Split

1. nemendur:

Bjartey Bríet Elliðadóttir + Elín Eva Sigurðardóttir Horvat + Lísa Björk Ólafsdóttir + Salka Ósk Árnadóttir.

2. Útgáfuár og land:

2016, Bandaríkin.

3. Flokkun: Nefnið þrjá flokka:

Spenna, hryllingsmynd, drama.

4. Leikstjóri:

M. Night Shyamalan.

5. Helstu leikarar:

John McAvoy sem ?.

Jessica Sula sem ?. Haley Lu Richardson sem ?. Anya Taylor Joy sem ?.

Betty Buckley sem ?.

6. Stikla:

7. Hvers vegna þessi mynd?

Myndin fjallar um mann sem er með rofinn persónuleika sem er mjög áhugavert fyrir okkur sem sálfræðinema. Við fáum innsýn í hvernig sálfræðingur vinnur með þennan einstakling. Myndin fékk 7.3 á IMDB sem er talið frekar gott sérstaklega fyrir spennu/hryllingsmynd. Við vildum einnig velja mynd sem okkur myndi finnast gaman að skrifa um og ekki mjög gamla. Höfum einnig allar gaman af spennumyndum.

8. Söguþráður:

Myndin fjallar um Kevin sem er með 23 persónuleika. Hann er hjá sálfræðing sem heitir dr. Karen Fletcher sem fær innsýn í nokkra af persónuleikunum og reynir að aðstoða Kevin við að halda jákvæðu persónuleikunum uppi. Verri persónuleikarnir byrja að brjótast út og rænir hann þremur stelpum og heldur þeim í íbúðinni sinni fyrir fjórða persónuleikann sem er talinn mjög hættulegur og er kallaður “the beast,” sem borðar fólk sem er ekki “hreint,” en það er fólk sem hefur ekki gengið í gegnum ofbeldi eða aðra slíka erfiða hluti.

9. Sálfræði myndarinnar:

Við völdum þessa mynd því aðalpersónan er með geðröskun. Hann er hjá sálfræðing til að halda sér góðum þar sem hann er með rofinn persónuleika og nokkrir af persónuleikunum eru “vondir.” Hann fer nokkrum sinnum til sálfræðingsins í myndinni þar sem hún fær að kynnast nokkrum af persónuleikunum hans Kevins, en hann er með 23 persónuleika. Hann lagast ekki heldur kemur fram 24ði persónuleikinn sem borðar fólk sem hefur ekki gengið í gegnum erfiða hluti og talar um: “heart is pure.”

10. SEINNI SKIL - Fimm spurningar:

  1. Hver er boðskapur myndarinnar?

Kvikmyndin Split bendir til þess að dissociative identity disorder (DID) margskiptur eða rofinn persónuleiki Kevins hafi orðið til sem viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi sem hann upplifði í æsku og þessir persónuleikar sem hann þróar með sér voru að vernda hann fyrir móður hans. Svo, frekar en að vera hreinlega ill manneksja, er hægt að líta á að þegar hann verður vondur, eða það sem þeir kalla hann í myndinni; the Beast, þá er það svar við áfalli Kevins í æsku frekar en meðfædd illska. Þetta bendir til þess að ofbeldi í æsku getur haft gríðarleg áhrif á framtíð manns.

2. Hvernig kemur persónuleikaröskunin fram í myndinni?

Persónuleikaröskunin birtist í því formi að hann skiptir um persónuleika eftir því í hvaða aðstæðum hann er, en hann getur einnig kallað þá fram. Kevin er með 24 persónuleika. Hann skýrir hvern og einn persónuleika og eru þeir eftirfarandi: Dennis, Barry, Patricia, Hedwig, the Beast, Heinrich, Mary Reynolds, Norma, Goddard, Bernice, Polly, Luke, Rakel, Felicia, Ansel, Jade, Kat, Orwell, Jalin, Kat, B.T., Samuel, Ian and Mr. Pritchard. Samt sem áður sjáum við ekki alla persónuleikana í myndinni Split.

3. Hjálpar sálfræðingurinn aðalpersónunni?

Kevin á vikulega tíma við geðlækninn sinn Dr. Karen Fletcher, sem hann hefur verið að fara til í mörg ár. Fundirnir við Dr. Fletcher hjálpar Kevin að halda einkennum sínu í skefjum og hann deilir þar öllum vandræðum eða kvíða sem hann upplifir. Notast er við hugræna atferlismeðferð sem hjálpar honum að hugsa á nýjan hátt og breyta gjörðum sínum með nýjum hugsunarhætti. Dr. Fletcher einbeitir sér að því að líta ekki á hann sem brotinn eða veikan einstakling, heldur frekar sem mikilvægan í þeim skilningi að fólk eins og Kevin gæti verið: “the key to the untapped.” Með því er verið að meina að tilfelli Kevins er mikilvægt til þess að afla sér upplýsinga um þessa röskun, sem lítið var vitað um á þessum tíma. Aðrir sálfræðingar töldu að þessi röskun væri bara göðsögn.

4. Af hverju rænir hann stelpunum?

Í byrjun myndarinnar rænir einn af persónuleikunum, hann Dennis, þremur unglingsstelpum til að nota þær sem fórnarlömb fyrir 24. persónuleikann sinn sem kallast the Beast.

5. Hvernig eru persónuleikarnir?

Ef að við horfum á myndina með freudísku sjónarhorni er hægt að sjá mismunandi varnarhætti. Hver og einn persónuleiki er með eitthvað vandamál og í raun eru persónuleikarnir bæling fyrir Kevin eftir að hann var beittur kynferðislegu ofbeldi af hálfu móður sinnar, sem sýnir að umhverfið mótaði þessa persónuleika í æsku. Hann var í samtalsmeðferð hjá Dr. Fletcher til að hjálpa honum að vera meðlimur í samfélaginu og halda hinum persónuleikunum niðri. Dr. Fletcher beitir hugrænni atferlismeðferð á Kevin. Markmiðið með hugrænni atferlismeðferð er að kenna honum nýja og uppbyggjanlega hugsun og hegðun. Þessi meðferð er talin besta tegund meðferðar fyrir Kevin og hans röskun. Í gegnum myndina sést einn af persónuleikunum vera tala við Dr. Fletcher og hún hjálpar honum að reyna að hugsa á nýjan hátt og breyta gjörðum sínum með nýjum hugsunarhætti. Hann nær að byggja upp gott samband með sálfræðingnum og treystir henni vel vegna þess að hún er ein af fáu sálfræðingum á þessum tíma sem trúðu því að þetta væri alvöru sjúkdómur. Kevin er aðal persónuleikinn og er mjög viðkvæm sál. Hann var beittur ofbeldi í æsku og hefur ekki komið fram sem hann sjálfur í mörg ár, þar sem hinir persónuleikarnir eru að vernda hann og eru hræddir um að hann sé ekki nógu sterkur.
Hedwig er 9 ára strákur sem getur komið fram hvenær sem hann vill. Hann elskar að dansa, sérstaklega hip-hop og hagar sér eins og venjulegur 9 ára strákur. Hann er almennt ekki hættulegur og hann nær meira að segja að vingjast við eina af stelpunum sem var rænt. Varnarháttur Kevins fyrir Hedwig er frávarp, en Kevin notar frávarp til að vernda sig frá kvíðanum sínum, og í raun er Hedwig Kevin sem barn, en hann er hamingjusamur og sýnir andstæðuna við hvernig líf Kevins var sem barn.
Barry hittir sálfræðinginn oftast til þess að halda hinum persónuleikunum í skefjum. Áhugamálin hans eru hönnun og tíska. Hann er vingjarnlegur, heillandi og meinar vel. Í langan tíma var hann aðal persónuleikinn þangað til hinir persónuleikarnir byrjuðu að brjótast út. Í gegnum myndina má sjá Barry senda neyðarskilaboð til Dr. Fletcher til að vara hana við hinum persónuleikunum sem eru vondir. Varnarháttur Kevins við Barry er göfgun, en þegar Kevin verður stressaður og byrjar að muna eftir fortíðinni þá kemur Barry fram.
Dennis er persónuleikinn sem rændi stelpunum. Hann er með OCD, sérstaklega með þráhyggju fyrir hreinlæti. Hann er mjög kaldur, með stuttan þráð og með barnagirnd, en það kemur fram þegar hann biður stelpurnar um að dansa naktar. Hann getur orðið ofbeldisfullur. Dennis byrjar að þykjast vera Barry þegar Barry er í sálfræðitímunum til þess að plata sálfræðinginn að það sé allt í góðu og að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af vondu persónuleikunum. Varnarháttur Kevins fyrir Dennis var varnarhátturinn afneitun, en Dennis birtist alltaf þegar einhver brýtur reglurnar. Þessi varnarháttur birtist því Kevin getur ekki samþykkt slæmu hlutina sem gerðist fyrir hann og afneitar öllum sem eru ekki hreinlátir.
Patricia er eldri kona sem er mjög öguð og reynir að hafa aga yfir hinum persónuleikunum. Hún er róleg, kurteis en er með fullkomnunaráráttu sem verður til þess að hún verður reið þegar eitthvað fer á annan veg. Þegar hún kemur fram er hún góð við stelpurnar og reynir að veita þeim öryggi en þrátt fyrir það dáist hún mjög af versta persónuleikanum; the Beast. Hún er sú sem leyfir að lokum the Beast að koma fram. Varnarháttur Kevins fyrir Patriciu er andhverfing til að hunsa óvelkomnar tilfinningar fyrir vandamálin sem hann hefur. Hún birtist þegar það þarf að gefa leiðbeiningar eða veita aðstoð. Patricia birtist vegna löngunar Kevins fyrir að eiga góða mömmu og er Patricia í raun móðirin sem Kevin átti aldrei.
The Beast er síðan 24. persónuleikinn. Hann hefur þann eiginleika að klifra á veggjum, hleypur hratt og er óvenjulega sterkur. Flestir persónuleikarnir reyna að halda honum í skefjum þar sem hann hefur ómannlega eiginleika og þörfina fyrir því að drepa fólk. Patricia og Dennis spila stærsta hlut í því að ákvarða hvenær the Beast brýst út. Varnarháttur sem kemur fyrir the Beast er tilfærsla, hann yfirfærir reiði sína yfir á stelpurnar og verður reiður við þau sem verða honum ógnandi, en drepur ekki eina af stelpunum því hann sér að hún hefur einnig verið misnotuð í æsku. Þegar Kevin verður aftur hann sjálfur hefur hann enga minningu af gjörðum the Beast sem sýnir fram á það að þessi persónuleiki en sá sem hann er búinn að bæla hvað allra mest niður.

Það eru nokkrir persónuleikar sem sjást smá í myndbandsupptökum sem Casey horfir á þar sem einkennin þeirra koma fram. Einn af þeim er Jade, sem er táningsstelpa og Orwell sem virðist vera mjög gáfaður. Svo eru það restin af persónuleikunum en þau eru Mary ReynoldsLuke, Heinrich, Samuel, Norma, Goddard, Bernice, Polly, Rakel, Felida, Ansel, Jalin, Kat, B.T., Ian og loks , Mr. Pritchard en þeir koma ekki fram í myndinni.