Nemendur
Aldís Björk Ingadóttir, Hafrún Helga Guðmundsdóttir, Lilja Ársól Bjarkadóttir og María Ísabella Snorradóttir.
NAFN
FLOKKUN MYNDEFNIS
Glæpir, sálfræðitryllir, svört kómedía, lögreglumynd.
LEIKSTJÓRI, LAND OG ÁR
John Dahl, 1956, Bandarískur - 16 þættir (2008-2013); Steve Shill. 1957,Breskur - 13 þættir (2006-2013); Keith Gordon, 1961, Bandarískur - 10 þættir (2006-2013); Marcos Siega, 1969, Bandarískur - 9 þættir (2007-2009), Ernest R. Dickerson, 1951, Bandarískur - 9 þættir (2008-2013); Romeo Tirone, 19XX, Bandarískur - 6 þættir (2009-2013); Michael Cuesta, 1963, Bandarískur - 5 þættir (2006); Tony Goldwyn, 1960, Bandarískur - 4 þættir (2006-2007); S. J. Clarkson, 1967, Bresk - 3 þættir (2009-2011); Stefan Schwartz, 1963, Breskur - 3 þættir (2011-2013); Robert Lieberman, 1947, Kanadískur - 2 þættir (2006); Nick Gomez, 1963, Bandarískur - 2 þættir (2007); Tim Hunter, 1947, Bandarískur - 2 þættir (2008-2009); Michael Lehmann, 1957, Bandarískur - 2 þættir (2011-2012); Holly Dale, 1953, Kanadísk - 2 þættir (2012-2013); Alik Sakharov, 1959, Bandarískur - 2 þættir (2012-2013); Adam Davidson, 1964, Bandarískur - 1 þáttur (2006); Jeremy Podeswa, 1962, Bandarískur - 1 þáttur (2007); Brian Kirk, 19XX, Írskur - 1 þáttur (2009); Milan Cheylov, 19XX, Kanadískur - 1 þáttur (2010); Seith Mann, 1973, Bandarískur - 1 þáttur (2011) og Michael C. Hall, 1971, Bandarískur - 1 þáttur (2013).
HELSTU LEIKARAR
STIKLA
Dexter (2006) Official Trailer | Michael C. Hall SHOWTIME Series Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=YQeUmSD1c3g
HVERS VEGNA?
Þar sem við erum sálfræðinemar og því búnar að læra margt um hvernig hegðun virkar og mismunandi andlegir kvillar lýsa sér, fannst okkur Dexter virkilega áhugaverður karakter þar sem um er að ræða raðmorðingja sem vinnur eftir siðferðislegum gildum (e. moral code) og á í tilvistarkreppu þar sem hann leitast eftir að viðhalda jafnvægi á milli tveggja sjálfa; venjulegs lífs þ.e. félagslegra tengsla og stöðu gagnvart fólki og því að vera raðmorðingi, þörf sinni á að drepa og réttlætingu gjörða sinna. Þetta samspil er sýnt á margslunginn hátt þar sem hegðun hans og geðshræringar tikka í takt við mismunandi söguþræði eftir seríum og eru kenndar við þaau þemu sem fókus er á hverju sinni.
SÖGUÞRÁÐUR
Þættirnir fjalla um Dexter Morgan sem er blóðferlasérfræðingur hjá lögreglunni í Miami. Dexter lifir tvöföldu lífi, þar sem á daginn vinnur hann með lögreglunni að því leysa glæpi og góma raðmorðingja og á kvöldin fremur hann glæpi þar sem hann sjálfur er raðmorðingi og nokkurs konar andhetja (e. anti-hero) sem einungis drepur glæpamenn. Þættirnir fylgja því hvernig Dexter reynir að lifa venjulegu lífi samhliða þörf sinni til að drepa.
FJÓRAR SÁLFRÆÐILEGAR SPURNINGAR
TVÆR STYTTRI SPURNINGAR
1.Hvaða áhrif hefur uppeldi Dexters á sjálfsmynd hans og getu til að eiga samskipti við aðra?
Dexter var alinn upp með Harry sem leiðbeinanda, sem kenndi honum að fylgja ,,kóðanum” og mótaði það sjálfsmynd hans verulega. Harry sagði Dexter að hann væri skrímsli og að til þess að halda þessari löngun hans til að drepa í skefjum ætti hann einungis að beita henni gegn glæpamönnum og óréttlæti. Með þessi einkunnarorð ávallt efst í huga upplifir Dexter sig aldrei sem eðlilega manneskju og á erfitt með að mynda tengingar við fólk á tilfinningalegu sviði. Hann verður góður í að þykjast sýna tilfinningar með því að spegla ‘’venjulegt’’ fólk í kringum sig. Þetta gerir það að verkum að hann lifir tvöföldu lífi og sjálfsmynd hans er brotin í tvennt milli þessara tveggja persóna.
2. Að hvaða leyti er klofinn persónuleiki varnarháttur fyrir Dexter?
Dexter notar persónuleikaklofnun sem varnarhátt til að vernda sjálfsmynd sína frá því að lenda í óreiðu. Með því að aðskilja morðingjann frá “venjulegu” hliðinni sinni getur hann þannig komist hjá sektarkennd og innri togstreitu. Þessi aðgreining gerir honum nokkurn veginn kleift að lifa sínu lífi án þess að vera alltaf á nálum yfir því að sannleikurinn komi í ljós. Þetta gerir honum kleift að mynda yfirborðskennd sambönd og verndarvegg úr lygum sem skýla raunverulega sjálfinu.
TVÆR LENGRI SPURNINGAR
3.Hvaða hlutverk spilar Deborah í siðferðislegri togstreitu Dexters, sérstaklega eftir að hún komst að sannleikanum?
Í þáttunum gegnir Deborah, fóstursystir Dexters, mikilvægu hlutverki í siðferðislegri togstreitu hans, eftir að hún kemst að hinum hrottafengna sannleik. Dexter er raðmorðingi sem fylgir sérstökum “kóða” sem fósturfaðir hans, Harry, kenndi honum. Samkvæmt “kóðanum” á Dexter að beina morðhvötum sínum að “vondum mönnum” eða glæpamönnum sem réttarkerfið hefur ekki náð að góma. Þessi kóði hefur veitt Dexter einskonar “ramma” sem réttlætir glæpi hans fyrir sjálfum sér, þar sem hann trúir að hann sé að gera samfélaginu greiða með því að fjarlægja þessa hættulegu einstaklinga. Systir hans Deborah er lögreglukona og býr hún því yfir mikilli réttlætis- og siðferðiskennd. Hún lendir í djúpri innri togstreitu þegar hún kemst að því að bróðir hennar er að fremja glæpi alveg eins og glæpamennirnir sem hún vinnur dag og nótt að því að stöðva. Hún vill fylgja lögunum, en á sama tíma vill hún líka vernda bróðir sinn. Þessi siðferðislegi árekstur, þar sem skyldur hennar sem lögreglukona stangast á við ást hennar til bróður síns, veldur mikilli streitu og erfiðleikum í lífi hennar og neyðist hún að lokum til að taka ákvarðanir sem fara gegn hennar eigin siðferðiskennd. Í fyrstu reynir Deborah að réttlæta gjörðir Dexters með því að trúa á “kóðann” hans - að hann muni aðeins drepa þá sem skapa raunveruleg ógn í samfélaginu. Hún færir rök fyrir því að Dexter sé einhverskonar “réttlætismaður” sem hjálpar til þegar réttarkerfið bregst. Hún reynir að sætta sig við aðstæðurnar, en þær veita henni aðeins takmarkaða ró. Fljótlega byrjar sektarkennd hennar að aukast verulega, þar sem hún veit að gjörðir hans eru hvorki siðlegar né löglegar. Þegar Deborah áttar sig enn fremur á raunverulegum afleiðingum ofbeldisverka hans og sér skaðann sem hann er að valda fólkinu í kringum þau, byrjar togstreitan að vera óbærileg. Hún neyðist loks til að horfast í augu við staðreyndina að hennar eigin vernd hefur gert Dexter að stærri ógn. Í þessari flóknu stöðu finnur hún sig knúna til þess að endurmeta mörkin á milli fjölskyldutengsla (ástvina) og eigin réttlætiskenndar. Hún sér að samband þeirra systkina hefur leitt hana sjálfa á hættulega braut og skapar það mikla spennu og angist. Þannig endurspeglar Deborah á vissan hátt togstreituna sem Dexter glímir sjálfur við. Hún varpar ljósi á hversu brothætt siðferðisgildi geta orðið þegar fjölskyldutengsl og ást skerast inn í ákvarðanir sem hafa afdrifaríkar afleiðingar.
4. má greina Dexter með siðblindu og hvaða einkenni hefur hann sýnt fram á sem þó varpa ljósi á mögulegar tilfinningar sem hann þróar með sér?
Til þess að greina Dexter með siðblindu er best að nýta greiningarviðmiðin í DSM-V. Í DSM-V er siðblinda B-klasa persónuleikaröskun sem kallast andfélagsleg persónuleikaröskun. Til þess að fá greiningu á andfélagslegri persónuleikaröskun þarf einstaklingur að standast fjögur viðmið og lágmarkskröfur fyrir hvern undirflokk viðmiðanna.
Fyrsta viðmiðið er endurtekin og langvarandi hegðun vanvirðingar og brota á réttindum annarra, sem eiga sér stað upp úr 15 ára aldri og þarf einstaklingur að uppfylla 3 af 7 undirflokkum til þess að ná þessu viðmiði. Dexter uppfyllir 6 af 7 undirflokkunum í DSM-V og verða þeir skilgreindir hér að neðan og dæmi gefin því til stuðnings. Fyrsti undirflokkurinn er “Getur ekki haldið sig við félagsleg viðmið varðandi virðingu fyrir lögum, eins og meta má út frá endurteknum athöfnum sem varða handtöku.” Dexter uppfyllir þennan undirflokk auðveldlega þar sem hann reglulega myrðir fólk, sem er náttúrulega ólöglegt. Í fyrsta þættinum seríunnar sjáum við hann drepa tvo menn, þann fyrri á innan við 6 mínútum eftir að þátturinn byrjar. Þættirnir sýna okkur einnig að hann hefur myrt heilan helling af fólki, sem hægt er að sjá á nánast fullu boxi þar sem hann geymir blóðdropa fórnarlamba sinna og einnig í seríu 2 þegar tveir kafarar finna óvart svæðið þar sem hann fargaði öllum líkunum. Morð er ekki eina ólöglega hegðunin sem að Dexter sýnir þar sem hann til dæmis fremur mannrán, brýst inn í hús og eyðileggur eða felur sönnunargögn. Undirflokkur 2 er “Undirferli, eins og sjá má af endurteknum lygum, misnotkun fjarvistarsannana, eða því að blekkja aðra til persónulegs gróða eða ánægju.” Dexter lýgur nánast daglega, hann lýgur því hver hann er og hvernig hann tengist glæpum. Til að nefna nokkur dæmi, þá lýgur hann að lögreglunni þegar hann veit meira en þau um morðingja sem þau eru að reyna að finna, hann lýgur að systur sinni þegar hún spyr hvernig hann hefur það og hann lýgur að sálfræðingi, gefur honum meira að segja falskt nafn. Hann blekkir alla í kringum sig með því að þykjast vera eðlileg manneskja, sem hann gerir til þess að “lifa af.” Undirflokkur 3 er “Hvatvísi eða skortur á áætlanagerð.” Þar sem að Dexter planar allt sem hann gerir fyrirfram er erfiðara að finna dæmi um þetta en hann uppfyllir líka þennan undirflokk. Ástæðan fyrir því að Dexter er svo skipulagður í öllu því ólöglega sem hann gerir er vegna þess að fósturfaðir hans kenndi honum hvernig hann gæti framið morð og komist upp með það. En þegar aðstæðurnar breytast og passa ekki inn í plan hans þá á hann það til að verða hvatvís og planar ekki hlutina til enda. Helsta dæmið um þetta sést í þætti 5 í seríu 1 þegar Dexter ætlar að drepa mann en eiginkona hans mætir á svæðið. Dexter fattaði að samkvæmt kóðanum þá gat hann drepið hana líka svo hann í hvatvísi ákveður að drepa þau bæði sem olli því að hann hafði ekki nógu mikinn tíma til þess að klára og gerði mistök sem olli honum mörgum vandamálum í næsta þætti. Undirflokkur 4 er “Pirringur og ofbeldishneigð, eins og sjá má af endurteknum slagsmálum eða árásum.” Dexter er ofbeldisfullur og harkalegur gagnvart fórnarlömbum sínum, til dæmis lætur hann þau vera með meðvitund þegar hann drepur þau. Hann virðist taka alla ofbeldishegðun út á fórnarlömbum sínum þar sem hann meiðir ekki saklaust fólk nema að það ráðist á hann fyrst. Undirflokkur 5 er “Skeytingarleysi gagnvart eigin öryggi eða annarra.” Þegar Dexter drepur fólk þá setur hann bæði sitt öryggi og þeirra sem tengjast honum fjölskylduböndum í hættu og honum er alveg sama allavegana til að byrja með. Ef fórnarlömb hans berjast gegn honum þá gæti hann alvarlega slasast og hann fjarlægir allt öryggi frá þeim þegar hann myrðir þau en hann virðist ekki pæla mikið í því. Annað dæmi væri að eftir að fjöldamorðingi brýst inn á heimili hans og skilur eftir skilaboð þá er hann spenntur yfir því að eignast “vin” en hefur engar áhyggjur af því að fjöldamorðingi veit hvar hann á heima og hefur aðgengi inn á heimili hans. Undirflokkur 6 er “Persónan er sífellt óábyrg, eins og sjá má af því að hún helst ekki í vinnu eða getur ekki borgað skuldir.” Dexter uppfyllir ekki þennan undirflokk. Undirflokkur 7 er “Skortur á eftirsjá, eins og sjá má þegar þær sýna engin viðbrögð við (eða réttlæta) misnotkun, meiðsl eða þjófnað.” Dexter sér ekki eftir því sem hann gerir, hann minnist oft á að hann finnur engar tilfinningar og sjái ekki eftir því sem hann gerir. Hann réttlætir morðin með því að nota kóðann frá pabba sínum og með því að segja að fórnarlömbin hafi átt það skilið að deyja. Til þess að standast viðmiðin tvö fyrir andfélagslegri persónuleikaröskun þarf einstaklingur að vera í minnsta lagi 18 ára gamall, sem Dexter nær þar sem hann er á þrítugsaldri í upphafi þáttaraðanna. Fyrir viðmið 3 þá þarf einstaklingur að hafa merki um hegðunarröskun fyrir 15 ára aldur. Það er erfiðara að meta það þar sem þættirnir sýna einungis brot af æsku Dexters en þeir sýna nógu mikið til að hægt sé að gera ráð fyrir hegðunarröskun fyrir 15 ára. Til þess að greinast með hegðunarröskun sem barn þá þarf að uppfylla 3 af 15 viðmiðum. Dexter nær að uppfylla um það bil 4. Fyrsta viðmiðið er “Reglulegt einelti, ógnanir eða hótanir gagnvart öðrum.” Í einni minningu af æsku sinni þá leggur Dexter strák sem heitir Simon í einelti. Í annarri minningu þá verður Dexter ógnandi gagnvart systur sinni eftir að hún stríddi honum. Það er erfitt að segja hvort þessi hegðun var “regluleg” þar sem hann var skammaður fyrir bæði, en í bæði skiptin þá sá hann ekkert rangt við það sem hann var að gera. Næsta viðmið er “Notkun á hættulegum vopnum.” Dexter notar bæði hnífa og byssur þegar hann var ungur, sérstaklega eftir að pabbi hans byrjaði að kenna honum hvernig hann ætti að nota vopnin. Þriðja viðmiðið er “Líkamleg grimmd gagnvart dýrum.” Þetta er augljósasta viðmiðið sem Dexter uppfyllir þar sem drap hann mörg dýr þegar hann var í kringum 10 ára, til dæmis gæludýr nágranna. Þetta varð það mikið vandamál að pabbi hans fór með honum að veiða dýr til þess að Dexter gæti náð þessu ofbeldi út úr kerfinu sínu. Viðmið 4 er “Regluleg lygi til þess að fá hluti eða forðast afleiðingar.” Þegar að pabbi Dexters spyr hann hvort hann hafi drepið dýrin þá byrjar hann á því að ljúga og segir ekki sannleikann fyrr en hann veit að hann getur ekki platað pabba sinn. Hann reynir að ljúga aftur nokkrum árum seinna þegar hann drepur annað dýr. Pabbi hans kenndi honum líka að ljúga til þess að fela hver hann var í raun og veru. Viðmið 4 er að andfélagslega hegðunin á sér ekki einungis stað vegna geðklofarófsröskunnar eða tvíhverflyndi. Þar sem að Dexter hefur alltaf verið svona þá er ólíklegt að andfélagslega hegðunin sé vegna þess að hann sé með þessar raskanir. Í gegnum alla þættina hefur Dexter einn ríkjandi eiginleika sem þó bendir til þess að hann hafi mögulega einhvern snefil undirliggjandi tilfinninga og er það staðfesta hans og trú á því að ekki megi meiða börn. Til dæmis þá drepur hann fólk sem meiðir börn, passar upp á og er góður við börn kærustunnar sinnar hennar Ritu og hann vorkennir börnum sem hefur verið brotið á. Seinna meir giftist Dexter þessari sömu kærustu sinni og saman eignast þau soninn Harrison. Með tilkomu sonar síns upplifir Dexter að hann þrói í fyrsta sinn með sér hlýleika í garð fjölskyldunnar sinnar sem ekki er af öllu leyti tilbúningur og sprettur því upp ný sektarkennd hvað það varðar að leggja þá aðila sem honum þykir vænt um í hættu með hegðun sinni auk erfiðleika við að myrða menn sem eiga fjölskyldur. Þessi tilhneiging Dexters til að hlífa og hafa ákveðið “soft spot,” fyrir börnum skýrist með tilkomu þessara tímamóta í lífi hans auk alvarlegs áfalls sem rekja má aftur í barnæsku og hann lenti í þegar hann var þriggja ára. Það gæti vel verið að áfallið hafi valdið því að undirmeðvitund hans telji brot gegn börnum vera hræðilegasta brot sem hægt er að fremja.
Klippa til að sýna í kynningunni
Fyrsta fórnarlambið sem við sjáum. Þessi klippa sýnir hvernig ‘’kóðinn’’ hans virkar og réttlætiskennd hans.
https://www.youtube.com/watch?v=NDMJOSX2k08
Klippur sem sýna skort Dexters á tilfinningalegum skilning
https://www.youtube.com/watch?v=gxMsz-XiOEY
HEIMILDIR
?