1. nemendur:
Ásta Guðrún Ragnarsdóttir + Dagmar Diljá Margeirsdóttir + Svala Rún Magnúsdóttir + Rakel Sif Mánadóttir.
2. Útgáfuár og land:
2010, Bandaríkin.
3. Flokkun: Nefnið þrjá flokka:
Kómedía, drama og rómantík.
4. Leikstjóri:
Ryan Fleck og Anna Boden.
5. Helstu leikarar:
6. Stikla:
7. Hvers vegna þessi mynd?
Við völdum þessa mynd af því okkur fannst lýsingin á myndinni mjög áhugaverð, þar sem hún fjallar um ungan strák sem fer inn á geðdeild og sýnir ólík sjónarhorn frá því. Við völdum hana líka af því þetta er gamanmynd. Einnig töldum við okkur geta lært mikið af myndinni sem spilaði líka inn í valið á mynd. Það eru einnig skemmtilegir leikarar í myndinni sem hjálpaði einnig til við valið á myndinni. Að lokum völdum við einnig þessa mynd þar sem að boðskapur hennar er góður.
8. Söguþráður:
Craig er þunglyndur 16 ára strákur sem var að glíma við sjálfsvígshugsanir. Craig ákveður sjálfur að skrá sig inn á geðdeild. Þar eyðir hann viku umkringdur fullt af ólíkum einstaklingum. Unglingadeildin var lokuð og hann er því einnig umkringdur fullorðnu fólki. Honum fer að þykja vænt um þá vini sem hann eignast á geðdeildinni.
Craig fær að kynnast ólíkum sjónarhornum og því ólíka umhverfi sem einstaklingarnir á geðdeildinni koma frá.
9. Sálfræði myndarinnar:
Við völdum myndina þar sem hún fjallar um einstakling sem upplifir mikla andlega erfiðleika. Í myndinni er megináhersla lögð á meðferðarstofnun og það er lögð mikla áherslu á geðröskun aðal sögupersónunnar. Við völdum myndina líka af því við höfum áhuga á að fræðast meira um geðröskunina. Við höfðum líka áhuga á að sjá hvaða mynd væri dregin upp af meðferðarstofnuninni í myndinni ásamt þeim einstaklingum sem voru að glíma við andlega erfiðleika. Myndin er einnig 12 ára gömul og því áhugavert að sjá hvernig viðhorfið til andlegra veikinda hefur breyst.
10. Seinni skil - Fimm spurningar:
Sýnir myndin þunglyndi á raunhæfan hátt?
Myndin sýnir þunglyndi á fremur raunhæfan hátt. Í myndinni er fjallað um sjálfsvígshugsanirnar sem fylgja oft þunglyndi og það er einnig fjallað um skömmina sem einstaklingar með þunglyndi geta upplifað ásamt því að það er sýnt hversu ólík þunglyndiseinkenni geta verið meðal ólíkra einstaklinga.
2. Hvernig kemur læknirinn fram við þá einstaklinga sem eru á geðdeildinni?
Læknirinn í myndinni kemur vel fram við þá einstaklinga sem eru á geðdeildinni. Hún sýnir þeim skilning og tillitssemi og þó að hún sé ekki mikið í myndinni þá sést vel að einstaklingarnir á geðdeildinni treysta henni.
3. Hver er birtingarmynd meðferðarstofnunarinnar?
Meðferðastofnunin er sýnd á mjög mannúðlegan hátt. Í bíómyndum eru meðferðarstofnanir oft sýndar á neikvæðan hátt þar sem áhersla er lögð á staðalímyndir þeirra sem glíma við andleg veikindi. Í þessari mynd var ekki sýnt sú staðalímynd heldur var meðferðarstofnunin staður þar sem Craig leið vel á og hafði rými til þess að vinna úr erfiðleikum sínum ásamt því að kynnast fólki sem var einnig að ganga í gegnum erfiðleika.
4. Hvernig meðferð fær Craig?
Hann var í hópmeðferð með öðrum einstaklingum á deildinni, þar sem það voru bæði fundir og svo annarskonar hópefli þar sem þau sungu saman og fóru í listasmiðju. Þar fékk hann tækifæri á að kynnast öðrum einstaklingum á deildinni og eignaðist þar góða vini. Craig var einnig í viðtalsmeðferð með sálfræðingi, þar sem hann fékk tækifæri á að tala betur um tilfinningar sínar og allt það sem honum lá á hjarta. Þrátt fyrir það þá var dvöl hans á geðdeildinni áhrifaríkasta meðferðin sem Craig fékk þar sem það að vera í kringum aðra sem voru að glíma við andleg veikindi hafði mestu áhrifin á Craig.
5. Hvernig breytist viðhorf Craig eftir meðferðina?
Í byrjun myndarinnar var Craig að upplifa sjálfsvígshugsanir sem hann skammaðist sín mikið fyrir. Craig var búinn að vera að glíma við mikla vanlíðan í langan tíma og var áður búinn að vera á lyfjum vegna hennar. Það voru mikil tímamót í gangi í lífi hans þar sem hann átti að fara að sækja um krefjandi sumarskóla og var hann að upplifa mikinn kvíða vegna umsóknarinnar. Pabbi hans lagði mikið upp úr því að Craig stæði sig vel í skóla sem olli Craig mikilli streitu. Craig talaði ekki mikið um vanlíðan sína við aðra þar sem hann skammaðist sín fyrir hugsanir og tilfinningar sínar. Þegar hann var við það að taka eigið líf þá ákvað hann að leggja sjálfan sig inn á geðdeild. Þegar Craig var kominn í innlögnina þá leist honum ekki á blikuna og reyndi að draga úr alvarleika líðan hans þar sem honum þótti hann ekki eiga heima á geðdeild. Það var þó ekki aftur snúið og foreldrum hans var í kjölfarið tilkynnt að Craig yrði þarna næstu 5 daga. Craig fannst það mjög skömmustulegt og vildi helst að foreldrar hans myndu ekki segja neinum hvar hann raunverulega væri. Viðhorf Craigs var því við upphaf innlagnarinnar, frekar neikvætt í garð andlegra veikinda. Í innlögninni kynntist hann mörgum einstaklingum sem voru að upplifa ólík andleg veikindi og það gaf honum nýja sýn á andleg veikindi, sem hjálpaði honum að samþykkja eigin líðan. Hann kynntist meðal annars Bobby sem var einnig að glíma við þunglyndi sem gerði honum kleift að skilja að tilfinningar og líðan hans væru ekki einsdæmi og eitthvað sem hægt er að vinna að því að draga úr og þannig auka vellíðan. Eftir því sem leið á innlögn hans hætti hann að skammast sín fyrir þunglyndið og fór að tala opinskátt um líðan sína. Í kjölfarið kunni hann mun meira að meta sjálfan sig og fólkið í kringum sig. Dvöl hans á geðdeildinni gaf Craig nýja sýn á lífið, hann horfði á lífið með bjartari og jákvæðri augum og var tilbúinn til að takast á við framtíðina. Hann hlakkaði til þess að eyða tíma með fjölskyldu sinni og vinum og langaði til þess að hjálpa öðrum einstaklingum sem voru að upplifa svipaðar tilfinningar og hann. Það má því segja að tími hans á geðdeildinni breytti viðhorfi hans á lífið. Á geðdeildinni fékk Craig einnig viðtals- og hópmeðferð sem þó hafði minni áhrif á Craig heldur en sjálf viðvera hans á geðdeildinni. Það má tengja viðtalsmeðferðina sem Craig fékk við hagnýta sálfræði. Í hagnýtri sálfræði er meðal annars lagt áherslu á að breyta tilfinningum, hegðun og hugsunum einstaklinga með því að nota aðferðir sem eru sálfræðilegar. Þetta lýsir hluta af meðferðinni sem Craig fékk (Goodwin, C. J., 2015).
Breytingin á viðhorfi Craigs svipar til breytingar viðhorf almennings síðustu ár til andlegra veikinda. Skömmin sem fylgir andlegum veikindum hefur minnkað á síðustu árum í kjölfar vitundarvakningar samfélagsins. Viðhorf Craigs færist í gegnum myndina úr þessari skömm yfir í að taka andlegu veikindi sín í sátt sem líkist minnkaðri skömm samfélagsins á andlegum veikindum.
Myndin lagði mikla áherslu á umhverfið. Lykilatriði myndarinnar er hvernig þetta nýja umhverfi mótar Craig og breytir viðhorfi hans. Við það að fara á geðdeildina fékk Craig að umgangast fólk sem glímdi við ýmis andleg veikindi en eftir því sem hann kynntist þeim þá fór hann að sjá að þau voru ekki öðruvísi en annað fólk. Þar að auki í viðtalsmeðferðinni var Craig mikið spurður út í umhverfið sitt og hann talaði um þau áhrif sem umhverfið hans hefur haft á hann. Til að mynda hafði Craig ofhugsað umsóknina í sumarskólann mjög mikið og hélt að ef hann kæmist ekki inn þá myndi það enda eyðileggja líf hans. Einnig var pabbi hans að ýta undir þennan ótta hjá Craig með því að ýta á eftir Craig að senda inn umsóknina. Þannig hafði umhverfið hans áhrif á vanlíðanina sem hann var að upplifa.
Heimildaskrá
Fleck, R. og Boden A. (leikstjórar). (2010). It´s Kind of A Funny Story [kvikmynd]. Wayfare Entertainment.
Goodwin, C. J. (2015). A History of Modern Psychology (5. útgáfa). Wiley.