NEMANDI
Lára Sigurðardóttir.
NAFN
FLOKKUN KVIKMYNDAR
Heimildarmynd, ævisaga & drama.
LEIKSTJÓRI, LAND, ÁR
Tom Hooper, frá London í Englandi, fæddur árið 1972.
HELSTU LEIKARAR
STIKLA
Heimild: https://youtu.be/d88APYIGkjk?si=oRG4grhWtAgjw9O0
HVERS VEGNA?
Til margra ára hefur umræðan um trans fólk verið vinsæl og flókin umdeila í samfélaginu. Mér fannst áhugavert að bera saman hver skoðun almennings á trans aðilum var á 20. öld miðað við almenna skoðun í dag á 21 öldinni. Einnig er áhugavert að skoða hvort trans aðilar í dag upplifa sömu afleiðingar eða þau andlegu veikindi sem fylgja því að vera trans og tans aðilar gerðu á fyrri tímum.
SÖGUÞRÁÐUR
Einar og kona hans Gerda eru listamenn í Danmörku árið 1926. Þegar Einar byrjar að módela fyrir verk Gerdu í kvenmanns klæðnaði ákveða þau að gamni sínu að Einar klæðist kvenmans klæðnaði í veislu. Eftir veisluna myndast íhugun hjá Einar um kynvitund sína, í kjölfar þess uppgötvar Einar að hún sé kona og vill vera kölluð Lili. Gerda reynir við fyrstu að „laga“ veikindi Lili sem leiðir til læknistíma þar sem talið er að Lili ætti að vera læst inni vegna geðklofa. Vinna Gerda færir þau til Parísar, þar sem Lili getur ekki falið sanna kyn sitt lengur. Gerda ákveður þá að hafa samband við æskuvin Lili, Hans. Hann styður hjónin og leiðir þau til sérhæfðan lækni, Wernekros. Ferli hjónanna endar með því að Lili fer í fyrstu framkvæmdu kynleiðréttinga aðgerð heimsins. Í lok myndar deyr Lili af afleiðingum aðgerðar.
FJÓRAR SÁLFRÆÐILEGAR SPURNINGAR
TVÆR STYTTRI SPURNINGAR
1.Hvaða greiningar eða útskýringar komu læknarnir upp með fyrir einkennum Einars?
Einar og Gerda ákveða að Einar þurfi að fara til læknis vegna hegðun, vanlíðan og líkamlegu einkenni hans. Líkamlegu einkenni Einars voru blóðnasir og mánaðarlegir magaverkir, líkt og blæðingar sem kvenmenn upplifa. Fyrsti læknirinn taldi að hann væri að upplifa efnafræðilegt ójafnvægi, eftir misheppnaða læknisaðgerð er hann greindur með geðklofa og hótað að loka hann inni. Næstu læknar sem hann leitaði til greindu hann með geðklofa og samkynhneigð, einnig var talið að hann þyrfti að fara í heilaskurð aðgerð.
Eftir læknis reynslu þeirra myndaðist kvíði gagnvart læknisaðstoð hjá Lili, hún myndi ekki sækjast eftir þjónustu frá heilbrigðiskerfinu í langan tíma eftir það. Þangað til Gerda heyrir orðróm um lækni sem aðstoðar karlmenn eins og Einar, sem telja sig vera kvenkyns.
Seinasti lækninn sem Einar fór til, Warnekros. Trúði að Einar upplifði sjálfan sig sem kvenmann og bauð henni að fara í fyrstu kynleiðréttingar aðgerð sem var nokkurn-tíma framkvæmd. Kynleiðréttingar aðgerðin var skipt í tvo hluta og var fyrsti hlutinn nýttur í að fjarlæga karlmanns kynfærin og sá seinni í að mynda leggöng. Aðgerðin var talin lífshættuleg og var þetta hin fyrsta aðgerð að þessu tagi framkvæmd. Lili samþykkti að fara í gegnum aðgerðina, sú fyrsta var árangursrík og gat hún farið heim í millitíðinni. Á milli aðgerða var hún í hormónameðferð, lyf sem innihalda kvenmanns hormón. Seinni aðgerðin var hættulegri, þar var útbúið leggöng og stuttu síðar dó Lili vegna áverka aðgerðarinnar.
2. Hverjar voru afleiðingar kynvitundarferlis Lili á andlegu heilsu Gerda?
Gerda upplifir missi, vanlíðan, streitu og álag vegna kynvitundarferlis eiginmanns síns.
Í upphafi ferlis Lili er Gerda forvitin og styður hana, en þegar hún áttar sig á því að eiginmaður hennar líður í raun eins og kona, veldur það tilfinningalegri togstreitu hjá Gerda. Hún þarf því að samþykkja missinn á eiginmanni sínum og samþykkja nýju sjálfsmynd hennar Lili.
Kynvitundarferli Lili veldur kvíða hjá Gerda, þar sem hún þarf að styðja Lili í gegnum andlega erfiðleika hennar á meðan hún sjálf glímir við kvíða og vanlíðan. Eftir læknaskoðun, þar sem læknirinn hótar að loka Lili inni og segir Gerda vera að ýta undir hegðun hennar (geðklofa), verður Gerda óviss um hvað er best að gera. Þetta eykur streitu og kvíða í lífi Gerda.
Vegna þess að málefnið er tabú, getur Gerda ekki rætt um vandamál eiginmanns síns við neinn og er því án stuðnings. Það eykur vanlíðan og álag, þar sem hún er eina manneskjan sem Lili getur leitað til. Í gegnum myndina þarf Gerda að yfirstíga margt til að geta stutt Lili í gegnum ferlið hennar. Þetta veldur mikilli vanlíðan, togstreitu, kvíða og uppgefni.
Gerda fer oft fram og til baka með stuðning sinn við Lili, þar sem hún þarf einnig að passa upp á eigin vellíðan.
TVÆR STÆRRI SPURNINGAR
3. Hvaða Geðheilbrigðisvandamál sýndi Lili upp á, sem fylgdu því að vera trans aðili á 19 öld?
Lili upplifði mikið af andlegum erfiðleikum, sem eru enn algengir hjá trans aðilum í nútíma samfélagi.
Kynami (e. body dysmorphia) er geðröskun um sjálfskynjun sem er algeng meðal trans fólks. Kynami er þegar einstaklingur upplifir togstreitu milli líkamlegt útlit sitt og ímyndina um sig eða kynið sem þau upplifa sig vera (Vashi MD, 2024). Kynami er oft tengdur fullkomnunaráráttu eða þráhyggju (Vashi MD, 2024). Hjá Lili er þetta útskýrt í kvikmyndinni sem þráhyggju fyrir kvenmanns klæðnaði, þráhyggja um hreyfingu handa hennar, erfiðleikar til að stunda kynlíf og að fela getnaðarliminn, ásamt öðru.
Trans aðilar eru taldir líklegri en almenningur til að vera með almennan kvíða í langvarandi tíma. Líklegast vegna álits samfélags á hinseginleika þeirra (Liles et al., 2024). Myndin er staðsett á tíma þar sem ekki voru miklar upplýsingar til um kynvitund eða hinsegin fólk og ekki var algengt að vera opinberlega trans. Það er því hægt að álykta að Lili upplifði mikinn kvíða og óvissu.
Í myndinni er sýnt fram á kvíðatengda hegðun hjá Lili, meðal annars að byrgja raunverulegt kyn sitt, ekki vilja biðja um aðstoð og að halda sér inni í húsinu sínu. Einnig myndaði Lili kvíða gagnvart læknisaðstoð vegna slæmrar upplifunar, þar sem hún var sett í áhættusama læknismeðferð og hótað að læsa hana inni vegna geðklofa. Þar af leiðandi leið Lili eins og hún gæti ekki fengið aðstoð frá heilbrigðiskerfinu.
Ekki er óraunverulegt að Lili upplifði mikla vanlíðan vegna misskilnings samfélags og stuðningsteymis, þar á meðal eiginkonu sinnar, Gerda. Erfiðleikar spruttu upp í hjónabandi þeirra vegna kynferlis Lili. Gerda þurfti að yfirstíga mikið til að aðstoða Lili með kynvitundarferlið sitt og átti erfitt á tímum með að samþykkja Lili. Þetta olli mikilli vanlíðan hjá Lili því jafnvel þótt hún vildi lifa sínu sanna lífi, vildi hún ekki særa Gerdu sem hún elskaði mikið.
4. Hafði stuðningur nánustu ástvini Lili áhrif á andlega heilsu hennar og aðstoðaði það hana í gegnum kynleiðréttinga ferlið sitt?
Talið er að stuðningur sé lykilatriði til að aðstoða hinsegin fólk. Góður stuðningur sérstaklega frá vinum eða maka, getur haft styrkjandi áhrif á vellíðan og gerir það auðveldara að takast á við önnur sambönd með minni stuðning eða höfnun (Liles et al., 2024).
Í kvikmyndinni The Danish Girl er stuðningur frá Gerda, mikilvægur fyrir andlega líðan Lili. Án stuðnings Gerda hefði Lili átt enn erfiðara með að takast á við kynvitund sína. Þrátt fyrir andlegu álagi hennar Gerda varðandi kynvitundarferli Lili og að glíma við missi eiginmanns síns, studdi Gerda Lili í gegnum ferlið. Þetta gaf Lili rými til að kanna kynvitund sína. Gerda studdi hana í gegnum erfiða tíma og sannfærði Lili að fara til læknis sem loks hjálpaði henni og var við hlið Lili eftir lífshættulega aðgerð til að leiðrétta kyn hennar.
Að hafa ástvini eins og Gerda, Hans og Ulla sem styðja Lili, gerir það að verkum að hún finnur fyrir samfélagslegri viðurkenningu, sem aðstoðar hana við að viðurkenna sína eigin sjálfsmynd. Þar með upplifir hún sjálfsöryggi sem er mikilvægt fyrir vellíðan. Með stuðningi frá nánasta fólki getur Lili betur tekist á við vanlíðan, kvíða og aðrar geðraskanir sem trans aðilar á þessum tíma upplifðu.
Án stuðnings Gerda og Hans, æskuvin Lili, hefði hún líklegast aldrei farið í gegnum kynvitundarferlið sitt og líklegast haldið áfram með óheilbrigð hegðunar mynstur eins og að halda sér heima og fela sig frá samfélaginu. Andleg heilsa Lili hefði verið verri án stuðnings, hún hefði ekki fundið sjálfsöryggi í kyni sínu, ekki leitað til aðstoðar frá heilbrigðiskerfinu og hún hefði ekki haft aðgang til að kanna kynvitund sína. Einnig hefði hún ekki fundið lækninn Wernekros, sem leiddi hana í kynleiðréttingaaðgerð og hormónameðferð.
MYNDBÚTUR FYRIR KYNNINGU
Heimild
https://youtu.be/eIUwxa1ELco?si=CbEpbeFp5nW0obMq
HEIMILDARSKRÁ
Hooper, T. (leikstjóri). (2015, 5. September). The Danish Girl [kvikmynd]. Working Title Films.
Liles, S. M., Olsavsky, A. L., Chen, D., Grannis, C., & Hoskinson, K. R. o.fl. (2024). Depression and anxiety in transgender and non-binary adolescents: Prevalence and associations between adolescent and caregiver reports. European Journal of Pediatrics, 183(11). https://doi.org/10.1007/s00431-024-05723-z
The Danish Girl, (2015). IMDb. https://www.imdb.com/title/tt0810819/?ref_=vp_close
Vashi MD, N. A. (2024). Obsession with perfection: Body dysmorphia (6th útg., bindi. 34). Clinics in dermatology. https://doi.org/10.1016/j.clindermatol.2016.04.006