Verkefni

You

NEMENDUR

Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir, Marta María Sæberg og Sunneva Nótt Heiðarsdóttir.

NAFN MYNDEFNISINS

You.

FLOKKUN MYNDEFNIS

Spenna og Drama.

LEIKSTJÓRI, LAND OG ÁR

Það eru nokkrir leikstjórar í gegnum þáttaraðirnar: Greg Berlanti, 1972, Bandaríkin; Sera Gamble, 1981, Bandaríkin; Lee Toland Kriegerf, 1982, Bandaríkin; Ernesto Ruiz, 1984, Bandaríkin; og loks Liz Friedlander, 1975, Bandaríkin.

HELSTU LEIKARAR

Penn Badgley sem Joe Goldberg – aðalleikarinn og sögumaður.

Elizabeth Lail sem Guinevere Beck – ástarviðfang (1. þáttaröð).

Victoria Pedretti sem Love Quinn – ástarviðfang (2. og 3. þáttaröð).

Tati Gabrielle sem Marienne Bellaby – ástarviðfang (3 og 4. þáttaröð).

STIKLA

https://www.youtube.com/watch?v=lY55ig5js6I


HVERS VEGNA VÖLDUM VIÐ ÞETTA EFNI?

Við völdum að skrifa um þættina You þar sem að þættirnir gefa spennandi innsýn í sálfræðilega flókna karaktera. Aðal karakterinn Joe Goldberg virðist vera venjulegur á yfirborðinu en í raun hefur hann mjög brenglaða og hræðilega hlið. Við áttuðum okkur á því að sagan myndi vekja upp fjölmargar spurningar um mannlega hegðun, siðferði og andlega heilsu, sem tengist sérstaklega námi okkar.


SÖGUÞRÁÐUR

You eru spennuþættir um Joe Goldberg, heillandi mann sem lítur út fyrir að vera afar venjulegur en undir yfirborðinu er hann ofbeldisfullur og siðlaus. Þættirnir undirstrika þráhyggju hans fyrir konum og  hvernig hann nýtir sér samfélagsmiðla og persónuupplýsingar til þess að komast nær ástarviðfangi sínu og í seinni seríum hvernig hann hefur þráhuggju til þess að stjórna þeim.


FJÓRAR SÁLFRÆÐILEGAR SPURNINGAR

TVÆR STYTTRI SPURNINGAR

1.Hvernig sýna þættirnir mismunandi birtingarmyndir þráhyggjuröskunanr?

Þættirnir kafa ofan í birtingarmyndir þráyggjuröskunnar og hvernig það getur haft áhrif á sjálfmynd og hegðun einstaklingsins. Þættirnir vísa í þau óljósu mörk sem eru á milli ástar og þráhyggju. Joe Goldberg horfir upp til ástarviðfanga sinna og gerir þær að fyrirmyndum sínum sem gerir það að verkum að hann ruglar saman ást sinni og ástríðu sem kemur fram í stjórnandi hegðun. Joe breytir einnig persónuleika sínum til að þóknast viðfanginu sem hann hefur þráhyggju fyrir til að passa við þeirra hugmynd af honum. Þessar breytingar benda á hversu mikið tengsl við aðra móta okkur. Auk þess sem að æska Joe var slæm þá hefur það árhif á sambönd hans á fullorðisnárum. Gjörðir hans er bein afleiðing af áföllum og óleystum sálarflækjum á æskuárum sem útskýrir skemmandi hegðunamysntur hans. Þættirnir sýna hvernig þráhyggja hefur áhrif á sjálfsmynd og afhjúpa slæmu hliðar af áhrifum ástarsambanda.


2. Hvernig afhjúpar Joe Goldberg veikleika fórnarlamba sinna með gaslýsingu?

Hann hefur masterað notkun gaslýsingar og einblýnir á óörugga sjálfsmynd fórnalamba sinna, svo sem einamannleika eða óleyst sálræn áföll. Með því að bera kennsl á veikleika viðfanga sinna gerir það honum kleift að hughreysta þau og gefa þeim hlýja nærveru. Þetta byggir upp traust á milli þeirra og gefur honum frekari stjórn á aðstöðum sem nýtist í gaslýsingu. Joe beitir gaslýsingu til þess að breyta veruleika fórnalamba sinna og hafa þannig stjórn á sjálfsmynd þeirra. Þessi aðferð gerir honum kleift að einangra fórnalömbin sín, lætur þau efast um eigin sjálfsmynd og þannig gera þau háð sér fyrir hans útgáfu af veruleikanum. Hann lætur þau trúa að hann sé sá eini sem skilur og styður þau í gegnum erfiða tíma. Joe speglar langanir og vonir fórnalamba sinna sem ræktar tengingu þeirra enn frekar. Þessi aðferð lætur fórnalömbin vilja viðurkenningu og ást frá honum sem nýtist honum í stjórn. Þetta sjónarhorn lýsir ljósi á varnarleysi og tilfinningarlegt ósjálfstæði í ástarsamböndum.


TVÆR LENGRI SPURNINGAR

3. Er Joe að jafnaði að fylgja eigin siðferðisviðmiðum eða brýtur hann þau í nafni ástar og verndar og hvernig getur það kallað á umræður um hvað telst siðferðislegt?

Joe réttlætir gjörðir sínar með því að telja að hann sé að „vernda“ eða „hjálpa“ fólki sem hann elskar. Hann er yfirleitt sannfærður um að aðgerðir hans, hvort sem þær eru eru að eftir hrella, ólöglegar inngrip eða ofbeldi, séu nauðsynlegar til að tryggja öryggi og velferð þeirra. Þessi hugsunarháttur er algengur meðal þeirra sem líta á sig sem „verndara“ í eigin lífi. Þeir geta þróað með sér hæfileikann til að líta fram hjá eigin gjörðum sem er siðferðislega vafasöm, vegna þess að þeir sjá „stærra markmið“ sem mikilvægari. Þetta kemur meðal annars í ljós þegar Joe drepur fólk sem ógna þeim sem honum þykir vænt um eða sem hindra hann í að ná markmiðum sínum. Þannig er siðferði hans brenglað, þar sem hann skiptir ást út fyrir vald og stjórn.

Þó Joe sýni stundum tilfinningar eins og skömm eða vanlíðan í tengslum við ákveðnar aðgerðir, finnur hann oft ekki fyrir raunverulegri sektarkennd. Þetta á sérstaklega við þegar ástin hans er í húfi, þar sem hann réttlætir gjörðir sínar með þeirri trú að hann veit betur en aðrir hvað sér rétt að gera í sínum aðstæðum þótt þær séu siðferðislega óásættanlegar. Þannig brýtur Joe ekki aðeins gegn siðferðilegum normum, heldur réttlætir hann aðgerðir sínar með því að telja sig vera að vernda þá sem honum þykir vænt um. Skortur hans á samkennd og eiginleikar til að brjóta á öðrum án þess að íhuga afleiðingarnar sýnir einkenni siðleysis.

Þetta kallar á siðferðislegar spurningar um hvort ást og vernd eigi að hafa meira vægi en siðferðislegar reglur. Er til dæmis réttlætanlegt að ljúga eða fela sannleikann í nafni verndar gagnvart þeim sem manni þykir vænt um? Slíkar spurningar opna fyrir dýpri umræðu um það hvað telst siðferðilegt. Hver eru mælikvarðar okkar á siðferði? Er siðferði byggt á heiðarleika, ábyrgð, ást, réttlæti, eða einhverju öðru? Hvernig ákveðum við hvenær er rétt að brjóta siðferðisviðmið og hvenær það er rangt?


4. Endurspeglar You hvernig nútímasamfélagið og tæknin geta ýtt undir siðblindu, einangrun og áráttu í nánum samböndum? Hvernig má túlka hegðun Joe í ljósi þessara þátta og hver eru áhrifin á raunveruleg tilfinningatengsl hans við aðra?

You sýnir dökka hlið ástríðu og rómantíkar í nútímasamfélagi þar sem tæknin, samfélagsmiðlar og aukin einstaklingshyggja hafa áhrif á hvernig við upplifum og mótum sambönd okkar. Joe Goldberg notar tæknina til að fylgjast með fólki sem hann verður ástfanginn af og þráhyggjufullur yfir og þessi aðferð getur virkað sem táknmynd fyrir hvernig við sjálf getum misst tengsl við raunveruleikann í samböndum okkar.

Nútímasamfélagið, með áherslu á stafræna nærveru, getur auðveldlega ýtt undir hegðun eins og þá sem Joe sýnir. Tæknin veitir honum aðgang og völd að persónulegum upplýsingum sem hann nýtir sér til að smíða ímynd af fólki sem er í raun langt frá því sem þær eru í raun og veru. Þetta skapar óheilbrigða tilfinningu um falskt öryggi og nálægð í samböndum, þar sem Joe telur sig þekkja ástvini sína betur en þeir sjálfir gera, þótt hann í raun stjórni þeim úr fjarlægð.

Siðblindan og áráttuhegðunin, sem Joe réttlætir sem ást og vernd, er að hluta til undir áhrifum frá félagslegri einangrun hans og persónulegu óöryggi. Joe leitar að fullkomnum maka sem hann trúir að geti “bjargað” honum eða gefið lífi hans tilgang. En vegna óheilbrigðra hugmynda hans um ást og tengsl á hann erfitt með að mynda raunveruleg tilfinningatengsl. Nútímasamfélagið, þar sem hraði og einangrun aukast, gerir slíka leit jafnvel enn erfiðari og hættulegri.

You endurspeglar þá hvernig nútímasamfélgaið getur hvatt til einangrunar og brenglaðra ástartengsla þar sem stjórnun og árátta koma í stað raunverulegra tengsla og trausts. Þetta sýnir okkur hvernig tækni og samfélagsleg þróun geta haft alvarleg áhrif á tilfinningalíf okkar og hæfileika til að mynda heilbrigð og raunveruleg tengsl.


Heimildaskrá

  1. You Plot. (2018). https://www.imdb.com/title/tt7335184/plotsummary/ 

MYNDEFNI TIL SÝNINGAR

Video Block
Double-click here to add a video by URL or embed code. Learn more