Nemendur
Erla Rúrí Sigurjónsdóttir, Guðlaug Li Smáradóttir, Hrafnhildur Ósk Gunnarsdóttir og Tinna Maren Ölversdóttir.
mynd
Flokkun myndefnis
Thriller/Action.
Leikstjóri, land og ár
Derrick Borte, Bandaríkin, 2020.
Helstu leikarar
Stikla
https://www.youtube.com/watch?v=vdxDXoODKN8&t=16s
Hvers vegna þessi mynd?
Við völdum þessa mynd því við vorum allar sammála því að hún sýnir mikla sálfræði eiginleika sem við höfum allar áhuga á. Myndin sýnir hvað mikil reiði, álag, streita og svo margt fleira getur gert einstaklingi þegar allt af þessu verður manni of mikið.
Söguþráður myndarinnar
Tom Cooper er maður sem er ekki í andlegu jafnvægi og bregst illa við þegar Rachel flautar á
hann í umferðinni. Eftir nokkur erfið orðaskipti þeirra á milli verður þessi umferðarreiði að
hryllingi þegar Rachel, sonur hennar og allir hennar nánustu verða að skotmarki hans.
FJÓRAR SÁLFRÆÐILEGAR SPURNINGAR
TVÆR STYTTRI SÁLFRÆÐILEGAR SPURNINGAR
1.Hverjar eru helstu afleiðingar umferðarreiði (e. road rage) og hvernig gæti skortur á reiðisstjórnun þróast yfir í hættulega hegðun?
Umferðarreiði (e. road rage) getur haft alvarlegar afleiðingar og sérstaklega þegar manneskjan missir stjórn á hegðun sinni eins og aðalpersónan, Tom, í myndinni. Skortur á reiðistjórnun getur leitt til ýmiskonar hættulegrar hegðunar sem getur dregið úr öryggi annarra vegfarenda. Umferðarreiði getur tengst geðrænum vandamálum, árásargirni og reiðisvandamálum og þó svo það komi ekki fram í myndinni þá er hægt að sjá að Tom átti við einhverskonar geðrænan vanda að stríða. Algengustu afleiðingar umferðarreiði eru ógnandi hegðun, mállegar eða líkamlegar árásir, þar sem einstaklingur getur notað ökutækið sitt sem vopn og slasað aðra vegfarendur. Einstaklingar sem eiga erfitt með að stjórna hegðun sinni og hafa skort á reiðistjórnun eru líklegri til þess að lenda í slíku atviki. Í myndinni sér áhorfandinn hvernig persónan Tom missir stjórn á hegðun sinni vegna langvarandi og óunninnar reiði sem brýst út í ofbeldisfullri hegðun þar sem margir slasast og jafnvel láta lífið. Myndin sýnir hvernig eitt lítið atvik eins og að flauta á einhvern, getur ollið því að einstaklingur með undirliggjandi reiðisvanda missir stjórn á hegðun sinni og setur af stað hræðilega atburðarrás.
2. Hvernig getur félagsleg einangrun og uppbyggð vanlíðan haft áhrif á andlega líðan og hegðun einstaklings?
Félagsleg einangrun og mikil uppbyggð vanlíðunar hafa veruleg neikvæð áhrif á andlega líðan og auka meðal annars líkur á þunglyndi, kvíða og hjarta- og æðasjúkdómum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur skilgreint félagslega einangrun sem alþjóðlegt heilsufarsvandamál og hefur meðal annars vakið athygli á því að félagsleg einangrun sé jafn líkleg til að valda ótímabærum dauðsföllum og að reykja 15 sígarettur á dag. Auk þess er hún líkleg til að leiða til hegðunar sem tengist sjálfsvígi og sjálfsskaða. Einstaklingar sem upplifa mikla vanlíðan og streitu vegna félagslegrar einangrunar í lengri tíma geta einnig þróað með sér geðraskanir og valdið skemmdum í heila sem hefur áhrif á viðbrögð og hegðun til hins verra. Auk þess má nefna að einn mikilvægasti þáttur mannkyns er samskipti við aðra og því gefur það augaleið að skortur á samskiptum til lengri tíma minnkar samskiptahæfni og getu til að setja sig í spor annarra.
TVÆR STÆRRI SÁLFRÆÐILEGAR SPURNINGAR
3.Hver eru helstu einkenni andfélagslegrar persónuleikaröskunar og hvaða áhrif hafði það á hæfni Toms til að setja sig í spor annarra?
Þessi röskun einkennist af því að einstaklingur virðist samviskulaus, er mjög sjálfhverfur og tekur lítið tillit til annarra, einstaklingur sýnir mikla árásagjarna hegðun og verður snöggreiður. Tom sýnir merki andfélagslegrar persónuleikaröskunar, sérstaklega í skorti hans á samkennd. Í myndinni sýnir hann lítinn sem engan skilning á samkennd gagnvart þeim sem hann meiðir, honum finnst aðrir ökumenn vera fyrir honum og veður bara áfram þrátt fyrir að vita að þeir gætu slasast. Hann skortir tilfinningalega tengingu sem gerir honum auðvelt að réttlæta ofbeldisfulla hegðun sína og horfa á fólk sem skotmark fyrir eigin reiði og gremju.
Þessi skortur á samkennd og virðingu fyrir öðrum er ein helsta ástæða þess að hann er hættulegur öðrum.
4. Hefur hegðun Toms í gegnum kvikmyndina áhrif á áhorfandann - vekur hegðun hans upp samúð eða ótta meðal áhorfenda? Er eitthvað samband á milli tilfinningalegrar vanlíðunar og árásargirni?
Okkur fannst ofbeldisfulla hegðun hans vekja bæði samúð og ótta meðal okkar. Þar sem að maður gerir sér grein fyrir því að hann var undir miklu álagi þar sem hann missti vinnuna, með miklar fjárhagsáhyggjur og konan hans fór frá honum til þess að vera með öðrum manni.
Þetta leiddi til þess að Tom fann fyrir mikilli skömm og fór að einangra sig frá umheiminum, fann fyrir mikilli vanlíðan og einmanaleika. Þó það sé engin afsökun fyrir framkomu hans í myndinni þá fann maður smá samúð með honum þar sem hann var einhvern veginn að missa allt.
Talið er að það séu tengsl á milli tilfinningalegrar vanlíðunar og árásargirni. Þar sem yfirþyrmandi tilfinningar, skömm og sektarkennd geta leitt til árásargjarnrar heðgunar. Fyrri rannsóknir benda til þess að það séu jákvæð tengsl á milli skammar annars vegar og haturs og árásargirni hins vegar.
Heimildaskrá
Áttavitinn. (2022, 4. febrúar). Andfélagsleg persónuleikaröskun. Áttavitinn.is.
https://attavitinn.is/heilsa/gedheilsa/andfelagsleg-personuleikaroskun
Embætti landlæknis. (e.d.). Félagsleg einangrun. https://island.is/felagsleg-einangrun
Fong, G., Frost, D., & Stansfeld, S. (2001). Road rage: A psychiatric phenomenon? Social Psychiatry and Psychiatric Epidemiology, 36(6), 277-286.
https://www.proquest.com/docview/236076787/24E327C0651F4BF4PQ/3?accountid=135705&sourcetype=Scholarly%20Journals
Tangney, J. P., Stuewig, J., & Mashek, D. J. (2010, 1. febrúar). Moral emotions and moral behavior. Annual Review of Psychology, 58(1), 345–372.
https://doi.org/10.1146/annurev.psych.56.091103.070145
U.S. Department of Health and Human Services. (2023, 3. maí). Our Epidemic of Loneliness and Isolation: The U.S. Surgeon General’s Advisory on the Healing Effects of Social Connection and Community.
https://www.hhs.gov/sites/default/files/surgeon-general-social-connection-advisory.pdf