1. nemendur:
Anna Lára Orlowska + Eva Egilsdóttir + Freyja Vignisdóttir + Hildur María Arnalds.
2. Útgáfuár og land:
2001, Bandaríkin.
3. Flokkun: Nefnið þrjá flokka:
Drama, ævisaga og rómantík.
4. Leikstjóri:
Ron Howard.
5. Helstu leikarar:
6. Stikla:
7. Hvers vegna þessi mynd?
Þrjár af fjórum hópmeðlimum hafa ekki séð myndina en hafa heyrt góða hluti. Sú sem hefur séð myndina elskar hana og finnst hún mjög áhugaverð. Myndin fjallar um geðklofa sem er geðröskun sem við höfum lítið lært um og langaði að læra meira. Okkur finnst einnig áhugavert að myndin er byggð á sannsögulegum atburðum.
8. Söguþráður:
John Nash er vandræðalegur stærðfræði nörd og prófessor sem fær boð um að vinna fyrir leyniþjónustuna við að leysa rússneska kóða í Kalda stríðinu. Líf hans fer að verða hættulegra og hættulegra og KBG er farið að elta hann. KGB er komið hjá húsinu hans og farið að skjóta. Allt verður svart. Hann vaknar í hvítu herbergi. Hann er á geðsjúkrahúsi og er tilkynnt að hann er með geðklofa. Hvernig mun John takast á við lífið héðan af?
9. Sálfræði myndarinnar:
Eins og við sögðum langar okkur að fræðast meira um geðklofa sem er það sem myndin fjallar um. Fókusinn er á einn einstakling með geðklofa og hvernig geðröskunin hefur áhrif á líf hans. Það verður áhugavert að sjá hvernig John tekst á við sjúkdóminn og sjá hvernig meðferðar úrræði voru í gamla daga.
10. seinni skil - Fimm spurningar:
Hver voru viðhorf fólks í garð NASH?
Viðhorf fólks á John Nash í fyrstu, áður en það vissi að hann væri með geðklofa, var skilningsleysi. Það var mikið gert grín af honum og fólki þótti hann skrítinn. Eftir að fólk komst að því að hann væri með geðklofa fór það að sýna honum meiri skilning og fann til með honum.
2. Hver var undirrót geðklofans?
Rót geðklofa liggur í genum og erfist því. Hann liggur oft í einskonar dvala og ýmislegt í umhverfinu getur gert það að verkum að einkennin fara að koma fram. Algengast er að einkenni byrja í upphafi þrítugsaldurs hjá karlmönnum en það á einmitt við John. Streita er ein möguleg ástæða þess að einkenni fara að koma fram og var John á þessum tíma að hefja doktorsnám og var undir mikilli pressu að birta greinar líkt og samnemendur hans höfðu gert. Hann var undir gríðarlegu álagi og teljum við að það sé helsta ástæða þess að geðklofinn losnaði úr læðingi ef svo má segja.
3. Hvernig lýstu geðklofaeinkenni nash sér og hvernig höfðu þau áhrif á hans daglega líf?
John upplifði neikvæð einkenni á undan jákvæðu einkennum geðklofa. Tjáning geðshræringa var lítil, hann átti ekki marga vini, hann einangraði sig félagslega og var fremur vansæll. Fyrstu ofskynjanirnar hófust þegar hann byrjaði í Harvard og kynntist Charles, ímyndaða vini sínum.
John sýndi fram á mikil jákvæð einkenni. Sem dæmi má nefna ofskynjanir og ranghugmyndir, sem fólu í sér ofsóknar-, stjórnunar- og mikilmennsku hugmyndir. Hann trúði því að hann væri að vinna hjá leyniþjónustu og að hann væri að sinna mikilvægri vinnu fyrir bandaríska herinn. Þegar að hann vildi hætta að vinna hjá þeim fór yfirmaður hans, William, að ofsækja hann og telja honum trú um allskyns hluti sem myndu gerast ef hann hætti að vinna fyrir þá. Þarna hélt hann því fram að hann væri ómissandi fyrir þjóð sína, aðrir voru farnir að stjórna honum og létu hann ekki í friði. Hugsanir hans voru ekki beint rökréttar en þó fattaði hann að stelpan sem hann sá væri ekki til vegna þess að hún varð aldrei eldri með árunum.
Geðklofinn hafði áhrif á John í bæði starfi og samböndum hans. Þar sem hann var orðin of upptekinn að vinna fyrir bandaríska herinn gat hann ekki sinnt vinnu sinni í ,,alvöru heiminum.‘‘ Kærasta hans sá mikið til um John og var hann eitt sinn næstum því búin að drepa hana. Hún stóð þó með honum alveg til endaloka. Hann átti í erfiðleikum með að sjá um barnið sitt vegna geðklofans bæði á og ekki á lyfjum. John ákvað að hætta á lyfjunum vegna þess að það gerði hann sljóan og hann átti erfitt með að beita huganum. William, Charles og frænka hans fylgdu honum því út lífið en trufluðu hann ekki eins mikið og áður.
4. Hvernig meðferð fékk hann?
Þegar það kom í ljós að hann væri með geðklofa var hann látinn fara í insúlín dásvefns meðferð og lyf til að byrja með, sem höfðu frekar hamlandi aukaverkanir. Insúlín meðferðin var fundin upp í kringum 1930 af Manfred Sakel og virkar hún þannig að þegar insúlíni er sprautað í einstakling þá lækkar blóðsykurinn það mikið að einstaklingur missir meðvitund (sögubókin, bls. 369). Svo hætti John í þessari meðferð því hún hafði svo gríðarleg neikvæðar aukaverkanir og hann var orðin meðvitaður um að ákveðið fólk væri bara í ímyndun hans, sem gerði það að verkum að hann fór smám saman að eiga auðveldara með það að hunsa þau. Að lokum á eldri árum sínum fór hann á nýrri og þróaðri lyf.
5. Væri hægt að veita honum öðruvísi meðferð í dag sem var ekki hægt á þessum tíma?
Stóra sálfræðilega spurningin í myndinni er: hvernig á að díla við geðklofa? Myndin er því skrifuð út frá hagnýtri sálfræði fremur en fræðilegri. Það er fjallað um hvernig sálfræði þekking þess tíma nýttist í meðferð. Þannig mætti einnig segja að myndin sýni virknihyggju sálfræðinnar fremur en formgerðarstefnu. Talað er um hver virkni geðklofans og meðferðarinnar er, það er við skiljum þessi hugtök með því að vita hvernig þau virka eða til hvers þau eru. Við fáum til dæmis aldrei að sjá hvað liggur að baki geðklofa, aðeins birtingarmynd hans og hvernig hann virkar. Við fáum heldur aldrei að sjá hvað liggur að baki meðferðanna sem hann hlýtur, aðeins virkni eða óvirkni þeirra.
Ef hann hefði greinst í dag væri meðferðin heldur ólík þeirri sem fjallað var um í fjórðu spurningu og að hluta til út frá formgerðarstefnu ef svo má segja þar sem lyfin sem veitt eru í dag hafa að baki sér mikla fræði um uppsetningu heilans og hvað á sér stað í heilum einstaklinga með geðklofa. Meðferðin sem hann þó fékk var svipuð siðlegri meðferð en þá er lögð áhersla á gott mataræði, atferlisþjálfun, hreinlæti og góð lífsskilyrði en Phillipe Pinel var frumkvöðull slíkrar meðferðar í lok 18. aldar. Lyfin sem voru notuð voru þó skaðleg sem og insúlín meðferðin og eru þau því ekki notuð í dag.
Dæmi um lyf sem notuð eru í dag er Aripiprazole, sem virkar við geðklofa þar sem það örvar magn dópamíns þar sem lítið er af því en hamlar þar sem of mikið er því. Framfarir hafa verið í lyfjatækni og algengustu aukaverkanir lyfja í dag eru skaðlausari en áður eins og ógleði og æla frekar en varanlegur heilaskaði.
Í kjölfar atferlisstefnunnar hafa komið fram ýmsar hugmyndir um hvort að lyf séu í raun óþarfi og jafnvel bara skaðleg. Væri ef til vill betra ef einstaklingar með geðklofa myndu fara í atferlismeðferð og læra að aðgreina ofsjónirnar og ranghumyndirnar frá raunveruleikanum? Þetta reyndi John Nash einn síns liðs og tókst ágætlega til. Hann beitti rökhugsun eftir bestu getu til að aðgreina ofsjónir sínar og breytti hegðun sinni með því að hætta að veita þeim athygli. Smáum saman urðu þær daufari og viðráðanlegri. Í dag er ekki lengur notuð insúlín dásvefns meðferð eða metrazol raflosts meðferð sem var einnig vinsæl meðferð á þeim tíma. Raflost meðferð tók við af þeim með miklum vinsældum og er enn notuð í dag en þó aðeins í brýnni nauðsyn (sögubókin, bls 369). Meðferðir dagsins í dag myndu einnig teljast siðlegar en eru þó töluvert mannúðlegri og hugað er að fleiri hlutum sem fylgja því að vera með geðklofa. Í boði eru sem dæmi einstaklingsmeðferðir, fjölskyldu fræðsla og sjálfshjálparhópar sem sýna fram á jákvæð áhrif á einstakling með geðklofa og aðstandendur.