Promishing Young Woman

1. nemendur:

Dagrún Birta Karlsdóttir + Elísabet Freyja Þorleifsdóttir + Katrín Jónsdóttir + Kristjana Elva Karlsdóttir.

2. Útgáfuár og land:

25. desember 2020 (Bandaríkin).

3. Flokkun: Nefnið þrjá flokka:

Thriller, dark comedy, drama.

4. Leikstjóri:

Emerald Fennell.

5. Leikarar:

Carey  Mulligan sem Cassandra.

Bo Burnham sem Ryan.

Alison Brie sem Madison.

Clancy Brown sem Stanley.

Jennifer Coolidge sem Susan.

6. Stikla:

7. Hvers vegna þessi mynd?

 Myndinni er lýst sem black comedy thriller film og fjallar um hvað nauðgun getur haft gríðarleg áhrif á einstakling og aðstandendur hans. Í myndinni er komið inn á áföll, andlega vanlíðan m.a. þunglyndi og sjálfsvíg. 

Einnig er sýnt með mjög skýrum hætti hversu algengt og rangt það er hvað fólk er tilbúið að ganga langt til að reyna að hylma yfir kynferðisbrot og hvað gerendameðvirkni er algeng, því einstaklingar sem fremja brotin er oft mjög efnilegir ungir menn. Ásamt því hversu skelfilegar afleiðingar það getur haft í för með sér að þegar nauðgunarmenning er allsráðandi í samfélögum. Og mikilvægi þess að uppræta hana til að koma í veg fyrir þolendaskömm og að fólk yfir höfuð fremji verknaðinn nauðgun. (Myndin nefnir aldrei beint orðið nauðgun né sýnir hún kynlífssenur.)

 

8. Söguþráður:

Myndin fjallar um Cassöndru eða Cassie sem missti bestu vinkona sína Ninu. Þær voru saman í læknisnámi þegar Ninu var nauðgað af bekkjarfélögum þeirra. Engin í skólanum trúði Ninu og engin var kærður. Það verður til þess að Nina fremur sjálfsvíg. Cassie reynir að ná fram hefndum í myndinni fyrir Ninu með mjög óvanalegum leiðum.

 

9. Sálfræði myndarinnar:

Myndin fjallar um nauðgun og þeim hræðilegu afleiðingum sem það getur haft í för með sér að lenda í slíku áfalli. En mikil áhersla er lögð á afleiðingar nauðgunar. Ásamt því hvernig það er að vera aðstandandi í þessum sporum. Þunglyndi og sjálfsvíg er stór partur af myndinni einnig fá tilfinningarnar skömm, sektarkennd og reiði stórt plás í myndinni. 

 

10. seinni skil - Fimm spurningar: 

  1. Hvað hefði Cassie geta gert öðruvísi til þess að stoppa örlög sín?

Cassie hefði getað sent myndband sem hún var með í höndnunum af hræðilega atburðinum og þannig komið upp um alla gerendurna.

 

2. Hver var birtingarmynd kynferðislegs ofbeldis í myndinni?

Nauðgun, þ.e.a.s. samræði eða önnur kynferðismörk hafðar við manneskju án samþykkis hennar. Í þessu tilfelli tóku fleiri en einn þátt og er þá talað um hópnauðgun. Einnig var nauðgunin tekin upp og myndbandinu dreift. Þá er talað um stafrænt kynferðisofbeldi.

 

3. Hvað hefði fagaðili getað aðstoðað Cassie með?

Þunglyndið sem hún upplifði eftir sjálfsvíg vinkonu sinnar Ninu, ásamt reiðinni og sektarkenndinni gangvart því að hafa ekki getað hjálpað og stutt vinkonu sína betur eftir áfallið. Einnig reiðinni gagnvart þeim mönnum sem brutu á vinkonu hennar.

 

4. Hvers vegna fannst leikstjóra mikilvægt að ráða þekkta grínleikara fyrir myndina?

Sýn leikstjórans var að skapa karaktera sem væru viðkunnalegir og vel liðnir en eru samt hluti af gerandameðvirku samfélagi eða beita ofbeldi.

 

5. Hver er versta martröð karlmanns? Og hvers vegna ætti að forðast verstu martröð karlmanns á kostnað verstu martraðar kvenna?

 Versta martröð karlmanns er að verða gómaður eða dæmdur fyrir nauðgun. Og fá á sig stimpilinn “kynferðisafbrotamaður.” Titill myndarinnar Promising young women er að vitna í promising young man, en skilgreiningin er maður sem er líklegur til að ná árangri í framtíðinni. Einnig tengist titilinn máli í Bandaríkjunum árið 2016 þegar nemandi að nafni Brock Turner við Standford háskólann nauðgaði stelpu sem var ekki með meðvitund í partýi á skólalóðinni. Dómarinn dæmdi hann aðeins í 6 mánaða fangelsi og hann losnaði hann eftir 3 mánuði. Í yfirlýsingu sinni sagði dómarinn að Turner hefði aldrei brotið af sér áður, væri góður nemandi og sundkappi. Virkilega promising young man og að fá lengri dóm myndi hafa mikil áhrif á hann.

Í myndinni er reynt að sýna áhorfendanum hvernig samfélagið horfir á nauðgun og tekur á málum sem slíkum. Það er betra að stelpur lifi við skömm og með ptsd heldur en að maður sem brýtur gegn konu sé stimplaður og mannorð hans sé eyðilagt. En við teljum að með herferðinni #metoo og vitundarvakningu frá hugrökkum konum sem hafa stigið upp og sagt frá þá sé þetta viðhorf að breytast, en ennþá er langt í land. 

Til að tengja myndina við sálfræði og togstreytu þá tókum við fyrir erfðir eða umhverfi. En myndin fjallar um áhrif samfélagsins á líf tveggja kvenna og sýnir hvaða hræðilegu afleiðingar geranda meðvirkt samfélag getur haft á líf fólks sem lendir í kynferðisofbeldi. Þrátt fyrir að Cassie og Nina voru klárar konur sem voru að læra læknisfræði og framtíðin þeirra virðist björt þá vegnar þeim hvorum vel eftir atvikið, þar sem skólinn og réttarkerfið bregðast þeim, Samkvæmt myndinni getur eitrað umhverfi skemmt mikið fyrir efnilegum einstaklingum sem fá ekki stuðninginn sem þeir þurfa á að halda. Cassie og Nina eru að einhverju leyti útskúfaðir úr skólanum og úr vinahópum og eru sakaðar um lygar sem er annað áfall út fyrir sig og í raun önnur tegund af ofbeldi og gaslýsingu. Í sálfræði er stanslaust rökrætt um hvort erfðir eða umhverfi sé stærri áhrifa þáttur, en myndin sýnir skýrt hvað umhverfi og samfélag hefur mikil áhrif á líf einstaklinga. 

Klassísk sálfræðileg hugtök eru notuð eins og t.d. minni. En í myndinni er Cassie mikið að rifja upp og fara fram og til baka í sögu þeirra vinkenna. Ásamt því var Cassie að yfirheyra fólk í tengslum við skelfilega atburðinn og margir töldu sig ekki muna hvað átti sér stað þessa nótt sem brotið átti sér stað.