Nemendur
Fjóla Lea Eiríksdóttir, Leó Ernir Reynisson, Tekla Ýrr Jóhannsdóttir og Telma Lind Andresdóttir.
Nafn
Englar alheimsins.
FLOKKUN
Drama.
LEIKSTJÓRI
Friðrik Þór Friðriksson, Ísland, 2000.
HELSTU LEIKARAR
STIKLA
?
HVERS VEGNA?
Englar Alheimsins er íslensk mynd og er tekin upp á Íslandi. Ástæðan fyrir vali á myndefninu er vegna þess að þetta er ein af fáum myndum sem sýnir geðklofa í réttri mynd. Hvernig einkenni koma fram, líðan einstaklings og aðstandenda. Veruleiki einstaklinga með geðklofa er vel sýndur og hvaða áhrif geðklofi hefur á líf hans. Hollywood hefur sýnt kolranga birtingarmynd geðklofa. Tekið eru óalgengustu einkenni geðklofa og sýnt eins og það sé það helsta sem hrjái einstaklingana. Áhugavert var að horfa á Engla Alheimsins og sjá betri birtingamynd geðklofa og hvernig einkenni koma fram.
SÖGUÞRÁÐUR
Páll er mjög lífsglaður og brosmildur strákur að fyrstu, þar til að hann fer að finna mikið fyrir einkennum geðklofa. Á stuttum tíma missir Páll tök á lífi sínu eftir að einkenni koma sterk fram og hann missir tengsl við raunveruleikann af og til. Páll endar inn á geðspítalanum Klepp þar sem að hann kynnist þeim Óla, Viktori og Pétri. Sýnt er líf Páls eftir greiningu bæði inn á Klepp og fyrir utan og hvernig þeir vinirnir koma sér saman.
FJÓRAR SÁLFRÆÐILEGAR SPURNINGAR
Tvær styttri spurningar
Spurning 1: Hvað varð til þess að móðir hans og fAðIr fóru með hann á Klepp?
Páll var venjulega mjög glaðlindur og mikill fjölskyldumaður. Eitthvað breyttist í fari hans þegar hann byrjar að fá slæma höfuðverki daglega. Páll finnur fyrir mikilli reiði að fyrstu við höfuðverkina. Reiðisköstin verða ákafari og stöðugri og tekur hann þau mikið út á fjölskyldu sinni. Páll byrjar að loka sig af inni hjá sér og sýnir mikla reiði og mjög óeðlilega hegðun sem hann hafði ekki sýnt áður. Einn daginn byrjar Páll að ásaka litla bróður sinn um að vera með byssu í skólatöskunni og byrjar að leita en finnur ekkert í töskunni.
Faðir hans vaknar eina nóttina og hafði Páll þá verið að raka allt hárið af sér. Þessi hegðun Páls var farið að valda fjölskyldu hans áhyggjum sem varð til þess að foreldrar hans leituðu sér hjálpar til geðspítalans Klepps.
Spurning 2: Hvernig var líf Páls inn á Klepp?
Fyrst þegar Páll fer inn á Klepp fer greining í gang með sálfræðingum sem voru sérstaklega reyndir í mönnum eins og honum. Páll er lokaður inni í herbergi fyrstu dagana þar til að hann fær greininguna að hann sé með mikil einkenni geðklofa. Inn á klepp kynnist hann vinunum Óla, Pétri og Viktori, sem voru einnig inni á Kleppi vegna geðklofa. Á Klepp var fjölbreyttur hópur starfsmanna, bæði góðum og ströngum. Sumt starfsfólkið hugsaði illa um sjúklingana þar sem þeir tóku í þá og töluðu illa til þeirra. Þegar páskarnir komu voru sjúklingarnir meðal annars Páll, allir sprautaðir niður og dópaðir upp þar sem að mikið af starfsfólki var í fríi og það þurfti vinnufrið.
Tvær stærri spurningar
Spurning 1: Hvernig koma jákvæðu einkenni Páls fram í myndinni?
Páll byrjar að finna fyrir ýmsum einkennum geðklofa frekar snemma. Fyrstu einkenni hans komu mikið fram heima hjá honum og það voru höfuðverkur og mikil reiði. Hann fer til læknis vegna höfuðverksins og er honum sagt að hann sé með höfuðverk í hjartanu. Páll upplifði einnig raddir sem gæti verið einn partur af hausverknum sem hann fékk. Páll lokar sig mikið af heima hjá sér inni í herbergi og neitar að tala við foreldra sína, systkin og vini.
Páll byrjar að vera mjög árásargjarn, allt byrjar að fara í taugarnar á honum, eins og t.d. þegar einhver smjattaði við matarborðið. Hann málar mikið, spilar á trommur og hlustar á tónlist þegar hann er einn. Páll upplifir bæði jákvæð og neikvæð einkenni geðklofa, hinsvegar er hægt að túlka út frá myndinni að hann upplifi meiri jákvæð einkenni frekar en neikvæð. Jákvæð einkenni koma fram þegar einstaklingur er í geðrofi, sem getur staðið yfir í nokkrar vikur. Í geðrofi missir einstaklingur tengsl við raunveruleikann og getur ekki greint mun á réttu og röngu. Fyrstu jákvæðu einkenni sem Páll upplifði voru ranghugmyndir. Einn daginn kemur litli bróðir hans heim og er Páll viss um að hann sé að fela byssu í skólatösku sinni. Páll leitar í töskunni en finnur ekkert. Páll málaði mikið og leit á sig sem mjög hátt settan listamann, en hinsvegar voru mjög fáir sem vissu það og sá engin listaverkin hans. Hann leit svo stórt á sig að þegar það var föndur tími á Klepp tók hann ekki þátt því ef hann myndi byrja prjóna liði honum eins og konu. Páll byrjar seinna meir að finna fyrir ofskynjunum, listaverkin hans byrja hreyfast og hann fór að sjá krókódíla og eðlur elta sig. Hann fann mikið fyrir guði og sá hann inn í herbergi sínu. Páll hafði nýlega verið hafnað af stúlku sem heitir Dagný sem hann elskaði. Eitt kvöldið ætluðu þau að hittast en hún mætti ekki. Hann fer að rölta um bæinn og framhjá balli sem var það kvöld og sá hana vera borða með tveimur mönnum. Hann snöggreiddist og byrjaði að hóta fólki með hníf fyrir utan. Lögreglan nær honum en hann hljóp út í tjörn en skynjar að hann sé að labba á vatninu. Næsta dag birtist mynd af Pál vera handtekinn í morgunblaðinu og þar stendur að hann ætlar að vera með listasýningu á lögreglustöðinni. Hann ríkur strax að móður sinni og ásakar hana um að hafa sagt öllum að hann væri listamaður og að það væri ritari heima hjá þeim. Páll fór í geðhvörf í frekar langan tíma þar sem að hann missti tengsl við veruleikann.Hann fékk mikinn áhuga á Ameríku eftir að hafa verið inn á Klepp. Þegar hann var kominn heim biður hann pabba sinn um pening en pabbi hans neitar í fyrstu. Hann missti þá stjórn á sér og og ræðst á pabba sinn. Hann varð svo reiður að hann fór út og byrjaði að labba í átt að Keflavík til að komast til Ameríku.
Lögreglan nær honum á Keflarvíkurvegi og fer með hann upp á Klepp þar sem honum er haldið niðri vegna stjórnleysi á skapinu sínu. Kvikmyndin sýnir einkenni Páls í mjög skýru ljósi, t.d. er sýnt hvernig hann upplifir heiminn öðruvísi, hvernig honum líður eins og allur hávaðinn sem er í hausnum á honum og fáum við að sjá öll einkenni Páls myndrænt.
Spuring 2: Hvernig koma einkenni vinanna Óla, Péturs og Viktors fram?
Inn á Klepp Kynnist Páll þeim Óla, Pétri og Viktori. Þeir glíma allir við geðklofa og koma einkenni þeirra fram á mismunandi hátt. Páll og Pétur eru herbergisfélagar. Pétur var inn á Klepp vegna þess að hann tók sýru og hélt að hann gæti flogið sem endaði ekki vel fyrir hann. Einkenni Péturs voru að hann taldi sig kunna kínversku og að hann hafði skrifað doktorsritgerð. Pétur átti konu sem hét Jóhanna. Einn daginn kom Jóhanna í heimsókn þar sem hún var ólétt af barni hans. Hann starði bara út í loftið og hélt áfram að reykja. Hún gafst upp að reyna og fór, þá hljóp hann á eftir henni, byrjar að öskra og varð brjálaður. Seinna meir fóru þeir vinirnir í göngutúr og gengu framhjá húsi Jóhönnu og varð hún brjáluð og fékk nálgunarbann á Pétur. Pétur glýmdi við mikið þunglyndi og fyrirfór sér með að hoppa út um gluggann. Óli hafði verið lengst af þeim inn á Klepp. Hann taldi sig semja lög fyrir bítlana og sendi lögin áfram með hugskeytum. Óli vissi að Bítlarnir væru hættir að spila en það skipti hann ekki máli, þeir fengu samt hugskeyti hans. Óli missti veruleg tengls við veruleikann og einn daginn fer hann að húsi forsetans og segist ætla verði næsti forseti Íslands, biður svo um að fá að keyra forsetabílinn heim. Svo var það Viktor, en hann var alltaf frekar þungur á sér, hugsaði mikið um dauðann og að hann væri ekkert mikilvægari en aðrir. Viktor byrjaði að misnota lyf sem honum var skammtað þegar að taugar hans fóru að gefa sig. Hann dýrkaði Adolf Hitler og taldi sig vera hann. Viktor var yfirleitt frekar rólegur en missti tengsl við veruleikann frekar mikið. Hann gat misst stjórn á skapi sínu. Hann fékk stundum reiðisköst og þurfti að vera sprautaður niður. Viktor sagði við Pál að dauði þeirra þýddi bara sparnað fyrir heilbrigðiskerfið. Eitt skiptið stendur Viktor með regnhlíf og segist vera reyna breyta sér í kvaðratrótina af tveimur, og þegar hann væri búinn að því þá myndi hann halda við á leyndardómnum sem mun gera veröldina að engu. Þeir voru allir mjög ólíkir en glímdu allir við sama geðskjúkdóm. Einkenni komu fram á mjög fjölbreyttan hátt hjá hverjum og einum. Þeir glímdu allir við miklar ranghugmyndir og ofskynjanir, en mætti segja að Pétur hafi upplifað meira af neikvæðu einkennum geðklofa frekar en þeim jákvæðu. Viktor, Óli og Páll upplifðu meira af jákvæðum einkennum frekar en neikvæðum. Það var eitt skemmtilegt atriði í myndinni sem sýndi hversu stórt þeir hugsa um sjálfan sig. Eitt skemmtilegt atriði í myndinni er þegar frændi Páls kemur að sækja hann.Vinirnir sátu allir saman og þegar hann kom og segist vera sækja snillinginn, þá stóðu þeir allir upp.
Heimildir
1. Englar alheimsins. (e.d.). Sótt 5. nóvember 2023. https://kvikmyndir.is/mynd/?id=177