Black Swan

Nemendur

Birta María Aðalsteinsdóttir, Júlía Ýr Ársælsdóttir, Sóley Breiðfjörð Jónsdóttir, Vigdís Sóley Vignisdóttir.

FLOKKUN MYNDEFNIS

Sálrænn tryllir, drama, dans.

LEIKSTJÓRI, LAND OG ÁR

Darren Aronofsky, Bandaríkin, 2010.

HELSTU LEIKARAR

Natalie Portman fer með aðalhlutverk myndarinnar, Nina Sayers.

Vincent Cassel leikur Thomas Leroy.

Barbara Hershey leikur Erica Sayers, móðir Ninu.

Mila Kunis leikur Lily.

Stikla

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=5jaI1XOB-bs

Hvers vegna?

Black Swan snertir á mörgum víddum sálfræðinnar, en myndin fjallar um ballerínu sem glímir við ýmsa innri djöfla. Myndin er bæði táknræn og átakanleg og veitir áhorfenda innsýn í heim þeirra sem glíma við krefjandi andlega kvilla. Myndin varpar aðallega ljósi á mögulega áráttu- og þrjáhyggjuröskun sem og fylgikvilla þess eins og fullkomnunaráráttu, frammistöðukvíða og átröskun. Einnig er farið í hugsanlega rót þessara sálfræðilegu kvilla eins og álag, streita, sjálfhverft (e. narcissistic) umhverfi, uppeldi og ýmis konar ofbeldi. Að lokum gefur myndin í skyn hugsanlegt geðrof aðalpersónunnar. Engin formleg greining er sett fram í myndinni, sem gefur áhorfenda tækifæri til að túlka einkennin á eigin forsendum.

Söguþráður

Black Swan er sálrænn tryllir sem fjallar um líf Ninu Sayers, ballerínu, sem glímir við margs konar sálfræðilega örðugleika. Nina hlýtur aðalhlutverkið sem svanadrottningin í ballettinum Svanavatnið. Hlutverkið krefst þess að hún þurfi bæði að uppfylla ímynd saklausa hvíta svansins ásamt þeim gjörólíka og tælandi svarta svans. Álag og kröfur aukast eftir því sem nær dregur sýningar, sem kyndir undir fullkomnunaráráttu og önnur undirliggjandi sálarmein. Yfirþyrmandi áhrifavaldar virðast einnig orsaka innri togstreitu og vanlíðan, en þar má helst nefna listræna stjórnandann, hann Thomas, og móðir hennar, sem heitir Ericu. Í lokin virðist Nina ekki lengur þekkja muninn á raunveruleika og ofsjónum, sem verður henni endanlega að bana.

FJÓRAR SÁLFRÆÐILEGAR SPURNINGAR

TVÆR STYTTRI SPURNINGAR

1. Hverjar eru afleiðingar og HVER ER birtingarmynd þess að eiga narsisíska móður?

Áhorfandi fær fljótt að kynnast bældum og þrálátum persónuleika Ninu, ásamt þeim mótvægisaðgerðum sem hún beitir til að stjórna þyngd sinni og þeim óraunhæfu væntingum sem móðir Ninu, Erica Sayers, ber til hennar. Móðirin ýtir undir áráttu- og þráhyggjuhegðun Ninu með því að setja henni frammistöðumarkmið og ýmsar skorður. Móðirin stjórnar lífi Ninu, bæði athöfnum og atferli með andlegu ofbeldi. Slíkt samskiptamynstur er sérstaklega að finna í upphafi myndarinnar, en þá sýnir Nina afar barnslega hegðun, en það sama á við um útlit hennar, umhverfi og kynferði. Einnig kennir móðirin Ninu um hvernig hennar eigin ferill sem ballettdansari tók enda, en móðirin sýnir mikla öfundsýki í garð dóttur sinnar. Í heildina litið þá veitir móðirin Ninu skilyrðisbundna ást, þar sem ástin er einungis aðgengileg ef Nina uppfyllir ákveðin skilyrði. Samband mæðgnanna er því afar stormasamt, en Nina heldur því þó í skefjum með meðvirkni gagnvart móður sinni. Móðirin fer því ítrekað yfir mörk dóttur sinnar með skapofsa, nándarhegðun, fýlustjórnun, en hún lítur jafnvel á dóttir sína sem einhverskonar framlengingu af sjálfri sér. Ljóst er að móðir Ninu sýnir fram á ýmsar narsissískar tilhneigingar sem hafa streituvaldandi áhrif á Ninu. Móðirin er því rót vandans og megin orsakavaldur brotinnar sjálfsmyndar og sídvínandi geðheilsu Ninu.

2. Að hvaða leyti beytti Thomas Leroy Ninu kynferðislegu ofbeldi og hvaða áhrif hafði það á hana?

Thomas Leroy, listrænn stjórnandi ballett flokksins í New York, stjórnar meðlimum sínum með harðfylgi, grimmd og miklu valdi. Hann hefur stigmagnandi skaðleg áhrif á Ninu í gegnum alla myndina með því að ýta henni alveg út á ystu nöf. Álagið og ofbeldið af hans hálfu nærir undirliggjandi kvilla og ranghugmyndir, og að lokum gerir útslagið þar sem að geðheilsa hennar hrynur alfarið. Í upphafi einkennist valdaójafnvægið af ýktri stjórnsemi, gaslýsingu og óraunhæfum væntingum, en andlega ofbeldið yfirfærist einnig á afar kynferðislegan máta. Hann fer yfir öll mörk með því að snerta hana á óviðeigandi stöðum, ásamt því að ögra henni í samtölum um frammistöðu hennar í dansinum. Ofbeldið ágerist þar sem hann kyssir hana ákaft án samþykkis, og gefur í skyn að hún þurfti að þóknast honum til þess að fá aðalhlutverkið. Thomas Leroy táknar því siðlausan valdníðing sem leikur sér af meðlimum dans hópsins sér til ánægju, líkt og strengjabrúður í leikriti. Hann hlutgerir fullorðnar konur meðal annars með því að kalla þær litlar prinsessur, og vísvitandi lætur þær slást innbyrðis um athygli sína. Thomas Leroy spilar því lykilhlutverk í að skaða geðheilsu Ninu á margslunginn hátt, en hann táknar afar eitraða karlmennsku.

TVÆR STærRI SPURNINGAR

1. Hverjar eru táknmyndir hvíta og svarta svansins?

Swan lake: Virginal girl, pure and sweet, trapped in the body of a swan. She desires freedom but only true love can break the spell. Her wish is nearly granted in the form of a prince, but before he can declare his love her lustful twin, the black swan, tricks and seduces him. Devastated, the white swan leaps off a cliff killing herself and, in death, finds freedom. 

Nina á afar auðvelt með að bregða sér í hlutverk hvíta svansins, en táknmynd hans er sakleysi, hreinleiki og ljúfleiki, sem er einstaklega lýsandi fyrir persónuleika Ninu í upphafi myndar. Nina er þá undirgefin, meðvirk og jafnvel barnsleg á köflum. Nina tjáir sig afar lítið og lætur vel að stjórn áhrifamikla einstaklinga. Slíkt má sjá í samskiptum Ninu við móður sína, þar sem hún hagar sér eins og lítil stelpa, þá bæði bjargarvona og ósjálfstæð. Heimilisaðstæður valda henni mikilli vanlíðan sem brýst út í formi sjálfsskaða og sjálfseyðileggingu. Í heildina litið er hvíti svanurinn einhverskonar táknmynd um Ninu sem saklausa og kynlausa veru, sem einnig má greina út frá klæðaburði sem einkenndist einungis af hvítum eða ljósum litum.

Eftir því sem líður á myndina, má sjá ýmsar persónuleikabreytingar hjá Ninu. Nina fer úr því að vera kynlaus vera yfir í að opna á nýjar kynferðislegar víddir. Fyrsta vísbendingin um gjörbreytta hegðun er þegar Nina setur á sig rauðan varalit. Táknmynd rauða varalitsins er meðal annars sjálfstraust og kynþokki. Þar með, má álykta að varaliturinn sé upphafið af umbreytingum Ninu, frá saklausum hvítum svani yfir í uppreisnargjarnan og lostafullan svartan svan. Táknmynd svarta svansins er hömlulaus girndarhugur, frelsi og uppreisn. Uppreisn Ninu reynist henni þó afar krefjandi, þar sem hún er undir stöðugu eftirliti móður sinnar. Nina nær samt að slíta sig lausa undan klóm hennar, með því að svara fyrir sig og tjá reiði sína. Það liggur því augum uppi að umbreyting hennar úr hvíta svaninum yfir í þann svarta sé öflug táknmynd af eigin innri baráttu.

Svanirnir eru andstæðar táknmyndir, sem jafnvel má draga úr kenningu Sigmund Freud um lífshvöt og dauðahvöt (Goodwin, 2022). Lífshvötin á við um sköpun, kynferði, sjálfsstaðfestingu, og að viðhalda lífi. Á hinn boginn, þá á dauðahvötin við um neikvæðar hvatir, á borð við ýgi, eyðileggingu, ofbeldi og dauða. Svarti svanurinn sýnir því fram á allt sem við kemur lífshvötinni og meðan sá hvíti visnar hægt og bítandi út frá sjálfseyðingu, sem að lokum uppfyllir dauðahvötina.

2. Ímyndir eða alvöru?

Sundurgreining milli raunveruleika og ofsjóna reynist Ninu ofviða, en áhorfandi fær að fylgist með þeim átökum sem eiga sér stað í þeirri innri baráttu. Ofsjónirnar hefjast með því að Nina sér sjálfa sig í öðrum konum, en ágerast þó töluvert eftir því sem líður á myndina og veldur henni vanlíðan og skelfingu. Ofsjónir Ninu tengjast yfirleitt annarri útgáfu af henni sjálfri sem endurspegla dekkri hliðar. Nina sér eigin spegilmynd sem ögrandi og heldur því jafnvel fram að hún hafi stundað kynlíf með Lily, sem er hennar helsti samkeppnisaðili. Hægt er að túlka hugarástand Ninu á ýmsa vegu, en hún fer úr því að vera saklaus hvítur svanur yfir í hinn stóra og mikilfenga svarta svan. Ofsjónir hennar stigmagnast samhliða auknu álagi og ofbeldi, sem að lokum verður henni að falli. Vert er að greina frá átakanlegu atriði þegar Nina telur sig verða Lily að bana, en áttar sig svo á því að hún hafi í raun skaðað sjálfa sig. Hægt er að túlka atvikið sem sjálfsfórn til þess að ná fullkomnun.

Samantekt

Ofbeldi tekur á sig ýmsar birtingarmyndir í lífi Ninu, þá má helst nefna andlegt ofbeldi og kúgun af hendi móður sem er rót vandans. Nina er því með afar brotna sjálfsmynd og sýnir undirgefna hegðun, sem gerir hana mögulega enn útsettri fyrir því að vilja þóknast öðrum valdhöfum í lífi hennar. Thomas Leroy notfærir sér sakleysi hennar og beitir hana kynferðislegu ofbeldi. Báðir áhrifavaldar, Thomas og móðirin, brjóta traust hennar og bregðast henni alfarið. Að því sögðu, þá eru samtvinnaðir þættir sem orsaka það að Nina hrynur í lok myndar, þar má nefna áföll, gaslýsingu, andlegt ofbeldi, kynferðisbrot, undirliggjandi áráttu- og þráhyggjuröskun og fullkomnunaráráttu. Einnig tákna svanirnir tvær hliðstæður sem eru gagnkvæmt útilokandi að uppfylla samstundis. Tilraun hennar til að ná fullkomnun endar með því að hún rofnar í tvennt. Í lokin nær hún vissulega fullkomnun en það er á kostnað geðheilsu hennar.

Heimildaskrá

  1. Aronofsky, D. (Leikstjóri). (2011). Black Swan [Kvikmynd]. Searchlight Pictures.

  2. Goodwin, C. J. (2022). A history of modern psychology (Sixth edition). Wiley.