Primal Fear

  1. nemendur:

Anna Alexandra Petersen + Erna Saga Sigfúsdóttir + Fannar Sveinn Lárusson + Kolfinna Íris Rúnarsdóttir.

2. Útgáfuár og land:

1996 í Bandaríkjunum.

3. Flokkun: Nefnið þrjá flokka:

Hún flokkuð sem sálfræðitryllir, spennumynd og glæpamynd.

4. Leikstjóri:

Gregory Hoblit.

5. Fimm leikarar:

Aaron Stampler (Roy) leikinn af Edward Norton.

Martin Vail leikinn af Richard Gere.

Janet Venable leikin af Laura Linney.

Molly leikin af Frances McDormand.

Shaughnessy leikin af John Mahoney.

6. Stikla:

7. Hvers vegna þessi mynd?

Primal Fear varð fyrir valinu vegna þess að okkur þótti hún spennandi frá mörgum sjónarhornum sálfræðinnar. Myndin kemur inn á tvo geðsjúkdóma sem okkur þótti áhugavert að skoða og er sálfræðingur sem sér um greiningu á þeim. Það er því áhugavert að skoða greininguna á þeim og hvert hlutverk sálfræðings getur verið í dómsmálum.

8. Söguþráður:

Myndin fjallar um lögfræðinginn Martin Vail sem tekur að sér vinnu bara fyrir pening og frægð, og hefur engan áhuga á hvað sé rétt eða rangt. Nýjasta málið hans felur í sér að vernda kirkju drenginn Aaron Stampler sem er ákærður fyrir að drepa erkibiskupinn Rushman. Vail er að verja hinn stefnda og fyrrverandi elskhugi hans, Janet Venable er að stefna honum fyrir dóm. Hún fær þær skipanir frá yfirmanni sínum sem er saksóknari að fá hann sekan og dæmdan til dauða. Janet vann fyrir Martin í smá tímabil áður en hann hætti að vinna fyrir John Shaughnessy (yfirsaksóknara), þar ákvað hún að ekki að elta hann lengur. Martin Vail heldur áfram að kafa dýpra í þetta mál og finnur út hræðilega hluti því meira sem hann leitar.

9. Sálfræði myndarinnar:

Í sviðsljósi myndarinnar er drengur sem talinn er þjást af persónuleikaröskuninni jaðarpersónuleiki. Þá bregður einnig fyrir sálfræðingur sem sér um greiningu á honum. Fókusinn er helst á drengnum og því umhverfi sem gæti hafa ýtt undir óæskilega og sakhæfa hegðun hans sem olli dauða erkibiskups. Viðhorf til sálfræðingsins í myndinni er fremur neikvætt og virðist skoðun eða fagmannlegt álit hennar ekki skipta dómstóla máli.

10. seinni skil - Fimm spurningar:

1: Var Molly hæfur sálfræðingur við greiningu Aarons?  

Í myndinni var fjallað um að sálfræðingurinn Molly væri með sérhæfingu sem taugasálfræðingur. Það má því rökræða um það hvort hún hafi verið hæf til þess að greina Aaron með jaðarpersónuleikaröskun eða hvort að annar sálfræðingur með sérhæfingu í t.d. klínískri sálfræði eða atferlisfræði væri hæfari. Í myndinni kemur fram atriði þar sem lögfræðingurinn á móti spyr hana í réttarsalnum hvers vegna hún sé að greina Aaron og hagnýta sálfræðina þegar hún hefur alla tíð einungis starfað við fræðilega sálfræði. Það var mikilvægt atriði í myndinni vegna þess að það fékk dómarann til að efast um greininguna sem kom illa út fyrir Aaron og lögfræðinginn.

2: Er sálfræðin nýtt sem hagnýt fræðigrein í myndinni eða var hún frekar byggð á vísindum?

Í myndinni fær lögfræðingurinn sálfræðing í lið með sér. Hann vill nýta hennar þekkingu og menntun til þess að greina skjólstæðinginn, Aaron með einhverskonar geðræna kvilla. Ef Aaron fengi greiningu gæti það gagnast honum í dómsmálinu og forðað honum frá fangelsi. Lögfræðingurinn var því að nýta sér sálfræðina í sinn hag. Hann hagnýtti sálfræðina í sínu starfi.

3: Hver var megin nálgun myndarinnar á sálfræði og sálfræðinginn?

Meginnálgun myndarinnar á sálfræðina var ytri nálgun. Ytri nálgun felur í sér að skoða hvernig umhverfið hefur áhrif á hegðun og hugmyndir einstaklinga. Í myndinni var sálfræðingurinn að skoða erfðir og umhverfi í stað þess að vísa beint í Aaron. Hún vildi finna leiðir til þess að kenna umhverfinu um glæpinn en ekki honum sjálfum. Hún komst að því að Aaron hefði verið misnotaður í æsku og vildi kanna hvernig hegðun hans gæti hafa stafað af því.

4: Hvaða aðferðafræði nýtti sálfræðingurinn Molly við greiningu á Aaron?

Molly var taugasálfræðingur og hafði einungis starfað við fræðilega sálfræði. Það sem okkur þótti áhugavert við greiningu hennar var að hún nefndi ekkert varðandi taugavísindi við greiningu á Aaron og var ekkert að taugaskreyta nein hugtök eða skýringar á persónuleikaröskuninni sem þykir vinsælt við greiningar í dag hjá taugasálfræðingum. Hún einblíndi frekar á umhverfið í stað erfða við greininguna sem var áhugavert að því leyti að menntun hennar beinist að því að skoða innri ferla hugans. Það má því rökræða um hvort Molly hafi verið raunhyggjumaður eða rökhyggjumaður.

5: Loka spurning þar sem við pælum í Aaron.

Það sem okkur þótti áhugaverðast var að skoða persónuleikann hans Aaron/Roy í þaula. Í fyrsta lagi var það togstreitan á milli þess hvort að Aaron væri raunverulegur persónuleiki hans og að Roy hefði myndast eftir áföllin sem hann upplifði í æsku eða hvort Roy væri raunverulegur persónuleiki hans og hann hefur myndað Aaron meðvitað til að koma í veg fyrir fangelsisvist og því aðeins tilbúningur. Í öðru lagi pældum við þá í því hvort að hann væri með rofinn persónuleika eða siðblindu miðað við þær upplýsingar sem myndin gefur í ljós.

Þegar skoðað er Aaron sem upprunalega persónuleika hans þá mætti halda að Roy hafi verið búinn til, til þess að vernda Aaron frá þeim áföllum sem hann varð fyrir í æsku, en þekkt er að einstaklingar hafa tilhneigingu til að búa til einhverja hliðarpersónuleika til að vernda þau fyrir áföllum sem afneitum á því sem kom fyrir. Aaron varð fyrir áfalli í æsku og er því spurning hvort hann hafi búið til annan persónuleika sem kemur fram þegar tekist er á við erfiðar aðstæður. Aftur á móti er margt sem bendir til þess að Roy sé raunverulegur persónuleiki hans og að hann hafi aðeins búið Aaron til, til þess að koma í veg fyrir fangelsisvist en hann greinir frá því í lok myndarinnar þegar hann segir: „There never was an Aaron.“ Sem gefur skilmerkilega í ljós að Roy hafi búið Aaron til.

Ef Roy hefur í raun verið með hliðarpersónuleika má segja að hann sé með rofinn persónuleika þó hann segi annað. Það sem bendir til þess að hann þjáist af þessari geðröskun er t.d.  að þegar Aaron er á flótta í byrjun myndarinnar frá lögreglunni virðist hann vera virkilega skelfdur og persónan „Roy“ myndi ekki vera svona hræddur miðað við hvernig hann lét. Hann var einnig í felum í runnanum beint eftir morðið og það er heldur ekki mjög líkt „Roy,“ það hefði þá allt verið Aaron upprunalegi persónuleiki hans. Það er einnig enginn séns að erkibiskupinn hefði fengið „Roy“ til að vera hjá sér þar sem það hefði ekki verið auðvelt að ráðskast með og stjórna honum líkt og hann gerði með Aaron. Persóna „Roy“ hefur þá ekki verið ráðandi í þessum aðstæðum heldur Aaron. Annar punktur er þegar sálfræðingurinn er að tala við Aaron með myndavél til að taka viðtalið upp. Það kemur fyrir að hún þarf að skipta um batterí og segir það við Aaron. Meðan hún er að laga myndavélina breytist Aaron í Roy, maður myndi halda að ef Roy er siðblindur og er að plata alla með rofinn persónuleika þá myndi hann vilja hafa breytingu sína á myndavél. Þetta endar á því að skaða sönnunargögn fyrir hann til að vera frjáls og gefur því ákveðna vísbendingu um að hann sé í raun með klofinn persónuleika en ekki að ljúga.

Ef Roy er að ljúga eins og kemur í ljós í lok myndarinnar þá þjáist hann af siðblindu en ekki rofnum persónuleika. Roy vissi nákvæmlega hvernig hann ætti að haga sér til þess að koma í veg fyrir fangelsisdóm. Þetta er ákveðið form af „malingering“ sem er skilgreint sem illkvittni og vísar þessi eiginleiki sterklega til siðblindu. Roy tekur einnig fram að hann hafi drepið kærustu sína, Lindu. Hann taldi hana eiga það skilið og sýnir engin merki um sektarkennd heldur frekar stolt og ánægju. Hann telur að  „cutting up the bishop“ hafi verið „work of art“ sem er orðalag sem vísar klárlega til siðblindu.

Vegna þess hve lítið var komið inn á erfðir í myndinni má gera ráð fyrir því að Aaron hafi sterklega verið mótaður af umhverfinu (samkvæmt myndinni). Í myndinni er tekið fram að hann hafi átt í slæmu sambandi við föður sinn og hafi endað á götunni. Biskupinn tók hann að sér og varð eins konar föðurímynd fyrir Aaron. Aaron leit upp til hans og þótti vænt um biskupinn. Biskupinn seinna meir misnotar Aaron og notaði hann í kynferðislegum tilgangi. Það má þar af leiðandi álykta að Aaron hafi tengt svikin við samband sitt við föður sinn sem hefur kveikt í gömlum tilfinningum. Aaron virkaði sem blíður drengur en það er eins og hann hafi breyst þegar biskupinn fór að misnota hann. Það má því álykta að uppeldið og æskuárin hafi átt sterkan hlut í að móta Aaron í þann siðblinda ofbeldismann sem hann reyndist vera. Ef hann hefði ekki lent í áföllum í æsku þá hefði hann kannski ekki orðið að þeim manni sem hann varð. Einnig er hægt að snúa dæminu við og álykta að ef hann hefði ekki lent í áföllum seinna í lífinu sem hann varð fyrir af biskupnum þá hefði Aaron mögulega borið sig vel og átt ágætis líf. Þar sem notast er aðeins við umhverfið til að skýra hegðun hans þá er ekkert verið að taugaskreyta nein hugtök eða skýringar á persónuleikaröskuninni og endurspeglar kannski þann hugsunarhátt og vitundarvakningu sem átti sér stað á þessum tíma er varðar umhverfislega þætti og skilyrðingar í hegðun og uppeldi. Það má því segja að myndin falli klárlega undir raunhyggju frekar en rökhyggju þar sem að hagnýting sálfræðinnar notfærir sér umhverfislegar skýringar og ytri þætti til að útskýra persónuleika hans. 

Þegar kemur að myndinni þá er notað hugtakið meðvitund mikið til þess að greina hann með klofinn persónuleika, þá er hann talinn „missa“ meðvitund þegar hinn persónuleikinn kemur í ljós sem á þá að vera útskýringin á þessu öllu saman. Þannig er hægt segja að Aaron sem er þá hann sjálfur og sé þá með meðvitund geti tjáð tilfinningar sínar en þegar  „Roy“  kemur og hann „missir“  meðvitund missir hann getuna til að finna fyrir tilfinningum eins og annað fólk gerir og á þá að vera útskýring á siðblindu hans þannig eins og myndin útskýrir þetta er að meðvitund=tilfinningar=ekki siðblinda og missa meðvitund=engar tilfinningar=siðblinda. Það er mjög áhugavert að horfa á þetta með þessu sjónarhorni þar sem að þetta líkist bæði kenningu William James um meðvitund og að hún sé fljótandi og geti breyst en einnig um að andstætt hugtak meðvitundar sé undirmeðvitund eins og Freud sagði um að ýmsar hræðilegar minningar einstaklings fara í undirmeðvitundina þar sem þær bælast niður eða þar sem einstaklingurinn þyrfti ekki að hugsa um þær. Seinna gæti þessi minning síðan haft áhrif á einstaklinginn ef hann hefur ekki unnið úr því eins og virðist hafa gerst í tilfelli Aaron/Roy.

Síðan er hægt að velt fyrir sér hvernig greiningin á honum tengist sálfræðinni en það má segja að með því að greina hann með annaðhvort siðblindu eða klofinn persónuleika sé verið að taka hlið persónuleikasálfræði þar sem verið er að segja að allir séu ólíkir en með því að nota áföllin sem hann varð fyrir í æsku er verið að nota umhverfið sem ástæðu fyrir hegðun hans seinna meir og því ákveðin félagssálfræði því hann hagar sér öðruvísi í kringum fólk sem að minnir hann á fortíðina.