The Woman in the Window

Nemendur

Elfa Margrét Ólafsdóttir, Móheiður Ólafsdóttir, Tinna Sif Teitsdóttir.

Nafn

The Woman in the Window.

FLOKKUR

Sálfræðileg spennumynd,  ráðgáta, drama.

LEIKSTJÓRI, LAND OG ÁR

Joe Wright, Bandaríkin, 2021.

HELSTU LEIKARAR

Amy Adams sem Dr. Anna Fox.

Gary Oldman sem Alistair Russell.

Jennifer Jason Leigh sem Jane Russell.

Fred Hechinger sem Ethan Russell.

STIKLA

https://www.youtube.com/watch?v=J0hTmzISOlQ

HVERS VEGNA?

Við völdum The Woman in the Window vegna þess að það er spennandi mynd sem tengist vel sálfræðilegum hugtökum. Myndinn lýsir vel áhrifum einangrunar og sýnir hvernig sálrænt ástand getur haft áhrif á skynjun og raunveruleikaskilning. Auk þess var myndin valin vegna þess hvernig hún krefur áhorfandann um að efast stöðugt um sannleika þess sem hann sér, sem speglar hvernig andleg vanlíðan getur brenglað bæði eigið sjálfstraust og skilning á umhverfinu.

SÖGUÞRÁÐUR

Anna Fox er sálfræðingur sem þjáist af víðáttufælni (e. agoraphobia). Hún er því föst á heimili sínu í New York og eyðir tíma sínum í að fylgjast með nágrönnum sínum út um gluggann. Eitt kvöldið verður hún vitni að því að nágrannakona hennar, Jane Russel, er myrt en engin virðist trúa henni og hún fer að efast um hvað er raunverulegt.

FJÓRAR SÁLFRÆÐILEGAR SPURNINGAR

Tvær styttri sálfræðilegar spurningar

1. Hvað olli víðáttufælni Önnu?

Anna lendir í bílslysi þar sem maðurinn hennar og dóttir deyja. Hún finnur fyrir mikilli sektarkennd og sorg þar sem hún telur bílslysið vera sér að kenna. Áfallið, sorgin og sektarkenndin verða til þess að hún upplifir heiminn sem hættulegan og ógnvekjandi stað. Það er henni því auðveldara að loka sig af frá umheiminum þar sem heimil hennar er öruggari staður. Einangrunin gerir henni einnig kleift að sleppa að takast á við veruleikann og missinn sem hún varð fyrir.

2. Hvernig hefur Ethan áhrif á andlegt ástand Önnu og skynjun hennar í gegnum söguna?

Ethan hefur gríðarleg áhrif á andlegt ástand Önnu. Þessi áhrif eru sérstakelga vegna vantrausts og óvissu sem Anna finnir fyrir frá honum. Við fyrstu kynni virðist Ethan vera indæll strákur sem Anna myndar traust samband við, en þegar líður á myndina eru breytingar á sambandi þeirra. Samband þeirra er ekki lengur traust og finnur Anna fyrir auknum rugling og óöryggi í sínu daglega lífi. Anna er byrjuð að hafa óvissar hugmyndir um hvað er raunveruleikinn. Ethan er lykilhlutverk í þessari óvissu hjá Önnu þar sem hann ýtir undir hræðslur hennar og eykur þau innri átök sem hún er að glíma við. Þetta ollir því að Anna á í erfiðleikum með að átta sig á því hvað er raunverulegt og hvað er ímyndað.

Tvær stærri sálfræðilegar spurningar

3.Hvað er víðáttufælni og hvernig birtist hún í myndinni í gegnum karakterinn Dr. Anna Fox?

Víðáttufæli eða agórafóbía, er kvíðaröskun sem einkennist af hræðslu við aðstæður eða umhverfi þar sem flótti gæti orðið erfiður ef kvíðakast skyldi skella á. Vísindamenn vita ekki nákvæmlega hvað veldur víðáttufælni en hún tengist oft ofsakvíða sem er ómeðhöndlaður og um það bil þriðjungur þeirra sem eru með ofsakvíða þróa með sér víðáttufælni (Persóna.is, 2008). Einstaklingur sem þjáist af víðáttufælni á erfitt með að vera í opinberum rýmum og á fjölmennum stöðum, þar sem hann finnur fyrir miklum ótta og kvíða. Þessi ótti leiðir til þess að einstaklingar forðast þessar aðsæður algjörlega og í alvarlegustu tilvikum geta þeir orðið ófærir um að fara út frá eigin heimili. Eins og hægt er að álykta þá er víðáttufælni mjög hamlandi kvíðaröskun. Hún kemur í veg fyrir að einstaklingur geti stundað vinnu og sumir þurfa að stóla algjörlega á fjölskyldu og vini til að aðstoða sig við daglegar þarfir, eins og að fara í búðina (Cleveland clinic, e.d.).

Í myndinni The Woman in the Window er aðalpersónan Dr. Anna Fox með víðáttufælni og birtast einkenni hennar á mjög áberandi hátt. Kvíðaröskunin hefur tekið yfir líf hennar að miklu leyti og hefur hún einangrað sig algjörlega inni á eigin heimili, þar sem hún upplifir sig örugga. Hún neitar að fara út, sama hvaða aðstæður koma upp. Víðáttufælni er oft tengd öðrum röskunum, eins og kvíða og áfallastreituröskun, sem eru einnig þættir áberandi í lífi Önnu. Það er skýrt að missir fjölskyldu hennar hafi haft djúpstæð áhrif á hana þar sem hún lifir einangruðu lífi og reynir helst að forðast öll samskipti utan heimilis. Hún lifir í stöðugum ótta um að yfirgefa heimili sitt og fylgist því með heiminum einungis í gegnum glugga. Glugginn í raun táknar samband hennar við heiminn í kringum sig. Glugginn er bæði tenging hennar við raunveruleikann og hindrun hennar sem festir hana innan svæðis heimilisins. Í gegnum myndina sjáum við að víðáttufælni hefur áhrif á alla þætti í hennar lífi: Hún er félagslega einangruð, reynir að forðast líkamleg samskipti og notar lyf til að stjórna kvíða sínum. Hinsvegar, hefur lyfjanotkun hennar áhrif á skynjun hennar sem ollir því að það sé erfiðara fyrir hana að takast á við þessa röskun. Víðáttufælnin, blönduð við lyfjanotkun hennar, gerir Önnu erfitt að greina á milli raunveruleika og ímyndunar. Þetta kemur fram í myndinni þegar hún efast um skynjun sína á því sem hún sér fyrir utan gluggana. Þetta óöryggi gerir það að verkum að hún er sífellt í vafa um hvað er raunverulegt og hvað er ekki.

4. Hvaða hlutverki gegnir áfengis- og lyfjanotkun við að magna upp geðræna sjúkdóma eins og kvíða og þunglyndi?

Áfengis- og lyfjanotkun hefur oftar en ekki mjög slæm áhrif á geðræna sjúkdóma þar sem notkunin á efnunum magna upp áhrif þeirra. Þetta er sérstaklega áberandi í myndinni The Woman in the Window þar sem Anna Fox er oft að blanda uppáskrifuðum lyfjum við mikið magn af áfengi. Áfengis og lyfjanotkun er hennar leið til þess að draga úr óþæginlegum tilfinningum eins og kvíða, sorg og áfallastreitu. Þessi leið hefur hins vegar oft mjög slæmar afleiðingar þar sem þetta er aðeins tímabundin lausn og veldur verri andlegri heilsu til lengri tíma. Þetta helst í hendur, áfengis og lyfjanotkun auka einkenni geðrænna vandamála og geðræn vandamál auka áfengis og lyfjanotkun (Robinson o.fl., 2024).

Áfengi er deyfandi efni sem hefur áhrif á taugaboðefni í heilanum og dregur úr virkni miðtaugakerfisins. Þetta getur leitt til tímabundinnar slökunar og minnkunnar á kvíða. Stöðug notkun áfengis getur leitt til sveiflna í serótóníni og dópamíni, sem eru mikilvæg taugaboðefni fyrir stjórn tilfinninga (Alcohol and Mental Health, 2022).  Áfengi og uppáskrifuð lyf verða flóttaleið Önnu frá erfiðleikum umheimsins og andlegum þjáningum hennar en þetta endar á því að hafa neikvæð áhrif og auka óstöðugleika hennar. Í tilfelli Önnu veldur áfengisnotkun hennar því að hún upplifir meiri tilfinningasveiflur, eirðarleysi og andlega vanlíðan, sem eru algeng einkenni þunglyndis. Áfengis- og lyfjanotkun leiðir einnig til truflana í dómgreind og minni. Þetta er sérstaklega áberandi hjá Önnu þar sem hún á erfitt með að ná utan um hvað er raunverulegt og hvað ekki. Áfengis- og lyfjanotkun geta leitt til ranghugmynda sérstaklega þegar einstaklingur er undir miklu andlegu álagi. Skilin á milli raunveruleika og ímyndunar verða óskýr þegar einstaklingur notar efni sem hafa áhrif á heilastarfsemi (Mosel o.fl., 2024). Þetta leiðir til þess að Anna missir tök á eigin lífi og hún fer að efast um hvort hún hafi raunverulega orðið vitni að morði eða hvort það sé afleiðing áfengis- og lyfjanotkunar hennar og andlegs ástands. Sálfræðingur Önnu vekur athygli hennar á hversu hættulegt er að blanda saman áfengi og lyfjum þar sem það skapar vítahring, þar sem einstaklingurinn verður stöðugt háður efnum til að deyfa tilfinningalegan sársauka en á sama tíma verða einkennin sífellt verri þegar skammtíma áhrifin líða hjá. Blöndun áfengis og uppáskrifaða lyfja geta því ekki aðeins aukið einkenni geðrænna sjúkdóma heldur einnig lengt bataferlið. Fyrir Önnu Fox, sem er nú þegar í erfiðu andlegu ástandi vegna áfalla og einangrunar verður þetta sérstaklega hættulegt og á endanum magnar áfengis- og lyfjanotkun aðeins upp vanlíðan hennar, gerir hana óhæfari til að takast á við raunveruleg vandamál og veldur henni frekari andlegum skaða.

Heimildir

  1. Alcohol and mental health. (2022, 11. febrúar). https://www.mentalhealth.org.uk/explore mental-health/a-z-topics/alcohol-and-mental-health.

  2. Cleveland Clinic. (e.d.). Agoraphobia. https://my.clevelandclinic.org/health/diseases/15769-agoraphobia

  3. Mosel, S., Sharp, A. og Fuller, K. (2024, 23. ágúst). Mental Effects of Alcohol: Effects of Alcohol on the Brain. American Addiction Centers. https://americanaddictioncenters.org/alcohol/risks-effects-dangers/mental

  4. Robinson, L., Smith, M. og Segal, J. (2024, 21. ágúst). Deal with a Dual Diagnosis: Substance Abuse & Mental Health.

  5. https://www.helpguide.org/mental-health/addiction/substance-abuse-and-mental-health

  6. Persóna.is. (2008, 25. ágúst). Hvers vegna getur maður fengið kvíðakast skyndilega og án þess að vita neina sérstaka ástæðu fyrir kvíðanum? Vísindavefurinn.

  7. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=11827