Verkefni

Memento

Nemendur

 Friðbert Dagur Friðbertsson, Birta María Þórðardóttir og Maria Gabriela Diaz.

Myndefni

Memento.

Tegund

Sálfræðitryllir, X og Y.

Leikstjóri, land, ár

Christofer Nolan, USA, 2000.

Helstu leikarar

Guy Pearce sem Leonard.

Carrie-Anne Moss sem Natalie.

Joe Pantoliano sem Teddy.

Mynbandsbútur úr mynd

https://youtu.be/0Op_tlDc4BM?si=4Os-qRiOCD8ruPyg

Af hverju völdum við Memento?

Memento er ein þekktasta mynd fyrir áhugafólk kvikmyndasálfræðinnar. Ein í hópnum okkar hafði séð þessa mynd í menntaskóla og myndin hefur setið fast í henni síðan þá. Memento er mynd sem þarf að horfa á tvisvar, þannig að ein í hópnum  hafði séð hana áður og hinir hópmeðlimirnir höfðu ekki séð hana áður, þá gátum við borið saman innsæi okkar. Memento er með fyrstu myndum leikstjórans Christopher Nolans, en hann fékk innblásturinn á myndinni frá stuttsögunni Memento Mori eftir Jonathan Nolan. Við ákváðum að velja þessa mynd þar sem tímalína Memento setur áhorfendann í sömu spor og Leonard, aðal sögupersónan. Myndin er mjög sálfræðileg. Við fyrstu sýn virðist vera eins og Leonard er með skammtímaminnisleysi eftir innbrotsárás. Hins vegar kemur í ljós að minnisröskun hans er ekki að völdum heilaskaða og hann man í raun eftir sumum hlutum sem gerðust eftir innbrotsárásina (Sammy Jenkins). Hann hefur þó tengt minningarnar við sögupersónuna Sammy Jenkins í staðinn fyrir að tileinka sér minningarnar. Memento er flókin mynd sem hægt er að ræða fram og til baka, það er af hverju við völdum Memento sem viðfangsefnið okkar.

Söguþráður

Myndin fjallar um Leonard sem virðist þjást af framvirku minnisleysi þar sem hann getur ekki búið til nýjar minningar eftir að hafa orðið fyrir höfuðhöggi. Höfðu tveir menn brotist inn á heimili hans og konu hans, myrt hana og rotað Leonard þegar hann mætti þeim. Eftir þann atburð gerir Leonard það að sínu verkefni að finna þann sem myrti konu hans og að hefna sín með að drepa hann. Minnisleysið gerir honum erfitt en hann notfærir sér myndir, minnisnótur og tattú til þess að leysa ráðgátuna aftur og aftur. Kynnist Leonard fólki sem hann getur aldrei treyst fullkomlega og veit hann aldrei hvort þau segi honum sannleikann. Hann mun ekki stoppa fyrr en hann finnur manninn sem ber ábyrgð á þjáningum hans eða hvað?

Fjórar sálfræðilegar spurningar

Tvær styttri sálfræðilegar spurningar

1.Af hverju virkaði skilyrðing ekki á Leonard?

Sú staðreynd að skilyrðing virkaði ekki getur bent til þess að minnisleysið var ekki vegna heilaskaða, heldur sálrænt. Gæti verið eitthvað form af flóknu PTSD að valda minnisleysinu? Ef það er heilaskaði að valda svona minnisleysi getur skilyrðing virkað til þess að læra hegðun og virka eðlilega í rútínu. Fólk með heilaskaða af þessu tagi getur til dæmis lært að það að snerta ákveðinn hlut gefur manni rafstuð. En þar sem hann var ekki að læra það þá þýðir það að þetta er líklegast ekki skaði á einu ákveðnu heilasvæði sem veldur minnisleysinu.

2. Hvaða áhrif hefur skammtímaminnisleysi Leonards á getu hans til að treysta öðrum og hvað segir það um mikilvægi minnis í tengslamyndun?

Skammtímaminnistap Leonard gerir það næstum ómögulegt fyrir hann að treysta öðrum vegna þess að hann getur ekki munað fyrri samskipti. Hann byggir algjörlega á ytri minnismiðum og myndum, sem hægt er að vinna með eða rangtúlka. Þetta sýnir hversu mikilvægt minni er við að mynda sambönd, þar sem traust er oft háð því að rifja upp sameiginlega reynslu og skilja fyrirætlanir einhvers með tímanum. Án minnis eru sambönd Leonards viðkvæm og óstöðug, sem undirstrikar hversu mikilvægar minningar okkar eru til að byggja upp traust og tilfinningaleg tengsl við aðra.

Tvær lengri spurningar

3.Hefnd Leonards virðist hjálpa honum að forðast þess að vinna úr áfalli sínu að fullu. Að hvaða marki gæti sjálfskipað verkefni hans verið viðbragð við flókinni áfallastreituröskun, sem gerir honum kleift að sjórna viðbrögðum sínum við áfallinu með þráhyggju og forðun og hverning endurspeglar þetta algengar meðhöndlunaraðferðir þeirra sem lifa af áföll?

Hefndarleit Leonards virðist vera leið til að forðast það að takast á við áfall sitt af alvöru. Sjálfskipað verkefni hans um að finna morðingja konu sinnar gefur honum tilgang og leiðir hann frá því að horfast í augu við sársauka og eftirmála áfallsins. Með því að beina öllum sínum kröftum að hefnd getur Leonard verið að sýna einkenni áfallastreituröskunnar: þráhyggju og forðun.

Þráhyggjan birtist í því hvernig Leonard helgar sig fullkomlega verkefninu, þar sem hann býr til kerfi af upplýsingum, myndum og miðum til að minna sig á tilgang sinn. Þetta viðheldur sársaukanum og skapar ákveðinn hring þar sem hann endurupplifir tilganginn á ný. Forðunin kemur fram í því að Leonard snýr sér alfarið frá tilfinningunum sem tengjast missi konu hans og þeim minningum sem gætu kallað fram sorgina. Með þessu forðast hann tilfinningalegt uppgjör og ver sig þannig frá því að vinna úr áfallinu.

Aðferðir Leonards endurspegla algengar varnir hjá fólki sem hafa upplifað áföll, þar sem það getur leitast í ýkt verkefni til að finna tilgang í tóminu sem áfallið skildi eftir. Hefndarleitin er þannig dæmi um hvernig fólk getur einbeitt sér að ákveðnu hlutverki eða markmiði til að forðast það að vinna úr áfallinu á djúpstæðan hátt. Þessi aðferð skapar þó gjarnan vítahring og dýpkar áfallið frekar en að leysa það.

4. Hvernig hefur minnisröskun Leonards áhrif á sambönd hans við annað fólk?

Minnisröskun Leonards gerir það að verkum að hann getur aldrei vitað hver áform fólks eru. Hann hefur enga fyrri reynslu af fólkinu sem hann hitti, sem gerir það að verkum að þetta fólk getur nýtt sér það á margs konar vegu. Yfir myndina treystir hann þó fólki, þangað til þau gefa honum ástæðu til þess að gera það ekki. Nema ef hann nær ekki að skrifa það niður þá byrjar hringurinn upp á nýtt. Sambönd hans við fólk gætu aldrei dýpkað að því leiti að hann þyrfti að kynnast fólki upp á nýtt, stundum mörgum sinnum á dag. Fólk sem hann þekkti áður væri, fyrir honum fast í þeim fasa sem þau voru á tíma áfalls Leonards.

Heimildaskrá

?