I'm a Cyborg, but that's Ok

Nafn myndar

I‘m a Cyborg, but that‘s OK.

Nemendur

Anqi Wang, Erna Benediktsdóttir, Lovísa Ragna Blöndal.

Flokkun myndefnis

Grínmund, drama, rómantík.

Leikstjóri, Land og Ár

Park Chan-Wook, Suður-Kórea, 2006.

Helstu Leikarar

Lim Soo-Jung sem Cha Young-Goon.

Jung Ji-Hoon (Rain) sem Park Il-Sun.

Lee Young-Nyeo fer með hlutverk móður Young-Goon.

Son Young-soon fer með hlutverk ömmu Young-Goon.

Stikla

Heimild: I'm a Cyborg but that's OK (2006) ORIGINAL TRAILER [HD 1080p]

Hvers vegna?

Þessi mynd varð fyrir valinu vegna áhuga okkar á hvernig geðsjúkdómum er lýst í ólíkum menningarheimum t.d. Suður-Kóreu. Við fyrstu skoðun sáum við að hún var merkt sem rómantísk gamanmynd, sem er áhugaverð flokkun fyrir mynd sem fjallar um geðklofa. Kóreskar gamanmyndir hafa tilhneigingu til að hafa ýkta og dramatíska birtingarmynd og vaknaði það áhuga okkar á hvernig leikstjórinn myndi fara með þetta málefni.

Söguþráður

Myndin fjallar um unga konu, Cha Young-goon, sem glímir við geðklofa og heldur að hún sé vélmenni. Hún telur að það eina sem hún þurfi sem orkugjafa er að sleikja batterí. Myndin skeður að mestu leyti innan veggja geðspítala. Þar kynnist hún manni, Park Il-sun, sem er stelsjúkur og telur að hann geti stolið persónueinkennum annarra.

FJÓRAR SÁLFRÆÐILEGAR SPURNINGAR

TVÆR Styttri spurningar

1. Er myndin að sýna góða birtingarmynd á geðklofa?

Kvikmyndin I’m A Cyborg But That’s Ok notar umgjörð geðstofnunar og ranghugmyndir persónanna sem myndlíkingar fyrir ýmis geðræn þema. Geðrænt ástand Young-goon er sett fram sem dæmigerð birtingarmynd geðklofa. Þrátt fyrir að sumir telji myndina lýsa geðklofa, stefnir hún ekki beint að því að gefa nákvæma klíníska lýsingu á röskuninni, hvorki með tilliti til geðklofa né annarra geðrænna sjúkdóma. Í staðinn notast kvikmyndin við list-og táknrænar aðferðir sem tengjast ekki klínískum einkennum til að grípa athygli áhorfenda. Helstu einkenni geðklofa svo sem óráð, hug-og skynvillur (GEÐKLOFI, 2014) eru ekki gerð nægilega góð skil í myndinni. Skortur á fræðandi eða klínísku samhengi myndarinnar veldur því að hún fjarlægist enn frekar frá raunhæfum skilningi á ástandinu. Mikilvægt er að muna að geðklofi er flókin geðræn röskun sem birtist ólíkt hjá mismunandi einstaklingum (National Institute of Mental Health, 2020). Þar af leiðandi gefur kvikmyndin ekki nákvæma né ítarlega lýsingu á geðklofa. Þrátt fyrir þennan mismun nær kvikmyndin að sýna ágætlega ákveðna þætti röskunarinnar, sérstaklega hvernig ranghugmyndir virðast raunverulegar fyrir þá sem upplifa þær og hvernig fyrrum áföll hafa áhrif á hugsunarferli einstaklings. Eitt eftirminnilegasta atriði kvikmyndarinnar, þekkt sem: Massacre scene er gott dæmi um þetta. Atriði þar sem aðalpersóna myndarinnar Young-goon, upplifir sig skjóta á starfsmenn og sjúklinga spítalans með fingrum sínum í formi vélbyssu er skýr mynd af innri átökum hennar og hversu raunverulegar ranghugmyndir geta verið þeim sem upplifa þær.

2. Hver voru áhrif fjölskyldu Young-goon á einkenni hennar?

Amma Young-goon glímdi sjálf við geðklofa og trúði því að hún væri mús. Þessi upplifun sem virðist vera skaðlaus í fyrstu, en hefur seinna afdrifaríkar afleiðingar fyrir hana. Hún byrjar eingöngu að borða radísur og samræmir hegðun sína við hegðun músar. Þessi sérkennilega hegðun hennar leiðir til vistunar á geðspítala þar sem Young-goon sér hversu slæma meðhöndlun amma hennar fær. Þessi atburður er átakalegur og hefur djúpstæð áhrif á hana og andlegt ástand hennar. Veikindi og ástand ömmu hennar hafði því veruleg áhrif á upplifun og skilning Young-goon á geðheilbrigði og átti þar með sinn þátt í að móta hvernig hún túlkaði eigin upplifanir. Þegar hún tjáir sig við móður sína og segir henni að hún sé vélmenni, velur móðir hennar frekar að fela geðrænu vandamál dóttur sinnar fyrir öllum frekar en að taka á þeim og fer fram á að veikindunum væri haldið leyndum. Kvikmyndin dvelur ekki við áhrif erfðar á Young-goon eða ömmu hennar, en sérkennileg hegðun þeirra beggja gæti gefið vísbendingu um að arfgengi spili inn í geðástand Young-goon. Þetta er sérstaklega áhugavert með tilliti til þess að geðklofi er talinn vera arfgengur sjúkdómur.

Stærri sálfræðilegar spurningar:

1. Hvernig var sambandið á milli Young-Goon og Il-Sun lýst í myndinni og hvernig hefur sambandið hjálpað báðum einstaklingum með vandamálin sín? Hvernig er persónuþróunin?

Greinilegt er að samband Young-goon og Il-sun aðstoðar þeim báðum að ganga í gegnum lífið. Il-sun fer aldrei gegn hugmyndinni að hún sé vélmenni, heldur gerir hann hluti með henni til að ná markmiði sínu sem vélmenni, að eyðileggja allan heiminn. Young-goon hefur mikið traust til Il-sun og að hann muni aðstoða hana til að hún nái markmiðum sínum.

Óljóst er hvort Il-sun sé einnig með geðklofa en álykta má að hann sé að stríða við einhverskonar geðrofssjúkdóm. Vitað er að Il-sun var sendur á geðspítalann vegna andfélagslegrar persónuleikaröskunar og stelsýki, hins vegar er stelsýkin hans alls frekar óhefðbundin. Il-sun telur að hann geti stolið persónueinkennum og tilfinningum fólks með grímum.

Annað athyglisvert er þegar hann var dæmdur til vistar á geðdeild, þá sagði dómarinn að hann myndi minnka þar til hann hyrfi. Sjá má Il-sun minnka við óþægilegar aðstæður í gegnum myndina, áætla má að hann telji sig í raun vera að minnka þar sem hann segir helsta ótta sinn vera að hann muni einn daginn minnka svo mikið að hann muni hverfa.

Bæði Young-goon og Il-sun gengu í gegnum áföll sem virðast ýkja einkenni þeirra. Fyrir Young-goon var það þegar amma hennar var þvinguð inn á geðdeild fyrir geðklofa og fyrir Il-sun var það þegar mamma hans yfirgaf hann. Il-sun sagði að mamma hans hafi tekið alla rafmagnstannbursta með sér þegar hún fór og þar af leiðandi burstar hann alltaf á sér tennurnar þegar hann varð eldri og upplifir kvíða.  Áður en að amma Young-goon var þvinguð á geðdeild virðist ástand Young-goon hafa verið betra, amma hennar var þessi stuðningsaðili fyrir hana sem dæmdi hana aldrei. Geðklofa einkenni Young-goon ýkjast eftir að amma hennar er tekin burt og það áfall virðist verða að megintilgangur lífs hennar. Hún þarf að hefna ömmu sína með því að verða að sterku vélmenni, með enga samúð svo hún gæti drepið alla lækna, því þeir tóku ömmu hennar frá henni.

Amma hennar notaði gervitennur til að borða radísur, en fékk ekki að taka þær með sér á geðdeildina. Young-goon notar þessar tennur til að tala við raftæki inn á geðdeildinni til að tengja sig við ömmu sína og ætlar sér að koma þeim aftur til hennar svo amma hennar fái að lifa eins og músin sem hún telur sig vera.

Hins vegar virðist Young-goon eiga erfitt með að sýna enga samúð og biður því Il-sun um að stela samúð hennar. Þetta atriði er mjög áhugavert þar sem Il-sun telur að hann geti bara stolið persónueiginleikum frá fólki, en aðeins þegar sá sem um ræðir vill alls ekki að þeim sé stolið. Hins vegar hefur hann ferlið sitt til að stela samúð hennar. Þar sem Il-sun er með andfélagslega persónuleikaröskun á hann að hafa litla samúð, hins vegar virðist samúð hans vera meginástæðan fyrir af hverju hann “stelur” samúð Young-goon. Eftir að hann stelur samúð hennar má sjá að hann upplifir allskonar nýjar tilfinningar og samúð hans eykst.

Óljóst er hvort Il-sun telji Young-goon í raun og veru vera vélmenni þar sem sýn hans virðist breytast út alla myndina. Il-sun bjargar lífi Young-goon þar sem hún neitar að borða, því matur myndi skemma vélina í henni. Hann býr þá til “rice megatron” vél sem á að breyta hrísgrjónum í rafmagn inn í líkama hennar. Þessi “vél” er minjagripur um mömmu hans og hann virðist ná að losa sig við áfallið tengt mömmu sinni við það að sleppa takinu á þessum minjagrip. Hann fremur gervi aðgerð á Young-goon þar sem hann lætur eins og hann sé að setja þessa vél inn í hana, sem gefur áhorfendum til kynna að hann trúi sjálfur ekki að hún sé vélmenni.

Hins vegar þegar hún borðar í fyrsta skipti eftir gervi aðgerðina faðmar hann hana og starir í gegnum líkama hennar á rice megatroninn og virðist vera sáttur við að uppfinning hans sé að virka. Því er óljóst hvort hann telji hana í raun og veru vera vélmenni eða ekki.

Il-sun verður svo upptekinn af því að aðstoða Young-goon að hann minnkar verulega þjófnað sinn og sýnir mun meiri tilfinningar gagnvart henni.

Hvort sem Il-sun telji Young-goon í raun vera vélmenni eða ekki, sýnir hann henni alltaf mikinn stuðning og fer meðal annars með henni upp á þak á geðspítalanum á þeim dögum sem það rignir til þess að halda í málmstöng með henni í vonum um að elding slái í hana og Young-goon verði full hlaðin sem vélmenni. Auk þess bursta þau á sér tennurnar saman og virðist því tannburstunin ekki lengur vera öryggishegðun fyrir Il-sun.

2. Hvernig voru aðstæðurnar á geðspítalanum og hvernig er meðferðin?

Myndin sýnir ýkta birtingarmynd af geðklofa, en ýkjurnar enda ekki þar. þrátt fyrir að myndin bjóði upp á dramatíska og súrrealíska, myndræna framsetningu, sem gerir myndina einstaka, þá er framsetning á geðspítalanum alls ekki í samræmi við raunveruleikann. Sem dæmi má nefna að þegar Young-goon er fyrst lögð inn á geðdeild, þá virðist sem skjólstæðingur á deildinni hafi tekið að sér að sýna henni staðinn. Þetta myndi aldrei gerast í raunveruleikanum. Einnig sjáum við hvernig skipulagið er ábótavant. Við sjáum að skjólstæðingar eiga auðvelt með að komast undan gæslu og starfsmenn vantar á vakt. Slík atvik eru sjaldgæf í raunveruleikanum þar sem geðspítalar og geðdeildir fylgja ströngum siðferðis-og læknisfræðilegum lögum. Geðdeildir í raunveruleikanum eru aðstæður sem bjóða upp á umönnun og meðferðir fyrir einstaklinga sem þjást af alvarlegum geðsjúkdómum eins og geðklofa, geðhvarfasýki, alvarlegu þunglyndi og áráttu- og þráhyggjuröskun. Almennt bjóða geðdeildir upp á meðferðir sem eru sérsniðnar fyrir hvern skjólstæðing. Þetta kom ekki fram í kvikmyndinni þar sem hún sýndi mjög takmarkaða meðferðamöguleika, þar á meðal hópviðtöl sem og lyfja-og raflostmeðferð. Almennt er mælt með hugrænni (HAM) eða díalískri atferlismeðferð (DAM) en hún var ekki sérkennandi í myndinni. Það er erfitt að meta klíníska nákvæmni fyrir þessa mynd þar sem hún er merkt sem rómantísk gamanmynd, en eflaust er mikilvægt að nokkuð nákvæm birtingarmynd væri til staðar fyrir slíkt umfjöllunarefni eins og geðklofa. Samt sem áður sýnir myndin meðferðir sem eru notaðar við alvarlega geðsjúkdóma eins og t.d. raflostmeðferð, sem hefur skilað góðum árangri við alvarlegum þunglyndiseinkennum. Þeirri meðferð var beitt á Young-goon þar sem hún neitaði að borða og læknarnir töldu að sú meðferð væri nauðsynleg fyrir hana til að lifa af.

Heimildaskrá

  1. GEÐKLOFI. (2014, July 8). ÍSLENSK ERFÐAGREINING. https://www.decode.is/gedklofi/

  2. National Institute of Mental Health. (2020). Schizophrenia. U.S. Department of Health and Human Services, National Institutes of Health. Sótt 26. október 2023, af https://www.nimh.nih.gov/health/topics/schizophrenia 

  3. Cuncic, A. (2023). PsychWard: What happens if you are Admitted?. Verywellmind. Sótt 29. Október 2023. Af https://www.verywellmind.com/what-is-a-psych-ward-5217423