1. nemendur:
Anna Pálína Sigurðardóttir + Aleksandra Agata Knasiak + Melkorka Hákonardóttir + Rósa Kristín Björnsdóttir.
2. Útgáfuár og land:
2019, Bandaríkin.
3. Flokkun: Nefnið þrjá flokka:
Thriller/drama.
4. Leikstjóri:
Todd Philips.
5. Helstu leikarar:
6. Stikla:
7. Hvers vegna þessi mynd?
Myndin er mjög áhrifarík og vekur upp margar tilfinningar þegar horft er á hana. Það er áhugavert að sjá hvað Fleck verður klikkaðari og klikkaðari þegar líður á myndina og hvaða þættir í umhverfinu hans hafa gert hann svona klikkaðann. Í lok myndarinnar var mjög óvæntur viðsnúningur (e. plot twist) sem sýnir hvað hann glímir við mikla persónuleikaröskun. Það er líka gaman að sjá að Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina fyrir myndina sem er hreint meistaraverk eftir hana.
8. Söguþráður:
Myndin fjallar um sögupersónuna Arthur Fleck sem starfar sem trúður og býr hjá móður sinni Penny. Arthur þjáist af taugasjúkdómi og þarfnast lyfjameðferðar við því, sjúkdómurinn veldur því að hann hlær stjórnlaust á óviðeigandi tímum. Arthur dreymir um að verða faglegur uppistandari sem virðist ekki ganga of vel hjá honum. Vegna taugasjúkdómsins hlær hann á vitlausum tíma og brandararnir virðast allir mjög misheppnaðir. Arthur glímir við þennan taugasjúkdóm en hann er einnig mjög andlega veikur. Myndin sýnir hvernig hann tapar sjálfum sér meira og meira og verður þekktari og þekktari. Minnihluta fólk byrjaði að setja sig í spor hans og fylgja honum og verður að lokum uppreisn.
9. Sálfræði myndarinnar:
Í byrjun myndarinnar sér maður að Arthur er að glíma við einhver andleg veikindi og fer reglulega til sálfræðings. Þar talar hann reglulega um nágranna sinn, hana Sophie, sem hann var eitthvað smá að hitta inn á milli. Það virðist allt ganga ágætlega hjá honum en mældi sálfræðingurinn þó með lyfjum, sem þó virkuðu ekki. Myndin sýnir frá sálfræðitímum þeirra og hvernig hann verður verri með tímanum og sést að hann fer að tapa sér algjörlega þegar í raun hann segir sálfræðingnum allt annað hvort sem hann trúir því sjálfur eða ekki. Arthur upplifði líkamlegt ofbeldi í æsku sem leiddi til þess að hann fékk þennan taugasjúkdóm kallaður involuntary emotional expression disorder (IEED) sem kemur fram á heilaskaða á fremmra ennisblaði.
10. seinni skil - Fimm spurningar:
Hvaða greining kom fram í myndinni?
Í myndinni kemur fram að Arthur Fleck væri með IEED. IEED eða involuntary emotional expression disorder kemur fram við skaða í framheila vegna t.d. höfuðáverka, heilablóðfalls eða heilahrörnunar. IEED lýsir sér þannig að einstaklingur fær köst þar sem hann hlær eða grætur óstjórnlega, einnig í óviðeigandi aðstæðum. Arthur Fleck fékk hlátursköst. IEED geta einnig fylgt reiðiköst hvenær og hvar sem er útaf engu.
2. Hvaða aðra greiningu höldum við að Arthur gæti verið með?
Arthur upplifði mikið ofbeldi og misnotkun í æsku og fékk þar af leiðandi alvarlega höfuðáverka sem gæti útskýrt þær geðraskanir sem hann er með. Höfuðáverkinn gæti skýrt af hverju hann er með taugasjúkdóminn IEED. Arthur var að glíma við mikið þunglyndi eins og hann minntist oft á í myndinni. Hann hafði litla stjórn yfir lífi sínu og var alltaf að reyna að finna einhverja meiningu í sínu lífi. Það má jafnvel segja að Arthur er með sjálfsdýrkunar persónuleikaröskun (e. narcissistic personality disorder). Þær vísbendingar sem koma fram eru t.d. að hann þráir athygli, hann sýnir enga samúð með fórnarlömbum sínum, Arthur var einnig stöðugt upptekinn af fantasíum um frægð, rómantík, völd, fegurð, þrátt fyrir að ná engum árangri. Arthur var með mjög óstöðugan persónuleika þar sem hegðun hans var annars vegar mjög ögrandi, árasagjörn og tillitslaus við öryggi annarra. Það má segja að Arthur sé með geðhvarfasýki (e. bipolar disorder) þar sem hegðun hans einkennist af miklum skapsveiflum.
3. Hvers konar inngrip hefði geta hjálpað Arthur?
Þar sem greining Arthurs, IEED, hefur líklegast komið fram við framheilaskaða vegna ofbeldis af höndum stjúpföður hans. Ef það hefði komið í veg fyrir heimilisofbeldið sem Arthur varð fyrir hefði getað komið í veg fyrir heilaskaðann og taugasjúkdóminn. Þá myndi Arthur ekki líða jafn mikið eins og hann væri öðruvísi og fólk hefði ekki gert grín af honum í hlátursköstunum. Vanlíðan Arthurs væri því vonandi ekki jafn mikil.
4. Hver er túlkun okkar á enda myndarinnar?
Myndin endar á því að hann er á geðspítala í viðtali við sálfræðing. Hann er hlæjandi og tekur lítið eftir hvað sálfræðingurinn er að segja. Sálfræðingurinn spyr hvað er svona fyndið og Arthur svarar að hún myndi ekki skilja. Endar svo á að hann labbar fram á gang alblóðugur undir skónum, dansandi.
Líklegast hefur Arthur sagt sama brandara og hann sagði við þáttastjórnandann Murray Franklin rétt áður en hann drap hann, og því einnig drepið sálfræðinginn á geðdeildinni.
Við ræddum myndina mikið og vorum stundum ósammála um hvaða hlutar myndarinnar væru ímyndaðir af Arthur en myndin skilur mann eftir með ótal spurningar.
5. Hverjir voru sérfræðingar myndarinnar og hvaða áhrif hafði það á Arthur að vera ekki á lyfjum og fá viðeigandi aðstoð?
Arthur var í byrjun myndarinnar hjá félagsráðgjafa sem var á vegum borgarinnar en þá var hann nýkominn af geðspítala. Félagsráðgjafinn átti að hjálpa honum andlega með því að taka hann í ákveðnar viðtalsmeðferðir þar sem hann átti að tala um líðan sína. Einnig átti Arthur að vera með dagbók til að skrifa um tilfinningar sínar en þar skrifaði hann aðeins brandarana sína og pælingar. Félagsráðgjafinn hafði einnig það hlutverk að skrifa upp á lyf fyrir hann en þau voru sjö samtals. Lyfin sem hann var á var fyrir taugasjúkdóminn IEED sem hann fékk vegna framheilaskaða sem barn og einnig lyf fyrir fleiri geðraskanir ásamt kvíða og þunglyndi. Arthur fannst félagsráðgjafinn aldrei vera sinna starfinu sínu nógu vel en hún endurtók ávallt sömu spurningar sínar í hverjum tíma án þess að almennilega hlusta á svar hans. Arthur sagði ítrekað að honum fannst eins og enginn tók eftir honum í þessum heimi en þegar hann loksins var orðin „betri“ þá fattaði félagsráðgjafinn það ekki einu sinni. Seinna í myndinni sagði félagráðgjafinn frá því að vegna niðurskurðar borgarinnar væru þau að hætta að styrkja meðferðir og slíka þjónustu fyrir geðveika. Borginni var alveg sama um svona fólk og sá því ekki tilgang að eyða pening í þjónustuna. Arthur var því búinn að missa félagsráðgjafa sinn og lyfin sín en einnig líka almennilega manneskju til að tala reglulega við þar sem að hann var mikið einn.
Eftir að Arthur fékk fréttirnar um að hann gat ekki lengur farið til félagsráðgjafans né fengið lyfin sín þá hrakaði honum mikið og hratt. Lyfin hjálpuðu honum að halda einkennunum sínum niðri en greinilegt var að hann missti öll tök á sjálfum sér þegar inntaka lyfja hætti. Hann var einnig nýbúinn að missa vinnu sína eftir að hafa misst skammbyssu úr vasanum sínum á barnaspítala þegar hann var að leika trúð en hann var aðeins með byssuna til að verja sjálfan sig. Það var fyrir hann að missa vinnuna sína þar sem honum fannst gaman að vera með vinnufélaga og skemmta fólki. Hann fer að missa tengsl við raunveruleikann og fer að ímynda sér að hann sé að hitta nágranna sinn sem er ung kona sem á barn. Hann ímyndar sér að hann er með henni heima hjá sér, fer í sleik við hana og einnig að hann sé að taka hana með á uppistandið sem hann er að koma fram á. Það endar svo með því að hann mætir inn til hennar eina nóttina og er sitjandi á sófanum að horfa á þátt. Hún verður voða hrædd en fyrir henni er þetta einhver ókunnugur maður þar sem að „sambandið“ þeirra átti sér aldrei stað. Hann fer úr íbúðinni án þess að gera neitt en er greinilega í uppnámi. Áður en Arthur hætti á lyfjunum hafði hann drepið þrjá unga stráka en var það vegna reiði og sjálfsvarnar en eftir að hann hætti byrjaði hann að drepa fleiri og varð kærulausari. Hann drap móður sína eftir að hafa fundið út að hún laug að honum um föður sinn en hún var líka geðveik. Eftir uppistandið sem hann tók þátt í fyrr í myndinni hafði vinsæll sjónvarpsþáttur sem hann horfði oft á spilað videomyndband af honum og gert grín af honum. Seinna vegna eftirspurnar var honum svo boðið að koma í þáttinn og taka viðtal við hann. Rétt fyrir viðtalið drap hann fyrrum vinnufélaga þegar hann heimsótti Arthur. Í viðtalinu missti hann alveg stjórn á sjálfum sér og viðurkenndi stoltur að hann drap strákana í lestinni og endaði svo á því að drepa stjórnanda sjónvarpsþáttarins. Í enda myndarinnar var hann sendur á geðspítala en myndin endar á því að hann labbar blóðugur á ganginum eftir að drepa ráðgjafa sinn. Arthur hefði líklegast aldrei misst svona tök á sjálfum sér hefði hann fengið viðeigandi hjálp og lyf.