Requiem for a Dream

Nemendur

Emilía Ýr Kjartansdóttir, Gunnhildur Þórey Viðarsdóttir og Kristrún Lilja Gísladóttir.

Requiem for a dream.

FLOKKUN MYNDEFNIS

Drama, harmleikur, sálfræðilegt drama.

LEIKSTJÓRI, LAND OG ÁR

Darren Aronofsky, frá New York í Bandaríkjunum, fæddur árið 1969.

HELSTU LEIKARAR

Ellen Burtsyn sem Sara Goldfarb, móðir Harry Goldfarb.

Jared Leto sem Harry Goldfarb.


Jennifer Connelly sem Marion Silver, kærasta Harry.

Marlon Wayans sem Tyrone C. Love, vinur Harry.

STIKLa

https://www.youtube.com/watch?v=QBwzN4v1vA0

HVERS VEGNA?

Ein okkar hafði heyrt um myndina og hafði langað til þess að horfa á hana. Svo þegar við vorum að reyna velja okkur, rákumst við á hana og spurðum kennara sem hvatti okkur til þess að skoða þessa mynd. Við höfum allar áhuga á fíkn og því var þessi mynd tilvalin. Fíkn getur haft svo gríðarleg áhrif á líf einstaklinga og aðstandendur þeirra.

SÖGUÞRÁÐUR

Þessi kvikmynd snýst um fjóra einstaklinga sem glíma við mismunandi fíkn. Myndin fylgir Söru sem er ekkja og syni hennar Harry sem er fíkill. Einnig koma til sögu vinur Harrys og kærasta hans sem glíma við sömu fíkn. Sara varð fjórði fíkillinn en hún varð fíkill eftir að læknir skrifar uppá fyrir hana megrunarlyf, sem voru í raun amfetamínlyf. Hún byrjar að fá þráhyggju hugsanir og sýnir þráhyggjuhegðun gagnvart því að léttast. Það leiðir því til þess að lyfin fara að hafa áhrif á hennar andlegu heilsu.

FJÓRAR SÁLFRÆÐILEGAR SPURNINGAR

Tvær Stuttar Spurningar

1.Hvernig hefur hvatvísi og skammtímahugsun áhrif á persónulegar ákvarðanir Harry og Marion?

Hvatvísi og þörf Harry og Marion fyrir tafarlausa umbun leiðir þau til þess að taka ákvarðanir sem veitir þeim eingöngu skammtíma ávinning, til dæmis eins og hugmynd hans Harry að safna pening fyrir fíkniefnum og elta drauminn um að verða rík á því að selja eiturlyf. Svona skammtímahugsun kemur í veg fyrir að þau geti hugsað um langtímaáhrifin á til dæmis heilsu þeirra, sambandið þeirra Harry og Marion og líf þeirra almennt. Skammtímahugsun þeirra veldur því að þau festast í hringrás sjálfseyðingar. Eins og má sjá í lok myndar, samanstendur samband þeirra af mikilli togstreitu og er mikið um ágreining þeirra á milli. Á endanum sitja þau uppi með ekkert og Harry lendir í fangelsi við að reyna verða úti um efni og Marion endar á að sofa hjá dópsala fyrir næsta skammt.

2. Hvernig hafa samfélagslegar staðalímyndir áhrif á ákvarðanatöku persónanna?

Samfélagslegar staðalímyndir hafa mikil áhrif á ákvarðanatöku persónanna. Ákvarðanir þeirra mótast af því hvernig þau upplifa gildi sín og hlutverk í samfélaginu. Til dæmis Marion sem upplifir þrýsting frá samfélagslegum staðalímyndum sem tengjast fegurð, kynþokka og hennar draum um að verða fatahönnuður. Hennar upplifun á samfélagslegum gildum sem einblína á útlit. Það leiðir hana til ákvarðanna sem í öðrum sporum hefði hún líklega ekki tekið, þar sem fíkn hennar verður að verkfæri til að loka á óöryggið hennar og lífskilyrði. Við  lok myndarinnar neyðist Marion í að fórna sjálfsvirðingu sinni og selur sig til manns, til þess að fá fíkniefni.

Tvær Stærri Spurningar

3. Á hvaða hátt verða draumar og vonir persónanna þeim að falli?

Söru Goldfarb dreymir um að koma fram í sjónvarpi. Þegar henni býðst tækifæri til þess, fer hún að huga að því í hverju hún vill vera og hvernig hún vill líta út í sjónvarpinu. Henni langar að vera glæsileg og að viðmælandinn hrósi henni og að áhorfendur dýrki hana. Hún finnur rauðan kjól sem fyrrum eiginmaður hennar elskaði á henni. En hún passar ekki lengur í kjólinn svo hún ákveður að hún vilji létta sig til að passa í kjólinn. Hún byrjar á að fara á megrunarkúr. Það þótti henni mjög erfitt og leitar því til læknis. Hann skrifar upp á “megrunarlyf,” sem eru í raun bara amfetamín lyf. Sara þróar með sér þráhyggju fyrir mataræðinu sínu og lyfjunum. Það leiðir til þess að hún verður háð lyfjunum, fer að taka of stóra skammta af þeim og hættir að gera greinarmun á hvað er raunveruleikinn og hvað ekki. Hún verður mjög einangruð og versnar andleg heilsa hennar mjög mikið. Draumar Söru um að koma fram í sjónvarpi og löngun hennar til að fá viðurkenningu annarra, leiðir til þess að hún verður amfetamín fíkill og endar á stofnun vegna þess að andlega heilsa hennar var orðin svo slæm.

Harry, Marion kærastan hans og Tyrone dreymir öllum um að verða ríkari og Marion langar líka að stofna sitt eigið hönnunarfyrirtæki. Þau ætla sér að verða rík með því að kaupa og selja fíkniefni. En sá draumur dregur þau alltaf lengra og dýpra í fíknina. Þegar þau eiga pening og ætla kaupa mikið af heróíni til að selja, þá enda þau í þessum fíknarvítahring þar sem þau nýta bara peninginn til þess að kaupa heróín fyrir sig. Einnig leiðir þetta bara til frekari glæpa, strákarnir fara að stela og Marion fer að sofa hjá mönnum fyrir peninga til að kaupa næsta skammt. Draumur þeirra um að verða rík, leiðir þau bara í dýpri fíkn og glæpi.

Þau hafa öll fjögur misst tengingu við raunveruleikann og eru að eltast við drauma sína á óraunverulegan hátt og á hátt sem veldur þeim bara skaða. Fíkninn tekur algjörlega yfir líf þeirra allra og verða þeim að falli.

4. VIÐ lok myndar, hver stendur eftir í versta ástandinu?

Við lok myndarinnar enda þau öll í ömurlegum aðstæðum. En í ljósi þess að Sara Goldfarb leitaði til læknis til að hjálpa sér að léttast og verður í kjölfarið amfetamínfíkill, endar hún í versta ástandinu. Hún fór ekki meðvitað að taka vímuefni eins og þau hin. Hin tóku meðvitaða ákvörðun að prófa fíkniefni og halda áfram að vera í fíkn. Sara leitaði sér læknisaðstoðar en þessi aðstoð bregst henni. 

Sara vildi gera allt til þess að geta passað í fallega rauða kjólinn sinn fyrir sjónvarpsþátt sem hún fékk boð um að taka þátt í. Hún byrjar á auðveldu mataræði sem samanstóð af þremur hlutum: kaffi, blóðappelsínu og harðsoðnu eggi. Eftir að hún byrjar á þessu matarræði, fer hún að sjá ýmsar ofsjónir t.d. að hlutir í kringum hana breytist í mat og ísskápurinn hennar væri fullur af gómsætum mat. Þetta gerir henni erfitt fyrir að viðhalda þessu mataræði. Hún fær þá ráð frá vinkonu sinni, að hún geta bara farið til læknis og fengið “megrunarlyf.” Hún fer og hittir lækni sem skrifar upp fyrir hana “megrunarlyf,” sem eru í raun bara amfetamíntöflur. “Megrunarlyfin” samanstanda af fjórum lituðum töflum. Sú fyrsta var fjólublá sem hún tók á morgnana, svo var blá tafla sem hún tók síðdegis, appelsínugula um kvöldmatarleytið og síðan að lokum græna töflu fyrir háttinn. Þetta byrjar tiltölulega vel, hún finnur verulega mikinn mun á fyrstu dögunum og kjóllinn passar meira og meira á hana með hverju deginum. Á fyrstu dögunum verður hún ofvirk og eyðir heilu dögunum sínum í að djúphreinsa íbúðina sína. Hún fer að upplifa miklar aukaverkanir af inntöku lyfjanna, vöðvakippi, svitna meira og gnístir tönnum. Einnig fara ofsjónirnar hennar að versna og hún fer stundum að missa tökin á raunveruleikanum. Þá verður hún meðvituð um hvaða áhrif lyfin eru að hafa á hana og leitar til læknis með þessar aukaverkanir. Læknirinn hunsar áhyggjur hennar og segir henni bara að halda áfram að taka lyfin. Þetta leiðir til þess að Sara lendir í mjög slæmu andlegu ástandi sem líkist í raun geðrofi. Hún endar á að fara á settið þar sem að sjónvarpsþátturinn sem henni var boðið í er tekinn upp og fer að starfsfólki og segir að þau hafi gleymt að hringja í hana og er sjáanlega í annarlegu ástandi. Starfsfólk hringir því á öryggisverði og hún á endanum endar á stofnun fyrir andlega veika einstaklinga. Á þessari stofnun sjá þau hana bara sem vannærða konu í geðrofi. Hún er neydd til þess að borða og látinn fara í raflostmeðferð.

Líf Söru fer frá því að vera húsmóðir og ekkja, sem situr fyrir framan sjónvarpið alla daga og dreymir um að komast í sjónvarp, yfir í að vera fíkill sem endar á stofnun og hefur ekkert að segja um meðferðina sína. Sara ætlaði sér bara að verða grennri fyrir sjónvarpið, hún lagði líf sitt í hendur lækna sem brugðust henni.

Heimildaskrá

  1. Anya Stanley. (2020, 27. Október). Requiem for a Dream and The Ballad of Sara Goldfarb. Crooked Marguee. https://crookedmarquee.com/requiem-for-a-dream-and-the-ballad-of-sara-goldfarb/