Rofinn persónuleiki

The Crowded Room

Nemendur

Arnar Geir Líndal, Gísli Máni Rósuson, Gunnar Ögri Jóhannsson og Ísak Þór Ólafsson.

NAFN MYNDEFNISINS

The Crowded Room.

FLOKKUN MYNDEFNIS

Glæpir, drama, ævisaga.

LEIKSTJÓRI, LAND OG ÁR

Kornél Mundruczó (3 þættir), Brady Corbet (3 þættir), Mona Fastvold (3 þættir), Alan Taylor (1 þáttur); Bandaríkin; 2023.

HELSTU LEIKARAR

Tom Holland sem Danny Sullivan.

Amanda Seyfried sem Rya Goodwin.

Sasha Lane sem Ariana.

STIKLA

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=4w1xZA7pX2c

HVERS VEGNA?

Bara einn meðlimur hópsins hafði séð þættina og mældi sterklega með þeim. Allir höfðum við gaman af leikaranum Tom Holland, sem er mest þekktur fyrir leik sinn í Spiderman myndunum.

SÖGUÞRÁÐUR

Í gegnum þættina þá sjáum við Danny Sullivan (Tom Holland) í yfirheyrslu eftir skotárás í New York árið 1979. Í yfirheyrslunni þá ræðir sálfræðingurinn Rya Goodwin (Amanda Seyfried) við Danny og fær sögu hans út frá hans sjónarhorni og smátt saman fáum við áhorfendur innsýn í hans líf sem að lokum sýnir okkur hvað í raun átti sér stað í lifi hans.

FJÓRAR SÁLFRÆÐILEGAR SPURNINGAR

tvær Styttri spurningar

1: Hver væru möguleg meðferðarúrræði fyriR Danny?

Helsta meðferðarúrræði fyrir fólk sem glímir við DID (e. dissociative identity disorder) er sálfræðimeðferð. Hvort sem það er hugræn atferlismeðferð (e. CBT; ísl. HAM) eða díalektískt atferlismeðferð (e. dialectical behavior therapy; DBT). Báðar meðferði sýna árangur fyrir DID. Auk þess er mikilvægt að þeir sem glíma við DID og eru í meðferð fái stöðugan stuðning og eftirfylgni frá meðferðaraðilum til að halda röskuninni niðri og bæta líðan skjólstæðings.

2: Hversu stórt er hlutverk sálfræðingsins, Rya Goodwin, í seríunni? væri serían eins án hennar?

Hlutverk sálfræðingsins, Rya Goodwin, er álíka stórt og hjá Danny Sullivan. En hægt er að færa rök fyrir því að hún sé sögumaðurinn í allri seríunni. Í viðtalinu á milli hennar og Danny þá fáum við áhorfendur að skimast í fortíð Dannys og fáum að sjá hvernig sagan þróast út frá hans sjónarhorni og síðan þeim mismunandi persónuleikum sem Danny hefur þróað með sér. Hafi hún ekki verið til staðar þá hefðum við ef til vill ekki fengið þessa ítarlegu lýsingu frá þróun sögunnar hafi það verið einhver lögregluþjónn sem hafi tekið viðtalið án einhverjar þjálfunar í sálfræði og í viðtalstækni í afbrotafræðilegum aðstæðum.

tvær Stærri spurningar

 2: Hver er ástæðan fyrir því að Danny myndar hvern persónuleika fyrir sig og hvaða sálfræðilegum tilgangi sinna þeir?

Þættirnir draga fram sex mismunandi persónuleika Danny, sem hver gegnir sérstöku hlutverki. Allir leggjast þeir á eitt við að hjálpa Danny, að verja hann frá umskiptum heimsins og ef til vill vernda heiminum fyrir innri óróa Dannys. Danny er sjálfur hlédrægur og feiminn ungur maður sem glímir við þunglyndi og kvíða, í byrjun þáttanna er hann að reyna að reikna út stefnu sína í gegnum algengar raunir unglingsáranna og á leiðinni lendir hann í allskyns krísum, sem er ef til vill ástæðan fyrir því að hann myndar með sér rofinn persónuleika. Hann er alinn upp í sundraðri fjölskyldu, hann býr ásamt móður sinni og stjúpföður, sem hann á í erfiðu sambandi við. Hann gengur í menntaskóla til að stunda menntun sína, og það er þar sem við kynnumst fyrst öðrum persónuleika Danny.

Mike er sýndur sem ástsæll æskufélagi í lífi Danny, hann er fyrirmyndar nemandi, íþróttamaður og hann gefur frá sér valdsama nærveru. Mike tekur að sér hlutverk sáttasemjara ásamt því að vera siðferðilegur áttaviti sem Danny getur fylgt, sem stöðugt býður upp á skynsamleg og rökrétt ráð. Mike er með óbilandi sjálfsöryggi, býr yfir mikilli félagslund og er fyrirmynd fyrir Danny. Stuðningur hans nær til þess að aðstoða Danny í samskiptum við ókunnuga og hvað þá helst kvenfólk, allt undirstrikað af djúpri og skilyrðislausri ást til kærs vinar síns.

Johnny kemur fram sem enn einn af æsku förunautum Dannys, hann er oft á tímum dularfullur og ósvífinn í framkomu. Hann hefur lag á að heilla fólk með sjarma sínum og er þekktur fyrir hæfileika sína við að framkvæma töfrabrögð. Hinsvegar, í algjörri mótsögn við Jack, villist siðferðilegur áttaviti Johnny af og til frá hinu rétta, dæmi um það má sjá þegar Johnny notar eiturlyf. Hvatvísi hans verður oft til þess að Danny endar í ólgusömum aðstæðum. Meginábyrgð Johnny er að afla tekna til þess að Danny lifi af, og grípur hann þá oft til óprúttna aðferða eins og fíkniefnasölu.

Jack kemur fram þegar Danny finnur sig í sárri þörf fyrir leiðbeinandi nærveru og tekur að sér hálfgert föðurhlutverk, sérstaklega vegna þess að samband hans við stjúpföður sinn hefur verið minna en ákjósanlegt. Eftir því sem þáttaröðin þróast verður ljóst að þrátt fyrir að hann sé einn af öðrum persónuleikum Dannys, stjórnar Jack öllum öðrum persónum í hausnum á honum. Þessi vitund staðsetur hann sem aðaldómara, sem ákvarðar hvaða persónuleiki tekur forystuna út frá þeim aðstæðum sem Danny lendir í. Jack hefur skapað hóp af persónuleikum sem hann kallar óæskilega persónuleika, hópurinn samanstendur af persónuleikum sem að voru eitt sinn partur af Danny en hafa seinna verið bæld niður vegna óæskilegrar hegðunar þeirra.

Yitzhak er öflugur miðaldra maður með töluverða bardaga hæfileika, sem gerir nærveru sína oftast þekkta í átökum. Hann veitir Danny húsaskjól og tekur að sér það hlutverk að vera hálfgerður verndarengill Danny. Hann kemur fyrst fram þegar Danny lendir í slagsmálum, þar sem hann er ófær um að verja sig sjálfur. Í kjölfarið býður Yitzhak Danny stuðning í viðleitni sinni til að standa í garð stjúpföður síns og í tveimur aðskildum atvikum grípur hann inn í þegar Danny verður að vernda sig. Engu að síður getur tilhneiging Yitzhaks til árásargirni og skortur hans á sjálfsstjórn stundum aukið á vanda Danny frekar en að draga úr honum.

Ariana er ung kona sem Danny hittir þegar hann býr með Yitzhak, hún virðist vera köld og þunglynd. Hún er táknmynd af þeim áföllum sem Danny hefur orðið fyrir. Hún sést oft grátandi og í annarlegu ástandi, í henni fáum við einnig að sjá afleiðingar fíkniefnaneyslu hans Danny. Þegar líður á þættina sannfærir hún Danny um að skjóta ofbeldismann sinn, sem án hans vitundar, reynist vera hans eigin stjúpfaðir. Hún hjálpar honum einnig við sjálfsuppgötvun og viðurkenningu varðandi sína eigin kynhneigð, þar sem að Danny reynist vera samkynhneigður.

Adam á að vera yngri bróðir Danny og talar hann oft um hann sem svo. Það kemur þó seinna í ljós að Adam hefur aldrei verið til og er í raun og veru einn af persónuleikum hans. Hann kemur lítið fram í þáttunum en er þó í lykilhlutverki í enda seríunnar. Hann birtist þegar Danny er farinn að átta sig á því að hann er með rofinn persónuleika og er farinn að takast á við áfall hans í sálfræðitímum sem eiga sér stað í gegnum seríuna. Hann kom upphaflega fram til að vernda Danny fyrir misnotkun stjúpföður síns en hætti að taka við þegar Danny varð eldri. Adam og Ariana virðast gegna mjög svipuðu verndar hlutverki fyrir Danny. Adam sýnir einnig sakleysið sem Danny virðist hafa misst á eldri árum. Að lokum er Adam persónuleikinn sem hjálpar honum að sigrast á áföllum sínum og hann hjálpar honum í gegnum lækningarferli, Adam er eini persónuleikinn sem verður eftir þegar að Danny hefur verið lagður inn á geðdeild.

2: Er DID raunverulegur geðsjúkdómur eða gefur eitthvað til kynna uppspuna hjá Danny?

Dissociative Identity Disorder, betur þekkt sem rofinn persónuleiki á íslensku er viðurkenndur geðsjúkdómur. Sjúkdómurinn er skráður í Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders (DSM-5), sem er viðurkenndur leiðarvísir í geðlækningum, gefinn út af American Psychiatric Association (APA). DID er lýst sem ástand þar sem tveir eða fleiri persónuleikar eru til staðar hjá einstakling og að þeir skynji heiminn á mismunandi hátt. Til eru dæmi þar sem fólk hefur verið með uppspuna hvað varðar DID, hins vegar er ekki ljóst að sjá hvort að Danny sé að skálda það að hann sé með klofinn persónuleika eða ekki.

Í gegnum þættina fara fram sálfræði tímar þar sem við sjáum Ryu spurja Danny leiðandi spurninga, sem hægt væri að túlka sem svo að hún sé að reyna að fá Danny til að ganga í lið við sig. Rya var sjálf að leitast eftir því að fá áframhaldandi starf við háskóla og til þess þurfti hún að gefa út brautryðjandi grein til að halda starfi, þessi pressa gæti hafa leitt til þess að hún reyni að gera hvað sem er til að ná sínu fram. Auk þess átti Rya við fjárhags vandamál að stríða, ásamt því að reka heimili þá átti hún son sem hún þurfti að sjá fyrir. Í viðtalstímunum á milli Danny og Ryu sjáum við Ryu halda því fram að Danny sé með rofinn persónuleika og það kemur að Danny eins og þruma úr heiðskíru lofti, það virðist sem svo að hann hafi verið algjörlega blindur fyrir því. Þá mætti færa rök fyrir því að hún hafi sáð því fræi í hausinn á honum. Aukinn hvati fyrir því að Danny myndi taka þátt í þeim leikþætti, væri það að hann myndi sleppa við að fara í fangelsi, heldur myndi fara á geðspítala þar sem hann fengi að stunda frístundar áhugamál sín. Þess má geta að Danny myndi ábyggilega finnast það skömminni skárra, og því ekki hægt að útiloka að þetta hafi verið sameiginlegur leikþáttur hjá sálfræðing og geðsjúkling.

Heimildir

?