Stephen King

The Shining

NEMENDur

Díana Svava Arnarsdóttir, Harpa Hinriksdóttir, Ólína Rún Þórarinsdóttir og Sonja Eva Sigurbjörnsdóttir.

FLOKKUN

Hrollvekja, sálfræði hrollvekja.

LEIKSTJÓRI

Stanley Kubrick, Bandaríkin, 1980.

LEIKARAR

Jack Nicholson = Leikur pabbann Jack.

Shelley Duvall = Leikur mömmuna Wendy.

Danny Lloyd = Leikur strákinn þeirra Danny.

Philip Stone = Leikur drauginn af fyrri morðingjanum sem drap sína fjölskyldu árum áður, hann hét Grady.

STIKLA

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=FZQvIJxG9Xs

Hvers vegna?

Við ákváðum að velja þessa mynd vegna þess að okkur finnst áhugavert að sjá hvernig Jack smám saman missir vitið og týnist í sinni eigin klikkun. Okkur fannst áhugavert að vita hvað olli þessari geðveiki, var það einangrunin eða var það eitthvað annað?

SÖGUÞRÁÐUR

Jack Torrance sem er rithöfundur tekur að sér þá vinnu að sjá um afskekkta Overlook hótelið yfir vetrartímann. Konan hans og barn flytja með honum á þetta einangraða hótel langt upp í fjöllum og eyða þau stormasömum vetri þar, þar sem Jack fær tækifæri til að leggja hausinn í bleyti og skrifa bók þar. Smám saman verður Jack geðveikur og ákveður að drepa fjölskyldu sína eins og Grady, fyrrum umsjónarmaður hótelsins hafði gert mörgum árum áður.

FJÓRAR SÁLFRÆÐILEGAR SPURNINGAR

tvær styttri spurningar

1. Hafði einangrun hótelsins möguleg áhrif eða ýtti undir hans andlegu veikindi?

Já það má segja að einangrun Overlook hótelsins var mjög mikilvægur þáttur þar sem það hafði áhrif á og jók andlegt ástand Jack Torrance. Einangrunin ýtti einnig undir undirliggjandi vandamál sem hann var nú þegar með, áfengisneyslu og reiðisvandamál. Í einangruðu umhverfi án utanaðkomandi truflana eru andleg vandamál Jacks ekki bæld niður af kröfum daglegs lífs, hann hefur því meiri tíma til að dvelja við gremju sína, mistök og ofbeldishneigð.

2. Hefði Jack endað svona ef hann hefði ekki þegið þessa vinnu?

Það er erfitt að segja en samt sem áður hafði hótelið gríðarleg áhrif á aukningu geðklofans. Það má þó ekki gleyma að áður en Jack fékk vinnuna átti hann í erfiðleikum með áfengi og hafði í ofsa sínum tekið son sinn úr axlarlið. Mögulega hefðu einkenni og framvinda geðklofans ekki gerst jafn hratt og fjölskyldan hefði getað leitað sér aðstoðar áður en það væri of seint. Á sama tíma hefði einhver annar atburður getað komið þessu af stað hjá honum þar sem hann er greinilega meðtækur geðklofa.

tvær stærri spurningar

1. Hvaða hegðun sýndi Jack í myndinNI sem benti til þess að hann var ekki heill á geði og var einhver hegðun meira áberandi en önnur?

Það má sjá í gegnum myndina hvernig geðheilsa Jack fer versnandi með tímanum og er margvísleg hegðun sem bendir til þess að andlegt ástands Jack var ekki gott. Fyrst má nefna ofskynjanir sem hann upplifði margoft, þá sérstaklega samtöl við ímyndaðar manneskjur. Það má nefna t.d. samtöl sem hann átti við barþjón sem hann átti oft í samskiptum við og var oft með ímyndaðan áfengan drykk við hönd. Hann sá einnig nakta konu inn á herbergi 217 þar sem hann átti í kynferðislegum athöfnum við konuna. Einnig má nefna hið merka samtali við baðherbergis þjóninn Grady sem hvatti hann til að drepa konu sína og barn. Hann þróaði með sér margar ranghugmyndir, sérstaklega gagnvart fjölskyldu sinni, þar sem hann var sannfærður um það að fjölskyldan var að skemma fyrir honum rithöfundar ferilinn. Hann einangraði sig mikið frá umheiminum og einnig frá fjölskyldu sinni, hann fór að sofa á öðrum tíma en þau og var hættur að geta sofið á nóttunni vegna hræðslu við martröðina sem honum dreymdi hverja einustu nótt. Martröðin var að hann myndi drepa fjölskyldu sína á hrottalegan hátt með exi, rétt eins og fyrrum hótelstjóri gerði. Jack hafði verið gert kunnugt um örlög fjölskyldunnar sem dvaldi á undan þeim á hótelinu. Hann var ekki lengur að borða með fjölskyldunni og var oftast einn að dunda sér að skrifa og vildi enga truflun. Það má sjá í gegnum myndina að útlit hans fer versnandi og andlitstjáning hans verður ýktari. Hann sýndi ógnandi hegðun gagnvart fjölskyldu sinni og við lok myndarinnar má sjá mikla árásargirni og ofbeldishegðun þar sem hann myrðir yfirkokkinn og eltir barnið sitt og konu með exi í þeim tilgangi að drepa þau þar sem þau voru að ,,skemma fyrir honum.” Jack varð einnig heltekinn af sögu hótelsins þar sem fyrrum umsjónarmaður drap eiginkonu sína og börn og var Jack byrjaður að fá ofsjónir og tala við fyrrum morðingjann sem ýtti undir þá hegðun að vilja drepa fjölskyldu sína. Jack var staðráðinn að hann myndi aldrei gera neitt slíkt, en örlögin voru önnur, og hans versta martröð varð að veruleika.

2. Hvernig geðröskun var Jack með?

Í gegnum myndina The Shining má sjá hvernig geðheilsa Jack fer versnandi með tímanum og þó það komi ekki beinlínis fram í myndinni að Jack sé með ákveðna geðröskun, þá má hins vegar sjá persónu Jack þjást af samsetningu margra þátta sem stuðla að sálrænu niðurbroti hans. Það sem kemur fram í myndinni er að Jack var að díla við alkóhólisma og hafði verið edrú í nokkra mánuði þar sem hann hafði meðal annars lagt hendur á son sinn í kjölfar drykkju sinnar. Jack var undir mikilli pressu varðandi vinnu sem rithöfundur og persónulegra átaka svo sem ofbeldishegðun gagnvart syni sínum og má segja að hann átti við nokkurs konar reiði vandamál að stríða og gat ekki svalað sér með áfengum drykk. Það má því segja að samspil margra þátta leiða til þeirra brjálæðis hegðunar sem hann sýnir. Þegar við rýnum í einkenni Jacks sem koma fram þegar hann missir stjórn á geðheilsu sinni þá bendir það til þess að hann hafi verið að kljást við geðklofa. Hann er með alls kyns ofskynjanir og er hættur að geta séð greinarmun á milli þess sem er raunverulegt og þess sem er það ekki. Eins og til dæmis barþjónninn í The gold room, sem Jack ræðir mikið við undir lok myndarinnar, sem var aldrei raunverulegur. En fólk með geðklofa sér margt fólk eða hluti dags daglega sem er ekki raunverulegt, en fyrir þeim er þetta hreinn og beinn raunveruleikinn. Einnig er algengt að mikil einangrun einstaklings með geðklofa ýtir verulega undir einkenni sjúkdómsins. Ef þau eru einangruð frá samfélaginu í of langan tíma geta þau misst algjörlega sýn á raunveruleikanum, en ekki er það alltaf þannig. Annað dæmi er þegar Jack á í erfiðleikum með að skrifa bókina, og skrifar sömu setninguna (All work and no play makes Jack a dull boy) aftur og aftur, margar blaðsíður í röð. En geðklofi getur haft mjög truflandi áhrif á hugsun fólks, það á mjög erfitt með skipuleggja og rökræða hugsun. Enn annað dæmi varðandi erfiðleika með rökræna hugsun er þegar Jack verður alveg viss um að fjölskyldan hans vill skemma rithöfundaferil hans, en engin alvöru rök voru á bakvið þá staðhæfingu hans.

Stiklur til umræðu

Senan þegar Jack…

Here’s Johnny senan:

Loks: Völundarhússsenan.

Heimildir

?