Side Effects

1. nemendur:

Elísa Sól Sigurðardóttir + Kolfinna Auður Káradóttir + María Björg Fjölnisdóttir + Vigdís María Geirsdóttir.

2. Útgáfuár og land:

Myndin var gefin út árið 2013 í Bandaríkjunum.

3. Flokkun: Nefnið þrjá flokka:

Myndin er flokkuð sem mystery (ráðgáta), drama og crime (glæp, afbrot).

4. Leikstjóri:

Leikstjóri myndarinnar er Steven Soderbergh.

5. Leikarar:

Rooney Mara sem Emily.

Channing Tatum sem Martin.

Jude Law sem dr. Jonathan.

Catherine Zeta-Jones sem Dr. Victoria.

Polly Draper sem yfirmaður Emily.

6. Stikla:

7. Hvers vegna þessi mynd?

Til að byrja með fannst okkur hún líta út fyrir að vera bæði mjög spennandi og sáum einnig að góðir leikarar léku í henni. Í sýnishorni myndarinnar sást að einhver dó og það vakti áhuga okkar. Einnig var áhugavert að sjá í sýnishorninu að það var eitthvað í gangi milli konunnar og læknis hennar. Aðalkarakterinn í myndinni var á einhverjum lyfjum sem fjallað var um, sem litu út fyrir að vera með einhverjar áhugaverðar og óvenjulegar aukaverkanir, enda heitir myndin aukaverkanir og ætti því ekki að koma áhorfendum á óvart.

8. Söguþráður:

Aðalkarakterinn Emily verður verulega þunglynd eftir að maðurinn hennar losnaði úr fangelsi. Hún framdi sjálfsvígstilraunir sem leiddu til þess að hún þurfti að fara reglulega til geðlæknis. Emily fór á lyf sem hét Ablixa sem leiddi til þess að hún drap manninn sinn í svefni og lenti síðan á geðsjúkrahúsi. Síðar kom í ljós að hún hafi verið að gera þetta allt fyrir peninga og hefnd í samvinnu með elskhuga sínum, sem var einnig sálfræðingur hennar á tímabili. Geðlæknirinn vissi að eitthvað gruggugt væri í gangi og tók málin í sínar hendur.

9. Sálfræði myndarinnar:

Við völdum þessa mynd í fyrsta lagi því við héldum að hún snérist um þunglyndi. Síðar kom í ljós að hún snérist um lygar, glæp og ef til vill einhver önnur andleg veikindi. Emily lék aukaverkanir lyfja aðeins fyrir peninga. Í myndinni spilar geðlæknir Emily stórt hlutverk sem og sálfræðingur sem hún var áður hjá. Einnig var Emily sett á stofnun og fólkið þar inni og meðferðirnar gætu mótað viðhorf áhorfenda á ýmsan hátt gagnvart svona stofnunum. Þó mætti segja að lyfin snérust aðallega um lyf og aukaverkanir og hvaða áhrif það getur haft á geðlækna og sjúkling.

10. seinni skil - Fimm spurningar:

  1. Við hvað var Emily að kljást, var eitthvað annað en þunglyndið sem hún laug um?

Emily var alltaf að ljúga fyrir sinn hag. Við teljum Emily vera siðblinda eða að kljást við narsisisma. Emily lýgur um að hafa drepið eiginmannin sinn Martin í svefni til að græða pening með Victoriu (elskandi/fyrrverandi sálfræðingur). Þessi áætlun hennar byrjar á því að hún fer í veislu og sýnir öllum þar hvað hún er þunglynd. Þá byrjar hún hjá sálfræðingi, honum Jonathan. Emily sest í bílinn sinn og ekur honum í vegg á bílasvæðinu fyrir framan vinnuna hennar, til að virðast ætla drepa sig. Eftir það atvik skammtar Dr. Jonathan henni þunglyndislyf. Hún telur að lyfin virka ekki (hún tók enga pillu inn). Emily þykist aftur ætla drepa sig í neðanjarðarlestinni. Þá skammtar Johnathan henni pilluna Ablixa. Hún tók eina pillu og laug að pillurnar séu hægt og rólega að hjálpa andlegu heilsunni og kynhvöt hennar en hins vegar er aukaverkun að hún labbar og eldar í svefni sem er allt lygi til að hafa afsökun til að drepa Martin. Emily lætur eiginkonu Jonathan halda að hann sé að halda framhjá henni með Viktoríu þar á leiðum eyðurleggur hún sambandið þeirra og að auki missir hann vinnuna út af morðinu. Emily ber ekki lengur ábyrgð á morðinu því hún lét Viktoríu nefna nokkrar upplýsingar um planið þeirra sem var nóg til að láta hana í fangelsi (hún hélt að Viktoria væri búin að snúast gegn henni).

2. Hefur svipað gerst í raunveruleikanum, aukaverkanir sem valda því að einstaklingar ráðist á annað fólk? / Hafa einhver geðlyf/lyf aðrar andlega slæmar aukaverkanir?

Sum lyf geta haft slæmar andlegar aukaverkanir eins og adhd lyf, kvíðalyf, þunglyndislyf. T.d. getur maður fengið aukaverkanir af kvíðalyfjum eins og ofskynjanir og skapgerðarbreytingar. Adhd lyf geta einnig haft slæmar aukaverkanir eins og geðsveiflur, æsingi, kvíða, þunglyndi og fleira. Eiturlyf geta haft verulega slæm áhrif eins og ef manneskja notar kannabis lengi getur það leitt til geðklofa. Einnig er til sjúkdómur sem kallast Munchausen sjúkdómur, þar sem að manneskja sjálf lætur sig vera veika eða þykist vera veik svo að aðrir sjá um hana og svo að þau fái mikla athygli. Einnig eru til tilfelli um Munchausen þar sem að t.d. ummönnunaraðili lætur t.d. barnið sitt vera veikt með því að eitra fyrir því svo barnið þurfi á því að halda og svo það fái athygli.

3. Hvernig er hægt að tengja þetta við námsefnið?

Myndina Side Effects er hægt að tengja við námsefnið á margan máta. Við bárum ýmislegt úr myndinni saman við mannhyggju og Freud ásamt því að vísa í innri og ytri nálgun og ýmsar sálfræðilegar og vísindalegar aðferðir. Í myndinni er bæði verið að einblína á hugsun og hegðun og vísindalegar aðferðir eins og lyfjagjöf. Þó er aðalatriðið hegðun skjólstæðingsins og aðalpersónunnar Emily, þar sem hegðun hennar er í raun aðalatburðarrás myndarinnar. Í byrjun myndarinnar voru frekar ytri skýringar á hegðun hennar þar sem kennt var lyfjunum og fyrra áfalli um hennar hegðun. Við enda myndarinnar varð nálgunin meira innri þar sem hún var að ljúga um allt saman og því mikilvægt að skoða innri ferli.

Ef við ættum að tengja myndina við Freud þá væri meðal annars hægt að segja að geðlæknirinn Jonathan væri að framkvæma frjálsar hugrenningar með Emily þar sem hún fékk mikið að tala, er það í anda Freuds. Þar að auki varð Emily ástfangin af fyrri sálfræðingi. Freud myndi túlka það sem ákveðna gagnúð þar sem hún myndi hafa einhverjar óleystar tilfinningar til móður sinnar. Því væri hún að yfirfæra þær tilfinningar á sálfræðinginn. Þó svo að Freud hafi aðallega talað um föðurímynd en það var áður en samkynhneigð var samþykkt. Emily var mögulega að nota varnarhætti líkt og Freud setti fram. Hún var særð af manninum sínum og gæti hafa verið að bæla vanlíðan sína með því að halda framhjá honum. Hún sannfærði sig um að maðurinn sinn væri vondur maður og skemmdi líf hennar, hún réttlætti það fyrir sér að það væri því í lagi að drepa hann.

Samkvæmt mannhyggju væri ekki einblínt á fortíðina, þannig að það sem hún hefur lent í skipti ekki máli varðandi hegðun hennar. Það sem hún gerði var aðeins hennar frjálsi vilji. Einnig var hún var stöðugt að fá það sem hún vildi, hennar löngunum var svarað (jákvæð styrking) þar til geðlæknirinn komst að því að hún var að ljúga. Hún var alveg að ná sínu markmiði sem hægt væri að túlka að hún væri að nálgast háreynlsu en það snerist í höndum hennar og hafði öfugar afleiðingar. Ef geðlæknirinn hefði farið eftir skjólstæðismiðaðri meðferð þá hefði verið erfiðara fyrir hana að fá lyfin þar sem þá er flutt ábyrgð á skjólstæðinginn.

Annað sem við vildum tengja við myndina var það að áður fyrr voru geðsjúkir meðhöndlaðir illa og jafnvel drepnir en núna er fær fólk viðeigandi hjálp eða er sett á geðsjúkrahús, eins og Emily var sett á geðsjúkrahús þar sem hún var greinilega veik á geði. Þar að auki eru andleg veikindi meira samþykkt í samfélaginu í dag. Gefur það til kynna að auðveldara að gera sér upp veikindi án þess að fólk skammist sín. Það hefðu eflaust fáir gert sér upp geðræn vandamál á 18. öld fyrir enlightenment stefnuna.

4. Hefði verið hægt að vinna úr hennar málum á annan hátt?

Í myndinni var mikið lagt út úr lyfjagjöf sem lausn. Lítið var talað um aðrar leiðir. Í byrjun myndar var allt afar stereótýpískt að okkar mati. Þunglynd kona með öll algengustu einkenni þunglyndis sem fólk þekkir. Hún leitaði til geðlæknis og hann gaf henni misgóð lyf og endaði á að finna lyf sem hún sagði að hafi hjálpað henni, það hét Ablixa. Öllum lyfjum fylgja aukaverkanir. Þó svo að aðalkarakterinn hafi gert þær upp þá geta skelfilegir atburðir gerst í kjölfar lyfjainntöku, eins og kom fram í spurningu 2. Mikilvægt er að leita annarra leiða fyrst. Ef hún hefði verið þunglynd fyrir alvöru þá hefði mátt leita ýmissa aðferða hjá sálfræðingi fyrst. Að okkar mati ætti geðlæknir að vísa sjúklingum til sálfræðings hafi skjólstæðingar ekki prófað það fyrst. Einnig sýnir myndin fram á að auðvelt sé að fá lyf við hverju sem er og hver sem er gæti blekkt lækna. Lyf eru einnig oft aðeins tímabundin lausn við þunglyndi. Ef fólk væri skylt að leita annara leiða fyrst þá væri erfiðara að blekkja þar sem það þyrfti að leggja meiri tíma og vinnu í það.

 5. Eru áföll orsakavaldur/orsök fyrir einhverjum geðröskunum?

Raskanir á geðheilbrigði eru geðraskanir. Allir einstaklingar geta á lífsleiðinni upplifað einhver geðræn vandamál. Það er mismunandi á milli einstaklinga hvernig þau tækla vandamál eða erfiðleika sem koma upp. Því er mikilvægt að gera grein fyrir því að það er vegna samspils erfða og umhverfis. Þróun á geðrænum vandamálum byrjar oft í æsku - ef börn og ungmenni upplifa áföll eða lenda í slæmum aðstæðum er líklegra að þau þrói með sér geðræn vandamál frekar en einstaklingar sem upplifa ekki sömu aðstæður. Ekki má gleyma því að það er einnig persónubundið á milli einstaklinga hvernig þeir tækla hlutina og hvernig stuðningsnetið þeirra er. Þetta er bara grunnurinn hvernig það er hægt að þróa með sér geðraskanir en einnig geta einstaklingar lent í allskonar hlutum og upplifunum yfir ævina sem getur leitt til geðraskana. 

Því má segja að áföll og geðraskanir eiga í samspili við erfðir og umhverfi og hvort að einstaklingur þrói með sér geðraskanir. Í hvaða mynd geðraskanir koma hjá einstaklingum er mismunandi - við erum öll fjölbreytt á þessari jörð og því er ekki samasem merki á milli raskanna og áfalla.