A Clockwork Orange

Nemendur

Arnar Ragnars Guðjohnsen, Arnar Óli Sigþórsson, Daníel Aron Davíðsson og Gabríel Bjarkar Eiríksson.

Nafn

A Clockwork Orange.

Flokkun Myndefnis

Glæpamynd, vísindaskáldsaga.

Leikstjóri, land og ár

Stanley Kubrick, Bronx, 26 júlí, 1928.

Helstu leikarar

Malcolm McDowell sem Alex DeLarge.

Patrick Magee sem Frank.

Michael Bates sem Chief Guard Barnes.

Allt gengið frá vinstri: The druges: James Marcus sem Georgie, Michael Tarn sem Pete, Alex sjálfur fyrir miðju og loks Warren Clarke sem Dim.

STIKLA

https://www.youtube.com/watch?v=T54uZPI4Z8A

Hvers vegna?

A Clockwork Orange hefur án efa verið myndin sem hefur gefið marga leikstjóra ásamt leikurum innblástur þar sem myndin felur í sér siðferðislegar pælingar, geðrænan vanda, innsýn í hegðun ofbeldismanna og lætur áhorfendur velta því fyrir sér hvort ákveðnir atburðir séu réttlætanlegir. Myndin leit einnig áhugaverð út og er vel þekkt og fangaði athygli okkar meira en hinar sem komu fram.

Söguþráður

Alex DeLarge var vandræðaunglingur í orðsins fyllstu merkingu og gerðist ítrekað sekur um skemmdarverk, ofbeldi og nauðganir ásamt félögum sínum. Loks kom að því að Alex gekk fram úr sér og framdi morð en lögreglan náði einmitt að grípa hann í verkinu þegar það átti sér stað. Alex var því dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir gjörðir sínar og útlit fyrir að ekkert stæði til boðanna til að breyta því. Alex sýndi kórrétta hegðun fyrstu tvö ár fangelsisvistarinnar og kynntist réttu mönnunum og leið því ekki á löngu þar til að hann greip gæsina að bjóða sig fram í nýja tveggja vikna meðferð á tilraunastigi, í von um það að losna fyrr úr fangelsinu. Í meðferðinni er Pavlovsk skilyrðing notuð þar sem kynferðis- og ofbeldishneigð hegðun er pöruð við ógleði þar sem ætlunin er að stöðva þessar illu langanir hans. Hann er þvingaður til þess að horfa á myndbönd af klámi og ofbeldi þar sem augum hans er haldið opnum með tækjum og líkami hans bundinn niður. Fyrir hverja sýningu var Alex sprautaður með efni sem hrindir af stað gríðarlegri ógleði og vanmáttartilfinningu. Þannig var ætlunin að þessi verulega óþægindatilfinning myndi koma fram í hvert einasta sinn sem að Alex komst í návígi við ofbeldi eða kynlíf í framtíðinni. Meðferðinni lauk eftir tvær vikur og settu þá montnir vísindamennirnir sem stóðu á bak við hana á stokk sýningu þar sem ýmsir áhrifaríkir menn úr réttarkerfinu og lögreglunni fengu að sjá breytingarnar á hegðun Alex svart á hvítu. Þá var settur fram gjörningur þar sem Alex var espaður upp til ofbeldis og sleginn til og að því loknu mætti fáklædd og fögur stúlka á svið sem átti að kveikja undir kynlöngun Alex. Þegar kom að því að Alex ætti að berja til baka frá sér eða leggja hendur sínar á konuna spratt ógleðis-tilfinningin fram og gat Alex auðsýnilega engan veginn fylgt dýrslega eðli sínu þar sem hann engjaðist um á sviðinu. Þarna litu flestir svoleiðis á að þetta væri kraftaverki líkast og að meðferðin væri töfralausn sem gat læknað jafnvel verstu glæpamenn. Prestur sem hafði verið einkar náinn Alex á meðan á fangelsisvist hans stóð vildi hins vegar meina að þarna hefði engin lækning átt sér stað heldur einfaldlega verið skapaður frelsissviptur maður sem hafði ekki lengur frelsið til að velja eða hegða sér eftir eigin vilja. 
Þegar hann kemur úr fangelsi eru verulega margir sem vilja hafa hendur í hári Alex og svara fyrir sig eftir gjörðir hans í fortíðinni. Hann lenti á fyrrum fjórnarlömbum sínu, en einn þeirra var Frank sem læsti Alex í herbergi og pynti hann með skilyrtri ógleði valdandi tónlistinni, valdandi því að Alex reyndi að svipta sig lífi. 
Eftir þá atburðarás fengu upphafsmenn og bakhjarlar nýju meðferðarinnar gagnrýni um hvort að meðferðin væri siðferðislega rétt. Enn létu vísindamennirnir og pólitíkusarnir sem stóðu á bakvið meðferðina ekki undan í leit að björgun á eigin hagsmunum og náðu þeir að fá Alex til að sitja fyrir í myndatöku með þeim til að róa öldurnar og samkvæmt kaldhæðnislegri frásögn Alex var hann svo sannarlega “læknaður” en þá hafði greinilega dregið úr afleiðingum meðferðarinnar og hann var orðinn líkari þeim manni sem hann hafði áður verið.

Fjórar sálfræðilegar spurningar

Tvær styttri spurningar

1.Hvað mætti augsýnilega greina Alex með, sálfræðilega séð?

Alex neytir efna við athafnir sem mætti einkenna við sjálfhverfa persónuleikaröskun eða narcissisma og andfélagslega hegðun. Þetta kemur mest fram í frásögn hans um að beita annað fólki ofbeldi og hann hugsar einungis um hvernig honum sjálfum líður í tengslum við það. Ásamt því krefst hann auðmýktar og undirgefni frá vinum hans og kumpánum sem eru með honum í ofbeldis athöfnunum.

2. Til að aðstoða Alex við að forðast ofbeldishegðun eftir fangelsisdóm, hvað væri æskilegasta sálfræðilega aðferðin til að nýta sér?  

Það eru nokkrar sálfræðilegar aðferðir í boði fyrir menn eins og Alex og dæmi má nefna er hugræn atferlismeðferð (HAM). HAM er meðferð sem fólk notar til að takast á við sálrænan vanda, eins og ofbeldishegðunin hans Alex. Með HAM er hægt að fjarlægja eða draga úr neikvæðum hugsunum, finna hvaða veldur þeim og beita hugrænni uppbyggingu eða atferlismeðferð sem dæmi. 

Önnur aðferð til að takast á við hegðun hans Alex eru hópmeðferðir. Fólk sem eru í svipaðri stöðu og Alex geta nýtt þessa tíma í að tengjast og veita hvern öðrum stuðning, nýtt reynslu hverns annars til að takast á við svipuð vandamál og einnig til að þróa með sér nýja hæfileika í þessum tímum.

Tvær flóknari spurningar

3.Hversu siðferðislega réttlætanlegt er það að beita skilyrðingu til að stjórna hegðun einstaklinga, jafnvel ef það er til að koma í veg fyrir skaðlega hegðun eins og ofbeldi? Eru einstaklingar frjálsir ef þeir hafa verið skilyrtir til að hegða sér á ákveðinn hátt?  

Í myndinni ákveður Alex að taka þátt í Ludovico meðferðinni til þess að sleppa fyrr úr fangelsi, þessi meðferð á að hamla öllu hjá honum sem kemur ofbeldi við og einnig kynferðislegum hugmyndum með kvenmenn. Eftir meðferðina er Alex samkvæmt læknum læknaður þar sem hann getur ekki lengur beitt ofbeldi eða snert konur á kynferðislegan hátt án þess að vera óglatt. Það er erfitt að kalla ógleðina við ofbeldinu siðferðilega hegðun þar sem hann er þvingaður í það að hegða sér svona, hann er ekki að hegða sér svona því hann vill það. Þótt að þetta er að koma í veg fyrir óæskilega hegðun (ofbeldi) þá er þetta ekki af frjálsum vilja og fer á móti almennum mannréttindum. Rannsóknin sjálf er einnig gróf þar sem hún kallar fram ótta og sársauka  Til þess að svara spurningunni þá eru einstaklingar ekki frjálsir eftir að hafa verið skilyrtir til þess að haga sér á ákveðinn hátt þar sem þeir eru ekki að velja þetta sjálfir og það er verið að taka af þeim sjálfsvald. Rannsóknin er siðferðislega röng, það er hægt að vera með aðra skoðun um það eins og t.d. hún er siðferðilega rétt fyrir þá sem hafa tekið frelsi frá öðrum eins og Alex gerði. En meðferðin er röng svo í staðinn fyrir að setja fólk í meðferðina og setja þau svo aftur inn í samfélagið, þá eru til lífsdómar í fangelsi sem tekur hvort sem er frelsið að viðkomandi.

4. Hvernig spilar leikstjórinn (Stanley Kubrick) á réttlætiskennd áhorfandans?

Í raun má staðhæfa að umfangsefni kvikmyndarinnar sé refsingar fyrir illar gjörðir og sanngirnishugtakið í heild sinni, sem tekur svo sannarlega ýmis form í huga áhorfandans í gegnum myndina. Markmið Stanley Kubrick hefur sennilega verið að spila á réttlætis- og siðferðiskennd einstaklingsins sem á horfir, sem tókst einstaklega vel þar sem að flestir ættu að upplifa miklar sveiflur varðandi hvern á að styðja eða halda með í gegnum skeið myndarinnar. Ef refsingar- og sanngirnis hugtökin sem um eru að ræða eru skoðuð í brennidepli ættu flestallir kórréttir borgarar að vera sammála um að glæpamenn sem gerast sekir um ofbeldi, nauðganir og jafnvel morð eiga skilið stranga refsingu og inngrip í stórum stíl í von um eftirsjá og endurmat á gjörðunum sem leiðir loks til betrunar. Hins vegar fara málin ört að flækjast þegar tekið er inn í myndina hve langt er gengið í inngripi og refsingu og þegar farið er að dansa á línunni með siðferði getur skjótt orðið tvísýnt hvort blaðinu hafi verið snúið við þegar kemur að réttlæti. Í grunninn eiga fangelsi og aðrar stöðvar réttarkerfisins að vera stofnanir sem ýta undir betrumbætingu á innri manni glæpamanna fremur en eilíf refsing eða pynting fyrir gjörðir þeirra og er það í raun grundvallarmunurinn á siðferðiskennd saklausra starfsmanna réttarkerfisins samanborið við siðferðiskennd meints glæpamanns. A Clockwork Orange setur einmitt á stokk aðstæður þar sem að spurningin um það hver sé hitt raunverulega fórnarlamb svífur reglulega á mann og hvort möguleiki sé á því að réttarkerfið fari niður á sama plan og glæpamaðurinn jafnvel ef refsingarnar eru nógu grófar eða mannskemmandi, og hvort þær þjóni sínum tilgangi yfirleitt þegar uppi er staðið. Þetta kemur skýrt fram í gegnum skeið myndarinnar þar sem að í fyrstu telur maður Alex ekki eiga neitt annað skilið en fangelsisdóm og refsingu en þegar líður á myndina færist hann stöðugt yfir í að verða sjálfur að fórnarlambinu í augum áhorfandans og þá sérstaklega verður fyrir barðinu á vísindamönnunum sem telja sig hafa fundið töfralausn og lækningu, þegar þeir sviptu Alex í raun öllu sem gerði hann að manni til þess að ná því fram.

Heimildir

?