One Flew Over the Cuckoo's Nest

Nemendur

Eygló Margrét Guðnýjardóttir, Thelma Lind Hjaltadóttir, Tinna Hrönn Einarsdóttir, Þórdís María Aðalsteinsdóttir.

Nafn

One Flew Over the Cuckoo's Nest.

Útgáfudagur og land

19. nóvember, 1975, Bandaríkin.

Flokkun

Drama, kómísk drama, sálfræðidrama.

Leikstjóri, land og ár

Miloš Forman, Tékkland fæddur árið 1932 lést 2018.

Leikarar

Jack Nicholson sem Randle McMurphy.

Louise Fletcher sem Nurse Ratched.

Will Sampson sem Chief Bromden.

Brad Dourif sem Billy Bibbet.

Stikla

https://www.bing.com/videos/search?view=detail&q=classic+trailer+one+flew+over+the+cuckoo%27s+nest&&mid=E8978CCDDC94AA65D18EE8978CCDDC94AA65D18E&&FORM=VRDGAR

Hvers vegna þessi mynd?

Tveir af hópmeðlimunum voru búnir að sjá þessa mynd og sögðu að hún hafi verið mjög skemmtileg og áhugaverð. Við lásum yfir frásögn á myndinni og okkur fannst hún líta mjög vel út. Myndin kemur líka mikið að mörgum mismunandi þáttum sálfræðinnar, þar sem hún fjallar um ýmislega sálfræðilega þætti, þar að meðal geðheimili, raflost, geiraskurð og mismunandi andlega kvilla. Einnig er Jack Nicholson í aðalhlutverki og okkur finnst hann mjög góður leikari.

Söguþráður

One flew over the Cuckoo’s nest fjallar um Randle P. McMurphy, fanga sem er fluttur úr fangelsi yfir á geðdeild í þeim tilgangi að meta andlega heilsu hans. McMurphy er uppreisnargjarn og hefur ekki áhuga á því að fylgja reglum yfirhjúkrunarfræðingsins, Ratched, sem stýrir deildinni með hótunum og ofbeldi. Uppreisn McMurphy fer að hafa áhrif á hina sjúklingana og meiri og meiri togstreita myndast á milli hans og Ratched.

Fjórar sálfræðilegar spurningar

Tvær styttri spurningar

1.Hvernig var sambandið á milli Chief og McMurphy og hver voru áhrif McMurphys á Chief?

Chief er hlédrægur, hann lætur ekki mikið fyrir sér fara á geðdeildinni og þykist vera mállaus og heyrnarlaus til þess að forðast samskipti við annað fólk. McMurphy er aftur á móti nær andstæða þess og mætir á geðdeildina með látum. Það byrjar að hefjast ákveðið samband milli þeirra tveggja þegar McMurphy reynir stanslaust að hafa einhver samskipti við Chief og heldur áfram að ýta á hann og tala við hann þrátt fyrir að fá engin svör til baka. Því meiri tíma sem að þeir eyða saman eykur á sjálfsöryggi Chiefs til þess að tala við McMurphy. McMurphy fattar þá að Chief hafi verið að þykjast allan þennan tíma og þeir ákveða þá saman að þeim langi að flýja til Kanada. Það mætti segja að McMurphy hafi breytt lífi Chiefs og í gegnum myndina sér maður samband þeirra breytast og verða að alvöru vináttu. Það kemur greinilega fram í lok myndarinnar hversu sterk vinátta þeirra var. Chief sér að McMurphy hafi verið sendur í geiraskurð (e. lobotomy) og í stað þess að láta McMurphy rotna inni á geðdeildinni í mörg ár kæfir hann McMurphy með kodda. Það hefur verið gríðarlega erfitt en Chief vissi að McMurphy hefði ekki viljað eytt restinni af líf sínu fastur þarna inni með ekkert vit eftir í kollinum. Einnig hefur það líklega verið gríðarlega erfitt fyrir Chief að sjá eina vin sin, mann sem var svo fjörugur og uppátækjasamur, enda svona. Chief ákveður að taka líf McMurphy í eigin hendur og flýja svo geðdeildina.

2. Hver voru áhrif raflostsmeðferðarinnar og geiraskurðarins (e. lobotomy) á McMurphy og hefði þurft að framkvæma þessa meðferð?

Eftir raflostið virðist ekki mikið hafa breyst hjá McMurphy. Ratched notar raflostmeðferðina sem leið til þess að stjórna McMurphy og til þess að reyna að fá hann til þess að hætta að brjóta reglur hennar. Þetta virkar ekki eins og hún hefði vonast til og uppreisn hans heldur áfram. Hins vegar komu fram mjög augljósar breytingar í ljós eftir geiraskurðin sem hann var sendur í eftir að hafa ráðist á Ratched. Hann virðist missa alla vitræna getu og verður eiginlega bara að grænmeti.

Í bæði skiptin voru meðferðirnar ekki notaðar til þess að lækna eða hjálpa McMurphy heldur voru þær notaðar til þess að stjórna honum og refsa. Við teljum að þær hefðu alls ekki verið nauðsynlegar og að þær voru einungis framkvæmdar vegna þess að Ratched líkaði ekki við hegðun McMurphy.

Tvær lengri spurningar

3.Var rétt að láta McMurphy inn á geðheimili eða átti hann að vera í fangelsi?

Það er svolítið óljóst frá byrjun myndar hvort að McMurphy hafi í rauninni verið geðveikur eða þóst vera það. Okkur fannst það samt alveg ljóst að það var eitthvað að honum en hvort að það hafi verið nóg til þess að leggja hann inn á geðheimili finnst okkur svolítið óljóst. Það er hins vegar gefið í skyn að hann hafi látið eins og hann væri geðveikur til þess að reyna að forðast fangelsi. Það sem gerist í raun er að geðdeildin verður hans fangelsi og hann endar í rauninni á því að vera alla myndina að reyna að verða frjálsari og komast undan „vondu” hjúkkunni Ratched. Hann þráir frelsið greinilega mjög mikið. Til dæmis verður hann alveg hissa þegar hann kemst að því að lang flestir sem eru með honum á geðdeildinni séu þar af fúsum og frjálsum vilja og mega fara hvenær sem þeir vilja en kjósa að vera þar sjálfir. Þetta skildi McMurphy alls ekki og hann hélt að þeir væru neyddir til þess að vera þarna eins og hann.

Lífið hefði örugglega endað betur fyrir hann hefði hann endað í fangelsi. Báðir möguleikar eru náttúrulega slæmir og frelsissvipting en þetta hæli endaði á því að vera hræðilegur staður til að vera á og hann hefði aldrei endað í heilaskurðaðgerð eða raflostsmeðferð í fangelsi. Hann er að okkar mati það besta sem hefði geta komið fyrir þetta hæli en okkur finnst hann ekki alveg passa þarna inn. Það var miklu meira í gangi í hausnum á honum en hinum geðsjúklingunum og hann var ekki jafn raunveruleikafirrtur og út úr þessum heimi og hinir. Þótt að hann hafi verið gríðarlega hvatvís og óábyrgur þá finnst okkur líklegt að hann hafi verið að þykjast og hefði þess vegna ekki átt heima þarna meðal þeirra. Það kemur líka frekar skýrt fram í myndinni að honum finnst hann ekki vera geðveikur, en hann gæti samt alveg verið það þó hann haldi öðru fram. Hann hélt örugglega að það að vera á geðdeild yrði auðveldara og þægilegra heldur en að vera í fangelsi og maður hugsar með sér hvernig örlög hans hefðu orðið ef hann hefði endað á öðru geðheimili en þessu. Hefðu þau séð að hann ætti frekar heima í fangelsi og sent hann aftur þangað? Hefðu þau talið að hann þyrfti geðræna hjálp og aðstoðað hann í raun og veru með sín vandamál í stað þess að senda hann í raflostmeðferð og geiraskurð? Hefði hann haft sömu áhrif á eitthvað annað heimili, sem sagt mætt með læti og reynt að fá fram breytingar? Það er hægt að velta svo ótrúlega miklu fyrir sér þegar kemur að þeim sorglegu örlögum hans og hvernig líf hans hefði getað endað öðruvísi.

4. Hver voru áhrif McMurphy og hans hegðunar á geðdeildina? Voru þau slæm eða góð?

McMurphy kemur inn á geðdeildina og gjörbreytir andrúmsloftinu næstum því um leið og hann kemur inn. Áður en hann kemur þarna inn var einhvern veginn allt alltaf gert á sama hátt og samkvæmt sömu rútínu. Geðsjúklingarnir voru ekki með nein álit eða mótþróa gagnvart neinu og mætti halda að þeir hafi ekki þorað því. Engin örvun og ekkert nýtt sem kemur fyrir áður en hann kemur þarna inn og breytir ekki bara andrúmsloftinu heldur líka geðsjúklingunum sjálfum. Hann hvetur þá til dæmis til þess að hreyfa sig og hann virðist hafa miklu meiri trú á þeim og þeirra hæfni heldur en starfsmennirnir sem að vinna á geðdeildinni. Þrátt fyrir það að McMurphy hafi ekki sýnt mikla ábyrgð í uppátækjum sínum þá myndi maður halda að þau hafi komið frá góðum stað. Til dæmis þegar hann fer með þá á bátinn að veiða þá er það eiginlega í fyrsta skipti sem maður sér þá virkilega njóta sín og hafa gaman. Það fylgir McMurphy einhver gleði og orka sem sjúklingunum vantaði upp á þótt að Ratched sé ónánægð með það.

Þó McMurphy fari kannski mjög skringilega að og noti umdeildar leiðir, nær hann einhvern veginn að koma fram lífi þarna inn á deildinni sem var ekki þar áður. Það kemur bros á sjúklinga sem sýndu engin viðbrögð áður fyrr og hlátur og skemmtun sem flestum áhorfendum finnst gaman að sjá, að við höldum. Þátt fyrir umdeildar og kannski brenglaðar leiðir hans McMurphys fannst okkur þetta í rauninni skárra líf fyrir geðsjúklinganna en það líf sem þeir áttu áður inn á geðdeildinni. Einn sjúklingana, Martini, þakkar honum meira að segja fyrir og segir að hann muni aldrei gleyma honum. Hægt er að hugsa með sér hvernig líf hinna sjúklinganna hefðu orðið ef að McMurphy hefði aldrei mætt á geðdeildina. Ætli þeir hefðu ekki haldið áfram að lifa hverjum degi alveg eins og þeim síðasta með ekkert nýtt að gerast og engan til þess að hvetja þá til að breyta til og reyna að koma sér aftur út í lífið. En svo má líka velta því fyrir sér hvernig líf Billy hefði orðið ef að hann hefði aldrei kynnst McMurphy. McMurphy hafði heldur betur ýtt Billy út úr þægindarammanum kvöldið áður en hann fyrirfór sér. En Billy var samt mjög veikur einstaklingur og því ómögulegt að segja til um hvernig líf hans hefði orðið.

Áhrif McMurphy á deildina voru bæði góð og slæm. Hann kom þeim út úr þægindarammanum og sömu leiðinlegu rútínu sem þeir voru pikkfastir í en uppátækin hans voru mörg óábyrg og ýttu líklega sumum of langt úr þægindarammanum sínum.

Heimildir

?