nemendur:
Bergdís Gunnarsdóttir + Brynja Ploy Garðarsdóttir + Morgan Huld Distance + Stefanía Vallý Eiríksdóttir.
2. Útgáfuár og land:
1997, Bandaríkin.
3. Útgáfuár og land.
Drama, rómantík og coming of age.
4. Leikstjóri:
Gus Van Sant.
5. Helstu leikarar:
6. Stikla:
7. Hvers vegna þessi mynd?
Þegar kom að því að velja mynd vorum við með nokkrar myndir í huga. Ein af þeim var Good Will Hunting. Margir segja að þetta sé mynd sem allir þurfa að sjá einu sinni enda vann hún óskarsverðlaunin 1998. Tvær okkar höfðu séð hana áður og hinar tvær voru að horfa á hana í fyrsta skipti. Þar sem myndin snerist um strák á okkar aldri að reyna að finna út úr hlutum með hjálp sálfræðings fannst okkur mjög áhugavert að horfa á hana og varð hún því fyrir valinu.
8. Söguþráður:
Myndin fjallar um hann Will sem er vandræða strákur, hann hefur átt erfiða æsku og lendir oft í slagsmálum. Hann vinnur sem húsvörður í MIT. Hann er bráðsnjall og elskar að lesa og er góður í stærðfræði. Will lendir í slagsmálum og er ákærður fyrir líkamsárás. Í stað þess að sitja inni fær hann að hjálpa kennurum í skólanum við að leysa sannanir í stærðfræði gegn því að sleppa við að fara í fangelsi. Eini gallinn er að hann þarf að fara til sálfræðings samkvæmt skipun dómara.
9. Sálfræði myndarinnar:
Fókusinn er á samband Wills sem er skjólstæðingur og Sean sem er sálfræðingur. Áhersla er lögð á sálfræðimeðferð sem Sean veitir en maður fær skjábrot af sálfræðingum og sálfræðimeðferðum fyrr í myndinni sem virkuðu ekki fyrir Will þ.á m. freudísk meðferð. Geðraskanir sem lögt er sérstök áhersla á eru áfallastreituröskun (e. PTSD) og tengslaröskun (e. attachment disorder).
10. seinni skil - Fimm spurningar:
Spurning 1: Hvers vegna var ekki rætt meira um raskanir wills?
Sean ákveður að einblína ekki einungis á ákveðna geðröskun heldur reyna frekar að byggja upp tengsl á milli hans og Will. Hann taldi mikilvægt að kynnast Will betur og því umhverfi sem hann ólst upp í, en það er greinilegt að Will var með áfallastreituröskun frá æsku. Sean notar húmanískar aðferðir sem virkuðu vel á Will þ.e. að nota skjólstæðingsmiðaða meðferð. Sean sá mikið af Will í sjálfum sér og myndast fallegt samband á milli þeirra. Því voru aðferðir Seans að einblína ekki aðeins á ákveðna geðröskun heldur nýta frekar virka talmeðferð góð leið fyrir Will að vinna úr áföllum sínum og takast á við framtíðina.
Spurning 2: Hvers vegna virkaði meðferð Seans umfram aðrar?
Í upphafi myndar fá áhorfendur skjáskot af sálfræðimeðferðum sem nýttu freudískar aðferðir þ.e. sálgreiningu og var aðal áherslan á dáleiðslu og frjáls hugrenningatengsl. Það kom fljótt í ljós að meðferðirnar voru ekki að skila neinum árangri og má segja að Will hafi því ekki verið sefnæmur. Hann gerði grín af aðferðum sálfræðinganna, þóttist vera dáleiddur og spilaði með. Sálfræðingarnir voru fljótir að upplýsa Gerald um að leita annað. Gerald taldi síðasta úrræði vera að leita til gamals vinar og sannfæra hann um að taka Will í talmeðferð þrátt fyrir að þeir voru ósammála um þær aðferðir sálfræðinnar sem ættu að nýta. Sean er sálfræðingur/ráðgjafi sem notar húmanískar aðferðir við meðferð. Hann notar talmeðferð og einblínir á skjólstæðingsmiðaða meðferð. Frá upphafi reyndi Will að finna leið til þess að brjóta Sean niður og komast hjá því að vera í meðferð. Honum tókst að koma Sean í uppnám með því að minnast á konu hans og taldi sig þar með hafa náð því markmiði að ýta Sean frá sér. Sean vildi hins vegar halda áfram með meðferðina og byrjaði á því með að byggja upp tengsl við Will. Í næsta tíma talaði hvorugur en markmið Sean var að tala ekki fyrr en Will talar. Að lokum gafst Will upp og talaði en þá byrjar Sean að mynda tengslin við hann. Sean taldi mikilvægt að tengsl þeirra á milli væru traust og gaf sér tíma til að kynnast Will en hann notaði speglun til þess. Sem dæmi blótaði Will mikið og því heldur Sean ekki aftur af sér og blótaði einnig til þess að mynda afslappaðra umhverfi. Sean gerði í því að vera heiðarlegur við Will með því að segja honum frá sjálfum sér og sínu lífi, hann talaði mikið um konu sína og hamingjuna sem hann upplifði með henni. Það voru mikil líkindi á milli þeirra. Þeir voru báðir frá Suður-Boston og höfðu gaman af hafnabolta. Þeir ólust báðir upp við mikið ofbeldi á heimilinu af hálfu föður eða föðurímyndar. Will brotnaði niður í lok myndar yfir því áfalli sem hann varð fyrir í æsku og sýnir Sean honum mikla samkennd, en hann knúsaði hann og endurtók ítrekað að þetta hafði ekki verið honum að kenna. Þetta var "breakthrough" í meðferðinni og með hjálp Seans tók Will ákvörðun um að elta kærustu sína til Kaliforníu, sem var stórt skref út fyrir þægindaramma hans. Það sýnir að meðferð Seans virkaði vel á Will þar sem við sjáum hann þroskast í gegnum myndina. Í byrjun meðferðar var hann með alla varnarveggi uppi og harðákveðinn í að hleypa engum inn. En Sean tókst að brjóta þá niður, myndar djúp tengsl við Will og verður eins konar föðurímynd. Ástæðan fyrir því að meðferð Sean virkaði umfram hinar var einfaldlega að hann mætti Will á þeim stað sem hann var. Hinir sálfræðingarnir gáfust upp strax og voru of mikið að einblína á undirmeðvitund hans. Sean tók sér tíma til að mynda traust tengsl og neyddi hann aldrei til að þess að tala um neitt. Hann tók honum eins og hann var og hjálpaði honum að takast á við tilfinningar sem hann hafði aldrei getað tekist á við. Sean kom því fram við Will eins og manneskju en ekki skjólstæðing á blaði.
Spurning 3: Hvers vegna er Will svo fastur á því að ekki fara frá vinum sínum?
Will átti erfiða æsku og heldur því mjög fast í þau fáu sambönd sem hann hefur. Vinir hans eru eins konar öryggisnet en þess vegna líður honum best þegar hann er í kringum þá. En þegar nánar er litið sést að þetta er varnarháttur hjá honum. Hann bælir niður getu sína og heldur sér meðal vina sinna í vinnum sem reyna ekki á gáfur hans. Hann er hræddur við að stíga út fyrir þægindaramma sinn og láta reyna á getu og gáfur hans. Einnig er líklegt að þar sem Will ólst upp á mismunandi fósturheimilum að hann vilji halda í þann stöðugleika og öryggi sem hann þekkir.
Spurning 4: Hvers vegna hafnaði Will Skyler þegar hún játaði ást sína á honum?
Samband Will og Skyler var flókið í myndinni, en þrátt fyrir sambandsslits ná þau aftur saman í lok myndar. Will reyndi að hafna henni og enda samband þeirra sem var dæmi um varnarhátt. Will hagaði sér svona vegna hræðslu við að vera afneitað sem gerðist við hann sem barn. Einnig vitum við að Will var misnotaður sem barn af fósturforeldrum hans. Hægt er að segja að hann upplifði höfnun frá bæði foreldrum sínum og fóstur-foreldrum sínum og þar af leiðandi var það erfiðara fyrir hann að mynda tengingu á milli sín og Skyler.
Spurning 5: Hver er helsti munurinn á áherslum Geralds og Seans?
Helsti munur á áherslum þeirra er hvað skiptir máli í lífinu og hvaðan hamingjan kemur. Prófessorinn leggur mikla áherslu á greind og frama á starfssviði. Hann telur að árangur sé mælikvarði á hamingju. Sean lítur hins vegar meira inn á við og telur hamingjuna koma frá litlu hlutunum í kringum okkur t.d. samböndin sem við myndum ásamt að sætta sig við sjálft sig. Einnig virðast þeir hallast að mismunandi sálfræðimeðferðum en Gerald byrjar á að setja Will í freudískar meðferðir þar sem er verið að fókusa á undirmeðvitundina á meðan Sean notast við skjólstæðingsmiðaða meðferð í anda Carl Rogers.