Nemendur
Eiríkur Þorsteinsson Blöndal, Fylkir Jóhannsson, Guðmundur Axel Hilmarsson og Gunnlaugur Örn Heiðarsson.
NAFN MYNDEFNIS
Beckham.
FLOKKUN
Heimildarþættir, Ævisaga, Íþróttir.
LEIKSTJÓRI
Fisher Stevens, Bretland, 2023.
LEIKARAR
STIKLA
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=nUVNbJMWi_c
Innlit inn í fataskápinn hans:
Heimild: https://youtu.be/SXtNXa9YUMY?si=gaODm2uctyvq1zT0&t=12
HVERS VEGNA
Einn af okkur horfði á þættina og komst að því að þættirnir tengjast sálfræði meira en fólk gerir sér grein fyrir. Við vorum þá búnir að velja annað myndefni en sú mynd reyndist vera virkilega óspennandi þannig við ákváðum að taka frekar eitthvað sem við höfum allir áhuga á. Okkur fannst líka spennandi að velja eitthvað óhefðbundið sem hefur ekki endilega beina tengingu við sálfræði og tengja það við efnið.
SÖGUÞRÁÐUR
Þessir heimildarþættir fjalla um uppgang David Bekchams frá verkamannafjölskyldu í Austur-London til alþjóðlegrar knattspyrnustjörnu og menningar- og tískutákn um allan heim. Þættirnir fjalla einnig um ólgusamt hjónaband hans við Victoriu Beckham, sem varð einnig heimsfræg sem söngkona í hljómsveitinni Spice girls. Í þáttunum eltir leikstjórinn Fisher Stevens David um sveitabýli þeirra og spyr hann spurninga um lífið, stundum á meðan Beckham er að gera eitthvað annað eins og t.d. að þrífa eldhúsið. Fisher er skemmtilegur og líflegur og alls ekki hræddur við að spyrja bæði hann og Victoriu um viðkvæm mál. Í byrjun fáum við innsýn inn í fótboltaóðu enn einmanna æsku Davids. Það leiðir okkur til æfingavalla Manchester United og komu Sir Alex Ferguson í líf hans þegar hann var aðeins 13 ára. Við fáum einnig að kynnast foreldrum hans. Pabbi hans (Ted Beckham) og mamma hans (Sandra Beckham) koma oft fram til að ræða líf sonar síns frá þeirra sjónarhorni. Þættirnir tala þó ekki bara við fjölskyldu hans heldur eru þættirnir stútfullir af ýmsum frægum nöfnum úr fótboltaheiminum sem og tískuheiminum. Sem dæmi má nefna Sir Alex Ferguson, Gary Neville, Ronaldo Nazario og Anna Wintour. Þar sem þetta er David Beckham snúast þættirnir ekki bara um fótbolta. Áhorfendur fá að fylgjast með hvernig hann snéri sér í tengslum við tísku og hönnun og hvernig færðist úr því að vera bara knattspyrnustjarna í alþjóðlega stjórstjörnu. Það er fjallað ítarlega um hjónaband hans og Victoriu og brjálæðið í kringum það á meðal almennings. Í þáttunum kemur Beckham fram sem maður sem vill hafa stjórn á öllum sviðum lífs síns, þrátt fyrir hreinskilni sína. Hann ræðir um lífið og tilveruna og tekur fótboltaferilinn sinn algerlega í gegn. Alveg frá hinu alræmda rauða spjaldi árið 1998 gegn Argentínu sem varð til þess að England féll úr leik á HM til þess að stofna fótboltafélag í Bandaríkjunum í dag.
FJÓRAR SÁLFRÆÐILEGAR SPURNINGAR
TVÆR styttri Spurningar
1: Sýna þættirnir hlutlaust frá lífi Beckham’s eða fellur þessi þáttur í sömu gildru og aðrir þættir þar sem ýmsir hlutir eru fegraðir til að auka skemmtanagildi?
Að okkar mati falla þættirnir í þessa gildru að einhverju leyti. Það eru bæði atriði sem vanta eins og til dæmis samband hans og pabba síns sem var aldrei minnst á í þáttunum þrátt fyrir að pabbi hans kom oft fram í þeim. Það hefur komið fram áður að þeir hafa ekki átt frábært samband í gegnum tíðina. Einnig eru ýmis atriði þar sem tveir aðilar segja nákvæmlega það sama um eitthvað mál sem gefur hiklaust í skyn að þeim hafi verið sagt að segja það. Á tímum er þetta eins og auglýsing fyrir „Beckham-merkið.“ Beckham opnar sig hins vegar um margt sem hann hefur aldrei gert áður og það er greinilegt að honum hafi fundist erfitt að tala um margt sem kom fram. Að okkar mati hefðu þættirnir vel geta sagt sögu hans á hlutlausari hátt en við skiljum hins vegar líka að þegar þú ætlar að segja frá ýmsum persónulegum hlutum í lífi þínu til þess að sýna milljónum á Netflix, þá er mannlegt að fegra hlutina aðeins.
2: Það reyndist afar erfitt fyrir Beckham að hengja upp skóna og hætta að spila fótbolta. 2 fyrrverandi leikmenn (Eric Cantona og Gary Neville) töluðu um að fótboltamenn séu eins og fíklar og ástæðan fyrir því að reynist svona erfitt fyrir marga að hætta sé að þeir séu að hætta á þessum fíkniefnum að eilífu. Hvað eru þeir í rauninni að tala um?
Okkur fannst þetta áhugaverð pæling þar sem við erum allir í fótbolta þegar og þegar við förum í frí frá frá honum þá finnum viðfyrir smá tómi í lífinu þrátt fyrir að hléið sé bara í kringum nokkrar vikur. Cantona og Neville töluðu sérstaklega um adrenalínið sem fylgir því að spila fyrir framan fleiri þúsund manns og að fótboltamenn væru oftar en ekki adrenalínfíklar. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að það að hætta sem atvinnumaður í íþrótt aukar líkurnar á m.a. þunglyndi. Við fundum þó ekkert sem fjallaði um hvort að adrenalínið og spennan sem fylgir því að keppa fyrir framan fólk sé ein af ástæðunum fyrir því að það sé svona erfitt fyrir marga að hætta. Það væri því áhugavert að skoða hvort að það hafi einhver áhrif eins og Eric Cantona og Gary Neville vilja meina.
TVÆR stærri Spurningar
1: Er hægt að álykta út frá þáttunum að Beckham sé með áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD)?
Ástæðan fyrir því að orðið „álykta“ er notað í spurningunni er sú að það kom aldrei beint fram að hann sé að glíma við áráttu-þráhyggjuröskun. Þrátt fyrir það koma fram vísbendingar í hverjum einasta þætti um ýmsa hluti sem gefa sterklega til kynna að hann sé að berjast við áráttu- og þráhyggjuröskun. Í einu atriði þar sem Beckham er staddur í eldhúsinu sínu spyr leikstjórinn Fisher hvort að einhver hafi nokkurn tímann notað eldhúsið þar sem það er svo hreint. Þá opnar Beckham sig í fyrsta skipti í þáttunum um að þegar allir eru farnir að sofa heima hjá honum þá labbar hann um húsið, þrífur kertastjakana, setur ljósin á nákvæmlega rétta stillingu en slekkur ekki og þrífur allt húsið. Hann segist jafnvel vera í marga klukkutíma að þessu. Hann nefnir einnig sérstaklega kertastjakana og að hann þurfi alltaf að þrífa innan úr þeim eftir hverja einustu notkun. Endar svo á því að segja: I know, it‘s wierd og brosir. Algengt dæmi um áráttukennda hegðun í áráttu-og þráhyggjuröskun er einmitt óstjórnleg hvöt um þrif og röðun og endurröðun. Þarna fengum við í fyrsta sinn innsýn inn í áráttu- og þráhyggjuröskun Beckhams. Seinna er hann aftur staddur í eldhúsinu sínu nema núna með konu sinni. Þar sást í hann ganga frá hlutum á meðan hann spyr konuna sína hvort að hún viti ekki alveg örugglega hvar þessir hlutir eiga að vera. Beckham segir svo hæðnislega: Ég þríf svo vel, ég er þó ekki viss um að konan mín kunni að meta það nógu vel. Hann nefndi einnig að honum sjálfum finnst þetta „þreytandi“ en að hann sér sig knúinn til að þrífa stanslaust. Þetta er önnur skýr birtingarmynd áráttu- og þráhyggjuröskunar Beckhams. Seinna fá áhorfendur innlit inn í þá ófáa fataskápa í svefnherbergi Beckham‘s þar sem allt er raðað eins og það hefur aldrei neinn komið við fötin. Þegar að hann opnar einn skápinn tók hann strax eftir því að einhver hefði verið að róta í honum þrátt fyrir að það var engin augljósleg sýnileg sönnun að einhver hafði verið inn í honum. Aftur brosti hann. Um leið og senan kláraðist var sýnt örstutt myndband frá unglingsárum Beckhams þar sem blaðamaður er í heimsókn hjá honum stuttu eftir að hann skrifar undir hjá Manchester United. Þar er blaðamaðurinn að velta því fyrir sér hvort að Beckham búi í raun og veru heima hjá sér af því að herbergið hans var óvenju hreint. Að okkar mati var þetta klárlega önnur vísbending um áráttuhegðun Beckhams. Eftir þetta atriði var í raun og veru enginn vafi á meðal okkar um að Beckham sé og hafi verið að glíma við áráttu- og þráhyggjuröskun frá ungum aldri. Okkur finnst þó framleiðendur þáttanna gera lítið úr röskun hans og okkur fannst þeir hreinlega reyna að komast hjá því að gefa áráttuhegðun hans einhverja athygli. Þegar það var hins vegar gert, var að okkar mati reynt að grafa undan alvarleika raskaninnar með því að sýna hann brosandi og hlæjandi á meðan hann er að opna sig um baráttu sína. Beckham opnar sig til dæmis aldrei um hvort eða hvernig hann hefur stjórn á röskun sinni nema það að hann sagði öll þrifin vera „þreytandi.“ Það er eina vísbendingin sem við fáum um hversu alvarleg röskunin hans er í raun og veru. Það er þó alveg ljóst að hann er að minnsta kosti með smávægileg einkenni áráttu- og þráhyggjuröskun. Nú er ómögulegt að segja til um hvort að ákvörðunin um að varpa ljósi á áráttuhegðun Beckhhams hafi verið ákvörðun leikstjórans Fischer Stevens eða hvort að Beckham sjálfur hafi ákveðið það. Það að Beckham var tilbúinn að sýna frá heimilislífi sínu og þessar vísbendingar sem áhorfendur fengu ýtir hins vegar undir þá ályktun að það var ákvörðun framleiðandans en ekki sjálfum Beckham að birta röskun hans á „skemmtilegan“ hátt. Þetta ýtir undir annan púnkt okkar um að einungis frá sjónarhorni baráttu hans við áráttuhegðun hans að þættirnir séu fegraðir til að auka skemmtanagildi þeirra.
2: Beckham sjálfur sagði í lok síðasta þáttarins að gerð þessara þátta hafi virkað eins og sálfræðimeðferð fyrir hann. Hver gæti mögulega verið ástæðan fyrir því?
Snemma í þáttunum er greint frá atviki á HM 1998 þegar Beckham var aðeins 23 ára. Þar lét hann reka sig útaf í útsláttarkeppninni á móti Úrúgvæ þar sem hann missti hausinn í eina sekúndu og sparkaði frá sér í leikmann Úrúgvæ sem var að reyna að espa hann upp. Enska landsliðið tapaði svo í vítaspyrnukeppni og enska þjóðin kenndi Beckham alfarið um tapið. Þættirnir fara mjög ítarlega í það hvernig Beckham brást við þessu afdrifaríka rauða spjaldi og mótlætinu sem hann fékk frá enskum fjölmiðlum sem og þjóðinni í marga mánuði eftir leikinn. Ensku fjölmiðlarnir voru stanslaust á eftir honum, bæði vegna rauða spjaldsins og tilvonandi barnseignum hans. Hatrið gékk svo langt að hann fékk morðhótanir, myndir af eftirlíkingu af honum hengdum fóru í dreifingu og hótað var að ræna ófædda barninu þeirra. Samkvæmt honum leiddi þetta til alvarlegs þunglyndis. Ofan á það var hann aleinn þar sem Victoria var á tónleikaferðalagi. Það getur verið erfitt að ímynda sér hvernig það er að líða eins og heil þjóð sé á móti þér og hati þig og Beckham sagði sjálfur að atvikið breytti lífi hans. Hann talaði um að hann hafði aldrei talað opinskátt um þetta fyrr en við gerð þessa þátta. Það var því raunar áhugavert að hlusta á hann tala um hvernig hann tókst á við allt mótlætið. Það að rifja upp þennan tíma gaf í skyn að hann var alls ekki búinn að vinna úr tilfinningunum sem hann upplifði á þessum tíma fyrr en við gerð þáttanna. Það töluðu margir um í þættinum að það væri eins og þetta bitnaði ekkert á honum sem endurspeglar viðhorf hans á það hvernig hann var alinn upp að takast á við erfiða tíma en það er alveg ljóst að þetta hafði virkilega slæm áhrif á hann, sérstaklega þegar það var byrjað að hóta fjölskyldu hans. Hann talaði mikið um hvernig uppeldið sem hann fékk frá foreldrum sínum hafði áhrif á hvernig hann brást við þar sem hann ólst upp í týpiskri fátækri verkamannafjölskyldu í. Hann talaði um þetta klassíska um að honum var kennt að bretta bara upp ermarnar og halda áfram og einnig að hann hafði einfaldlega ekki tíma til að vinna úr tilfinningum sínum. Þá var hann í raun að grafa þær niður og að reyna að gleyma þeim í staðinn fyrir að vinna úr þeim. Þessi umræða tengist mjög vel umræðunni um að karlmenn kjósa oft frekar að fela tilfinningar sínar og halda þeim inn í sér án þess að fá nauðsynlega hjálp. Karlmenn líta oft á þessar tilfinningar sem veikleikamerki og merki um aumingjaskap eða óttast að fólk muni dæma þá. Okkur fannst því mikilvægt að Beckham hafi opnað sig um þetta og sýnt að það skiptir engu máli hver þú ert, það geta öllum liðið illa. Þess vegna er mögulegt að álykta að gerð þáttanna hafi hjálpað honum töluvert og það er auðvitað ákveðin sálfræðimeðferð í sjálfri sér að tala um erfiðar tilfinningar og minningar. Enn og aftur er hins vegar vert að nefna að þættirnir séu upp að vissu marki fegraðir til að auka skemmtanagildi. Það gæti því verið mögulegt að framleiðendurnir (eða hann sjálfur) séu að ýkja áhrifin sem atvikið hafði á hann. Við teljum þó að þessi hluti af lífi hans hafi alls ekki verið fegraður og að þessi hluti af lífi hans hafi verið skelfilegur.
Heimildaskrá
Shepherd, B., Battsek, J., Howson, N. og Stevens, F. (framleiðendur), og Stevens, F. (leikstjóri). (2023). Beckham [myndband].Netflix. Sótt af https://www.netflix.com/is/