The Perks of Being a Wallflower

  1. nemendur:

Bryndís Arna Bridde + Hekla Björk Hreggviðsdóttir + Kristel Eir Eiríksdóttir + Sóley Þóra Hannesdóttir.

2. Útgáfuár og land:

2012, Bandaríkin.

3. Flokkun: Nefnið þrjá flokka:

Rómantík, drama og gamanmynd.

4. Leikstjóri:

Stephen Chbosky.

5. Leikarar:

Logan Lerman sem ?

Emma Watson sem?

Ezra Miller sem ?

Kate Walsh sem ?

Dylan McDermott sem ?

6. Stikla:

7. Hvers vegna þessi mynd?

Við völdum þessa mynd vegna þess að tveir hópmeðlimir höfðu áður séð myndina. Okkur fannst hún vera tilvalin í þetta verkefni þar sem hún hefur marga kosti að bera hvað varðar andlega kvilla og það sem aðal sögupersónan þarf að upplifa. Gefur gott innsæi í það sem manneskja með geðræna vanda þarf að ganga í gegn um. Í upphafi gæti fólk upplifað hann vera skrítinn. Eftir því sem líður á myndina áttar maður sig á því að hann var að díla við eitthvað sem hafði samt ekki komið fram og hafði töluvert mikið áhrif á hann.

8. Söguþráður myndarinnar:

Myndin fjallar um strák sem upplifði áfall í æsku. Þetta áfall hafði áhrif á hans daglega líf og hvernig hann þarf að takast á við það án þess að fá hjálpina og stuðningin sem hann þyrfti að fá til að tækla áfallið. Þegar hann byrjaði í menntaskóla fór hann að fóta sig í félagslegum aðstæðum sem hann á erfitt með en fær samt að upplifa allskonar hluti. Hann kynntist síðan vinahóp sem tóku honum opnum örmum. Krakkarnir tóku eftir því að það væri ekki allt í lagi með hann en leyfðu honum bara að fljóta með sér og voru ekki mikið að velta því fyrir sér.  Þetta er mjög falleg saga sem segir okkur að það sést ekki alltaf á fólki ef það hefur upplifað áfall í lífinu og því erfitt að dæma fólk fyrir fram.

9. Sálfræði myndarinnar:

Það sem heillaði okkur um þessa mynd er að hún sýnir vel ferlið af þessari geðröskun. Fyrst og fremst er vel sýnt hans upplifun af kvíðakasti og innri hugsunum, sýnt frá lyfjameðferð hans og innlögn á geðspítala. Að lokum er viðtal við sálfræðing/geðlækni á spítalanum þar sem hann opnar á áfallið sitt sem gerir það að verkum að kvíðaköstin að hluta til lagast, það léttir af honum. Það er lögð áhersla á sérstaklega eina geðröskun og það er áfallastreituröskun.

10. seinni skil - Fimm spurningar: 

  1. Af Hverju gerði engin neitt eða fékk frekari hjálp fyrir hann?

Hann sagði engum frá því hvað hann var að upplifa og glíma við dags daglega og hvað það hafði mikil áhrif á hann. Ef að hann var spurður hvort að hann væri enn að upplifa erfiðleika þá neitaði hann. Hann vildi sjálfur ekki tala um það sem var að hrjá hann og þess vegna var erfitt fyrir þá sem stóðu honum næst að hjálpa honum því þau vissu í raun ekki hvað var að. Einnig héldu margir að svona væri hann bara sem manneskja en áttuðu sig ekki á að þau gætu yfirhöfuð hjálpað honum.

2. Af hverju er hann ekki hreinskilin með það að hann sé enn að fá kvíðaköst? Við hvað er hann hræddur?

Hann vildi ekki að allir í kringum sig voru hræddir um hann. Einnig vildi hann ekki að hann yrði aftur sendur á geðspítala eða stækkað lyfjaskammtinn hans.

Hann hafði ekki góða upplifun af því þegar hann var minni og sagði frá því að honum liði ekki vel og vildi ekki upplifa það aftur að fara á geðdeild.

3. Hvernig áhrif höfðu vinir hans á líf hans?

Vinir hans höfðu almennt mjög góð áhrif á hann. Þeir hjálpuðu honum að komst út úr skelinni og létu hann finna að hann væri í öruggu umhverfi til að vera hann sjálfur. Með aðstoð þeirra fékk hann að vera hluti af vinahóp og fá að taka þátt í félagslífinu.

Þau hjálpuðu honum til dæmis mikið þegar hann fékk kvíðaköst og hann upplifði að hann skipti máli, að hann væri mikilvægur og að einhverjum þætti vænt um hann.

4. Af hverju hætti hann ekki með Mary Elizabeth þegar hann vildi ekki vera með henni?

Það var komið til vegna þess hvað hann upplifði í æsku í sambandi við frænku sína og hvað hún gerði honum. Hann kann ekki að setja mörk og er hræddur við álit annara. Hann á einnig erfitt með að vera stjórnandi í sínu eigin lífi. Áhrifin sem ofbeldið hafði á hann hafa afleiðingar í hans daglega lífi. Hann var ekki hrifin af Mary en var þó með henni og lét margt ganga yfir sig. Hann átti mjög erfitt með að neita henni og er það mjög líklega vegna þess að hann þorði ekki að neita frænku sinni í æsku enda var hann þá barn. Hann vildi einnig líklega ekki særa Mary ef að hann myndi hætta með henni. Hann fór ekki eftir hjarta sínu heldur því sem kom til hans, hvort sem honum líkaði það eða ekki.

5.  Hvernig upplifði hann ofbeldi sem átti sér stað í myndinni?

Myndin sem við völdum heiti The Perks og Being a Wallflower. Í grófum dráttum fjallar hún um strák, Charlie sem á við geðræn vandamál að stríða. Við komumst að því að hann hafði verið lagður inn á geðdeild vegna sinna geðrænna vandamála sem voru PTSD, ofsakvíðaköst sem leiddu oft til meðvitundarleysis og einnig sýndi hann í raun sömu einkenni og einstaklingur með dæmigerða einhverfu sýnir. Vegna þessara vandamála varð hann félagslega einangraður og átti fáa sem enga vini, skólafélögum þótti hann asnalegur og höfðu lítinn áhuga á að eyða tíma með honum. Áhersla er á umhverfið í myndinni frekar en erfðir þar sem mikilvægt er í myndinni hvernig æskan hans og umhverfið sem hann ólst í mun hafa áhrif á hann á þeim tíma í lífi hans sem er sýnt frá í myndinni. En þegar hann fer í menntaskóla kynnist hann Sam og Patrick sem tóku Charlie undir sinn verndarvæng að félagsleg tengsl hans fóru að myndast. Þessi tengsl hans við jafnaldra færðu honum mikla gleði og létti í raun á honum. Það varð auðveldara fyrir hann að fara í skólann og honum leið almennt betur en áður.

Svo gerist það að hann lendir í smá ástarveseni þar sem hann verður hrifinn af stelpu sem var ekki hrifin af honum. Vegna óöryggis réð hann illa við þessar aðstæður, vissi ekki hvernig hann átti að haga sér og hafði ekki verkfærin til að setja sjálfum sér og öðrum mörk með þeim afleiðingum að hann byrjar í sambandi með stelpu sem hann hafði lítinn sem engan áhuga á, en hún mjög hrifin af honum. Sambandið og óöryggið hjá honum leiddi til þess að trámaköstin hans fóru að byrja aftur eftir að hafa minnkað töluvert og vanlíðanin jókst í takt við það.

Snemma í myndinni kom fram að frænka Charlie hafi dáið í bílslysi og virtist það hafa haft töluverð áhrif á hann. Fráfall hennar reyndist honum mjög erfitt og hafði mikil áhrif á hans daglega líf og virtist hann hugsa mikið um þennan atburð og kenndi sjálfum sér um. Ástæðan fyrir því að hann kenndi sjálfum sér um slysið var sú að hann hafði í langan tíma óskað sér þess að þessi ákveðna frænka hans myndi deyja.

Með tímanum fóru vinasamböndin að þróast og í kjölfarið var farið að bjóða honum í partý þar sem áfengi og önnur efni voru til staðar. Það leiddi til þess að hann drakk í fyrsta skiptið í einu partýi sem honum var boðið í. Hann fór þangað með vinum sínum og í kjölfarið prófaði hann eiturlyf í fyrsta skipti ómeðvitað. Þá opnaði hann sig á þann hátt að krakkarnir skildu betur hvernig hann var þar sem hann sagði þeim frá því að besti og eini vinur hans á þeim tíma hafði framið sjálfsmorð. Hann átti auðvelt með að segja þeim frá því og lét eins og það hafi verið ekkert mál að ganga í gegnum þann missi. Það kemur upp mál þar sem að vinir hans eru ekki sáttir við hann og það gerir hann stressaðan og hann byrjar að fá mikið af kvíðaköstum í kjölfarið af því að vinir hans hætta að hanga með honum þá er hann ennþá meira einn með hugsunum sínum og á erfitt með að dreifa huganum. Hann endar á því að fórna sér í slag sem vinur hans lendir í og fær vini sína þannig aftur.

Í lok myndarinnar kemur fram að frænka hans, sem lenti í bílslysi og dó þegar hann var lítill hafði misnotað hann í æsku. Hann upplifði ofbeldið sem átti sér stað eins og það væri honum sjálfum að kenna og orsakaði þetta hegðun hans að stórum hluta. Hann var ekki búinn að átta sig á því að það hafi verið brotið á honum yfir höfuð, hann kenndi sjálfum sér um það að upplifa hugsanir eins og þær að hann vildi að frænka sín myndi deyja.

Að lokum segir hann frá því sem hann er að upplifa á hverjum degi, opnar sig og segir frá því hvernig honum lýður í raun illa. Hann fær þá hjálpina sem hann þarf og fer til sálfræðings. Í myndinni kemur fram hagnýt sálfræði frekar en fræðileg. Charlie fer að lokum til sálfræðings sem er að hagnýta sálfræðina með því að hjálpa honum og bæta daglegt líf hans með sálfræðilegri meðferð sem byggir á því að rannsóknir sýna fram á að hún virki.