upplýsingum sem höfðu komið í ljós yfir árin. Mælikvarðinn inniheldur marga kafla en sá flokkur sem hentar best er undir kafla sjö, Persónulega orsakað manndráp (e. personal cause homicide), og er það flokkur 126 eða Ósértækt-hvatningar morð (e. nonspecific-motive murder) sem ætti vel við um glæpinn hennar Andreu. Ósértæk-hvatningar morð eru morð sem eiga sér stað útaf andlegri heilsu morðingjans. Til dæmis getur einstaklingur verið að kljást við alvarlegan geðsjúkdóm þar sem einkenni eru ofsjónir eða hann skynjar raddir sem eru ekki raunverulegar. Þetta er dæmi um geðklofa og er því fullkomið dæmi um morð Andreu á börnum sínum. Jafnvel gæti undirkafli 126.1 átt við um hana Andreu, morð af trúarlegum ástæðum (e. nonspecific religion-inspired homicide). Flokkur 126.1 er í raun það sama og 126 nema bara af trúarlegum ástæðum. Þar sem hún Andrea var alin upp af nokkuð trúuðum foreldrum sínum sem sóttu kirkju reglulega. Eins og áður kom fram var prestur kirkjunnar fyrir mótmælenda trú. Mögulegt er að raddir Satans sem sagði henni að hún þyrfti að drepa börnin sín ef hún vildi ekki að þau færu til helvítis eigi rætur sínar að rekja þangað. Hún taldi að guð væri líklegri til að taka við þeim ungum og saklausum. Ef hún hefði fengið hjálpina sem hún þurfti á að halda og reyndi að sækja sér til fjölda ára hefðu morðin mjög líklega ekki átt sér stað. Svo öruggt er að segja að geðheilsa hennar sé ástæðan fyrir morðunum og fellur hún því mjög vel undir flokkinn.

 

Mælikvarði 5: Þekktu sjálfan þig - Soundness of mind

            Hugtak sem notað er í lögfræðilegum tilgangi við sakhæfingu á einstakling spyr að andlegu ástandi hans fyrir dómi (e. being of sound mind). Til þess að einstaklingur sé talinn vera í góðu andlegu ástand þarf hann að vera meðvitaður um það hverjar gjörðir hans eru og vita hver ábyrgðin af gjörðum sínum er. Hann þarf að geta greint frá hvað sé raunverulegt og hvað sé rétt og rangt. Ef viðkomandi uppfyllir öll þessi skilyrði er hann þar af leiðandi talinn sakhæfur. Andrea myndi því falla undir andstæðu þess að vera í góðu andlegu ástandi og myndi teljast andlega vanheil (e. unsound mind). Hún var í raun ekki tengd raunveruleikanum þegar hún framdi þessi hrottalegu morð þar sem hún var svo djúpt sokkin í sína slæmu andlegu heilsu. Ekki er hægt að segja að einstaklingur sem upplifir ofsjónir og heyrir raddir reglulega sé meðvitaður um hver munurinn sé á raunveruleika og óraunveruleika.  Hún hringdi sjálf á lögregluna og viðurkenndi morðin strax á staðnum fyrir lögreglunni en virtist alls ekki sjá hvað var rangt í því sem hún hafði gert og virtist mjög róleg þegar hún gekk út úr húsinu, stuttu síðar eftir morðin þar sem hár hennar og föt voru enn blaut. Eins og áður hefur komið fram þá var hún í fyrstu dæmd sakhæf árið 2001 af kviðdómi þar sem ekki tókst að sýna fram á slæmu andlega geðheilsu hennar. En við endurupptöku máls hennar árið 2006 var hún dæmd ósakhæf sökum geðveiki og sett á viðeigandi stofnun.

 

Mælikvarði 6: DSM - 5 - 18.1.1 Aðsóknar Persónuleikaröskun

Það væri hægt að greina Andreu með ofsóknar persónuleikaröskun. Röskunin getur byrjað snemma á fullorðinsárunum og lýsir sér þannig að einstaklingur hefur langvarandi tortryggni í garð annarra og vill meina að hegðun þeirra sé ógnandi eða lítillækkandi. Einstaklingar með persónuleikaröskunina eiga erfitt með að treysta öðrum og þróa því oft með sér félagsfælni og kvíða. Þetta gerir einstaklinginn oft að auðveldu skotmarki, og oft eru börn sem kljást við röskunina lögð í mikið einelti (Psychology Today, 2019). Ofsóknar röskun er aðeins greind ef viðkomandi sýnir fjögur af sjö einkennum. Andrea uppfyllir því greiningarviðmið þar sem hún sýndi meirihluta einkenna. Dæmi um einkenni væru að hvatir annarra eru túlkaðar sem slæmar og án nægilegra sannana grunar einstaklingum að aðrir séu að notfæra, meiða eða plata sig. Viðkomandi treystir öðrum ekki fyrir hugmyndum sínum þar sem hann telur þá nota þær gegn sér. Merkingar eða saklausir atburðir eru túlkaðir sem ógnandi þegar þeir eru það í raun ekki. Viðkomandi finnst hann verða fyrir aðsókn eða árásum af hálfu annarra sem leiðir til þess að hann bregst við með reiði eða gagnsókn. Ef skoðuð eru dæmi um einkennin og þau sett í samhengi við hegðun Andrea má sjá að hún taldi djöfulinn sjálfann vera að spilla börnunum sínum með því að láta þau haga sér illa og að eina leiðin til að bjarga þeim væri að myrða þau og Satan hafi því fengið hana til fremja þennan hrottalega glæp, trúarlegur bakgrunnur Andreu gæti verið útskýringin á bakvið þessar hugsanir. Hún treysti engum til þess að hjálpa sér hvorki manninum sínum Russel né öðrum fjölskyldumeðlimum og félagslega einangraði sig og fór mjög sjaldan út úr húsi. Hún túlkaði það að myndavélarnar og sjónvarpspersónurnar væru á eftir sér og taldi þær því ógnandi. Að lokum ef allar hennar upplifanir eru settar saman þá bregst Andrea við með gagnsókn eða morðunum.

 

Heimildir

  1. ABC. (2018). Where is Andrea Yates now? A peek inside her life in a state mental hospital. Sótt 26. október 2020 af https://abc13.com/where-is-andrea-yates-who-what-did-do-drowned-family-in-clear-lake/1980992/ .

  2. Biography. (2020). Andrea Yates biography. Sótt 26. október 2020 af https://www.biography.com/crime-figure/andrea-yates .

  3. Fisher, K. (2003). To save her children's souls: Theoretical perspectives on Andrea Yates and postpartum-related infanticide. Thomas Jefferson Law Review, 25(3), 599-634.

  4. Lárus Helgason. (1993). Geðklofi. Geðvernd 1993, 24(1), 5-11.

  5. McLellan, F. (2006). Mental health and justice: The case of Andrea Yates. The Lancet, 368(9551), 1951-1954.

  6. Meier, E. (2002). Andrea yates: Where did we go wrong? Pediatric Nursing, 28(3), 296-297, 299.

  7. OWN. (2015, 27. apríl). Why Rusty Yates Struggled with Whether to Divorce Andrea | Where Are They Now | OWN. [myndskeið]. Youtube. https://www.youtube.com/watch?v=zJXgM-mL4RM&ab_channel=OWN .

  8. Psychology Today. (2019). Paranoid Personality Disorder. Sótt 27. október 2020 af https://www.psychologytoday.com/us/conditions/paranoid-personality-disorder .

DUNTSCH, Christopher - Dr. Death

Hallveig Hafstað, Phoebe Sóley Sands, Unnur Elsa Reynisdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir.

Christopher Duntsch.

Christopher Duntsch.

Málið um Dr. Death

Christopher Duntsch er fyrrum starfandi taugaskurðlæknir sem olli dauða og miklum skaða 33 sjúklinga sinna. Duntsch fæddist árið 1971 og ólst upp í Memphis, Tennessee. Hann átti hefðbundna æsku, fjölskyldan var af millistétt og hann var elstur fjögurra systkina. Hann gekk í þekktan, kaþólskan skóla og foreldrar hans studdu hann í gegnum súrt og sætt. Hann var með mikinn drifkraft, enda útskrifaðist hann sem taugaskurðlæknir með einkunnir yfir meðaltali. Duntsch fékk sína fyrstu vinnu sem skurðlæknir árið 2010, á spítalanum Baylor Plano í Texas. Sjúklingar sem leituðu til hans þar enduðu margir hverjir með varanlegan skaða en einn sjúklingur lést í kjölfar aðgerðar frá Duntsch.

Ásamt því að framkvæma aðgerðir á hrottalegan hátt, þá var Duntsch tekinn fyrir akstur undir áhrifum og fyrir að stela. Mistök Duntsch, ef kalla má þau það, leiddu til þess að honum var vikið úr starfi hvað eftir annað, en hann einfaldlega fékk nýja vinnu á nýjum spítala þar sem hann hafði áfram frjálsar hendur til þess að framkvæma aðgerðir sínar. Aðgerðir Duntsch voru í flestum tilfellum aðeins á smávægilegum vandamálum, og voru því ekki bráðar fyrir sjúklingana. Afleiðingar þeirra fjölmörgu aðgerða sem hann framkvæmdi voru mjög mismunandi, til að mynda dóu tveir og lamaðist einn fyrir lífstíð. Öll þau hræðilegu atvik og örlög sjúklingana af hendi Duntsch, urðu til þess að hann fékk viðurnefnið Dr. Death.

Duntsch skar upp marga sjúklinga í yfir tvö ár, og komst því alltof lengi upp með verknað sinn. Þrátt fyrir að hafa ítrekað verið fluttur á milli starfa af augljósum ástæðum og að samstarfsfólk hans og yfirmenn voru vör við hvað hafði gengið á, þá virtist enginn vilja taka á sig sök eða ábyrgð. Sem betur fer var hann sakfelldur í desember árið 2018, 7 árum eftir að hann framdi sitt fyrsta morð.

Picture 1.png

 Heimild: https://www.oxygen.com/sites/oxygen/files/2019-06/christopher-duntsch-ap.jpg .

Um glæpinn sjálfan

Christopher Duntsch er fyrsti læknirinn til að vera sakfelldur fyrir stórfelldar líkamsárasir (e. aggravated assault) við umönnun innan skurðstofu. Það sem helst einkennir glæpi hans er að þeir ollu varanlegum skaða (e. maiming), en hann var sakfelldur fyrir að skaða 33 einstaklinga, en þar af dóu tveir. Kelli Martin og Floella Brown eru þeir einstaklingar sem að létust vegna skelfilegra vinnubragða Duntsch. Dauði Martin var fyrst um sinn skráður sem læknamistök. Duntsch hafði skorið á slagæð í mænu hennar sem olli mikilli blæðingu, og það að lokum leiddi til dauða hennar. Þessi ,,mistök” urðu til þess að Duntsch var látinn víkja frá störfum en aðeins viku síðar, á nýjum spítala þar sem hann var kominn með nýtt starf, var Duntsch enn og aftur rekinn í kjölfar dauða Floella Brown og einnig fyrir að valda Mary Efurd varanlegum líkamlegum skaða. Hann hafði skorið á slagæð í hryggjalið Brown, sem varð til þess að hún fékk heilablóðfall og lést. Duntsch skipti enn og aftur um spítala, þar sem hann ranglega greindi vöðva í hálsi sjúklings sem æxli. Þetta leiddi til þess að hann skar á raddbönd sjúklingsins, skar gat á vélindað og slagæð og skildi eftir svamp í hálsi hans eftir aðgerðina. Eins og greint hefur verið frá að ofan, þá olli Duntsch verulegum skaða á 33 einstaklingum, tveir dóu en allir hinir einstaklingar lifa við varanlegan líkamlegan skaða sem mun há þau allt þeirra líf. Það sem gerir þessa glæpi svo hræðilega, er hversu auðvelt það var fyrir Duntsch að komast upp með verknaðinn, hver einstaklingur treysti honum fyrir lífi sínu og gat ekkert stjórnað þeim aðstæðum sem þau voru settir í.

Picture 1.png

Heimild: https://assets-c3.propublica.org/images/articles/_threeTwo400w/20181002-dr-death-neurosurgeon.jpg .

Hver var Christopher Duntsch?

Duntsch átti erfitt með að finna sig þegar hann var ungur og skipti ítrekað um skóla og íþróttir. Hann vildi vera bestur í öllu sem hann gerði en þar sem hann átti erfitt með að halda sig aðeins við eitt þá hafði hann ekki nógu mikla ástríðu fyrir neinu. Þegar hann byrjaði í háskóla var hann mikill keppnismaður í bandarískum fótbolta. Þótt íþróttin kom ekki náttúrulega til hans eins og fyrir marga aðra, þá lagði hann sig samt allan fram til þess að skara fram úr. Vinur hans og liðsfélagi benti á dæmi þar sem þjálfarinn var að kenna nýja tækni sem Duntsch átti erfitt með að ná. Eftir æfinguna hélt Duntsch áfram að æfa þessa tækni aftur og aftur og bað þjálfarann um að gefa sér hugmyndir um hvað betur mætti fara. Bráðlega var hann búinn að ná tækninni upp á tíu. Þessi sami (fyrrverandi) vinur Duntsch sagðist hafa alið upp börnin sín með Duntsch sem fyrirmynd þar sem hann var gott fordæmi um hversu miklu einstaklingur getur afrekað ef hann gefst ekki upp.

Annað dæmi um þetta hegðunarmynstur var þegar Duntsch var að tala við vin sína í síma og vinurinn segir að Duntsch gæti aldrei unnið hann í glímu. Vinurinn hélt að þetta væri venjulegt samtal milli vina að skjóta á hvorn annan, en Duntsch gat ekki sleppt því. Stuttu seinna var Duntsch mættur heim til vinar síns til þess að glíma við hann og sanna að hann gæti svo sannarlega unnið. Vinur hans tók þessu sem gríni en glímdi þó við hann aftur og aftur. Þegar ljóst var að Duntsch gat ekki unnið glímuna á móti honum fór hann að glíma við herbergisfélaga sinn. Hann ætlaði bara ekki að gefast upp.

Duntsch byrjaði í Millsaps háskólanum í bandarískum fótbolta, en var ekki nógu góður til að haldast í liðinu. Þegar honum var hent út úr liðinu skipti hann um háskóla og gekk í Colorado State háskólann en gat heldur ekki nóg í fótbolta til að halda áfram þar. Þegar ljóst varð að íþróttirnar myndu ekki skila sér eins og hann vildi þá sökkti Duntsch sér í læknisfræði við Memphis State háskóla. Síðar sérhæfði hann sig í taugaskurðlækningum og svo mænuskurðlækningum við University of Tennessee Healthy Science Center.

Þótt Duntsch væri lýst sem fyrirmyndarnemanda, þá átti hann við fíkniefnavanda að stríða. Á fjórða ári í náminu var Duntsch grunaður um að vera undir áhrifum kókaíns á meðan hann var í skurðaðgerðum. Þrátt fyrir þetta var hann ekki rekinn úr náminu heldur sendur í meðferð fyrir lækna sem glíma við einhvers konar vanda sem kemur niður á starfi þeirra (e. impaired physicians program). Meðferðin virtist ekki hafa skilað sér þar sem ljóst var að Duntsch fór reglulega á rækilegt fyllerí og neytti þá mikils magns af vímuefnum, þar með talið kókaín, fyrir aðgerðir. Eitt agalegt dæmi um þetta var þegar Dunstch var búinn að sannfæra vin sinn að leyfa sér að ,,laga” gömul meiðsl sem hann hafði fengið þegar hann var að spila bandarískan fótbolta. Daginn fyrir aðgerðina datt Duntsch svo sannarlega í það og svaf í mesta lagi í nokkrar klukkustundir fyrir þessa stóru aðgerð á mjög viðkvæmu svæði. Vinur Duntsch lamaðist frá hálsi eftir aðgerðina og verður bundinn hjólastól það sem eftir er af lífi sínu.

Á meðan Duntsch var í sérhæfingarnámi í mænuskurðaðgerðum þá stofnaði hann læknisfræðilegt fyrirtæki ásamt öðrum læknum. Þótt Duntsch hafi verið einn grunnstofnenda fyrirtækisins, þá keyptu hinir aðilarnir hann út þar sem þeir töldu hann slæman viðskiptafélaga og alltaf á kókaíni. Þrátt fyrir þetta datt engum í hug að tilkynna hann.

Einhvern veginn náði Duntsch svo langt að útskrifast sem taugaskurðlæknir með sérhæfingu í mænuskurðum með undir 100 klukkustundir af æfingu í skurðaðgerðum en restinni eyddi hann í rannsóknir. Til að setja þetta í samhengi er vert að benda á að yfirleitt er lágmark að stunda um 1000 klukkustundir af æfingu í taugaskurðaðgerðum. Þetta þýðir að Duntsch hafi ekki einu sinni náð 1/10 af lágmarkskröfum. Auk þess fékk Duntsch hin bestu meðmæli um getu sína og færni á öllum sviðum. Það að honum hafi tekist að útskrifast með svona litla reynslu en samt sem áður fengið frábær meðmæli, bendir til þess að hann hafi verið mjög góður í því að ráðskast með fólk (e. manipulative). Þegar ljóst var að Duntsch hafði engan veginn næga reynslu til þess að sinna störfum, þá var hann hvorki tilkynntur né rekinn heldur beðinn um að víkja sjálfur frá störfum og honum þó gefin meðmæli svo hann gæti hafið störf á öðrum spítölum. Þetta leiddi til þess að með tímanum fór hann að starfa á spítölum í hverfum sem fólk í lægri stéttum sækist í og því lenti fátækara fólk með skelfilegan skurðlækni. Duntsch komst upp með að skaða fjölda fólks þar sem spítalar töldu það hagstæðara fyrir sig að biðja hann bara um að hætta frekar en að tilkynna hann til yfirvalda og vernda sjúklinga.

Picture 1.png

Heimild: https://www.texasobserver.org/wp-content/uploads/2015/05/Christopher-Duntsch.jpg .

Mælikvarðar

MÆLIKVARÐI 1: Stone 22

Sá mælikvarði sem við teljum að henti vel til að greina mál Dr. Death, og útskýra helstu ástæður fyrir hræðilegum verknaði hans, er Stone 22 listinn. Michael H. Stone skrásetti og flokkaði alla helstu glæpi (nauðganir, pyntingar, morð m.a.) á 22 punkta kvarða árið 2009. Glæpirnir eru í flokkum allt frá réttlátanlegu manndrápi (manndráp í sjálfsvörn) til langvarandi pyntinga, nauðgana og morða. Sá flokkur sem okkur finnst eiga best við um Duntsch er flokkur 14, miskunnarlausir, sjálfhverfir og siðblindir ráðabruggarar í flokki D, Merki um einkenni siðblindu: Morð framin með illvirki í huga (e. Psychipathic features marked; Murders show malice aforethought).

Hann sýnir andfélagslega hegðun sem kemur meðal annars fram í undirferli og endurteknum lygum. Hann laug að hluta til um háskólagráður sínar og þegar hann var rekinn frá einum spítala fyrir mikinn skaða á sjúklingum fór hann og fékk starf á öðrum spítala, þar sem hann hélt skaðlegri starfsemi sinni áfram. Annað sem hann gerði sem styður að hann falli vel í þennan flokk er að hann tók heiður fyrir uppgötvanir annarra, sveik út úr fólki fé og misnotaði brotið heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna.

Duntsch sýndi einnig mikinn skort af eftirsjá. Skurðaðgerðir sem enduðu í lömun, limlestingum og dauða sjúklinga virtust ekki hafa áhrif á hann og hann tók enga ábyrgð á ,,mistökum” sínum. Flestir sem óvart valda skaða á sjúklingum sínum þurfa á sálrænni aðstoð að halda og treysta sér jafnvel ekki til þess að framkvæma skurðaðgerðir aftur. Honum var alveg sama um öryggi sjúklinga sinna og mætti oft til vinnu eftir harkalegt djamm kvöldið áður og þá undir áhrifum vímuefna.

MÆLIKVARÐI 2: Dauðasyndirnar 7

Nota má kvarðann Dauðasyndirnar og þá Dauðasynd númer 7 til að greina helstu ástæðu fyrir glæpum Dr. Death. Dauðasynd 7 er stolt og andstæðan, eða höfuðdyggðin, er hógværð. Lýsing á stolti er sjálfsást sem snýst upp í hatur og fyrirlitningu á nágranna sínum. Þar sem illska kemur til vegna sjálfselskrar vanvirðingar á þörfum annarra og tilfinningum.

Eitt það sem einkennir Christopher Duntsch er að hann var sjálfselskur og stoltur af sjálfum sér, honum þótti hann sjálfur vera afburða klár og taldi sig ekki bara vera frábær taugaskurðlæknir heldur sá besti. Hann taldi sjúklingum sínum trú um það að þeir þyrftu á honum að halda og hann væri jafnvel þeirra eina von því hann væri jú einn besti taugaskurðlæknir í landinu. Duntsch hugsaði ekki um þarfir annarra, hvað þá tilfinningar þeirra. Hann hlustaði ekki endilega á sjúklinga sína heldur talaði þá í að þeir þyrftu hina og þessa aðgerð svo hann gæti framkvæmt þær á þeim. Aðgerðirnar sem hann framkvæmdi voru inngripsmiklar og oft óþarfar. Duntsch sannfærði sjúklinga um að koma í aðgerð til sín aðeins vegna sjálfselsku sinnar og stolti því honum langaði að framkvæma fleiri aðgerðir og vera sá besti.

Duntsch sannfærði til dæmis einn besta vin sinn um að koma til sín í aðgerð og að hann gæti lagað hálsinn á honum, en vinur hans hafði lent í bílslysi og var oft verkjaður og fékk stundum doða í aðra hendina. Vinur hans hefði aldrei þurft þessa aðgerð heldur hefði sjúkraþjálfun sennilega dugað til en Duntsch hélt nú ekki og ætlaði sko að ,,lækna’’ vin sinn þar sem honum var aðeins umhugað um feril sinn. Duntsch olli vini sínum varanlegum mænuskaða eftir aðgerðina og endaði vinur hans lamaður í hjólastól. Þrátt fyrir þetta var Duntsch of stoltur til að viðurkenna að hann hafi gert mistök og taldi sig hafa hjálpað vini sínum. Þetta einkenndi allar aðgerðir hans því þær misheppnuðust nánast allar en þrátt fyrir það þá var hann of sjálfselskur og stoltur til þess að viðurkenna vanhæfni sína sem taugaskurðlæknir. Þetta sýnir að hann virti ekki þarfir annarra.

Einnig má nota Dauðasynd númer 3 sem er græðgi til þess að útskýra ástæðu glæpana sem Duntsch framdi. Lýsing á græðgi er ofurást á peningum og völdum þar sem illska er tilkomin vegna yfirgangsemi, ágirndar eða þeirra ofurákveðni að komast áfram í lífinu. Þetta passar vel við Duntsch. Hann þráði ekkert heitara en að komast áfram í lífinu og stefndi á að verða einn besti taugaskurðlæknir í landinu og framdi siðlausa glæpi til þess að nálgast það markmið.

 

MÆLIKVARÐI 3: Hare 20

Hare mælikvarðinn er gátlisti sem notaður er til að meta siðblindu einstaklinga. Listinn saman stendur af 20 persónuleikaeinkennum sem meta tilhneigingu til að sýna andfélagslega hegðun. Listinn er skoraður frá 0-40 stigum sem segir til um hvort einstaklingur sé með siðblindu og hve mikla og fyrir hvert einkenni er hægt að fá 0-2 stig. Í Bandaríkjunum þarftu að skora 30/40 stigum til þess að uppfylla greiningarviðmið siðblindu en í Bretlandi þarftu 25/40 stigum.

Okkar mat á kvarðanum er að Duntsch sýnir mörg einkenni af lista Hare. Hann er með yfirborðslega aðlaðandi persónutöfra. Það má sjá í samskiptum hans við aðra, svo sem við kúnna sem komu á klíník hans. Sjúklingarnir lýstu honum sem mjög sjarmerandi manni við fyrstu kynni og treystu honum því fyrir að framkvæma aðgerð á sér, því hann bar sig svo vel í viðtölum við þá. Annað einkenni eru mikilmennsku hugmyndir sem hann hafði um sjálfan sig en Duntsch leit á sig sem allra besta taugaskurðlæknirinn í bransanum og talaði mikið um hve vel hann stóð sig bæði í menntun og starfi. Hann var einnig sjúklegur lygari og laug til dæmis um menntun sína í læknisfræði við samstarfsfólk, vini og yfirmenn spítalanna, sem er grafalvarlegt mál. Hann laug til um starfsþjálfun sína í skurðlækningum og falsaði meðmælendabréf um hana. Hann sýnir einnig skort á iðrun, sektarkennd og samkennd. Hann hélt til dæmis áfram að framkvæma aðgerðir á fólki þrátt fyrir fyrrum algjörlega misheppnaðar aðgerðir. Hann taldi sig líka ekki hafa valdið sjúklingum sínum varanlegum skaða, honum var í raun skítsama bæði um líðan þeirra og líkamlegt ástand.

Önnur siðblindueinkenni sem hann sýndi voru að hann lifði sníkjudýrslífstíl (e. parasitic lifestyle), þar sem hann tók heiður af afrekum annarra og græddi á því, hann var mjög óábyrgur og kom sem dæmi oft til vinnu eftir kókaínsdjömm og flaug til Las Vegas beint eftir skurðaðgerðir og pældi ekki meir í sjúklingum sínum og hann sýndi einnig lausláta kynferðislega hegðun þar sem hann hélt framhjá konunni sinni með aðstoðarkonu sinni úr vinnunni.

 

MÆLIKVARÐI 4: Holmes og DeBurger

Kenning Holmes og DeBurger gengur út á að útskýra ástæðu fyrir morðum sem raðmorðingjar fremja. Þriðja tegund kenningarinnar er sjálfselskutegundin en morðingjar í þeim flokki drepa vegna þess að þeir fá eitthvað út úr því persónulega, og er sama þótt annað fólk verði fyrir skaða til að þeir geti fullnægt sínum persónulegu hvötum. Sjálfselskutegundin greinist frekar niður í fimm liði og Dr. Death fellur á sjálfselskustjórnunartegundina. Morðingjar í þeirri tegund drepa vegna þess að þeir hafa unun af því að hafa algjört vald yfir annarri manneskju og geta stjórnað því hver, hvar, hvernig og hvort viðkomandi verður drepinn. Þeir eru upplifa sig sem guð.

            Christopher Duntsch myrti tvær manneskjur og telst því ekki sem raðmorðingi en ef ekki hefði komist upp um hann þá eru miklar líkur á að hann hefði myrt fleiri. Hann ætlaði sér ekki að stoppa. Skurðlæknar bera mikla ábyrgð í starfi sínu og fólk sem fer í skurðaðgerðir leggur allt sitt traust á þá. Manneskja í skurðaðgerð hefur enga stjórn á sínu lífi og öll völd eru hjá skurðlækninum. Þannig leit Duntsch að minnsta kosti á það. Hann fór óvenjulegar leiðir til að skera upp og framkvæmdi jafnvel skurðaðgerðir þegar þær voru alls ekki nauðsynlegar. Hann hafði algjört vald yfir varnarlausum sjúklingum sínum og olli varanlegum skaða á 31 þeirra og myrti tvo. Enginn heilvita einstaklingur myndi halda áfram að framkvæma aðgerðir eftir nokkrar algjörlega misheppnaðar aðgerðir.

Í tölvupósti til fyrrverandi kærustu sinnar sagði hann að hver sem þekkir hann trúir því að hann sé eitthvað á milli þess að vera Guð, Einstein og djöfullinn vegna þess að hann getur gert hvað sem hann vill og komist hjá refsingum og aldrei náðst. Hann reynir að hjálpa fólki og sýna þeim hvað í honum býr en allir bregðast honum nánast daglega, þau gleyma því eftir viku hvað hann gerði fyrir þau. Hann sagðist einnig vera tilbúinn til að yfirgefa það góða sem í honum býr og verða kaldrifjaður morðingi því honum myndi líklega vegna betur og fá meiri virðingu með því að eyðileggja heila fólks og tilfinningalega og vitsmunalega stjórna þeim frekar en að halda áfram að reyna að hjálpa þeim.

Þetta bendir til þess að hann hafi talið sig vera yfirburða skurðlæknir, þrátt fyrir nánast enga klíníska reynslu og í fyrstu hafi misheppnaðar aðgerðir hans verið óvart. Þegar fólk vaknaði eftir aðgerðir með varanlegan skaða og læknar og sjúklingar sögðu hann hafa gert verkina verri þá hafi hann fundið fyrir svo mikilli óvirðingu og vanþakklæti að hann fór úr því að reyna að hjálpa fólki í að leika sér að því að prófa sig áfram í aðgerðum og fékk unun af því að sjá hvað myndi gerast þegar sjúklingar vöknuðu eftir skurðaðgerðir.

 

MÆLIKVARÐI 5: CCM

Af þeim flokkum í CCM mælikvarðanum, þá passar Duntsch helst inn í flokk 128, Medical murders, og þá undirflokk 128.02, Pseudo-Hero Homicide. Flokkur 128 á við um morðingja sem að drepa þá sem eru nú þegar veikir eða hafa einhvern líkamlegan galla fyrir, þetta á oft við um mörg morð. Undirflokkurinn á svo sérstaklega við um glæpamenn sem að mynda lífshættulegar aðstæður fyrir fórnarlambið, og reynir svo árangurslaust að bjarga eða endurlífga einstaklinginn til þess að koma út sem hugrakki aðilinn. Dauðsfall er þá ekki endilega viljandi gert, en í flestum tilvikum þá hindra þrálát mistök ekki glæpamanninn í að endurtaka verknað sinn. Samkvæmt CCM bókinni, þá er helsta hvatning glæpamannsins sjaldnast í tengslum við samkennd eða vorkunn gagnvart fórnarlambinu. Það er talið líklegra að valdatilfinning og stjórn sem glæpamaðurinn fær í kjölfar dráps sé raunverulega hvatningin. Rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkir glæpamenn fremja oft rað-morð (e. serial murder).

Duntsch var læknir sem að tók að sér taugaskurðaðgerðir á fólki sem hafði oft aðeins minniháttar vanda fyrir, en hann virtist vilja taka það að sér til þess að laga vandann. Eins og nefnt hefur verið að ofan, þá voru afleiðingar aðgerða hans yfirleitt á þá vegu að hann gerði illt verra, fremur en að almennilega hjálpa fólkinu. Hann hefur þó aðeins verið bendlaður við tvö dauðsföll, og því er hann ekki skólabókadæmi um þennan flokk. Óljóst er hver raunveruleg áform hans voru fyrir hvern verknað og því er flókið að staðhæfa um hvort Duntsch passi raunverulega í þennan flokk eða ekki.

Hægt er að ímynda sér að hann hafi farið út svið taugalækninga því hann leit stórt á sig og trúði því raunverulega að hann gæti gert heiminn betri og að hann yrði hetjan. Þetta gæti bent til þess að markmið hans að afreka og mikið sjálfsöryggi hans gæta hafa tekið yfir og skyggt á dómsgreind hans þegar hann framkvæmdi hrottalegan verknað sinn. En ábyrgðarleysi hans og skortur á eftirsjá vekur miklar áhyggjur. Ef svo er að áform hans voru að leika sér að því að skaða fólk og jafnvel drepa, þá passar Duntsch ekki endilega í þennan flokk. Þó er hann ekki skilgreindur sem raðmorðingi, en áhugavert er að hugsa til þess að ef hann hefði til lengri tíma komist upp með verknaðinn og ekki verið handtekinn strax, að þá eru töluverðar líkur að hann hefði valdið fleira fólki dauða, og því passað í þennan flokk að einhverju leyti.

 

MÆLIKVARÐI 6: DSM-5 Persónuleikraskanir

Sjálfhverf persónuleikaröskun. Christopher Duntsch var mjög sjálfhverfur maður. Hann var með mikilmennsku hugmyndir um sjálfan sig og taldi sig vera yfirburðar taugaskurðlæknir, sá allra besti. Í tölvupósti frá Duntsch til fyrrum kærustu, sem nefndur var að ofan, þá er að sjá að hann leit á aðra sem óæðri honum sjálfum. Hann bjó yfir persónutöfrum sem lét fólki líka mjög vel við hann við fyrstu kynni en það breyttist fljótt þegar það kynntist honum betur. Honum var lýst sem hrokafullum af öðrum læknum sem unnu með honum, en sem dæmi þá lýsti hann því yfir við aðra taugaskurðlækna að flestar mænuaðgerðir sem framkvæmdar voru í Dallas væru gerðar á rangan hátt en hann ætlaði að sjá til þess að koma því í lag. Hann sýndi enga eftirsjá þegar sjúklingar hans hlutu varanlegan skaða eftir aðgerðir hans og viðurkenndi aldrei að hann átti sök þar á.

Andfélagsleg persónuleikaröskun. Christopher Duntsch sýnir langvarandi hegðunarmynstur vanvirðingar en hann braut ítrekað á réttindum annarra. Hann er mjög undirförull sem sjá má á því að hann laug að hluta til um háskólagráður sínar en á ferilskrá hans stóð að hann hafi lokið doktorsnámi í örverufræði hjá St. Jude Children’s Research spítalanum með hæstu einkunn en þegar haft var samband við skólann var þeim tjáð að ekki væri boðið upp á svoleiðis prógramm hjá skólanum á þessum tíma. Í sérnámi sínu tók hann þátt í minna en 100 skurðaðgerðum sem er langt frá því að vera nóg til að verða fullgildur taugaskurðlæknir. Einnig tók hann heiðurinn af uppgötvunum sem hann átti nær engan þátt í og bjó til heimasíðu þar sem hann fékk leikara til þess að búa til ummæli um sig, að hann væri einn besti taugaskurðlæknir sem fyrirfinndist.

Margar sögur eru um að Duntsch hafi mætt til vinnu daginn eftir kókaín- og fyllirísdjömm og jafnvel tekið þátt í skurðaðgerðum, drukkið í vinnunni og verið í sama sjúkrahúsfatnaðinum marga daga í röð án þess að þvo þau, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skurðaðgerðum þessa daga. Honum var því alveg sama um öryggi sjúklinga sína. Hann varð mjög pirraður þegar bent var á í aðgerðum að hann væri að gera eitthvað rangt og vildi ekki viðurkenni mistök sín. Annað einkenni andfélagslegrar persónuleikaröskunar er að sýna sífellt óábyrga hegðun en hann hélst ekki í vinnu í langan tíma vegna margra misheppnaðra aðgerða í röð en þá færði hann sig bara yfir á næsta spítala. Einnig átti hann í fjárhagsvanda og lýsti yfir gjaldþroti vegna fyrirtækis sem hann átti þátt í að stofna, árið 2015.

 Hann sýnir einnig skort á eftirsjá. Skurðaðgerðir sem enduðu í lömun, limlestingum og dauða sjúklinga virtust ekki hafa áhrif á hann og hann tók enga ábyrgð á ,,mistökum” sínum heldur kenndi, sem dæmi, einu dauðsfalli um ofnæmi fyrir fentanýli en augljóst var að viðkomandi blæddi til dauða vegna mistaka hans. Flestir sem óvart valda sjúklingum sínum alvarlegum skaða þurfa á sálrænni aðstoð að halda og treysta sér jafnvel ekki til þess að framkvæma skurðaðgerðir aftur en hann fór bara á milli spítala og hélt áfram að valda sjúklingum sínum skaða.

Endir málsins

Eftir að hafa starfað á tveimur mismunandi spítölum og í klíník þar sem hann drap tvo sjúklinga og skaðaði um 30 aðra var Duntsch loksins tilkynntur. Þrátt fyrir tilkynninguna fékk hann aðra vinnu sem taugaskurðlæknir hjá University Dallas Hospital, þar sem hann skaðaði sjúklinga enn frekar. Taugaskurðlæknarnir Dr. Kirby og Dr. Henderson ýttu gríðarlega undir það að Duntsch væri stórhættulegur, en þeir höfðu þurft að bjarga ótal sjúklingum frá mistökum hans. Þetta leiddi til þess að læknisleyfi Duntsch var tekið til skoðunar en á meðan því stóð yfir var Duntsch handtekinn fyrir ölvunar akstur, þjófnað og var tekinn í sálfræðilegt mat.

            Í mars 2014 höfðu þrír mismunandi sjúklingar Duntsch kært fyrsta spítalann sem hann vann á (Baylor Plano) á þeim grundvelli að honum hafi verið leyft að starfa sem skurðlæknir þrátt fyrir augljósa vanhæfni og fjölmörg alvarleg mistök. Það var samt ekki fyrr en í júlí 2015 sem að Duntsch var kærður fyrir sex alvarlegar líkamsárásir með bannvænu vopni, fimm alvarlegar líkamsárásir sem að leiddu til alvarlegra líkamlegra meiðsla og einni kæru af meiðslum gagnvart aldraðri manneskju (einn sjúklingur hans var yfir 65 ára). Þar sem að seinasta kæran var talinn alvarlegust í þessu fylki var lögð rík áhersla á hana; Duntsch fengi lífstíðardóm ef fundinn sekur.

            Samkvæmt lögfræðingunum Duntsch, þá gerði hann sér ekki grein fyrir hve hræðilegur skurðlæknir hann væri fyrr en saksóknari taldi það upp. Lögfræðingarnir bentu á að námið hafði ekki haldið utan um hann nægilega vel og auk þess höfðu spítalarnir sem hann vann á átt að grípa inn í. Þrátt fyrir þetta fékk Duntsch lífstíðardóm í fangelsi þann 20. febrúar, 2017 og mun hann ekki geta sótt um skilorð fyrr en árið 2045, eða þegar hann er orðinn 74 ára. Allir fjórir spítalarnir sem réðu Duntsch til starfa hafa einnig verið kærðir af ríkinu.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=r2UmO2igYIg

Heimildir

  1. Beil, L. (þáttastjórnandi). (2018). Dr. Death [hlaðvarp]. Wondery.

  2. https://wondery.com/shows/dr-death/ .

  3. Goodman, M. (2016). Dr. Death: Plano surgeon who Christopher Duntsch left a trail of bodies. The shocking story of a madman with a scalpel. D Magazine Partners.

  4. https://www.dmagazine.com/ .

  5. Wikipedia. (2020, 12. október). Christopher Duntsch.

  6. https://en.wikipedia.org/wiki/Christopher_Duntsch.

MAGNOTTA, Luka

Aníta Sólveig Jóhannsdóttir, Christine Maxine G. Goldstein, Dagbjört Edda Sverrisdóttir og Sigríður Sara Birgisdóttir

Luka Magnotta.

Luka Magnotta.

Eric Newman Clinton var fæddur 24. júlí árið 1982 og var alinn upp í Ontario fylki í Kanada. Æska hans og uppeldi var óstöðugt en erfitt var fyrir foreldra hans að borga húsaleigu sem olli því að  þau fluttu allnokkrum sinnum yfir æviskeið Erics.

Faðir Luka lýsir honum sem einfara og að hann hafi ekki átt marga vini, það gæti hafa haft áhrif að móðir hans kenndi honum og systur hans heima svo þau fóru ekki í skóla fyrr en í sjöunda eða sjötta bekk en þá var hann lagður í einelti í skóla. Hann segir einnig að móðir Luka lét hann ganga með bleyju til 6 ára aldurs og virðist hafa verið vanræskla á heimilinu. Foreldrar Luka skildu þegar hann var 10 ára og að sögn faðir hans var ein af stóru ástæðum skilnaðarins vanræksla og meðferð barnanna.

Skýrslur frá árunum 2001-2014 sýna þróun einmanna unglings í Ontario og var Luka inn og út af sjúkrahúsum og fósturheimilum, hann kvartaði oft yfir ofskynjunum, rugli og ofsóknaræði. Árið 2001 var hann greindur með geðklofa og ekki leið langt frá greiningu sem hann kom inn á sjúkrahús vegna ofneyslu á róandi lyfinu: “Clonazepam.” Það er áhugavert að sjá á hve mörgum fóstur /áfangaheimilum hann bjó á en þau eru á bilinu 5-7 talsins. Einnig má nefna að faðir hans er greindur með ofsóknargeðklofa og móðir hans átti við áfengisfíkn að stríða.

Picture 1.png

Þegar Luka varð 18 ára þá bjó hann ýmist hjá móður, föður og ömmu sinni til skiptis. Luka ferðaðist ýmist á milli staða en var mest í Kanada. Eric breytti nafni sínu í Luka Rocco Magnotta árið 2005 vegna slæmra minninga um nafnið og sagðist hann  vilja  “endurfinna” sjálfan sig. Hann fór í margar lýtaaðgerðir og varð nánast óþekkjanlegur.

Árið 2003 fór Luka að vinna sem klámstjarna en vildi frekar kalla það “fullorðinskvikmyndir” en hann lék þá mest í samkynhneigðum klámmyndum, samhliða “kvikmyndastjörnu” lífinu hóf hann einnig fyrirsætustörf og vann líka sem fylgdarsveinn (e. escort). Á þessum tíma er Luka farinn að heyra raddir og leitaði til geðlæknis vegna þess. Vegna streitu og þessara ofskynjana á röddum lætur hann leggja sig inná geðdeild til að fá viðeigandi meðhöndlun. Hann var settur í margvíslegar rannsóknir, meðal annars tölvusneiðmyndatöku sem sýnir ákveðna virkni í heila en allar niðurstöður komu eðlilega út. Þrátt fyrir þessar ofskynjanir sem hann upplifði samhliða þunglyndi sat Luka fyrir í tímariti kallað Fab Boy, en hann heldur því fram að fólk sér ítrekað að elta sig, taka myndir af honum og reyna eyðileggja feril hans. Fjölskyldulæknir Luka segir í vitnisburði sínum að geðlæknir Luka hafi greint hann með þunglyndi og geðklofa.

Picture 1.png

Ekki er vitað hvenær  Luka hafði byrjað að sýna einkenni siðleysingja, fyrr en hann birti myndband af sér myrða tvo kettlinga árið 2010. Það áhugaverða við þetta mál er að það voru ekki lögregluyfirvöld sem fundu út hver aðilinn á bakvið myndböndum voru. Þar sem Luka sýndi aldrei andlitið beint í mynd þá var mun erfiðara að finna hann og gæti hann verið staðsettur hvar sem er í heiminum. Hópur fólks á internetinu sameinuðust í að reyna finna út hver þetta væri en Luka þráði athyglina sem hann fékk og hélt því áfram að birta myndbönd þar sem hann er að drepa saklausa kettlinga. Ekki leið á löngu þar til hann færði sig úr því að drepa dýr, í að drepa manneskju.

Picture 1.png

 Í maí 2012 myrti Luka ungan strák, Jun Lin. Luka var mikið fyrir að horfa á morðmyndir en þegar hann myrti Jun Lin hermdi hann eftir uppáhalds kvikmyndinni sinni: Basic Instinct, þar sem hann batt Jun Lin og stakk hann svo ítrekað. Hann tók myndband af sér rétt eins og áður fyrr þegar hann var að drepa kettlingana. Mögulega vegna þess að hann ímyndi sér að hann sé að leika í kvikmynd.  Luka aflimaði Jun Lin, skar fætur, hendur og höfuðið af honum og stundaði svo samfarir með líkinu. Luka birti myndbandið af morðinu á internetið og kallaði hann það “1 Lunatic, 1 Icepick.” 

Unnin var heimildarmynd Don’t F**k Wtih Cats sem sýnd er á Netflix. Hún fjallar um hvernig Luka náðist, en í byrjun var haldið að Luka væri “aðeins” hræðilegur dýraníðingur. Í júní 2012 var Luka loks handtekinn og situr nú í fangelsi fyrir fyrsta stigs morð.


MÆLIKVARÐAR

Mælikvarði I

Samkvæmt mælikvarðanum ,,Hinn guðdómlegi gleðileikur: Dauðasyndirnar 7” er mikilvægt að greina mótíf einstaklingsins sem rætt er um. Það má segja með fullvissu að Luca sé siðlaus sadisti með horbjóðslegt kynferðislegt blæti. Það má tengja við það fyrsta á listanum yfir dauðasyndirnar og það er losti (e. lust). Eins og skrifað er í mælikvarðanum, er það illska vegna frávika í kynferðis- og persónulegum samskiptum, m.a. Sadisma.

Mælikvarði II

Hringkenningin (e. offender cycle) er annar mælikvarði sem gott er að notast við í sambandi við Luka. Þar virðast öll þrep kenningunnar passa við Luka og hans líf á einhvern hátt. Fyrsta þrep, vænting höfnunnar, er hægt að tengja við æskuár Luka. Hann var félagslega vanhæfur sem barn og átti mögulega aldrei gott og innihaldsríkt samband með foreldrum eða jafnöldrum sínum. Hann hefur því ekki lært að treysta og kunni mögulega ekki að búa til sambönd við fólk. Þrep tvö, særðar tilfinningar er afleiðing af fyrri hræðslu og einangrun. Luka virtist aldrei hafa haft gott sjálfsálit. Hann breytti nafni sínu og útliti, talaði einnig mikið um hvað hann hafði þráð að vera elskaður sem barn. Hann leit á sig sem fórnarlamb. Einnig passar þar inn í þrep þrjú, sem er neikvæð sjálfsmynd. Hann virtist vera að reyna að búa til nýtt sjálf, einhvern sem honum líkaði betur við. Þrep fjögur er óheilbrigð aðlögun, þar sem einstaklingur vill ekki sýna neina veikleika. Luka virðist vita muninn á réttu og röngu en ákvað ekki að tala um eða leita sér hjálpar vegna hugsana sinna. Þar kemur í kjölfarið þrep fimm, frávikskenndar fantasíur, sem keyrir einstaklinginn áfram. Ástæður Luka fyrir glæpum sínum geta verið margar, en eitt er víst er að hann þráði þessa athygli. Hann þráði að vera vondi kallinn. Þrep sex, þjálfurnarferlið myndi passa vel við þegar Luka kom fyrst upp á internetinu. Kattarmyndböndin hans voru aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrep sjö er glæpurinn sjálfur. Luka hafði framið marga litla glæpi í gegnum tíðina en þau verstu voru auðvitað morðið á kettlingunum og Jun Lin. Hann var aðeins að undirbúa sig með kattar myndböndunum. Þrep átta er tímabundin eftirsjá. Luka virtist nú aldrei hafa neina sérstaka eftirsjá. Hann þráði það að fá alla athyglina fyrir myndbandið af morðinu og má sjá á myndbandi þar sem hann stígur út úr flugvél og lendir í Kanada að hann glottir þegar hann sér alla fréttamennina að taka hann upp. Loks er það síðasta þrepið, númer níu og er réttlæting. Luka var opinn um æsku sína og uppeldi eftir að hann var handtekinn og sat fyrir dómi. Hann hefur væntanlega reynt að réttlæta þetta fyrir sjálfum sér, að hann hafi verið svo illa alinn upp.

Mælikvarði III

Samkvæmt DSM-5 bókinni myndum við segja að Luka uppfyllir ákveðinn skilyrði á andfélagslegum persónuleikaröskun. Samkvæmt DSM-5 skilgreiningu á andfélagslegum persónuleika, eru einkennin langvarandi hegðunarmynstur og brot á réttindum annarra og Luka uppfyllir þau skilyrði. Einstaklingar með andfélagslega persónuleikaröskun skortir eftirsjá, eru hvatvísir og óstöðugir. Þeir einstaklingar eiga erfitt með að mynda jákvæð sambönd við aðra og eru oft kærulausir um öryggi annarra. Luka virtist alltaf vilja vera í sviðsljósi fyrir neikvæða hegðun. Eftir morðið á Jun virtist hann ekki hafa mikla eftirsjá, þar sem hann gat niðurhalið myndbandinu á netið. Einnig klæddi hann sig í fötin hans eftir morðið og sést það á öryggismyndavélum, þar má sjá hann í bolnum hans Jun og með derhúfuna hans, meðan líkið er í töskunni.

 

Mælikvarði IV

Holmes og Deburger komu fram með kenningu þar sem skoðað er ástæðu morðana. Helst er einbeitt á raðmorðingja en hefði Luka ekki verið stoppaður af hefði svo geta farið að hann hefði drepið fleiri. Við teljum að Luka passi vel við sjálfselsku tegundina eða Hedonistic type. Það sem hann drap kettlingana og Jun Lin. Þessu er skipt niður í fimm liði, Girnd / sterkar hvatir: Þar sem Luka fékk mjög líklega einhverja kynferðislegan losta út úr því að drepa lifandi ketti og manneskju. Sjálfselsku spenna: Hann hafði gaman af því að pynta það sem hann drap. Luka gerði það með sadískum máta: hnífstungur, aflimun, naugðun og að koma köttum fyrir í poka og loka svo ekkert súrefni flæði um. Sjálfselsku þægindin koma líka inn hjá Luka en hann fékk svo mikla athygli út á myndböndin sín að hann hélt bara áfram. Svo er það stjórnunar valdið en hann fékk mikið út úr því að stjórna öðrum, drepur kettlingana því þeir geta með engumóti varið sig. Svo með Jung Lin þá var hann bundinn og berskjaldaður og gerði það sem Luka bað hann um.  Svo hann myndi teljast sakhæfur samkvæmt þessum mælikvarða.

Mælikvarði V

Mindhunter kenningin er góð en þar er helst talað um einkenni raðmorðingja, þar sem Luka myrti einungis einn einstakling þá er kannski ekki hægt að segja að hann sé raðmorðingi en margt í þessari kenningu gæti gefið tilkynna að svo hefði getað þróast. Talað er um að einstaklingar fremji að lágmarki 3 morð til að teljast raðmorðingi en það er ekki gert í einum atburði. Þegar skoðað er bakrunn Luka þá byrjar hann hægt og rólega með því að drepa kettlingana, en hann tekur alltaf „cooling off period.“ Eftir morðið á Jung Lin þá tókst honum að komast til Evrópu og ekki er ólíklegt að hann hefði haldið áfram hefði ekki komist upp um hann. Luka var einhleypur hvítur maður, dæmigert væri ef hann væri yfir meðalgreind en við teljum reyndar að Luka sé svo ekki. Luka gekk illa í skóla og var ekki á þessum „týpiska“ vinnumarkaði. Mikið vandamál var í fjölskyldu hans og dæmigert er að vera hafnað af föður en vegna þess að hann flutti út voru þeir ekki í eins miklu sambandi og aðrir feðgar ættu að vera. Einnig er löng saga geðrænna vandamála en þar spilar inn að faðir Luka er með geðklofa, en ekki er ólíklegt að móðir hans þjáðist einnig af einhversskonar geðröskunum. Mótandi áhrif geta einnig verið að mikil vanræksla var á heimilinu, ekki er vitað til að Luka hafi verið misnotaður, andlega eða líkamlega en vanræksla af hálfu móður getur haft svipaðar afleiðingar. Ekki er vitað nógu vel hvort Luka upplifði sem barn geðræn vandamál en ekki er ólíklegt að svo hafi verið. Hann var mikið inn og út úr unglingsheimilum. Í síðasta dæmi Mindhunters kenningunni er talað um viðvarandi áhugi á kynfrávikum, með sérstakan áhuga á blætisdýrkun, sýnihneigð og ofbeldisfullu klámi. Klám iðnaðurinn er oft talinn ofbeldisfengur og því ekki ólíkegt að Luka hafi lent í slæmum athöfnun tengdu því. Ekki má gleyma vinnunni sem fylgdarsveinn en það er mjög vinsælt þar sem oftast er talað um að einstaklingar stundi ekki kynlíf með kúnanum en til að fá aukalega borgað er það oft gert.

 

Mælikvarði VI

Luka Magnotta fellur inn í flokk 7 í Stone 22 mælikvarðana. Flokkur 7 lýsir sér svoleiðis að einstaklingar eru mjög sjálfhverfir, með nokkur einkenni geðrænna vandkvæða, sem drepa ástvini, ekki í stundarbræði og eru sálfræðilega óstöðugir.Þar sem hann er sjálfhverfur, hefur enga samkennd eða samúð. Einnig var hann með geðræn vandamál að stríða. Hann myrti ástvin sinn hann Jun Lin þar sem hann Luka segist hafa verið með honum í sambandi í 1 og hálft ár. Útaf æsku Luka er hægt að sjá að hann var sálfræðilega óstöðugur, hann átti ekki stöðugt heimili og átti í raun bara brotið heimili og fjölskyldulíf. Hann drap ekki Jun Lin í stundarbrjálæði heldur var hann að pynta hann og liggur við að leika sér að líkinu.

Mikið af þessum mælikvörðum skoðar svipaðar ástæður, það sem þær eiga sameiginlegt er að skoða tildæmis félagslegar aðstæður einstaklings og uppeldi er oft lykillinn að þessum kenningum. Þegar við tökum sama æsku Luka sjáum við að hann sem barn einangraðist strax af vegna heimakennslu móður, eignaðist enga vini beint og átti erfitt með samskipti við aðra. Það er erfitt að segja til nákvæmlega gerðist í barnæsku hans en mikilvægt er að hafa hugan opinn varðandi þann möguleika að hann hafi orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi á heimilinu eða á unglingsheimilunum sem hann fór inn og út af. Það skiptir svo miklu máli hvernig aðstæður eru sem barn elst upp í, það hefur áhrif á framtíð einstaklings og mótun hans.  Mikið er talað um erfðir og umhverfi í öllu því sem við gerum. Að sjálfsögðu erum við mikill partur erfða foreldra og forfeðra okkar. En ef við hugsum með okkur umhverfisþætti Luka, hefði Luka alist upp við „venjulegar“ heimilisaðstæður eins og við köllum það, þar sem barn fær ást og umhyggju, gengur í leik-og grunnskóla þar sem mikið er lagt upp úr að félagsleg samskipti eru góð. Þá hefði mögulega verið hægt að koma í „veg“ fyrir að svona atvik eigi sér stað, en ekki með fullri vissu. Þó að faðir hans hafi greinst með geðklofa þá eru það ekki endilega hættulegir einstaklingar ef þeir fá rétta meðferð. Frá ungum aldri er „límt“ inn í hausinn á okkar að fólk með geðræn vandamál séu hættuleg. Það er alls ekki svoleiðis, þó eru undantekningar en það er þá oftast vegna þess að einstaklingar eru ekki að fá viðeigandi meðferð við sínum sjúkdóm. Það verður að tala meira um afleiðingar umhverfis líka en ekki einungis erfðir. Teljum við í þessu tilfelli með Luka að margt hefði geta komið í veg fyrir að hann hafi drepið kettlingana og Jung Lin hefði hann alist upp við almennilegt umhverfi.

Þegar dregið er saman þessar upplýsingar um Luka má segja með fullvissu að hegðun hans sé vegna samblands af erfðum og umhverfi. Faðir hans var greindur með geðklofa og einnig var móðir hans að díla við geðkvilla. Umhverfið sem Luka ólst upp í var ekki gott, það var mikil óvissa vegna flutninga, hann var mikið einn og myndaði aldrei náin tengsl. Ekki er vitað hvort að Luka hafi verið með hegðunarvandamál sem barn en það er mjög líklegt. Samkvæmt þessu má til þess geta að uppeldi og umhverfi hafi mikið að gera með siðferði einstaklinga og þeirra hegðun á fullorðinsárum.

Við mælum eindregið með að fólk horfi á heimildarmyndina um Luka Magnotta sem er á Netflix.

WATTS, Christopher Lee

Watts.

Watts.

Bergþóra Hrund Bergþórsdóttir, Helga Ýr Kjartansdóttir, Kristel Þórðardóttir og
Rebekka Rós Ágústsdóttir

 

A. KYNNING EFNIS

Heimurinn var skekinn af óhugnanlegum morðum sem hinn 33 ára Christopher Lee Watts framdi í Coloradoríki þann 13. ágúst 2018, er hann myrti fjölskyldu sína á hrottalegan hátt. Fórnalömb hans voru Shanann Watts, barnshafandi eiginkona hans og dætur þeirra tvær, Belle og Celeste Watts. Snemma morguns þann 13. ágúst bankaði vinkona Shanann upp á heimili Watts fjölskyldunnar og enginn kom til dyra. Er hún fékk engin svör hringdi hún áhyggjufull í Chris og lét vita að mæðgurnar væru týndar og að Shanann svaraði ekki símanum, sem væri ólíkt henni. Einnig hringdi hún í lögreglustöðina í Frederick til að tilkynna mannshvörf. Stuttu seinna mætti lögregluþjónn á heimili Watts fjölskyldunnar til að athuga hvað hafi skeð. Chris laug og þóttist ekkert vita um hvarf mæðgnanna. Daginn eftir var rannsóknarlögregla sett í málið og Chris hélt ótrauður áfram að segja að hann vissi ekkert um hvarf Shanann, Bella eða Celeste.

Giftingahringur Shanann fannst á náttborði hennar og sagðist Chris þá trúa því að hún hafi flúið vegna rifrildis sem þau áttu nóttina áður. Einnig var sími Shanann og lyf mæðgnanna enn í húsinu sem virtist grunsamlegt. Vinkona Shanann trúði því varla að hún myndi fara vísvitandi út úr húsi án þess að taka þessa mikilvægu hluti með sér. Chris kom fram í sjónvarpi til að biðla til almennings um að „leita að Shanann og stelpunum.“ Hann horfði örvæntingarfullur án þess að blikka í myndavélina og bað fjölskyldu sína að snúa aftur heim. Hann talaði til þeirra án þess að nefna nöfn þeirra og virtist hann ekki vera leiður yfir því að þær væru horfnar.

Innan sólarhrings var Chris Watts í járnum grunaður um morð á fjölskyldu sinni. Eftir töluverðar rannsóknir og yfirheyrslur sakaði Chris Shanann um að hafa orðið dætrum sínum að bana. Sú ásökun entist ekki lengi þar sem hann játaði sök sína stuttu seinna. Hann sagðist að hafa myrt þungaða eiginkonu sína og dætur þeirra tvær. Í framhaldinu af því tjáði hann lögreglu um hvar þær væru og fann lögreglan konuna hans, Shanann Watts grafna í grunnri gröf á olíuleitarsvæði þar sem Chris starfaði. Fljótandi í nálægum olíutönkum voru dætur hans, Belle og Celeste, þar sem Chris hafði troðið þeim af öllu afli í örsmáa olíutanka. Eftir að Chris játaði á sig morðin þrjú var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.

Rannsóknir hafa sýnt að Shanann var kyrkt af Chris og tók það langan tíma, um tvær til fjórar mínútur. Hann kæfði dætur sínar til dauða og hafði Bella bitför á tungunni sem sýnir að hún hafi barist fyrir lífi sínu. Rannsakendur hallast að því að Chris hafi myrt fjölskyldu sína því hann stóð í framhjáhaldi og vildi hefja nýtt líf með hjákonu sinni án óléttrar eiginkonu og dætra sinna. Shanann hafði lengi að reyna hvað hún gat til að bjarga hjónabandi þeirra þar sem hún skynjaði fjarlægð hans, og gerðist það vikum fyrir morðin. Heimilisofbeldi og morð því tengdu eru algeng og sjaldan ná þau að rata á forsíður heimsfrétta. Þetta mál var þó öðruvísi, það innihélt allt til að vekja athygli og rata í heimsmiðlana.

Eftir handtöku fékk Chris send fjölmörg ástarbréf á meðan hann beið dóms. Konur lýsa aðdáun sinni með hjörtum og segjast margar hverjar vera afar heillaðar að honum eftir að hafa heyrt um málið. Margar ástæður eru fyrir því að konur heillast af morðingjum, sumar eru hvattar áfram í von um frægð. Þær vilja vera í sviðsljósinu og trúa því að vera í sambandi við álíka þekktan morðingja og Chris Watts geti fært þeim viðtal í fjölmiðlum eða jafnvel bókarsamning. Einnig fá þessar konur kynferðislega örvun gagnvart mönnum sem tengdir eru ógeðfelldum glæpum og kallast það hybristophilia.

Fjölskyldan saman - Shanann, Chris, Belle og Celeste Watts.

Fjölskyldan saman - Shanann, Chris, Belle og Celeste Watts.

 Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=ep8iKiQNSrY .

B. GLÆPURINN SJÁLFUR

Þann 13. ágúst árið 2018 fékk lögreglan í Frederick, Colorado í Bandaríkjunum símtal frá Nickole Utoft Atkinson um að hún væri hrædd um vinkonu sína, þar sem hún hafði misst af vinnufundi og væri hvorki að svara símtölum eða skilaboðum hennar, né svaraði þegar hún bankaði á dyrnar hjá henni. Atkinson hringdi þá í eiginmann hennar, Christopher Watts, sem var þá staddur í vinnunni. Stuttu seinna mætti lögreglumaður til að athuga málið og í kjölfarið kom Chris. Eftir að hafa rætt við lögreglumanninn þá gaf Chris honum leyfi til að skoða húsið en þar voru engin merki um eiginkonu hans Shanann eða stelpurnar hans tvær Belle og Celeste. Fundu þau veski hennar þar sem sími hennar og bíllyklar voru ennþá í. Einnig var bíll hennar ennþá í bílskúrnum ásamt sætisstólum stelpanna. Chris fann síðan giftingarhringinn hennar á rúminu þeirra inn í svefnherbergi. Næsta dag, 14. ágúst tóku FBI og Colorado rannsóknarlið þátt í rannsókninni. Chris tjáði þeim að hann hafði ekki hugmynd hvar eiginkona og dætur sínar væru staddar og hafði ekki séð þær síðan klukkan 5 um morguninn þann 13. ágúst þegar hann fór í vinnuna. Hann gaf viðtöl í sjónvarpið þar sem hann grátbað þau að koma aftur heim þar sem húsið væri ekki eins án þeirra.

Shanann kom heim klukkan 2 um nóttina þann 13. ágúst eftir vinnuferð og fóru hún og Chris að spjalla saman um sambandið upp í rúmi. Þau stunduðu kynlíf og sofnuðu svo. Áður en hann átti að mæta í vinnuna, sem var 5 um morguninn, þá hafði hann legið andvaka síðan þau stunduðu kynlíf og var reiður út í sjálfan sig að hafa leyft því að gerast og gefa henni þessar fals vonir því hann vildi út úr þessu hjónabandi og var í raun ástfanginn af annarri konu. Chris upplifði þá eins og hann hefði haldið framhjá Nichol, sem var þá hjásvæfan hans. Fann hann þá fyrir einhverri þörf í að gera eitthvað í þessu og byrjaði þá að ræða við Shanann þar sem spjallið var á eðlilegum nótum í langan tíma og grétu þau til skiptis.

Köstuðu þau boltanum fram og til baka um hvað þau ættu að gera, Chris var mjög óviss um hvort þau ættu að vera saman eða ekki á meðan Shanann tjáði að hún vildi halda í sambandið. Í lok samtalsins þá tjáði Chris Shanann að hann elskaði hana ekki lengur. Shanann brást harkalega við þessu, sagði reið við hann að Chris myndi aldrei sjá dætur sínar aftur og bað hann síðan um að fara af sér þar sem Chris lá hálfpartinn ofan á henni. Chris fór ekki af Shanann, heldur tók hann utan um háls hennar. Hann hélt höndunum fast um háls hennar, svo hún gæti ekki andað.

Tjáði Chris í yfirlýsingunni að Shanann hefði ekkert streist á móti, hún var mjög trúuð og var hann viss um að hún hafi verið að biðja á þessu augnabliki. Hann gat ekki útskýrt af hverju hann sleppti ekki takinu á Shanann, hann sagði að eitthvað afl hafi verið í höndunum á honum sem leyfði honum ekki að sleppa. Hann vafði líkið af eiginkonu sinni í lak og dró hana út í vinnubíl hans. Chris Watts lagði eiginkonu sína á gólfið í aftursætunum. Sótti hann síðan stelpurnar sem voru sofandi inn í húsinu og kom þeim fyrir í aftursætinu í bílnum þar sem móðir þeirra lá á gólfinu og fór með þær í 45 mínútna bílferð að olíusvæði þar sem hann var að vinna. Fyrr um daginn hafði Chris hringt í yfirmann sinn og látið hann vita að hann þyrfti að koma við á olíusvæðinu til að athuga með svolítið. Þá þyrfti hann ekki að hafa áhyggjur af því ef einhver skyldi mæta á óreglulegum tíma. Yfirmanninum hans fannst það frekar furðulegt en gerði þó ekkert í því.

Þegar Chris kom að olíusvæðinu þá gróf hann lík eiginkonu sinnar og ófæddan son sinn í grunnri gröf skammt frá svæðinu sem hann vann á. Setti hann þá Shanann í þá stöðu að bak hennar snéri upp á við og skóflaði síðan mold yfir hana. Það er talið vera óvirðingarvert þegar lík eru jörðuð þannig að andlit snýr að jörðu. Fór hann þá aftur í bílinn þar sem dætur hans voru og tók þá yngri dótturina, Celeste sem var þriggja ára gömul og kæfði hana með teppi fyrir framan eldri dóttur sína. Þegar það var síðan komið að þeirri eldri, henni Belle sem var fjögurra ára gömul, þá var það síðasta sem hún sagði við hann „Daddy, NO!“ Hann tróð líkum dætra sinna í sitthvora olíutunnuna og þurfti hann að beita miklu afli við gjörninginn þar sem tunnurnar voru örsmáar.

Chris Watts var svo handtekinn þann 15. ágúst. Samkvæmt handtöku yfirlýsingunni þá féll hann á lygaprófi og játaði í kjölfarið að hafa myrt Shanann eftir rifrildi varðandi skilnað þeirra og myrt dætur sínar tvær, Belle og Celeste. Chris hafði þá verið að halda framhjá eiginkonu sinni og fullyrti að hann hafi beðið Shanann um skilnað.

Hér má sjá stærð olíutankanna sem Chris tróð dætrum sínum ofan í.

Hér má sjá stærð olíutankanna sem Chris tróð dætrum sínum ofan í.

Heimild: https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.pinterest.com%2Fpin%2F785878203713130156%2F&psig=AOvVaw2mc2mrYb5voQ8-I_TIS4_8&ust=1603842214674000&source=images&cd=vfe&ved=0CAIQjRxqFwoTCPDc8KK40-wCFQAAAAAdAAAAABAO .

C. PERSÓNAN SJÁLF

Christopher Lee Watts, betur þekktur sem Chris Watts fæddist þann 16. maí 1985 í Norður-Karólínu. Hann ólst upp í húsi foreldra sinna með systur sinni Jamie. Hann stamaði sem barn og er talið að áfall af einhverju tagi hafi orsakað það. Möguleiki er á að Chris Watts hafi fundist að móðir sín hafi verið að stjórna honum ófhóflega. Jamie systir hans var í sviðsljósinu í fjölskyldunni og honum leið eins og hann skipti engu máli. Chris Watts fékk litla sem enga athygli frá foreldrum sínum. Þegar hann var ungur byrjaði hann í íþróttum og var virkur í hafnabolta, körfubolta og fótbolta. Á unglingsaldri var hann duglegur í skóla, neytti ekki vímuefna og kom sér ekki í vandræði. Hann var rólegur unglingur, sem lét lítið fyrir sér fara, lenti aldrei í slagsmálum, var góður við fólkið í kringum sig og reifst nánast aldrei við vini sína né fjölskyldu.

Árið 2003 útskrifaðist hann úr Pine Forest High School í Norður-Karólínu og fékk hann ásamt einum öðrum nemanda skólastyrk fyrir framhaldsnám. Kennararnir í Pine Forest High School voru ávallt ánægðir með hann og töldu kennararnir hann vera einn gáfaðasta nemanda sem þeir höfðu kennt. Chris var því í miklu uppáhaldi hjá mörgum kennurum í skólanum. Einn kennari skólans sagði eitt sinn við Chris að ef einhver nemandi úr skólanum myndi ná árangri þá væri það hann.

Eftir útskrift frá Pine Forest High School fór Chris á vinnumarkaðinn og vann á bílasölu, aðallega við að gera við bíla. Chris hafði mikinn áhuga á því starfi og samkvæmt samstarfsfélögum hans var hann góður starfsmaður sem lagði mikið á sig. Seinna upplifði Chris Watts mikla vanlíðan sem skilgreind hefur verið sem depurð. Honum fannst eitthvað mikið vanta í líf sitt. Það gerðist svo árið 2010 að hann kynntist eiginkonu sinni, Shanann með því að senda henni vinabeðni á Facebook. Shanann var fyrstu efins með Chris og skrítið að fá vinabeiðni senda frá honum. Shanann hafði ekki áhuga á að kynnast honum en hann náði síðar að tala hana til. Chris fann það fljótt á sér að Shanann gæti veitt sér allt sem honum vantaði áður í líf sitt. Shanann veitti honum ást og eðlilegt líf, Chris fannst hún geta uppfyllt þarfir hans og minnkað vanlíðan hans töluvert.

Tveimur árum síðar, árið 2012, giftu þau sig og voru að mörgu leyti hamingjusöm. Síðar þegar þau komust að því að Shanann væri þunguð ákváðu þau að kaupa sér hús. Þau keyptu sér fimm herbergja einbýlishús í maí árið 2013 sem staðsett er í Coloradoríki. Þann 17. desember 2013 eignuðust þau sína fyrstu dóttur og sína aðra dóttur árið 2015 þann 17. júlí en lentu í mikilli peningaskuld. Þrátt fyrir mikla fjárhagserfiðleika leit allt út fyrir að vera fullkomið hjá Watts fjölskyldunni. Eiginkona hans lýsti manninum sínum sem hinn fullkomni eiginmaður, það var þó ekki allt sem sýndist.
            Eftir að Chris hóf samband sitt með Shanann fór hann að missa tök á mataræði sínu og hreyfði sig minna. Þegar ást hans á Shanann fór að minnka, tók hann sig á og missti tugi kílóa. Talið er Chris Watts hafi byrjað í átaki vegna þess að hann vildi fá sérstaka athygli frá öðrum konum, sem voru ekki Shanann. Í febrúar 2018 byrjaði hann að vinna fyrir Anadarko Petroleum sem stjórnandi í olíu námu og byrjaði að þéna peninga til að borga upp skuld þeirra hjóna. Vinnustaðurinn var rúmlega 60 kílómetrum austan frá heimili þeirra. Þann 11. júní 2018 tilkynnti Shanann Chris að hann væri að fara verða þriggja barna faðir. Shanann var sjálf himinlifandi yfir tíðindunum en Chris sýndi enga gleði né tilfinningar. Hann byrlaði henni verkjalyfinu Oxycodone í þeirri von um að fóstrið myndi eyðast.

Þann sama mánuð, júní árið 2018 var Chris byrjaður að halda framhjá eiginkonu sinni. Viðhaldið var Nichol Kessinger, samstarfskona hans í olíunámunni og trúði hann því að nýja sambandið myndi leysa öll þau vandamál sem hann upplifði. Chris og Nichol leyndu hittingunum sínum frá Shanann eftir bestu getu. Shanann var þó farin að gruna að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera. Hann sýndi eiginkonu sinni enga ást, hann vildi helst ekki kyssa hana, né njóta ásta með henni. Hún spurði hann gjarnan hvort hann væri að missa áhugann á sér og hvort hann vildi ekki vera lengur í hjónabandinu. Þá svaraði Chris henni alltaf að hún ætti ekki að hafa neinar áhyggjur, að það væri ekkert að þeirra hjónabandi. Hann hélt sambandi sínu við Nichol áfram í þónokkra mánuði og var hættur að elska Shanann. Það sem hann vildi heitast var að hefja nýtt líf með Nichol og var það helsta markmið hans. Chris var ekki lengi að grípa til aðgerða og vissi hvað hann þyrfti að gera til að ná markmiði sínu. Chris Watts byrjaði sem hinn fullkomni fjölskyldufaðir en endaði á að vera einn umtalaðasti fjölskyldumorðingi sögunnar.

Mynd af Chris eftir hann varð handtekinn.

Mynd af Chris eftir hann varð handtekinn.

Heimild: https://patch.com/img/cdn20/users/22959560/20181122/103104/styles/raw/public/processed_images/christopher_watts_mugshot-1542899210-5756.jpg .

D. ENDIR MÁLSINS

Christopher Lee Watts var fljótt grunaður um að eiga í hlut við hvarf fjölskyldu sinnar. Rannsóknarlögreglumaðurinn Tammy Lee tók viðtal og framkvæmdi lygapróf við Chris Watts. Lee hóf viðtalið snemma morguns þann 15. ágúst 2018 með því að segja að á þessu augnabliki væri aðeins ein manneskja í herberginu sem vissi sannleikann um hvarf Watts fjölskyldunnar en í lok prófsins myndu báðir aðilar vita sannleikann. Það var þetta lygapróf sem gerði það að verkum að lögreglan var stóru skrefi nær að uppgvöta hvað í hafi skorist. Chris Watts féll ekki aðeins á lygaprófinu, heldur skoraði hann fremur lágt. Þegar tekið er lygapróf og einstaklingur er að segja ósatt er eðlilegt að skora -4 en Watts skoraði -18. Honum var ekki strax sagt að hann hafi fallið á lygaprófi, en hann vissi betur og bað um að fá föður sinn í herbergið til sín. Stuttu seinna viðurkennir hann að hafa myrt eiginkonu sína. Hann var þó harður á því að hafa einungis myrt Shanann vegna þess að hún hafi myrt börn þeirra, sem reyndist svo ekki vera satt. Sama dag klukkan 23:30 var Chris Watts handtekinn fyrir grun um þrjú morð af fyrstu gráðu og þrjár ákærur, sem voru fyrir að hafa átt við líkin. Chris Watts sagði lögreglumönnum hvar hann losaði sig við líkin og þann 16. ágúst voru líkin fundin.

Þann 21. ágúst klukkan 10:00 voru haldin réttarhöld í Greeley í Coloradoríki. Margir mættu til að sýna Shanann, Bellu, Celeste og Nico stuðning. Í réttarhöldunum höfðu fjölskyldur Shanann og Chris Watts tækifæri á koma fram. Faðir Shanann, Frank Rzucek lýsti yfir sorg sinni og reiði gagnvart Chris. Hann sagði hann vera tilfinningalausan vondan mann sem fór með dóttur sína og barnabörn eins og rusl. Hann bætti því við að Chris viti ekki hvað ást er, því ef hann hefði vitað það þá hefði hann aldrei gert það sem hann gerði. Bróðir Shanann, Frankie Rzucek Jr. sagðist hafa séð eftir því að eyða tíma í skrif textans sem lesinn var upp í réttarhöldunum vegna þess að Chris Watts var ekki tímans virði. Hann segir einnig að hann biðji fyrir því að Chris muni aldrei hafa stund til að hvílast. Móðir Shanann, Sandra Rzucek byrjar á því að þakka réttarkerfinu fyrir góða vinnu og segir að Chris hafi brotið traust þeirra allra en hún óskaði ekki eftir dauðarefsingu. Hún segist ekki vilja hann dauðann, hún segir að líf hans sé á milli hans og Guðs og biður fyrir því að Guð sýni honum miskunn. Foreldrar Chris, Cindy Watts og Ronnie Watts segjast fyrirgefa syni sínum og að þau muni elska hann sama hvað.

Hinn grunaði var ákærður fyrir fimm morð af fyrstu gráðu, morðið á þunguðu eiginkonu hans og tveimur dætrum. Þar sem dætur hans voru yngri en 12 ára þá fékk hann tvo dóma að auki sem eins voru morð af fyrstu gráðu. Chris var einnig ákærður fyrir ósamþykkt meðgöngurof á ófædda syni þeirra, Nico Watts og fékk hann þrjár ákærur fyrir að hafa átt við líkin. Í fyrstu var honum neitað um tryggingu en síðar var tryggingin sett við 5 milljón Bandaríkjadala. Þann 6. nóvember 2018 var hann dæmdur sakhæfur og kom dauðarefsing ekki til greina samkvæmt hæstaréttadómara. Dómur hans var óskilorðsbundinn og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Chris Watts var sendur í fangelsi í Coloradoríki, þar sem hann var búsettur og framdi morðin á fjölskyldu sinni. Þann 3. desember 2018 var hann færður til Dodge Correctional Institution í Waupun, Wisconsin. Það fangelsi er með hámarksöryggis aðstöðu og mun hann klára lífstíðardóm sinn þar. Ástæða flutninganna var vegna öryggis Chris. Algengt er að menn eins og hann sem sitja í fangelsi lendi í uppákomum við aðra fanga, vegna morða á börnum sínum. Önnur ástæða flutninganna var öryggi fangavarðanna sem þyrftu að vera í nálægð hans. Chris fékk send mörg bréf frá aðdáendum sínum og voru það aðallega konur sem sögðust vera hrifnar af honum. Þar sem hann hafði ekki mikið við tímann sinn að gera þá ákvað hann að skrifa þeim til baka og í kjölfarið eignaðist Chris ófáa pennavini, sem hann er enn í samskiptum við í dag.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=Cd0hXHVUZYY  (MYNDBAND).

 

MÆLIKVARÐAR

E. Fyrsti mælikvarðinn

DSM5 - Andfélagsleg persónuleikaröskun. Þetta eru einstaklingar sem misnota, finnast þeir vera sterkir og annað fólk veikt. Þeir ráðast á og plata aðra.

Chris Watts er með andfélagslega persónuleikaröskun, ýmis einkenni í fari hans sýna fram á það. Chris virti ekki réttindi fjölskyldu sinnar, hann er árásagjarn, hefur stuttan þráð,  hefur enga iðrun á gjörðum sínum og hann sveik fjölskyldu sína þegar hann hóf nýtt ástarsamband, með Nichol Kessinger. Chris Watts var sjarmerandi á yfirborðinu, en það sem gerðist innan veggja heimilisins gátu hjónin lengi falið fyrir umheiminum.

Ástæða þess að Chris dróst að Shanann, eiginkonu sinni var vegna þess að hann trúði því að hún gæti uppfyllt þarfir hans, meðal annars veitt honum ást og eðlilegt líf. Hann vissi að hann gæti ekki upplifað þessar tilfinningar einsamall og trúði því að Shanann gæti hjálpað honum, vegna þess að hún lét Chris trúa því að hann ætti hið fullkomna líf. Þetta virkaði fyrir Chris í ákveðinn tíma en eftir erfiðleika, bæði fjárhags- og fjölskyldu erfiðleika, þá áttaði hann sig á því Shanann gæti ekki gefið honum allt sem hann þurfti.
            Chris hætti að elska Shanann og fór því að halda framhjá með samstarfskonu sinni. Hann trúði því að nýja sambandið við viðhaldið myndi leysa öll vandamál sem hann upplifði. Einnig kenndi hann Shanann um neikvæðar tilfinningar sínar og hélt að ef hann myndi losna við eiginkonu sína, myndi það leysa allt. Það eina sem skiptir hann máli eru hans eigin þarfir og hans hamingja. Allir og allt sem stóðu í vegi fyrir að hann fengi að upplifa þessar tilfinningar voru hindranir, hindranir sem hann vildi losna við. Hann leit því á fjölskyldu sína sem hindrun og hluti frekar en manneskjur. Hann trúði því að hann myndi komast upp með morðin og einnig trúði hann því að hann ætti skilið frelsi eftir allt sem hann þurfti að þola í gegnum árin. Eftir morðin sýndi Chris hvorki iðrun né tilfinningar gagnvart Shanann, Belle eða Celeste. Í fangelsinu, þar sem hann er staddur núna finnst honum hann fá þá athygli, þá dýrkun sem hann telur sig eiga skilið.

 

F. Annar mælikvarðinn

Stone 22 - Flokkur 11 - Fully psychopathic killers of people “In The Way”. Þetta eru morðingjar sem ná fullri skilgreiningu fyrir andfélagslegum persónuleika, sem drepur fólk sem er á einhvern hátt fyrir þeim (e. “In the way”).

Eins og áður kom fram var Chris Watts fjölskyldufaðir sem þjáist af andfélagslegri persónuleikaröskun. Watts var giftur Shanann Cathryn Watts og áttu þau saman tvö börn. Shanann var ólétt af þeirra þriðja barni og var mjög spennt fyrir komandi tímum. Chris var þó ekki eins traustur fjölskyldu sinni eins og fólk hélt. Hann átti í ástarsambandi með samstarfskonu sinni, Nichol Kessinger. Sumir vilja meina að Nichol hafi verið viðhald Chris á meðan aðrir vilja meina að þau hafi verið í ástarsambandi. Chris og Nichol hófu samband sitt, ef svo má kalla, árið 2018 og sagði Chris að Nichol hafi sýnt sér meiri virðingu heldur en hans eigin fjölskylda. Hann naut þess að fá loksins virðinguna sem hann átti, að hans mati skilið. Chris var orðinn þreyttur á því að hafa ekki meiri völd á heimilinu, enda var það Shanann sem tók flestar ákvarðanir sem áttu sér stað innan veggja heimilisins.

Chris Watts vissi að hann þyrfti að taka málið í sínar hendur til þess að fá allt það sem hann átti skilið. Til þess að það myndi takast þyrfti hann að byrja á því að losa sig við allt og alla sem fyrir honum voru. Hann vissi að hann þyrfti einnig að losa sig við þá aðila sem komu í veg fyrir það líf sem hann vildi á einhvern hátt. Chris tók þá upp á því að myrða fjölskyldu sína þann 13. ágúst árið 2018. Að hans mati myndi það leysa flest hans vandamál, hann væri laus við fólkið sem væri fyrir honum og hann myndi loksins fá alvöru völd. Chris hélt að hann gæti verið með Nichol Kessinger í friði, án truflana. Hann vildi því lifa fullkomnu lífi með henni í friði. Þetta var það líf sem hann taldi sig eiga skilið og líf sem hann myndi njóta til fulls.

 

G. Þriðji mælikvarðinn

Holmes & DeBurger - Flokkur 3.C: Sjálfselsku þægindi. Þetta eru morðingjar sem drepa vegna þess að þeir hafa gagn (e. Comfort) af því.

Chris Watts myrti konu sína og börn og hafði hann gagn af því. Hjónaband Chris og Shanann hafði átt við ýmsa erfiðleika að stríða, bæði fjárhagslega og andlega. Hjónaband þeirra var í hættu og það skýrðist enn frekar þegar Chris hóf ástarsamband við Nichol. Samband þeirra hófst rúmum þremur mánuðum áður en morðin áttu sér stað. Chris trúði því að nýja sambandið við Nichol myndi gera hann hamingjusamari, að honum myndi líða betur andlega og að öll hans vandamál myndu leysast. Hann óskaði þess að geta hafið nýtt líf með Nichol en það var fremur erfitt þar sem það voru fáeinar hindranir, og sú stærsta var fjölskylda hans.

Chris hafði því gagn af því að myrða fjölskyldu sína. Morðin þýddu að Chris gat hafið nýtt líf með Nichol og yrði laus við eiginkonu sína og börn. Hann trúði því að ef að fjölskylda hans yrði á lífi gæti hún ónáðað nýja ástarsambandið á einn eða annan hátt. Chris Watts taldi að með því að setja morðin upp eins og hann gerði, myndi enginn komast að því að hann myrti fjölskyldu sína. Frekar myndi fólk halda að Shanann hafði flúið með dætur þeirra eftir rifrildi þeirra sem gerðist nóttina örlagaríku. Þann 13.ágúst myrti Chris fjölskyldu sína og það leið ekki langur tími þar til hann var settur í fangelsi. Eftir að Chris hafði verið dæmdur sekur, lýsti hann því yfir að eina ástæðan fyrir því að hann myrti Watts fjölskylduna var vegna ást hans á Nichol Kessinger. Hann segist aldrei hafa elskað neinn meira en hann elskaði Nichol og er hann enn að hugsa um hana í fangelsinu í dag. Chris Watts sýnir enga iðrun á gjörðum sínum en hann hefur mikla eftirsjá að hafa verið gómaður. Einnig sér hann mikið eftir Nichole, sem sleit samskiptum á milli þeirra eftir morðin. Ef Chris Watts hefði komist upp með morðin, væri hann að lifa sínu fullkomna lífi með Nichole, án nokkurra vandamála. Börnin hans og eiginkona væru ekki að ónáða þeirra líf og Chris gæti byrjað lífið upp á nýtt.

 

H. Fjórði mælikvarðinn

Cleckley 16 – Flokkur 5: Ósannsögli og óheiðarleiki. Þessi einstaklingur lýgur um allt undir öllum kringumstæðum, stundum horfist hann í augu við afleiðingarnar með heiðarleika, æðruleysi og karlmennsku.

Chris Watts var lygalaupur og sagði ósannindi við fólk í sínu lífi en þá sérstaklega að Shanann eiginkonu sinni og Nichol hjásvæfu sinni. Chris hélt framhjá Shanann með Nichol í um það bil þrjá mánuði og laug að Shanann um hvar hann væri þegar hann var með Nichole. Hann sagðist oft vera að fara í vinnuferðir, þegar það var ekki raunin. Hann sagði við Shanann að hann vildi laga hjónabandið, sendi henni smáskeyti en í þeim sem stóð “Sorry for the way I’ve been acting” og “It’s just been in my head and I haven’t been right at all”. Chris sagði Shanann að hann gæti ekki beðið eftir að fá þriðja barn sitt í heiminn og hann sagðist elska barnið heitt. Allt voru þetta lygar þar sem Chris átti í ástarsambandi við Nichol og hafði engan áhuga á að laga hjónabandið með Shanann. Þar sem hann hafði engan áhuga á að verða faðir barnsins reyndi hann að láta Shanann missa fóstrið með því að byrla henni verkjalyfinu Oxycodone.

Chris laug til dæmis að Nichol að hann og Shanann væru aðskilin og að skilnaðurinn væri á leiðinni í gegn. Hann sagði einnig að hann og Shanann bjuggu einungis saman og sváfu í sitt hvoru herberginu, svo hann gæti séð um dætur sínar tvær. Chris uppljóstraði því ekki við Nichol að hann ætti von á sínu þriðja barni með Shanann en komst hún fljótt að óléttunni. Nichole spurði því Chris út í hana en tjáði hann fyrir henni að hann hafi ekki vitað að Shanann væri ólétt og að hann væri ekki faðir barnsins.

Þegar morðin voru búin að eiga sér stað laug Chris að alþjóð, hann kom fram í sjónvarpsviðtali þar sem bað hann Shanann og dætur sínar að koma aftur heim en Chris vissi vel hvar þær væru. Hann sagði lögregluþjóni að hann hafi séð Shanann um fimm leytið að nóttu til áður en hann fór í vinnu. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hvort Shanann hafi flúið í burtu með dætur þeirra eða hvort einhver hafi tekið þær mæðgur. Þegar það komst upp um Chris reyndi hann að sannfæra lögregluna um að Shanann hafi drepið dætur þeirra og þá hafi hann í hefndargirni myrt hana. Seinna játaði hann að hafa myrt ólétta eiginkonu sína og tvær dætur þeirra einungis til að losna við dauðarefsingu.

I. Fimmti mælikvarðinn

CCM - Flokkur 107: Insurance-Related Death. Fórnarlamb er myrt vegna trygginga eða erfða. Undirflokkurinn sem Chris Watts flokkast undir er einstaklingsávinningur (e. Individual profit). Einstaklingsávinningur er skilgreindur sem sá að morðinginn gerir ráð fyrir að hagnast fjárhagslega við andlát fórnarlambsins. Dæmi um þessa tegund glæpa eru morð á „svörtu ekkjunni“, manndráp við rán eða fjölmörg morð sem fela í sér tryggingar eða velferðarsvindl.

Chris seldi fjórhjólið sitt fyrir minna en hann skuldaði af því, og því vildi Shanann ekki láta hann sinna fjármálum þeirra. Það er ljóst að Chris tók enga ábyrgð á sínum eigin fjármálum sem gerði það að verkum að Shanann sá alfarið um þau, það gerði þó fátt betra. Fjölskyldan varð gjaldþrota og voru heilt yfir ávallt í miklum skuldum og áttu í miklum erfiðleikum með fjármál fjölskyldunnar. Skuldin náði í hátt um 70.000 Bandaríkjadala mest megnis vegna námslána þeirra hjóna og yfirdrátt á heimild kreditkorta.

Chris Watts hélt framhjá Shanann eiginkonu sinni með Nichol Kessinger. Nichol var samstarfsmaður Chris þegar hann vann hjá Anadarko Petroleum Co. Þau byrjuðu að eiga í nánu sambandi þremur mánuðum áður en Chris myrti Shanann og dætur þeirra tvær. Chris laug að Nichol að hann og Shanann væru skilin að borði og sæng, hann var einungis enn á heimilinu svo hann gæti hugsað um dætur sínar, Belle og Celeste.

Chris ræddi oft við Nichol varðandi ferðalög þeirra saman um heiminn og hversu gott líf þeirra yrði. Chris setti hús Shanann rakleiðis á sölu eftir að morðin áttu sér stað, líklega til að fá pening, lækka skuldir sínar  og til að geta haldið áfram nýja ástarsambandinu með Nichol án nokkurra fjárhagserfiðleika.

J. Sjötti mælikvarðinn

Hare 20 - Endanlegi listinn. Flokkur 14: Hvatvísi (e. impulsivity). Þetta er fólk sem er hvatvíst og á í erfiðleikum með að halda aftur af sér. Það talar oft án þess að hugsa, framkvæmir það fyrsta sem í hugann kemur án þess að íhuga hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Eins og við sjáum hér fyrir ofan er Chris Watts með andfélagslega persónuleikaröskun og eru einstaklingar sem bæði hafa þá röskun og flokkast einnig með hvatvísi, kallaðir „sociopaths“.

            Það er auðveldlega hægt að flokka Chris Watts í flokkinn um hvatvísi. Í handtöku yfirlýsingunni eftir að Chris játaði á sig morðin sem hann framdi, þá útskýrir hann afhverju hann kyrkti konuna sína, Shanann. Hann tjáði rannsóknarlögreglumönnunum sem tóku fyrir yfirheyrsluna að hann gæti ekki útskýrt afhverju hann sleppti ekki takinu. Chris sagði að eitthvað afl hafi verið í höndunum á honum sem leyfði honum ekki að sleppa takinu á hálsinum hennar. Þessi framkvæmd og hugsun sem Chris glímir við er fullkomið merki um hvatvísi.

            Einnig drap hann dætur sínar tvær, Belle og Celeste, af hvatvísi. En þær afleiðingar urðu vegna morðsins á móður þeirra, Shanann, þar sem Chris vissi í raun ekki hvað ætti að gera við þær tvær þar sem þær voru vitni af Chris drepa móður sína.

            Því má segja að Chris hafi ekki hugsað út í afleiðingarnar á þeirri stundu sem hann framdi morðin þrjú og keyrði með þær mæðgur í rúmar 45 mínútur að olíusvæði þar sem hann gæti losað sig við líkin. Mögulega hélt hann að hann væri laus allra mála og spenntur fyrir nýju upphafi með hjásvæfu sinni, Nichol. En svo virðist raunin ekki þar sem hann var gómaður aðeins tveimur dögum eftir að morðin áttu sér stað. Sem sýnir okkur hvatvísina sem brast innra með honum þegar hann framdi hrottaleg morð á sinni eigin fjölskyldu og hugsaði í raun ekkert út í þær afleiðingar sem skyldu bíða hans.

Heimildir:

  1. Inga Kristjánsdóttir. (þáttastjórnandi). (2019). Illverk. [Hlaðvarp]. https://illverk.is/

  2. Popplewell, J. (leikstjóri). (2020). American Murder: The Family Next Door. [heimildarmynd]. USA: Netflix.

  3. https://www.womenshealthmag.com/life/a34144668/where-is-chris-watts-now/ 

  4. https://www.crimerocket.com/tag/chris-watts-childhood/ 

  5. https://www.youtube.com/watch?v=MbGl8r5MzUI.

CUBILLOS, Luis Alfredo Garavito - The Beast

Luis Alfredo.

Luis Alfredo.

Heimild: https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.eltiempo.com%2Fjusticia%2Fdelitos%2Fluis-alfredo-garavito-es-hospitalizado-en-valledupar-471354&psig=AOvVaw2xHCoq2tPFQCmYb3GQkPT8&ust=1603918309454000&source=images&cd=vfe&ved=0CAIQjRxqFwoTCIjLgsbT1ewCFQAAAAAdAAAAABAa.

Arna Ýr Arnardóttir, Hildur Lovísa Hlynsdóttir, María Katrín Auðardóttir og Sunna Dís Jónasdóttir

Kynning efnis

Luis Alfredo Garavito Cubillos betur þekktur sem „Tribilín“ eða „The beast“ er einn alræmdasti raðmorðingi heims, hann var dæmdur fyrir að misþyrma og myrða 138 unga drengi en raunveruleg tala er sögð yfir 300.

Garavito átti ekki góða barnæsku, hann var misnotaður af drykkfelldum föður sínum sem og kunningjum hans. Faðir hans átti einnig til að binda hann niður og láta hann horfa á sig misþyrma og nauðga móður hans. Þetta varð til þess að Garavito var alinn upp við að horfa á hluti sem ekkert barn á að upplifa. Hann hóf að stunda misþyrmingar sjálfur og nauðgaði meðal annars litla bróður sínum. Í stuttu máli þá hefst ferill Garavito á því að hann fylgist með ungum drengjum í fátækrahverfum Kólumbíu, fylgdist með hverjum að þeirra yrði ekki saknað þrátt fyrir að hverfa í einhvern tíma. Hann fór í dulargervi og vann inn traust drengjanna, hann tók þá með sér á afskekkta staði þar sem hann misþyrmti þeim til að byrja með, seinna hóf hann síðan að myrða þá. Þetta gerði hann við að minnsta kosti 138 drengi á árunum 1992 til 1999 en talan er líklegast mun hærri, miðað við fjöldagrafir sem fundust en ekki var hægt að bera kennsl á öll líkin.

Fyrsta fjöldagröfin fannst í nóvember 1997 í Pereira og innihélt 25 lík, upprunalega var talið að gröfin tilheyrði glæpagengi eða sértrúarsöfnuði á svæðinu. Stuttu seinna fundust fleiri fjöldagrafir í öðrum bæjum og nágrannaríkjum en vegna lítilla samskipta milli lögregluumdæma var honum ekki náð fyrr en 22. apríl 1999 þegar að heimilislaus maður sagðist hafa séð dularfullan mann í hverfinu reyna að nauðga ungum dreng. Þrátt fyrir fjölda fórnalamba var Cubillos ekki dæmdur í nema 40 ára fangelsi sem var lækkað niður í 22 ár vegna þess hve hjálpsamur hann var að benda á hvar líkin voru grafin. Hámarksrefsing í Kólumbíu eru því ekki nema 40 ár en eftir að þetta mál komst upp þá hefur það ekki fallið vel í kramið hjá almenningi í landinu sem telja að lífstíðarfangelsi eða jafnvel dauðarefsing væri betur við hæfi. Nú hafa lögin verið endurrituð og segja að sá aðili sem dæmdur hefur fyrir glæp gagnvart börnum þurfi að sitja inni í 60 ár og eigi ekki rétt á umbun fyrir að aðstoða lögreglu, því er spurning hvort honum verði hleypt út 2021 eða ekki.

Persónan

Luis Alfredo Garavito Cubillos fæddist 25. janúar 1957 í litlum bæ sem heitir Génova, Quindío í Kólumbíu, Suður Ameríku og var hann elstur sjö bræðra. Á þeim tíma sem Garavito fæddist ríkti borgarastyrjöld í Kólumbíu og mikið var um morð, voðaverk og fjöldi fólks var annaðhvort drepið eða það týndist í glundroðanum sem þarna ríkti. Garavito ólst því upp við þennan hræðilega veruleika og varð vitni af miklum voðaverkum í umhverfi sínu. Þá neyddist fjölskylda hans á endanum til að yfirgefa heimili sitt útaf borgarastyrjöldinni og fluttu í annan bæ.

Faðir Garavito var virkur alkahólisti og beitti hann, móður hans og yngri bræður bæði líkamlegu-, andlegu- og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra. Garavito og bræður hans máttu ekki hitta önnur börn nema í skólanum. Bræðrunum var haldið í einangrun á heimili sínu öllum stundum utan skólans. Þar að auki var Garavito lagður í einelti af öðrum börnum í skólanum sem tók mjög á hann. Hann hætti svo í skóla í 5. bekk þegar hann var aðeins 11 ára gamall. Þegar hann var 12 ára missti hann sveindóminn og var það með strák, en síðar sama ár var honum nauðgað og misþyrmt af karlkyns vini föður síns.

Að sögn Garavito reif hann tvo lifandi fugla í tætlur þegar hann var 12 ára, og samkvæmt sáfræðilegum kenningum er það merki um andfélagslega persónuleikaröskun (mælikvarði, Persónuleikaröskun) að stunda dýraníð í æsku. Þessar lýsingar á ofbeldisfullri æsku koma frá Garavito sjálfum eftir að hann var handtekinn, erfitt er að treysta siðblindum einstaklingum því verður að taka frásögnum hans með fyrirvara. Þegar hann var 15 ára var honum nauðgað aftur af öðrum vini fjölskyldunnar sem hann hélt að hann gæti treyst, og átti það að hafa gerst nokkrum sinnum. Einungis 16 ára var hann farinn að heiman og flutti þá frá fjölskyldu sinni í aðra borg í Kólumbíu. Hann byrjaði að drekka mikið á unglingsárunum líkt og faðir hans og einnig byrjaði hann að sína ofbeldisfulla hegðun. Alkahólismi hefur verið partur af honum allt hans líf, en hann á að hafa bruggað sitt eigið áfengi. Hann fór svo í Alkaholics Ananomus (AA) og var partur af þeim í einhvern tíma á þessum árum. Á næstu árum fór hann á milli borga þar sem hann vann meðal annars í matvörubúð.

Hann byrjaði fljótt að girnast unga drengi (mælikvarði, DSM-5) sem hann lokkaði til sín með sælgæti og fékk hann þá gælunafnið „Tribilín“ sem er spænska þýðingin á Disney karakternum Guffa. Hann fékk þetta nafn útaf því krökkunum fannst hann svo fyndinn og skemmtilegur, einskonar trúður eins og Guffa karakterinn er í sögunum um Andrés önd. Það eru ótrúleg líkindi með Garavito og Guffa þegar maður skoðar myndir af þeim saman. Á endanum missti Garavito vinnuna í matvörubúðinni og snéri sér að öðru, í öðrum bæ og fékk aðra vinnu sem hann svo á endanum missti útaf ofbeldisfullri og óviðeigandi hegðun sinni. Hann átti á þessum árum kringum tvítugt í sambandi við konu sem átti ungan dreng en beitti hann þó ekki ofbeldi. Þetta var mynstur sem Garavito virtist halda í samböndum sínum við konur. Hann stundaði ekki kynlíf með þeim en átti í samböndum við konur sem voru eldri en hann og áttu börn fyrir, því voru samböndin við þær platónsk útaf því að hann gat ekki átt í kynferðislegu sambandi við þær að hans sögn (mælikvarði, CCM). Samkvæmt skýrslu lögreglunnar hafði hann reynt að taka sitt eigið líf allavega einu sinni og var í kjölfarið vistaður á geðskjúkrahúsi í 5 ár, á þeim tíma var hann einnig á lyfjum við geðrofi (mælikvarði, Persónuleikaröskun og Norris). 

Glæpaferillinn

Luis Garavito er sagður hafa drepið sitt fyrsta fórnarlamb árið 1992, þá 35 ára að aldri. Garavito passaði sig að velja „rétt“ fórnarlömb, fórnarlömb sem að hann vissi að yrði ekki saknað og einhverja sem að hann gæti auðveldlega unnið inn traust hjá (mælikvarði, Norris). Öll fórnarlömbin hans voru munaðarlausir eða heimilislausir drengir á aldrinum 6 til 16 ára (mælikvarði, DSM-5). Garavito fylgdist með fórnarlömbum sínum og reyndi að átta sig á því hvað það var sem að drengirnir vildu, hvort það væri sælgæti, litlar gjafir, peningur, vímuefni eða áfengi. Einnig átti hann það til að setja sig í ákveðin karakter eða dulargervi sem dæmi, prest, gamlan mann, fíkniefnasala, bónda og fleira. Garavito vingaðist því við drengina í því hlutverki sem hentaði að hverju sinni, og þegar traust þeirra var komið bauð Garavito þeim með sér í göngutúr. Göngutúrarnir sem hann tók drengina með sér í voru mismunandi, stundum lét hann drengina halda á þungum hlutum fyrir sig og stundum lét hann þá ganga gríðarlegar vegalengdir. Í öllum þeim göngum sem Garavito tók drengina með sér drakk hann óhóflega mikið alla leiðina, og í endann var hann orðin mjög ölvaður. Þegar drengirnir voru orðnir úrvinda úr þreytu batt hann þá svo þeir gætu ekki reynt að flýja og misþyrmdi þeim. Segja má að morðin hans þróuðust mikið með tímanum, fyrst um sinn var nóg fyrir hann að misnota drengina til að hafa yfirvaldið (mælikvarði, Holmes & DeBurger). Þegar það var komið í nokkurs konar vana byrjaði hann að misnota þá og drap þá síðan. Með tímanum urðu síðan morðin ýktari og ýktari. Sem dæmi þá byrjaði hann á því að klæða drengina úr öllum fötunum, næst misnotaði hann drengina, og fór hann síðan með tímanum að brenna drengina með heitu kerta vaxi, stinga þá í hendur og fætur svo að þeir myndu ekki deyja strax og í raun að reyna að pynta þá nógu mikið, í lokin skar hann kynfærin af þeim og tróð þeim upp í munn drengjanna (mælikvarði, DSM, Stone og CCM) . Öll líkin fundust án fatnaðar og illa farin. Þar sem Garavito fann sér alltaf fórnarlömb sem áttu engan að þá komst hann lengi upp með gífurlegt magn af morðum.

Eins og kom fram hér að ofan hefur Garavito verið dæmdur fyrir 138 morð, en talið er að hann hafi framið upp í um 300 morð. Flest lík hafa samt sem áður fundist í Pereira, en þar bjó Garavito. Þrátt fyrir að Garavito hafi búið þar var það ekki eini staðurinn sem að hann framdi morðin, talið er að hann hafi ferðast á milli 11 ríkja og um 60 bæja. Garavito framdi flest sín morð um helgar, en það gaf honum tíma til þess að ferðast á milli staða án þess að hann myndi missa úr vinnu. Sem dæmi ferðaðist hann til Armeniu, Honda, Bogota, Boyacá, Tuna, Risaralda, Génova, Equator, Palimar o.fl. staða. Garavito framdi morðin á mismunandi stöðum svo að það væru minni líkur á því að grunnsemdir myndu koma upp. Árið 1996 var Garavito staddur í Tuna þá var hann búinn að hafa auga með einum dreng sem var hans næsta fórnarlamb á þeim tíma. Garavito náði að lokka drenginn til sín, fór með hann í göngutúr og þegar drengurinn var orðinn þreyttur ætlaði Garavito að binda hann niður. Drengurinn náði að flýja undan Garavito og komst til lögreglunnar. Drengurinn útskýrði fyrir lögreglunni hvað hefði komið fyrir og náði að lýsa gerandanum að einhverju leyti og nefndi að hann hafi haltrað mikið. Lögreglan byrjaði að leita í kring, fundu þeir mann sem haltraði mikið og var það Garavito. Lögreglan tók hann inn til yfirheyrslu en náði Garavito að koma sér undan ásökunum með því að leika fórnarlamb, hann sagði að verið væri að niðurlægja hann út af því að hann ætti erfitt með að ganga. Lögreglan sleppti honum því lausum.

 Garavito framdi sitt fyrsta morð árið 1992, en byrjaði lögreglan ekki að taka eftir morðum hans fyrr en árið 1997 þegar fjöldagrafir fundust. Ástæða þess að grafir drengjanna fundust svona seint eftir morðin er vegna þess að Garavito hafði hugsað morðin sín vel. Mest af líkum fundust í útjaðri bæja og voru ýmist á milli háa stráa á sykurekrum eða kaffiekrum. Stráin voru það há og þétt saman að ekki var hægt að sjá grafirnar úr eftirlitsturnum í kring. Margir fjöldamorðingjar halda einhverskonar yfirlit yfir þau morð sem þeir fremja og safna minjagripum (mælikvarð, Norris), Garavito var engin undantekning þar. Þegar lögreglan fór að skoða tengslanet Garavito, sem var ekki stórt, fundu þeir út að hann ætti systur og hafi verið giftur tveimur konum. Heima hjá þeim þrem fundust svartir stórir pokar, í öllum þessum pokum voru myndir af flestum drengjunum, blóðugir hnífar, lestamiðar sem sýna dagsetningar af morðum og fleiri sönnunargögn.

            Helsta ástæðan afhverju það var erfitt að ná Garavito er vegna þess að hann ferðaðist mikið á milli staða. Lögreglan var í litlum sem engum samskiptum við önnur ríki eða bæi. Það var ekki fyrr en lögreglan í Pereira hafði samband við önnur ríki um hvort að svipuð morð væru í gangi, kom þá í ljós að tíu önnur ríki voru að rannsaka eins mál.

Endir máls

Á árunum 1992-1999 var mjög erfiður tími í Kólumbíu þar sem borgarastyrjöld var í gangi, mörg börn voru munaðarlaus, heimilislaus og mjög fátæk. Morð sem áttu sér stað á þessum tíma, komust sjaldan á borð lögreglurnar á þessum árum vegna þess að börnin áttu enga aðstandendur sem lýstu eftir þeim. Lögreglan fékk þó óspart tilkynningar af þó nokkrum fjölda morða á þessum árum en gerði í rauninni ekkert fyrr en árið 1997 þegar fjöldagröf var uppgötvuð. Allsherjar rannsókn fór af stað vegna þess að þessi morð voru ekki einskorðuð við eitt ákveðið svæði í Kólumbíu. Í febrúar árið 1998, fundu rannsóknarlögreglumenn heimilisfang fyrrum kærustu Garavito skrifað á pappír á morðstað rétt utan Genova, suðurhluta Quindío, Kólumbíu. Á þessum morðstað fundust þrír drengir sem voru naktir, í kynferðislegum stellingum og með marbletti út um allan líkama, búið að skera af þeim kynfærin og særindi og bitför um allan líkama þeirra. Lögreglan hafði samband við fyrrum kærustu Garavitos en hún sagðist ekki hafa séð hann í marga mánuði. Hún gaf þeim hinsvegar eigur hans sem innihéldu m.a. myndir af ungum drengjum, dagbók sem skrásetti hvert morð sem hann framdi. Þessar nýju upplýsingar leiddu lögregluna að dvalarstað Garavitos en byggingin var tóm. Nokkrum dögum síðar var hann síðan tekinn af nágrennis lögreglumönnum vegna tilraunar til að nauðga unglingsstrák. Það var heimilislaus maður sem varð vitni að tilrauninni og átökum á milli þeirra tveggja. Lögreglan hafði hins vegar engan grun um hvern þeir voru með í höndunum, eftirlýstasta mann Kólumbíu á þeim tíma. Eftir einungis nokkrar yfirherslur komust þeir fljótt að því að hann væri sá umræddi „The Beast“ þrátt fyrir neitanir að hans hálfu, meiri segja fór hann það langt að hann grét þegar lögreglumenn lýstu morðunum. Þau sönnunargögn sem rannsóknarlögreglumenn höfðu í höndunum á sér voru sérstök sérhönnuð gleraugu sem fundust þar sem fjöldagröfin var, gleraugu sem pössuðu fullkomlega við augnsjúkdóm Garavito, sá sjúkdómur var mjög sjaldgæfur og fannst einungis hjá karlmönnum í hans aldurshóp. Einnig höfðu rannsóknarlögreglumenn tómar áfengisflöskur, nærföt og skó í fórum sér. Lífssýni (DNA) Garavito fannst á fórnarlömbum ásamt fleiri hlutum sem hægt var að tengja við hann. Öll þessi sönnunargögn urðu til þess að hann játaði að hafa myrt 138 drengi en hann var ákærður fyrir 172 morð sem áttu að hafa átt sér stað út um alla Kólumbíu. Hann sagði samt sem áður að hann hefði verið andsetinn, illur andi sagði honum að drepa (Mælikvarði, Persónuleikaröskun og CCM)  Hann var fundinn sekur fyrir morð á 138 ungum drengjum. Afplánun hans var talin 1853 ár og 9 dagar miðað við fjölda morða, en þar sem hámarksrefsing í Kólumbíu er 40 ár og hann aðstoðaði einnig lögreglu að finna lík fórnarlamba sinna þá var dómurinn endanlega styttur niður í 22 ár. Sem gerir það að verkum að samkvæmt öllu þá ætti hann að losna árið 2021. Afplánunin er við hámarks öryggisgæslu í fangelsi í Valldupar í norður Kólumbíu. Honum er haldið frá öðrum föngum vegna hættu á að hann verði drepinn innan veggja fangelsisinns. Það er vafamál hvort honum verði sleppt á næsta ári vegna þess að það gilda sérstök lög í Kólumbíu sem segja að þeir sem fremja glæpi gegn börnum eiga ekki rétt á að fá styttingu á dómnum á neinn hátt og eiga sæta lágmark 60 ára dóm.

Mælikvarðarnir

MÆLIKVARÐI 1. Persónuleikaröskun

Við teljum umræddan vera með eftirfarandi tvær persónuleikaraskanir:

a. Andfélagslega persónuleikaröskun: sem lýsir sér í hans tilfelli sem meðal annars þörf til að blekkja aðrar manneskjur til persónulegs gróða eða ánægju sem í hans tilfelli eru ungir drengir sem hann nauðgar, misþyrmir og myrðir síendurtekið. Hann helst ekki í vinnu né í námi sem er einnig sterkt einkenni þessara persónuleikaröskunar. Þar sem hann nauðgaði og mysþyrmdi bróður sínum frá unga aldri, sýndi dýraníð og drap um 300 drengi (er talið) þá er hægt að segja að hann hafi sýnt fram á langvarandi hegðunarmynstur vanvirðingar og brot á réttindum annarra frá því fyrir 15 ára aldur. Þar sem hann var elstur af 7 bræðrum og þurfti snemma að taka mikla ábyrgð sem hann ef til vill hefði ekki kosið sjálfur. Staða hans sem berskjaldað barn misnotað af föður og settur í þá aðstöðu að bera ábyrgð í stað þess að fá að vera barn gæti útskýrt hans miklu þörf fyrir að stjórna og nota aðra, þar sem hann gæti verið við stjórnina í stað varnalaust barns.

b. Geðklofalíka persónuleikaröskun: Garavito var tvítugur þegar hann fór fyrst í geðrof og á lyf við því, hann sýndi einnig skerta getu í skóla sem og félagslega. Hann var klárlega mjög einangraður sem barn og einnig sem fullorðinn einstaklingur. Hann drakk óhóflega og er það væntanlega til að deyfa mikinn sársauka sem hann þurfti að upplifa sem barn og að alast upp við mikla fátækt, misnotkun af föður sínum, kúnnum móður sinnar og nágrönnum. Hann lokkaði einnig fórnarlömb sín með dulargervum og búningum sem getur ýtt undir geðklofalíka persónuleikaröskun þar sem hún einkennist af einkennilegri hugsun, óskýru tali, hegðun og útliti sem er sérkennilegt, sérviskulegt og furðulegt. Enn frekar segist hann hafa heyrt raddir við yfirheyrslur sem styður þessa geðgreiningu.

MÆLIKVARÐI 2. DSM-5

Við viljum greina hann samkvæmt DSM-5 með tvær kynfráviksraskanir;

a. Barnahneigð: Þar sem fórnarlömb hans voru einungis á tilteknum aldri 6-16 ára. Samkvæmt DSM-5 þá greinist viðkomandi með barnahneigð ef hann á sex mánaða tímabili hefur endurtekna, sterka kynóra, kynhvatir sem fela í sér kynlíf með barni sem ekki hefur náð kynþroska (yfirleitt 13 ára og yngri). Sem á við okkar mann, þar sem hann veiðir þá, nauðgar og myrðir. Fyrst um sinn misþyrmdi hann þeim einungis en færði sig svo síðar í morð. Samkvæmt DSM-5 þá getur viðkomandi fengið þessa greiningu ef gjörðir hans takmarkast einungis við börn sem passar við hann þar sem elsta er 16 ára, tæknilega séð ennþá barn.

b. Sadismi: Sú greining liggur í augum uppi í tengslum við barnahneigðina þar sem hann þvingar vilja sínum á þessa ungu drengi og þær valda verulegri þjáningu fyrir viðkomandi fórnarlömb. Þar sem fórnarlömb hans voru mörg þá er hægt að álykta að hann hafi haft þessar langanir endurtekið að minnsta kosti á sex mánaða tímabili. Hann niðurlægir drengina með misþyrmingum og drepur þá svo. Hann hafði ekki góðar fyrirmyndir í barnæsku eins og hefur komið fram hér að ofan, kynferðislega misnotaður af föður sínum og var mikið um líkamlegt ofbeldi. Þar hefur hann ef til vill fundið fyrir fingerðari línu milli sársauka og ánægju frá frumbernsku, þar sem það kemur frá hans verndurum og uppalendum. Einnig lét faðir hans hann horfa upp á móður sína stunda kynlíf með öðrum mönnum þar sem hún var talin hafa verið vændiskona. Þá er einnig sagt að faðir hans hafi leyft kúnnum hennar að misnota hann kynferðislega og misþyrma og móðir hans hafi ekki gert neitt til þess að stöðva það. Hann á langa sögu um kynferðislega misnotkun, einnig frá tíma þar sem hann á að hafa verið á götunni eftir að hafa flúið sínar hræðilegu heimilisaðstæður. Hann segir frá því í yfirheyrslunni að hann hafi fengið sterkari fullnægingar því meiri sársauka sem hann beitti fórnarlömb sín, sem staðfestir þessa geðgreiningu enn frekar.

MÆLIKVARÐI 3. Sjö fasar Norris

Ákveðið var að flokka Luis Alfredo Garavito Cubillos í 7 fasa mælikvarða Norris. Ástæða fyrir því er að hann passar inn í alla 7 fasa kenningarinnar. Fyrsti fasinn er Aura, þar byrjar einstaklingurinn að fjarlægjast raunveruleikann og kemst í svokallað geðrof. Þegar Garavito var tvítugur fékk hann lyf við geðrofi en þó er ekki vitað hver einkenni hans voru nákvæmlega. Annar fasinn er Trolling þar sem einstaklingur fer að planleggja glæpinn, í tilviki Garavito fylgdist hann með fátækum og heimilislausum drengjum og fann út hvaða dreng yrði ekki saknað þótt hann hyrfi í einhvern tíma. Þriðji fasinn er síðan Wooing þar sem Garavito lokkaði ungu drengina með sér með því að bjóða þeim gulrót fyrir erfiðið hvort sem það var áfengi, lyf, matur eða annað. Hann bauð þeim ávallt eitthvað sem var eftirsótt á þeim stað er drengirnir bjuggu. Fjórði fasinn er capture þá hafði Garavito ávallt platað drengina með sér á afskekkta ekru í útjaðri bæjarins, þeir voru þreyttir svo hann átti auðvelt með að binda þá og hefja athafnir sínar. Fimmti fasinn er morðið sjálft, þar misþyrmti og drap hann drengina. Sjötti fasinn er Totem og það fjallar um minjagripi sem einstaklingar taka með sér. Garavito safnaði öllum sínum minjagripum í svarta poka sem hann geymdi síðan heima hjá systur sinni eða kærustum þegar hann var orðið of þungur til að bera, þar voru t.d. myndir af drengjunum. Síðasti fasinn er þunglyndi þar er átt við að fórnalambið sé táknmynd og hefnd fyrir barnæsku morðingjans, um leið og morðið er yfirstaðið kemur fyrri einmanaleiki og vanlíðan aftur upp.

MÆLIKVARÐI 4.  Stone flokkur 16 - Spree and multiple murders: psychopathy is apparent.

Við metum hann í flokki 16 á Stone 22 mælikvarðanum eins og sjá má af eftirfarandi lýsingu. Við teljum hann siðblindan einstakling því hann framdi morð, misþyrmdi og pyntaði drengina áður en hann drap þá án þess að finna fyrir neinni eftirsjá eða siðferðiskennd. Hann er glæpamannamegin yfir siðblinda einstaklinga þar sem hann var fjöldamorðingi og fer ekki eftir félagslegum reglum. Hann er einnig með andfélagslega persónuleikaröskun sem er partur af siðblindu greiningunni og hann framdi endurtekið mjög grimma glæpi þar á meðal morð eins og segir lýsingu Stone flokki 16.

Garavito byrjaði að drepa drengi þegar hann var 35 ára gamall og yfir 6 ára tímabil þangað til hann var handtekinn sem gerir hann að fjöldamorðingja. Garavito er talinn hafa drepið yfir 300 drengi frá því hann framdi sitt fyrsta morð en hann var dæmdur fyrir 138 morð. Hann lokkaði til sín drengina með ýmsum aðferðum og drap hann þá ekki aðeins heldur misþyrmdi hann og nauðgaði drengjunum. Þeir voru allir líkir honum þegar hann var ungur, varnarlausir, fátækir og illar farnir ungir drengir sem áttu oft í engin hús að vernda eða voru munaðarlausir. Hann valdi fórnarlömbin sín vel og það gæti verið að hann hafi drepið svona oft útaf því að hann var að reyna fullkomna morðið eftir því hvernig hann sá það fyrir sér í hausnum á sér. Hann drap endurtekið en hann drap í raun líka hópa því stundum leið ekki dagur eða neinn tími á milli morðanna. Hann er því bæði spree murderer og multiple murderer með augljósa siðblindu greiningu. Honum skorti bæði samúð og iðrun fyrir því að hafa drepið alla þessa drengi eftir að hann var handtekinn, mjög augljós einkenni siðblindu.

MÆLIKVARÐI 5. CCM

a. K7. -125 Revenge

Við staðsetjum Garavito á K7. – 125 Revenge útaf því að Garavito, drepur líklega af þeirri  ástæðu að hefna sín á því hvernig var komið fram við hann í æsku. Hann átti mjög erfiða æsku vægast sagt, honum var misþyrmt, nauðgað og hann pyntaður af karlmönnum sem hann þekkti og treysti, þar á meðal pabba sínum. Í CCM 125 revenge drepur morðinginn útaf einhverri ástæðu sem er byggð á hefnd, og byggir á því að það hafi verið brotið á afbrotamanninum á rangan, raunverulegan eða ímyndaðan hátt eða það er eitthvað sem gerðist í æsku eða í lífi morðingjans sem gerir það að verkum að hann byrjar að drepa af hefndaraðgerðum (revenge). Þess vegna er hægt að greina Garavito á nokkuð skýran hátt á þessum mælikvarða því hann drap alla þessa drengi líklega útaf því hvernig komið var fram við hann í æsku, sem var raunverulegt, því það sem gerðist fyrir Garavito var raunverulegt. Hann heyrði líka raddir, sem hann sjálfur greindi frá í yfirheyrslum eftir að hann var handtekinn. Því má líka segja að hann hafi framið morðin af ímynduðum ástæðum ef raddirnar hafi verið að segja honum að drepa.

b. K 8 - 134, sexual, sadistic

Við metum Garavito á K8. - 134 Sexual, sadistic þar sem við greinum hann sem sadískan fjöldamorðingja. Hann hefur sadískar hvatir gagnvart drengjum sem hann drepur, hann nauðgaði þeim áður en hann drap þá og fékk kynferðislega örvun útúr því að nauðga og drepa þá. Hann gat ekki stundað kynlíf eða átt í nánu sambandi við konu. Hann átti aðeins í platónskum samböndum við konur sem voru eldri en hann og áttu börn fyrir en hann beytti þau aldrei ofbeldi. Í sínu uppeldi var hann kynferðislega misnotaður af mönnum og hann missti sveindóminn með strák. Garavito var þess vegna að gera það sama við þessa drengi sem hann klófesti og hafði verið gert við hann sjálfan sem barn. Nema það sem var ekki gert við hann var að drepa hann, sem sýnir ef til vill muninn á honum og þeim mönnum sem misnotuðu Garavito. Hann fær eitthvað kynferðislegt út úr því að bæði misþyrma og nauðga drengjunum og hann gerði það meðan þeir voru ennþá lifandi, sem á einnig við mælikvarðann því hann fær þá eitthvað útúr því að sjá viðbrögð fórnarlömba sinna við misþyrmingunum. Hann er yfirvaldið í þessum aðstæðum, dóminerar (dominant) yfir fórnarlömbum sínum sem er tilfinning sem hann gat mögulega ekki fundið fyrir nema í þessum tilteknu aðstæðum. Það getur einnig verið ástæðan fyrir því að hann valdi þessa tegund af fórnarlömbum, aðeins drengir því hann fann bara kynferlislegar hvatir til þeirra og að þeir voru ungir og varnarlausir sem gerði það að verkum að hann fann fyrir að hann gat drottnað yfir þeim og endar svo á að drepa þá sem er einkennandi fyrir þennan mælikvarða.

MÆLIKVARÐI 6. Holmes & DeBurger flokkur 3

Holmes og De Burger kenningin skiptist í þrjá flokka með nokkrum undirflokkum. Sá fyrsti flokkast undir ofsjónir (e. visionary), annar flokkast undir hugsjónir (e. mission), og sá þriðji flokkast undir sjálfselska (e. hedonistic). Þriðji flokkurinn hefur síðan fimm undirflokka. Það má segja að Garavito sé gott dæmi fyrir þriðja flokkinn. Sjálfselsku tegundin eru þeir morðingjar sem fá einhvað persónulegt út úr morðinu. Er þessi tegund síðan skipt niður í fimm liði: a. girnd, b. spenna, c. þægindi, d. stjórnun eða vald og e. félagsskapur. Eins og sjá má í umfjöllun okkar hér að ofan þá passar Garavito í flest alla þessa fimm liði. Fyrst og fremst þá er talið að hann hafi byrjað að misnota og drepa fórnarlömbin sín til þess að finna fyrir ákveðnu valdi sem er flokkur 3.e. Hann vildi fá það vald sem að faðir hans og vinir föður hans höfðu yfir honum þegar hann var ungur drengur. Ekki er nákvæmlega vitað hvort að Garavito hafi haft mikla girnd til þess að misnota fórnarlömb sín eða hvort að hann hafi einungis byrjað á því til þess að finna fyrir valdi og seinna meir hafi þetta meira orðið einhverskonar rútína fyrir honum, s.s. fyrst misnotaði hann fórnarlambið og síðan drap hann fórnarlambið. Ekki er nákvæmlega vitað hvort að Garavito hafi upplifað einhverja spennu, þægindi eða félagsskap gagnvart fórnarlömbum sínum. Eflaust hefur hann fundið fyrir einhverskonar spennu þegar hann var að drepa fyrstu fórnarlömbin sín, en ólíklegt er að hann hafi fundið fyrir mikilli spennu eftir rúmlega 100 morð. Mögulega hefur Garavito fundið fyrir þægindum við því að ná að drepa svona marga drengi, honum fannst eflaust gott að finna fyrir því valdi sem hann fékk á meðan á morðinu stóð.

Stutt myndbönd um málið

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=9f3t6G3Af_U - 5 mín.

Heimildir

  1. Hlaðvarp (e.podcast), Serial Killers eftir Paracast network. Þættir „The Beast“ - Luis Garavito og „The Beast“ Pt.2 - Luis Garavito.

  2. https://murderpedia.org/male.G/g/garavito.htm.

  3. https://en.wikipedia.org/wiki/Luis_Garavito#Arrest,_confession,_and_sentencing.

  4. https://www.lawyersupdate.co.in/crime-file/luis-gravito-iii-interrogation-conviction-and-sentence/.

  5. https://www.vice.com/en/article/bv8bv4/the-worlds-deadliest-serial-killers-come-from-colombia-luis-garavito.

Myndir

  1. https://www.google.com/urlsa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.eltiempo.com%2Fjusticia%2Fdelitos%2Fluis-alfredo-garavito-es-hospitalizado-en-valledupar471354&psig=AOvVaw2xHCoq2tPFQCmYb3GQkPT8&ust=1603918309454000&source=images&cd=vfe&ved=0CAIQjRxqFwoTCIjLgsbT1ewCFQAAAAAdAAAAABAa.

  2. https://murderpedia.org/male.G/images/garavito_luis_alfredo/search_002.jpg.

  3. https://murderpedia.org/male.G/images/garavito_luis_alfredo/garav_010.jpg.

  4. https://files.rcnradio.com/public/styles/d_img_850x580/public/2020-03/befunky-collage_-_2020-03-12t075931.403_0.jpg.webp?itok=Y861uAk2.

Watts morðin

Christopher Lee Watts og fjölskylda.

Christopher Lee Watts og fjölskylda.

Birta Skúladóttir, Hildur Ósk Rúnarsdóttir, Inga Lill Maríanna Björnsdóttir og Þórhalla Sigurðardóttir

Kynning

Watts fjölskyldan var fjögurra manna fjölskylda sem bjó í Frederick, Colorado í Bandaríkjunum. Christopher Lee Watts og Shanann Cathryn Watts giftu sig árið 2012, og eignuðust þau tvær dætur, þær Bella Marie Watts og Celeste Chathryn Watts, einnig var Shanann gengin 15 vikur af ófædda syni þeirra sem síðar var nefndur Nico Lee Watts. Það leit allt út fyrir að Christopher og Shanann hefðu átt almennt gott hjónaband. Shanann var virk á samfélagsmiðlinum Facebook og talaði þar opinskátt um sitt persónulega líf sérstaklega með myndböndum. Shanann hafði fundið fyrir áhugaleysi að hálfu Christopher síðastliðið hálfa ár fyrir morðið bæði andlega og líkamlega en skildi ekki afhverju hann væri að haga sér svona undarlega.

Picture 1.png

Glæpurinn sjálfur

Aðfaranótt 13. ágúst 2018 kom Shanann heim úr viðskiptaferð með vinkonu sinni. Christopher ákvað að segja henni að hann væri ekki lengur hamingjusamur, honum hafði liðið þannig í töluverðan tíma og vildi skilja við Shanann þar sem hann hafi kynnst nýrri konu, henni Nichole Kessinger. Þetta leiddi út í rifrildi sem ekki er víst að hafi verið lokið en þau sofnuðu svo bæði. Snemma um morguninn þegar Christopher vaknaði tók hann þá ákvörðun að verða eiginkonu sinni að bana með því að kyrkja hana til dauða. Talið er að Shannan hafi verið sofandi á meðan þessu stóð þar sem enginn merki voru um ágreining á líkama Christophers. Í kjölfarið vaknaði eldri dóttir þeirra, fór inn í herbergi þeirra og spurði pabba sinn hvað hann hafi gert við mömmu sína. Christopher vafði lík Shananns í plastpoka, bar það út í bíl og tók dætur sínar með. Hann keyrði með þær á vinnusvæði sitt sem var í klukkutíma akstursfjarlægð frá heimili þeirra. Þar kæfir hann báðar dætur sínar, fyrst þá yngri sem var þriggja ára og svo eldri sem var fjögurra ára, með værðarvoðum þeirra (e. security blanket) og faldi lík þeirra í olíutank á vinnusvæðinu. Því næst gróf hann lík Shananns í grendinni.

Um hádegisbil þann 13. ágúst hringdi vinkona Shanann sem var með henni í vinnuferðinni kvöldinu áður í lögregluna og lét lýsa eftir henni. Þá hafði hún ekkert heyrt frá henni sem henni fannst óvenjulegt og ekki líkt Shanann. Því næst fór hún heim til hennar en fékk engin svör og hafði því miklar áhyggjur. Þegar lögreglan mætti á svæðið var engin hreyfing inn á heimili þeirra og kom enginn til dyra. Fljótlega næst samband við Christopher sem kvaðst vera í vinnunni en sagðist koma heim. Þegar Christopher kom byrjaði hann á því að kynna sig fyrir lögreglunni, opnaði strax inn í húsið og bauð lögreglunni inn. Hann sagðist ekki vita hvar fjölskyldan sín væri niðurkomin, en hann hafi farið snemma í vinnuna og þær ennþá verið heima. Christopher var samvinnuþýður og ræddi við lögregluna um mögulegar slóðir sem Shanann og dætur hans hefðu mögulega geta verið. Engin merki voru um Shanann og dætur þeirra þegar húsið var skoðað í fljótu bragði og voru allar eigur Shannanns enn í húsinu þar á meðal síminn, lyf hennar, vesk og bíllinn, í kjölfarið fann Christopher giftingarhring hennar. Christopher kveikti á síma hennar og komu þá mörg ósvöruð skilaboð og hringingar meðal annars frá vinkonu Shanann sem tilkynnti hvarfið en einnig ítrekuð skilaboð frá Christopher þar sem hann biður hana um að svara símanum, sagðist hafa áhyggjur og vildi vita hvar hún væri.

Nágrannar þeirra voru með eftirlitsmyndavél á húsinu sínu sem sýndi bílastæði Watts fjölskyldunnar og buðu þau lögreglunni að skoða myndbandið sem náðist snemma um morguninn. Þar sást Christopher bera dót úr bílskúrnum sínum inn í bíl og hann keyra í burtu en Christopher sagði lögreglunni að þetta hafi verið sá tími sem hann fór í vinnuna. Nágrannar Christophers grunuðu strax að ekki væri allt með feldu, Christopher hafi verið að haga sér undarlega en venjulega var hann mjög rólegur og sagði lítið en þarna talaði hann mikið og var á miklu iði. Í kjölfarið byrjaði mikil leit af Shanann og dætrum þeirra og biðlaði Christopher til fjölmiðla að hann vildi fá eiginkonu og dætur sínar heim, heilar á húfi.

 

Persónan sjálf

Christopher Lee Watts er fæddur árið 1985 í North Carolina, Bandaríkjunum. Hann vann sem verkefnastjóri hjá olíu framleiðslufyrirtæki. Samstarfsfélagar hans lýstu honum sem hljóðlátum og jafnvel frekar vandræðilegum náunga en það væri ekkert sem benti til þess að það væri eitthvað grunsamlegt við hann. Christopher ólst upp á góðu heimili og átti afar eðlilega barnæsku. Hann stóð sig vel í skóla og fékk í kjölfarið skólastyrk í háskóla, spilaði íþróttir frá fimm ára aldri og var aldrei til vandræða. Móðir hans lýsti honum sem hinum fullkomna ungling, það færi lítið fyrir honum og sá hún engar vísbendingar úr barnæsku hans sem gæti útskýrt gjörðir hans. Þó er talið að Christopher hafi alist upp við að vera töluvert undirgefinn gagnvart móður og systur sinni.

Picture 2.png

Árið 2010 kynntist hann framtíðar eiginkonu sinni Shannan og tveim árum seinna giftu þau sig, þá bæði 27 ára. Talið er að Shannan hafi verið stjórnsöm kona og að samband þeirra gekk út á að hún réði flestu á meðan Christopher fylgdi því sem hún sagði. Fjölskylda Christophers líkaði aldrei við Shannan og samþykktu þau aldrei samband þeirra, í kjölfarið mættu þau ekki í brúðkaupið þeirra. Shannan og móðir Christophers náðu aldrei vel saman, enda báðar ákveðnar og vildu meina að þær vissu hvað væri best fyrir Christopher. Þessi ágreiningur á milli þeirra sést vel í skilaboðum sem fundust á milli Shannan og Christophers, þar sem Shannan talar illa um móður hans. Foreldrar Christophers vilja enn þann dag í dag meina að hann sé fórnarlambið í þessu máli og að Shannann hafi beitt hann andlegu ofbeldi. Christopher var ekki talinn ofbeldisfullur maður og var ekkert sem benti til þess að heimilisofbeldi hafi einhverntímann átt sér stað í þeirra hjónabandi, einnig hefur hann ekki verið greindur með neina geðröskun sem gæti þá ekki verið orsök morðanna. Hann var í raun hinn eðlilegi fjölskyldumaður sem enginn myndi búast við að fremja slíka glæpi. Hann var góður við dætur sínar og sýndi þeim mikla ástúð, enda hafði hann oft sagt að þær væru lífið hans. Þegar skoðuð eru myndbönd af honum með stelpunum sínum þá virtist vera mikil ást og væntumhyggja til staðar, þess vegna hafa eflaust margir velt því fyrir sér hvað olli þessum hræðilega atburð sem átti sér stað 13. ágúst 2018.

Það sem var einstaklega athyglisvert í þessu máli miðað við þær lýsingar um hvernig maður Christopher var, var að hann fann ekki fyrir neinu samviskubiti yfir gjörðum sínum en hans orð voru „All I could feel was now I was free to be with Nikki. Feelings of my love for her was overcoming me. I felt no remorse." Einnig mátti sjá það skýrt í fréttaviðtali sem var tekið daginn eftir morðin þegar hann biðlaði til fjölmiðla um að vilja fá fjölskylduna sína heim, heila á húfi, sýndi hann lítil sem enginn tilfinningaviðbrögð, heldur voru fyrstu tilfinningaviðbrögð hans þegar hann áttar sig á því að það sé búið að komast upp um hann.

Fréttaviðtalið.

Endir málsins

Þann 15. ágúst, tveimur dögum eftir hvarf Shannann og stelpnanna, fer Christopher í yfirheyrslu hjá lögreglunni þar sem hann samþykkir um leið að fara í lygapróf. Niðurstöður prófsins gáfu til kynna að Christopher hafi ekki verið að segja sannleikann og allt gaf til kynna að hann vissi hvar Shanann og dætur hans væru niðurkomnar. Lögreglan reyndi þá að fá Christopher til að segja sér hvar þær væru en Christopher reyndi að halda áfram að ljúga og sagðist ekki vita um þær. Það var ekki fyrr en Christopher fær að ræða við pabba sinn í einrúmi þegar hann játar að hafa orðið Shanann að bana. Til að byrja með sagðist hann hafa farið fram á skilnað og Shanann hafi verið ósátt við þá ákvörðun. Þá hefði hún farið inn í herbergi dætra þeirra, drepið þær og hann hafi í stundabrjálæði kyrkt Shanann í kjölfarið.

Nokkrum vikum síðar játaði Christopher á sig öll morðin og var dæmdur í fimm lífstíðar fangelsi fyrir að bana óléttri konu sinni og tveim dætrum. Christopher situr nú inni á Dodge Correctional Institution þar sem hann er í einangrun 23 tíma sólahringsins af öryggisástæðum. Erfitt er að segja hver ástæðan var á bakvið morðin þar sem Christopher hefur aldrei talað um það og eins og kemur fram í öllu ferlinu þá lýgur hann alltaf þar til komið var upp um hann, það bendir ekkert til þess að morðin hafi verið plönuð. Í fyrsta lagi þar sem það eru engin sönnunargögn um það en einnig eru morðin og þetta mál nýlegt og ekki hefur allt komið upp á yfirborð fyrir almenning. Christopher tjáði sig ekki í réttarhöldunum en hver veit miðað við athyglina sem málið fékk hvort að Christopher muni síðar á lífsleiðinni ræða málið til að fá meiri athygli.

Mælikvarðar - Christopher Lee Watts

Fundnir voru sex mælikvarðar sem hægt var að staðsetja Christopher Lee Watts á og eru þeir eftirfarandi: DSM-5, Cleckley 16, Þekktu sjálfan þig, Stone 22, Holmes og DeBurger og CCM.

Mælikvarði 2: DSM-5

Sjálfhverf persónuleikaröskun.

Skilgreining: Einhver sem finnst hann yfir aðra kominn, þá einstakur, sérstakur, æðri og líður eins og hann sé yfir reglur hafinn.

Þetta passar vel við viðhorf Christopers, þar sem honum fannst hann vera yfir aðra kominn og hans líf greinilega skipta meira máli en líf þriggja einstaklinga. Hann gerði sér klárlega ekki grein fyrir því hvað myndi koma í kjölfar morðanna og fannst honum mögulega að sérstakar reglur myndu gilda fyrir hann.

 

Mælikvarði 6: Cleckley 16

Skilgreining: Characteristics of Psychopath (Sociopath, Anti-social Personality Disorder).

Af 20 þáttum sem teknir eru fram á þessum kvarða fellur Christopher undir 9 af þeim. Þeir eru eftirfarandi:

  1. Superfical charm / Yfirborðssjarmi
    Christopher er með mikinn yfirborðssjarma, lítur út fyrir að vera eins hver annar góður eiginmaður og faðir. Einnig var Christopher talinn vera myndarlegur maður og síðustu ár hafði hann breytt lífstíl sínum, misst mörg kíló og bætt á sig vöðvamassa, Christopher talaði um þessa breytingu í yfirheyrslu við lögregluna.

  2. Pathological lying / Sjúkleg lygi
    Hann fór léttilega með það að ljúga, bæði að eiginkonu sinni þegar hann var að halda framhjá henni með annarri konu og einnig þegar hann lýgur um það í sjónvarpinu að hann þráði ekkert meira en að fá litlu stelpurnar sínar heim. Frá því að fjölskyldan hans hvarf laug hann í hverju einasta tilfelli, þangað til að hann var gripinn í sínum eigin lygum. Fyrst laug hann um hvarf þeirra, svo um morðin þar sem hann reyndi að ljúga til um að Shanann hafi drepið dætur þeirra og hann hafi því myrt hana í stundarbrjálæði. Alltaf var hann gómaður í sinni eigin lygasögu.

  3. Lack of remorse or guilt / Skortur á samviskubiti og sektarkennd
    Það er augljóst að Christopher skorti bæði samviskubit og sektarkennd eftir morðin. Fyrsta sem hann fór að gera eftir morðin var að skoða staði til þess að fara í frí eða utanlandsferð með viðhaldinu, setti húsið sitt á sölu og hafði samband við leikskóla dætur sinna og skráði þær úr skólanum. Fyrsta tilfinningalega svörun Christopher var þegar það komst upp um hann og hann gerði sér grein fyrir hvað myndi koma fyrir hann.

  4. Lack of empathy / Skortur á samkennd
    Christopher fann augljóslega ekki til með öðrum þar sem hann vissi að hann væri að drepa dóttur og barnabörn tengdaforeldra sinna. Shanann átti mikið af fólki í kringum sig, bæði vini, vinnufélaga og fjölskyldu. Christopher spáði ekkert í því hvernig þetta myndi hafa áhrif á aðra í kringum sig. Í þeim viðtölum sem tekin voru við hann þegar leitin stóð yfir fjölskyldunni hans sýndi hann engin tilfinningaleg viðbrögð, ekki eitt tár. Einnig var erfitt að sjá eitthverja tilfinningalega svörun þegar yfirheyrslur stóðu yfir og sýndi hann ekkert samviskubit (e. remorse) né samkennd (e. empathy) fyrr en hann áttaði sig á því að ekkert annað væri í stöðunni en að segja sannleikann.

  5. Poor behavioral controls / Léleg sjálfstjórn
    Christopher gat ekki hamið sig, hann þráði nýtt líf með nýrri konu. Í stað þess að fá skilnað eins og venjulegir einstaklingar myndu gera þá tók hann líf eiginkonu sinnar og barna. Það einstaklega léleg sjálfstjórn.

  6. Lack of realistic long term plans / Skortur á raunhæfum langtímaáætlunum/plönum.

    Það plan að drepa konu sína og börn til þess að byrja nýtt líf með nýrri konu er langt frá því að vera raunhæft langtíma plan. Hann gerði sér ekki grein fyrir því hversu óraunhæft þetta var til lengri tíma.

  7. Impulsivity / Hvatvísi
    Hvatvísi þar sem engin hugsun var á bakvið hvað myndi taka við eftir morðin og að morðið átti sér stað líklegast í rifrildum.

  8. Irresponsibility / Ábyrgðarleysi
    Morðin voru framkvæmd í miklu ábyrgðarleysi, hann hélt að hann kæmist upp með þau, hugsaði ekki lengra um að hann þyrfti að bera ábyrgð á því sem hann gerði.

  9. Failure to accept responsibility for own action / Skortur við að axla ábyrgð á eigin gjörðum
    Honum tókst ekki að axla ábyrgð fyrir morðunum, það var ekki fyrr en hann féll á lygaprófi. Þá gerir hann sér grein fyrir því að það er að komast upp um hann en þá reynir að kenna Shanann um að hafa myrt dætur þeirra og í kjölfarið hafi hann drepið Shanann í stundabrjálæði. Hann taldi sér trú um að hann gæti losað sig við þær án þess að axla ábyrgð á því sem hann hafði gert en svo var ekki.

 

Mælikvarði 4: Þekktu sjálfan þig, Soundness of mind

Skilgreining: Soundness of mind merkir að hugsun sé svo skýr að einstaklingur veit hvað hann er að gera og þar af leiðandi ábyrg gjörða sinna. Þessu fylgir að einstaklingur geti greint á milli hvað sé raunverulegt og hvað ekki og veit munin á réttu og röngu. Ef þú hefur þetta ekki ert þú siðblindur.

Augljóst er að Soundness of mind skorti hjá Christopher. Hugsunin á bakvið það að drepa eiginkonu sína og börn til þess að byrja nýtt líf er ekki skýr. Líklega gerði hann sér ekki grein fyrir því að hann þyrfti að vera ábyrgur gjörða sinna og sitja í fangelsi restina af lífi sínu þar sem hann hélt að hann kæmist upp með þetta. Það fer ekki á milli mála að hann getur ekki greint á milli þess hvað er rétt og rangt, því mætti segja að hann sé siðblindur.

Mælikvarði 5: Stone 22, flokkur 10

Skilgreining: „Killers of people „in the way“ (including witnesses); extreme egocentricity.

Flokkur 10 í Stone 22 kvarðanum lýsir einstaklingum sem einstaklega sjálfselskir og sjálfmiðaðir og líta svo á sig að þeir einir skipti máli.

Christopher taldi augljóslega að hans líf skipti meira máli en líf eiginkonu og dætra sinnar og drepur þær sér í hag í þeim tilgangi að geta hafið nýtt líf með viðhaldinu sínu, hann virtist hafa séð aðstæður þannig að besta leiðin til að hefja nýtt líf var að losa sig við það gamla.

 

Mælikvarði 13: Holmes og DeBurger

Skilgreining: Sjálfselska: Þessir drepa vegna þess að þeir prívat og persónulega fá eitthvað út úr því, annað fólk skiptir ekki máli.

Mælikvarði 3 í Holmes og DeBurger einkennist af einhverjum sem drepur vegna sjálfselsku, talið er að þessir einstaklingar eru sakhæfir líkt og Christopher.

3.c Sjálfselsku þægindi - Drepa vegna þeir hafa gagn á því.

Christopher taldi sér trú um að þetta myndi gagnast honum á þann hátt að hann gæti byrjað nýtt líf með viðhaldinu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af “gömlu” fjölskyldunni sinni.

 

Mælikvarði 15: CCM

Christopher passar vel í undirkafla 122 í kafla 7 á CCM kvarðanum sem skýrir persónulegar ástæður fyrir morðum.

122: Heimilismorð / fjölskyldumorð Þessi skilgreining á sér stað þegar fjölskyldumeðlimur myrðir annan meðlim fjölskyldunnar. Algengustu morðin er þegar eiginmaður eða fyrrum elskandi drepur eiginkonu sína/fyrrverandi maka.

Christopher passar hér inn því hann drepur fjölskylduna sína.

122.1: Hvatvís heimilismorð/fjölskyldumorð Skyndilegt og óplanað morð sem hefur upptök sín af streitandi atburði eða streita sem hefur verið vaxandi í ákveðinn tíma.

Það er ekkert sem bendir til þess að morðin hjá Christopher hafi verið plönuð til lengri tíma. Christopher játaði fyrir það að hafa hugsað til þess að losa sig við fjölskylduna sína áður en hann sofnaði og tók þá ákvörðun að fara þá leið þegar hann vaknaði morguninn eftir. Christopher var líklega með mikla uppsafnaða streitu þar sem hann var búinn að vera halda framhjá konu sinni í þó nokkrun tíma. Shanann var búin að vera að hafa miklar áhyggjur af sambandi þeirra og var alltaf pirruð út í hann. Það hefur líklega verið streituvaldandi fyrir Christopher að vera hreinskilinn við konuna sína að hjónabandið þeirra sé búið og hann vilji skilnað vegna þess að hann sé ástfanginn af annarri konu. Ef við gerum ráð fyrir því að Shanann hafi sagst ætla taka börnin og hann mætti aldrei sjá þau aftur þá gæti það hafa verið það sem fyllti mælinn hjá Christopher og öll þessi uppsafnaða streita hafi sprungið og myrt þær í ofsareiði. Einnig getur ástæðan verið vegna þess að Christopher taldi þetta bestu leiðina út úr hjónabandinu.

Heimildir

  1. https://nestlords.com/chris-watts/ .

  2. American Murder: The Family Next Door - Netflix Film.

  3. https://www.rollingstone.com/culture/culture-news/chris-watts-family-murder-colorado-why-803957/ .

  4. https://www.nytimes.com/article/chris-watts-case.html.

BERCHTHOLD, Robert

Hilda Björk Friðriksdóttir, Ólöf Þorsteinsdóttir, Selma Rós Axelsdóttir og Þóra María Hjaltadóttir

A. KYNNING EFNIS

Robert Berchthold.

Robert Berchthold.

Jan Broberg og fjölskylda hennar. Jan er stelpan í blómakjólnum og bleiku peysunni.

Jan Broberg og fjölskylda hennar. Jan er stelpan í blómakjólnum og bleiku peysunni.

Heimild: https://cdn.theatlantic.com/thumbor/8LDTMoeULXB3PAoezjROj0As62k=/0x63:960x603/720x405/media/img/mt/2019/02/MV5BMWU2Y2ZmNmEtMmNlMC00Y2ZhLTg0YTEtNzkwNGMwM2M5ZDhhXkEyXkFqcGdeQXVyNDM3MTM2NzA._V1_-1/original.jpg.

 

Robert Berchtold og fjölskylda hans kynntust Bob og Mary Ann Broberg ásamt börnum þeirra í gegnum kirkjuna sem fjölskyldurnar sóttu á sunnudögum. Robert var sjálfur fjölskyldumaður, giftur og átti fimm börn, þrjú elstu á sama aldri og börn Broberg hjónana. Fjölskyldurnar urðu mjög nánar, feðurnir voru báðir fyrirtækja eigendur, mæðurnar áttu það sameiginlegt að hafa gaman af handavinnu og börnin þeirra voru jafnaldrar svo hver og einn fjölskyldumeðlimur eignaðist góðan vin. Robert Berchtold hafði unnið sér inn traust fjölskyldunnar en það truflaði þó Bob og Mary Ann hve mikla athygli hann sýndi elstu dóttur þeirra Jan Broberg sem var þá 12 ára. Jan leit þó á Robert sem annan föður og naut hann alls hennar trausts. En þann 17. október 1974 hafði Robert hringt í Mary Ann og sagst vilja bjóða Jan á hestbak, hikandi samþykkti Mary Ann þó að leyfa henni að fara. Robert hafði verið mjög barngóður og voru börnin almennt mjög hrifin af honum þar sem hann lék mikið við þau og var Jan spennt að fá að fara með honum. Þegar Jan skilaði sér ekki heim um kvöldið varð Mary Ann áhyggjufull að eitthvað hefði komið fyrir þau en ekki hvarflaði að henni að Robert hefði rænt dóttur hennar. Fimm dagar liðu þar til foreldrarnir létu loks til skara skríða og tilkynntu málið til lögreglu. Bob og Mary Ann vildu þó ekki trúa því að Robert hefði rænt dóttur þeirra og það var ekki fyrr en lögreglan hafði sannfært þau um að þetta væri mannrán sem þau fóru fyrst að hafa miklar áhyggjur. Líkt og áður kom fram hafði Robert unnið sér inn traust fjölskyldunnar en ásamt því blekkti hann og ráðskaðist með þau án þess að þau gerðu sér nokkra grein fyrir því hvað hann hafði í hyggju. Hann hafði taumhald á Bob og Mary Ann og tókst honum meira að segja að fá þau til að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með sér í sitthvoru lagi til þess að reyna að hafa áhrif á hjónaband þeirra. Allt þetta gerði hann til að komast nær Jan. Þegar Jan og Robert fundust loks í Mexíkó hafði Robert tekist að blekkja og heilaþvo Jan á þann hátt að hún vildi meina að hann hafi ekki rænt henni og leit á hann sem fórnarlamb. Þegar Jan hafði snúið aftur heim var hún gríðarlega ólík sjálfri sér en sagði þó engum frá því sem hafði skeð heldur að þau hafi verið saman í fríi og skemmt sér vel. Þrátt fyrir skýr fyrirmæli lögreglu um að Bob og Mary Ann ættu að halda sig fjarri Berchtold fjölskyldunni létu þau allar ákærurnar gegn honum falla niður þar sem hann hafði hótað að uppljóstra sambandi Roberts og Bob. Robert hafði nefnilega fengið Bob til að stunda með sér kynferðislegar athafnir. Eftir að ákærurnar voru felldar niður hélt Robert sig til hlés en fór svo smám saman að koma sér aftur inn í samfélagið sem Broberg fjölskyldan bjó í. Hann fann sér ýmsar leiðir til að hafa samband við Jan án þess að nokkur vissi til dæmis með því að senda henni fjöldan allan af ástarbréfum. Á sama tíma tókst honum að tæla Mary Ann og áttu þau í ástarsambandi. Hann hringdi þá í Bob og sagði honum frá sambandi hans við Mary Ann til þess að reyna að eyðileggja hjónaband þeirra enn og aftur. Hann byggði upp sterk tilfinningaleg tengsl við Jan í tvö ár þar til honum tókst að ræna henni aftur þar sem hún yfirgaf heimilið sitt sjálfviljug til að vera með honum og ætlaði hann sér að giftast henni.

 

B. GLÆPURINN SJÁLFUR

Jan Broberg var rænt af heimili sínu án þess að vita af því. Mannræninginn hennar var fjölskylduvinur og nágranni að nafni Robert Berchtold. Robert hafði spurt Mary Ann hvort hann mætti taka Jan með sér í dagsferð til þess að fara á hestbak. Hún samþykkti svo lengi sem hann skilaði Jan á skikkanlegum tíma því að hún átti að mæta í skólann daginn eftir. Þegar klukkan var orðin tíu að kvöldi og þau voru ekki komin aftur til baka fór Mary Ann að verða áhyggjufull. Því næst hringdi hún í eiginmann sinn og sagði honum frá því sem hefði gerst. Mary Ann talaði við eiginkonu Roberts en hún sannfærði hana um að hringja ekki á lögregluna. Robert og Jan voru þá komin alla leið til Mexíkó, hann hafði gefið Jan svefnlyf með því að telja henni trú um að þetta væru ofnæmislyf sem ættu að fyrirbyggja ofnæmisviðbrögð þar sem þau voru að fara á hestbak. Þegar Jan rankaði við sér heyrði hún skrýtnar raddir í útvarpinu. Hún var bundin við rúm inni í húsbíl og raddirnar í útvarpinu sögðu henni að þeim hefði verið rænt. Þetta hljómuðu eins og einhversskonar geimveru raddir sem sögðu að hún þyrfti að ljúka verkefni sem fól í sér að hún og karlmaður þyrftu að eignast barn saman áður en að hún yrði 16 ára. Ef að hún myndi ekki fylgja þessu eftir þá yrði pabbi hennar drepinn og systir hennar yrði blind. Robert hafði farið með Jan á þó nokkrar kvikmyndir sem byggðar voru á vísindaskáldskap ásamt því að færa henni úrklippur úr dagblöðum þar sem talað var um geimverur og fljúgandi furðuhluti. Jan sem var einungis 12 ára gömul átti því ekki erfitt með að trúa að þetta væri satt og að hún hafi verið útvalin til að klára þetta verkefni. Þegar hún stóð upp úr rúminu sá hún Robert liggjandi marinn í framan sofandi í öðru rúmi. Hún vakti hann og sagði honum frá öllu sem „geimverurnar‘‘ sögðu og að þeim hefði verið rænt af geimverum. Robert lét eins og honum væri brugðið og fann þá bók upp í hillu sem sýndi hvernig fólk átti að stunda kynlíf. Þau fóru saman upp í rúm og hann misnotaði Jan. Í framhaldinu plataði Robert hana til að giftast sér, þá var hún var aðeins 12 ára. Þegar nokkrar vikur voru liðnar vildi Robert koma aftur til Bandaríkjanna en hann þurfti að fá samþykki fyrir hjónabandinu frá Broberg foreldrunum. Þau veittu honum ekki leyfi til að giftast dóttur sinni og flugu strax Mexíkó til að bjarga henni. Þegar heim var komið var Jan orðinn frekar rugluð og trúði því að hún væri virkilega ástfangin af Robert. Í framhaldinu af því byrjaði Jan að hunsa fjölskyldu sína og var einbeitt að á klára verkefnið sem geimverurnar gáfu henni. Mary Ann hefði verið í ástarsambandi með Robert í heilt ár og konan hans vissi af því. Robert hafði upprunalega fengið fimm ára dóm í fangelsi fyrir mannránið en konan hans kúgaði Broberg hjónin til að fella niður allar ákærur gegn Robert sem þau og gerðu. Ríkið fór þó samt í mál við hann en þar sem Broberg hjónin neituðu að bera vitni höfðu þau lítið mál í höndum sér. Þá endaði dómurinn á að vera 45 dagar en Robert var aðeins 10 daga í fangelsi. Eftir þetta var Jan ennþá í samskiptum við Robert sem hringdi í hana óspart. Þau töluðu um að flýja í burt þar sem þau gætu verið ástfanginn í friði. Robert bað Broberg hjónin afsökunar á þessu öllu saman og sagði að hann hefði byrjað í sálfræðimeðferð. Sálfræðingurinn gaf honum dáleiðslu spólur til þess að hjálpa honum að „læknast‘‘ og vildi hann meina að þetta hafði að gera með áfall sem hann varð fyrir í æsku. Robert talaði við foreldra Jan um að það myndi hjálpa honum að fá að liggja hjá Jan á kvöldin til þess að meðferðinn myndi virka betur. Þau samþykktu það og hann fór nokkru sinnum í viku niður í herbergi til Jan þar sem hann hlustaði á spólurnar og lagðist við hliðin á henni. Á meðan strauk hann henni og gerði jafnvel aðra kynferðislega hluti við hana á meðan hún var sofandi.

Sumarið árið 1976 var Jan orðinn 14 ára og ákvað að flýja að heiman. Hún skildi fjölskylduna sína og Robert eftir í óvissu um hvert hún hefði farið. Á meðan Jan var í burtu hringdi Robert oft í Broberg hjónin til að athuga hvort þau höfðu heyrt frá henni, þau svöruðu neitandi. Yfir allt sumarið hringdi Jan aðeins einu sinni í fjölskyldu sína og sagði þeim að hún væri örugg en vildi ekki segja hvar hún væri staðsett. Fjölskyldan hafði haft samband við lögregluna og þau létu lýsa eftir Jan. Þegar að FBI komst í málið fullyrtu þau seinna meir að Robert vissi allan tímann hvar Jan hefði verið og í lok ágúst það sumar hafði hann rænt henni aftur. Robert var þá fluttur til Salt Lake City og hafði skráð Jan í kaþólskan skóla fyrir stúlkur. Hann hafði sannfært starfsfólk skólans að hann væri faðir hennar og það þyrfti að vernda hana þar sem glæpamenn væru á hælum hans og ef einhver kæmi að leitast eftir Jan þá væru það „vondu karlarnir.‘‘ Á endanum komst upp um hann og þegar að FBI komst á staðinn fóru þau með Jan aftur heim til sín. Þá var Robert aftur kærður fyrir mannrán. Árið 1977 brann blómabúð Broberg fjölskyldunnar niður og komst þá í ljós að þegar Robert fór í fangelsi hafði hann borgað tveimur glæpamönnum til að framkvæma verknaðinn. Eftir það var fjölskyldan hrædd um líf sitt og Jan fattaði að hún hafði mögulega verið áhrifavaldur þess að þetta skeði. Robert þurfti aftur að mæta í dómsal fyrir mannrán en var ekki talinn sekur. Í staðinn var hann dæmdur til að fara á geðspítala sem gerðist ekki fyrr en árið 1997 og var sleppt 6 mánuðum síðar.

Robert Berchtold og Jan Broberg.

Robert Berchtold og Jan Broberg.

Heimild: https://bloximages.chicago2.vip.townnews.com/idahostatejournal.com/content/tncms/assets/v3/editorial/d/85/d8521924-dfc8-557f-97a8-ed648071a835/580c358caa7f0.image.jpg.

 

C. PERSÓNAN SJÁLF

Lítið er til af upplýsingum um Robert „B“ Berchtold. Eina áreiðanlega heimildin sem er til er um Robert er heimildarmyndin Abducted in Plain Sight (2017). Robert átti tvo bræður, annar var eldri en Robert en hinn yngri,  og eina yngri systur sem hann ólst upp með.

Þegar Robert kynnist Broberg fjölskyldunni þá var hann giftur konu sem hét Gail og átti með henni fimm börn sem voru á aldri við Broberg systurnar. Hann átti ekki farsælt hjónaband með Gail, að minnsta kosti ekki kynferðislega séð.

Jan var ekki eina stelpan sem Robert misnotaði. Árið 1974 þá fékk hann áminningu (eða var „reprimanded“) frá kirkjunni fyrir samskipti sín við aðra unga stelpu og var sendur í meðferð vegna þessa á vegum kirkjunnar. Hann notfærði sér svo þessa ráðgjöf sem rök fyrir því að mega vera einn með Jan í herberginu hennar á kvöldin. Robert hafði einmitt þá eiginleika að geta stjórnað öllu fólki í kringum sig. Honum tókst að sannfæra foreldra Jan til að leyfa sér að vera einum í herberginu hennar á nóttunni. Hann fékk föður Jan til að stunda kynferðislegar athafnir með sér og náði að tæla móður Jan upp úr skónum og fá hana til að stunda kynlíf með sér. Þetta tvennt gerði hann einungis til þess að eyðileggja hjónabandið þeirra til að ná betur til Jan. Hann stjórnaði líka Jan sjálfri með því að heilaþvo hana og kynna hana fyrir vísindaskáldskap svo að áætlanir hans fyrir mannránið myndu virka. Einnig náði hann að stjórna eiginkonunni sinni og fékk hana til dæmis til að hóta Broberg hjónunum til að fella niður mannráns kærurnar eftir fyrsta mannránið. Eftir fyrsta mannránið vann hann hjá bróður sínum við að selja bíla þá náði hann að sannfæra nær alla, ef ekki alla viðskiptavinina til þess að kaupa bíla frá þeim bræðrum.

Robert lét eins og hann elskaði Jan af öllu sínu hjarta og sagði henni og foreldrum hennar að hann vildi giftast henni. Hann lét eins og hann elskaði Jan miklu meira heldur en eiginkonuna sína. Sumarið 1976 þá sagði Robert við Jan að hann hefði skilið við Gail og að þau gætu loksins gift sig. Þetta sumar var Jan aðeins 14 ára. Hvort hann hafi í raun og veru skilið við Gail er frekar óljóst.

Í Abducted in Plain Sight kemur fram að Robert hafi verið útskúfaður af foreldrum sínum. Í myndinni segir Joe, bróðir Robert, að hann (Robert) hafi alltaf haft áhuga á og líkað við ungar stelpur og hafi alltaf verið barnaníðingur. Í lok heimildarmyndarinnar segir Robert sjálfur að hann hafi átt mjög erfiða æsku. Hann segir að hann hafi alist upp á sveitabæ með stjúpföður sínum og að hafi verið kynferðislega misnotaður af starfsfólki á sveitabænum. Einnig sagði hann að hann hafi ekki verið álitin sem meðlimur fjölskyldunnar en eftir að mamma hans veiktist og hann fór að sjá um yngri systur sína hafi hann fyrst verið talinn vera einn af fjölskyldunni. Robert segir svo að geðlæknirinn hans á geðdeildinni sem hann var dæmdur til að vera á hafi sagt að þessi áföll í barnæsku hans hafi gert það að verkum að Robert fannst alltaf eins og hann þyrfti að sjá um ungar stúlkur.

Robert Berchtold. 310c7384-0015-41a6-af66-0d9b02b05928.jpg.

Robert Berchtold. 310c7384-0015-41a6-af66-0d9b02b05928.jpg.

D. ENDIR MÁLSINS

Robert Berchtold var dæmdur eftir fyrsta mannránið þegar hann tók Jan með sér til Mexíkó. Hann var handtekinn í Mexíkó en fluttur til Bandaríkjana. Robert og eiginkonan hans hótuðu foreldrum Jan að hann myndi uppljóstra um atvikið með Bob, pabba Jan, þar sem hann tók þátt í kynferðislegum athöfnum með Robert. Út frá því að foreldrar Jan felldu niður ákærur sínar gegn Robert voru réttarhöldunum frestað og losnaði hann þá úr fangelsi án þess að borga tryggingu (e. pay bail). Ríkið ákvað samt að kæra hann og tók hann við samning frá ríkinu og  játaði á sig mannránið. Þetta átti sér stað í júní 1976, heilum 20 mánuðum eftir að mannránið átti sér stað. Robert var þá dæmdur í fimm ára fangelsi en dómarinn minnkaði þann dóm niður í 45 daga fangelsisvist. Hann endaði þó á að vera bara 10 daga í fangelsi þar sem hann fékk að losna vegna góðrar hegðunar. Hann afplánaði þó ekki dóminn fyrr en eftir hann hafði rænt Jan í annað skipti og komið henni fyrir í kaþólskum skóla. Jan var síðan fundin í kaþólska skólanum og Robert var þá ákærður í annað sinn fyrir mannrán. Í þetta skipti var hann dæmdur fyrir mannrán af fyrstu gráðu (e. first degree kidnap). Hann var þó sýknaður vegna andlegra veikinda og dæmdur til meðferðar á geðdeild, hann eyddi þó einungis sex mánuðum inná geðdeild. Ásamt því að ræna Jan þá þóttist hann vera umboðsmaður (e. agent) frá CIA (Central Intelligence Agency). Hann fékk ákæru frá ríkinu fyrir það en kom aldrei fram fyrir dóm vegna þeirrar ákæru. Robert var aldrei ákærður fyrir það að greiða öðrum aðilum til að kveikja í blómabúð Broberg fjölskyldunnar. Móðir Jan, Mary Ann, gaf út bók 28 árum seinna sem fjallaði um reynslu þeirra í þessu máli. Út frá útgáfu bókarinnar fóru Mary Ann og Jan að tala á viðburðum ásamt því að fræða fólk. Berchtold fór að birtast á viðburðum hjá þeim að trufla þær, segja að allt í bókinni væri lygi og byrjaði að hóta þeim mæðgum. Eftir það sótti Jan um nálgunarbann gegn honum. Nálgunarbannið gekk í gegn og hún fékk nálgunarbann gegn honum sem gilti út restina af lífi Robert. Þetta þótti óvanalegt þar sem nálgunarbann gildir almennt bara í þrjú ár í einu, allavega í ríkinu sem Jan bjó í, sem sýnir alvarleika málsins. Robert mætti þó á viðburð hjá mæðgunum þar sem þær voru að ræða málið eftir að nálgunarbannið tók gildi. Á viðburðinum voru mótorhjólamenn sem voru í samtökunum „Bikers Against Child Abuse” og áttu þeir í smá átökum við Robert. Einn mótorhjólamaður fór á húddið á bílnum hans Robert, sem tók ekki vel í það og keyrði af stað og bremsaði svo harkalega með þeim afleiðingum að mótorhjólamaðurinn datt af bílnum og á jörðina. Eftir það atvik var lögreglan kölluð til og þeir fundu byssu í bílnum hjá Robert sem hann hafði ekki leyfi fyrir. Robert var enn og aftur handtekinn og dæmdur fyrir nokkur afbrot. Eftir að hann var kærður þá endaði hann á að fremja sjálfsvíg með því að taka öll hjartalyfin sín og drekka áfengisdrykkinn „Kahlúa.” Því miður er þetta ekki nógu ásættanlegur endir fyrir mann sem hefur brotið á öðrum einstaklingum í svo stórum stíl. Í framhaldi á útgáfu bókarinnar voru allavega sex konur sem höfðu samband við Jan og Mary Ann þar sem þær lýstu hvernig Robert misnotaði þær. Því ekki hægt að segja með vissu hversu marga hann hefur misnotað þar sem það gætu verið fleiri aðilar sem hafa ekki þorað eða viljað koma fram.

Myndband um málið: https://www.youtube.com/watch?v=SzlkUS9Gmc8.

Mælikvarðar

E. FYRSTI MÆLIKVARÐINN: DSM-5 (Geðraskanir) - Barnahneigð

DSM-5 eða Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders er fimmta útgáfa handbókar geðraskana sem gefin er út af samtökum bandarískra geðlækna (American Psychiatric Association, 2013). En íslenska útgáfan var þýdd af  Kristjáni Guðmundssyni (2014) með samanburði við evrópska ICD-10 eða International Classification of Disorders.

Barnahneigð sem er númer 19.4. í íslensku útgáfunni er kynfráviksröskun sem Robert Berchtold þjáist augljóslega af. Barnahneigð felur í sér sterkar kynferðislegar hvatir gagnvart börnum sem ekki hafa náð kynþroska, þá yfirleitt börnum 13 ára eða yngri. Breytilegt er hvort viðkomandi leiti einungis á börn en ekki fullorðna, leiti á börn innan fjölskyldunnar eða hvort hann leiti á börn af gagnstæðu eða sama kyni. Í tilfelli Roberts þá leitar hann ekki einungis í börn þar sem hann er giftur maður en fram kom í heimildarmyndinni um málið, Abducted in Plain Sight (2017) að hann var ekki kynferðislega virkur með eiginkonu sinni. Aftur á móti átti Robert í kynferðislegu sambandi með Mary Ann móður Jan og stundaði kynferðislega athöfn með Bob, föður hennar. Hinsvegar þegar litið er á heildarmyndina virðist hann ekki hafa átt í þeim kynferðissamböndum vegna kynferðislegra hvata sinna til þeirra heldur beindust þær hvatir að Jan dóttur þeirra sem var 12 ára og voru einungis framkvæmd svo hann gæti átt möguleika á að komast nær henni.

Bróðir Roberts greindi frá því í viðtali í heimildarmyndinni að þessi hegðun hjá Robert hefði gert vart við sig frekar snemma þar sem hann sýndi kynferðislegar hvatir gagnvart systur sinni á unglingsárunum þegar hann var 13 ára og hún 6 ára.

Hvatir Roberts gagnvart Jan voru ekki einungis kynferðislegar heldur ætlaði hann sér að giftast henni. Hann talaði um að Jan væri ,,litla stelpan“ sem hann væri búinn að leita að lengi sem gefur til kynna að hann hafi alltaf haft einhverja þrá fyrir ungum stúlkum.

F. ANNAR MÆLIKVARÐINN: DSM-5 (Persónuleikaraskanir) - Sjálfhverf persónuleikaröskun

Í DSM-5 (2013) eru einnig taldar upp 10 persónuleikaraskanir. Þar á meðal er sjálfhverf (e. narcisstic) persónuleikaröskun sem er númer 18.2.4 í íslensku útgáfunni (Kristján Guðmundsson, 2014). Sjálfhverf persónuleikaröskun einkennist af mikilmennsku og því að einstaklingur upplifir sig vera æðri öðrum, ætlast til að aðrir sýni aðdáun og finnst hann vera yfir allar reglur hafinn. Þeir sem þjást af þessari röskun eiga það ýmist til að notfæra sér persónuleg sambönd, skortir hluttekningu (e. empathy) og sýnir hroka og drambsýni í hegðun eða viðhorfum.

Robert Berchtold sýnir skýr merki um sjálfhverfa persónuleikaröskun þar sem hann virðist vera sérfræðingur í því að ná taumhaldi á fólki til að ná sínu fram (e. manipulation). Hann kom vel fram til að byrja með þar til hann náði fram trausti og taumhaldi á fólki áður en hann braut af sér þá blekkti hann og laug að fólki. Hann virðist upplifa sig þannig að hann hafi rétt til að fá það sem hann vill sem í þessu tilfelli var 12 ára gömul Jan, burtséð frá lagalegum og siðferðislegum reglum. Hann fór ýmsar leiðir og blekkti marga til þess að ná sínu markmiði og var augljóst að hann hafði planað þetta allt í þaula og vissi nákvæmlega hvað honum stóð til. Eftir að afbrotin höfðu átt sér stað sá hann þó ekki eftir neinu og sýndi enga iðrun. Hann tók sig meðal annars til og kveikti í fyrirtæki Bob til þess að hefna sín á honum fyrir að hafa „tekið“ Jan af honum eftir að hann taldi sig vera búinn að næla sér í ástina í lífi sínu. Rúmlega 30 árum eftir að brotin höfðu átt sér stað lét hann sjá sig á ýmsum viðburðum Jan og Mary Ann þar sem þær héldu fyrirlestra um málið og vildi hann telja fólki trú um að þetta væri ekki satt og að Jan hafi viljað vera með honum. Það endaði með því að Jan þurfti að fá nálgunarbann á hann.

G. ÞRIÐJI MÆLIKVARÐINN: Levenson siðblinduprófið

Levenson siðblinduprófið er sjálfsmats mælikvarði sem einstaklingur getur metið sjálfan sig út frá 26 spurningum. Svörin við spurningunum eru (1) mjög ósammála, (2) ósammála, (3) hlutlaus, (4) sammála og (5) mjög sammála. Prófið mælir hvort einstaklingur falli undir grundvallar siðblindu (e. Primary Psychopathy) og annars stigs siðblinda (e. Secondary Psychopathy). Grundvallar siðblinda (e. Primary Psychopathy) eru tilfinningalegu þættir siðblindu, þ.e. umburðarlyndi fyrir andfélagslegri hegðun og einnig skortur á samúð. Annars stigs siðblinda (e. Secondary Pshychopathy) er andfélagslegi þátturinn, að brjóta reglur og að vera alveg sama um samfélagsleg gildi og viðmið. Útkoman úr prófinu er svo reiknuð og er hægt að fá frá einum til fimm, þar sem einn er lítið og fimm er mikið. Mælikvarðinn er því mikilvægur til að skilja betur einstaklinginn, Robert Berchtold, og gjörðir hans.

Prófinu var svarað eftir bestu getu út frá heimildamyndinni og miðað við gjörðir Roberts Berchtolds. Útkoman úr prófinu sem skoðar grundvallar siðblindu (e. Primary Psychopathy) var 4.1 sem er frekar hátt, samkvæmt síðunni sem var notuð er útkoman hærri en hjá 91.63% af þeim sem hafa tekið prófið á þessari síðu („Levenson Self-Report Psychopathy Scale“, e.d.). Robert var með lægra skor á annars stigs siðblindu (e. Secondary Psychopathy), hann mældist með 3.1 og það er hærra en hjá 74.89% sem hafa tekið prófið á síðunni („Levenson Self-Report Psychopathy Scale“, e.d.). Niðurstöðurnar sýna að það er nokkuð öruggt að segja að Robert Berchtold sé með grundvallar siðblindu þar sem hann skorar mjög hátt þar. Einnig er hægt að halda því fram að hann falli undir annars stigs siðblindu þar sem skorið hans er frekar hátt í þeim hluta.

H. FJÓRÐI MÆLIKVARÐINN: Hare 20

Atriðalistinn hjá Hare inniheldur 20 atriði sem þarf að meta, það er hægt að fá núll til tvö stig við hvert atriði: (0) á ekki við, (1) á við að hluta til og (2) á frekar vel við. Þessi mælikvarði á vel við þar sem mikið af atriðunum eiga við hann Robert Berchtold og verður farið í þau atriði. Fyrsta atriðið sem á við er yfirborðslegur sjarmi (e. superficial charm), Robert átti mjög auðvelt með að heilla fólk í kringum sig, kom vel fyrir, var með gott orðspor á sér og álitin vera fínn náungi. Atriðið um lygasýki (e. pathological lying) á vel við þar sem hann lýgur eins og enginn sé morgundagurinn, hann lýgur sig út úr öllum aðstæðum. Síðan er það atriðið að vera handleikinn (e. manipulated), að vera góður í því að ráðskast með fólk sem Robert var. Hann náði að ráðskast með foreldra Jan út í eitt, fékk þau til að fella niður ákæru, leyfa honum að sofa í herberginu hjá Jan og svo mætti lengi telja. Næsta atriði sem á vel við Robert er skortur á iðrun eða sektarkennd (e. lack of remorse or guilt) þar sem hann sýnir aldrei að hann sjái eftir gjörðunum sínum. Skortur á samúð (e. lack of empathy) er næsta atriðið sem lýsir Robert, hann sýnir aldrei samúð í garð Broberg hjónan, Jan eða annarra aðilana sem hann hefur sært á einn eða annan hátt. Robert átti það einnig til að lifa inná fjölskyldu Jan sem passar inn í  atriðið með sníkjudýralífstíl (e. parasitic lifestyle). Einnig atriðið um lauslát kynferðisleg hegðun (e. promiscuous sexual behaviour) þar sem hann fékk báða foreldra Jan til að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með sér. Síðasta atriðið sem verður tekið fram er að taka ekki ábyrgð á eigin gjörðum (e. failure to accept responsibility for own acions). Robert vildi aldrei taka ábyrgð á gjörðum sínum og ásakaði Jan og fjölskyldu hennar að ljúga um atburðina. Eins og sést þá eru mörg atriði á listanum sem eiga við Robert Berchtold, því er passar þessi mælikvarði vel.

I. FIMMTI MÆLIKVARÐINN: Crime Classification Manual

 Crime Classification Manual eða CCM er flokkunarkerfi þar sem áherslu er lögð á glæpinn sjálfan. Ákveðið var að setja Robert Berchtold undir flokkin 411: Domestic stalker.

Domestic stalking er skilgreint þannig að fórnalambið verður fyrir óæskilegu og / eða endurteknu eftirliti af geranda. Stalking hegðun er tengd við einelti eða ógnunum og getur falist í því að elta fórnarlambið eða fylgjast með því. Það sem fellur undir að vera domestic stalker eða eltihrellir er að þá hefur sá aðliði mikinn áhuga á ákveðnum einstakling. Svo mikinn áhuga að það getur í raun verið hættulegt.

Robert Berchtold var alltaf með það markmið að fá Jan Broberg alveg útaf fyrir sig. Á þeim tíma sem að fjölskyldurnar eyddu tíma saman var hann mest með Jan. Robert tók margar myndir af Jan sem voru oft ekki við hæfi og sýndi henni óhugnanlega mikla athygli. Á næturna þegar krakkarnir voru sofandi læddist hann inn í herbergi hjá Jan og lagðist við hliðina á henni. Robert nýtti sér öll tækifæri sem hann gat að hringja í Jan eða eyða tímanum sínum með henni. Eftir fyrsta mannránið sendi hann Jan oft bréf í skólann. Einnig ‘’hótar’’ hann Jan óbeint að stunda kynlíf með sér í gegnum spólur sem hann bjó til. Það sem Jan vissi ekki var að Robert var hennar helsti óvinur og eltihrellir í dulargervi. Hann hélt svo áfram að vera eltihrellir á hennar fullorðinsárum þar sem hann mætti ítrekað á fyrirlestra hjá henni þrátt fyrir að hún hafi fengið nálgunarbann dæmt á hann.

J. SJÖTTI MÆLIKVARÐINN: Dauðasyndirnar 7

Dauðasyndirnar 7 eru í þessarri röð: losti, matgræðgi, græðgi, leti, reiði (eða ofsareiði), öfund og stolt.

Losti (e. lust) sem dauðasynd er skilgreind sem illska vegna frávika í persónulegum og kynferðislegum samskiptum hjá viðkomandi en losti er einmitt sterk kynferðisleg löngun. Robert framdi þessa dauðasynd þar sem allt sem hann gerði í tengslum við Broberg fjölskylduna var í þeim eina tilgangi að uppfylla kynferðislegar langanir sínar. Þó aðal áhugi hans hafi verið á Jan og að stunda ,,kynlíf” með henni (misnota hana) þá fékk hann bæði móður og föður Jan til að stunda með sér kynferðislegar athafnir og / eða kynlíf. Robert náði að byggja upp sterk tengsl við Broberg fjölskylduna og allir í Broberg fjölskyldunni báru mikið traust til Berchtold. Robert nýtti sér þetta traust til að ná til Jan og fá að taka hana eina með í ferðalag. Ferðalög sem hann tók ekki einu sinni sín eigin börn með í. Þetta ferðalag átti sér stað áður en hann rændi Jan í fyrsta skiptið en mikill grunur leikur á að hann hafi misnotað Jan í þessu ferðalagi. Önnur verk illsku sem hann framdi til að ná fram kynferðislegum löngunum sínum voru svo að sjálfsögðu mannránin tvö á Jan og hvernig hann heilaþvoði Jan til að halda henni undir sinni stjórn.

Dauðasyndin öfund er þegar óhófleg ást á því sem er manni þykir sjálfum gott sem þróar með sér að viðkomandi byrjar að óska þess að aðrir fái ekki það sem er gott fyrir þá. Þetta er þar með illska vegna afbrýðisemi, gremju eða hræðslu. Þetta er önnur dauðasynd sem Robert framdi en skýrasta dæmið um öfund sem dauðasynd er þegar hann borgaði einhverjum mönnum til að kveikja í blómabúðinni sem Bob Broberg átti. Robert lét mennina kveikja í búðinni (mjög líklega) vegna þess að hann hataði Bob fyrir það að vera faðir Jan.

Heimildir

  1. Abducted in Plane Sight. Heimildamynd um mannránin tvö sem var gefin út árið 2017. Aðgengileg inná Netflix.

  2. Levenson Self-Report Psychopathy Scale. (e.d.). Sótt 27. október 2020 af https://openpsychometrics.org/tests/LSRP.php.

  3. American Psychiatric Association. (2013). Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders (5 útg.). Washington, DC: Publisher.

  4. Kristján Guðmundsson. (2014). DSM-5 : Flokkun geðraskana; heildstæð samantekt á nýútkominni útgáfu af bandaríska kerfinu: DSM-5 (Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders) með samanburði á því evrópska: ICD-10 (International Classification of Disorders).

  5. Aðrar heimildir eru skjöl um mælikvarðana sem KG útvegaði.

OVERBYE, Dagmar

Hanna Margrét Heimisdóttir, Snæfríður Birta Einarsdóttir og Unnur Kaldalóns

A. KYNNING EFNIS 

dagmar-overbye-3590007d-edbf-4e95-853b-10d18741467-resize-750.jpg

Myndband: https://www.youtube.com/watch?v=W0LoSV9Nt7s&t=99s.

Podcast: Morðcastið, þáttur 2 (01:39 - 21:00 mín) 

Dagmar Johanne Amalie Overby er einn þekktasti raðmorðingi Danmerkur. Hún framdi fjöldamorð á börnum á árunum 1913 - 1920 í Kaupmannahöfn, og er talið að hún hafi drepið um 9-25 börn á þessu sjö ára tímabili. Þessi atburður var mjög umtalaður og sorglegur þar sem öll hennar fórnarlömb voru ungabörn. Dagmar sá dagblaðaauglýsingar þar sem mæður voru að gefa upp barnið sitt og fengu þær sem tóku við börnunum gjöld fyrir. Á þessum tíma fengu mæður engan stuðning ef þær eignuðust börn utan hjónabands og voru konur fyrirlitnar ef þær eignuðust börn utan hjónabands. Dagmar ákvað því að taka fósturbörn að sér og fá greitt fyrir að hugsa um þau. Hún sagði mæðrunum að börnin myndi vera hjá henni í tvær vikur og færu svo á önnur fjölskylduheimili. Mæðurnar sem gáfu upp börnin sín töldu því að börnin yrðu ættleidd af fólki sem myndu hugsa vel um börn þeirra og að þeim myndi farnast vel í lífinu. Svo var ekki raunin þar sem Dagmar drap flest þau börn sem hún tók að sér og græddi pening í leiðinni. Mynstrið sjálft var það sama fyrir öll morðin. Dagmar var í sambandi við örvæntingarfullar mæður í gegnum dagblaðaauglýsingar, fékk greiðslu fyrir að taka að sér börnin og drap þau samdægurs. Hún framdi morðin með því að drekkja eða kyrkja börnin og ýmist grafa, brenna eða fela líkin á háaloftinu. Stundum geymdi hún einnig líkin fyrir framan rúmið sitt. Þessar ættleiðingar höfðu ekkert lagalegt gildi heldur táknuðu ólögleg viðskipti. Dagmar laug að þeim mæðrum sem komu aftur til að ná í börnin sín en hún víxlaði börnunum oft svo mæðurnar fóru heim með annað barn. Glæpir Dagmars komust þó upp vegna þess að kona að nafni Karoline vildi fá stúlkuna sína aftur. Dagmar sagði henni að barnið hennar hafi verið farið til annarrar fjölskyldu og að hún myndi ekki hvar það byggi. Karoline endaði á því að fara til lögreglunnar og því komst upp um hana þar sem bein og föt barnanna fundust í íbúðinni hennar.

Þetta mál var eitt það umtalaðasta í Danmörku á þeim tíma sem það gerðist. Einnig er málið talið mjög sögulegt þar sem málið varð til þess að lögð var áhersla á umbætur í löggjöf á umönnun barna. Sérstök áhersla var lögð á erfiða og viðkvæma stöðu fósturbarna og einstæðra mæðra, sem leiddi að lokum til breytinga á löggjöf fósturbarna. Árið 1923 samþykktu dönsk stjórnvöld ný lög varðandi fósturbörn, sem sögðu að fósturbörn ættu að vera á ríkisreknum stofnunum eða heimilum fyrir munaðarlaus börn. Þessi lög breyttust í kjölfar morðanna sem Dagmar framdi.


B. GLÆPURINN SJÁLFUR

Heimild: https://1.bp.blogspot.com/-RVumiipPK0o/XwUy7iKOJkI/AAAAAAAAuKg/kyS681IGi_Q1GXpcNJAcEk--rU7unAphwCLcBGAsYHQ/s1600/overby-baby-skull.png.

Heimild: https://1.bp.blogspot.com/-RVumiipPK0o/XwUy7iKOJkI/AAAAAAAAuKg/kyS681IGi_Q1GXpcNJAcEk--rU7unAphwCLcBGAsYHQ/s1600/overby-baby-skull.png.

Árið 1913 þegar Dagmar Overbye var 26 ára gömul byrjaði hún að myrða börn með því að kyrkja þau, drekkja þeim eða henda þeim í ofninn heima hjá sér. Hún fór meðal annars með börn í kerru í kirkjugarð þar sem hún batt snæri á háls barnana og skildi það eftir á bekk í kirkjugarðinum. Eitt sinn drap hún tvö börn samdægurs, hún kastaði þeim á brautarspor og hugsaði svo með sér hversu auðvelt þetta var. Dagmar setti líkin upp á loft, gróf þau í garðinum eða geymdi líkin beint fyrir framan rúmið sitt. Seinna fannst fullur skápur af beinum af fórnarlömbum hennar. Dagmar taldi sig elska nokkur börn sem hún fékk í fóstur og því drap hún ekki öll börnin sem hún fékk. Þegar hún drap börnin sem komu til hennar í fóstur falsaði hún oftast dánarvottorð þar sem stóð að barnið hafi dáið af náttúrulegum orðsökum ef einhver skildi sækja þau. Einnig tók hún oft upp á því að víxla börnunum ef einhver skildi koma að sækja þau aftur. Árið 1920 þegar Dagmar hafði verið að taka börn í fóstur og drepa þau í fjögur ár, gaf ung kona að nafni Karoline Aagesen þriggja vikna gamalt barn sitt til Dagmar Overbye. Dagmar sagði við Karoline að hún myndi finna gott heimili fyrir ungabarnið en Karoline var ekki alveg sannfærð. Dagmar náði að lokum að sannfæra Karoline og útskýrði fyrir henni að hún tæki börn að sér í viku til tvær og myndi svo finna gott heimili fyrir börnin. Karoline sá enga aðra lausn en að gefa Dagmar barnið og borgaði henni fyrir að taka við því. Stuttu seinna fór Karoline að sjá eftir þessu og vildi fá stelpuna sína til baka. Þegar hún fór aftur til Dagmar sagðist hún hafa gefið hana til annarrar fjölskyldu en sagðist hún þó ekki muna almennilega heimilisfang þeirra. Karoline kom þrisvar sinnum til Dagmar til þess að reyna að fá stúlkuna sína til baka, en hún endaði á því að fara til lögreglunnar. Þegar lögreglan mætti á staðinn fundust föt stúlkunnar þar, ásamt beinum og hauskúpu í öskju á eldavélinni. Dagmar hafði því tekið á móti barninu og drepið ungabarnið samdægurs. Lögreglan fann skápa fulla af brenndum beinbrotum í húsi Dagmars. Hún játaði að hafa drepið 16 börn en aðeins fundust líkamsleifar af níu ungabörnum svo hún var ákærð fyrir þau níu morð sem hún framdi. Í dag er talið að Dagmar hafi drepið að minnsta kosti 25 ungabörn og þar á meðal sitt eigið barn.


C. PERSÓNAN SJÁLF 

Dagmar fæddist árið 1887 og voru foreldrar hennar fátækir bændur. Hún laug mikið og var talin vera bæði þurr og leiðinleg manneskja. Dagmar var misnotuð af afa sínum þegar hún var ung en einnig er talið að hún hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi í æsku. Þegar Dagmar var ung var henni lýst sem skapmiklu og depurðar barni. Dagmar hafði lítinn sem engan áhuga á skólanámi en hafði þó áhuga á að stela og byrjaði hún 12 ára að stela frá öðrum. Foreldrar hennar sendu hana í burtu til að vinna hjá annari fjölskyldu eftir þjófnaðinn. Eftir að hafa verið hjá fjölskyldunni í einhvern tíma fór hún að stela aftur og var í kjölfarið dæmd í kvennafangelsi í 10 daga fyrir það. Dagmar eignaðist þrjú börn með þremur mönnum. Fyrsta barnið sem hún átti dó á undarlegan hátt en læknir sem skoðaði barnið sagði að það hafi verið blátt um varir sem gæti orsakast af kyrkingu, en tekið var sú ákvörðun að barnið hafi dáið úr lungabólgu. Annað barnið sem hún eignaðist gaf hún upp til ættleiðingar, en skildi það þriðja eftir á heyskafli. Dagmar opnaði sælgætisbúð í Kaupmannahöfn en reksturinn gekk þó ekki vel svo hún flutti til Nørrebro. Dagmar sá auglýsingu í blaði þar sem konur sem eignuðust börn utan hjónabands óskuðu eftir einhverjum til að taka barnið þeirra að sér, og borguðu fyrir það. Alvarlegir glæpir Dagmars byrjuðu þegar hún tók við börnunum þar sem hún drap flest þau ungabörn sem hún fékk til sín. Talið var að Dagmar hefði verið með jaðarpersónuleikaröskun (e. borderline personality disorder). Hún átti það til að vera með miklar skapsveiflur, henni fannst erfitt að vera ein og fór því oft í eitruð (e. toxic) sambönd til að forðast tómleikatilfinningu. Einnig reyndi hún að fremja sjálfsvíg þegar einn af kærustunum hennar neitaði að giftast henni. Eru þetta allt dæmi um einkenni jaðarpersónuleikaröskunar. Þegar hún var í fangelsi upplifði hún “prison psychosis” eða önnur tilgreind hugrofsröskun (e. dissociative disorder) sem kemur oft fram hjá einstaklingum sem vistaðir eru í fangelsi. Það felst í ofskynjunum, ranghugmyndum og ofsóknarbrjálæði. Andlegt ástand hennar fór versnandi í fangelsi og dó hún 43 ára að aldri.

Heimild: https://1.bp.blogspot.com/-L10esd8xhQ0/XwU52TcJnLI/AAAAAAAAuK0/Ifw4QpxWbc47jZ8w_hkKtUERCZ-pLFowACLcBGAsYHQ/s1600/overby-apartment.png.

Heimild: https://1.bp.blogspot.com/-L10esd8xhQ0/XwU52TcJnLI/AAAAAAAAuK0/Ifw4QpxWbc47jZ8w_hkKtUERCZ-pLFowACLcBGAsYHQ/s1600/overby-apartment.png.

D. ENDIR MÁLSINS

Dagmar var handtekin 12. september 1920 og var hún þá 33 ára. Hún játaði að hafa myrt 16 börn en vegna skorts á sönnunargögnum var hún einungis kærð fyrir að hafa myrt níu börn. Í ágúst árið 1921 var hún fundin sek og var hún dæmd til dauða. Í dómsal sýndi Dagmar miklar skapsveiflur. Hún fór einnig að kenna kærastanum sínum um morðin. Þegar Dagmar var spurð út í fyrsta morðið sagðist hún ekki geta talað um það, hún taldi það vera of pínlegt til að tala um. Seinna talaði hún um að hafa myrt börnin vegna trúarlegra ástæðna en Dagmar var yfirleitt undir áhrifum vímuefna þegar morðin áttu sér stað. Á þessum tíma áttu konur ekki að eignast barn utan hjónabands, og fengu konur því engan stuðning ef þær vildu eiga barn utan hjónabands. Dagmar sagðist hafa verið að gera samfélaginu greiða með því að bjarga konunum með því að taka börnin að sér. Dagmar var dæmd til dauða fyrir morð sín en var hún fyrsta konan sem fékk dauðarefsingu frá árinu 1861 í Danmörku. Konungur Danmörku á þessum tíma var hinsvegar á móti dauðarefsingum á konum og því var refsingu hennar breytt í lífstíðarfangelsi. Dagmar lést í fangelsi af náttúrulegum orsökum þann 6. maí 1929 en hún var aðeins 42 ára gömul.

Heimild: http://3.bp.blogspot.com/-P2xfmF7SC_c/UJlH5cmJVxI/AAAAAAAAKrw/cytq7tu34g0/s1600/overbye-at-trial.bmp.

Heimild: http://3.bp.blogspot.com/-P2xfmF7SC_c/UJlH5cmJVxI/AAAAAAAAKrw/cytq7tu34g0/s1600/overbye-at-trial.bmp.

mælikvarðarnir


E. FYRSTI MÆLIKVARÐINN

Mælikvarði eitt fjallar um DSM-5 en þar má finna geðröskun sem nefnist stelsýki (15.6). Stelsýki felst í því að einstaklingur getur ekki haldið aftur hvötum til að stela eignum annarra. Þessar eignir eru ekki persónunni nauðsynlegir né hafa mikið peningalegt gildi. Framkvæmd þjófnaðarins er ekki til að tjá hefnd eða reiði. Dagmar byrjaði ung að stela frá öðrum en þegar foreldrar hennar sendu hana í burt til að læra af þjófnaðinum hélt hún honum samt sem áður áfram og var því send í kvennafangelsi í 10 daga. Í raun mætti segja að hún hafi einnig stolið peningum af mæðrum sem komu með börnin sín til hennar þar sem hún drap börnin en hélt áfram að fá mánaðarleg gjöld fyrir að hugsa um þau.

F. ANNAR MÆLIKVARÐINN 

Mælikvarði tvö fjallar um DSM - 5 persónuleikaraskanir. Innan persónuleikaraskana er persónuleikaröskunin Jaðarpersónuleikaröskun (e. borderline personality disorder). Jaðarpersónuleikaröskun felur í sér langvarandi hegðunarmynstur í samskiptum við aðra og slæma sjálfsmynd. Einkenni jaðarpersónuleikaröskunar er einnig hvatvísi. Hægt er að segja að Dagmar sé með jaðarpersónuleikaröskun. Hún var talin vera lygari og skapmikil frá ungum aldri, sem tengist stöðugum geðhrifum og sterkum geðsveiflum. Hún vildi aldrei vera ein og vildi alltaf hafa karlmenn nálægt sér sem tengist sífelldri tómleikatilfinningu. Einnig kenndi hún kærastanum sínum um morðin á börnunum í dómsal. Hún neitaði einnig að tala um morðin í dómsalnum þar sem henni þótti það erfitt, til að forðast að horfast í augu við morðin. Einnig reyndi Dagmar að fremja sjálfsvíg þegar kærastinn hennar neitaði að giftast henni, en það er dæmi um einkenni jaðarpersónuleikaröskunar.

Einnig má nefna það að Dagmar gæti einnig hafa verið með andfélagslega persónuleikaröskun (e. antisocial personality disorder). Undirferli t.d. lygar og að blekkja aðra til persónulegs gróða eða ánægju er eitt af einkennum andfélagslegrar persónuleikaraskanar en á ungum aldri byrjaði Dagmar að stela og ljúga. Hún byrjaði svo að fremja glæpi eins og að taka börn að sér og ljúga um að hún væri fóstra en drap svo börnin sem komu til hennar. Hún laug einnig af foreldrum barnanna þegar þau komu og báðu um barnið sitt aftur. Hún tók alltaf að sér fleiri og fleiri börn til þess að fá pening. Skortur á eftirsjá, hvatvísi og skortur áætlunargerð eru einnig einkenni sem hún sýnir sem falla undir andfélagslega persónuleikaröskun.

G. ÞRIÐJI MÆLIKVARÐINN

Kenning Hare sem er mælikvarði númer átta skiptist í tvennt, geðhrif (e.affect) og lífsstíl (e. lifestyle). Geðhrifa þátturinn talar um yfirborðslegan sjarma, stórkostlegar tilfinningar um eigin sjálfsmynd, lygar, ráðskast með aðra, skortur á sektarkennd og samkennd, tilfinningar sem ekki virðast raunverulegar og að taka ekki ábyrgð á eigin gjörðum. Hægt er að tengja Dagmar við flest alla þessa hluti. Dagmar sýnir þennan yfirborðslega sjarma með því að ráðskast með fólk. Hún nær að sannfæra mæður eða fjölskyldur að skilja börnin þeirra eftir hjá sér með sjarma sínum. Hún byrjaði ung að ljúga og stela, og laug hún einnig að fólkinu þegar hún tók við börnum þeirra að hún myndi finna annað heimili fyrir þau. Hún þurfti alltaf að vera í sambúð með manni en átti þó aldrei kynferðislegt samband með þeim. Dagmar þurfti að hafa einhvern mann sér við hlið, svo hægt er að tengja það við tilfinningar sem ekki virðast raunverulegar. Einnig sagði Dagmar í dómsal hún hafði ekki verið að hugsa um peningana þegar hún tók við börnunum heldur væri hún mikil barnakona. Hún sýnir með þessu tilfinningar sem ekki virðast raunverulegar þar sem hún drepur flest þau börn sem hún fær til sín og myndi það seint teljast vera kona með mikla ástríðu fyrir að sjá um börn. Hún sýnir einnig skort á eftirsjá þar sem hún hugsaði með sjálfri sér þegar hún drap börnin hve auðvelt þetta væri. Þrátt fyrir að Dagmar hafi játað morðin á börnunum byrjaði hún að kenna kærastanum sínum um morðin, því mætti segja að Dagmar taki ekki ábyrgð á eigin gjörðum.

Þrátt fyrir að geðhrifa þátturinn passaði betur þá væri einnig hægt að segja að snemm hegðunarvandarmál sem er í lífstíls þættinum, tengist einnig hegðun Dagmar. Hún byrjaði ung að stela og ljúga, og byrjaði einnig ung að drepa þar sem talið er að hún hafi drepið fyrsta barnið sitt sem hún eignaðist á unglingsárum.

H. FJÓRÐI MÆLIKVARÐINN

Upphafskenning Mindhunter þríeykisins er fjórði mælikvarðinn okkar. Þríeykið sem samanstendur af Douglas, Ressler og Burgess, nefnir tíu atriði sem einkenna raðmorðinga. Nokkur atriði passa við Dagmar. Fyrsta atriðið sem þeir nefna passar ekki við Dagmar, nema sem undantekning þar sem hún var kona. En annars eru flestir raðmorðingjar einhleypir, hvítir karlmenn. Henni gekk mjög vel í skóla þó henni hafi ekki fundist gaman í skólanum. Hún var snillingur í að láta allt líta mjög vel út og gat logið mikið, sem mætti segja að sé dæmi um atriði tvö þar sem hún var klár, mjög snjöll í því að láta allt líta mjög vel út og mjög flink í að ráðskast með fólk (e. manipulative). Atriði þrjú passar einnig við hana, þar sem henni leiddist í skóla og einbeitti sér lítið að skólanum. Hún flakkaði mikið á milli vinnustaða og var oft í láglauna störfum, til dæmis vann hún sem gengilbeina og einnig sem vinnukona hjá fjölskyldu þar sem hún fékk aðeins 10 dollara fyrir mánuðinn. Atriði númer fjögur passar einnig við hana en Dagmar kom frá fátækri fjölskyldu sem vissi ekki hvernig ætti að tækla hegðun hennar. Dagmar var misnotuð af afa sínum bæði kynferðislega og líkamlega þegar hún var ung og því passar atriði sex við hana. Má segja að það hafi haft slæm áhrif á líf hennar og upplifði hún niðurlægingu og hjálparleysi í kjölfar þess. Atriði átta passar við Dagmar þar sem hún var með jaðarpersónuleikaröskun. Einnig gæti hún hafa verið með hegðunarröskun sem barn og með andfélagslega persónuleikaröskun á fullorðinsárum. Dagmar var gjörn á að ljúga og beita blekkingum í lífi sínu. Einnig var henni lýst sem skapmiklu barni og byrjaði hún mjög ung í afbrotum. Hún fór tvisvar í fangelsi á lífstíð sinni, fyrst sem ung kona fyrir þjófnað og seinna í lífstíðarfangelsi fyrir morðin sem hún framdi. Atriði níu fjallar um einangrun einstaklinga og sjálfsmorðshættu. Dagmar var mikið ein og reyndi hún að forðast tómleikatilfinningu með því að vera stöðugt í samböndum við ýmsa karla. Einnig reyndi hún að fremja sjálfsvíg þegar einn af hennar kærustum neitaði að giftast henni, þó henni hafi ekki tekist það. Ekki hafi verið merki um atriði 10 hjá Dagmar nema að það fundust myndir af nöktum börnum eftir að hún var handtekin.

I. FIMMTI MÆLIKVARÐINN 

Kenning Holmes og DeBurger reynir að útskýra ástæðu morða (e. motive) hjá raðmorðingjum. Kenningin flokkar þrjár ástæður sem eru ofsjónir, hugsjónir og sjálfselska. Við teljum að Dagmar flokkist sem hugsjóna-tegundin, en þeir drepa vegna ákveðinna hugsjóna t.d. að losa heiminn við ákveðinn hóp fólks (e. mission). Þessar týpur eru oft á mörkunum að teljast sakhæfar eða ósakhæfar þar sem þeim fylgja oft mikil geðræn vandamál. Líkleg ástæða fyrir morðum hennar er oft talin vera sú að Dagmar taldi það vera sitt hlutverk að taka þessi óvelkomnu börn að sér og losa sig við þau. Þá þyrftu mæðurnar ekki að lifa í þeirri skömm sem fylgdi því á þessum tíma.

J. SJÖTTI MÆLIKVARÐINN 

Við teljum að Dagmar falli undir flokk númer 15 á Stone 22 mælikvarðanum. Undir flokkinn falla: “psychopathic, cold-blooded, spree or multiple murderers”, semsagt siðblindir og kaldrifjaðir æðismorðingjar eða fjöldamorðingjar. Þessir morðingjar eru rólegir þegar þeir fremja morðin, í hennar tilfelli var það einmitt þannig þar sem hún leit í rauninni á morðin sem verkefni eða vinnu. Hún drap börnin til að fá pening og til að “hjálpa” mömmunum og samfélaginu. Þessir morðingjar eru siðblindir, og hvöt (e. motive) þeirra sömuleiðis. Við sjáum mörg ummerki um siðblindu hjá henni en hún sér ekkert að því að drepa þessi börn og fá pening fyrir það, og sýnir enga eftirsjá. Kannski er það vegna þess að hún vill eða getur ekki horfst í augu við raunveruleikann, sem er einmitt einkenni hjá þessum hópi morðingja.

Heimildir

  1. Brief case. (2018, 10. desember). The Horrifying Case of Danish Serial Killer | Dagmar Overbye [myndskeið]. Youtube. https://www.youtube.com/watch?v=W0LoSV9Nt7s.

  2. Dagmar Overbye (e.d.). Killer.cloud. https://killer.cloud/serial-killers/show/146/dagmar-overbye.

  3. Malocco, D. (2015, 23. apríl). Serial killer - Dagmar Johanne Overby (1887-1929). David Mallocco. Worldpress. https://davidmalocco.wordpress.com/2015/04/23/serial-killers-dagmar-johanne-overbye-1887-1929/.

  4. Rose, T. (E.d). Women Who Kill: Dagmar Overbye. Taramrose.medium. https://taramrose.medium.com/women-who-kill-dagmar-overbye-e38986868975.

  5. The death of Dagmar Overby, baby farmer. (2019, 6. maí). Horrorhistory.net. https://horrorhistory.net/2019/05/06/the-death-of-dagmar-overby-baby-farmer/.

  6. The Heinous Crimes Of Dagmar Overbye — The Baby-Burning Serial Killer (2018, 11. apríl). All that is interesting. https://allthatsinteresting.com/dagmar-overbye.

  7. Unnur Borgþórsdóttir. (þáttastjórnandi). (2019, 11. apríl). Morðcastið (nr. 2) https://pardus.is/podcasts/detail/SduQZfx4eifqFh7XeYqX.

TOPPAN, “Jolly” Jane

Fyrstis kvenkyns raðmorðinginn

Elva Björg Elvarsdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Silja Gunnarsdóttir og Karitas Kjartansdóttir

Jane Toppan.

Jane Toppan.

A)   Almenn lýsing á málinu

Jane Toppan (1854-1938), einnig þekkt sem “Jolly” Jane, er talin vera fyrsti kvenkyns raðmorðinginn. Hún vann sem hjúkrunarfræðingur og var talin vera fyndin og ánægjuleg til að umgangast en hún kom alltaf vel fram og náði fólki auðveldlega á sitt band. Hún var hins vegar ekki jafn indæl eins og haldið var, en í starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur eitraði hún fyrir rúmlega 100 sjúklingum sínum á síðari hluta 19. aldar. Hún notaði deyfandi lyf á sjúklinga sína og oft lék hún sér að því að deyfa þá, ná þeim aftur til meðvitundar og drepa þau svo með enn stærri skammti af deyfilyfjum. Á meðan sjúklingar hennar voru meðvitundarlausir áreitti Jane þau oft kynferðislega. Dæmi voru um að sjúklingar sem lifðu af eitrunina hennar töldu sig hafa dreymt um þetta kynferðislega ofbeldi en þegar Jane var loks handtekin áttuðu þau sig á því hvað hafði gerst í raun.

Jane framdi ekki einungis glæpi gagnvart sjúklingum sínum heldur myrti hún einnig fólk sem hún þekkti persónulega. Hún myrti til dæmis húsráðanda sinn og konu hans, stjúpsystur sína og vinkonu. Ferill Jane spannaði tæplega tvo áratugi en með árunum fór hún að verða kærulausari. Það fór að vakna spurningar þegar fimm meðlimir Davis fjölskyldunnar, þar sem Jane bjó á tímabili, dóu á einu sumri. Þegar framkvæmt var eiturefnapróf á líkum þeirra komst það upp að dánarorsök þeirra allra var eitur og þar með komst upp um Jane.

Jane var klárlega siðblind, hún kom vel fram og átti auðvelt að fá fólk til að líka vel við sig. Aftur á móti framdi hún fjöldan allan af hrottalegum glæpum og var flinkur lygari sem naut þess að eyðileggja orðspor annarra. Það virðist sem mismunandi hvati hafi verið fyrir morðunum sem hún framdi eins og að komast yfir verðmæti og eignir fórnalamba sinna, rómantísk vonbrigði, afbrýðisemi, vald og kynferðisleg ánægja.

B)   Glæpurinn sjálfur

Megin fókusinn okkar er ekki á einn glæp heldur á Jane Toppan sem persónu. Hún framdi marga hrottalega glæpi og því teljum við nauðsynlegt að taka þá alla með til að fá heildarmynd af ferli hennar.

Talið er að ferill Jane sem raðmorðingi hafi byrjað um 1885 þegar hún vann sem hjúkrunarfræðingur á Cambridge Hospital og síðar á Massachusetts General Hospital. Þar lék Jane sér við að gefa öldruðum sjúklingum sínum lyfjakokteil úr morfíni og atrópíni. Hún gaf sjúklingum svo mikið af lyfjum að þeir voru nær dauða en lífi. Jane hjúkraði þeim svo aftur til heilsu og svo endurtók hún leikinn. Þetta veitti henni mikið vald yfir sjúklingum sínum. Á meðan þessu stóð lagðist hún upp í hjá sjúklingum sínum til að æsast upp kynferðislegan og mögulegt er að hún hafi snert sjúklingana kynferðislega. Þegar Jane var handtekin viðurkenndi hún að hafa drepið nokkra sjúklinga á spítölunum í Cambridge og Massachusetts.

Eftir að Jane tók til starfa sem einka hjúkrunarfræðingur hélt hún áfram að myrða sjúklinga sína. Hún var vön að gefa sjúklingum sínum morfín og atrópín í mismiklu magni. Það virðist sem ástæður fyrir morðunum héðan í frá séu af öðrum toga en til að byrja með. Jane byrjar að myrða fólk sem hún þekkir persónulega þ.á.m. húsráðanda, stjúpsystur sína og vinkonu. Það virðist sem að Jane hafi orðið kærulausari við morðin með árunum.

Árið 1895 eitraði Jane fyrir húsráðanada sínum, Israel Dunham, og seinna myrti hún konu hans Lovey Dunham. Þau voru bæði sjúklingar Jane og talið er hvatning fyrir þessum morðum hafi verið peningur eða eignir þeirra hjóna. Árið 1899 myrti hún Elizabeth Brigham, dóttur Ann Toppan. Jane eitraði fyrir henni með strikníni og talið er að hún hafi gert það vegna öfundsýki. Í lok árs 1899 eitraði Jane fyrir Mary McNear, öldruðum sjúklingi sínum. Í janúar 1900 eitraði Jane fyrir William Ingraham, sjúklingi, og Florence Calkins sem var húshjálp hjá Elizabeth Brigham. Snemma árs 1900 eitraði Jane fyrir Myra Conners, sem var sjúklingur og vinkona Jane.

Yfir sumarið árið 1901 var Jane mjög upptekin við að myrða fólk en vitað er að hún hafi þá drepið a.m.k. fimm manns. Um mitt ár 1901 flutti Jane inn til Davis fjölskyldunnar til að hjúkra Alden Davis eftir dauða konu hans, Mattie Davis, sem Jane hafði einmitt eitrað fyrir. Sama sumar eitraði Jane einnig fyrir Alden Davis, fyrst eitraði hún fyrir honum til að hjúkra honum aftur til heilsu, svo eitraði hún fyrir sjálfri sér svo hann myndi vorkenna henni og drap svo Alden þegar það virkaði ekki. Hún eitrar þá fyrir Genevieve Gordon, systur Alden, og Minnie Gibbs og Ednu Bannister, dætrum Alden og Mattie. Fjölskylda Minnie biður um eiturefnafræðipróf sem staðfestir að það hafi verið eitrað fyrir henni.

Jane Toppan í ýmsum myndum.

Jane Toppan í ýmsum myndum.

C)   Persónan sjálf

Honora Kelley, einnig þekkt sem Jane Toppan, fæddist árið 1857 í Boston, Massachusetts. Hún er talin vera fyrsti kvenkyns raðmorðinginn en hún játaði á sig 31 morð. Fjölskyldan hennar var írsk að uppruna og var hún var yngst af fjórum systrum. Fjölskyldan var fátæk og lést móðirin úr berklum þegar Jane var einungis eins árs. Peter Kelley, faðir hennar, var klæðskeri og talið er að hafi beitt dætur sínar ofbeldi. Hann var alkóhólisti og átti við geðrænan vanda að stríða en hann var með viðurnefnið „Kelley the Crack.“ Sumir vildu meina að hann hafði verið það klikkaður að hann hafi reynt að sauma augnlokin sín saman. Árið 1863 fór faðir þeirra með tvær yngstu dæturnar, þar á meðal Jane, á munaðarleysingjahæli fyrir stúlkur. Munaðarleysingjahælið sendi stúlkurnar síðan á fósturheimili þegar þær urðu 10 ára.

Talið er að Delia, sem fór með Jane á hælið, hafi endað sem vændiskona og alkóhólisti. Einnig er kemur fram að önnur systir Jane, Nellie, hafi endað á geðveikrahæli sem gefur til kynna að geðræn vandamál voru til staðar hjá fjölskyldu Jane. Jane hins vegar endaði í fóstri hjá Ann C. Toppan þar sem hún fékk endanlega nafnið sitt Jane Toppan. Toppan fjölskyldan þótti hins vegar óæskilegt að hún væri af írskum uppruna og sögðu því að Jane væri ítölsk og að foreldrar hennar hefðu látist á sjó. Í æsku var Jane dugleg í skóla og átti fjölmarga vini. Hins vegar var hún áráttukenndur lygari og sagði meðal annars að faðir hennar væri að sigla um heiminn og að systir hennar væri gift enskum hefðarmanni. Jane trúlofaðist manni sem yfirgaf hana. Eftir það varð Jane mjög óstabíl og reyndi að fremja sjálfsmorð tvisvar sinnum. Hún fór einnig í gegn um tímabil þar sem hún taldi sig geta spáð um framtíðina út frá draumum sínum.

Jane útskrifaðist 18 ára úr skóla og í kjörfar leysti Toppan fjölskyldan hana frá öllum skuldum. Hún ákvað þó að vera áfram á heimilinu sem þjónustustúlka þar til að fóstursystir hennar giftist Oramel Brigham, en ekki er vitað hvað olli því að Jane ákvað að flytja út. Árið 1887, þegar Jane var 33 ára, ákvað hún að byrja læra hjúkrun á Cambridge sjúkrahúsinu. Þar fékk hún viðurnefnið „Jolly Jane“ vegna þess hve opin persónuleiki hennar var. Hins vegar átti hún til að slúðra og fagnaði þegar nemendur sem henni líkaði ekki við var vísað úr náminu. Einnig héldu lygarnar áfram en hún hélt því meðal annars fram að keisari Rússlands hafi boðið sér starf sem hjúkrunarkona. Nokkrir samnemendur hennar fóru hægt og rólega að fyrirlíta hana en einnig er talið að hún hafi stolið hlutum frá þeim. Stjórn spítalans fór smám saman að hafa áhyggjur af Jane þar sem hún hafði mikla þráhyggju á krufningu. Stjórnin vissi þó ekki að hún væri þá byrjuð að gera tilraunir með morfín og atropín á eldri sjúklinga en sú blanda varð síðar aðal morðvopnið hennar. Jane var síðar vísað úr náminu þegar tveir sjúklingar létust á dularfullan hátt undir hennar hjúkrun. Hún ákvað síðar að falsa skjöl til þess að geta unnið sem einka hjúkrunarkona.

Jane vann á spítala um tíma en henni var sagt upp störfum vegna þess hve kæruleysislega hún skrifaði upp á ópíóiða lyf fyrir sjúklinga. Fórnarlömb Jane voru að mestu eldri sjúklingar sem voru mjög veikir þannig það komst ekki upp um morðin sem hún framdi á spítalanum. Þrátt fyrir að Jane hafi verið sagt upp, mældu læknar með henni sem einka hjúkrunarkonu fyrir efnaða fólkið. Hún gengdi því starfi vel en þó var kvartað undan því að hún væri að stela. Jane hjúkraði mörgum í gegn um tíðina og stóð sig vel og því grunaði engan að hún væri hrottalegur morðingi. Jane var síðar handtekin árið 1901 eftir að hún drap Davis fjölskylduna en það komst upp um hana þegar Minnie Gibbs, yngsta dóttirin, var krufin.

Linkur: Jollyjane1.jpg.

A)   Endir málsins

Jane myrti á að minnsta kosti 31 einstakling en það er sá fjöldi sem hún játaði að hafa drepið. Það sem er talið hafa orðið Jane að falli gæti verið talið ofmetnun. Það leið sífellt styttri tími á milli fórnarlamba Jane og fór það að vekja grunsemdir.

Það vakti grunsemdir þegar heil fjölskylda dó á einu sumri. Þessi fjölskylda var nokkuð efnuð en tengdafaðir hafði samband við lögreglu og krafðist þess að lögreglan myndi skoða málið. Ákveðið var að kryfja líkið á Minnie Gibbs og kom þá í ljós að eitrað hafi verið fyrir henni með morfín og atrópín blöndu. Þessar niðurstöður urðu til þess að lögreglan ákvað að rannsaka málið. Jane hafði búið hjá þessari fjölskyldu á þessum tíma og var hún þá grunuð um glæpina. Lögreglan veitti Jane eftirför og handtók hana 26. október 1901. Hún var handtekin fyrir morðið á fjórum meðlimum Davis fjölskyldunnar. Áður en þinghöldin hófust játaði Jane að hafa orðið 11 manns að bana. Í júní 1902 voru réttarhöld yfir Jane. Þau tóku ekki langan tíma, einungis 27 mínútur. Niðurstöðurnar voru þær að Jane var dæmd ósakhæf. Seinna við yfirheyrslu sagði hún hafa við lögfræðing sinn að hún hafi drepið að minnsta kosti 31 manns en sú tala gæti verið nálægt 100. Hún sagði einnig að hún hafi byrjað að myrða vegna þess að unnusti hennar hætti með henni, hún taldi að hún hefði líklegast ekki framið þessi morð ef hún væri gift kona. Jane eyddi restinni af æfi sinni á geðspítala þar sem hún lést 17. ágúst 1938 þá 80 ára gömul.

Myndband: https://www.youtube.com/watch?v=eYUULyb7P6E.

Mælikvarðar

Mælikvarði 1: DSM-5

Við teljum Jane Toppan hafa verið sadisti. Samkvæmt DSM-5 er sadismi skilgreint sem einstaklingur sem á minnst 6 mánaða tímabili hefur endurtekna og sterka kynóra, kynhvatir eða hegðun sem felur í sér athafnir þar sem sálfræðilegar eða líkamlegar kvalir fórnalambs er kynörvandi fyrir framkvæmdaraðilann. Einnig þarf einstaklingurinn að hegða sér í samræmi við þessar kynhvatir gagnvart aðila sem vill það ekki, eða þá að hvatirnar eða fantasíurnar valdi verulegri þjáningu eða erfiðleikum í sambandi. Þetta á vel við Jane því hún gaf sjúklingum sínum sterka lyfjablöndu þar til þeir voru annað hvort meðvitundarlausir eða á mörkum þess og þá framkvæmdi hún kynferðislegar athafnir með þeim. Þessi hegðun hennar átti sér stað í mörg ár tímabil. Hún naut þess (kynferðislega) að sjá fólk finna til og þjást. Hún horfði á það deyja, horfði í augu þeirra og sá þau fjara út.

Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir (DSM-5)

Við teljum Jane Toppan hafa verið með andfélagslega persónuleikaröskun en hún uppfyllir sex af sjö einkennum röskunarinnar. Fyrsta einkennið sem Jane uppfyllir er að geta ekki haldið sig við félagsleg viðmið varðandi virðingu fyrir lögum. Jane braut ítrekað lög þegar hún gaf sjúklingum sínum viljandi of stóran skammt af lyfjum sem síðar leiddi þau til dauða. Einnig var hún margoft ásökuð um þjófnað.

Annað einkenni Jane er undirferli, þ.e.a.s. endurteknar lygar og að blekkja aðra til persónulegs gróða eða ánægju. Hún meðal annars laug að því að faðir hennar væri að sigla um heiminn, að systir hennar væri gift enskum hefðarmanni og að keisari Rússlands hafi boðið henni vinnu. Hún drap síðar fóstursystur sína og eitraði fyrir manninum hennar í von um að hann yrði ástfanginn af henni þegar hún læknaði hann.

Þriðja einkenni rökunarinnar sem Jane uppfyllir er pirringur / ofbeldishneigð. Það bendir ekkert til að Jane hafi beitt andlegu eða líkamlegu ofbeldi en að gefa sjúklingum of stóran skammt af lyfjum flokkast sem ofbeldi. Einnig beitti hún sjúklinga sína kynferðislegu ofbeldi þegar þau voru meðvitundarlaus og hún eitraði fyrir fólki eldra fólki sem henni líkaði ekki nógu vel við.

Fjórða einkenni Jane er skeytingarleysi gagnvart eigin öryggi ásamt annarra. Það er ekki hægt að segja að hún hafi tekið tillit til annarra þegar hún áreitti og myrti fórnarlömb sín til skemmtunar.

Fimmta einkenni hennar er að hún er óábyrg og helst ekki í vinnu. Jane var sagt upp sem matráðskona þegar hún var ásökuð um að stela pening og var einnig sagt upp af spítalanum fyrir að misnota stöðu sína til að gefa úr ópíóða lyf.

Sjötta einkenni hennar er skortur á eftirsjá en þegar viðtöl við Jane eru skoðuð má sjá að lítil merki voru um eftirsjá. Hún meðal annars talaði opinskátt um að hún vildi myrða sem flesta hjálparlausa einstaklinga.

Mælikvarði 3: Dauðasyndirnar 7

Dauðasyndirnar sjö eru stolt, öfund, reiði, leti, græðgi, ofát og girnd. Sú dauðasynd sem helst útskýrir hvötina fyrir morðunum sem Jane framdi er öfund (e. envy). Í því fellst illska vegna afbrýðisemi, gremju eða hræðslu. Öfundina má sjá þegar hún meðal annars drepur vinkonu sína til þess að fá starf hennar sem matráðskona. Jane var mögulega með minnimáttarkennd því hún var írskur innflytjandi. Hún varð aldrei hluti af Toppan fjölskyldunni og drap fóstursystur sína sem bendir til að hún hafi öfundað hana fyrir að hafa verið hluti af fjölskyldu. Einnig girndist hún mann stjúpsystur sinnar og vildi að hann myndi síðar giftast sér. Hún eitraði fyrir manninum og hjúkraði honum síðan þar til hann hafði náð bata. Hún vonaðist til þess að hann yrði ástfangin af sér en svo varð ekki. Jane sagði þegar réttarhöldin áttu sér stað að hún hefði aldrei drepið neinn ef hún hefði verið gift kona og átt börn. Mögulega sýnir þetta að hún hafi verið bitur og öfundsjúk út í aðrar konur sem áttu mann og börn.

Önnur synd sem Jane hefur er girnd (e. lust) en í því felst illska vegna eignarhalds á öðrum, bæði í persónulegum samböndum og kynferðislegum samböndum, svo sem sadismi. Eftir að Jane hafði gefið fórnarlömbum sínum sterka lyfjablöndu þá framkvæmdi hún oft kynferðislegar athafnir á meðan þau voru meðvitundarlaus. Ein kona sem lifði af sagðist muna að Jane hafði lagst við hlið sér og kysst sig um allt andlit en hún hafi forðað sér þegar hún heyrði eitthvað hljóð.

Mælikvarði 5: Stone 22

Einstaklingar í flokki 16 í Stone 22 listanum eru með andfélagslegan persónuleika og fremja endurtekið grimmdarlega glæpi, þar á meðal morð. Sá flokkur passar við Jane Toppan vegna þess að sem hjúkrunafræðingur var hún ítrekað að lyfja sjúklingana sína, kynferðislega áreita þau og svo enda á því að drepa marga þeirra. Ástæðurnar fyrir morðunum voru mismunandi og hún drap stundum fleira en einn í einu, þar á meðal þegar hún vann hjá fjölskyldu sem hún drap svo í heild sinni. Við teljum hana hafa verið með andfélagslega persónuleikaröskun (sjá mælikvarða 2).

Hægt er að færa rök fyrir því að Jane passi í flokk 17 á Stone 22 listanum þar sem hún fékk kynferðislega örvun við það að drepa fólk og sjá þau deyja, en hún kynferðislega áreitti marga sjúklinga á meðan þeir voru í vímu. Samt sem áður kemur ekki fram að hún hafi framið morðin til að fela einhver sönnunargögn né að hún hafi ekki pyntað fórnalömb sín fyrir vegna þess að hún var oft að lyfja þau, fá þau aftur til meðvitundar og lyfja þau svo meira til þess að drepa þau endanlega.

Mælikvarði 7: Hare 20

Hare 20 kvarðinn á vel við Jane Toppan. Mælikvarðinn skoðar einkenni siðblindu hjá fólki og Jane skorar þar 16 af 20. Það eru því 16 atriði á kvarðanum sem eiga við hana. Þeim verður lýst nánar hér að neðan.

1. Jane var með yfirborðskenndan sjarma (e. superficial charm). Hún var kölluð Jolly í vinnunni þar sem hún var alltaf hress, svo reyndist það vera gríma þar sem innst inni var hún ill manneskja. Hún var vel liðin bæði í starfi sínu á spítölum og sem einka hjúkrunarfræðingur fyrir ríka fólkið. Hún stóð sig vel og fékk m.a. meðmæli frá læknum á spítalanum sem bendir til að hún hafi verið sjarmerandi.

2. Grandiose sense of self-worth: Það bendir allt til þess að Jane hafi verið með þetta einkenni þar sem hún réð hverjir lifa og hverjir deyja. Í hennar augum er hún guð sem ræður því hverjir eiga skilið að lifa og fannst henni gamalt, veikt fólk ekki eiga það skilið. Einnig drap hún fleiri einstaklinga en það, það var því í hennar valdi að ákveða hverjir lifa. Hún er guð sem ræður öllu.

4. Jane var lygasjúk. Þegar Jane var barn laug hún að öllum í kringum sig til að fá sínu framgengt. Það hélt áfram yfir á eldri ár hennar. Hún bjó til lygasögur um ómerkilega hluti en einnig til að koma öðrum í vandræði, t.d. bjó hún til sögur til þess að fólk yrði rekið og hún myndi fá þeirra starf.

5. Jane var manipulative. Hún gerði það sem hún gat til að fá sínu framgengt, meðal annars eitra fyrir sjálfri sér til þess að fá athygli og vorkunn frá mönnum sem hún hafði áhuga á.

6. Ekkert bendir til að Jane hafi séð eftir morðunum sem hún framkvæmdi. Eftir handtöku hennar viðurkenndi Jane að hún vissi að það sem hún gerði var rangt, henni var alveg sama og sá ekki eftir neinu.

7. Einkennið shallow effect á einnig við Jane. Hún fann ekki fyrir þeim tilfinningum sem aðrir finna fyrir í hennar aðstæðum. Hún vorkenndi ekki gamla fólki, henni fannst skrýtið að aðrir í kring um hana fundu til með því. Það að geta lifað með sér sjálfri sér eftir að hafa framið svona mörg morð bendir einnig til þess að tilfinningar hennar séu ekki eins og hjá venjulegu fólki.

8. Jane var svo sannarlega með skort á samkennd. Hún fann ekkert til með fólkinu í kringum sig og sá ekki tilganginn að gamalt fólk fengi að lifa. Einnig fannst henni gaman að drepa fólk næstum því en lífga það svo við.

9. Parasistic lifestyle: Jane kom sér oft í húsnæði hjá öðrum, hún flakkaði oft milli heimila bæði sem barn og sem fullorðinn einstaklingur. Hún kom sér inn í annara manna heimili oft með því að veita þjónustu þar sem hún var hjúkka. Í staðin fyrir að vera þakklát þá endaði hún á því að drepa manneskjuna og halda áfram að búa í þeirra húsi í smá tíma.

11. Jane var með miklar kynferðislegar hegðanir (e. promiscuous sexual behavior). Mikið af ákvörðunum Jane voru teknar vegna kynferðislegs áhuga. Hún átti það til að eitra fyrir sjálfri sér til að fá menn til að vorkenna henni og sýna henni athygli. Einnig eitraði hún fyrir þeim sem hún hafði áhuga á og hjálpaði til við að láta þeim líða vel. Með því vonaðist hún að þeir yrðu ástfangnir af henni.

12. Jane átti við hegðunarvandamál að stríða alveg frá því í barnæsku. Hún bjó til lygasögur um alla í bekknum hennar og laug einnig að kennurum sínum. Einnig bjó hún með ofbeldisfullan faðir sem hafði áhrif á hana.

13. Skortur af raunsæum langtíma plönum. Jane vildi verða hjúkka en með því að drepa þá sem hún átti að vera að hjálpa og verða sífellt rekin má segja að hún hafi ekki mikið verið að spá í því hvaða áhrif það hefur á ferilinn hennar. Einnig stal hún af vinnustöðum sínum, þetta bendir til þess að hún taki ákvarðanir í augnablikinu.

14. Það kemur inn á næsta einkenni, sem er hvatvísi. Jane tók ýmsar ákvarðanir af fljótfærni, þó hún sæi ekki eftir þeim. Til dæmis það að drepa stjúpsystir sína eða drepa fjóra meðlimi af sömu fjölskyldu. Þar var hún ekki að hugsa hverjar afleiðingarnar gætu verið en varð það málið sem kom lögreglu á slóð hennar.

15. Óábyrgð, það var mjög óábyrgt af Jane að stela af vinnustað sínum. Með því að stela eykur hún líkurnar á því að fólk fari að veita henni og starfsmönnum sjúkrahússins athygli, það gæti komið upp um hana.

16. Jane á einnig erfitt með að taka ábyrgð fyrir gjörðum sínum. Þrátt fyrir að hafa verið dæmd fyrir og viðurkennt 31 morð hefur verið talað um að hún hafi framið fleiri morð en hún tók ekki ábyrgð á þeim.

18. Jane byrjaði ung að drepa en segist hún hafa byrjað eftir að kærasti hennar hætti með henni þegar hún var 16 ára gömul.

20. Jane var með fjölbreytta glæpahegðun. Hún myrti bæði aldraðasjúklinga sína og eitraði fyrir fólki sem hún þekkti persónulega eins og stjúpsystur sína, vinkonu, fjölskyldu sem hún leigði hús frá og fleiri. Jane var einnig iðin við að stela en hún stal fullt af lyfjum til að gefa sjúklingum sínum, hún stal pening og öðrum smámunum bæði frá spítalanum sem hún vann á og frá fólki sem hún vann hjá.

Þau einkenni sem passa ekki við Jane eru: 3. Need for stimulation 10. slæm hegðunarstjórnun, 17. Jane eru mörg stutt hjónabönd, 19. revocation of conditional release,

 

Mælikvarði 14: Mindhunter

Mælikvarðinn sem Ressler og Douglas settu fram samanstendur af tíu atriðum sem einkenna raðmorðingja. Meirihluti atriða á listanum passa vel við ,,Jolly’’ Jane, eða níu atriði af tíu.

Fyrsta einkenni er að vera einhleypur hvítur karlmaður. Jane er undantekning hér enda er hún ekki karlmaður en hún var hvít.

Annað einkenni er að vera yfir meðal greind en ekki ofurgreind. Jane var menntuð sem hjúkrunarfræðingur og vegnaði henni vel í starfi. Hún vann á flottum spítölum og fyrir margar ríkar fjölskyldur í Boston. Jane komst upp með að myrða marga og yfir langt tímabil sem bendir til að hún hafi verið greind.

Þriðja einkenni er að ganga illa í skóla, hafa gloppóttan atvinnuferil og enda í láglauna störfum. Jane gekk ekki illa í skóla en hún var oft rekin úr starfi. Hún þurfti að hætta að vinna á spítölum og fór að vinna sem einka hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingur á þessum tímum eins og í dag borgar illa svo hún passar í þetta einkenni að hluta til.

Fjórða einkenni er að koma frá miklum vandamála fjölskyldum. Dæmigert er að þeim er hafnað af föður frá unga aldri og þeir alast upp hjá brotnum heimilum einstæðra mæðra. Jane kom klárlega frá brotnu heimili og var hafnað af föður sínum. Á heimilinu var mikil fátækt og hann skildi Jane og systur hennar eftir á munaðarleysingjaheimili.

Fimmta einkenni er að hafa langa sögu geðrænna vandamála, glæpa og alkóhólisma í fjölskyldum þeirra. Faðir Jane var bæði alkohólisti og með geðvandamál, talið er að hann hafi verið með geðklofa. Systur Jane voru einnig með fíknivanda og geðræn vandamál.

Sjötta einkenni er misnotkun í barnæsku – andleg, líkamleg eða kynferðisleg. Slík gróf misnotkun hefur sterk mótandi áhrif á þá, bæði í formi niðurlægingar og hjálparleysis. Þetta á við Jane en hún upplifði mikla vanrækslu. Það var hjá föður sínum áður en hann gaf hana á  munaðarleysingjahælið, og eftir að hún var ,,ættleidd‘‘ til Toppan fjölskyldunnar. Þau tóku hana aldrei inn sem hluta af fjölskyldunni, hún varð einskonar þræll þeirra.

Sjöunda einkenni er að eiga í útistöðum við karlkyns yfirmenn sína vegna neikvæðra tilfinninga til fjarlægra og oft fjarverandi feðra (sem misnota þá). Og vegna þess að móðir þeirra er svo yfirþyrmandi þá ala þeir með sér djúpt hatur á konum.  Þetta á mögulega við Jane en hún var oft rekin úr vinnu af karlkyns yfirmönnum og hún drap hlutfallslega fleiri konur.

Áttunda einkenni er að eiga við geðræn vandamál sem börn og lenda snemma í útistöðum við kerfið – eru oft snemma inni á stofnunum (munaðarleysingja-, unglingaheimilum, fangelsum ...). Jane var á munaðarleysingjahæli í barnæsku. Hún átti við einhver geðræn vandamál að stríða. Þegar hún var ung taldi hún sig geta spáð fyrir um framtíðina út frá draumum.

Níunda einkenni er að vera í sjálfsmorðshættu á unglingsárum vegna mikillar einangrunar þeirra og haturs út í samfélagið (á einstaklingum og sjálfum sér). Þetta á við Jane en eftir að æskuástin yfirgaf hana reyndi hún nokkrum sinnum að fremja sjálfsmorð.

Tíunda einkenni er að sýna mikinn og viðvarandi áhuga á kynfrávikum með sérstaklegan áhuga á blætisdýrkun (e. fetishism), sýnihneigð (e. voyeurism) og ofbeldisfengnu klámi (sjá kafla 19: Kynfrávik í DSM-5). Jane var með blæti, hún var sadisti og fékk ánægju út frá að sjá fólk þjást og deyja.

Heimildir

  1. Potts, M. (e.d.). Jane Toppan: A greed, power, and lust serial killer. https://www.academia.edu/15686136/Jane_Toppan_A_Greed_Power_and_Lust_Serial_Killer.

  2. Newton, M. (e.d.). Jane Toppan. Murderpedia. https://murderpedia.org/female.T/t/toppan-jane.htm.

  3. New England Historical Society. (2019). Jolly Jane Toppan, the killer nurse obsessed with death. https://www.newenglandhistoricalsociety.com/jolly-jane-toppan-killer-nurse-obsessed-death/#comments.

  4. Wikipedia. (2020). Jane Toppan. https://en.wikipedia.org/wiki/Jane_Toppan.

KACZYNSKI, Ted - Unabomber

Gígja Teitsdóttir, Helga Kristín Ingólfsdóttir og Irja Gröndal

download.jpg

KYNNING EFNIS

Fjallað verður um sakamál Ted Kaczynski sem er bandarískur hryðjuverkamaður, stjórnleysingi og fyrrum stærðfræði prófessor. Árið 1978 hóf Ted byltingu gegn tæknivæðingu í Bandaríkjunum en sú bylting var í formi sprengjuherferðar og stóð yfir 17 ára tímabil. Umdeilt er hvort fórnarlömb Ted hafi verið valin af handahófi en eitt er ljóst að þau áttu það öll sameiginlegt að tengjast tæknivæðingunni á einhvern hátt. Fórnarlömb hans voru ýmist aðilar sem störfuðu innan bandarískra háskóla, hjá flugfélaginu American Airlines eða hjá flugvéla framleiðandanum Boeing. Ted sendi annars vegar sprengjur í pósti til þessara aðila eða kom þeim sjálfur fyrir í nærumhverfi þeirra. Alls sendi hann 16 sprengjur og særði með þeim 23 einstaklinga og myrti þrjá. Ted fékk viðurnefnið Unabomber innan alríkislögreglu Bandaríkjanna sem merkir ,,UNiversity and Airline BOMbing targets involved.“ Leitin að Ted er ein umfangsmesta leit í sögu Bandaríkjanna og kostaði alríkislögregluna 50 milljónir Bandaríkjadollara. Alls störfuðu 150 rannsóknaraðilar og sérfræðingar við leitina.

Uppeldi og æska Ted virtist almennt eðlileg en ungur að aldri veikist hann alvarlega og var í kjölfarið fluttur á spítala. Á meðan á spítaladvöl hans stóð var foreldrum hans nánast alveg bannað að heimsækja hann og Ted upplifði sig mjög einangraðan. Þetta hafði mikil áhrif á hann sem barn og móðir hans lýsti því sem svo að hún hafi ekki fengið sama barnið í hendurnar eftir þetta.

Foreldrar Ted lögðu mikla áherslu á að hann og bróðir hans menntuðu sig. Skólaganga Ted einkenndist af miklu einelti sem leiddi til þess að hann einangraðist félagslega. Hann var bráðklár og var einu ári á undan í skóla en honum var lýst sem miklum einfara og átti erfitt með að ná til samnemenda sinna. Á menntaskóla árum fór hann svo að sýna stærðfræði mikinn áhuga og eyddi megninu af tíma sínum einn með sjálfum sér að leysa flókin stærðfræðidæmi. Þetta hentaði honum vel þar sem sú fræði krefst lítilla félagslegra samskipta. Ted var aðeins 16 ára gamall þegar hann fékk skólastyrk til að stunda nám við Harvard háskólann, langt á undan jafnöldrum sínum.

Á meðan Ted sinnti námi sínu í Harvard komst hann í samband við sálfræðing innan skólans sem hvatti hann til þess að vera þátttakandi í rannsókn hjá sér. Ted samþykkti það en í kjölfarið tóku við þrjú átakanleg ár þar sem rannsóknin var siðferðilega röng. Þátttakendur voru beittir andlegu ofbeldi en þar sem Ted vildi ekki sýna veikleika sína hélt hann þátttöku sinni áfram án þess að gera athugasemdir um háttsemi rannsóknarinnar.

Margir vilja meina að ofangreindir atburðir í lífi Ted hafi ekki einungis mótað hann sem einstakling heldur einnig orsakað hegðun hans og gjörðir seinna meir. Á síðasta ári hans í Harvard byrjaði Ted að þróa með sér mikla andúð gagnvart tæknivæðingunni og hinum ýmsu þáttum nútímalífsins. Hann taldi iðnkerfið vera að eyðileggja samfélagið og spáði því að tölvunarfræðingum myndi takast að þróa vélar sem gætu gert allt betur en mannverur og myndu að lokum stjórna heiminum. Hann taldi því nauðsynlegt að stoppa þessa áhrifamiklu þróun og besta leiðin til þess að hans mati var að losa sig við alla aðila sem tengdust tæknivæðingunni að einhverju leyti.

Ted yfirgaf náms- og starfsferil sinn árið 1969 til að sækjast eftir einföldum frumbyggja lífsstíl. Hann flutti í kofa án rafmagns og vatns sem hann byggði úti í skógi á landi sem hann og bróðir hans áttu. Þar gafst honum tækifæri til að einangra sig enn frekar og sleit öllu sambandi við fjölskyldu sína. Í kofanum bjó hann sprengjurnar til og skipulagði byltinguna.

Sprengjur Ted voru alltaf mjög fágaðar og báru engin sönnunargögn sem gætu komið upp um hann. Hins vegar fór hann út af sporinu þegar hann sendi frá sér svokallað ,,manifesto“ eða stefnuskrá um andúð sína á tæknivæðingunni og skaðlegum áhrifum hennar á samfélagið. Stefnuskrána sendi hann á dagblaðið New York Times en þaðan kemst stefnuskráin í hendur alríkislögreglunnar og svokallaðri ,,forensic linguistics“ tækni var beitt til að greina í málfar hennar. Þar að auki var hún birt almenningi í von um að einhverjir myndu kannast við málfar Ted. Vegna stefnuskránnar komst upp um Ted árið 1996 og hlaut hann átta lífstíðardóma án möguleika á skilorði.

Ted Ksczynski.

Ted Ksczynski.

GLÆPURINN SJÁLFUR

Ted taldi mannkynið vera ,,fanga tækninnar“ og að það þyrfti að frelsa samfélagið frá framþróun hennar. Þessi mikla andúð hans gagnvart tæknivæðingunni leiddi til þess að hann hóf byltingu með sprengjuherferð sem beindist að aðilum sem tengdust að einhverju leyti eða áttu aðild að framþróun tækninnar. Verknaður Ted stóð yfir 17 ára tímabil frá árunum 1978 til 1995 í Bandaríkjunum. Hann sendi alls 16 sprengjur víðsvegar um Bandaríkin og með þeim særði hann 23 einstaklinga og myrti þrjá. Sprengjurnar voru m.a. sendar til tölvunarfræðinga, vísindamanna, háskóla prófessora og námsmanna.

Nokkrum árum áður en Ted lét fyrst til skara skríða byrjaði hann að safna sprengiefni en gætti ávallt að því að kaupa það í litlum skömmtum svo engar grunsemdir myndu vakna. Gerð sprengjanna var mjög fáguð en Ted gætti þess vel að skilja aldrei eftir sig fingraför og aðrar vísbendingar sem gætu komið upp um hann. Hann skyldi þó vísvitandi eftir villandi vísbendingar sem gerðu leit alríkislögreglunnar erfiðari með hverri sprengjunni. Sprengjurnar voru þar að auki ólíkar og því var ekki hægt að finna mynstur í gerð þeirra til þess að rekja til einstaklingsins sem bjó þær til. Ted varði öllum stundum í kofanum sínum og á bókasöfnum að lesa sig til um gerð sprengja til þess að þróa þær og betrumbæta. Hann var með það markmið að leiðarljósi að búa til þróaðar og stórar sprengjur sem myndu verða einstaklingi að bana. Því er ekki furða að sprengjurnar hafi ekki haft sérstakt mynstur því Ted hafði enga reynslu á gerð þeirra, með hverri sprengjunni var hann sjálfur að læra. Það eina sem alríkislögreglan tengdi á milli sprengjanna var letrið FC sem grafið var í einhvern af málmbútum sprengjunnar. Í ljós kom að þessi skammstöfun stóð fyrir ,,frelsis klúbbur“ (e. Freedom Club). Þetta voru hryðjuverkasamtök sem Ted ímyndaði sér og áttu að standa fyrir því að eyðileggja nútíma iðnaðarsamfélag í öllum heimshlutum. Með þessu upplifði hann sig sem hluta af stærri hópi, þessum samtökum, sem væru að frelsa heiminn frá tækninni.

Fyrsta sprengjan sem hann náði að þróa til þess að drepa einstakling var árið 1985 en hún var sú ellefta í röðinni. Sú sprengja var send til eiganda tölvuverslunar í Kaliforníu sem lést í kjölfarið. Áður hafði hann sent tíu sprengjur, sjö þeirra sendi hann til prófessora, nemenda og annarra starfsmanna innan háskóla víðsvegar um Bandaríkin. Tvær þeirra voru sendar til flugfélagsins American Airlines og ein til flugvélaframleiðandans Boeing. Árið 1987 fer hann sjálfur með tólftu sprengjuna á vettvang og staðsetur hana fyrir utan tölvuverslun í Utah. Einn af starfsmönnum verslunarinnar sá til hans og í kjölfarið fer eigandinn út til þess að athuga hvað væri um að vera. Þegar eigandinn tekur upp sprengjuna þá springur hún. Eigandi verslunarinnar lést ekki en hlaut alvarlega áverka á vinstri hendi og hinir ýmsu hlutir skutust úr sprengjunni víðsvegar í líkama hans. Starfsmaður verslunarinnar var yfirheyrður eftir atvikið og út frá frásögn hans var teiknuð upp mynd af hinum grunaða, Ted (sjá mynd að ofan). Lokadrög myndarinnar voru af manni með mikið skegg, sólgleraugu og í hettupeysu með hettuna á höfðinu. Myndinni var svo dreift um Bandaríkin í von um að einhver kannaðist við hann. Í kjölfarið tók Ted sér pásu og sendi ekki sprengjur í sex ár. Alríkislögreglan taldi hann mögulega hættan þar sem þeir væru komnir nær því að finna hann en svo var ekki. Árið 1993, eftir sex ára pásu, sendi Ted sprengju í pósti til David Gelernter sem var tölvunarfræðingur við Yale háskólann. Sprengjan drap hann ekki en hann slasaðist alvarlega. Tveimur dögum seinna sendi hann fjórtándu sprengjuna og seinustu tvær sprengjurnar sendi hann á árunum 1994 og 1995 sem báðar leiddu til dauða viðtakanda. Ted var handtekinn í apríl árið 1996 í kofanum sínum úti í skógi þar sem hann hafði búið í 24 ár. Í kofanum hafði Ted búið til og þróað allar sínar sprengjur á þessu 17 ára tímabili en þar mátti finna allskonar sprengjubúnað og bækur um hvernig búa ætti til sprengjur. Einnig fundust sólgleraugun og hettupeysan sem hann var í á teikningunni. Í kofanum fannst einnig dagbók sem Ted hafði haldið yfir allt þetta tímabil og í henni mátti finna einhvers konar talnakóða sem hann notaði í stað stafrófsins til þess að skrifa um gerð sprengjanna, þróun þeirra og fórnarlömb sín.

Ein af sprengjum Teds.

Ein af sprengjum Teds.

PERSÓNAN SJÁLF

Theodore John Kaczynski fæddist 22. maí árið 1942 í Chicago, Illinois. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum Theodore “Turk” og Wanda Kaczynski ásamt yngri bróður sínum David. Uppeldi og æska bræðranna virtist almennt eðlileg en Ted veiktist alvarlega þegar hann var aðeins 9 mánaða gamall og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús í 10 daga einangrun. Meðan á þessari dvöl stóð fengu foreldrar hans að sjá hann mjög takmarkað. Fyrir innlögnina var Ted lífsglatt barn en þegar hann kom heim af spítalanum var hann sagður hafa breyst mikið. Móðir hans lýsti því eins og hún hefði fengið annað barn í hendurnar og það hafi nánast ekki sést bros á vörum barnsins. Þetta atvik hafði mikil áhrif á Ted en hann átti erfitt með að treysta öðrum í gegnum lífið.

Bróðir Ted hefur sagt frá mörgum atvikum þar sem Ted sýnir gríðarlega reiði gagnvart foreldrum sínum. Hann sagði m.a. frá atviki þar sem Ted dró stól undan móður sinni sem var í þann mund að setjast niður með fangið fullt af heitum mat. Þetta varð þess valdandi að hún datt og Ted stóð hlægjandi yfir henni. Í viðtölum við yfirvöld hefur bróðir Ted einnig greint frá því að merki um hatur og fjandsamlegar tilfinningar Ted hafi komið snemma. Seinna meir hafi þessi fjandsemi breyst í ásakandi bréf til foreldra þeirra þar sem hann ásakaði þau um að hafa eyðilagt líf hans.

Ted hóf skólagöngu sína í Chicago en þegar hann var 10 ára gamall flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Evergreen Park, Illinois. Hann fór í nýjan skóla og sleppti sjötta bekk þar sem hann mældist með greindarvísitöluna 167. Þar komu félagslegir erfiðleikar hans í ljós en honum þótti erfitt að ná til samnemenda sinna enda voru þau árinu eldri en hann. Móðir hans íhugaði að setja hann í skóla fyrir einhverf börn vegna félagslegu erfiðleika hans en endaði með að gera það ekki. Ted var lýst sem miklum einfara sem hafði gríðarlegar gáfur en hann hélt sig töluvert út af fyrir sig og átti ekki marga vini. Á menntaskóla árum fór hann að sýna stærðfræði mikinn áhuga og eyddi miklum tíma í að leysa flókin stærðfræðidæmi. Hann var aðeins 15 ára gamall þegar hann útskrifaðist úr menntaskóla og ári seinna hóf hann háskólanám við Harvard en þaðan útskrifaðist hann með BA gráðu í stærðfræði. Hann hélt áfram að mennta sig og fékk bæði masters- og doktorsgráðu í stærðfræði frá háskólanum í Michigan.

Á háskóla árum sínum í Harvard tók hann þátt í rannsókn sem hafði slæm áhrif á líf hans. Rannsóknin stóð yfir í þrjú ár og var gerð af sálfræðingnum Henry Murray sem starfaði við skólann. Murray braut margar siðferðilegar reglur en í rannsókninni voru þátttakendur beittir miklu andlegu ofbeldi með meinyrðum og niðurlægingum í hverri einustu viku. Þar sem Ted leit mikið upp til Murray vildi hann alls ekki sýna honum veikleika sína og ákvað að hætta ekki þrátt fyrir að vita að þetta hafði slæm áhrif á hann og væri ekki í lagi. Eftir þátttökuna í rannsókninni tóku vinir hans og fjölskylda eftir því að hann einangraði sig enn meira en áður.

Álit Ted á konum varð mjög brenglað eftir að Ted upplifði mikla höfnun þegar hann komst að því að stúlka sem hann var mjög hrifinn af leit aðeins á hann sem vin. Hann upplifði þetta sem mikla niðurlægingu og átti aldrei í kynferðislegu sambandi við hitt kynið yfir ævina. Árið 1966 fékk Ted miklar kynferðislegar fantasíur um að verða kona og ákvað að fara í kynskiptiaðgerð. Hann skipti svo um skoðun á biðstofunni og upplifði mikla reiði gagnvart lækninum í kjölfarið og vildi drepa hann. Hann var reiður yfir því að læknirinn hafi ætlað að framkvæma aðgerð á honum sem væri drifin af óviðráðanlegum kynferðislegum hvötum Ted sem hann lýsti seinna sem ógeðfelldum hvötum. Á þessum árum byrjar Ted að skrifa um morð í dagbókina sína.

Þegar Ted var 25 ára var hann ráðinn sem aðstoðarprófessor í stærðfræði í Berkeley háskólanum í Kaliforníu. Hann var yngsti aðstoðarprófessor í sögu skólans. Ted kenndi rúmfræði og reiknivísi en að sögn nemenda hans var hann óþægilegur kennari sem kenndi beint upp úr bókum og neitaði að svara spurningum. Þegar hann hætti að kenna í Berkeley flutti hann um tíma til foreldra sinna í Lombart. Tveimur árum síðar flutti hann á afskekkt landsvæði sem hann keypti ásamt bróður sínum nálægt Lincoln í Montana. Þar höfðu þeir bræður byggt lítinn kofa sem var án rafmagns og vatns. Ted ætlaði sér að lifa þar einföldu frumbyggja lífi, verða sjálfbær og lifa af landinu. Hann var mikið á móti tæknivæðingu og vildi halda náttúrunni ósnertri. Þar sleit hann algjörlega sambandi við fjölskyldu sína og var ekki í neinum samskiptum við hana. Hann var reiður út í kerfið og ákvað að hefna sín á því, í kjölfarið fer hann að safna sprengiefni og búa til sprengjur.

Kaczynski bræðurnir (standandi).

Kaczynski bræðurnir (standandi).

ENDIR MÁLSINS

James R. Fitzgerald var einn þeirra sem vann að rannsókn Unabomber málsins og var lykilmaður þegar kom að því að leysa málið. Ted hafði sent svokallað ,,manifesto‘‘ eða stefnuskrá á New York Times dagblaðið sem kom henni svo áleiðis til alríkislögreglunnar. Fitzgerald fann upp nýja rannsóknaraðferð sem hann kallaði ,,forensic linguistics“ sem fólst í því að greina málfar einstaklinga. Hann greindi stefnuskrána í ræmur en það var ekki nóg til að handsama Ted. Lögreglan tók til þess ráðs að birta stefnuskrána í The Washington Post þar sem blaðið var aðeins selt á einum stað í Chicago. Með því að birta hana almenningi vonuðust þeir til að Ted myndi sjálfur mæta til að kaupa blaðið í þeim tilgangi að dást að sjálfum sér. Einnig héldu þeir í þá von að einhver myndi kannast við skrift hans og málfar og í kjölfarið láta vita. Þetta var ein umfangsmesta leit í sögu alríkislögreglu Bandaríkjanna. Seinni kosturinn varð að veruleika eftir að eiginkona David Kaszynski, bróðir Ted, kannaðist við málfar stefnuskránnar þar sem Ted hafði sent henni bréf áður. Hún og David höfðu því samband við lögregluna og þeim tókst loksins að leysa málið eftir að 17 ár voru liðin frá fyrstu sprengjunni.

Ted bjó á afskekktum stað úti í skógi í Montana og þangað mætti lögreglan ásamt sérsveitinni og handtók hann þann 3. apríl árið 1996. Í kjölfarið var kofinn rannsakaður og fundust þar sönnunargögn eins og sprengiefni og dagbækur sem lýstu nákvæmt gerð sprengjanna og hvað Ted var að plana hverju sinni. Hann var kærður vegna 10 ákæruliða, þar á meðal fyrir að draga 3 einstaklinga til dauða. Í réttarhöldunum reyndu lögfræðingar Ted að telja hann ósakhæfan vegna geðveiki til að komast hjá dauðarefsingu. Ted tók það hins vegar ekki í mál því hann taldi það draga úr afrekum hans. Þetta varð til þess að Ted rak lögfræðinga sína og vildi fá nýjan verjanda sem skildi hann og hans sjónarmið betur. Þeirri beiðni hans var hafnað og endaði á því að Ted reyndi að svipta sig lífi þann 9. janúar 1997. Vegna þessa var hann í kjölfar greindur af geðlækni með ofsóknargeðklofa, ofsóknarpersónuleikaröskun og geðklofalíka persónuleikaröskun. Síðar sagði Ted að tveir sálfræðingar hefðu heimsótt hann í fangelsið og að honum hafi fundist þessar greiningar algjört bull. Þar sem þetta kom frá honum sjálfum þá var það ekki talið áreiðanlegt. Í janúar 1998 taldi dómarinn Ted vel hæfan til áframhaldandi réttarhalda þrátt fyrir geðklofagreininguna. Saksóknarar vildu dæma hann til dauða en hann komst hjá því með því að játa á sig allar sakir daginn eftir að réttarhöld hófust. Hann hlaut átta lífstíðardóma án möguleika á skilorði en reyndi svo að draga játninguna til baka með þeim rökum að hún hafi verið ósjálfráð og að hann hafi ekki vitað hvað hann væri að gera. Dómarinn hafnaði þessari beiðni hans og staðfesti ákvörðun sína formlega, átta lífstíðardómar. Kofinn hans var fluttur í heilu lagi til Kaliforníu sem sönnunargagn þar til hann var svo settur á safn.

Það birtir alltaf upp um síðir en eftir að Ted var dæmdur þá stakk dómarinn Garland Ellis Burrell Jr. upp á því að hlutir úr kofa Ted yrðu seldir á uppboði og að ágóðinn myndi renna til fórnarlamba Ted og fjölskyldna þeirra. Alls söfnuðust 15 milljónir. Í dag er Ted í eina ,,supermax’’ öryggisfangelsinu í Bandaríkjunum í Colorado og er sagður fara nánast aldrei út úr klefanum sínum. Hann heldur sér uppteknum með því að skrifa en hans berst fjöldinn allur af bréfum frá aðdáendum í hverri viku.

Myndband: https://www.youtube.com/watch?v=w_qHP7NL0vo.

MÆLIKVARÐAR

Mælikvarði 1:

Fyrsti mælikvarðinn sem við völdum er Holmes & DeBurger. Þar passar lýsingin á hugsjónategundinni best við Ted. Morðingjar af þessari tegund drepa vegna þess að þeim finnst þeir þurfa að losa heiminn við ákveðna tegund fólks. Ted varð mjög snemma andvígur tæknivæðingunni á öfgafullan hátt. Eins og hann orðaði það sjálfur var mannkynið orðið að ,,fanga tækninnar” og því yrði að breyta áður en það yrði of seint. Eins og fram hefur komið sendi hann sprengjur í pósti en umdeilt er hvort aðilarnir sem tóku við þeim hafi verið valdir af handahófi eða ekki. Það var þó ljóst að allir þessir aðilar áttu það sameiginlegt að tengjast tæknivæðingunni að einhverju leyti. Sprengjurnar voru m.a. sendar til tölvunarfræðinga, vísindamanna, háskóla prófessora og námsmanna en þessa einstaklinga taldi Ted ýta undir tæknivæðinguna á einn eða annan hátt. Með því að senda sprengjurnar til þessara aðila eða koma þeim fyrir í þeirra nærumhverfi er líklegt að tilgangurinn hafi verið að vekja fólk til umhugsunar um skaðleg áhrif tækninnar á nútímasamfélög. Þetta er einnig líkleg ástæða fyrir útgáfu hans á stefnuskránni en í henni kemur hann sinni skoðun á þessu málefni til skila. Enn þann dag í dag heldur Ted að hann hafi gert heiminum greiða og lítur á sjálfan sig sem hetju og því miður er fólk sem ýtir undir það með því að senda honum aðdáendabréf.

Mælikvarði 2:

Annar mælikvarðinn er dauðasyndirnar 7. Þar á fimmta dauðasyndin sem er reiði hve best við en í henni er reiði lýst sem ást á réttlæti sem snýst upp í hefnd og illgirni. Þar er illska vegna skapofsa, hefnigirni eða ofbeldislegrar gremju einkennandi. Ted var með sterka sýn á heiminn og honum var ávallt lýst sem einstaklingi með sterka samfélagskennd og var með sterkar skoðanir á tæknivæðingu heimsins. Hann var reiður út í margt og marga en þessi mikla reiði hans byrjaði líklega snemma og verður sérstaklega áberandi þegar hann stundaði nám í Harvard. Á þeim tíma hélt hann úti dagbók og skrifaði um það að drepa fólk sem hann var reiður út í og byrjaði að lýsa þessari miklu reiði sem hann fann innra með sér í dagbókarskrifum sínum. Reiði hans jókst svo með árunum og beindist aðallega að kerfinu og tæknivæðingu heimsins en hann upplifði einnig mikla reiði gagnvart fjölskyldu sinni sem hann sagði hafa eyðilagt líf sitt. David bróðir hans lýsti mikilli reiði Ted gagnvart foreldrum sínum í viðtölum við alríkislögregluna og minntist m.a. á bréf sem Ted hafði skrifað til foreldra sinna þar sem hann tjáði þeim að hann gæti ekki beðið eftir að þau myndi deyja. Það var hins vegar þessi mikla reiði hans gagnvart kerfinu og tæknivæðingunni sem má segja að sé uppspretta glæpa hans og þessarar þarfar hans fyrir að hefna sín. Hann vildi hefna sín á kerfinu og telur sig vera ábyrgan fyrir því að bjarga heiminum frá tæknivæðingunni og beinir því sprengjum sínum að fólki sem stuðlaði að framþróun tækninnar eins og fram kemur að ofan. Ted segir í bréfi til bróður síns að hann hafi haft löngun í að myrða marga en ástæðan fyrir því að hann hafi ekki látið verða að því var vegna þess að hann hafði verið heilaþvoður af samfélaginu.


Mælikvarði 3:

Þriðji mælikvarðinn er hringkenningin sem er í níu þrepum. Fyrsta þrepið er vænting höfnunar sem felst í því að viðkomandi er hræddur við að verða fyrir höfnun. Ted upplifði mikla höfnun á sinni lífsleið en sem dæmi upplifir hann fyrst höfnun 9 mánaða þegar hann var lagður inn á spítala í einangrun frá fjölskyldu sinni. Næsta þrep eru særðar tilfinningar sem er í raun afleiðing af fyrri hræðslu og einangrun. Hjá Ted var það afleiðing höfnunar og erfiðra atvika sem hann lenti í á lífsleið sinni en hann upplifði sig sem mikið fórnarlamb. Þetta leiddi til þess að hann einangraði sig alltaf meira og meira. Þriðja þrepið er dulin neikvæð sjálfsmynd sem lýsir sér þannig að einstaklingurinn kennir öðrum um það sem illa fer. Þetta sást betur hjá honum sem barn og unglingur en þegar hann eldist týndist þetta svolítið í mikilmennskubrjálæði. Fjórða þrepið er óheilbrigð aðlögun þar sem morðinginn heldur fyrri þrepum leyndum fyrir öðrum. Ted vildi ekki sýna veikleika sína, þetta kom m.a. fram við þátttöku hans í siðferðilega röngu rannsókn Henry Murray í Harvard. Ted leit mikið upp til Murray og hætti ekki þrátt fyrir mikið andlegt ofbeldi. Fimmta þrepið eru frávikskenndar fantasíur. Grunnástæða þessa þreps er meðal annars leit eftir athygli, hefnd og annarra ástæðna sem gefa honum afsökun fyrir morðunum. Hann lítur á sig sem ,,frelsara” sem eigi að frelsa íbúa jarðar undan tækninni. Með árásum sínum var hann að hefna sín á kerfinu. Sjötta þrepið er þjálfunarferlið en flestir morðingjar nást á þessu stigi þar sem þetta er fyrsta stigið sem er sýnilegt öðrum. Það má segja að Ted náist í öðru þjálfunarferli sínu þegar hann gefur út stefnuskrá sem hann vildi að yrði tekin í gildi af stjórnvöldum og snerist í raun um að stoppa af tæknivæðingu heimsins. Ted fer ekki nægilega varlega þar sem hann skilur eftir sig fjölda vísbendinga sem leiddu til þess að hann náðist. Sjöunda þrepið er glæpurinn sjálfur og er afleiðing af því sem undan er komið. Þegar hann byrjar að þróa sprengjurnar kaupir hann lítið sprengiefni í einu yfir nokkurra ára tímabil, hann undirbýr sig vandlega í nokkur á og þróar svo sprengjurnar á meðan á glæpunum stendur. Í fyrstu eru sprengjurnar ekki nógu öflugar og slasa því aðeins fórnarlömbin. Svo má segja að markmiði hans sé náð þegar hann sendir elleftu sprengjuna því með henni fremur hann fyrsta morðið. Áttunda þrepið er tímabundin eftirsjá en fyrir Ted er fólkið sem hann drepur ekki fólk heldur fulltrúar tæknivæðingarinnar sem hann vildi útrýma. Níunda og síðasta þrepið er réttlæting. Ted fannst hann vera að gera þjóðinni greiða og taldi sig vera bjargvætt fórnarlamba tæknivæðingarinnar.

Mælikvarði 4:

Fjórði mælikvarðinn sem var notaður var CCM og stendur fyrir Crime Classification Manual. Í þeim mælikvarða notuðum við flokk númer 127 til þess að greina verknað Ted betur. Þann flokk má finna í níunda kafla mælikvarðans en sá kafli nær yfir flokka sem standa fyrir ,,Extremist and Medical Homicide“. Flokkur 127 á vel við Ted en sá flokkur skilgreinir morð m.a. sem öfgakennd morð sem eiga sér stað vegna öfgakenndrar hugmyndafræði. Hugmyndafræðin hvetur einstakling eða hóp til að fremja morð til að efla markmið og hugmyndir tiltekins einstaklings eða hóps. Eins og fram hefur komið þá var andúð Ted gagnvart tæknivæðingunni mjög mikil, hann taldi hana vera að eyðileggja samfélög um allan heim. Hann sá fyrir sér framtíðina fulla af vélmennum sem væru búin að taka yfir. Í ljósi umræða í dag þá eru þessar áhyggjur hans að mörgu leyti skiljanlegar en lausn hans á vandamálinu segir okkur hve sterk og öfgakennd hugmyndafræði hans um tæknivæðingu var. Hann bjó einnig til hryðjuverkasamtök sem kölluðust ,,Freedom Club” og markmið þeirrar hreyfingar var að frelsa samfélagið frá tæknivæðingunni og þróun hennar. Þetta voru ímynduð samtök en hann upplifði sig hluta af hópi sem fylgdi sömu hugmyndafræði og studdu hann í ákvörðunum sínum.
            Einn af undirflokkum ofangreinds flokks kallast ,,Socioeconomic Extremist Homicide“ og er númer 127.03. Sá undirflokkur lýsir því að orsök morðsins séu gjald eða hefnd vegna mikillar andúðar á öðrum eistaklingi sem stendur fyrir einhvern tiltekinn hóp eða málefni. Eins og ljóst er þá hafði Ted mikla þörf fyrir því að koma af stað byltingu til þess að berjast fyrir málefnu sínu og það gerði hann með því að herja á alla þá aðila sem hann taldi standa fyrir framþróun tækninnar. Bróðir Ted lýsti gjörðum hans sem einhvers konar hefnd fyrir öllu því sem hann lenti í á lífsleið sinni og þessari öfgakenndu hugmyndafræði hans um framtíð tækninnar.

Mælikvarði 5:

Fimmti mælikvarðinn er DSM 5 persónuleikaraskanir. Læknirinn Dr. Park Dietz taldi Ted ekki vera geðveikan heldur með geðklofalíka persónuleikaröskun. Ted fann fyrir höfnun allt sitt líf og var ekki mikið fyrir að vera í samskiptum við annað fólk né hitt kynið eftir því sem hann eldist. Á hans yngri árum hafði hann þó einhverjar kynferðislegar langanir og var forvitinn um hitt kynið en var alltaf hafnað sem leiddi til mikillar reiði. Bróðir Ted talar um að þegar Ted var yngri hafi hann alltaf verið rosalega hræddur við höfnun af einhverju tagi. Eins og fram hefur komið þá átti Ted í miklum félagslegum erfiðleikum allt sitt líf, nágrannar hans þekktu hann ekki vel og hann hélt sér út af fyrir sig. Þegar einstaklingur á í svona miklum erfiðleikum með félagsleg samskipti er ekki óeðlilegt að sú hugsun komi upp að fólk skilji viðkomandi ekki og að hann skilji ekki aðra. Miðað við viðhorf Ted í garð annarra og gjarðir hans er líklegt að þessi hugsun hafi verið til staðar. Fjöldi sálfræðinga um allan heim hafa greint hann með geðklofalíka persónuleikaröskun án þess þó að hafa hitt hann en hún einkennist m.a. af þessari miklu félagslegu einangrun og því erfitt að meðhöndla hana.

Mælikvarði 6:

Sjötti og síðasti mælikvarðinn sem við notuðum er DSM 5 mínus persónuleikaraskanir. Vísbendingar benda til þess að Ted sé með geðklofa en hann hefur fengið slíka greiningu frá geðlækni. Ted telur sig þó ekki vera með geðklofa og hefur ítrekað neitað því. Ted sýndi merki um neikvæð einkenni geðklofa þar sem hann einangraði sig mikið félagslega með því t.d. að flytja langt frá fjölskyldu sinni og einangraði sig frá vinum sínum úr skólanum.

Ted þjáðist einnig af ástandi sem er algengt meðal geðklofasjúklinga og kallast líkamstúlkunarstol (e. anosognosia). Líkamstúlkunarstol er það að sjúklingur gerir sér ekki grein fyrir því að hann er með sjúkdóm og leitar sér þar af leiðandi ekki hjálpar og ástandið versnar í kjölfarið. Þetta útskýrir að hluta til hvers vegna Ted harðneitaði þegar lögfræðingar hans vildu senda hann í geðklofa greiningu sem hefði geta nýst honum í vörn sinni. Fjölskylda hans hafði gert sér grein fyrir veikindum hans en á þeim tímapunkti gátu þau ekki fengið meðhöndlun fyrir hann þar sem lög í Montana kveða á að einstaklingar verði að vera orðnir veikari og hættulegir sjálfum sér eða öðrum til að geta fengið aðstoð. Vissulega hafði enginn hugmynd á þessu tímabili hvað myndi gerast ef hann fengi ekki hjálp.

Eftir því sem leið á fór mikilmennskubrjálæði hans, sem er eitt einkenni geðklofa, að gera vart við sig þar sem Ted fannst hann þurfa að vera sá sem bjargaði heiminum frá tæknivæðingunni og trúði því að hann gæti það. Bróðir Ted hefur staðfest þessar upplýsingar og vill meina að ef Ted hefði fengið viðeigandi hjálp hefði verið hægt að koma í veg fyrir hræðilegu sprengjuherferð hans. Hann sagði einnig að fjölskyldan gæti ekki tekið til baka það sem hefði gerst en þau gætu reynt að fá fólk til að skilja það betur.

Heimildir 

  1. Mosk, M. og Ross, B. (2011, 10. janúar). Lone Wolf Killers: Unabomber’s Brother Sees Isolation, Mental Illness as Key to Tucson Tragedy. ABC News. https://abcnews.go.com/Blotter/unabombers-brother-sees-parallels-accused-tucson-shooter-jared/story?id=12589889.

  2. Kaczynski’s Schizophrenia. (1998). Los Angeles Times. https://www.latimes.com/archives/la-xpm-1998-jan-31-me-14026-story.html.

  3. Unabomber: Too Ill to Recognize Ilness. (2016). Treatment Advocacy Center. https://www.treatmentadvocacycenter.org/fixing-the-system/features-and-news/3081-unabomber-too-ill-to-recognize-illness.

  4. Ted Kaczynski. Wikipedia. https://en.wikipedia.org/wiki/Ted_Kaczynski.

  5. Urquhart-White, A. (2017, 15. ágúst). The FBI Is Faced With A Huge Decision In This ´Manhunt: Unabomber´Sneak Peek. Bustle. https://www.bustle.com/p/what-does-fc-mean-in-manhunt-unabomber-the-initials-stand-for-ted-kaczynskis-deadly-mission-76633.

  6. Lat, C. E. (1997, 2. nóvember). Kaczynski: Childhood of rage. SFGATE. https://www.sfgate.com/news/article/Kaczynski-Childhood-of-rage-3091103.php.

David Koresh og Waco

David Koresh - sértrúarsöfnuður í Waco, Texas

Karitas Birgisdóttir, María Henley Olsen og Sóley María Kristínardóttir

 

A. Kynning efnis

Hér verður fjallað um David Koresh, skírnarnafn Vernon Wayne Howell. Hann var bandarískur leiðtogi sérstúarsafnaðarins Branch Davidians sem var staðsettur í Mount Carmel, rétt fyrir utan Waco í Texas. David ólst upp við erfiðar aðstæður og leitaði huggunar í Biblíunni. Árið 1983 þegar David var enn einungis venjulegur meðlimur Branch Davidians fór hann að fullyrða að hann væri sendiboði Guðs. Fólk fór fljótlega að fylgja honum en vegna ögrandi hegðunar hans þá var honum og fylgjendum hans að lokum vísað úr sértrúarsöfnuðinum. Á þessum tíma ferðaðist David víðsvegar um heiminn og vann fylgjendur á sitt band. Þegar hann og nýir fylgjendur hans snéru aftur til Texas og fóru fram á að fá sönnunargögn frá þáverandi leiðtoga safnaðarins, sem hefði getað orðið leiðtoganum að falli, urðu mikil átök. David og sjö aðrir menn skutu í átt að leiðtoga safnaðarins, sem særðist. Í framhaldi voru David og mennirnir sjö ákærðir fyrir morðtilraun. Í réttarhöldunum voru mennirnir sjö sýknaðir en kviðdómurinn gat ekki komið sér saman um úrskurð á David þannig að mál hans var fellt niður.

Það var árið 1990 sem David breytti nafninu sínu úr Vernon í kjölfar þess að hann varð orðinn leiðtogi Branch Davidians eftir að fyrri leiðtogi safnaðarins hafði hrökklast frá. Hann valdi nafnið David því það gaf til kynna að hann væri afkomandi Davíðs konungs í Biblíunni og því væri hann næsti frelsari. Hann valdi síðan eftirnafnið Koresh því að það er Biblíunafn Siríusar, konungs Persíu, hann taldi sig vera Siríus endurfæddur.

David og fylgjendur hans fluttu inn í the Mount Carmel Center, stóra byggingu þar sem söfnuðurinn hafðist við en söfnuðurinn taldi um 85. Þar bjó fólkið við erfiðar aðstæður þar sem erfitt var að ná í vatn og mat. Þetta var óvenjulegt vegna þess að þetta var í kringum 1990 en þá bjuggu flestir við góðar aðstæður í þessum heimshluta og áttu auðvelt með að sækja sér vistir. Eftir að söfnuðurinn kom sér fyrir þá setti David reglur sem fylgjendur hans urðu að fara eftir. Samkvæmt vitnum voru reglurnar ekki strangar né alvarlegar í fyrstu en fóru síðan að þróast út fyrir siðferðisleg og lögleg mörk.

David í Mount Carmel.

David í Mount Carmel.

B. Glæpurinn sjálfur

David tilkynnti fylgjendum sínum að Guð hefði sagt sér að hann ætti að giftast og eignast börn með konunum í söfnuðinum. Aðrir menn í söfnuðinum áttu að lifa skírlífi (e. celibate) og útskýringar Davids voru þær að hann væri sá eini í hópnum með heilagt sæði og þar með urðu flest öll börnin í söfnuðinum hans. Mennirnir og konurnar þurftu að búa á aðskildum svæðum í byggingunni. Hann fór fram á að börn annarra kölluðu foreldra sína hunda og einungis sig föður. Fylgjendur hans urðu hins vegar áhyggjufullir þegar David fór að sýna ungu stúlkunum í söfnuðinum áhuga. Stúlkur niður í 10 ára fengu stjörnu Davíðs sem hafði þá merkingu að þær „hefðu ljósið“ og væru tilbúnar til þess að sofa hjá David og hann komst upp með það.

David og fylgjendur hans trúðu á Harmagedón, staðinn þar sem hin mikla úrslitaorrusta myndi standa á milli afla góðs og ills við heimsendi, og að söfnuðurinn þyrfti að undirbúa sig. Þau söfnuðu í kringum 300 ólöglegum skotvopnum og virtust vera að stofna skæruliðaher (e. militia). Þegar grunur vaknaði hjá fulltrúum Bureau of Alcohol, Tobacco, Firearms and Explosives (ATF) um að söfnuðurinn væri að stofna her, auk þess sem sögusagnir fóru á kreik um að kynferðislegt ofbeldi væri að eiga sér stað hjá söfnuðinum var hafin rannsókn á málinu. Á þessum tíma var mikil hræðsla við sértrúarsöfnuði og allt sem var á móti yfirvaldi í samfélaginu. Rannsókn ATF á söfnuðinum leiddi til leitar- og handtökuskipunar.

David Koresh, Rachel Koresh og barn þeirra.

David Koresh, Rachel Koresh og barn þeirra.

Michelle, systir Rachel, sem var líka kona Davids, aðeins 14 ára gömul.

Michelle, systir Rachel, sem var líka kona Davids, aðeins 14 ára gömul.

C. Persónan sjálf

David Koresh fæddist sem Vernon Wayne Howell 17. ágúst 1959 í Texas. Móðir hans var einstæð og einungis 14 ára þegar hún eignaðist hann en föður sínum kynntist hann aldrei. Móðir hans tók saman við ofbeldisfullan drykkjumann og talið er að þá hafi David orðið fyrir ofbeldi. Þegar David var 7 ára giftist móðir hans öðrum manni og eignaðist barn með honum, Roger. David stundaði nám í Garland High School en lauk ekki námi sínu þar. Þar gekk honum ekki vel námslega. Hann var lesblindur, átti í erfiðleikum með lærdóm og þurfti á sérkennslu að halda. Jafnaldrar hans stríddu honum og í samtali við Federal Bureau of Investigation (FBI) síðar á ævinni sagðist hann hafa verið einmana í æsku. David hafði mikinn áhuga á Biblíunni og las hana alla. Hann sótti kirkju móður sinnar, the Seventh-day Adventist Church, og varð yfir sig hrifinn af dóttur prestsins. David reyndi að sannfæra prestinn um að hann hefði fengið skilaboð frá Guði um að hann og dóttir prestsins ættu að giftast. Honum var þá vísað úr kirkjunni og það var árið 1981 sem hann flutti til Waco og gekk í Branch Davidians söfnuðinn.

David Koresh.

David Koresh.

D. Endir málsins

Eftir að ATF fékk leitar- og handtökuskipun á meðlimum Branch Davidians sértrúarsafnaðarins var ákveðið að fara til Mount Carmel og handtaka þau. Þar fór allt í háaloft, mikil skothríð reið yfir og margir særðust. Enn er óvíst hvor aðilinn byrjaði að skjóta, ATF eða sértrúarsöfnuðurinn en eitt er víst að þetta var upphafið að endalokunum hjá söfnuðinum og trúarleiðtoganum David Koresh sjálfum. Eftir skothríðina tók FBI við málinu og samningaviðræður hófust í síma á milli FBI og David. Viðræðurnar gengu út á að reyna að fá söfnuðinn til að koma út úr byggingunni. Hvorki gekk né rak í samningarviðræðunum. Á endanum gáfust FBI fulltrúarnir upp á viðræðunum, þeir settu upp hátalara fyrir utan bygginguna, spiluðu háværa tónlist og ýmis pirrandi hljóð, kveiktu á stórum kösturum og lýstu inn til þeirra að nóttu til svo þau gætu ekki sofið og myndu þá vonandi gefast upp á endanum og koma út. Umsátrið stóð yfir í 51 dag og endaði á því að FBI sendi skriðdreka inn í húsið og sprautaði þar inn táragasi. Þetta varð til þess að húsið byrjaði að hrynja og fólk lokaðist inni, eldur braust út og í kringum 80 manns létust, þar á meðal börn.

Margar kenningar eru um hvernig eldurinn kviknaði, hvernig fólkið, þar með talinn David, lést. Ein kenningin er sú að einhverjir úr sértrúarsöfnuðinum hafi kveikt eldinn sjálfir en kenning safnaðarmeðlima er sú að táragasið sem FBI beitti hafi kveikt eldinn. Mjög óljóst er á hvaða hátt David lést, sumir telja hann hafa framið sjálfsmorð með því að skjóta sjálfan sig í höfuðið en aðrir telja að hann hafi beðið vin sinn, Steve Schneider, um að skjóta sig og að eftir það hafi Steve skotið sjálfan sig. Aðeins níu meðlimir safnaðarins lifðu af.

Hér í framhaldinu verður David Koresh borinn saman við nokkra mælikvarða sem meta andlega heilsu.

Eldurinn í Mount Carmel.

Eldurinn í Mount Carmel.

Myndband frá Waco Siege: https://www.youtube.com/watch?v=Liyvr0rlNVw.

MÆLIKVARÐAR


Fyrsti mælikvarði
: DSM-5: Persónuleikaraskanir

Sjálfhverf persónuleikaröskun einkennist af langvarandi hegðunarmynstri mikilmennsku, þörf fyrir aðdáun og skorti á hluttekningu (e. empathy), sem byrjar við upphaf fullorðinsára. Við teljum að David gæti mögulega hafa verið með sjálfhverfa persónuleikaröskun þar sem fimm einkenni hennar ættu vel við um hann. Fyrsta einkenni hennar sem ætti vel við um David er ofvaxið sjálfsálit en hann ætlaðist til þess að söfnuðurinn viðurkenndi hann sem yfirburðarmann án sönnunar á að hann væri það í raun. Annað einkennið er að vera upptekinn af draumórum um ótakmarkaðan árangur en David var upptekinn af því að stækka söfnuðinn og vera við völd. Þriðja einkennið er að þarfnast ýktrar aðdáunar og þetta á vel við David þar sem hann var sífellt í leit að aðdáun annarra, hann vildi að fólk myndi líta á hann sem æðri þeim, hlusta á hann og fólkið dáði hann í raun því það trúði því að hann væri tengiliður þeirra við Guð. Fjórða einkennið er að hafa of miklar væntingar um sjálfkrafa hlýðni annarra við sínar eigin væntingar. David hafði miklar væntingar um að fólkið í söfnuðinum myndi hlýða sér og vitni sögðu að hann hafi refsað þeim sem óhlýðnuðust honum. Fimmta einkennið er skortur á hluttekningu, David vildi engan veginn viðurkenna tilfinningar og þarfir fólksins í söfnuðinum, til dæmis þeim sem vildu yfirgefa hann og hann leyfði þeim því ekki að fara.

Annar mælikvarði: Dauðasyndirnar sjö

Dauðasyndin græðgi (e. greed) einkennist af illsku vegna yfirgangssemi, ágirndar eða þeirri ofurákveðni að komast áfram í lífinu, á kostnað annarra. Græðgi gæti hafa átt við um David Koresh þar sem hann sýndi ofurást á valdi. Hann fór yfir mörk annarra og notfærði sér völd sín til að ná fram því sem hann vildi. Hann hafði allar konurnar út af fyrir sig með því að banna öðrum mönnum safnaðarins að stunda kynlíf með þeim. Þar með var hann það gráðugur að hann fór á móti boðorðunum „þú skalt ekki girnast konu náunga þíns.“

Þriðji mælikvarði: DSM-5: Geðraskanir

Við teljum að David Koresh hafi líklega verið haldinn barnahneigð (e. pedophilia). Skilgreiningin á barnahneigð er að a) á minnst 6 mánaða tímabili, endurteknir og sterkir kynórar og kynhvatir, sem fela í sér kynlíf með barni sem ekki hefur náð kynþroska (yfirleitt 13 ára og yngri), b) persónan hefur svalað þessum hvötum, eða finnur til verulegrar þjáningar vegna þeirra og c) persónan er minnst 16 ára gömul og minnst 5 árum eldri en barnið eða börnin í lið a). Stúlkurnar sem David braut á höfðu ekki endilega allar náð kynþroska og því hefði kynlíf með þeim ekki þjónað þeim tilgangi að búa til barn. David hefur því greinilega haft sterka kynóra og kynhvatir gagnvart ungu stúlkunum og svalað hvötunum oft. Stúlkurnar sem hann braut á voru 10-14 ára en hann var 31-34 ára þegar brotin áttu sér stað.

Fjórði mælikvarði: Hare 20 mælikvarðinn

Hægt er að setja David Koresh á Hare mælikvarðann. Þar skiptist siðblinda í tvo þætti (e. factor), og hver þáttur skiptist í tvo undirþætti (e. facet). Við teljum David falla undir undirþáttinn interpersonal sem er undir fyrsta þætti, interpersonal / affective. Einkenni interpersonal undirþáttarins eru glibness / superficial charm sem David hafði svo sannarlega, þar sem allir í söfnuðinum litu mjög upp til hans og margir sögðu að þegar þeir hlustuðu á hann tala urðu þau sem dáleidd af honum. Síðan er það einkennið grandiose self worth sem hann hafði þar sem að hann leit á sig sem æðri, og sem sendiboða Guðs. Þriðja einkennið er pathological lying en honum var tamt að ljúga, þó hann tryði jafnvel öllu sem hann sagði sjálfur þá var hann í raun og veru að ljúga að fylgjendum sínum. Síðasta einkennið er conning / manipulative, við teljum David hafa notfært sér fylgjendur sína með því að segjast hafa talað við Guð. Hann lét konurnar giftast sér, sofa hjá sér og eignast börn sín, en bannaði öðrum að sofa hjá af því að það væri synd. Samt sem áður mátti hann það að eigin sögn vegna þess að það væru skilaboð frá Guði.

Ofangreind einkenni eiga vel við um David en þau eru fjögur af tuttugu atriðum á lista Hare yfir siðblindu. Önnur einkenni á þeim lista sem eiga vel við hann eru promiscuous sexual behavior, irresponsibility, lack of remorse or guilt, parasitic lifestyle, callous / lack of empathy og failure to accept responsibility for actions. Tíu atriði af tuttugu á lista Hare passa við David. Nokkrum þessara einkenna hefur verið lýst áður en öðrum verður lýst þegar David er borinn saman við lista Cleckley sem mælikvarði Hare er byggður á.

Fimmti mælikvarði: Cleckley 16 mælikvarði

Fyrsta atriðið á lista Cleckley er yfirborðssjarmi og góð greind. Flestir sem hittu David Koresh sögðu hann hafa útgeislun og hafa vakið hrifningu þeirra á honum, eins og einn maður sagði: When he’s talking, it’s like something comes over you and you get swept up with it. Ekki er vitað nákvæmlega hversu greindur David var en hann var lesblindur og gekk ekki vel í skóla. Annað atriðið á lista Cleckley er að engin merki séu um geðrof. Geðrof einkennist af ranghugmyndum, án innsæis í sjúkleika þeirra, og skipulagslausu tali eða hegðun. Ranghugmyndir voru greinilega til staðar hjá David þar sem hann trúði að hann væri endurfæddur konungur Persíu og merkilegasti sendiboði Guðs allra tíma. Hins vegar sýndi David ekki skipulagslaust tal eða hegðun. Þriðja atriðið á lista Cleckley er að ekkert stress né taugaveiklun sé til staðar. Þetta á vel við um David, hann var yfirvegaður og hefði líklegast skorað lágt á taugaveiklunarprófi. Fjórða atriði listans er óáreiðanleiki. David var mjög óáreiðanlegur fylgjendum sínum þar sem hann hafði öruggi þeirra ekki í forgangi, og stofnaði lífi þeirra í hættu.

Fimmta atriðið er ósannsögli og óheiðarleiki. David lýgur stöðugt að fylgjendum sínum, til dæmis þegar hann fullyrðir að hann sé sendiboði Guðs, að Harmagedón nálgist og að Guð hafi tekið ákvörðunina um hvaða kona ætti að vera eiginkona hans. Sjötta atriðið er skortur á eftirsjá eða skömm. Þegar umsátrið var farið að nálgast endalok þá virtist David ekki sjá eftir neinu né skammast sín. Það gæti verið að hann hafi trúað því að það sem hann var að gera væri það eina rétta í stöðunni eða að hann hafi haft of mikið stolt til að játa sig sigraðan. Sjöunda atriðið er ástæðulítil andfélagsleg hegðun. Allt í einu, þegar David var í samningaviðræðum við FBI, sagðist hann hafa fengið „upplifun“ eða skilaboð frá Guði um að hann ætti að endurskrifa The Seven Seals og gerði hann það með litlum ávinningi og hvatvísi sem er eitt af einkennum andfélagslegrar hegðunar. Áttunda atriðið er fátækleg tilfinningaviðbrögð. Eins og áður hefur komið fram þá var David yfirvegaður og sýndi ekki miklar tilfinningasveiflur í samtali við FBI svo að þetta atriði á vel við um hann.

Níunda atriðið er ástleysi og að vera sjúklega sjálfmiðaður. Þetta atriði á best við um David þar sem hann sýndi enga ást gagnvart fylgjendum sínum og beitti þá ofbeldi. Hann var einnig sjúklega sjálfmiðaður þegar hann neitaði beiðni FBI um að gefa börnum safnaðarins frelsi. Tíunda atriðið er léleg dómgreind og að læra ekki af reynslunni. David hafði lélega dómgreind og sýndi það meðal annars þegar hann fórnaði lífi fólksins í söfnuðinum frekar en að ganga til samninga við FBI. Hann virtist aldrei læra af reynslunni því að hann beitti andfélagslegri hegðun og ofbeldi allt til lífsloka. Ellefta atriðið er skortur á innsæi en David sýndi mikinn skort á innsæi þegar kom að líðan og löngunum fylgjenda hans, hann gerði þeim til dæmis mjög erfitt með að yfirgefa söfnuðinn. Tólfta atriðið er lítil félagsleg svörun sem á ágætlega við David þar sem hann lætur óskir annarra sig ekki varða og lætur ekki undan félagslegri pressu frá söfnuðinum.

Þrettánda atriðið er fjarstæðukennd og óumbeðin hegðun. Þetta á við um David sem sýndi oft af sér ótrúlega hegðun sem var alveg úr takti við það sem þótti eðlilegt utan safnaðarins. Fólk sagði hann til dæmis tala óþægilega mikið um kynlíf, jafnvel við börn. Þá átti hann margar konur og braut kynferðislega á börnum. Fjórtánda atriðið er að sjálfsmorð sé sjaldan framkvæmt. Miðað við hvað David fyllir vel í atriði lista Cleckley mætti því leiða af því líkum að hann hafi látist af völdum árásar en ekki vegna sjálfsmorðs. Hafi hann tekið líf sitt sjálfur þá á fjórtánda atriðið lista Cleckley ekki við um hann. Fimmtánda atriðið er lítið og ópersónulegt kynlíf. Þetta atriði á hluta til við um David þar sem kynlífið var ópersónulegt en hann svaf hjá mörgum eiginkonum sínum. Margar þeirra vildu ekki sofa hjá honum en gerðu það vegna trúar sinnar á að þetta væri skylda þeirra. Öðrum nauðgaði hann með valdi. Það má því leiða að því líkum að þarna hafi jafnvel meira verið um ofbeldi heldur en kynlíf að ræða. Sextánda og síðasta atriðið er að fylgja ekki neinni lífsáætlun. Þetta atriði listans á sennilega síst við um David þar sem hann fylgdi lífsáætlun sinni að mestu leyti.

Sjötti mælikvarði: Holmes og Deburger mælikvarði

Númer 3.d. á mælikvarða Holmes og DeBurger er Stjórnunar / vald tegundin (e. control type). Þeir einstaklingar sem falla undir stjórnunar / vald tegundina hjá Holmes og DeBurger drepa vegna þess að þeir hafa unun af því að sýna vald sitt og algjöra stjórn (e. control) á annarri manneskju. Þeir ákveða hver, hvar, hvernig og hvort einhver verður drepinn, þeir eru Guð. David trúði og fékk aðra til að trúa því að hann væri sendiboði Guðs, að Guð talaði við fólkið í gegnum sig. Hann lét fólk trúa að hann væri æðri öðru fólki. David hefur aldrei verið grunaður um manndráp en eins og fram hefur komið þá hafði hann vissulega unun af því að sýna vald sitt yfir öðru fólki eins og til dæmis ákveða hvaða kona svaf hjá honum og hvenær, þeim var refsað sem hlýddi honum ekki. Þetta er klassískt dæmi um einstakling sem stjórnast af valdi en ekki er þó vitað til þess að hann hafi gengið svo langt að drepa aðra manneskju.

Heimildir

  1. Frontline. (e.d.). Biography: David Koresh. https://to.pbs.org/3mLDdXq.

  2. Los Angeles Times. (2000, 7. júlí). Davidian compound had huge weapon cache, Ranger
    says
    . https://www.latimes.com/archives/la-xpm-2000-jul-07-mn-49078-story.html.

  3. Manners, K. A. (2018). Waco. The Weinstein Company.

  4. Myers, L. (1995, 20. júlí). Girl tells of molestation by Koresh. Chicago Tribune.

  5. https://www.chicagotribune.com/news/ct-xpm-1995-07-20-9507200155-story.html.

  6. Rimer, S., Verhovek, S. H. (1993, 4. maí). Growing Up Under Koresh: Cult Children Tell of
    Abuses.
    The New York Times. https://nyti.ms/34NLRyw.

  7. Waco siege. (2020). Wikipedia. https://bit.ly/35S0xfo.

FERNANDEZ, Morðið á Gabriel Fernandez

Helga Guðmundsdóttir og Júlía Kristine Jónasdóttir

Þann 22. maí árið 2013 fannst átta ára drengur, Gabríel Fernandez, meðvitundarlaus á heimili sínu í Palmdale, Californíu eftir að móðir hans, Pearl Sinthia Fernandez, hafði hringt á neyðarlínuna til að tilkynna slys. Hún sagði lögreglunni að Gabríel hefði dottið yfir kommóðu, eftir gannislag við kærasta hennar, Isauro Aguirre og fengið högg á höfuðið. Þegar sjúkrabíllinn kemur á vettvang sjá þeir eldri bróður hans Ezequel standa úti og leiðbeina þeim hvert ætti að fara.

Sjúkraflutningamennirnir komu að Gabríel liggjandi á gólfinu. Hann var nakinn og blautur, með brotna höfuðkúpu, þrjú brotin rifbein, tennurnar barðar út með kylfu, rifið skinn, bitför og fjölda ytri áverka á öllum líkama hans. Á þeim tíma voru hvorki mamma hans né stjúppabbi að veita honum endurlífgun og sátu í sófanum og ekki með tár sjáanlegt á andliti. Sjúkraflutningamennirnir hófu samstundis endurlífgun, gáfu honum adrenalín (e. epinephrine) í æð til þess að fá hjartað í gang. CodeRED var sett í gang þar sem vegum var lokað, lögreglufylgd á sjúkrahúsið og með sírenur í gangi. Tveimur dögum seinna, þann 24. maí, 2013 er Gabríel tekinn úr öndunarvél og úrskurðaður látinn.

Mynd af Gabriel og af Pearl, Gabriel og stjúppabbanum. Heimild: https://m.youtube.com/watch?v=UlVZlF_4EpY

Mynd af Gabriel og af Pearl, Gabriel og stjúppabbanum. Heimild: https://m.youtube.com/watch?v=UlVZlF_4EpY

 Pearl Sinthia Fernandez varð ófrísk af Gabríel Fernandez 23 ára gömul og var þetta þriðja barn þeirra Pearl Fernandez og Arnold Contreras sem var í fangelsi á þessum tíma. Eldri systkini Gabriels heita Ezequel og Virginia. Pearl vildi ekki halda meðgöngunni áfram eftir að hún komst að því að hún væri ófrísk af Gabríel. Þegar hún eignaðist hann yfirgaf hún sjúkrahúsið og skildi hann þar eftir. Hún afhenti frænda sínum forsjá yfir barninu, Michael og sambýlismanns hans, David. Þeir hugsuðu vel um Gabríel sem var alltaf brosandi, vel til fara og grét lítið. Hann var hjá þeim í næstum fjögur ár. Þegar Gabríel er í umsjá frænda síns þá fær Pearl símtal um að grunur liggi fyrir að Gabríel hafi verið misnotaður af honum. Enginn hefur raunverulega getað staðfest eða neitað þessum ásökunum. Michael sjálfur segir frá því í viðtali að þessar ásakanir séu rangar og að hann myndi aldrei nokkurn tímann detta í hug að gera slíkt. Ástæðan fyrir þessu er mögulega sú að bæði Isauro og Pearl kölluðu hann samkynhneigðan í særandi merkingu. Í kjölfarið flytur hann til ömmu sinnar og afa, Söndru og Robert. Árið 2012 fékk mamma hans og sambýlismaður hennar, Isauro, forræði yfir Gabríel. Pearl gaf í skyn að hún hefði áhyggjur af honum hjá ömmu sinni og afa en talið er að þau tóku hann eingöngu að sér til að fá meiri barnabætur frá ríkinu (Failure at all levels, Netflix; Sigrún Sigurpálsdóttir, 2020).

Um Gabriel Fernandez

Gabriel Fernandez bjó hjá Pearl og Isauro síðustu átta mánuðina í lífi sínu, þar sem átta ára Gabríel, algjörlega hjálparlaus, varð fyrir hrottalegu andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu móður sinnar, Pearl og stjúpföður sínum, Isauro. Þegar skoðað var betur hvernig hlutirnir þróuðust þá virðist vera eins og að þau tvö tengdust á einhvern hátt með því að lemja Gabríel sundur og saman. Til er það sem nefnist fjölskyldu fórnarlambs heilkenni (e. family scapegoat syndrome), þar sem eitt barn fær að finna mest fyrir mistökum fjölskyldunnar, eftirsjá og skömm. Af einhverjum ástæðum, þá var það Gabriel Fernandez í þessu tilfelli. Ekki er til sönnun um að Ezequel og Virginia hafi verið misnotuð. Pearl lamdi Virginu í eitt skipti en í engri líkingu við það sem Gabríel þurfti að þola. Gabríel var meðal annars skotinn oft með loftbyssu (e. bb gun), hann var með skallabletti á höfðinu, laminn með belti, brenndur með sígarettustubbum og neyddur til þess að klæðast kjólum í skólann. Umsjónarkennari Gabríels tók eftir þessu þar sem hann mætti í skólann mjög illa farinn og margt benti til alvarlegs heimilisofbeldis. Hún tilkynnir þetta til Los Angeles county social workers og hringir þangað oftar en einu sinni (Failure at all levels, Netflix).

Heimild: twoss-1-2048x1536_3445173.jpg

Heimild: twoss-1-2048x1536_3445173.jpg

Í réttarhöldunum greinir Ezequiel, bróðir Gabríels, frá við hvaða heimilisaðstæður Gabríel lifði. Hann nefnir að Isauro tók hann oft upp með því að grípa utan um hálsinn á honum og lyfti honum þannig upp frá gólfinu og þrýsti honum upp við vegg. Einnig var Gabríel neyddur til þess að taka upp skít eftir kettina á heimilinu og þegar Gabríel gerði það ekki rétt þá þurfti hann að borða skítinn. Gabríel var geymdur í litlum skáp í herberginu hjá Pearl og Isauro. Hann svaf inni í þessum litla skáp, oft geymdur þarna inni á daginn og földu þau hann fyrir félagsráðgjöfum með því að læsa hann inn í skápnum þegar þeir komu í heimsókn. Skápurinn var læstur með handjárnum og þar sem Gabríel fékk lítið sem ekkert að borða þá reyndi bróðir hans, Ezequiel, stundum að troða banana í gegnum skápinn. Oft á tíðum var það erfitt þar sem hann var með bundið fyrir augun og sokk upp í munninum. Ekki nóg með það þá fékk Gabríel ekki alltaf að fara á klósettið og þurfti að gera þarfir sínar inni í skápnum og þrífa það svo sjálfur upp. Þegar Gabríel var ekki læstur inni í skápnum þá varð hann fyrir miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi, þau kölluðu hann samkynhneigðan, slóu hann með kylfu á líkamann og höfuðið sem var til þess að tennur hans brotnuðu. Gabríel var stundum látinn í sturtu og spreyjað framan í hann með piparúða. Áður en Gabríel fór út úr húsi þá reyndu Pearl og Isauro að láta hann í kalda sturtu svo marblettirnir hyrfu og notuðu andlitsmálningu til að fela sárin sem höfðu myndast (Improper regard of indifference, Netflix).

Heimild: twoss-1-2048x1536_3445173.jpg

Heimild: twoss-1-2048x1536_3445173.jpg

Mælikvarðar

Klínískur sálfræðingur gaf út skýrslu sem snéri að taugafræðilegu mati á Pearl eftir að hafa talað við hana í tíu klukkustundir sem náði yfir fjóra daga. Niðurstöðurnar voru þær að Pearl hafði mjög takmarkaða vitsmunalega getu, var á mjög lágum skala í næstum öllum vitrænum prófum sem voru sett fyrir hana. Hún fór ekki í skóla eftir áttunda bekk og byrjaði að nota eiturlyf frá mjög ungum aldri. Þar af leiðandi eru miklar líkur að varanlegar skemmdir hafi orðið á heilaþroska hennar á þessum tíma við að nota eiturlyf. Pearl hefur ýmist verið greind um ævina með þunglyndissjúkdóm, þroskahömlun, hugsanlega persónuleikaröskun, hugsanlega áfallastreituröskun, frávik í heilaþroska og átröskun. Hún er augljóslega að glíma við mikið alla daga, allan daginn. Í skýrslunni er rakin saga um hópnauðgun sem hún varð fyrir og nauðgunartilraun af frænda hennar. Auk þess varð hún fyrir heimilisofbeldi, sem barn og fullorðin. Pearl sjálf greinir frá því að Sandra, móðir hennar, hataði hana. Sem barn flúði hún að heiman aðeins ellefu ára gömul (Failure at all levels, Netflix).

Eins og kom fram í mati klíníska sálfræðingsins sem greint var frá hér að ofan, þá nefndi hann að hugsanlega væri Pearl með áfallastreituröskun (e. post-traumatic stress disorder) í kjölfar áfalla í æsku, til að mynda líkamlegs- og andlegs ofbeldis. Einkenni röskunarinnar eru skelfing, hjálparleysi eða hryllingur og stöðugar hugsanir um atburðinn þar sem viðkomandi endurupplifir hann sífellt. Þar með teljum við margt benda til þess að Pearl sé líklega með áfallastreituröskun.

Pearl Fernandez virtist fá út úr því að koma illa fram við Gabríel, stjórna og fá sínu fram á ólöglegan hátt. Okkar mat á henni er að hún sé greind með andfélagslega persónuleikaröskun (e. antisocial personality disorder), þar sem viðkomandi sér aðra sem veikburða, til notkunar og ræðst gegn þeim. Hún vildi fá forræði yfir Gabríel þegar hann var 7 ára gamall í þeim eina tilgangi að fá auknar barnabætur frá ríkinu. Þar að auki sýndi hún honum aldrei ást og umhyggju allt hans líf. Síðan þegar réttarhöldin áttu sér stað þá virtist Pearl ekki hafa neina eftirsjá og sýndi engar tilfinningar í garð verknaðsins sem hún framdi. 

Fyrir Pearl var Gabríel varla manneskja og leit frekar á hann sem hlut eða tákn fyrir eitthvað sem jafnvel minnti hana á fyrri tíma ævi sinnar. Mögulega sá hún eitthvað af sjálfri sér í honum sem henni líkaði ekki við og barðist gegn því. Út frá dauðasyndunum 7 ætlum við að tala um heiftarreiði sem birtist í sinni hreinustu mynd sem óstjórnanleg tilfinning af ofsareiði og ofbeldi sem leiðir til alvarlegra áverka og dauða. Jafnframt birtist reiðin sem hatur sem leitar til hefndar. Þessi mælikvarði virðist eiga vel við ef horft er á daginn sem Gabríel lést, hvernig reiði og hefnd móður hans, Pearl Fernandez, náði yfirhöndinni með þeim afleiðingum að hann lést af völdum alvarlegra áverka. 

Ljóst er að Pearl er með margs konar raskanir, til að mynda þroskaskerðingu, geðröskun sem og þunglyndi. Allt þetta samofið ýtti enn fremur undir það að hún gæti framið svona hrottalegan glæp. Samkvæmt Stone 22 listanum eru glæpir flokkaðir í alvarleikaröð, allt frá morði af völdum sjálfsvarnar að kvalafullu pyntingarmorði. Flokkur 16 á við Pearl að okkar mati, þar kemur fram siðblindingi (e. psychopath) sem fremur margs konar grimman verknað, þar á meðal morð. Gabriel var vanræktur á margan hátt, líkamlega og andlega, í langan tíma. Einnig fannst okkur flokkur 22 sem er alvarlegasti glæpurinn eiga við hana. Þar kemur fram að morðinginn er einnig siðblindingi þar sem aðal hvöt hans er pynting. Allt sem Pearl og sambýlismaður hennar gerðu gagnvart Gabríel var pynting, hann fékk ekki nóg að borða, lúbarinn og var refsað við hið minnsta svo lengi mætti telja.

Kenning er til sem heitir hringkenningin og skiptist hún í níu þrep. Þessi kenning var upprunanlega um kynferðisglæpamenn en hefur nú verið yfirfærð á morðingja almennt. Fyrsta þrepið er vænting höfnunar, þ.e. hræðsla við höfnun annarra og er hún alvarlegri en reiði. Viðkomandi er félagslega vanhæfur bæði innan og utan heimilis. Þetta á vel við Pearl þar sem hún er ekki metin mikils innan fjölskyldunnar, skólakerfisins og var með slæmt orðspor á sér. 

Í þrepi tvö koma fram særðar tilfinningar sem eru afleiðingar af fyrri hræðslu og einmannaleika. Viðkomandi lýtur á sig sem fórnarlamb. Ef horft er á þetta út frá Pearl þá sá hún sig sem fórnarlamb en ekki Gabríel. Ýkt neikvæð sjálfsmynd kemur í framhaldi af þrepi tvö sem felur í sér ranghugmyndir um sjálfa sig. Neikvæða sjálfsmyndin lýsir sér á tvenna vegu, annars vegar mikil sjálfsvorkunn og hins vegar að morðinginn kennir öllum öðrum um. Pearl var virkilega lyginn og fólk virtist taka orð hennar fram yfir orð Gabríels, hvort sem það var, lögreglan, félagsráðgjafar eða starfmenn barnaverndarnefndar. Samkvæmt þrepi fjögur þá vill morðinginn gera allt í sínu valdi til að komast hjá því að sýna veikleika sína. Þessir veikleikar geta verið til að mynda félagslegir, tengt neyslu eða annarri einkennalegri hegðun. Pearl og Isauro reyndu að hylja sjáanlega áverka á líkama Gabríels fyrir öðrum. Samt sem áður voru þeir það miklir að hægt var að sjá í gegnum þá.

Þrep númer fimm segir frá frávikskenndum fantasíum, þær eru eldsneytið sem keyrir morðingjann áfram og hann getur orðið hvað sem er. Mögulega leitar hann athygli eða hefndar. Fagfólk hefur greint frá því eftir að hafa heyrt bæði samræður á milli Isauro og Pearl og hvernig þau töluðu saman í skilaboðum að framkoma þeirra við Gabríel hafi verið einhvers konar forleikur eða kveikti í þeim á kynferðislegan hátt. Auk þess, eins og hefur komið fram áður, þá virtist Pearl vera að hefna sín á Gabríel út frá eigin reynslu í æsku. Þrep númer sex talar um þjálfunarferli morðingjana, sem er fyrsta sem verður öðru utanaðkomandi fólki sýnilegt. Á þessu þessu stigi eru morðingjarnir að undirbúa morðið. Þetta á við um Pearl á þann hátt að það var mörgum sýnilegt hvernig hún kom fram við Gabríel, til að mynda kennaranum hans og nágrönnum. Aftur á móti þá var þetta ekki planað morð í grunninn en augljóst er að hún og Isauro voru að drepa hann hægt og bítandi. Glæpurinn sjálfur er þrep sjö, þar sem morðið á sér stað. Eins og kom fram í þrepi sex þá var þetta ekki planað morð í sjálfu sér. Samt sem áður þá var þetta tímaspursmál hvenær Gabríel myndi látast af völdum vanrækslu og ofbeldis. Í þrepi átta þá kemur fram tímabundin eftirsjá sem lýsir sér á þann hátt að fórnarlömb morðingjanna hlutgerast og morðingjarnir vorkenna sjálfum sér mikið. Eftirsjáin snýr einungis í garð þeirra en ekki fórnarlambanna. Þetta kemur skýrt fram í réttarhöldunum þegar Pearl gefur út tilkynningu þar sem hún biðst fyrirgefningar gagnvart fjölskyldu sinni og vonar að þau geti fyrirgefið henni einn daginn. Tilkynningin var í raun aðeins til að hún kæmi betur út til að fá mildari dóm en greinilegt var að hún sýndi engar tilfinningar í kjölfar morðsins. Þáttur níu er réttlæting hegðunar til að umbera eftirsjána. Morðinginn sannfærir sjálfan sig að hann hafi verið þvingaður til verknaðarins vegna þess að hann sér sig sem fórnarlamb, út frá áföllum eða bjagaðri stöðu innan samfélagsins. Pearl fékk að sleppa við dauðadóm þar sem lögfræðingur hennar taldi það ekki vera sanngjarn dóm þar sem hún var langt fyrir neðan meðalgreind. Hringkenningin á síðan að endurtaka sig, þrep eitt til níu, en þar sem þau sitja bæði í fangelsi með lífstíðardóm getum við ekki fullyrt að þau hefðu drepið aftur eftir þetta. Þrátt fyrir það er okkar ályktun að það hefði gerst út frá því hvernig Pearl hagaði sér í kjölfar verknaðsins.

Síðasti mælikvarðinn sem við ætlum að styðjast við í greiningu á Pearl Fernandez er Cleckley 16 sem felur í sér sextán persónueinkenni sem geta einkennt siðblindan einstakling. Pearl hafði mikla þörf til þess að vera vond og beita Gabríel ofbeldi, hún átti erfitt með að láta sér leiðast og má þar með segja að hún hafi fengið örvun með því að beita Gabríel ofbeldi. Pearl fékk Gabríel til að ljúga að félagsráðgjöfum, kennunum og öðrum. Skyldi hann bregðast henni þá yrði honum refsað. Til að mynda í síðasta skipti sem félagsráðgjafi kom á heimili þeirra þá laug Pearl að honum að Gabríel væri fluttur til Texas og ráðgjafinn trúði því án þess að hugsa sig tvisvar um. Sökum þess má styðjast við eiginleika númer þrjú og númer fjögur á listanum. Næsta persónueinkenni er stjórnsemi sem á við hana á marga vegu, til dæmis þá var greint frá því að hún stjórnaði kærustum sínum mikið og var í rauninni einstaklingurinn sem réði í sambandinu. Pearl setti strangar reglur um að Gabríel mætti ekki umgangast neinn og þar að auki mátti hann ekki leika við systkini sín. Auk þess sýndi Pearl enga sektarkennd gagnvart gjörðum sínum og sást það vel í réttarhöldunum þar sem hún sýndi enga samkennd þar og hafði ekki gert áður gagnvart Gabríel. Í heildina litið tók hún ekki ábyrgð á eigin gjörðum. Út frá þessu fellur Pearl undir einkenni sex, átta og sextán. 

Ofangreind umræða gefur sterklega til kynna að Pearl hafi glímt við slæma hegðunarstjórnun (e. poor behavior control) sem er eignileiki númer tíu. Pearl tók á sínum yngri árum mikið af eiturlyfjum, hætti snemma í skóla og var í slæmum félagsskap. Þessi slæma hegðun á yngri árum passar við eiginleika tólf og átján.

Pearl sýndi ábyrgðarleysi (e. irresponsibility), sem er eiginleiki fimmtán, gagnvart öllum börnum sínum, sérstaklega Gabríel. Strax við fæðingu yfirgaf hún hann á spítalanum og vildi ekkert með hann hafa. Hún sinnti ekki grunnþörfum barna sinna, til að mynda heilsu, fæðu, námi og heimilisaðstæðum. Síðasti persónueiginleikinn á lista Checkley 16 er afbrotafjölhæfni. Út frá öllu sem fyrr var nefnt má styðjast við það, annars vegar ofbeldi og vanrækslu á hendur barna sinna og hins vegar eiturlyfjaneyslu og morð.

Kerfið

Kerfið brást Gabríel á allan hátt með þeim afleiðingum að hann var tekinn allt of snemma. Félagsráðgjafar, lögreglan, yfirmenn skólans og aðrir ráðgjafar höfðu öll tækifæri til að bjarga lífi Gabríels en Department of Children and Family services (DCFS) brást honum sérstaklega. Auk þess var starfsmaður sem vann hjá County of Los Angeles (DPSS) sem hringdi í 911 og tilkynnti hversu illa farinn Gabríel var og að heimilisofbeldi ætti sér stað. Hann fékk það svar að þetta væri ekki neyðartilfelli og því ætti hann að tilkynna þetta til sýslumanns (Sheriff‘s department), sem hann gerði. Kerfið vissi alla þessa hluti, sem þýðir að þau gátu notað það til sönnunar og gert miklu meira en þau gerðu. Þau hunsuðu mjög augljós viðvörunarmerki og unnu sína vinnu ófagmannlega. Félagsráðgjafar hjá Department of Children and Family services og starfsfólk hjá Sheriff‘s department voru ákærð fyrir dómi tengt þessu máli og er þetta fyrsta skipti sem starfsfólk í þessum geira hafa verið ákærð fyrir að sinna ekki starfi sínu á fullnægjandi máta. Til að mynda þegar starfsfólk sem var að vinna í þessu máli kom inn á heimili Pearl og fjölskyldunnar, þá töluðu þau ekki við Gabríel né skoðuðu hann heldur treystu öllu því sem móðir hans sagði við þau sem var eintóm lygi (Death has got him by the hand, Netflix).

Í eitt skipti þegar félagsráðgjafi kom að heimili Gabríels sýndi Perl ráðgjafanum sjálfsvígsbréf þar sem Gabríel hafði skrifað eftirfarandi: “I love you so much that I will kill myself‘.” Þetta var eina skiptið sem Pearl ,,stóð upp fyrir honum“ eða gerði eitthvað fyrir hann sem myndi hjálpa honum. Aftur á móti þá var ekkert gert í því eins og í öll hin skiptin. Ástæðan var sú að Gabríel var ekki búinn að gera sjálfsvígsplan og að sögn móður hans skrifaði Gabríel þetta einungis til að fá athygli hennar (Failure at all levels, Netflix). Kvörtun eftir kvörtun var lögð inn í garð Pearl, annars vegar til barnaverndarnefndar og hins vegar til lögreglu en allar felldar niður. Þrátt fyrir rosalegar niðurstöður um alvarleika málsins, var því lokað. Leyndarmáli Gabríels og fjölskyldunnar var því ekki afhjúpað á þessari stundu (Sigrún Sigurpálsdóttir, 2020).

Síðustu dagarnir í lífi Gabríels

Á mæðradag, nokkrum dögum áður en Gabríel dó þá áttu krakkarnir að búa til mæðradagskort í skólanum. Umsjónarkennarinn hans greindi frá því að Gabríel hefði verið allan skóladaginn að gera kortið fyrir móður sína. Á kortinu stóð opnaðu hurðina og sjáðu hver elskar þig og þar var mynd af Gabríel. Hann skrifaði á kortið að móðir hans sýnir honum ást og að hún sé falleg. Auk þess skrifaði hann þrjár setningar þar sem segir: “I will wash the dishes,” “A time for me and you” og “I will be good.” Þetta gefur til kynna að það eina sem Gabríel vildi var að fá ást og umhyggju móður sinnar sem hann fékk aldrei að upplifa í lífi sínu.

Þann 22. maí árið 2013, dagurinn sem Gabríel lést, þá greinir Ezequiel frá því að hann kom heim til sín að kvöldi til og þar sá hann móður sína, Virginiu, systur sína og Gabríel í herbergi Virginiu. Mamma hans var reið vegna þess að Gabríel var að leika sér með Virginiu og byrjaði að lemja hann í andlitið. Hún dró hann inn í herbergi og Isauro fylgdi á eftir. Eftir það heyrði hann mikinn hávaða og skelli. Svo kom mamma hans fram og segir við Ezequiel að láta lögregluna vita eða sjúkraflutningamennina að Isauro og Gabríel hefðu verið að leika sér saman og að Gabríel hefði fengið högg á höfuðið.

Virginia segir einnig frá upplifun sinni þennan örlagaríka dag. Hún sat á endanum á rúminu og horfði upp á Isauro berja Gabríel þar til hann stóð ekki aftur upp. Þegar hann lá á gólfinu þá byrjuðu þau bæði að sparka í hann. Hann var laminn 20 sinnum í líkamann og 10 sinnum í höfuðið. Þau dróu hann í sturtuna og öskruðu á hann að vakna, þegar í ljós kom að Gabríel var meðvitundarlaus þá ákveður mamma þeirra að hringja á lögregluna og skipaði henni að ná í lak og þrífa upp allt blóðið sem var á gólfinu. Gabríel var síðan úrskurðaður heiladauður þann 24. maí 2013 (Improper regard of indifference, Netflix).

Niðustaða dómsmálsins

Pearl gerði sáttmála í febrúar 2018 þar sem hún viðurkenndi morð af fyrstu gráðu sem gerði það að verkum að hún fékk ekki dauðarefsingu. Verjandi hennar hélt því fram að vegna lágrar greindarvísitölu hennar væri dauðarefsing „óviðeigandi.“ Fyrsta stigs morð er skilgreint sem ólögmætt morð sem er bæði gert af vilja og fyrirhugað. Pearl afplánar nú lífstíðardóm í Chowchilla State kvennafangelsinu. Hún mun aldrei eiga möguleika á skilorði eða fá tækifæri til að áfrýja refsingu sinni. Isauro Aguirre var fundinn sekur um fyrsta stigs morð og dæmdur til dauðarefsingar. Hann er enn á lífi og er á dauðadeild (e. death row) í San Quentin fangelsi í Kaliforníu. Frá árinu 1976 hafa aðeins 13 aftökur verið framkvæmdar og sú síðasta átti sér stað árið 2006 og því er líklegt að aftaka Isauro eigi sér ekki stað fljótlega. Andlátsdagur hans hefur ekki enn verið staðfestur og líklegt er að hann deyi í fangelsi frekar en að vera tekinn af lífi (Mitchell, 2020).

Mál Gabríel Fernandez var vikilega alvarlegt barnaníðsmál þar sem Barnavernd brást honum á allra versta hátt. Þetta mál hefur vakið upp gríðarlegt umtal um velferð barna um allan heim þar sem málið var gert opinbert með heimildarþáttum á Netflix. Fólk sem vann við barnavernd og komu nálægt þessu máli á einhvern hátt horfðu framhjá öllum viðvörunarmerkjum sem bentu á vanrækslu og ofbeldi í garð Gabríels. Áhugavert var að draga saman mögulegar ástæður sem lágu að baki voðaverki Pearls, móður Gabríels, með þeim hætti að tilgreina sex mismunandi mælikvarða á hana sem persónu. Ljóst er að Pearl hefur sjálf gengið í gegnum hræðilega hluti sem barn og hún sem fórnarlamb hafi ekki séð Gabríel sem barn sem þurfti á stuðningi að halda heldur var hún að sjá part af sjálfri sér í honum. Pearl lætur reiði og hatur sem hún þurfti að þola í æsku bitna á Gabríel og er líklegt að Pearl hafi aldrei fundist hún vera einhvers virði. Ofbeldi gagnvart börnum er alltof algengt í heiminum í dag og því er mikilvægt að upplýsa börn sem og fullorðna hvert skal leita ef viðkomandi verður fyrir ofbeldi eða verður vitni að slíku svo hægt sé að beita viðeigandi úrræði.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=UlVZlF_4EpY&app=desktop.

Heimildaskrá

  1. Knappenberger, B. (leikstjóri). (2020). The trials of Gabriel Fernandez: Death has got him by the hand [þáttur í sjónvarpsþáttaröð]. Netflix. Los Angeles, LA: Production Co: Luminant Media.

  2. Knappenberger, B. (leikstjóri). (2020). The trials of Gabriel Fernandez: Failure at all levels [þáttur í sjónvarpsþáttaröð]. Netflix. Los Angeles, LA: Production Co: Luminant Media.

  3. Knappenberger, B. (leikstjóri). (2020). The trials of Gabriel Fernandez: Improper regard of indifference [þáttur í sjónvarpsþáttaröð]. Netflix. Los Angeles, LA: Production Co: Luminant Media.

  4. Mitchell, M. (2020, 2. september). Express. Gabriel Fernandez: Is Gabriel Fernandez’s killer still alive? Did Isauro Aguirre die? https://www.express.co.uk/showbiz/tv-radio/1251322/Gabriel-Fernandez-Is-killer-still-alive-Pearl-Fernandez-did-Isauro-Aguirre-die-death-row.

  5. Sigrún Sigurpálsdóttir (framleiðandi). (2020, 4 mars). Hvað er málið? [hlaðvarp]. Sótt af https://podcasts.apple.com/is/podcast/hva%C3%B0-er-m%C3%A1li%C3%B0/id1490936811.