David Fincher

Mindhunter

Nemendur

Dagný Svala Gunnarsdóttir, Sandra Dís Ágústsdóttir og Þóra Björg Ingvarsdóttir.

Nafn myndefnis

Mindhunter.

Flokkun myndefnis

Glæpa, Drama og spennutryllir (e. psychological thriller).

Leikstjóri, land og ár

David Fincher (7 þættir, 2017 - 2019), Carl Franklin (4 þættir, 2019), Andrew Douglas (2 þættir, 2017), Asif Kapadia (2 þættir, 2017), Tobias Lindholm (2 þættir, 2017) og Andrew Dominik (2 þættir, 2019). Gefnir út árið 2017 í Bandaríkjunum.

Helstu leikarar

Jonathan Groff sem Holden Ford.

Holt McCallany sem Bill Tench.

Anna Torv sem Dr. Wendy Carr.

Cameron Britton sem Edmund Kemper.

Stikla

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=oFlKiTwhd38 MINDHUNTER Trailer SEASON 1 (2017) Netflix Series

Hvers vegna þessi þáttaröð?

Sjónvarpsserían Mindhunter rannsakar m.a. sálfræðilegar hvatir (e. psychological motivations) sem liggja að baki glæpsamlegar hegðunar raðmorðingja. Aðalpersónurnar í Mindhunter reyna að skilja hvernig erfiðar upplifanir í æsku, áföll og sálrænir þættir geta leitt til þess að einstaklingur fremji morð. Söguþráður Mindhunter tengist þar með sálfræði með beinum hætti og er því tilvalið fyrir eftirfarandi verkefni. Mindhunter er á sama tíma gífurlega vel framkvæmd og vönduð þáttaröð, þar sem meirihluti þáttanna er leitt af höndum David Fincher, sem er þekktur fyrir að búa yfir miklum hæfileikum þegar kemur að leikstýringu. Þáttaröðin fær 8,6 á IMDb og 97% á Rotten tomatoes sem er talið vera mjög gott. Einnig höfum við allar gaman af glæpa- og spennuþáttum og því var tilvalið að velja Mindhunter.

Söguþráður

Mindhunter fjallar um umboðsmenn alríkis rannsóknar deildarinnar í bandaríkjunum, Holden Ford og Bill Tench. Þeir byrjuðu að nota sálfræði, sem hjálpartæki, til að komast að því hvers vegna einstaklingur fremur morð. Tvíeykið tóku viðtöl við raðmorðingja, sem sitja inni í fangelsi, til þess að dýpka skilning sinn á hvatningunni sem liggur að baki tiltekinni hegðun. Edmund Kemper, sem er þekktur raðmorðingi, var einn af þeim helstu sem þeir söfnuðu upplýsingum um og varð sambandið á milli hans og Holden Ford frekar óvenjulegt. Kemper, ásamt öðrum raðmorðingjum eins og Charles Manson og Ted Bundy, veittu lögreglumönnunum upplýsingar og gögn sem að þeir nýttu sér til að draga ályktanir og til þess að búa til sniðmát fyrir morðingja sem þeir voru að reyna að góma. Dr. Wendy Carr bættist seinna meir inn í hópinn með Ford og Tench en hún var hjúkrunarfræðingur og prófessor í Boston University. Dr. Carr færði teyminu sérfræðiþekkingu sína í nauðgunarmálum og hjálpaði til með því að gefa dýrmæta innsýn í huga glæpamanna og þar með greina hegðun raðmorðingja og þróa með þeim glæpasnið.

FJÓRAR SÁLFRÆÐILEGAR SPURNINGAR

TVÆR STYTTRI SPURNINGAR

1) Hvaða sálfræðilegir eiginleikar skilgreina nálgun Holden Ford á glæpsamlegum sniðum (e. criminal profiling) í Mindhunter

Holden Ford var einstaklega gáfuð persóna sem var knúinn áfram af forvitni. Hann nálgaðist aðstæður með gagnrýninni og rökréttri hugsun, en hann hætti sér óttalaust út í nýjar og óhefðbundnar aðferðir á sviði glæpasálfræði. Þrautseigja og vilji Ford til að ögra hefðbundnum viðhorfum um glæpsamlega hegðun mótaði nálgun hans. Hæfni hans til að skilja raðmorðingja með fullri samúð eða hluttekningu, á meðan hann hélt tilfinningalegri fjarlægð, í flestum tilfellum, sýnir djúpstæða, sálfræðilega innsýn hans.

2) Hvernig fjallar þáttaröðin um umræðuna varðandi erfðir gegn umhverfi í samhengi við glæpasálfræði?

Þættirnir fjalla um umræðuna hvort glæpsamleg hegðun sé fyrst og fremst afleiðing af erfðaþáttum (erfða) eða umhverfisáhrifum (náttúra). Afleiðingar af slæmu uppeldi var áhersluatriði í Mindhunter þar sem fjallað var mikið um hvernig það gæti ýtt undir glæpahegðun. Morðin sem voru framkvæmd af raðmorðingjunum virtust tengjast mikið uppeldi þeirra í æsku. Þeir litu flestir á sig sem fórnarlömb en ekki gerendur, þar sem uppeldi þeirra var slæmt og mótaði þá sem manneskjur. Þeir tóku ekki ábyrgð á hegðun sinni heldur yfirfærðu þeir sökina á annað ytra umhverfi.

TVÆR STærRI SPURNINGAR

1) Hvernig hafði uppeldi Edmund Kemper áhrif á hegðun hans og hvað gerði hann í kjölfar þess?

Edmund Kemper átti erfiða æsku þar sem að hann upplifði slæmt uppeldi frá móður sinni. Þegar Kemper var ungur þá skildu foreldrar hans og flutti hann með móður sinni til Montana. Kemper skilgreindi móður sína sem góða konu nema þegar það kom að Kemper. Móðir hans sagði að Kemper minnti sig á faðir hans og var hann því henni til skammar.

Merki um óhefðbundna og truflandi hegðun Kemper byrjaði á ungum aldri. Kemper byrjaði að skera hausa af dúkkum og ímyndaði sér sig drepa móður sína. Kemper drap einnig heimilis kettina á ungum aldri og voru þeir því fyrstu fórnarlömbin hans. Móðir Kemper ákvað að senda vandræða unglinginn sinn til fyrrverandi tengdaforeldra sinna. Þar byrjaði hann að beina reiði sinni að litlum dýrum, þar sem að hann stytti þeim lífið. Þegar Kemper var aðeins 15 ára gamall skaut hann ömmu sína og afa til bana eftir rifrildi sem hann átti við ömmu sína. Því var Kemper settur í svokallað hámarks öryggisvistun fyrir afbrotamenn með geðræn vandamál þar sem hann var greindur með ofsóknargeðklofa (Awe, 2012).

Þegar Kemper var 21 árs var honum sleppt úr öryggisvistuninni og flutti aftur heim til móður sinnar. Kemper byrjaði ekki að myrða konur um leið, hann æfði sig fyrst með því að bjóða konum far en sleppti þeim síðan. Eftir að hann var búinn að æfa sig byrjaði hann að framkvæma allar morðhvatir sínar. Kemper myrti 10 konur á margs konar máta. Hann hafði tilhneigingu til að taka líkin í sundur og framkvæma kynferðislegar athafnir við mismunandi líkamshluta fórnarlamba sinna. Kemper trúði því að konur fæðast með holu á milli lappana sem allir karlmenn vilja stinga einhverju í en karlar eru sterkari en konur og því læra konur sjálfkrafa að niðurlægja karlmenn. Þar sem móðir Kemper niðurlægði hann stanslaust í æsku, vildi hann taka stjórn og niðurlægja konur. Einnig skýrði hann þessa kynferðislegu hegðun sína gagnvart fórnarlömbum sínum útfrá fjarveru hans frá stelpum þegar hann var að ganga í gegnum kynþroska. Þar sem hann var í öryggisvistun á þeim tíma sem hann átti að finna sig og upplifa kynferðislegu langanir sínar með stelpum. Kemper gróf einnig hausa fórnarlamba sinna fyrir utan gluggann hjá móður sinni í garðinum heima hjá sér. Hann sagðist gera það vegna þess að móðir hans líkaði það þegar fólk leit upp til hennar.

Eitt kvöldið kom móðir hans heim eftir fyllerí og sagði við Kemper að hún hafi ekki stundað samfarir með karlmanni í 7 ár að sökum Kemper. Þá fékk Kemper nóg og barði hana til dauða með hamri. Kemper skar af henni hausinn, skar barkakýlið úr henni og setti það ofan í vaskinn. Kemper útskýrði að hann þurfti að taka úr henni barkakýlið til þess að þagga niður í henni. Hann niðurlægði hana síðan með því að stunda samfarir við hálsvöðva á afskornu höfði hennar og að lokum sagði Kemper: There, now you´ve had sex við sundur skorna móður sína. Kemper sagði að ef móðir niðurlægir son sinn þá mun hann verða fjandsamlegur, ofbeldisfullur og niðurlægjandi á sínum fullorðinsárum.

Kemper setti alla sökina yfir á móðir sína og hvernig hún kom fram við hann í æsku. Það að hún hafi ávallt niðurlægt hann í æsku mótaði hann í raðmorðingjann sem hann varð að seinna meir. Kemper leit því ekki á sig sem geranda heldur frekar sem fórnarlamb slæms uppeldis.

Kemper sýndi fram á það að orsakasambandið fyrir morðin væri reiði, því passaði hann ekki í sniðmát fyrir siðblindingja (Awe, 2012). Kemper fékk einnig ekki nógu hátt skor á PCL-R til þess að vera skilgreindur sem siðblindingi.

2) Hvernig var sambandið á milli Edmund Kemper og Holden Ford, og af hverju var það svona einkennilegt?

Samband Edmund Kemper og Holden Ford í þáttunum Mindhunter var heldur einkennilegt og flókið. Samband þeirra hófst þegar Holden tók viðtöl við Kemper og einkenndist sambandið nokkurn vegin af spennu og handæði af hálfu Kemper. Kemper var afar greindur maður og gaf sér nægan tíma í viðtöl Holden um hvatir, hegðun og hug raðmorðingja. Þegar leið á samband þeirra var það orðið greinilegt að Kemper hafi litið á Holden og samskipti þeirra sem eitthvað meira en einungis viðtöl og rannsóknarvinnu. Talið er að Kemper hafi verið siðblindur, stjórnsamur og óhugnanlega góður í að handleika fólk til þess að fá það sem hann vildi. Hann notfærði sér þekkingu sína á sálfræði til þess að leika sér með tilfinningar og forvitni Holden. Þetta einkennilega samband þeirra hafði þær afleiðingar að Holden sökk dýpra í þann myrka heim Kemper og ræða þær huldu hliðar raðmorðingja.

Umgengni Holden við Kemper hafði veruleg áhrif á sálrænan líðan hans og getu hans til að finna fyrir samkennd fyrir öðrum. Þegar leið á var eins og Holden hafi þróað með sér eins konar ónæmi fyrir því gríðarlegu ofbeldi og illsku sem kom fram í umsögnum Kemper. Kemper talaði mikið um hrottaleg morð sín og annarra manna og það virtist vera auðveldara fyrir Holden að hlusta á Kemper því meira sem Holden ræddi við hann. Þegar leið á samband þeirra leit út fyrir að Holden byrjaði að eiga í erfiðleikum með að finna fyrir samkennd með fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra þar sem hann var að reyna að setja sig í spor raðmorðingjanna til þess að hugsa eins og þeir og tala þeirra tungumál. Þessi gríðarmikla marksækni Holden í að skilja sálfræðina á bak við raðmorðingja virtist draga úr getu hans að mynda tilfinningaleg tengsl við aðra. Það leit einnig út fyrir að Holden hafi byrjað að tileinka sér suma eiginleika og hegðun þeirra einstaklinga sem hann rannsakaði sem leiddi til sjálfsmyndarkreppu. Holden varð stöðugt uppteknari af verkum sínum og leiddi það til einangrunar frá fólkinu í kringum hann. Holden var byrjaður að sýna einkenni kvíða og streitu þar sem viðtölin voru byrjuð að taka sinn toll á andlegu heilsu hans.

Í lok fyrstu seríu var Kemper sendur á spítala vegna tilraunar til sjálfsmorðs og sjúkrahúsið hringdi í Holden þar sem að hann var skráður sem neyðartengiliður. Kemper var hissa þegar að Holden mætti til að heimsækja hann þar sem að Holden var búinn að vera að hunsa Kemper í smá tíma þrátt fyrir síendurteknar tilraunir Kempers að fá hann til að heimsækja sig. Fangaverðirnir yfirgáfu Holden og skildu hann eftir einan með Kemper vegna þess að hann sýndi fram á góða hegðun. Kemper nýtti sér tækifærið með því að standa fljótt upp úr sjúkrarúminu og byrjaði að spyrja Holden hvort þeir væru í raun og veru vinir. Kemper fór síðan að tjá sig um hversu ósáttur hann væri með að Holden hunsaði óskir hans og byrjaði síðan að fara ítarlega út í það hvernig hann gæti myrt Holden. Raðmorðinginn endar á því að spyrja Holden: Why are you here? Með því svarar hann: I don’t know og Kemper endar á því að knúsa hann. Holden nær að sleppa frá Kemper og hleypur út á gang þar sem að hann dettur niður og fær alvarlegt kvíðakast.

Stikla sem við viljum sýna:

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=HI_NVWjjxjM

Heimildir

  1. Awe, L. (2012). Who are They? The Psychopath and The Serial Killer Personality – Differences, Detection and Diagnosis [M.A., Argosy University/Phoenix]. Í ProQuest Dissertations and Theses. https://www.proquest.com/docview/2350414730/abstract/BF6A7769ECE1460CPQ/1