Nemendur
Grímur Steinn Vilhjálmsson, Magnús Björn Hallgrímsson, Róbert Orri Ragnarsson og Ólafur Már Ægisson.
Nafn
Flokkun myndefnis
Drama.
Leikstjóri
Barry Levinson.
Leikarar
Stikla
https://www.youtube.com/watch?v=mlNwXuHUA8I&t=51s
Hvers vegna?
Við völdum myndina Rain man vegna þess að hún fær góða dóma og svo voru það aðalleikararnir Dustin Hoffman og Tom Cruise sem höfðu einnig mikið áhrif á val myndarinnar. Rain Man hefur lengi verið á lista nokkra okkar yfir myndir sem okkur hefur langað að sjá og nú fengum við loks hvatningu til þess.
Söguþráður
Charlie Babbitt er sjálfhverfur bílasali sem missir föður sinn. Lögfræðingur föður hans segir honum að Charlie erfi aðeins bílinn fráá föður sínum og rósarunna en ekki peninginn sem voru þrjár milljónir dala. Hann kemst svo að því að peningurinn fór til bróður hans sem hann vissi ekki að væri til. Bróðir hans heitir Raymond Babbitt og er á Wallbrook sem er umönnunarheimili fyrir geðfatlaða. Charlie, sem var ennþá sár yfir því að fá ekki peninginn frá föður sínum, tekur Raymond með sér til Los Angeles sem tilraun til þess að fá helminginn af arfinum sem bróðir hans átti að fá. Fyrst er Charlie mjög óþólinmóður á Raymond og hvernig hann hegðar sér, en áttar sig svo á því að Raymond er með mjög gott minni og hefur góðan skilning á tölum. Charlie nýtir sér þetta með því að fara með Raymond til Las Vegas í spilavíti og þeir græða heilmikinn pening í Blackjack. Það komst svo upp um þá og þeim var vísað úr spilavítinu og þeir halda ferð sinni áfram til Los Angeles. Eftir að hafa eytt um það bil viku saman, sökum flókinna ferðaskilyrða Raymond sem þurfti nauðsynlega á að halda (rútína) og gat ekki farið út fyrir sinn þægindaramma, þá fer Charlie að vera skilningsríkari og ber meiri virðingu fyrir Raymond. Í lok myndir lítur Charlie á Raymond sem bróður sinn að öllu leyti en ekki einungis að nafninu til eins og hann gerði fyrst. Charlie fer í mál við Wallbrook um forræði á Raymond en hann dregur það svo til baka og leyfir Raymond að fara aftur til Wallbrook.
Fjórar sálfræðilegar spurningar
Tvær styttri spurningar
1. Sýnir Charlie Babbitt sjálfhverf (e. narcissist) einkenni?
Í myndinni sýnir Charlie Babbitt nokkur einkenni sjálfhverfu (e. narcissism). Hann heldur sig sé æðri og eigi skilið peninginn sem að pabbi hann skildi eftir í arfinum fyrir Raymond. Hann heldur einnig að hann eigi skilið að taka bróðir sinn af Wallbrook og vera með honum. Það að hann tók bróður sinn af Wallbrook gæti tæknilega séð verið mannrán. Charlie sýnir einnig þann eiginleika sem sjálfhverfir sýna að hann þráði það að ná langt, verða ríkur og var upptekinn að því að fá þessar milljónir af Raymond. Annað einkenni sem Charlie sýnir er að hann býst við því að fólk geri það sem hann vill fyrir það, hann segir Raymond að gera eitthvað og býst við því að hann geri það strax. Það er mjög erfitt fyrir Raymond því hann skilur ekki allt og er einhverfur. Charlie notfærir sér Raymond til þess að fá sínu fram, hann skellir honum í spilavíti og reynir að fá hann til þess að gefa sér peningana, sem er mjög rangt (Narcissistic Personality Disorder - Symptoms and Causes, n.d.). Þó svo að Charlie sýni mörg einkenni þess að hann gæti verið með sjálfhverfa persónuleikaröskun, þá sýnir hann einungis þessi einkenni vegna þess að Charlie er kærulaus og skilur ekki hversu alvarleg einhverfa Raymonds er. Við teljum að Charlie sé ekki með sjálfhverfa persónuleikaröskun, einungis einstaklingur sem er með mjög mikið sjálfstraust og sjálfsmiðaður. Í lok myndarinnar sýnir Charlie mikla breytingu og sýnir loks auðmýkt og gerir sér loksins grein fyrir fötlun bróður síns. Hann fór fyrst í mál við Wallbrook um umönnunarrétt yfir Raymond, en sér að sér og dregur málið til baka. Hann gerir sér loksins grein fyrir því að hann á ekki rétt á öllu og það besta fyrir Raymond er ekki að vera hjá sér, heldur að halda áfram vistun sinni á Wallbrook. Þannig að þegar á heildina er litið þá er Charlie Babbitt ekki með sjálfhverfa persónuleikaröskun heldur er hann bara vanur því að hann fái allt sem hann vill og þurfi ekki að vinna fyrir hlutunum.
2. Hvaða sálfræðilega mikilvægi hefur fjölskyldutengingin á milli Charlie og Raymond og hvernig mótar hún hegðun þeirra?
Fjölskydutengsl þeirra Charlie og Raymond hefur gríðarlega mikið sálfræðilegt mikilvægi í myndinni og sést það alltaf skýrar og skýrar með þeim mun meiri tíma sem þeir Charlie og Raymond verja saman. Þegar Charlie fær fregnir af andláti föður síns, sem hann átti í litlu sem engu sambandi við, þá veit hann ekki einu sinni af eldri bróður sínum Raymond og áttar sig engan veginn á því hvernig stendur á því að hann hafi einungis erft notaða bíl föður síns og rósarunna í þokkabót. Fyrst þegar Charlie fær að vita af bróður sínum þá upplifir hann eðlilega mikil svik og mikla reiði í garð föður síns. Hann hefur engin tengsl við Raymond og ætlar að nýta sér skilningsleysi hans á notagildi peninga til hins ýtrasta. Hann rænir honum í raun frá meðferðarheimilinu og fer með hann til Kentucky. Charlie verður nánari bróður sínum með því að hugsa um hann allan sólarhringinn í sirka viku. Hann lærir á það hvernig Raymond virkar og fær að kynnast hans furðulegu, kassalaga rútínu. Þeirra ferðalag verður mun lengra en áætlað var en það má kenna ýmsum sérþörfum Raymond um það, eins og það að klæðast einungis nærbuxum frá K-mart. Raymond fer í kerfi þegar að Charlie Babbitt lætur renna í sjóðandi heitt bað og þegar Charlie tekst loks að róa hann niður þá kemst hann að ástæðunni fyrir því að eldri bróður hans hafi verið haldið frá honum. Hann áttar sig þá því hversu vænt Raymond þótti um hann og styrkir það samband þeirra enn frekar. Í lok myndar þá eru bræðurnir Charles- og Raymond Babbitt orðnir mjög nánir og sýna mikla ást í garð hvors annars, þó erfiðara sé að taka eftir merkjunum um ást Raymond á yngri bróður sínum.
Tvær lengri spurningar
3.Er birting einhverfu raunhæf í Rain Man og hvernig áhrif gæti það haft á álit almennings á einhverfu?
Myndin sýnir gott dæmi um einhverfu sem getur komið fram í einhverjum tilvikum en er þó ekki hægt að alhæfa um það að allir sem eru á einhverfurófinu séu með jafn mikla einhverfu og hann. Myndin sýnir einstakling sem er með frekar mikla einhverfu, en í flestum tilvikum þá er birtingarmynd einhverfu ekki jafn sterk og hún kom fram í myndinni. Einhverfan sem kemur til ljóss í Rain Man er kallað Savant syndrome, það er raunveruleg einhverfa sem í kringum 10 - 30% af fólki með einhverfu eru með. Einhverfa er þroskaröskun sem hefur áhrif á hegðunar- og félagsþroska. Það sést í myndinni þegar Rain man er í samskiptum við annað fólk, eins og sést í seinna vídeóinu sem við sýnum, þar sem hann er í erfiðleikum með að svara hefðbundnum spurningum sem hann er spurður. Raunveruleg birtingarmynd einhverfu kemur fram þegar Raymond fer í spilavítið og er með þann einkennilega hæfileika að geta talið spil og vitað hvað þarf að gera í hvert sinn til þess að vinna hverja Blackjack hendi. Álit almennings á einhverfu getur verið breytilegt eftir því hvernig manneskjan er. Birtingarmynd einhverfu í myndinni er frekar mikil og ekki jafn algeng og sú hefðbundna birtingarmynd einhverfu. Þar sem einhverfan sem sést í myndinni er ekki sú hefðbundna einhverfa getur það haft þau áhrif á fólk að leita sérstaklega af þeim einkennum sem sjást hjá Raymond eins og að vera með alvarlega vanda í samskiptum við fólk. Mögulega geta þau einkenni sem koma ekki jafn sterkt fram verið minna tekin eftir hjá einhverfum einstaklingi í nærveru einhvers ekki með einhverfu og þá ekki tekið eftir að sá einhverfi sé í raun með einhverfu. En þar sem Rain man sýnir raunveruleg einkenni af einhverfu gæti það að sömu leyti hjálpað fólki sem horfir á myndina að taka eftir sömu einkennum og sjást í myndinni og þá vita þau kannski hvernig á ekki að koma fram við einstakling með einhverfu eins og sést í seinni bút myndarinnar.
4. Hvaða lærdóm geta áhorfendur dregið um einhverfurófsröskun og samkennd í samskiptum við einstaklinga með einhverfu og aðrar fatlanir?
Einstaklingar sem eru einhverfir eru nokkuð frábrugðnir þeim sem eru það ekki, í dag er nokkuð góður skilningur á einhverfu en á þeim tíma sem myndin var gefin út, árið 1988, þá var mun minni skilningur. Rain man gefur góða innsýn í einhverfu og hægt er að taka með sér ýmsa lærdóma frá myndinni. Myndin sýnir meðal annars áskoranir sem einhverfir einstaklingar kljást við, eins og næmni fyrir skynjun og að geta ekki tjáð sig eins og aðrir. Myndin sýnir einnig mikilvægi samkenndar og þolinmæði í samskiptum við einhverfa, þrátt fyrir að Charlie hafi fyrst verið nokkuð sjálfselskur og óþolinmóður við Raymond þá lærir hann að skilja og bera virðingu fyrir bróðir sínum og áttar sig á því að Raymond getur ekki hagað sér eins og aðrir. Fyrst var Charlie oft að skamma Raymond þegar hann hegðaði sér öðruvísi með því að öskra á hann eða taka fast aftan í hnakkann á honum en það breytti engu í hegðun Raymond sem sýnir að það er ekki rétt leið til þess að eiga við fólk með einhverfu. Svo þegar Charlie fær betri skilning á því hvernig Raymond er þá fer hann að sinna þörfum hans Raymond betur og þá virtist Raymond vera nokkuð sáttur og varð minna stressaður. Þannig sýnir myndin að það er lítill möguleiki á því að gjörbreyta hegðun einhverfa með refsingu heldur þarf að sinna þörfum þeirra.
Heimildir
?