Girl, Interrupted

1. nemendur: 

Alda María Óskarsdóttir + Svandís Frostadóttir + Valdís Eik Ragnarsdóttir.

2. Útgáfuár og land: 

1999, Bandaríkin.

3. Flokkun: Nefnið þrjá flokka:

Sálfræðidrama, Drama, Ævisaga.

 

4. Leikstjóri:

James Mangold.

 

5. Helstu leikarar:

Winona Ryder sem Susanna.

Angelina Jolie sem Lisa.

Whoopi Goldberg sem Valerie.

Brittany Murphy sem Daisy.

Vanessa Redgrave sem Dr. Wick.

6. Stikla:

7. Hvers vegna þessi mynd? 

Girl, Interrupted er klassísk mynd sem við höfðum allar séð áður og höfðum gaman af.

Myndin tengist einnig námsefninu (sögu sálfræðinnar)  þar sem hún gerist að mestu leyti á geðveikrahæli kringum 1960. Við sjáum hvernig meðferð sjúklingarnir fengu og hvernig sálfræðingur og geðlæknir haga sér við störf sín. Einnig er áhugavert að sjá hvernig meðferðirnar tengjast sögu sálfræðinnar og hvort þær séu raunverulegar í samanburði við þetta tímabil. Ýmsar birtingarmyndir af geðröskunum koma fram í myndinni sem er áhugavert að skoða.

8. Söguþráður:

Myndin fjallar um Susönnu, unga stelpu sem er send í innlögn á Claymoore geðveikrahæli. Ástæða innlagnar var sjálfsvígstilraun, þar er hún greind með jaðarpersónuleikaröskun. Susanna kynnist Polly, Cynthiu, Georginu, Daisy, Janet og Lisu sem hafa allar mismunandi geðraskanir. Susanna er fyrst um sinn í afneitun um geðrsökun sína, er hvatvís og verður fyrir miklum áhrifum af Lisu sem var greind með siðblindu. Lisa og Susanna flýja af hælinu, lenda í ýmsum vandræðum og Susanna ákveður að fara til baka en Lisa heitir för sinni annað. Á meðan Lisa var flúin náði Susanna miklum bata og að lokum útskrifaðist hún af geðveikrahælinu, þó með þeim skilyrðum að vera í viðtalsmeðferð.

 9. Sálfræði myndarinnar:

Myndin gerist á geðveikrahæli kringum 1960 sem gefur okkur vissa sýn á hvernig viðhorf og meðferðir voru á þessum tíma. Fókus myndarinnar er á stelpunni Susanna sem talin var vera með jaðarpersónuleikaröskun og hennar bata eftir sjálfsvígstilraun. Einnig koma fram ýmsar aðrar geðraskanir fram sem áhugavert er að skoða. Maður fær að sjá upplifun og viðhorf sjúklinganna til meðferða þeirra á geðveikrahælinu ásamt gagnrýni á hana. Þegar við hugsum okkur sálfræðilega mynd, þá er þetta fyrsta myndin sem okkur dettur í hug.

10. SEINNI SKIL - Fimm spurningar:

  1. Var Susanna í raun með jaðarpersónuleikaröskun?

Nei, ekki samkvæmt okkur. Súsanna fer í stutt viðtal til fjölskylduvinar foreldra sinna sem er geðlæknir. Hann segir hana vera að skaða alla í kringum sig með gjörðum sínum og sendir hana á geðveikrahæli. Eftir einn sálfræðitíma á geðveikrahælinu var hún greind með jaðarpersónuleikaröskun. Þetta virtist vera mjög fljótgerð greining að okkar mati og ekki hægt að staðfesta út frá einkennum hennar að þetta sé rétt í samhengi við greiningarferli í dag. Greiningarferli árið 1967 voru mögulega á léttari nótum en þær eru í dag. Sálfræðingar og geðlæknar í þessari mynd voru aðallega hvítir karlmenn sem virðast hafa dregið ályktanir út frá einu atviki sem var að Súsanna svaf hjá giftum manni og reyndi í kjölfarið af því að fremja sjálfsmorð, álykta má að vinnubrögð á þessu hæli hafi verið nokkuð fljótfær.

2. Má segja að meðferð við veikindum Lisu hafi verið árangursrík á geðveikrahælinu?

Lisa var greind með andfélagslega persónuleikaröskun. Lýsing á einkennum hennar í sjúkraskýrslu voru: „very high highs and very low lows.“ Það má segja að meðferðin hennar Lísu hafi ekki verið árángursrík. Í fyrsta lagi var tekið fram að Lísa hafi sjúklingur á geðveikrahælinu í mörg ár og hafði Lisa ekki sýnt neinn árangur. Það má álykta að það hafi ekki verið vegna þess að meðferðin var slæm heldur að Lisa var ekki meðtækileg við meðferðinni. Hún hafði ekki áhuga á hjálpinni og sást það í hegðun hennar, sem dæmi reyndi hún að flýja geðveikrahælið og sleppti því meðvitað að taka þau lyf sem henni voru gefin. Mögulega hefði meðferðin borið meiri árangur hefði hún verið meira húmanísk í eðli sínu og meðferðaraðilar hefðu ekki bara látið sem Lísa væri vandamál og eiginlega ómannlega vond. Það að hún fékk raflosts meðferð gæti hafa verið til að deyfa hegðun hennar þegar hún var æst eða þegar hún var mjög langt niðri en þetta var ekki endilega til þess að betrumbæta hegðun og líðan hennar.

3. Hvernig hafði Lisa áhrif á bata Susönnu?

Telja má að Susanna gagnast með því að sýna henni harða raunveruleikann. Hvernig lífið er ekki dans á rósum og að það er maður sjálfur sem ber ábyrgð á sér, ef þú breytir ekki hegðun þinni breytast afleiðingarnar á hegðuninni ekki. Mikilvægt er að bera ábyrgð á sjálfum sér. Hegðun Lísu fyrir utan geðveikrahælið sýndi hvað Lísa var í raun veik á geði og ekki viljug til að bæta sig. Súsanna fékk þarna blauta tusku í andlitið þar sem hún þurfti að ákveða hvort hún vildi halda þessari hegðun sinni áfram (þ.e. fylgja Lisu) eða þiggja meðferð og reyna að gera betur til þess að komast aftur út í samfélagið.

4. Af hverju upplifði Susanna að hún væri ekki með bein í hendinni, var það einkenni jaðarpersónuleikaröskunar?

Kannski, sálfræðingnum á geðveikrahælinu fannst það svo sannarlega vera vísbending til þess að hún væri með jaðarpersónuleikaröskun. Rannsóknir hafa sýnt að það er fylgni á milli þess að vera með ofskynjanir og að vera með jaðarpersónuleikaröskun (Niemantsverdriet o.fl., 2017).

5. Hvernig var meðferðin á geðveikrahælinu?

Meðferðin á geðveikrahælinu í myndinni Girl, interrupted var margþætt og er deilumál um hvort eitthvert þeirra hafi verið hjálplegar eða árangursríkar. Við fengum að sjá viðtöl við sáfræðing, læknaviðtöl, lyfjameðferð og raflostsmeðferð.

Viðtalsmeðferðir á geðveikrahælinu voru sparlega framkvæmdar eða allavega ekki mikið sýnt af þeim fyrr en í enda myndarinnar. Í byrjun myndarinnar mátti sjá að Súsanna fór nokkrum sinnum í viðtalsmeðferð hjá karlkyns sálfræðingi, með er virtist löngu millibili. Hann virtist kaldur, óviðkunnanlegur og var greinilega svo annt um hennar mál og velferð að hann sofnaði í miðju viðtali. Þessi viðtöl voru ekki að bera mikinn árangur en síðar meir í myndinni fer hún til kvenkyns sálfræðings sem er yfirsálfræðingur á geðveikrahælinu. Sú kona virtist mikið nýta sér freudíska aðferð við viðtölin, þar sem hún leyfir Súsönnu að liggja á bekk og tjá sig um allt sem henni dettur í hug án þess að ræða það frekar. Svo má geta að út frá þessum frjálsu hugrenningum Súsönnu sálgreinir konan hana út frá því hvað hún segir. Þessi viðtalsmeðferð virtist bera meiri árangur heldur en sú fyrri þar sem Súsönnu fór að líða betur og hegðun hennar batnaði sífellt.

Vert er að taka fram að sjúklingarnir fengu ekki að vita hvaða greiningar þær voru með og einungis með því að brjótast inn á skrifstofu yfir sálfræðingsins á geðveikrahælinu komust þær að þeim upplýsingum.

Við fáum að sjá að sjúklingarnir á geðveikrahælinu taka lyf þrisvar á dag. Sjúklingunum er ekki sagt hvers konar lyf þau eru að taka eða við hverju þau eru. Það virðist ekki vera sem lyfja meðferðirnar séu sérlega aðlagaðar persónulega að hverjum og einum sjúkling heldur virðast margir vera fá mikið af sömu lyfjum þrátt fyrir ólíkar greiningar en þó ekki allir. Sjúklingar voru að skiptast á lyfjum sem gefur til kynna að einhver munur hafi verið á lyfjagjöf milli einstaklinga. Það sem við vitum um lyfin sem eru gefin er þau eru thorazine, stelazine, mellaril og róandi lyf. Við vitum að lyfið thorazine var notað við “óstabílli” hegðun. Susanna fékk það lyf þegar hún sýndi mikinn pirring í kjölfar þess að henni klæjaði mikið í hendina. Thorzine var geðrofslyf sem notað var í staðinn fyrir að rjúfa heilahvel fólks en var það talið vera hin “efnafræðilega” lóbótómía (Goodwin, 2015). Það má segja að það er nokkuð gróf meðferð við pirringi. Við vitum einnig að lyfin stelazine og mellaril voru gefin til þeirra sem voru með geðklofa og virtist það róa einkenni sjúklinganna á geðveikrahælinu. Það má sjá að lyfið hafði þá aukaverkun að hafa slævandi áhrif á hreyfingar, til dæmis má sjá göngulag Polly eftir inntöku lyfsins. Það má nefna í sambandi við lyfjameðferðina að sjúklingarnir á geðveikrahælinu voru ekki heiðarlegar þegar kom að því að taka lyfin. Þær voru mikið í því að skipta um lyf eða sleppa því að taka þau.

Raflostsmeðferð var notuð til lækningar í myndinni. Notkun þessarar meðferðar naut nokkurra vinsælda á þeim tíma sem saga myndarinnar átti að eiga sér stað. Raflostmeðferð var mikið notuð gegn alvarlegu þunglyndi (Goodwin, 2015). Cynthia, karakter í myndinni fékk raflostmeðferð vikulega á geðveikrahælinu, þessi meðferð framkallar flog hjá sjúklingum. Eftir raflostmeðferðina var Cynthia með stefnuleysislegan talanda og minnistruflanir. Lisa fékk að minnsta kosti eina raflostmeðferð á geðveikrahælinu og varð hún einstaklega dauf eftir hana. Engar vísbendingar voru um að meðferðirnar báru árangur á þunglyndiseinkenni í myndinni þó námsbókin í áfanganum sýni fram á það. Raflostmeðferðir eru notaðar enn þann dag í dag, en notast er við svæfingu og lyf sem slakar á vöðvum þess sem fær meðferðina.

Heimildaskrá:

Goodwin, C. J. (2015). A History of Modern Psychology, 5th Edition. Wiley. https://books.google.is/books?id=DQbYBgAAQBAJ

Niemantsverdriet, M., Slotema, C. W., Blom, J. D., Franken, I. H., Hoek, H. W., Sommer, I. og van der Gaag, M. (2017). Hallucinations in borderline personality disorder: Prevalence, characteristics and associations with comorbid symptoms and disorders. Scientific reports, 7(1), 13920. https://doi.org/10.1038/s41598-017-13108-6