Nafn
Elma Sól Halldórsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Indiana Breiðfjörð Liljudóttir og Þórarinn Darri Ólafsson.
Nafn myndefnis
Gone girl.
Flokkun myndefnis
Drama, spenna og ráðgáta.
Leikstjóri, land og ár
David Fincher, Bandaríkin, 2014.
Helstu leikarar
Stikla og stutt klippa úr myndefni
Stikla
https://www.youtube.com/watch?v=2-_-1nJf8Vg
Klippa úr kvikmynd
https://www.youtube.com/watch?v=0o4heKCLeTs
Hvers vegna myndefnið varð fyrir valinu
Við völdum þessa mynd vegna þess að við höfum öll séð hana áður og fannst hún mjög áhugaverð. Myndin skilur mann eftir með margar spurningar sem við myndum vilja fá svör við. Einnig langaði okkur langar að rýna betur í megin persónur myndarinnar og skoða þau frá sálfræðilegu sjónarhorni.
Söguþráður myndefnis
Myndin fjallar um hjónin Amy og Nick Dunne. Einn daginn kemur Nick heim og Amy er horfin. Öll merki benda til þess að Nick hafi átt hlut í hvarfi Amy en ekki er allt sem sýnist. Myndin fylgir rannsókn málsins eftir þar sem lögreglan og Nick reyna að finna út hvað kom fyrir Amy.
Fjórar sálfræðilegar spurningar
Tvær styttri sálfræðilegar spurningar
1.Hvernig var hjónaband Amy og Nick?
Samband Amy og Nick var fyrst eins og hefðbundin ástarsaga. Þau pössuðu vel saman og virtust hamingjusöm. Þau trúlofast og heita að verða aldrei eins og þessi “leiðinlegu” pör þar sem karlinn er latur og gerir ekkert og konan gerir ekkert nema nöldra. Eftir að þau gifta sig stefnir samband þeirra þó akkúrat í þá átt. Vandamál spretta upp og verða þau nákvæmlega parið sem þau vildu ekki vera. Samskipti þeirra versna og sambandið þeirra hættir að vera spennandi. Þegar hjónabandið versnar koma hin raunverulegu Nick og Amy fram. Amy nær ekki að halda ímynd sinni um að vera “cool girl” sem er óraunhæf krafa sem hún setti á sjálfan sig til að vera hin fullkomna eiginkona. Nick varð latur og sýndi ekki vilja til að vinna í sambandinu þar sem hann heldur ítrekað fram hjá Amy. Það er einnig áhugavert að skoða geðtengsl Amy og Nick. Amy er líklega með “anxious attachment style” þar sem hún reynir ítrekað að stjórna sambandinu og er hrædd um að Nick fari frá henni. Nick er hins vegar líklega með “avoidant attachment style” þar sem hann reynir að flýja erfiðleikana í sambandi þeirra með því að halda fram hjá Amy og hunsa erfið samtöl um sambandið.
2. Hvernig breytist valdaójafnvægið í hjónabandinu yfir myndina?
Eftir að vandamál byrja að koma upp í sambandinu þá byrjar Nick að koma öðruvísi fram við Amy. Hann er ekki að veita henni athyglina sem hún þarf frá honum. Amy reynir því mikið að fá hann til að sýna sér að hann hefur enn þá sömu tilfinningar til hennar. Hún vildi halda uppi þessu fullkomna sambandi sem þau voru búin að byggja. Eftir að Amy kemur til baka er hún komin með völdin þar sem hún hefur málað sig upp sem fórnarlamb í hjónabandi þeirra. Nick væri ömurlegur eiginmaður ef hann myndi yfirgefa konuna sína eftir allt sem hún sagðist hafa farið í gegnum á meðan henni var “rænt.” Til þess að tryggja að Nick yfirgefi sig ekki eftir að hún kemur heim er hún búin að taka sæði hans úr sæðisbanka og gera sig ólétta. Eftir að Amy gerði sig ólétta var hún komin með ennþá meira völd í sambandinu, ef Nick myndi fara frá henni væri hann ekki bara ömurlegur eiginmaður heldur líka lélegur faðir.
Tvær styttri sálfræðilegar spurningar
3. Hvaða geðraskanir væri hægt að greina Amy Dunne með?
Amy Dunne er mjög snúin persóna sem erfitt er að skilja. Það væri mögulega hægt að flokka hana sem siðblinda. Amy upplifir ekki eftirsjá og gerir marga hluti til að blekkja og plata aðra fyrir eigin hagnað. Hún hefur enga samúð og framkvæmir allskyns verknað á kostnað annarra. Amy er einnig sjálfhverf og hrokafull. Amy réttlætir allt sem hún gerir sama hversu slæmt það er og sýnir engar tilfinningar þegar hún er að meiða eða blekkja aðra. Sem dæmi má nefna sýndi hún varla nein viðbrögð við því að skera mann á háls. Amy heldur einnig að að hún sé betri en allir og sýnir lítil sem engin tilfinningaleg tengsl við annað fólk. Hún hafði gert fullt af hlutum í myndinni og yfir ævi hennar sem voru ólöglegir og mjög óeðlilegir fyrir venjulega manneskju að gera. Amy útskýrir allt sem hún gerir eins og hún sé fórnarlambið. Hvern einasta hlut má útskýra þannig að það hafi verið brotið á henni og hún hafi fullan rétt til að hefna sín fyrir það. Allir þessir hlutir eru tengdir siðblindu og hægt væri að segja að hún passar vel við þá greiningu.
Amy tikkar líka í mörg box fyrir andfélagslegri persónuleikaröskun. Til þess að greinast með andfélagslega persónuleikaröskun þarf viðkomandi að uppfylla 3 af 7 mögulegum undirflokkum samkvæmt DSM 5. Amy tikkar í 4 af 7 undirflokkum. Einnig þarf viðkomandi að vera eldri en 18 ára, sem Amy er. En til að fá þessa greiningu þarf viðkomandi einnig að sýna mynstur af vanvirðingu og brot á réttindum annarra fyrir 15 ára aldur. Hegðunarmynstrið sem einkennir þessa röskun eru ekki nægilega stöðug í gegnum líf hennar til þess að greina hana með andfélagslega persónuleikaröskun þó að margt í hegðun Amy gagnvart mökum hennar lýsir þessum einkennum. Áhættuþáttur til að þróa með sér andfélagslega persónuleikaröskun er meðal annars að upplifa vanrækslu eða ofbeldi í æsku en Amy virðist hafa átt mjög gott uppeldi miðað við það sem við fáum að sjá í myndinni. Einkennin sem hún uppfyllir eru meðal annars að geta ekki fylgt félagslegum viðmiðum varðandi lög og reglur og framkvæmir verknað sem leiðir til handtöku eins og sést meðal annars þegar Amy drepur fyrrverandi kærasta sinn. Hún svíkur, segir síendurteknar lygar, og lýgur um auðkenni eða svíkur aðra sér til ánægju eða persónulegs hagnaðar eins og þegar Amy meðal annars sviðsetur hvarf sitt. Einnig sýnir hún kæruleysi og tillitsleysi fyrir öryggi sínu eða annarra ásamt því að hana skortir alla iðrun, hlutleysi eins og meðal annars þegar Amy er tilbúin að koma Nick í fangelsi fyrir að hafa haldið framhjá henni. Hún réttlætir einnig það að særa, misþyrma eða stela frá annarri manneskju eins og þegar Amy réttlætir allt eftirfarandi, þar sem hún er að reyna að bjarga hjónabandinu.
4. Hvaða gerði Amy Dunne að þeirra mennskju sem hún er?
Mamma Amy er mjög frægur rithöfundur og þekkt fyrir bókaseríuna Amazing Amy. Í þeim bókum er aðalpersónan byggð á Amy og er sögupersónan alltaf mjög fegruð útgáfa af henni. Ef hún var að læra spila á hljóðfæri í barnæsku var amazing Amy undrabarn og framúrskarandi hljóðfæraleikari. Allir söguþræðir í bókum mömmu hennar voru hlutir úr lífi Amy nema sögupersónan var alltaf betri en hún sjálf. Það lét Amy líða eins og hún væri ekki að standa sig nógu vel og að hún væri að valda foreldrum sínum vonbrigðum.
Amy fann aftur fyrir þessari tilfinningu þegar hjónaband þeirra Nick fór að versna. Hún var ekki lengur hin fullkomna og skemmtilega eiginkona í hans augum. Hún var orðin leiðinglega eiginkonan sem nöldrar og kvartar. Amy fannst Nick vera að neyða hana til þess að vera þessi leiðinlega eiginkona þar sem hann breyttist og varð latur. Amy upplifði það að Nick tæki ekki eftir sér lengur og að honum myndi líða betur ef hún hefði aldrei flutt með honum til Missouri.
Þegar að vandamál byrja að koma upp í hjónabandi þeirra sér Amy eiginmann sinn vera kyssa yngri konu fyrir utan barinn sem þau áttu. Kossinn þeirra var alveg eins og fyrsti koss Amy og Nick sem lætur Amy líða eins og Nick sé að skipta henni út og eins og hún sé aftur ekki nógu góð. Hún fyllist af minnimáttarkennd sem virtist fylla mæli hennar og byrjar hún í kjölfarið að skipuleggja hvarf sitt. Hún vildi refsa honum fyrir hvernig hann kom fram við hana og sýnir skipulagning hvarfs hennar hversu langt hún var tilbúin að fara til þess að hafa völdin í sambandinu.
Heimildir
IMDb. (e.d.). Gone Girl. Sótt frá Imdb: https://www.imdb.com/title/tt2267998/?ref_=fn_al_tt_1
Kristy A. Fisher, Tyler J. Torrico, Manassa Hany. (2024). Antisocial Personality Disorder. National Library of Medicine. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK546673/
Nanna Briem. (2010). Siðblinda. Læknablaðið, 96 (06). doi: 10.17992/lbl.2010.06.297