The Silence of the Lambs

Nemendur

Andrea Katrín Harðardóttir, Frank Gerritsen, Ísak Bjarkason og Sigurður Bjarnason.

Nafn

The Silence of the Lambs.

FLOKKUN

Sálfræðileg hryllings-, spennumynd (e. psychological horror, thriller).

LEIKSTJÓRI

Jonathan Demme, Bandaríkin, 1991.

LEIKARAR

Jodie Foster sem Clarice Starling.

Anthony Hopkins sem Dr. Hannibal Lecter.

Ted Levine sem Buffalo Bill.

Scott Glenn sem Jack Crawford.

5. STIKLA:

​​Heimild: THE SILENCE OF THE LAMBS (1991) | Official Trailer | MGM

HVERS VEGNA?

The Silence of The Lambs varð fyrir valinu vegna þess að Antyony Hopkins í hlutverki sínu sem Hannibal Lecter var talið leikur sem þörf er að sjá af einum í hópnum sem hafði séð myndina. Einnig töldum við enga betri mynd til þess að horfa á sálfræðilega heldur mynd um tvo fjöldamorðingja, þar sem annar er geðlæknir.

SÖGUÞRÁÐUR

FBI nýliði Clarice Starling fær að vinna hjá atferlis greiningardeild (e. behavioral analysis unit), undir leyðsögn Jack Crawford. Crawford skipar henni að heimsækja Dr. Hannibal Lecter, mannætu morðingja, í von um að fá innsýn í raðmorðinginn Buffalo Bill. Fórnarlömbin sem Buffalo Bill myrti voru sex ungar konur í smá yfirþyngd. Clarice verður að taka þátt í sálfræðilegum samskiptum við Lecter til að afhjúpa vinnubrögð morðingjans. Málið tekur svo nýjan snúning þegar þeir finna Hauskúpufiðrildi (e. Death's Head Moth) í hálsi sjötta fórnarlambsins. Með hjálp Lecter leita þeir að sjöunda fórnarlambinu, Catherine Martin. Á endanum sleppur Lecter, Clarice stendur frammi fyrir Buffalo Bill og hún útskrifast úr Akademíunni.

FJÓRAR SÁLFRÆÐILEGAR SPURNINGAR

TVÆR STYTTRI SPURNINGAR


1. Hvernig leika rithöfundar kvikmyndarinnar sér með nafnið á myndinni?

Í myndinni segir Clarice frá áfallalegri upplifun í æsku þar sem hún verður vitni að því að lömbum sé slátrað á sveitabæ fóstur-fjölskyldu hennar. Hún lýsir því hvernig hún reyndi að bjarga einu lambinu en var ófær að koma í veg fyrir dauða þess. „Þögn lambanna“ táknar hjálparleysi hennar og áfalla viðburð úr fortíð hennar, sem ásækja hana.

Í samhengi myndarinnar táknar titillinn varnarleysi einstaklinga, eins og lömbin, sem eru fórnarlömb og geta ekki verndað sig. Það endurspeglar einnig víðtækari þemu, ótta, stjórn og sálfræðilega dýnamík (e. psychological dynamics) sem könnuð er í sögunni, sérstaklega í samskiptum Clarice Starling og Dr. Hannibal Lecter. Clarice telur sig geta þaggað í lömbunum með því að ná Buffalo Bill og bjarga sjöunda fórnarlambi hans.

2. Af hverju gat Clarice fengið Dr. Hannibal Lecter til þess að tala við sig þegar hinir gátu það ekki?

Hannibal Lecter var þekktur fyrir það að vilja ekki tala við rannsóknarlögreglumenn til að hjálpa við rannsóknir á Buffalo Bill. Hins vegar þegar Clarice tók viðtal við hann þá var hann tilbúinn að gefa henni upplýsingar með þeim skilyrðum að hún myndi segja honum eitthvað persónulegt í staðinn. Til dæmis í fyrsta viðtalinu sem Clarice tók við Hannibal Lecter þá vildi hann aðeins vita hvaðan hún er en því oftar sem þau töluðu saman því persónulegri urðu spurningarnar. Með þessum samræðum mynduðust smám saman tengsl milli Clarice og Hannibal Lecter og er það mögulega ástæðan fyrir því að hann var tilbúinn að veita henni upplýsingar. Það getur einnig útskýrt ástæðuna fyrir því að í lok myndarinnar sagði Hannibal Lecter að hann myndi aldrei skaða Clarice þar sem hún gerir heiminn áhugaverðari.

TVÆR STærRI SPURNINGAR

1. Hverjar voru sálfræðilegar ástæður Buffalo Bill fyrir því að búa til samfesting úr húð?

Buffalo Bill eða Jame Gumb er illmenni myndarinnar og er flókin og djúpur karakter. Gumb rænir og myrðir stelpur og notar síðan húð þeirra í einhverskonar samfesting. Til þess að skilja hvers vegna hann gerir þessa hræðilegu hluti verðum við að læra meira um hver Buffalo Bill er. Gumb var settur á fósturheimili þegar hann var aðeins 2 ára þar sem að mamma Gumb var alkóhólisti eftir að leikferill hennar gekk illa. Gumb var á fósturheimili þangað til að hann var 10 ára, þá var hann ættleiddur af ömmu sinni og afa. Gumb byrjaði strax að sýna geðræn vandamál og hann endar á því að drepa ömmu sína og afa þegar hann var aðeins 12 ára. Eftir það er Gumb sendur á geðspítala þar sem hann lærir að sauma. Gumb þurfti greinilega að þola margt í æsku og eitt frægasta tilvitnun myndarinnar er þegar Hannibal segir: Our Billy wasn't born a criminal, Clarice. He was made one through years of systematic abuse. Honum leið svo illa með sjálfan sig eftir alla misnotkunina sem að hann þurfti að þola að honum fannst hann þurfa að breyta sér á einhvern hátt og þess vegna hélt Gumb að hann væri transsexual og samkynhneigður en hann var það í rauninni ekki.

Gumb byrjaði í sambandi með manni sem hét Benjamin Raspail en eftir að Raspail komst að því að Gumb hefði myrt hans fyrrverandi þá benti Raspail honum Gumb að fara til geðlæknis. Sá geðlæknir var Hannibal Lecter og eftir einn tíma var eins og Gumb hefði verið heltekinn af því að verða kona og hann sótti um að fara í kynskiptingu en fékk hana ekki í gegn þar sem að hann féll á geðprófi. Þetta fyllti Gumb af reiði og seinna meir, þegar að hann drap þáverandi kærustu sína í reiðiskasti, ákvað hann að búa til konu búning úr skinni hennar. Hann hélt áfram að drepa konur og taka skinnið af þeim til þess að búa til þennan búning. Gumb þráði að breyta sjálfum sér og hann trúði því að ef að hann gæti breytt um kyn og verið í konu búningnum sínum þá myndi honum líða betur með sjálfan sig, þar sem að hann var með svo lágt sjálfstraust eftir misnotkunina í æsku. Gumb hefði þurft meiri stuðning í æsku og mikla sálfræðilega hjálp til þess að kljást við erfiða æsku sína.

2. Er Dr. Hannibal Lecter tilfiningarlaus?

Dr. Hannibal Lecter vann sem geðlæknir og er gáfaður, því er enginn furða að hann notfærði sér þá hæfileika meðan hann var innlagaður, sér til gamans. Það sést að hann hatar það að enginn nær að skilja sálfræði jafn vel og hann, sérstaklega þegar það kemur að fjöldamorðingjum. Munurinn á réttu og röngu virðist ekkert flækjast fyrir honum, heldur er honum bara alveg sama. Hann sýnir yfir myndina að afleiðingar gjörða sinna skipta honum engu máli. Sem leiðir til þess að hann leikur sér með líf annara sér til gamans. Ekki út af vilja til að sjá aðra þjást, heldur gerir hann það sem hann vil, sama hverjar afleiðingarnar eru.

Þegar Clarice kemur að hitta hann, þá var hann upprunalega ekki tilbúinn til að spjalla við hana. Hann móðgast af því að Crawford hafi sent stelpu sem er enn í þjálfun til þess að ræða við hann. Þar sem hann lítur á sig sem mikilmenni þá særir það hann að það sé ekki sent betur reyndan fulltrúa til að taka viðtal við hann. Eftir að hafa talað við hana sér hann að hún er ekki nógu góð fyrir hann og hreytir í hana skömmum og lítillækkandi orðum sem leiða til þess að hún fer. En á leiðinni til baka kastaði annar fangi sáðláti á hana. Lecter varð afbrýðisamur og reiður þegar hann sá að einhver annar var að leika sér með dótið sitt sem í þessu tilfelli er Clarie. Hann var snöggur að hefna sín.

Hann verður heltekinn af því að leika sér með Claire og heimtar að frá sögur úr lífi hennar í skipti fyrir frekari upplýsingar sem hjálpa við að leysa málið. Hann heimtar einnig að vera fluttur frá fangelsinu, þar sem hann hatar fangelsisstjórann. Claire býður honum falsaðan samning sem býður upp á það að vera fluttur annað. Lecter kemst hins vegar að því að samningurinn sé falsaður. Lecter tekur það út á móður stúlkunnar sem var rænt og gefur falskar upplýsingar um staðsetningu Buffalo Bills. Sem sýnir okkur að Lecter er hefnigjarn maður. Þessi atvik sanna að Dr. Hannibal Lecter sé ekki tilfinningalaus maður.

Heimildir

?