1. nemendur:
Bríet Edel Bjarkadóttir + Davíð Örn Hugus + Dóra Hlín Loftsdóttir + Gísli Árnason.
2. Útgáfuár og land:
2012 og Bandaríkin.
3. Flokkun: Nefnið þrjá flokka:
Kómedía, drama og rómantík.
4. Leikstjóri:
David O. Russell.
5. Helstu leikarar:
6. Stikla:
7. Hvers vegna þessi mynd?
Við völdum þessa mynd þar sem hún tekur á viðfangsefni sem snýr að sálfræði, en aðalpersónur myndarinnar eru með geðraskanir. Við völdum kvikmyndina jafnframt vegna þess að mjög góðir leikarar og leikkonur leika í myndinni. Myndin var tilnefnd til ýmissa Óskarsverðlauna og vakti myndin einnig áhuga okkar vegna þess.
8. Söguþráður:
Myndin fjallar um mann að nafni Pat sem greinist með geðhvarfasýki frekar seint á ævinni. Hjónaband hans slitnaði á sama tíma og geðhvarfasýki einkenni hans taka yfirhöndina og hann missti skap sitt í erfiðum kringumstæðum. Eftir nokkurra mánaða meðferð á geðheilbrigðisstofnun kynnist hann konu að nafni Tiffany og fléttast hún inn í líf hans, en hún glímir jafnframt við andleg veikindi. Myndin fjallar í raun um Pat og hans erfiðleika við að takast á við raunveruleikann varðandi hjónabandið og tilfinningar, m.a. gagnvart fjölskyldu sinni.
9. Sálfræði myndarinnar:
Tvær aðalpersónur myndarinnar glíma við andleg veikindi og er það helsta ástæðan fyrir valinu á myndinni. Pat sem er aðalpersónan er greindur með geðhvarfasýki og neitar hann að taka lyfin sín lengi vel. Í myndinni fáum við að kynnast daglegu lífi, tilfinningum, samskiptum og fleira hjá einstaklingum sem greindir eru með geðhvarfasýki. Í byrjun myndar er fylgst með dvöl Pat á geðspítala og fæst ákveðin mynd af því hvernig líf inni á geðspítala er. Samband Pat við sálfræðinginn sinn sem honum er úthlutað af ríkinu er einnig mjög áhugavert. Í myndinni er sýnt frá viðtölum þeirra á nokkrum mikilvægum augnablikum, en við fáum að kynnast bæði aðalpersónunni og geðsjúkdóm hans nokkuð vel.
10. seinni skil - Fimm spurningar:
Hvernig lýsir geðhvarfasýki geðsjúkdómurinn sér í myndinni?
Í gegnum myndina sýnir Pat oft dæmi þess að hann ráði ekkert við skap sitt og fær mikil reiðiköst. Talað var um að hann hafi átt við smávægilegt reiðivandamál alla sína tíð en að þau hafi versnað til muna þegar hann labbaði inn á konuna sína að halda framhjá sér. Missti hann þá alveg stjórn á skapi sínu og réðst á manninn þar til hringt var á sjúkrabíl. Talið var að þarna hafi geðhvarfasýkin brotist alveg fram. En eftir þetta atvik átti hann það oftar til að missa alveg stjórn á skapi sínu. Ákveðnir “triggerar” áttu það til að birtast sem ýttu honum alveg út af laginu eins og ef hann heyrði gamla brúðkaupslagið hans og konu hans. Mikil þráhyggja varðandi fyrrverandi hjónaband var einnig áberandi þegar hann var í “maníu.” Pat átti það til að sofa lítið sem ekkert og gerði allt til þess að verða sá maður sem hann hélt að fyrrverandi kona hans vildi.
2. Var sálfræðingurinn í myndinni fagmannlegur?
Sálfræðingurinn var tiltölulega fagmannlegur í gegnum myndina. Hins vegar var hægt að setja spurningarmerki við hegðun sálfræðingsins þegar að hann og Pat hittast á fótboltaleik. Þegar það gerist þá er hann heldur of opinn og fer yfir ákveðin mörk að okkar mati þegar að hann knúsar Pat og segir hann vin sinn en ekki skjólstæðing.
3. Er samband Pat og Tiffany heilbrigt í þessum aðstæðum?
Sambandið þeirra virtist hjálpa þeim eftir því sem leið á myndina. En samband þeirra var þó nokkuð stormasamt á köflum. Pat gat verið dónalegur við Tiffany, hann var t.d. alltaf að minna hana á að maðurinn hennar væri dáinn en hún tók því ekki vel. Pat og Tiffany eru bæði að glíma við erfiðleika og eiga bæði nokkuð í land með að vinna í sínum málum. Ýmislegt í þeirra samskiptum er ekki heilbrigt en á sama tíma má segja að kynni þeirra hafi hjálpað þeim að finna tilgang og líða betur.
4. Er myndin að tala fyrir því að um leið og skjólstæðingur byrjar að taka lyf að þá verði allt í góðu?
Í byrjun myndar tekur Pat engin lyf, þar sem hann neitar að taka þau inn. Á þeim tímapunkti er andleg heilsa hans ekki góð. Síðar í myndinni byrjar hann að taka lyfin og þá er eins og líðan hans verði stöðugri. Þó að Pat sé í sálfræðimeðferð samhliða þá virðist sem að lyfin hafi jákvæð áhrif á andlega líðan hans. Skilaboðin sem áhorfandi fær er kannski helst þau að lyf séu mikilvæg fyrir Pat vegna þess hvers eðlis sjúkdómurinn hans er, þó að þau ein og sér dugi kannski ekki einungis.
5. Hvaða leiðir sýnir myndin til þess að eiga við erfiðar tilfinningar og hvaða þátt eiga lyf í þeim vangaveltum?
Pat glímir við ýmsar tilfinningar í myndinni og við fáum að kynnast ýmsum leiðum til þess að eiga við erfiða líðan og tilfinningar. Það sem Pat gerir eftir að hann kemur út af spítala vegna veikinda sinna, er að hann reynir að hafa nýja sýn á lífið og sjá það góða sem getur komið út úr slæmu ástandi, eða “silver lining,” eins og Pat myndi orða það. Pat byrjar að fara út að hlaupa, fer að lesa meira og tekur sig almennt á. Hann gerir þetta í raun til að ganga í augun á konu sinni, hann vill vera maðurinn sem að hún vill að hann sé til þess að vinna hana aftur. Hér er hægt að segja að hann sé að einbeita sér á jákvæðan hátt að því að komast á betri stað og eiga við þá erfiðleika sem hann hefur glímt við. En hins vegar er sá annmarki á að Pat gerir þetta ekki á réttum forsendum, þar sem hann gerir þessa jákvæðu hluti fyrir konuna sína en ekki fyrir sig sjálfan. Pat er jafnframt í sálfræðimeðferð þar sem hann ræðir tilfinningar sínar við sálfræðing. Sálfræðingurinn hvetur hann til þess að gera eitthvað sem gefur honum tilgang og að hafa eitthvað fyrir stafni, og er þátttaka í danskeppninni einmitt eitt af því sem að hann hvetur Pat til þess að gera. Sálfræðimeðferðin er dæmi um hagnýtingu sálfræðinnar, en í myndinni er viðtalsmeðferð notuð til þess að aðstoða Pat að komast á betri stað og hjálpa honum að vinna úr sínum erfiðleikum og tilfinningum.
Lyf skipa nokkuð stóran sess í myndinni en við fáum að kynnast Pat bæði þegar hann tekur engin lyf og þegar að hann tekur lyf vegna sjúkdómsins. Tilfinningin sem að áhorfandi fær er að lyfin séu nauðsynleg fyrir Pat, en að hann þurfi þó að vinna í sínum erfiðleikum með öðrum leiðum líka. Lyfin hafa þau áhrif að hann er stöðugri og virðast þau hafa jákvæð áhrif á tilfinningalegt ástand hans. En Pat hafði þó farið í gegnum stóran hluta lífsins án lyfja, en hann var ekki greindur með geðhvarfasýki fyrr en frekar seint á lífsleiðinni. Því er hægt að spyrja sig að því hvort að þessi ákveðni atburður sem við fáum að kynnast í myndinni sé þess valdandi að “triggera” eitthvað hjá Pat sem veldur því að sjúkdómurinn kemur fram. Þessháttar pælingar er auðvelt að tengja við hina margumtöluðu deilu fræðimanna um samspil erfða og umhverfis. Pat lendir vissulega í áfalli þegar að hann labbar inn á konu sína að halda framhjá og er hægt að tengja versnun sjúkdómsins við það atvik. Hins vegar er einnig ýjað að ýmsu í myndinni varðandi föður Pat og sem tengja má við erfðaþáttinn, en faðir hans virðist glíma við einhverja andlega erfiðleika líka. Hann virðist til að mynda eiga við reiðivandamál að stríða og einnig er hægt að ímynda sér að hann sé með áráttu- og þráhyggjuröskun, miðað við hegðun hans í myndinni. Til að mynda var búið að banna hann á íþróttaleikjum og hann var áráttu er tengdist íþróttaliðinu sem hann hélt með.
Myndin sýnir vel samvirkni á milli sálfræðimeðferðar og lyfjatöku. Pat þurfti vissulega lyf til þess að ná ákveðnum stöðugleika og jafnvægi, en að sama skapi sýndi myndin að hann þurfti að leggja ýmsa vinnu á sig til þess að takast á við erfiðar tilfinningar. En þetta var gjarnan eitthvað sem að hann sá ekki tilganginn með í fyrstu.