1. nemendur:
Inga Birna Sigursteinsdóttir + Ingibjörg Sara Sævarsdóttir + Lilja Rúriksdóttir + Sara Ösp Eðvarðsdóttir.
2. Útgáfuár og land:
1999, Bandaríkin.
3. Flokkun: Nefnið þrjá flokka:
Drama, spenna, thriller.
4. Leikstjóri:
David Fincher.
5. Leikarar:
6. Stikla:
7. Hvers vegna þessi mynd?
Í myndinni eru margar birtingarmyndir sálfræðinnar sem ekki eru auðskiljanlegar fyrst um sinn og þ.a.l. spennandi að pæla í. Myndin er vönduð og leikarar góðir. Ingu langaði lengi til að sjá hana og því var þetta einnig tilvalið tækifæri til þess. Við sem vorum búnar að sjá hana langaði til þess að horfa á hana aftur til þess að átta okkur betur á hugarheimi aðal sögupersónunnar.
8. Söguþráður:
Myndin er um sölumann sem er að þjást af svefnleysi, hann mætir á helling af stuðningsfundum fyrir t.d. fólk sem er með krabbamein eða önnur veikindi. Þar kynntist hann konu sem var líka að smygla sér á fundina. Á vinnu ferðalagi sínu kynnist hann sápu sölumanni, þeir verða góðir félagar og stofna saman leyni bardagaklúbb sem þróast síðar í miklu meira.
9. Sálfræði myndarinnar:
Aðalpersóna myndarinnar (Edward Norton) þjáist af svefnleysiröskun, þunglyndisröskun, hugrofsröskun og andfélagslegs persónuleikaröskun. Ekki er eiginlegur sálfræðingur í myndinni en þó fer aðalpersónan reglulega á ýmissa sjálfshjálpar hópfundi. Það má segja að bæði Tyler (Brad Pitt) og Marla (Helena Bonham Carter) eru ímyndaðir persónuleikar og þá er líklega um einhverskonar ‘alter-ego’ að ræða.
10. seinni skil - Fimm spurningar:
1. Hvaða hlutverki þjónuðu Tyler og Marla í sálræna ferli sögupersónu?
Sögumaðurinn (leikinn af Edward Norton) þjáist af svefnleysi og þróar (líklega) með sér rofinn persónuleika (e. dissociative personality disorder). Við ætlum að velta fyrir okkar hlutverkum þeirra í gegnum Freud gleraugu. Sögumanninum leiðist mjög lífið og hægt og rólega brýst upp úr dulvitund (e. unconscious) hans og upp á yfirborðið Tyler Durden (leikinn af Brad Pitt) sem einskonar holdgervingur Þaðsins (e. id). Marla Singer (leikin af Helena Bonham Carter) birtist aftur á móti skyndilega og aðeins seinna í myndinni á mjög táknrænan hátt sem yfirsjálfið (e. superego). Þá er sögumaðurinn á miðjum fundi fyrir menn sem þjást af eistnakrabbameini en þá birtist hún í öllu sínu veldi og sem einsskonar spegilmynd sögumanns. Það er ekki fyrr en hún mætir á fund sem hann hefur verið að nýta sér til þess að gráta og sofa betur (hann er augljóslega ekki með eistnakrabbamein) að hann áttar sig (eða undirmeðvitund (e. subconscious) hans e.t.v.) á því að það er ekki siðferðislega rétt að mæta á þessa fundi fær hann til að átta sig á því að það er siðferðislega rangt að mæta á þessa fundi, eistnakrabbameinslaus. Sögumaðurinn er sjálfsagt sjálfið (e. ego) sjálft. Marla, Tyler og sögumaðurinn eru því öll sama manneskjan, þ.e. þau búa öll í hausnum á sögumanni, og drögum við þá ályktun einnig út frá því hve rosalega lík Tyler og Marla eru. Þau sýna bæði mikla töffara takta, eru oft í nær alveg eins fötum, með sólgleraugu, áþekka hringa og reykja bæði eins og strompar. Önnur vísbending um að þau búi bæði innra með sögumanni er að hann sjálfur sem aldrei reykti, verður töffaralegri og sjúskaðri þegar líður á myndina ásamt því að hann byrjar að reykja. Spegilmynd Tylers og Mörlu sést ekki sem ýtir undir þann grun okkar að þau séu ekki raunveruleg. Einnig eru þau aldrei í sama herberginu nema þau séu að sofa saman og þegar sögumaðurinn fer heim til Mörlu, fer hann í rauninni á hótel. Þar sem við göngum útfrá því að Marla sé ímyndun (eða hluti af sögumanni), er líklegt að hann runki sér þegar hann hittir hana en hann man þó alltaf eftir því að nota smokk. Þaðið er órökrétt, tilfinningalegt, hvatvíst og erótískt, sjálfið er skynsamt og yfirsjálfið er siðferðiskennd sjálfsins (Goodwin, 2015) og eiga þessar skilgreiningar allar vel við sögupersónurnar.
Einnig má (frá freudísku sjónarhorni) túlka sem svo að Tyler sé tákn kynferðislegar bælingar og löngunar og að sögumaður upplifi einhverskonar hómóerótíska öfund í garð hans (Brad Pitts), sögumaðurinn þráir þó heitar að vera Tyler frekar en að sofa hjá honum. Tyler er allt það sem sögumanni langar til að vera. Allar kynferðislegar langanir sögumanns brjótast upp á yfirborðið í gegnum Tyler sem sefur gjarnan með yfirsjálfinu henni Mörlu, og þá er spurning hvort kynlíf þeirra (það-ins og yfirsjálfsins) sé á einhvern hátt táknrænt fyrir togstreituna þeirra á milli. Þau virðast í stöðugri baráttu við hvort annað en sögumaður vitnar í æsku sína í myndinni þegar hann lýsir því hvernig það að Tyler og Marla séu aldrei í sama herbergi minni hann á þann tíma þegar hann var sex ára og lét skilaboð ganga á milli foreldra sinna. Myndinni líkur (spoiler alert!) með því að sögumaður gleypir byssu til þess að drepa Tyler (það-ið), en lifir það af (!) og þau Marla (yfirsjálfið) haldast í hendur á meðan heimurinn (og Tyler) hrynur í kringum þau og þar með sigrar yfirsjálfið (og ego-ið) baráttuna við þaðið.
2. Hvaða hlutverki gegndi Bob og brjóstin hans?
Einnig má segja sem svo, frá freudísku sjónarhorni að þegar sögumaður fann mikla huggun í því að knúsa Meat Loaf (Robert Paulsen) sem þjáist af eistnakrabbameini og hafði þróað með sér svokölluð bitch tits að það hafi verið vegna þess að brjóstin minntu hann á mömmu sína og því var ekki að furða að hann hafi brostið í grát fyrst þegar Meat Loaf faðmaði hann að sér.
3. Hvaða hlutverki þjóna litlu millisekúndu myndirnar af t.d. typpi og Tyler (sem birtist hægt og smátt í byrjun myndar).
Við höldum áfram að taka Freud-túlkun á bíómyndina og frá því sjónarhorni trúum við að þessi örstuttu skot þjóni því hlutverki að eiga samtal við dulvitund áhorfandans, að fá hann t.d. til að hugsa um kynlíf, án þess að hann viti hvers vegna hann byrjaði allt í einu á því. Þessi örstuttu skot eru einnig notuð þegar Tyler Durden brýst hægt og rólega upp á yfirborðið en hann birtist örstutt á skrifstofu sögumanns rétt og hann er að takast á við krefjandi aðstæður. Svo má segja að Þaðið sé að gera sig klárt til þess að sjóða upp á yfirborðið og taka völdin. Ef til vill er leikstjóri að gefa okkur upplýsingar beint í dulvitundina án þess að þjóna okkur þær í silfurskeið. Það myndi að minnsta kosti Freud líklega segja.
4. Er hrun bygginganna táknrænt? og ef svo er, hvernig þá?
Í lok myndarinnar kemur loksins í ljós að Tyler Durden er ekkert nema holdgervingur Þaðisins en þá áttar sögumaðurinn sig á því að allt sem Tyler gerði, gerði hann í raun sjálfur. Hrun bygginganna, sem Project Mayhem (það sem Fight Club klúbburinn þróaðist út í) bar ábyrgð á er því táknrænt fyrir hrun Þaðisins innan sögumannsins.
5. Hvers vegna stofnaði aðalpersónan Fight Club? Hvaða tilgangi þjónaði sá klúbbur?
Fight club var stofnaður því sögumaðurinn var að berjast á móti staðalímynd karlmennskunnar og sögumaðurinn trúi því að fólk sé þvingað að halda niðri gremju sinni og þeirra náttúrulegu viðbrögð, og það sé hægt og rólega að drepa mannkynið. En með því að vera í klúbbinn fær hann tilfinningar útrás með að berjast og sannað karlmennsku sína enn á ný.