Shutter Island

  1. nemendur:

Guðný Ása Halldórsdóttir + Katrín Eva Einarsdóttir + Mirra Sjöfn Gunnarsdóttir + Silja Rut Rúnarsdóttir.

2. Útgáfuár og land:

2010, Bandaríkin.

3. Flokkun: Nefnið þrjá flokka:

Sálfræðileg spennumynd (e. psychology thriller), dulúð (e. mystery) og drama.

4. Leikstjóri:

Martin Scorsese.

5. Leikarar:

Leonardo DiCaprio sem ?.

Mark Ruffalo sem ?.

Ben Kingsley sem ?.

Max von Sydow sem ?.

6. Stikla:

7. Hvers vegna þessi mynd?

Við völdum þessa mynd því að einn hópmeðlimur hafði séð han áður og fannst hún mjög góð og mælti með henni. Einnig er Leonardo Dicaprio aðalleikarinn og að mati hópmeðlima er hann einn af hæfileikaríkustu leikurunum sem hægt er að finna. Einnig er myndin sannkallaður sálfræðitryllir og þar liggur einmitt áhugasvið allra hópmeðlima.

8. Söguþráður:

 Myndin snýst um U.S. Marshall Edward "Teddy" Daniels og Chuck Aule sem fara á eyjuna Shutter Island þar sem spítali var staðsettur þar fyrir afbrotamenn með geðkvilla. Þeir voru þangað komnir til þess að rannsaka hvarf konu sem hafði drekkt börnunum sínum þremur. Starfsfólk spítalans var frekar óhjálplegt þannig að þeir fara í kringum eyjuna að leita af konunni. Teddy og Chuck skiljast að og þegar Teddy reynir að finna hann sér hann Chuck liggja í klettunum. Hann drífur sig til baka á sjúkrahúsið þar sem honum er tilkynnt að hann hafi komið einn á eyjuna. Hann er fullviss um að Chuck hafi komið með honum og fer að vitanum á eyjunni og kemst þar að því hvað er búið að vera í gangi.

9. Sálfræði myndarinnar:

Myndin er sálfræðileg frá byrjun til enda með margvíslegum birtingamyndum viðhorfa. Myndin gerist að mestu á eyju sem hýsir geðveika afbrotamenn en einblínir aðallega á sögu einnar persónu sem sjálfur glímir við geðsjúkdóm ásamt því að kona hans glímdi við geðsjúkdóm líka. Einn geðlæknir spilar stórt hlutverk í myndinni, mismunandi meðferðir eru sýndar og einnig sést vel hvernig komið var fram við fólk með geðræna kvilla á þessum tímum (1954).

 

10. seinni skil - Fimm spurningar:

1. Hvernig er framkoma geðlæknisins við sjúklinga sína?

Geðlæknirinn Dr. John Cawley kemur fram við sjúklinga sína af umhyggju og virðingu sem er auðsjáanlegt á því að hann viðurkennir geðræn vandamál sem veikindi og reynir að meðhöndla sjúklingana eftir bestu getu, reyna að lækna þá eða a.m.k. bæta þeirra lífsgæði. Einnig vill hann tala um íbúa eyjunnar sem sjúklinga frekar en fanga og dæmir þau ekki fyrir sína glæpi (Scorcese, 2010).

 

2. Hvernig aðbúnaður er fyrir sjúklinga á eyjunni?

Aðbúnaðurinn fyrir skjólstæðinga á eyjunni var vægast sagt hræðilegur. Geðsjúkrahúsið var á afskekktri eyju sem gerir mun erfiðara fyrir aðstandendur að heimsækja sjúklingana, þó að mögulega voru heimsóknir ekki leyfðar af öryggisástæðum. Herbergin voru mjög lítil, rúmin léleg og byggingin sjálf var í niðurníðslu eins og sést á vatnslekanum (Scorcese, 2010).

 

 3. Hvernig sést viðhorf til geðrænna kvilla?

Viðhorf til geðrænna kvilla sést meðal annars í framkomu geðlæknanna, fangavarðanna og annarra starfsmanna til sjúklinganna. Komið var fram við sjúklingana eins og þeir voru einhverjar skepnur, t.d. sést það vel í senunni þar sem Teddy og Chuck fara á deild C. Þar voru margir sjúklingarnir naktir eða léttklæddir, mörgum sjúklingum er troðið saman inn í litla klefa, ekki nógu mikið eftirlit ef þeir skyldu t.d. slasa sig. Einnig voru bæði klefarnir og sjúklingarnir mjög skítugir svo að ekki var gætt upp á hreinlæti fyrir þá. Eins og 12. kafli í kennslubókinni lýsir þá var umönnun og meðferð geðsjúkra áður fyrr auðvitað allt allt öðruvísi en hún er í dag. Geðveikrahæli voru bara eins og stofnunin í myndinni, sum herbergin voru bara eins og fangaklefar (Schultz og Schultz, 2015; Scorcese, 2010).

Geðsjúkdómur Teddy og það sem sýnt er af hans sögu bendir til þess að geðrænir kvillar þróist ekki yfir tíma sem ferli heldur kvikni umsvifalaust með eina skýra orsök. Teddy er líklega með áfallastreituröskun (e. post-traumatic stress disorder), sem þá var þekkt sem taugaáfall í stríði (e. shell shock), eftir að sinna herþjónustu í fyrri og seinni heimstyrjöldinni en martraðir Teddy veita innsýn um hversu mikið áfall reyndist honum að sjá útrýmingarbúðirnar og hryllingin sem átti sér stað þar. Þó að endurminningar hans frá árunum eftir stríð sýndu að hann var fremur fjarlægur og sótti í áfengi til að deyfa minningarnar þá gat hann bæði sinnt lögreglustarfinu og fjölskyldunni svo að áfallastreituröskunin virðist ekki hafa verið að hamla honum mikið og því ekki alvarleg. Þess utan virðist Teddy vera andlega heilbrigður en fær hins vegar sjaldgæfan og alvarlegan geðsjúkdóm eftir fjölskylduharmleikinn, eins og t.d. hugvilluröskun (e. delusional disorder) eða rofinn persónuleika (e. dissasociative identity disorder), sem veldur því að hann lifir í nánast stanslausu hugrofi (Schultz og Schultz, 2015).

Í myndinni má einnig sjá afbakaða sýn á getu sálfræðinga eða geðlækna þegar Teddy og Chuck hitta samstarfsaðila Dr. Cawley. Geðlæknirinn, Dr. Naehring, byrjar að sálgreina Teddy í fyrsta samtalinu þeirra á milli, nánast eins og fagaðilar í geðheilbrigði geti lesið hugsanir. Þess má geta að geðlæknirinn virðist aðhyllast freudísk fræði því að hann gerir athugasemdir um svör Teddy í samtalinu þeirra og nefnir varnarhætti (e. defense mechanisms) sérstaklega (Schultz og Schultz, 2015; Scorcese, 2010).

Samtal Teddy við hina „raunverulegu“ Rachel Solando í hellinum bendir til þess að fagaðilar í geðheilbrigðisgeiranum reyni að stimpla sem flesta með geðsjúkdóm sem í raun er uppsuni. Rachel lýsir því hvernig það sé nánast ómögulegt að losna frá geðgreiningu með þeim rökum að allt sem fólk segir eftir greiningu er talin vera staðfesting á geðsjúkdómnum. Rökin virðast þó ekki vera langt frá sannleikanum á þessum tíma eins og hin fræga Rosenhan rannsókn sýndi fram á en blessunarlega er staðan breytt í dag (Navidad, 2021; Scorcese, 2010).

Myndin virðist einnig gefa til kynna að fólk með geðræna sjúkdóma sé mikið meira úthugsað í sínum veikindum heldur en í raun. Í lokasenu myndarinnar sýnir Dr. Cawley hvernig Teddy hafði notað bókstafina frá raunverulegu nafni sínu til þess að mynda nýtt nafn fyrir persónuna sem hann hélt að hann væri í ofskynjunarheimi sínum og hann hafði gert það sama með nafn eiginkonu sinnar til að mynda nafnið Rachel Solando fyrir annars vegar fangann sem átti að hafa sloppið og hins vegar lækninn úr hellinum (Scorcese, 2010).

Eitt af því sem myndin sýnir vel eru þær miklu breytingar og togstreitur sem áttu sér stað í geðheilbrigðisgeiranum á þessum tíma. Myndin notar Dr. Cawley sem einskonar táknmynd fyrir þróun húmanískrar sálfræði sem sést á skoðunum hans á réttindum sjúklinga og skjólstæðingsmiðaðri nálgun hans á meðferð en barátta hans við skurðaðgerðir ,,gamla skólans” og lyfjameðferðir ,,nýja skólans” sýnir togstreituna á milli skurðaðgerða, lyfjameðferða og samtalsmeðferða. Fyrir seinni heimstyrjöldina var umönnun fólks með geðsjúkdóma að mestu í höndum geðlækna og mikil áhersla var lögð á læknisfræðilega nálgun, t.d. með skurðaðgerðum. Hins vegar skapaði seinni heimstyrjöldin svo mikla neyð í geðrænum málum að geðlæknar höfðu ekki undan sem hjálpaði nútíma klínískri sálfræði að ryðja sér braut (Schultz og Schultz, 2015; Scorcese, 2010).

 4. Hvernig meðferðir eru notaðar við kvillum sjúklinga?

Notast við við samtalsmeðferð, geðlyf, geiraskurð, hópmeðferð og hlutverkaleik við kvillum sjúklingana í myndinni.

 

 5. Brjóta fagaðilar eitthverjar siðareglur sálfræðinnar?

Já, þeir brjóta bæði núgildandi siðareglur sálfræðinga og lækna varðandi upplýst samþykki skjólstæðings fyrir meðferð með umtalsverðum blekkingum, m.a. um hver geðlæknir hans var, tilgang Teddy á eyjunni og stöðu hans í lífinu. Sömu reglu brutu þeir með því að láta Teddy hætta á lyfjum án þess að hann samþykkti það eða jafnvel vissi af því. Einnig er ekki ljóst hvort að þessi tiltekna meðferð leiddi af sér meiri ávinning heldur en skaða þar sem að Teddy fékk sársaukafull fráhvörf af lyfjunum ásamt því að fá töluvert áfall þegar hann uppgötvaði sannleikann (American Psychological Association, 2017; World Medical Association, 2022).

Heimildaskrá

American Psychological Association. (2017, 1. janúar). Ethical principles of psychologists and code of conduct. Https://Www.Apa.Org. https://www.apa.org/ethics/code

Navidad, A. E. (2021, 16. nóvember). Rosenhan Experiment (1973) „On being sane in insane places“. Simply Psychology. https://www.simplypsychology.org/Rosenhan_experiment.html

Schultz, S. E. og Schultz, D. (2015). A history of modern psychology (11. útg.). CENGAGE Learnig custom publishing.

Scorcese, M. (Leikstjóri). (2010). Shutter Island [kvikmynd]. Paramount Pictures.

World Medical Association. (2022, 18. október). WMA International Code of Medical Ethics. https://www.wma.net/policies-post/wma-international-code-of-medical-ethics/