1. nemendur:
Halldóra Sigurgeirsdóttir + Ísabella Bragadóttir + Ísabella D. Sigursteinsdóttir + Lena Daðadóttir.
2. Útgáfuár og land:
1999, Bandaríkin.
3. Flokkun:
Myndin flokkast undir þess að vera drama, spennumynd og leyndardómur (e. mystery).
4. Leikstjóri:
M. Night Shyamalan.
5. Fimm helstu leikarar:
6. Stikla:
7. Hvers vegna þessi mynd:
Við völdum þessa mynd vegna þess að Ísabella D. horfði á myndina í Kvennaskólanum í Reykjavík í dulsálfræði áfanga hjá Lilju og fannst hún svo áhugaverð og skemmtileg. Ísabella náði að sannfæra okkur hinar um að velja þessa mynd. Þar af auki er Bruce Willis aðalleikari myndarinnar og ekki finnst okkur það leiðinlegt þar sem að hann er mjög huggulegur. Bruce Willis lék í Die Hard og fannst okkur hann standa sig mjög vel í henni. Myndin var einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna.
8. Söguþráður:
Myndin fjallar um strák sem áttir í erfiðleikum með að eignast vini eftir skilnað foreldra sinna. Hann fær heimsóknir frá barnasálfræðingi að nafni Dr. Malcolm Crowe, sem er leikinn af Bruce Willis. Strákurinn lendir í undarlegum hlutum og viðurkennir síðan fyrir sálfræðingi sínum að hann sé skyggn. Dr. M. Crowe heldur aftur á móti að drengurinn sé með geðklofa. Sálfræðingurinn hefur mikla þörf fyrir að hjálpa barninu þar sem hann átti skjólstæðing með svipuð vandamál, sem endaði með að fremja sjálfsmorð.
9. Sálfræði myndarinnar:
Bruce Willis leikur barnasálfræðinginn Dr. Malcolm Crowe, aðalhlutverk myndarinnar. Cole sem er leikinn af Haley Joel Osment er skjólstæðingur Dr. M. Crowe sem er einnig aðalhlutverk myndarinnar. Cole segist sjá látið fólk og sálfræðingurinn telur að Cole sé með geðröskunina geðklofa. Mamma Cole er þunglynd og telur að sonur sinn sé einnig með þunglyndi.
10. SEINNI SKIL: Fimm spurningar:
Var þetta rétt greining hjá Dr. Malcolm Crowe?
Vincent er 9 ára strákur frá Philadelphia fylki í Bandaríkjunum. Hann var í skóla og bjó með mömmu sinni og hundinum sínum. Hann átti erfitt með að eignast vini í skólanum og var hálfgerður útlagi vegna þess að hann var feiminn og vegna lélegrar félagsfærni. Vincent byrjar að hitta sálfræðinginn Dr. Malcolm Crowe, vegna skilnaðar foreldra sinna og félagsörðuleika eða umhverfis almennt. Hann og sálfræðingurinn hittast í tíma og ótíma á mjög óhefðbundnum stöðum, eins og til dæmis í kirkju, inni á heimili stráksins og á leiðinni heim úr skólanum.
Myndin er byggð á klínískri sálfræði eða hagnýtri sálfræði og notast er við viðtalsmeðferðir. Dr. Malcolm Crowe tekur Vincent í viðtalsmeðferðir en Freud var fyrstu manna til þess að nota þá meðferð. Dr. M. Crowe notaðist þó við ekki við sömu aðferðir í viðtalsmeðferðinni sjálfri en hann talaði eða spurði opinna spurninga í viðtölunum ólíkt Freud sem vildi helst ekki tala við skjólstæðinga því að hann taldi það trufla þá. Einnig lét hann Vincent ekki fróa sér í lok meðferðar. En Freud taldi að ef að karlkyns skjólstæðingur náði að fróa sér fyrir framan hann væri skjólstæðingur læknaður af svokallaðri hysteríu. Myndin var ekkert kynferðisleg, ólíkt flest öllu sem Freud gerði.
Í myndinni lendir Vincent í áfalli sem leiðir til þess að hann endar á spítala. Sálfræðingurinn heimsækir hann þangað og spjallar við hann í dágóða stund. Vincent viðurkennir fyrir Dr. M að hann sé skyggn eða að hann sjái dáið fólk, hann segir líka að fólkið viti ekki endilega að það sé dáið. Hann segir “I see dead people walking around like regular people” sem er frægasta setning myndarinnar.
Í kjölfarið greinir Dr. M. Vincent með geðklofa og alvarlegt ofsóknaræði (e. paranoia). Í DSM-5 er geðklofi flokkað undir “schizophrenia spectrum and other psychotic disorders”. DSM-5 kerfið er einmitt eitt flokkunarkerfi geðraskana sem við notum í dag. Emil Kraepelin var fyrstur manna að búa til flokkunarkerfi geðraskana. Sjötta útgáfan hans er frægust en þar eru 13 flokkar en þeir sem voru alvarlegastir voru geðhvarfa geðrof og snemmkomið vitstol, sem í dag er kallað geðklofi.
Eðlilegt er að trúa því að greining Dr. M sé rétt vegna þess að fæstir trúa á skyggn og enn færri sjá drauga. Einnig vegna þess að það er erfitt að sanna það vísindalega að það sé hægt að vera skyggn. Í lok myndarinnar kom þó í ljós að Dr M. var í raun dáinn og vitum við að Vincent var í raun skyggn. Ekki er þó hægt að útiloka að Vincent sé með geðklofa en þar sem að Dr. M var í raun látinn teljum við að út frá hans gögnum hafi greining hans í raun verið röng.
2. Hvernig sálfræði er notast við í myndinni?
Í myndinni var notast við klíníska sálfræði, nánar tiltekið viðtalsmeðferðir eða hagnýta sálfræði.
3. Hvaða aðferðir notaði sálfræðingurinn við greiningar skjólstæðings?
Í greiningunni notaðist hann við viðtalsmeðferð.
4. Mælið þið með myndinni?
Já, mjög góð mynd, áhugaverð, skemmtilegt og frumleg. Endar einnig með mjög skemtilegu plot twisti.
5. Af hverju fannst barninu svo erfitt að segja öðrum frá því að hann væri skyggn?
Því fólk eins og kennarinn hans sagði við hann að hann væri freak. Var þetta rétt greining hjá Dr. Malcolm Crowe?