Ratched

  1. Nemendur:

Katrín Mist Jörgensen + Lísbet Tara Ólafsdóttir.

2. Útgáfuár og Land:

2020 og eru þeir bandarískir.

3. Flokkun: nefnið þrjá flokka:

, Drama og History.

 4. Leikstjóri:

Leikstjórar þáttanna eru þeir Ryan Murphy og Nelson Cragg.

 5. Fimm helstu leikarar:

Sarah Paulson sem Nurse Ratched.

Finn Wittrock sem Edmund Tolleson.

Jon Jon Briones sem Dr. Richard Hanover.

Cynthia Nixon sem Gwendolyn Briggs.

Judy Davis sem Nurse Betsy Bucket.

6. Stikla:

 7. Hvers vegna þessir þættir? 

Ástæða þess að við völdum Ratched er vegna þess að bæði eru þetta skemmtilegir þættir og áhugaverðir, og sýna þeir vel t.d. sálfræðimeðferðir sem notast var við hér áður fyrr. Einnig birtingarmyndir sálfræðistofnanna og sögu sálfræðinnar.

8. Söguþráður: 

Þættirnir eiga að gerast árið 1947 þar sem Mildred Ratched byrjar að vinna sem hjúkrunarfræðingur á geðsjúkrahúsi. Þó svo að hún beri sig vel þá leynist myrkur á bakvið góðfúslegt útlitið. Á geðsjúkrahúsinu starfar læknir að nafni Dr. Richard Hanover. Hann hefur það að markmiði að verða brautryðjandi í sálfræðilækningum. Á geðsjúkrahúsinu reynir hann á allskyns umdeilanlegar meðferðir, í því skyni að reyna lækna sjúklinga af ýmsum geðsjúkdómum.

9. Sálfræði myndarinnar: 

Þessir þættir sýna vel upphaf sálfræðinnar og hvaða meðferðir voru notaðar í upphafi geðlækninga, t.d. lobotomy, hydrotherapy og hypnosis. Fókusinn er settur á Dr. Richard Hanover og geðsjúkrahúsið. Ásamt þeim meðferðum sem hann lætur reyna á í því skyni að lækna sjúklinga af geðröskunum sínum. Þar koma fram þó nokkrar raskanir t.d. geðklofi, persónuleikaraskanir, fíkniraskanir og annað sem ekki telst lengur til geðraskana eins og samkynhneigð.

 10. seinni skil - Fimm spurningar:

  1. Hvaða geðröskun er Edmund með í þáttunum?

Í raun kemur ekki fram hvaða geðröskun Edmund þjáist af. Móðir Edmunds hafði verið nunna og var nauðgað af presti, þannig varð hún ólétt af Edmund. Móðir hans endar í neyslu og tekur of stóran skammt og lést í kjölfarið, Edmund verður þá munaðarleysingi. Í einum þætti fer hann í viðtal til Dr. Hanover þá leikur hann sig eins og hann sé með geðklofa, en Dr. Hanover sér strax í gegnum það. Það má telja að Edmund sé með áfallastreituröskun vegna þeirra atburða sem hann upplifði í æsku og hafi drepið þessa menn í hefndarskyni.

2. Af hverju gerir Nurse Ratched það sem hún gerir?

Nurse Ratched afmennskar sjúklingana á geðsjúkrahúsinu og kemur fram við þau eins og þau séu sek um eitthvað, þegar þau eru í raun saklaus. Hún í rauninni gerir það sem hún gerir til þess að hjálpa bróður sínum sem fór á geðsjúkrahúsið í sálfræðilegt mat hjá Dr. Hanover, eftir að hann hafði drepið prestana. Nurse Ratched átti mjög erfitt uppdráttar og ólst hún upp á munaðarleysingjahæli, seinna fór hún á fósturheimili og kynntist þar fósturbróður sínum Edmund, á því fósturheimili voru þau beitt miklu ofbeldi.

3. Hvaða hlutverki sinna hjúkkurnar á geðsjúkrahúsinu?

Hjúkkurnar eru að mestu leyti bara að sinna aðhlynningarstarfi, en það mætti segja að það væri meira svona eins og aðhlynningarstarf á sterum. Þær gefa sjúklingum lyf, hjálpa Dr. Hanover við að framkvæma aðgerðir og beita einnig ákveðnum meðferðum á sjúklingana, og sjá um að viðhalda þeim. T.d. í einum þætti eru Nurse Ratched og Nurse Bucket að beita meðferðinni hydrotherapy, til þess að hjálpa konu með lesbískar hugsanir og til þess að bæla þær niður.

4. Hvaða sálfræðimeðferðir komu fram í þáttunum?

Helstu sálfræðimeðferðir sem komu fram í þáttunum voru hydrotherapy, lobotomy, dáleiðsla og sálgreining.

5. Höfðu einhverjar af sálfræðimeðferðum sem Dr. Richard Hanover notaðist við áhrif á sjúklingana?

Dr. Hanover beitti allskyns meðferðum á sjúklingana sína. Flestar þessara meðferða eru ekki notaðar í dag. Einnisgeiraskurðurinn/Lóbótómía (e. lobotomy) spilar stórt hlutverk í Ratched. Þessi aðferð er heilauppskurður á framheila í gegnum augun eða aftarlega á ennisblaðinu, gert til þess að skera á taugatengsl framheila, sem er framkvæmdarsvæði heilans, hefur áhrif á framkvæmd og magn hegðunar. Þessi meðferð getur dregið úr hegðun. Dr. Hanover beitti þessari meðferð á sjúklinga sína og hjálpaði þessi meðferð sjúklingum ekkert, einn sagðist ekki eiga neinar hugsanir eftir þetta. Dr. Hanover prófaði einnig augntóftar (e. transorbital) geiraskurð, þar sem pinni er settur í gegnum augntóftina og snúið.

Hvernig Ratched sýnir meðferðina hydrotherapy er mjög skelfilegt, notað til þess að “lækna” lesbíska konu af því sem var þá álitið sem sálrænt vandamál. Það er atriði þar sem Nurse Bucket setur sjúklinginn í bað sem var fullt af heitu vatni, hægt var að festa sjúklinginn ofan í baðinu með járnloki. Svo þegar sjúklingurinn var kominn ofan í var byrjað að hækka hitann á vatninu mjög hratt. Þegar sjúklingurinn var búinn að verja einhverjum tíma ofan í heita vatninu var hann svo færður í annað bað sem var fullt af köldu vatni til þess að kæla sig niður. Þessi meðferð er skelfileg og sagðist sjúklingurinn sig vera “læknaðan” bara svo hann þyrfti ekki að ganga í gegnum þetta aftur. Þessi meðferð skilaði engum árangri, skildi eflaust eftir meiri skaða hjá sjúklingi en var þar fyrir.

Sálgreining var einnig ein af meðferðunum sem Dr. Hanover notaðist við. Það kemur fram gott dæmi í einum þætti þar sem Dr. Hanover boðar Edmund á fund með sér. Þar sem hann reynir að fá hann til þess að tjá sig um það sem hann heldur að hrjái sig. En í stað þess að segja honum frá því hvað gengur á í hausnum á sér, leikur hann sig eins og hann sé með geðklofa. Svo að Dr. Hanover kemst að litlu sem engu með því að nýta sér samtalsmeðferðina í það skiptið. En hann sér þó í gegnum Edmund og leikaraskapinn.

Dr. Hanover beitir einnig dáleiðslu á einn sjúkling hjá sér, hann fær til sín konu sem glímir við dissociative identity disorder (DID) sem er rofinn persónuleiki. Dr. Hanover dáleiðir hana og nær þannig til hennar. Hann nýtti sér hana til þess að rannsaka enn frekar hvort dáleiðslan gæti í raun hjálpað henni í langtímaskyni, að glíma við veikindin. Sem þau gerðu tímabundið, almennt urðu skelfingarviðbrögðin hennar minni og leiddi til þess að persónuleikinn hennar klofnaði síður. En það var skammlíf hamingja þar sem henni hrakaði aftur þegar hún fór á dansleik á sjúkrahúsinu. Þar sem Edmund skar mann á háls, þá tók skelfingin sig upp aftur.