Franz Kaffka

Metamorphosis

Nemendur

Bryndís Þormarsdóttir, Emilía Sólrún Aradóttir, Maria Alva Roff og Nikulás Friðrik Bryndísarson.

NAFN MYNDEFNISINS

Metamorphosis.

Franz Kafka.

FLOKKUN

Drama.

LEIKSTJÓRI, LAND OG ÁR

Leikstjórinn er Chris Swanton, myndin er bresk og var gefin út árið 2012.

HELSTU LEIKARAR

Hér er mynd að skordýrinu sem Gregor Samsa breytist í, fyrir hann talar Paul Thornley.

Hér lengst til vinstri má sjá Móður Gregors, með hlutverkið fer Maureen Lipman. Við hlið móðurinnar stendur systir hans, leikin af Laura Rees og til hægri er faðir þeirra sem leikinn er af Robert Pugh.

Hér Sjáum við mynd af sögumanni myndarinnar Tim Pigott Smith.

STIKLA

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=YnWcFsOMSUs

HVERS VEGNA?

Kvikmyndina völdum við vegna sögunnar, höfundur sögunnar er Franz Kafka. Kafka gaf söguna út árið 1915 á frummálinu þýsku og hefur síðan verið gefin út á fjölda tungumála. Sagan hefur verið túlkuð á ýmsan máta: Hún var gefin út á hljóðbók af BBC, margar teiknimyndir hafa vera gerðar um sögu  og svo var sett upp leikrit af íslenska leikhópnum Vesturport sem sýndi víða um heim og gerð kvikmynd sem fjallað verður um í þessu verkefni.

Vesturport leikritið.

Hljóðbók lesin af frábærum leikara.

SÖGUÞRÁÐUR

Sagan fjallar um farandsölumanninn Gregor Samsa sem einn daginn vaknar sem stórt skordýr, á þessum örlagaríka degi hefst myndin. Sagan segir frá raunum Gregors við það að vakna allt í einu sem skordýr en ekki í þeim líkama sem hann var vanur og þeim erfiðleikum og breytingum sem hann upplifir við það. Gregor býr með móður, föður og systur sinni. Sagan fjallar einnig um viðbrögðum þeirra við þessum breytingum. Systir hans Greta fær það hlutverk að sinna honum, í því felst að færa honum mat og ganga frá eftir hann. Foreldrar hans sinna honum lítið sem ekkert, móðir hans fellur í yfirlið við það eitt að sjá hann. Gregor er ekki lengur hluti af fjölskyldunni og er í raun lokaður inni í herbergi megnið af sögunni. Þrátt fyrir að vera orðinn að skordýri og geta ekki tjáð sig þá skilur hann allt sem hann heyrir og skilur einnig allt sem gerist fyrir utan herbergi hans. Hann kemst að því að foreldrar hans og systir eru komin með vinnu til þess að sjá fyrir heimilinu sem áður hafði verið hans hlutverk. Hann heyrir einnig að fjölskyldan hefur tekið inn þrjá leigjendur á heimilið, til þess að auka tekjur. Þegar þessir leigjendur verða eitt kvöld varir við Gregor þá neita þeir að borga fyrir dvöl sína á heimilinu, en fara þó ekki. Eftir þetta atvik verður Greta systir hans, sem í fyrstu sýndi honum mikla mildi, ekki lengur sátt við að búa við þessar aðstæður. Hún telur skordýrið ekki lengur vera bróður sinn og vill losna við dýrið. Morgun einn kemur þjónustukonuna inn til Gregor og ætlar að vekja hann, en þá hafði hann látist um nóttina. Eftir að hafa rekið leigjendurna þrjá út þá ákveður fjölskyldan að fara saman í lestarferð út úr bænum til þess að ræða framtíðina.

FJÓRAR SÁLFRÆÐILEGAR SPURNINGAR

TVÆR STYTTRI SPURNINGAR

1. Er Gregor Samsa í raun og veru Franz Kafka?

Það bendir margt til þess að Kafka hafi fengið innblástur úr sínu eigin lífi þegar hann skrifaði The Metamorphasis. Það sem er mest líkt með Gregor Samsa og Franz Kafka er að þeir störfuðu báðir sem farandssölumenn. Fjölskylda þeirra var einnig svipuð, Kafka átt eldri bróður sem dó í stríðinu svo ábyrgðin féll á Kafka sem var nú elstur í systkinahópnum. Faðir hans var ofbeldisfullur og móður hans var veikburða og undirgefin eiginkona. Hann átti þrjár yngri systur en var hann aðeins náinn einni þeirra.

Margir fræðimenn hafa fullyrt að umbreyting Gregor í skordýr sé ekki bókstafleg heldur dæmigerð barátta við sjúkdóm. Kafka var með langvarandi heilsufarsvandamál sem hófust á barnæsku. Hann greinist svo árið 1917 með berkla sem höfðu háð honum í langan tíma. Líkt og með Samsa, þá upplifði Kafka mikinn einmannaleika og lítinn stuðning frá fjölskyldu sinni. Kafka eyddi miklum tíma á heilsuhæli þar sem eini félagsskapurinn var dagbókin hans. Í þessari einangrun leið Kafka eins og meindýri. Einmannaleikinn sem Kafka fann fyrir í veikindum sínum fékk hann til þess að trúa að fjölskyldan hans bæri ekki lengur tilfinningar til hans. Veikindin neyddu hann til að hætta störfum árið 1922 og hann lést tveimur árum seinna. Í raun á svipaðan hátt og Gregor sem gat ekki unnið lengur vegna þess að hann umbreytist í skordýr og passaði ekki lengur inn í samfélagið. Gregor og Kafka dóu báðir tiltöllega ungir og einmannalegum dauða.

2. Er Gregor með geðklofa?

Gregor Samsa sýndi mörg einkenni geðklofa. Jákvæð einkenni voru meðal annars ranghugmyndir hans að hann væri orðinn padda. Hugtakið Zoanthropy er óvenjuleg trú þar sem sjúklingurinn heldur að honum hafi verið umbreytt í dýr, sem er talið vera sérkennileg tjáning á geðrofslotu. Neikvæð einkenni komu einnig fram þar sem leið á söguna missti Gregor áhuga á athöfnum og geta hans til að eiga í samskiptum við fjölskylduna hans versnaði.  

Þegar The Metamorphosis var skrifuð voru miklir fordómar gagnvart geðsjúkdómum. Geðklofasjúklingar voru oft yfirgefnir af fjölskyldum sínum og jafnvel lokaðir inn á stofnunum og aldrei minnst á þá aftur. Í tilfelli Gregor Samsa, þá fer hann að lokum inn í herbergið sitt og fremur sjálfsmorð til að losa fjölskylduna sína frá því að vera þeim byrði.

TVÆR STærRI SPURNINGAR

1. Er Gregor Samsa að dreyma?

Nokkur atriði í sögunni hans Gregor bendir á að það gæti hafi verið draumur. Sagan byrjar á Gregor að vakna í rúminu sínu og endar með honum að deyja í rúminu. Í sögunni breytist Gregor í pöddu sem er ekki hægt í alvöru og upplifun hans sem pöddu endurspeglar hvernig honum líður með líf sitt áður en það gerðist. Gregor er farandsali. Fjármögnun fjölskyldunnar eru undir hans ábyrgð. Honum kvíðir að vakna um morgnana og finnst vinnan vera mjög íþyngjandi. Honum finnst fjölskylda sín vera að nota sig til þess að borga skuldir föður hans frekar en að koma fram við hann eins og manneskju. Þessi túlkun á ómannlega vinnumarkaðnum gæti verið útrás Kafka, því Kafka hataði einnig vinnuna sína. Álag vinnunnar er það fyrsta sem Gregor hugsar um áður en hann áttar sig á hamskiptingunni. Hægt er að túlka það þannig að Gregor dreymdi sig vera padda því hann upplifði sig vera ómannlegan í sínu lífi. Kenning Freud um drauma gæti vel verið í samræmi við þá ályktun.

Sigmund Freud sagði að draumar gefa okkur innlit í dulvitundina. Freud sagði að í kvíðamiklum draumi væri hægt að finna orsök kvíðans. Hann lagði einnig til að þegar við erum vakandi virkar dulvitundin eins og geymslupláss fyrir minningar og hugsanir sem gera okkur ekki gott. En þegar við sofum þá opnast geymsluplássið og það leyfir öllum undirliggjandi hugsunum að spreyta sig.

Vísindamenn geta enn ekki sagt af hverju okkur dreymir, en sama hvort þessi kenningin er rétt eða röng þá á kenningin vel við um Gregor ef við hugsum um sögu hans sem draum.

Þegar Gregor breyttist í pöddu þá gat hann samt hugsað eins og manneskja. Hægt er að túlka það þannig að áður en Gregor breyttist í pöddu þá leit ekki fjölskylda hans á hann sem manneskju. Þau notuðu hann til þess að komast undan skuld föður hans og unnu ekkert sjálf. Í sögunni missti Gregor einnig rödd sína og fjölskyldan gat þá ekki skilið hann. Þau reyndu heldur ekki að skilja hvað hann var að reyna að túlka en það gæti verið því áður fyrr var þeim alveg sama hvað hann hafði að segja. Þegar faðir Gregor áttar sig á að hann er orðinn padda og getur ekki unnið þá meiðir hann Gregor með að grýta í hann eplum. Eitt af eplunum festist svo og verður til þess að Gregor fær sýkingu. Gregor verður mjög hræddur og sorgmæddur þegar faðir hans beitir hann ofbeldi. Þessi ótti sem Gregor finnur fyrir gæti endurspeglað ótta hans að faðir Gregor muni hata hann ef hann getur ekki unnið. Eplasýkingin gæti þá táknað það að ef faðir Gregor myndi hata hann að það myndi eitra fyrir lífi hans. Að lokum yfirgefur fjölskyldan Gregor og eftir að þau gera það deyr hann. Sá atburður gæti þá þýtt að Gregor elski fjölskyldu sína og vill ekki lifa án þeirra þótt svo að þau fara illa með hann. Sagan er svo öll svo táknræn og bendir þá oft til að það eru undirliggjandi skilaboð. Ef sagan var öll draumur Gregor og hann vaknaði í lokinn eðlilegur á ný, þá væri kannski sniðugt að panta tíma í draumaráðningu.

2. Does Gregor show signs of an Oedipal Complex?

Freud‘s very controversial theory of Oedipal and Electra complexes as forming in young children around the age of three years old (during their so-called phallic stage) and creating a distinct attachment in them toward their opposite-gender parent has been used as a lens through which to interpret literature and film for over a century. Identifying tensions between men and women, between parent and child, and between authority figures and underlings in fiction as being based on this Freudian principle of repressed sexual urges, longings, resentments, and jealousies is often fairly easy to do. The Metamorphosis is no exception.

As has been noted, at the start of the story Gregor Samsa is the sole income earner in the Samsa household, and has been for five years. His father, once strong and capable, now lounges about the apartment in his bathrobe like an old, soft man or even a small child. His mother, who has weak lungs, doesn’t have to cook or clean for the family anymore now that Gregor can afford them a cook. Even his sister benefits from his job as a traveling salesman by getting to wear pretty dresses and ribbons. He is basically the man of the house.

From a Freudian perspective he has succeeded in resolving his Oedipal conflict with his father by replacing him without violence while also gaining his mother’s respect and continued love. He has avoided castration, which Freud claimed was the primal fear embedded in young boys who saw their fathers as dominant males in possession of the most important person in their lives – their mothers. These fathers might then punish their sons for being rivals for their wives’ affection. Gregor is exhausted, though, and resentful about having to pay off his father’s debts. In fact, no matter how much he tries to be his father, he never will. He also longs for the comforts of home, to sleep in, to eat well, be his mother’s son again instead of the diligent employee. Through Freudian theory Gregor might be said to have an infantile longing to suckle carelessly at her breast and drink her milk – his favorite beverage. All this, though, he has repressed to the point of psychosis and mutation.

By becoming the most unlovable thing he could possibly be he avoids having to deal with his deep, dark love for his mother and his absolute subconscious hatred of his father. He loses his body first, then his voice (his last words being “mother, mother”), his ability to drink milk, his health, his name (his sister, who was the last family member to take care of him finally declares “we can’t go on like this…In front of this monstrous creature I refuse to pronounce my brother’s name…we have to try to get rid of it.”), and ultimately his life. His father goes back to work in his shiny-button uniform and takes his place again as Freud‘s Primal Father with his loving wife and daughter by his side, and no treacherous son to have to deal with. From a psychoanalytical viewpoint, this story is about the impossibility of avoiding or conquering the one of the most intimate and primitive of all human obessions – the Oedipal complex.

Heimildaskrá

  1. Batson, R. (2021). Kafka~Samsa. Reality Through Symbolism. http://www.kafka.org/index.php?aid=225

  2. Bonina, J. (2015). Treated Like a Bug: The Similarities Between the Lives of Franz Kafka and The Metamorphosis's Gregor Samsa. http://johnbonina.blogspot.com/2015/05/treated-like-bug-similarities-between.html

  3. Freud, S. (1997). The interpretation of dreams (A. A. Brill, Trans.). Wordsworth Editions.

  4. Freud, S. (1991). On psychopathology : inhibitions, symtoms and anxiety and other works. (Reprint). Penguin.

  5. Garg, S. (2022). The Metamorphosis - Gregory Samsa’s ‘Kafkaesque’ Mind. https://clinicalpsychologyashoka.blogspot.com/2022/04/the-metamorphosis-gregory-samsas.html

  6. Gay, P. (2006). Freud : a life for our time. Norton.

  7. Kafka, F. (2018). Metamorphosis. Arcturus Publishing Ltd. (Original work published 1915).

  8. Roff, M. A. (2001, March). Kafka: The Longing for Home. Kafka: The Longing for Home. https://alvablueeyes.mystrikingly.com/blog/kafka-the-longing-for-home

  9. Rycroft, C. (1998). Critical dictionary of psychoanalysis. Penguin.